Lögberg - 21.06.1893, Síða 2
2
LÖGBERQ MIÐVIKURDAGINN 21. JUNÍ 1893
JE ö g b e r g.
(lefið ót að 148 Princess Str., Winnipeg Man.
af The TAgberg Printing & Publishing Coy.
(Incorporated 27. May 1890).
Kitstjóri (Editor):
EINAR HJÖRLEIFSSON
BUSINESS MANAGF.R: JOHNA. BLÖNDAL.
AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar i eitt
kipti 25 cts. fyrir 30 orö eöa 1 þuml.
dálkslengdar; 1 doll. um mánuöinn. A stærri
auglýsingum eöa augl. um lengri tíma af-
sláttur eptir samningi.
BÚSTAD A-SKIPTI kaupenda veröur aö til
kynna skriflega og geta um fyroerandi bú
stað jafnframt.
UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU
blaðsins er:
TKE LÖCBERC PRINTINC & PUBLISH- CO.
P. O. Box 368, Winnipeg, Man
UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er:
EDITOR LÖGBERG.
P. O. BOX 388. WINNIPEG MAN.
— MIÐVILUDAGINN 21. JÚNÍ 1893. -
Samkvœmt landslögum er uppsögn
kaupanda á blaöi ógild, nema hann sé
skuldlaus, þegar hann segir upp. — Ef
kaupandi, sem er í skuld við blað-
iö flytr vistferlum, án fiess aö tilkynna
heimilaskiftin, þá er það fyrir dómstól-
unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett-
yísum tilgang'.
0T Eptirleiðis verður hverjum þeim sem
sendir oss peninga fyrir blaðið sent viður
kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi,
hvort sem borganirnar hafa til vor komið
frá Umboðsmönnum vorum eða á annan
hátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn-
ingar eptir hæfilega lángan tíma, óskum
vjer, að þeir geri oss aðvait um það.
— Bandaríkjapeninga tekr blaðið
fullu veröi (af Bandaríkjamönnum),
og frá íslandi eru íslenzkir pen-
ingaseölar teknir gildir fullu verði sem
borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í
P. 0. Sloney Orders, eða peninga í Iie
gistered Letter. Sendið oss ekki bankaá
vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en
5 Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylg
fyrir innköllun.
Mr. Laurier, aðalleiðtogi frjáls-
lynda flokksins í Canada, minntist 1
ræðu, sem bann hjelt nylega, 4 við-
hald frönskunnar hjer í landinu, og
hvernig landar hans, Frakkar, ættu að
taka í það mál. Hann kvað sjer
Jjykja fyrir J>ví, að enskan væri ekki
almennara kennd á hinum æðri skól-
um þeirra. Allt frá liinum nyrðri
byggða-takmörkum pessa meginlands
Og suður að Mexico-flóanum væru um
70 millíónir manna, og J»ar af mæltu
08 millíónirnar á enska tungu. Ef
franskir Canadamenn ættu ekki að
verða undir í viðskiptalífinu, þá yrðu
þeir að kunna þá tungu, sem hinn
mikli meiri hluti talaði. Samt sem áð-
ur lítur Laurier með of mikilli virðing
á Jjjóðerni sitt og landa sinna, til Jiess
að honum komi til hugar, að fara fram
á J>að við J>á að leggja tungu sína
niður. Hann vildi afdráttarlaust láta
J>á tala hana í heimahúsum. En ef
J>eir ættu ekki að dragast aptur úr,
yrðu peir jafnframt að vera færir um
að mæla á tungu meiri hlutans meðal
allra J>essara mörgu millíóna, sem
J>eir stæðu að meira eða minna leyti,
beinlínis eða óbðinlínis, 1 sambandi
við. — L>að er nokkuð líkt ástatt með
Veotur-íslendinga eins og Frakka í
Vesturheimi. Vitaskuld eru íslend-
ingar mörgum sinnum færri. En
hvorirtveggju eru J>ó í svo smáum
minnihluta með tungu sína, að þeirra
gætir sem ekkert, þegar þeir eru
l> >rnir saman við alla hina. I.ögberg
liofur frá því fyrsta ráðið íslendingum
id hins sama, sem Laurier ræður sín-
iiiii löndum til: að leggja allt kapp á
að læra tungu meirihlutans, en af-
rækja þar fyrir ekki sína eigin tungu.
