Lögberg - 31.05.1893, Page 2
2
LÖGBERG MIÐVIKUÐAGINN 31. MAÍ. 1893
% ö g b e r g.
GeíS út að 148 Princess 3tr., Winnipeg Man.
af The J.ögbert; Printing &• Puhlishing Coy.
(Incorporated 27. May 1890).
Ritstjóri (Editor);
EINAR HJÖRLEIFSSON
rusiness manager: JOíJN A. BLÖNDAL.
AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar i eitt
kipti 25 cts. fyrir 30 orð eSa 1 þuml.
dálkslengdar; 1 doll. um mánuSinn. A stærri
auglýsingum eSa augl. um lengri tíma af-
sláttur eptir samningi.
BÚSTAD A-SKIPTI kaupenda verSur aS til
kynna shnfiega og gtia um fyroerandi bú
st*S jafnframt.
UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU
blaSsins er-.
THE LÓCBER.C PRINTING & PUBLISH- CO.
P. O. Box 368, Winnipeg, Man.
I T ANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er:
EDITOR LÖCBERG.
P. O. BOX 388. M 5NNIPEG MAN.
— JI1ÐYIKUP>0ÍINN 31. MAÍ 1893. —
jy Samkvœmt landslögum er uppsögn
kanpanda á blaði ógild, nema hann sé
skuldlaus, kegar haDn segir upp. — Ef
kaupandi, sem er í skuld við blað-
ið flytr vistferlum, án þess að tilkynna
heimilaskiftin, þá er það fyrir dómstól-
unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett-
vísum tilgang'.
0T“ Eptirleiðis verður hverjum þeim sem
sendir oss peninga fyrir blaðið sent viður
kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi,
hvort sem borganirnar hafa til vor komið
frá Umboðsmönnum vorum eða á annan
hátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn-
ingar eptir hæíilega lángan tíma, óskum
vjer, að þeir geri oss aðvart um það.
— Bandaríkjapeninga tekr blaðið
fullu verði (af Bandarikjamönnum),
og frá íslandi eru islenzkir pen-
ingaseðlar teknir gildir fullu verSi sem
borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í
P. (). Mnney Ordera, eða peninga i Iie
qiatered Letler. Sendið oss ekki bankaá
visímir, sem borgast eiga annarstaðar en
í Winnipeg, nema 25ct3 aukaborgun fylg
fyrir innköllun.
Mál Skúla sýslumanns Thorodd-
sen á ísafirði virðist hafa hleypt huga
ísfirðinga í allmikla æsing, eins og
pegar hefur að nokkru komið fram í
blaði voru, og verður pað sjálfsagt að
J>ví leyti talið með hinum merkustu
málum, sem íslenzk yfirvöld hafa um
fjallað á pessari ö)d. Sk. Th. á ör-
ugga fylgismenn, einkum í kaupstaðn-
um sjálfum, og bregða peir hinum
setta sýslumanni og rannsóknardóm-
ara, Lárusi Bjarnasyni, um pað, að
hann hafi farið alveg að tilefnislausu
°g ófyrirsynju að rannsaka alla em-
bættisfærslu Sk. Th., og að rannsókn
hans beri keim af „hatursfullri oi-
sókn.“ Hafa peir sent báyfirvöldun-
um beiðni um að mega losna við þetta
nýja yfirvald sitt. Undir pessa beiðni,
eða rjettara sagt kæru, hafa, eptir
pvl sem ísafold segist frá, ekki skrif-
að menn úr vesturhreppum sýslunnar,
nema Súgfirðingar. „Enn fremur eru
Jökulíirðingar ekki með ogekki Snæ-
fjalJastrandamenn. Kærurnar eru að
eins úr hinum hreppunum við Djúp-
ið, auk Súgandafjarðar, og af Tang-
anum (kaupstaðnum).“ Til pess að
kærur pessar skyldu frekar hrífa
lutfði Sk. Th. seint I slðasta mán-
nðui farið suður til Reykjavíkur.
