Lögberg - 15.03.1893, Blaðsíða 2

Lögberg - 15.03.1893, Blaðsíða 2
2 LÖQBERQ MIÐVIKUDAQINN 15. MARZ 1893. í o g b c r g. fJeW «t aS 513 Main Str. Winnipet i/ 7’-'í í' J.öiJ‘er; Printinsr & Publishim; Coy. (Incorporated 27. May 1890). Ritstjórz (Editor); EINAR HJÖRLEIFSSON kusinfss managf.k: JOIINA. BLÖNDAL. vU» ■EVSINGAR: Smá-auglýsingar í eitt »Uipti 25 cts. fyrir 30 orð eða 1 |iuml. dilksiengdar; 1 doil. um mánuðinn. Á st'erri ng'vsingum eða augl. um lengri tíma af- -Httur eptir samningi. JUSfAD A-SKIPTI kaupenda verður að til ' VTv.'' r* 1 .'irl'G‘-i og.geia um fymerandi bú stað jafnframt. ui anásÍcript uTafgreidslustofu blaðsins er: D{£ LDQSERC PRINTINC & PUBLISH- CO. P. O. Box 368, Winnipeg, Man. UTANÁSKRIFT til RITSTIÓRANS er: EDITOR LttGRERO. P. O. BOX 388. WINNIPEG MAN. — MIÐVIKUIIAOISIN 15. MAKZ 1893.---- XW Siirnkvæmt, landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sé skuldlaus, begar hann segir upp. — Ef b»up3ndi, sem er í skuld við blað- ð Ilytr vistferlum, án þess að tilkynna heimilaskiftm, þá er það fyrir dómstól- álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vrk'iio tiigang'. XST Eftirleiðis verðr á hverri viku prent- if i blaðinu viðrkenning fyrir móttöku allra peuinga, sem því hafa borizt fyrir- farandi viku í pósti eða með bréfum, en ekki fyrir peningum, sem menn af- henda sjálfir á afgreiðslustofu blaðsins* bvl að þeir menn fá samstundis skriflega viðrkenning. — Bandaríkjapeninga tekr lilaðið fuilu verði (af Bandaríkjamönn- um), og frá íslandi eru íslenzkir pen itigaseðlar teknir gildir fullu verði sem burgtin fyrir blaðið. — Sendið borgun i P. O. Money Orders, eða peninga í líe pixtrred Letter. Sendið oss ekki bankaá TÍsanir, sem borgast eiga annarstaðar en i VVinnipeg, nema 25ct« aukaborgun fylg fyrir innköllun. Manitobaþinginu var slitið á laug- artl., og liafði það staðið yfir að eins 5 vikur. Einna merkust af peim lög- um, sem þingið sampykkti og nú hafa fengið staðfesting fylkisstjórans, eru lög um almennar heilbrigðisreglur, og hafa p>au sjerstaklega verið samin í tilefni af kóleru-hættunni, en jafn- framt vona menn, að ekki fiurfi að beita f>eim til fulls, enda eru f>au og tnjög ströng. Svo eru og allmerki- leg lög um skatt, sem 'eggjast skal á erfðafje, sem miklu nemur. Af f>aim járnbrautamálum, sem f>ingið hefur fjallað um, er pýðingamest styrkveit- ing til járnbrautar, sem leggjast á út í hjeraðið umhverfis Dauphin-vatnið. I>ar er talinn einhver bezti partur fylkisins, en liefur verið tiltölulega lítt byggður, vegna pess, hve sam- göngur f>ar hafa verið örðugar. I>ing- ið hefur veitt allmikion styrk til braut- ar þangað, og er búizt við, að hún verði lögð á þessu ári. Landið f>ar fyllist pví sjálfsagt innan skamms, og væri óskandi, að iandar vorir gætu sætt þeim tækifærum, sem þar bjóðast til þess að fá góðar bújarðir innan fylkisins takmarka. Allmerkileg er og sú samþykkt þingsins, að skora á Dominion-stjórnina, að gefa út lög um algert bann gegn tilbúningi, iiinflutningi og sölu áfengra drykkja i þessu fylki. Þingið hefur gengið fremur