Og ef það er vit í því fyrir Frakka,
að fara að ráðum Lauriers, þáer naum-
ast sjáanlegt, hvers vegna ekki skyldi
vera vit í því fyrir íslendinga, að fara
:ið ráðum Lögbergs í þessu efni.
Síðasta Hkr. fer mjög háðuleg-
ii m orðum um Mr. Jónas A. Sigurðs-
Smi. Ekki er það af því að blaðið
híifi ekki fengið að vera í friði fyrir
þeiin manni; það er að minnsta kosti
óhætt að fullyrða, að hann hefur ekk-
ert misjafnt sagt í þess garð opinber-
lega árum saman. Tilefnið er ein-
göngu það, að liann ætlar að gerast
prestur í kirkjufjelaginu vestur-
íslenzka, eptir að hafa búið sig undir
það starf með því að stunda nám á
lúterskum prestaskóla í Chicago um
nokkurn tima undanfarinn. Blaðið
gerir sjer mikla rellu út af því, hve
„fákænn“ hann sje og menntunarlítill.
Sannleikurinn er nú sá, að áður en
hann fór til Chicago, mun hann hafa
verið meðal þeirra íslenzkra leikmanna
hjer vestra, sem bezt eru að sjer.
Meðal annars ritaði hann móðurmál
sitt rjett og mjög laglega; hann mun
hafa lesið mikið af dönskum bókum,
og enska tungu hafði hann lært að
rita og tala, enda var hann vakinn og
sofinn í bókum, og hafði framúrskar-
andi mikla fróðleiksf/sn. Svo fór
hann á prestaskóla þennan í Chicago,
og tók í vor guðfræðispróf það sem
þeim prestaefnum er ætlað, sem ekki
hafa stundað klassiskt nára, og er sá
undirbúningur undir prestsskap altíð-
ur hjá öllum prótestantiskum kirkju-
deildum 1 þessu landi. Námið við
skóla þennan hefur houum gengið
prýðilega, eptir vitnisburði kennara
hans. Hkr. ber menntunarskort Jón-
asar A. Sigurðssonar saman við það
sem heimtað *je af .prestaefnum í
kirkjunni á íslandi. En ekki verður
blaðinu að vegi að geta þess, að 4 síð-
ari áratugum þessarar aldar hafa verið
vígðir til prests á íslandi tveir menn,
sem fráleitt höfðu eins mikla almenna
þekking eins og hann, og höfum vjer
aldrei heyrt annars getið en að þeir
hafi staðið sóniasamlega í sinni stöðu.
Annar þeirra er sjera Pjetur Guð-
mundsson, sem talinn er með hinum
betri sálmaskáldum íslenzkum, og
hinn var sjera Jón heitinn Straumfjörð.
Ef Hkr. vildi líta nær sjer, en til
kirkjunnar á íslandi, ef hún vildi líta
til þass trúarflokks, sem hún liallastað
öðrum fremur, til trúarflokksins, sem
lánar henni lóð undir kofann sinn,
Únítaranna, þá væri ástæða fyrir hana
til að taka því með stillingu, að
Jónas A. Sigurðsson sje gerður að
presti, þó að hann hafi ekki stundað
skólanám eins lengi og venja er til
með presta á íslandi. í>ví að það er
alkunnugt, að kennimaður Únítara
hjer í bænum, Rev. Björn Pjetursson,
hefur aldrei neitt guðfræðispróf tekið,
ekki einu sinni stúdentspróf, og þó
að hann væri í latínuskólanum fyrir
meira en 40 árum síðan, þá er ekki ó-
líklegt, að hann sje farinn að ryðga í
þeim skólalærdómi eptir allan þenn-
an tíma. Yjersegjum það vitaskuld
ekki í því skyni, að gera lítið úr Mr.