Segir ísafoJd, að hann hafi stolizt
„burt af ísafirði og hingað suður á
náttarpeli, I forboði yfirvaldsins og án
pess vitundar, hafandi fám dögum áð-
ur skuldbundið sig til fyrir rjetti
„upp á æru sína og trú“ að fara ekk-
ert burtu úr kaupstaðnum, meðan á
rannsókninni I máli hans stæði, án
leyfis lögreglustjóra.“ Engar fregn-
ir hafa enn um pað borizt, að háyfir-
völdin hafi gert neinar ráðstafanir 1
tilefni af kærum peirra ísfirðinganna,
nje heldur, hverjar viðtökur Sk. Th.
hefur fengið hjá rannsóknardómaran-
um, pegar hann kom heim til sín
aptur.
Vitaskuld tökum vjerekki að oss
neina ábyrgð á peim staðhæfingum
Mr. Jónasar Stefánssonar viðvíkjandi
framferði sjera Magnúsar J. Skapta-
sonar, sem prentaðar eru 1 grein hans
hjer í blaðinu. Oss er ekki kunnugt
um sannleika peirra. nema af sögu-
sögn annara manna, og skulum v;er
pvf engan dóm par á leggja. Samt
sem áður hefur oss ekki þótt rjett, að
synja grein pessari upptöku I blaðið.
Því að sjeu staðhæfingar höfundaiins
um óhreinskilni prests I kirkjulegum
málum og um drykkjuskap Irans á
fullum rökum byggðar, pá er, að voru
áliti rangt að varna þeim að koma fyr-
ir almennings augu. Sje það satt,
sem Jónas Stefánsson fullyrðir, að
prestur þessi t iki fermingareið af
börnum upp á lúterska trú, jafnframt
því sem hann er vitanlega erindsreki
Únítara í Nýja Islandi, og að hann
skíri börn stundum I nafni þrenning-
arinnar og stundum ekki, eptir því
sem honum þykir bezt henta I það og
það skiptið, þá virðist ekki geta verið
neinn skoðanamunur um það meðal
siðaðra manna, hverja trúarskoðun
sem þeir hafa, að slíkt sje með öllu ó-
hafandi. Og sjeu sannar sög’irnar um
drykkjuskap prests, þá er naumast
rjett að þagga þa>r niður, og breiða
yfir slíkt. Auðvitað er það yfir höfuð
góð regla, að breiða ekki út bresti
náunga slns. En undantekning er
frá öllum reglum. Og við þessa
reglu ei að sjálfsögðu þess undan-
tekningar-skilyrðis að gæta, að sak-
lausir menn bíði ekki halla af þögn-
inni. Dað er nú orðið nokkurn veg-
inn almennt viðurkennt, að landar
vorir heima á ættjörð vorri hafi eigi
beðið alllítið tjón og eigi síður haft
skömm af drykkjuprestum sinum.
En flestum mun koma sarnan um, að
ekki verði það hneyksli ljettara á
bakinu á mönnuni I þessu landi. I>að
er naumast I fljótu bragði unnt að
hugsa sjer öllu leiðari svívirðingar-
blett, sem á þjóð vora gæti fallið I
augum hjerlendra manna, en ef það
kæmist I hámæli að prestar vorir sjeu
við og við svínfullir, og almenningur
manna láti það óátalið. Af þessum
ástæðum höfum vjer viljað gera Mr.
Jónasi Stefánssyni kost á að láta það
koma íyrir almennings sjónir, sem
honum liggur á lijarta. Ilafi hann
Ósatt mál að færa, þá verður hans á-
byrgðarhluti þvl þyngri, og þá gefst
sjera Magnúsi J. Skaptasyni jafnframt
tækifæri til að hrinda af sjer því á-
mæli, sem á honum liggur, og vit&n-
lega er staðhæft af miklu Ileiri mönn-
um en Jónasi Stefánssyni, þó að hann
hafi einn orðið til að kveða upp úr.
Að ekki sje annars allt með
felldu samkomulagið milli sjera Magn-
úsar og safnaðarmanna hans á Gimli,
má ráða af eptirfarandi brjefkafla frá
Gimli, dags. 22. þ. m.