friðsamlega, og er Mr. Macdonald, núverandi leiðtogi stjórn- arandstæðinganna, augsýnilega stillt- ari maður og gætnari en Mr. Roblin, sem var foringi andstaeðingaflokksins í fyrra. Jlagiiin áður en fylkisþinginu var slitið, lagði Hon. Mr. Watson fyr- ir það tillögu til þingsályktunar við- víkjandi verndartollinum, þess efnis, að með því að nógu iöng reynd sje komin á tollverndarstefnu núverandi Canada-stjórnar, til þess að menn geti d*mt sanngjarnlega um áhrif hennar á viðskipti og framfurir í landinu, og með því að hún standi Manitoba- mönnum mjög fyrir þrifum, einkum bændum og verkamönnum, án þess að fylkið nje Canada í heild sinni fái til- tölulega mikinn hagnað af þeirri stefnu, og tneð því að sú stefna sje ósanrigjörn oo- kotni ójafnt niður á mönnum. og muni vaida mikillt óá- nægju ojr miklu .tjóni, ef henni verði frainlialdið, — J>á telji þingið það skyldu sína, að iýsa yfir óánægju sinni út af [>essari stefnu, sem hafi hamiað svo mjög framförum landsins; og þeirri saririfæring, að semfyrstætti frá herini að hverfa, og ieggjá 4 toll í því skvui einu að fá fje til útgjalda landsins. Þessi tillagá var samþykkt með 24 atk. gegn 11. Stjórnarand- stæðingarnir vildu ekki greiða atkvæði með hontii vegna þess, að liún væri andstæð Dominion stjórninni, en ann- ars kotn þeim saman við frjálslynda flokkinn um það, að J>örf væri á að færa, tollinn niður 4 ýmsum vörum, einkum með hliðsjón af nauðsynjum bænda. Mjög mikill greiði ug gagn væri það fyrir blað vort, ef sem fiestir af vinum þess viidu senda því frjetta- greinir sem ailra optast. I>að gegnir í raun og veru furðu, hve illa vestur-íslenzku blöðunum lief- ‘ ur gengið að fá góðar frjettagreinar úr hinnm ýmsu byggðurn Islendinga hjer ve3tanhafs, og er þó ekki því um að kenna, að því er þetta blað suertir, að ekki liafi veriðgerðar tilraunir þess. Vitaskuld skrifa ýmsir menn frjettir vel, þá sjaldan þeir skrifa—en það er svo undusjald*n. Svo eru aðrir, sem opt eru ekki eins pennalatir, og skrifa allopt til blaðanna og ætlazt til að greiriar símai- sjeu kallaðar frjettir, jafnvel þótt þær sjeu augsýnilega ekki ritaðar í frjettaskyni, heldur með þeim tilgangi einkum, að því er sjeð verður, að afflytja og ófrægja einn eður annan, sem ritaranum er eitthvað í nöp við. Það hefur nóg verið af slíkum.frjettagreinum í Heimskr. fyr- irfarandi, eins og öllum er kunnugt, sem J>að Iilað lesa, og flestum rnun hafa komið hjartanlega saman um það, að þær frjettir væru miklu fremur til suammar og leiðinda, lieldur en fróð- leiks og ánægju. Dað virðist svo, sem flestum þeim mönnum, sem vilja hafa á að skrifa frjettir sómasamlega, finnist venju- lega eins og ekkert frjettnæmt bera við, sem þeir geti ritað blöðunum. Sannleikurinu er nú samt sem áður sá, að í flestum eða öllum byggðar- Iögum ber eitthvað frjettnæmt við á hverjum einasta mánuði, eitthvað, sem' öðrum út I frá þykir gaman að fá að vita. Menn geta i þessu efni haft iilið- sjón af hjerlendum blöðum. Þau eru þar hin ágætasta fyrirmynd, enda er frjettum ameríkönsku blaðanna—- þeirra sem að nokkru eru