B. P. Hann getur verið alveg eins
góður kennimaður fyrir því, og það
enda þótt hann hefði aldrei í neinn
skóla gengið. En vjer bendum á
það til þess að sýna, hve óviður-
kvæmilegt það er af Únítara-blaðinu
hjer, að lá kirkjufjelaginu þó að það
geri Jónas A. Sigurðsson að presti.
Og að endingu viljum vjer ráða
Hkr. til að líta sem ailra-næst sjálfri
sjer að henni er unnt, líta til síns
eigin ritstjóra, þegar hún er í öngum
sínum út af því, hve mjög Jónas A.
Sigurðsson skorti skólalærdóm. Vjer
tráum því ekki, að hún haldi þvi
fram, að meiri nauðsyn sjt> 4 þeim al-
menna fróðleik, sein á skólum er
kenndur, fyrir prest en fyrir ritstjóra.
Og nú er það alkunnugt um ritstjóra
Heimskringlu, að hann náði aldrei
stúdentsprófi, komst ekki einu sinni
upp úr 3. bekk B., sem þá var kallað-
ur, í latínuskólanum í Reykjavík. Og
vjer höfum aldrei heyrt það á þeim
ritstjóra, að liann þættist ekki fær í
flestan sjó, og teldi sig ekki leysa
verk sitt nokkurn veginn af hendi.
Og eptir vorri skoðun væri það frem
ur auðvirðilegt, að vera að núa hon-
um því um nasir, að skólalærdómur
hans er nú ekki stórkostlegri en þetta,
en svo ætti hann líka að gæta sömu
hlífðar við aðra menn. t>ví er nú
einu sinni svo varið, að það er ekki
mest undir því komið í lífinu, hve
mörg 4r menn hafa gengið á skóla,
eða hve mörg próf menn hafa staðizt,
heldur hvernig menn reynast í sinni
stöðu. Og það er eins víst, að margir
skólagengnir menn hafa verið með
veraldarinnar aumustu bögubósum,
eins og að margir óskólagengnir
menn hafa verið sjálfum sjer og þjóð
sinni til sóma. Og þess vegna finnst
oss að bæði Jónas A. Sigurðsson og
hverjir aðrir, sem eitthvað líkt kann
að standa á fyrir, ættu að fá að vera í
friði, þangað til þeir hafa að minnsta*
kosti fengið tækifæri til að sýna, hve
vel eða illa þeir eru því vaxnir, sem
þeir takast á hendur að gera.
Eptir því sem blaðið Scientific
American segir frá, hyggur læknir
einn, sem rannsakað hefur 'kólerusa,
að hana megi uppræta af jörðinni.
Sýkin 4 upptök sín á láglendi nokkru,
7,500 ferhyrningsmílur að stærð, fram
með fljótinu Ganges á Indlandi, og
kemur af dýra- og jurtaefnum, sem
fleygt er í ána og rotna þar. Einkum
stafa'r sýkin, að því er læknir þessi
hyggur, af þeim sið þarlendra manna,
að fleygja líkum í á þessa, sem þeir
telja heilagt vatn. Fyrr 4 tímum
höfðu bændur á Egiptalandi þann sið,
að grafalík á bökkum Nílfljótsins, og
þegar áin flóði yfir landið, sem hún
gerir árlega, þá komst vatnið að lík-
unum og skolaði þeim burt, og
breiddu þau á þann hátt drepsótt um
landið. Síðan sá siður hefur lagzt
niður, hefur sú drepsótt ekki koinið
upp þar í landi. Læknirinn hyggur
örðugt mjög, ef til vill ómögulegt, að
hamla Indverjum, sem frain með Gan-
ges búa, frá að kasta líkum í ána, en
hann hyggur, að mögulegt mundi, að
neyða þá til að brenna líkin, og kasta
svo öskunni í hið lielga fljót sitt.