„Helztum tfðindum þykirþaðsæta
hjer, að svo má að orði kveða, sem nú
sjeu hjer tveir söfnuðir, þótt það I
raun rjettri sje ekki svo. Söfnuður-
inn er vitanlega að eins einn, Gimli-
söfnuður, en hann er nú tvískiptur,
að því leyti, að allmikill hluti hans
hefur nú yflrgefið Magnús klerk, en
heldur samt sem áður uppi guðsþjón-
ustum. Fyrstu guðsþjónustuna hjelt
sá flokkurinn, sem yfirgefið hefursjern
Magnús, í Gimli-kirkju 14. þ. m., og
kom þar mun fleira fólk, en tíðkast
hefur nú upp á slðkastið, er klerkur
hefur til messu boðað. í hyggju hafa
menn að halda áfram samkomum þess-
um eptirleiðis, því fólk er hjerkirkju-
kærtlheild sinni, og þykir því all-illt,
að geta ekki átt kost á að heyra guðs-
orð á helgurn döguin. En það er
hvorttveggja, að því falla ekki kenn-
ingar sjera Magnúsar ásamt fleiru nú
I seinni tlð, enda er ekki opt kostur á
að heyra þær, slzt I kirkjunni.
S V A R
til tjera Magnvsar <xj tjelaga hansj*
Svo fór það, að jeg varð sann-
spárri, en ýmsir grannar mínir, er
þóttust vissir um, að sjera Magnús og
f jelagi hans mundu verða svo hyggnir,
að þeir færu ekki að bögglast við að
svara fregngrein þeirri, er jeg sendi
„Lögb.“ um trúmála-starfsemi hjer
*) Prentun greinar þessarar hefur
dregizt af atvikum, sem ekki virðist
þörf á að skýra frá hjer.
Ritat.
neðra. Jú, jeg þekkti þessa tvo ná-
unga svo vel, að jeg vissi að svörulir
geta þeir verið I lengstu lög. Hitt
gerði vitanlega minna til I þeirraaug-
um, þótt hvert einasta ord í grein
minni væri sannleikur.
Fyrst ætla jeg að snúa mjer að
sjera Magnúsi, benda á þau ósannind-
in I grein hans, sem mestu varðar —
því að sroá-ósannindin, með öðrum
orðum alla greinina nenni jeg ekki að
eltast við. — Síðar skal jeg ofurlítið
minnast á fjelaga hans.
Fyrst er þá sú furðulega staðhæf-
ing, að „af rúmum 40 bændum og
familíufeðrum á Gimli og I grendinni14
sjeu að eins 4, er ekki sjeu í söfnuði.
Hvernig þykir ykkur manninum tak-
ast upp?!!!
Jeg vil ekki geta annars til, en
að þessir 10, er lofuðu sjera Magnúsi
ásjá á safnaðarfundinum, fylgi honum,
nauðugir viljugir enn, en mest mun
það hjá 5 þeirra af meðaumkvun við
konu og börn sjera Magnúsar. Og
áreiðanlegt er það, að meira en helm-
ingur þessa safnaðar fytgirekhi klerki
þessum, og gaman væri að sjá, hve
margir sætu kyrrir, ef uppástunga
væri borin upp á almennumfundihjer
þess efnis, að þeir skyldu rlsa úr sæt-
um, er guðs-fegnir vildu losast við
kleik þennan úr Nýja íslandi.
I>ví næst kem jeg að þessari stað-
hæfing: „Fundur þessi var að eins til
að ráða prestinn“. Svo það er þá,
samkvæmt „safnaðalögunum“, aðal-
og eini verkahringur ársþingsins, að
ráða prestinn? Allir, er safnaðalög-
in“ hafa heyrt, vita, að það er fjöldi
ákveðinna mála, er ræðast eiga á árs-
þingi, og þar á meðal prests-ráðning.