nýl, því að nóg er auðvitað af handónýtum snepl- um—viðbrugðið um allan heim. Frjattaritarar úr nálægum sveitum og bæjum skrifa um alla skapaða hluti: hjónavigslur, mannalát, slysfarir, efna- hag manna, heilsufar, höpp og óhöpp einstaklinga, samkomur, prívat satn- kvæmi í heimahúsum, ef nokkuð kveð- ur að þeim, ræður prestanna, ef J>ær eru að einhverju leyti einkennilegar og almennara eðlis en venja er til. í einu orði, þeir skrifa blöðunum flest það sem mönnum verður að umræðu- efni í þeirra nágrenni, og gefa mönn- um imgmynd um, hvernig lífinu þar er háttað þá og þá vikuna eða J>ann og J>ann mánuðinn með því að skýra frá sem allra flestum atburðum. Og það er alveg það -.ama, sem vjer óskura eptir að fá fiá vorum frjettaritururo. Vjer viljum fá það sern allra optast, ineðan atburðirnir eru sem nýjastir, því að engum verða frjettir iiugðnæmari við það að þær saltist og geymist. En jafn ríkt ligg- ur oss 4 hjarta, að J>ær fregnir sjeu ritaðaðar hlutdrægnislaust og án allra ónota. I>að er engin rnynd á því, að langur rekstur og stælur þurfi að verða á eptir um sannleika þeirra. Og það fer mjög illa á því, að það komi fram i slíkum greinum, . þó að þeir menn, sem á kann að vera minnzt, sjeu að einhvcrju andstæðingar frjettaritar- anna, eða þess blaðs, sem frjettirnar liytur. Að minnsta kosti getum vjer sagt það hreinskilnislega, að oss er það til skapraunar en ekki ánægju, [>egar verið er að ónotast við vora mótstöðumenn í frjettagreinum. Allt annað mál er [>að, að það sem við ber i hinum ýmsu byggðar- löuurn getur, eins og allt annað, verið efni í margskonar hugieiðingar, og opt geturverið ástæða til aðsetjaslik- ar hugleiðingar í hlöðin. En [>á ætti miklu betur við, að hafa [>ær lnigleið- ingar í sjerstökum greinum. Aðalat- riðið er þetta að því er frjettir snertir, að þær sjeu sem allra áreiðanlegastar, óblandaðar allri hlutdrægni oof skoð unamun, og að hver maður hafi [>ví tækifæri til að fá út úr þeim sem ljós- asta hugmynd um líf vort Vestur-ís- lendinga, og sem sjálfstæðasta skoðun á öllu því er við ber. Vjer vonum einlæglega,að þessar fáu línur verði til [>ess hvorstveggja: að vinir vorir verði ekki eins penna- latir eins og þeir liafa of opt verið að undanförnu—því að það hefur mjög mikla }>ýðingu fyrir blað vort, að það geti fært sem nýjastar fregnir úr byggðum landa vorra; og að þeir jafn- framt liafi hugfast að láta sjer að varn- aði verða víti þeiria frjettaritara, sem optast skrifa í Heimskr., og ganga svo frá greinum sínum, að enginn ókunn- ugur getur haft neina hugmynd um, hvort hann má trúa nokkru orði, sem þeir skrifa, með því að hlutdrægnin og gremjan við einstaka menn liggur þar svo utan á, að hún getur engúm dulizt. NANSEN VIÐ NORÐURHEIM- SKAUTIÐ. Norskur maður hefur fundið að máli stjörnufræðing einn, til þess að fá að vita, hvernig Dr. Friðþjófi Nan- sen muni í raun og veru líða ef hann kemst til norðurheimskautsins — sem monn hafa nokkra ástæðu til að vona, að honum takist. Stjörnufræðingur- inn gaf þær skýringar, sem hjer koma á eptir. ,,Að líkindum er okki nærri því eins