Ekki getum vjer neitað því, að
oss virðist sjera Magnús J. Skaptason
hafa nokkuð kynlega aðferð til að
verjast árásum Jónasar Stefánssonar.
Sakaráburður Jónasarvar þannig orð-
aður, að það mátti að ölltun líkíndum
koma fram lagalegri ábyrgð á hendur
honum, ef hann var ekki fær um að
sanna hann. Að minnsta kosti mátti
krefjast þess opinberlega, að hann
sannaði ákærur sínar; og svo mátti
taka sannanir hans til íhugunar, og
benda almenningi á veikleika þeirra,
ef hann reyndist nokkur 4 annað borð.
f stað þess hefur sjera Magnús tekið
það ráðs, að byrja með því að sanna
sakleysi sitt. I>að liggur í hlutarins
eðli, að honum er það mjög örðugt,
og það munu fieiri en vjer líta svo á,
sem fólk það er undir „yfirlýsinguna“
hefur skrifað hafi hlaupið á sig í meira
lagi. Tökum til dæmis sakir þær
sem á prestinn hafa verið bornar út af
því, hvernig hann skíri eða fermi
börn. Er nokkur einstakur af undir-
skrifendum „yfirlýsingarinnar“ fær um
að segja, að þær sakargiptir sjeu til-
hæfulausar? L>eir eiga allir heima 1
nágrenni við Gimli. Hafa þeir allir
fylgt sjera Magnúsi á öllum hans
skírnar- og fermingar-ferðum? E>að
hefði verið ljóta halaróan að dfhgast
með! Sf þeir hafa ekki gert það, þá
eru þeir ekki heldur færir um að segja,
bvað gcrzt hefur, nje hvað ekki hefur
gerzt á þeim ferðuro. Vjer þorum
að geta þess til, að enginn einasti af
undirskrifendunum hafi verið við-
staddur I hvert sinn, sero sjera Magn-
ús hefur fermt eða skírt á þessum ár-
um síðan hann gekk út úr kirkjufje-
laginu. Og ef sú tilgáta er rjett, þá
liggur það í augum uppi, að enginn
af undirskrifendunum hefði áttað fara
að hætta sjer út í að bera opinberlega
vitni um það, sem hann vitanlega gat
ekkert um sagt af eigin sjón og
heyrn.
Sjálfsagt verða líka margir til að
reka augun í það, að drykkjuskapar-
sakargiptin er ekki nefnd á nafn í
þessari yfirlýsing, og þar af leiðandi
ekki borið á móti henni með einu
einasta orði. í>að er því kynlegra,
sem vitnisburður manna á Gimli og
umhverfis þorpið viðvíkjandi þvl at-
riði hefði haft talsverða þýðingu, þar
sem aptur á móti sá vitnisburður, sem
fólkið ritar nöfn sín undir, er harla
þýðingarlítill,eins og vjer höfum þeg-
ar sýnt. Hefðu nágrannar sjera
Magnúsar tekið sig saman um að
neita því afdráttarlaust, að þeir hefðu
nokkru sinni sjeð hanrr ölvaðan, eða
að nokkur brögð væru að drykkjuskap
haus, þá hefði verið ástæða til að ætla
að sögusögn Jónasar Stefánssonar
væri að minusta kosti stórnn ogóvið-
urkvæmilega ýkt En sjeia Magnús
virðist ekki hafa getað fengið ná-
granna sína til að lýsa yfir slíku — og
úr því hann gat ekki fengið þá tii
þess, þá hefði vafalaust verið langt
um rjettara af honum að bíða átekta
og flagga ekki með neinum vitnis-
burði fyrst um sinn.