Og sjera Magnús kom einmitt sjálfur
draslandi með ein 9 mál inn þetta
ársþing; og svo segir hann, að það
hafi „að eins átt að ráða prestinn!“
J>á kem jeg að þeirri sögusögn
prests, að Árnesingar hafi engan mann
sent á kirkjuþing hans af því að veik-
indi hafi verið á heimili þess manns,
sem ætlaði að fara. Sannleikurinn er
sá, að Árnesingar hjeldu engan fund
og kusu engan mann á ársþing þetta,
og af þeirri einföldu ástæðu kom eng-
inn þaðan; og það kom aptur til af
þeirri enn einfaldari ástæðu, að sjera
Magn ús á J>ar engan söfnuð.
Næst kemur: .... „launin hafa
einlægt verið óákveðin.“ Launin
voru alh af, og það síðast í fyrra, ná-
kvæmlega ákveðin; fyrst var ákveðin
launa-upphæð prestsins, og svo var
henni jafnað niður á söfnuðina, svo
ekki hefur einu centi munað.
Nr. 5 ... .„lijer var áætluð launa
upphæðin öll“ etc. Jeg þori að bera
það undir alla þá, er inni voru, hvort
þetta sje ekki tilhæfulaus ósannindi.
Launa-upphæð var þar ekki nefnd á
nafn. Einn maður, Jóhann P Arna-
son, er sá lengra fram á veginn, en
flestir hinna, hafði á orði, að klerkur
segði til, hvað hann þyrfti að hafa að
launum, en undan því fór klerkur í
flæmingi og lengra komst það ekki.
Nr. 6. „að hafa eptirlit með út-
gáfu bóka“. Einmittþessi orð stóðu
á dagskránni, og betra heimildarrit gat
jeg svo sem af sjálfsögðu I þessu efni
ekki fyrir mjer haft.
Og svo smiðshöggið: „málefni
Fríkirkjufjel. N. ísl. hefur aldrei stað-
ið eins vel og nú.“ Dað er óhætt að
segja, að í þeirri staðhæfing liggur
svo furðuleg ósvífni, að slíku aiga
menn ekki opt að venjast. Aldrei
staðið eins vel!
Hjer SLendur Fríkirkjfjel. svo vel,
að hjer er efcki hið minnsta kirkju-
eða safnað'ar-líf til. Dálltil sönnun er
það, að síðasta sunnudag var liiðbezta
veður, sem komið nefur á þessu vori;
prestur var heima; alltfólk varheima;
kirkja „fyrirfannst“ á staðnum, en
engu mannsbarni, hvorki presti nje
söínuði, hugkvæmdist aðkomaí hana.
Hún var „I eyði og tóm.“ í tölum er
staða Fríkirkjfjel. þessi, eptir því sem
næst verður komiztf: í Mikley eru 16
með klerki af 40. f Fljótsbyggð eng-
iim. í nýju-byggðinni, Fögruvalla-
byggð, enginn', Breiðuvlkinni 5—6
af um 20 búendum; Arnes-byggð eng-
inn „organiseraður“ Frík.-söfnuður.
Að Gimli 20 með, 27 á móti; f Víði-
nes-söfnuði 10 með, 12 á móti.
Hjer má sjá, að þessi staða Frf-
kirkju-safnaða, er klerkur er svo
einkar ánægður með, er þannig: af
hjer v.m hil 300 hýendum eru eitthvað
53 með og þó að eins að nafninu
mestur lilutinn, en hjer um 247 bú-
endur, er fecrnastir niundu þeirri
stundu, er þeir heyrðu Nýja ísland
laust orðið vi@ hann.
ÍJr því jeg er kominn út í þetta
prestsmál okkar, finnst mjer skylda
mín að minnast á atriði, sem jeg hef
skirrzt við að gera að umræðu-efni,
enda minntist ekki á með einu orði I
hinni fyrri grein minni. Dað er sann-
færing mín, að nú sje rangt að þecrja
lengur, enda hafa nokkrir skorað á
mig að draga burt falsstæðu þá er
yfir það hefur verið breidd. Það sem
jeg á lijer við er dagleg framkoma
prestsþessa. Jeg tel víst, að nokkrir
af hinum lakara enda mannfjelagsins
muni liggja mjer á hálsi fyrir þetta,
en jeg er llka viss um, að hinir hetri
menn vorir verða mjer þakklátir, og
það er mjer nóg.