kalt við norðurheimskautið eiris og menn ímynda sjer. I>ví er alls ekki svo varið, að *orður- og suður- heimskautin sjeu köldustu svaeði jarð- arinnar. Hegar í skóla var oss lcennt í landafræðinni, að til væru tveir svo kallaðir kulda-pólar,en hvorugurþeiria er 4 sama stað og heimskautin. Annar [>eirra er nyrzt í Norður-Ameríku, en hinn er í Síberíu, 4 stað, sem heitir Werkhojansk. Meðalhitinn í janúar- rnánuði er í Werkhojansk 50 gráður fyrir neðan núil á Celsius, og kvika- silfrið frýs þar. f Werkhojansk vita menn jafnvel til, að 68 gráða kuldi hefur komið, en það er víst, eins og áður liefur verið sagt, töluvert mild- ara við norðurheimsltautið. Að þvi er ljósið snertir, mun Nansen sjá einkennilega náttúruvið- burði. Hann liefur dag frá 21. marz til 22. september. Hinn partinn af árinu hvílir yfir honum nótt, eins dimm, eins og haustnæturnar hjá okkur. En stjörnurnar verða allt af á himninum; hann sjer pær aldrei koma upp nje ganga undir. Allt í kring um hann verður bræðileg þögn. Og einveran, kuid- inn, ínyrkrið hlýtur að leggjast þjak- andi yfir sál hans. Svo fara storm- arnir af stað — stormarnir í íshafinu. Enginn getur gert sjer hugmynd um, hvernig stormur er í íshafinu um miðja vetrarnóttina. Oveðrið orgar og grenjar úti í þessu óendanlega myrkri, gargar og drynur, andvarpar og stynur, oins og allir risar undir- heimanna hefðu verið látnir lausir, og ólmist með óhemjulegu æði. • Og myrkrið er aigert, svart, endalaust og hvergi grillir í gegnum það. Maður veit, að ísfjöllin iilaðast upp allt í kringum mann, og maður veit að hafið er undir þeim. En maður sjer ekk- ert — ekkert! Óveðrið æðist, skipið ruggast undur manni í myrkrinu, og manni finnst það vera eins og lítil- fjörleg hnotskel, og dauða-angistina ber maður í hjartanu. íshafsnóttin er hræðileg. Svo kemur sá tími—jafnlangur eins og einn af okkar dögum—að Nan- sen fær dagsbirtinguna að sjá. Hann sjer morgunroðann, sem boðar aptur- komu sólarinnar. Harin sjer glóancii gullslit koma á liimininn, og einn fjórða hluta árs er sólin alit af að kom- ast hærra og liærra upp á himininn. Næstu þrjá mánuðina fer hún apoir lækkandi. En allt þetta hálfa ár er stöðurjt dagur. Svokemur rökkrið— guð varðveiti Nansen frá að iifa marg- ar nætur við norðuriieimskautið. Þrátt fyrir kuldann og myrkrið mun Nansen verða var við dýralíf allt í kring um sig. I>að eru að öllum líkindum til fuglar, sem halda sig við norðurlieiin«kautið alla sína ævi. í Werkliojansk eru afarmiklii liópar af krákum, sero fljúga upp nieð argi, þegar nærri þeiig er komið, og er svo naargt af þeim, að þær skyggja fyrir sólu. Allskrítilega er tímanum varið við norðurheimskautið. Ef Nansen setur borð á mitt hcimskautið, og sezt við það ásamt förunautum sínum, þá er kiukkan tólf hjá honum, eitt hjá þeim sem situr næst honum, tvö hjá þeim næst-næsta o. s. frv. Og ef Nansen or í annríki, þá þarf hann ekki annað en flytja sig um einn stól til vinstri liandar—og við það vinnur hann einn kiukkutíma. E>ví austar sem maður á heima, því fyrr fær maður að sjá sólina, og í St. Pjetursborg