Líklegast á það að vera kirkju-
fjelaginu vesturíslenzka til óvirðingar,
að það er i síðasta blaði Hkr. kallað
„laundóttir“ lútersku kirkjunnar 4
íslandi. Að minnsta kosti stendur
þetta smekklega(!) orðatiltæki í grein,
sem rituð er ekki að eins til að sví-
virða Mr. Jónas A. Sigurðsson, held-
ur og til þess að sýna, live miklu
framar kirkjan á íslandi standi vest-
uríslenzku, lútersku kirkjunni. Vj.er
efumst samt um, að kirkjunni á ís-
landi þyki sjerlega mikill heiður að
„komplímentunum“. Því að oss hef-
ur skilizt, að þegar um laungetin hörn
væri að ræða, fjelli óvirðingin, eptir
skoðun kirkjunnar á íslandi, fremur á
foreldrana en börnin. Það kann að
vera önnur skoðun á þessu atriði í
Únítara-söfnuðinum hjer, sem ritstjóri
Heimskr. er forseti fyrir, en vjer þor-
um næst um því að fullyrða, að svona
er litið á málið á íslandi. Og þess
vegna erum vjer hræddir um, að það
verði aldrei vi»sasti vegurinn til að
koma sjer vel við kirkjuna þar, að
tala mikið um „laundætur“ hennar.
HEIMILID.
[Aðsendar greinar, frumsamdar og þýdd,
ar, sem geta heyrt undir „Heimilið“-
verða teknar með þökkum, sjerstaklega
ef þær eru um bíiskap, en ekki mega
þær vera mjög langar. Ititið að eins
öðrumegin á blaðið, og sendið nafn yðar
og heimili; vitaskuld verður nafni yðar
haldið leyndu, ef þjer óskið þess. Ut-
anáskript utan á þess konar greinum:
Editor „Heimilið", Lögberg, Box 368
Winnipeg, Man.]
Lós Á IIÆNUUNGUSI.
Mánuðirnir júní eg júlí eru lang
hættulegasti tíminn fyrir hænuung-
ana; en þeir deyja optar af lús, en af
öllum öðrum orsökum samanlögðum.
Á þessu tímabili sækir þessi ófögnuð-
ur helzt á þá, og jafnframt því sem
nauðsyn er á að gæta þeirra fyrir
áköfum sólarliita og regni, er hitt þó
enn meira áríðandi að verjast
þessum óvin. Þegar ungarnir eru
sex eða sjö daga gamlir, skal taka
móður þeirra svo sem klukkutíma
fyrir sólsetur og nudda fjaðrir liennar,
einkurn á neðrihluta kroppsins og
brjóstið, eins vel og unnt er, með
svampi eða rýju vættri í steinolíu.
Samt verða menn að gæta þess að
þurvinda rýjuna aö svo miklu leyti,
sem hægt er, því annars er liætt við
að olían fari inn i augun á ungunum
og geri þá blinda; líka getur olían
brennt hænuna, ef of mikið er af
henni brúkað. Undir eins og ung-
arnir eru komnir undir hænuna, þá
orsakar lyktin af olíunni það, að lúsin
in annað hvort skríður í burt eða
drepst, líklega hið síðara, en svo
gildir einu hvort heklur er. Enginn
skyldi slú því föstu, að ungarnir sínir
sjeu alls ekki lúsugir, því sjerhver
ungi, sem er uppalinn af liænu, hefur,
frá því liann er viku til mánaðar-
gamall, meiri og minni lús á sjer.
Hin versta og hættulegasta sort þeirra
er hin stóra, gráa lús, sem grefur
hausinn og frampartinn inn í höfuð
ungans að aptanverðu. L>að er alls
ekki óalgengt að sjá svo sem tvo eða
þrjá tugi af þeim í hnakkanuin á
unganum. .Ekki er ráðlegt að bera
steinolíu í sjálfa ungana, því það
gæti orðið þeim eins skaðlegt og lús-
in sjálf. Ef ungar, átta til níu vikna
gamlir, eru daufir, híma og hnipa og
hengja niður vængina, og eru að öllu
leyti vesaldarlegir, þá má ganga að því
vísu að þeir hafa þessa gráu lús aptan
í hnakkanum, sem — ef ekki er við-
gert — innan skamms veldur þeim
dauða. Ekki mega menn blanda
þessari lús saman við hina algengu
hænsnalús, sem opt er á hænum á
veturna, og sein sjest hlaupa til og
frá þegar fiðrinu er flett í suDdur, hin
fyrnefnda, sem sagt, grefur sig inn í
holdið, og sjest ekki nema uppblásinn
hakhluti þeirra. Skyldu ungarnir
vera búnir að yfirgefa móðurina, þá
má búa til áburð úr ofurlitlu af brenni-
steini og svinafeiti, og nudda honum
inn í skinnið milli fjaðranna, þar sem
lúsin er; en með varúð verður það að
gerast, og ekki má bera of mikið á,
því það gæti haft illar afleiðingar.