Sannleikurinn er sá, að drykkju-
skapur prests er farinn ’ að keyra fram
úr öllu hófi, eins og öllum hjer nyrðra
er kunnugt. I>að er víst óhætt að
fullyrða, að hann hafi verið fullur,
hvenær sem hann hefur getað I vín
náð, og það hefur kveðið svo rammt
að því, að jafnvel kynblendingar hafa
hneykslazt á honum til muna, og of-
býður þeim þó ekki allt. Svo jeg
færi til að eins eitt dæmi um háttalag
mannsins, skal jeg geta þess, að það
er ekki hálfur mánuður síðan, að mjer
auðnaðist að standa yfir moldum hans
í einu húsi hjer á Gimli, það er að
segja, klerkur kom inn I hús, er jeg
var staddur I, svo augafullur, að eptir
tæpan hálfan tfma hnje hann af stóln-
um sein dautt hræ, og varð það hlut-
verk mitt að „leggja hann til“; og
það gerði jegsvo dyggilega, að hann
gekk ekki aptur fyrr en kl. 9 næsta
morgun. t>á var hann búinn að vera
blindur I 2 daga.
Og svo cr framkoma mannsins f
trúarefnum. Hann er lúterskur, þeg-
ar hann er með lúterskum, únítari
með únítörum, og millibilsmaður,
þegar það á l*ezt við fyrir hann, til
þess að hafa fylgi allra flokka, eða
manna af öllum mögulegum trúar-
skoðunum, jafnvel guðs afneitenda.
Hann fermir börn mjög lfkt þvl sem
tíðkast í lútersku kirkjunni, tekur eið
af saklausum börnunum upp á þau
trúarbrögð, sem liann sjálfur fótum
treður sem villulærdóm hinn hættu-
legasta, og heldur þá jafnvel nokkuð
„orthodox“ ræðu. Sumir, sem eru nær
því að vera lúterskir, verða þá himin-
glaðir, og segja, að það sjáist nú,
hvort hann sje ekki lúterskur, neiti
bara útskúfunarkenmngunni — það
sje allt. Svo skírir hann sum börn
mikið til lúterskt, en aptur önnur alls
ekki I þrenningar-nafni, sleppir úr
formúlunum og bætir öðru við. Af
þessu óhreinlyndi leiða enn þá meiri
þrætur milli fólksins en þó að það
skiptist í ákveðna flokka, þvf að allt
af er verið að þrætast um, hvað sjera
Magnús sje; en sjálfur forðast hann
að láta nokkuð á.,veðið í ljós, segist
vera sannleiksleitandi, og fikar sig 4-
fram við fólkið með öllu því er hon-
um getur í hug komið, að geti aukið
sjer fylgjendur að málum eða veitt
sjer peningalegan hagnað. Allt þetta
veldur hinni inestu bölvun í sveitinni;
það eykur hræsni, úlfúð og ódreng-
skap, sem nær til allra annara inála.
En, goðir fjelagsbræður. Að
livaða takmarki stefnum við með því,
að líða og ala slíkan inann meðal okk-
ar I prestslegri stöðu? Hvað mega
aðrir, bæði landar okkar og hjerlendir
menn hugsa um okkur, er gerum okk-
ur ánægða með sllkt? Höfnm við
rjett til, Ný-íslendingar, að svívirða
þjóð okkar vestan hafs sem austan?
Höfum við rjett til, að setja þann
svarfa blett á nafn þessarar nýlendu,
er, ef til vill, loðir við hana lengur og
gerir henni meira tjón, *n við getum
gert okkur ljóst 1 íljótu bragði? Ilvað
hefur leitt af komu þessa manns hing-
að? !>að, að liann hefir verið hjer
bin síðan árin eld-kindill haturs,
flokkadráttar og úlfúðar. Ilöfum við
ekki misst úr nýlendunni ýmsa góða
drengi einmitt fyrir framkomn hans
og þar á meðal suma okkar lang-heztu
menn? Og er nokkur efi á þvf, að
lijeðan muni enn flýj* einmitt þeir
menn, er við, ef til vill, hvað sfst- nieg-
um missa, ef þessi haturskveikju-
„pvðurkcrling" er hjer stunda lengur?