haía menn haft sólarljós einum tíma lengur en hjá okkur, svo að þegar klukkan er 12 hjer, þá er hún 1 þar. Mennirnir kring um borð- ið á norðurheimskautinu, sitja á öll- um hugsanlegum hádegisliaugum, því að þar koma þeir ailir saman, bæði á þeim sem liggur um Kristjaníu—segj- um, að þar sitji Sverdrup, fjelagi Nansens, og á þeim sem liggur yfir Pjetursborg—ef til vill er Nansen sjálfur á þeim hádegisbaug. Og ef hann vill vinna einn klukkutíma eða svo, þá þarf hann ekki annað en skipta um sæti við Sverdrup. Eða með öðrum orðum: klukkan er aldrei neitt. á norðurheimskautinu. Og þar er ekki heldur til neitt norður eða austur eða vestur; þar er engin átt til, nema suðurfttl. Nansen stendur á nerðurheimskautinu eins og gaddur út úr öxul-enda jarðarinnar, og allt er fyrir sunnan hann, allur jarðarhnötturinn með löndum sínum og liöfum; livert sem hann bendir á jörðina, þá bendir hann allt af til suðurs Icelandic Rivek, makz 7. 1893. Ilerra ritstjóri. t>að er orðið langt síðan að jeg hef sent blaði yðar nokkrar frjettir úr þessu byggðarlagi, og er mest orsökin til þess pennaleti, og annríki, því allt af ber ýmislegt við, sem vert er að geta um. E>að slys vildi hjer til fyrir fáum dögum, að Pjetur bóndi Árnason, sem býr í Árskógi ’njer við fljótið, slasað- ist á þann hátt, að trje fjell á hann. Hann var á gangi eptir skógarbraut, þegar trje, sem einhver hafði höggvið, og lijekk uppi í öðru trje, kom niður og fjell á h<inn, svo hann lærbrotnaði. E>etta var fjarri húsum, og lá hann nokkurn tíma, þar til maður kom af tilviljun eptir brautinni og ók hcnum heim. E>eir X>orgr. Jónsson og Bene- dikt Sigurðsson, sem helzt hafa vit á lækningutn hjer, voru sóttir, og tókst þeim að koma brotunum saman, og setja spelkur við lærið, og þýkir ekki örvæut að horrum muni batna. Sama dag eða degi seinna voru þeir Sigfús Benediktsson og Sigurður Breiðdal að höggva „cord“ við í skógi °g hjuggu sig báðir. Sigfús hjó sig í fót, en Sigurður í hendina ofarlega; þeir eru báðir frá verkum, en Jieldur á batavegi. E>essir hafa látizt hjer í vetur: E>órarinn E>orvaldsson, greindur mað- ur og töluvert lesinn. Hans hefur áður verið getið í Lögb. Og fyrir skömmu andaðist konan Ingunn Bjarnadóttir, kona Eiríks Sigurðsson- ar, sem býr á Mikley vestanverðri. Intrunn sál. mun liafa verið nær sext- o ug að aldri, og lætur eptir sig 5 börn á lífi, 3 dætur og 2 syni. Hún var jarðsett lijer við fljótið 25. febr., og var fjöldi fólks viðstaddur jarðarförina. Atvinna hefur verið hjertöluverð í vetur, mest við að höggva eldivið. Báðar verzlanirnir lijer í byggðinni, Sigurðsson Bros. og Hr. Kristjón Finnsson, liafa keypt eidivið, og borga $1.50 fyrir „cordið“ á fljótsbakkanum. Mun það skipta hundruðum ,,corda“, sem þeir hafa keypt. En ekki kaupa þeir annað en hirki eða tamarac. Pop- lar er í svo lágu verði, að ekki þykir borga sig að flytja hann til Selkirk eða Winnipeg. Yerzlun hcfur vcrið allmikil hjer nyrðra í vetur, og umferð eins. Fari maður gegnum nýlenduna, mætir maður stundum 10—30 uxa-og hesta- pörum á dag. Áldrei hefur farið