Unga fugla má aldrei láta verða
mjög svanga, og ekki má heldur gefa
þeim í einu meira en þeir þurfa að
jeta. Gef þeim lítið í einu, en opt,
það er góð rcgla.
Hænsnahús ætti að hvítþvo utan
og innan, og mun það borga sig.
Ekki ríður 4 að list sje lögð í verkið;
ef nóg er borið í af kalkinu, þá nægir
það.
„Pekin“-önd er sagt að verpi frá
120 til 150 eggjum á ári; og auðvelt
er að láta tvo „Pekin“-unga vega tíu
pund tíu vikna gamla. „Pekin“-andir
eru arðsamir fuglar.
Steinolíu-bianda til þess ?.ð eyða
skorkvikindum, er búinn til á þann
hátt að tekið er eitt pund af sápu —
vanalegri gulri þvottasápu, og upp-
leyst í einum potti af heitu vatni; ein
mörk af steinolíu er þálátin samanvið,
og þetta vel hrist og skekið í hentugu
íláti. Svo er enn bætt í það tveimur
„gallons“ af vatni, og hrist á ný.
Blöndu þessari er svo skvett á plönt-
ur sem blaðlús eða önnur skorkvikindi
eru á. Hafi menn lítið af blómstrum,
má búa til tiltölulega minna.
Svala Drykkir I
Sarsaparilla fyrir blóðið, Fruit Cher-
ry fyrir taugarnar, Strawberry Soda
fyrir magann, Birch Beer fyrir listar-
leysi,Budweyer Ale fyrir fólkið.Komið
ungir og gamlir, og kaupið þessa
hressandi og styrkjandi köldu drykki
þegar heitt er, svo hefi jeg margar
tegundir af California Fruit Win
Tonic fyrir fólkið. Bráðum fæ jeg
vindla og allskonar ávexti, eppli,
lemmons og appelsínur og fleira fyrir
fólkið.
M. STEPKANSON,
M0UNTAIN, - - - N.I).
GAMPBELL
BRO’S.
Sem keypt hafa allar vörubyrgðir W.
H. Paulson & Co. og verzla í sömu
búðinni, 575 Main Str., selja nú með
tölumverðum afslætti allar þær vöru
tegundir er áður voru í búðinni, harð-
vöru, eldavjelar og tinvöru o. s. frv.
Chr. Ólafsson, sem var hjá Paul-
son & Co., er aðal maður í búðinni,
og geta því öll kaup gerzt á íslcnzku,
hann mælist til að fá sem allra ílesta
kiptavini og lofar góðu verði.
CAMPBELL BBO’S.
WINNIPEG, - - MAN.
T.C.NUGENT, cavaíbr
Physician & Surgeon
Útskrifaöist úr Gny’s-spítalanum í London
Meðliir.ur konungl. sáralæknaháskólans.
Einmg konungl. læknaháskólaus í Edin-
burgh. — Fyrrum sáralæknir í breska-
hernum.
Offlce í McBeans Lifjabúð.
RADIGER & 00.
VíufaiiKa ojí vinala ianflytjcadar-
513 Main Str. á móti City Hall
Selja ágætt Ontario berjavín fyrir $1.50 ti)
2.00 og 2.50 gallonið. Miklar byrgðir af
góðum vindlum fyrir innkaupsprís.