Allir góðír Ný-fslendingur! Jeg
er elztur landnemi hjer á Gimli nú,
og þekki marga ykkar að góðum
drengjum. Látum oss ekki varða að
undri! Hugsum ofur-lítið fyrir fram-
tíð og sóma vorum og barna vorra!
Burt, burt með hann! Burt með
þennan úlf í sauðarklæðum! Berumst
ekki lengur á banaspjótum haturs og
rheiptækni fyrir sakir slíks manni!
í>á sný jeg mjer að fjelaga sjera
Magnúsar Jóni Stefánssyni, og ætla
að benda á fátt eitt i grein hans.
Meira nenni jeg ekki til að tína, enda
atendur það á engu, því að engum
hjer mun blandast hugur um, að grein
hans sje marklaust slúður.
ITann talar um „óskilvísi mína við
prestinn *. £>ví svara jeg þannig, að
jeg mun hafa verið einn liinn fyrsti,
er greiddi presti — ef prest skyldi
kalla — gjald mitt í haust og skulda
honum ekki eitt cent frá fyrri t.ímum.
I>að sem hann segir um skóla-
fnndinn hjer I haust, er karl og kona
hafi í boði verið, og liafi karlmaíurinn
haft betur, er í meira lagi viðsjárverð
staðhæfing. Karlmaðurinn fjekk að
eins eitt atkvæðiýrj&lst, sem sje: sjera
Magnúsar, og annað stolið: Jóns
„meina“, sem vitanlega hefur löngu
fyrirgert atkvæðisrjetti sínum hjer, af
því að hann, maðurinn, sem er að
bregða mjer um óskilvísi, hefur öll
þau ár, sem hann hefur á Gimli verið,
trássast við að borga til sveitar, og er
slíkt eins dæmi hjer!
Að jeg eitt sinn fylgdi skoðan
þeirri, er sjera Magnús þá þóttist
berjast fyrir, viðurkenni jeg fúslega;
en að jeg hafði vit 4, að draga mig til
baka, er jeg fór að þekkja manninn,
og sá, hve mikill hugur fylgdi máli —
að allt var peningaspursmál og auð-
virðileg hræsni, það tel jeg mjer enga
vansæmd.
Hvor okkar Jóns Stefánssonar
optar hafi sjezt hjer ölvaður í vetur,
legg jeg á dóm þeirra, er til þekkja,
og kvíði ekki dómsúrslitum.
Ef einhverjum skyldi þykja jeg
of harðorður í grein þessari, þá skal
jeg að eins minna hina sömu á máls-
háttinn: „111 sár og fúin þurfaað sker-
ast með rótum“.
Gimli, 4. maf 1893.
Jóxas Stkkansson.
CAMPBELL
BRO’S.
Sem keypt hafa allar vörubyrgðir W.
H. Paui.son & Co. og verzla í sömu
búðinni, 575 Main Str., selja nú moð
tölumverðum afslætti allar þær vöru-
tegundir er áður voru I búðinni, harð-
vöru, eldavjelar og tinvöru o. s. frv.
Chr. Ólafsson, sem var hjá Panl-
son & Co„ er aðal maður í búðinni,
og geta því öll kaup gerzt á íslenzku,
hann mælist til að fá sem allra flesta
kiptavini og lofar góðu verði.
CAIPBELL BRÖ’S.
WINNIPEG, - - MAN.
T.C.NUGENT, CAVA IER
Physician & Sörgéon
Útskrifaöist úr Gny’s-spítalanum í London
Meöliir.ur konungl. sáralæknaháskólans.
Einnig konungl. læknaháskólaus í Edin-
burgh. — Fyrrum sáralæknir í breska-
hernum.
Offlce í McBeans Lifjabúð.
RADIGER & 00.
Vínfantra og vinnla innflytjcmlnr
513 Main Str. á móti City Hall
Selja ágætt Ontario berjavín fyrir $1.50 til
2.00 og 2.50 gallonið. Miklar byrgöiraf
góðum vindlum fyrir innkaupsprTs.