jafn- rnikið af fiski út úr nýl. eins og þenn- an vetur; enda hafa óvanalega margir stundað fiskiveiðarnar. Og enginn, sem átt hefur uxa eða hesta, hefur þurft að standa uppi atvinnulaus. Að Oðru leyti get jcg lítið sagt nm, lrvernig verzlan hjer neðra er. Langi einhvern til aðfræðastum það, vil jeg ráðleggja honum að lesa rit- gerð Gunnars Gíslasonur í Landnem- anum um verzlunina í Nýja íslandi. Hún mun leiða þá í allan sannleika. Jeg heyri, að menn setja það einlcum út á verzlanirnar, að þær hafi óvandað- ar vörutegundir, en selji þó ekki til- tölulega ódýrt, og ætla jeg að allmik- ið sje hæft f því. Eina fjelagið, sem nokkuð kveður að lijer, og að líkindum eina fjelagið í nýlendunni, sem nokkurt líf er í, er Goodtempiarafjelagið. E>að var stofn- að fyrir liðugu ári síðan af hr. Magn- úsi Paulsyni. Fjelagið hefur nú nær 50 meðlimi, og heldur fund á hverju föstudagskveidi. Fundir eru allvel sóttir og mjög skemmtilegir. Að kveldi hins fyrsta þ. m. var sjónleikur- inn „Esmeralda11 leikinn til arðs fyrir fjelagið. Leikurinn var vel sóttur og þótti takast vonum framar. Stúkan á nú nokkurt fje afgangs í sjóði, oghef- ur ákvarðað að verja því til að koma upp bókasafni, sem verði eign stúk- unnar; og hafa þegar verið gerðar ráð- stafanir til að pauta bækur frá íslandi. Er þetta þarflegt Og gott fyrirtæki, þar sem jafn-lítið er um bækur og jafn-erfitt að eignast þær eins og hjer. Og í öðru lagi kemur það stúkunni á fastan fót. Hefur það sýnt sig bæði á þessu f jelagi og öðru fleira, að Fljóts- búar standa fremstir af nýlendubúum í öilu, er til fjelagsskapar og framfara kemur. Væri gott fyrir aðrar oyggð- ir nýlendunnar að taka Fljótsbúa sjer til fyrirmyndar í því. Ekki er vínsala eða vínnautnhjer í norðurparti nýlendunnar, sem telj- andi er. En á Gimli er ein vínsölu- knæpa, og er það sómanaaðurinn Kristján Llfmann, sem heldur henni við. Sýnir það stakt skeytingarleysi af hálfu Gimli-búa, að líða manninum að selja þannig vín í ieyfisleysi ár eptir ár, enda er mælt, að sumum þar syðra sje vínsalan alls ekki ógeðfeld. Nýr skóli hefur verið stofnsettur á meðal þeirra sem búa hjer norður með vatninu. Skólinn á að lieita ,,ísafold“ og standa á landi hr. Bergs Jónssonar. Einnig hafa þeir þarbeð- ið stjórnina um pósthús, en ekkert svar fengið, enn sem komið er. G. Eyjói.fsson. OSCAB WICK, -3!.““ „E, Grand Forks Nurscry*‘, hefur til sölu allar tegundir af trjam sem Jiróast í Minnesota; og N. Dakota hann hefur skuggatrje^ ýms ávaxtatrje, stór og V ítiJ, einnig skógartrje og runna, blóm o. s. frv. Mr. Wick er svenskur að æt t og er alþekktur fyrir að vera góður og áreiðanlegur maður l viðskipt- um. Þeir sem æskja )>ess geta snúið sjer til iE. H. Bergmanns, Gardar, og mun hann gefa nauðsygnlegai upplýsing- ar og pantar fyrir l»á em vilja. OSCAR WICK, Prop. af E. G rand Forks Kursery. E. GRAN PEORKS, MINN W. T. FRANKLIN. SELUR Finustu tegundiraf vini og vindlum. 3AST CRAflD FORKS, - - ■ IVjlNN LátiS ekki bregðast að koma til hans áður en þjer farið heim.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.