Lögberg - 18.10.1893, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.10.1893, Blaðsíða 1
Lögberg er geáS út hvern miðvikudag og laugardag af ThE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO. Skrifstofa: Afgreiðsl ustofa: PrentsmiSja 148 Prinoess Str., Winnipeg Man. Telcplione G7ð. Kostar $2,oo um áriS (á íslandi 6 kr. borgist fytirfram.—Einstök númer 5 cent. Lögberg is puMished every Wednesday and Saturday by THE I.ÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO at 148 Princess Str., Winnipeg Man. Teleplione 675. S ubscription price: $2,00 a year payable *n advance. Single copies S c. (>. Ar. } Wiimipeg, Manitoba, miðvikudagiim 18. október 18í>:í. Verzlun G. Jonssonar ♦ SUDVESTUH HDRNI ROSS OG ISRBEL ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ * ¥ Drengji- og karlm. ulIarnærfatnaSur frá SOc. ogupp, Drengja- og karlm. ullar-ytrifatnaSur frá $2.50 og upp, Drengja- og karlm.-vetrarytirhafnir fyrir $2.25 og upp. 2.0ÍO og 3,oo, nú fyrir aS eins $1,0 D. í Nr. 81. þetta haust hef jeg koypt inn nieiri og betri vöiubyrgðir, fyrir inikið minna verð en nokkru sinni áður. kaupmenn bœjarins kaupa inn fyrir, sem sje 10—20c. billegar livert dollars virði. Til dœnxis ♦ Til dœmis ♦ Indælir. nj'ir, tvfbreiðir kjóladúkar frá 20c, og upp, cinbreiðir, ajög fallegir og góðir frá lOc. og upp. Brossiur á $1.50, 1.75, Blilegasta Dúdin i Wpg. Já, það svo mikið biliegra, að jeg get selt eins billega og smi- : : : TiX dcemis NiSsterkir leSurvetlingar frá 50c. og upp, húur, skyitur og bux- ur á 50c. og upp. Ullarsokkar og vetlingar, uppiböld, kragar. mansjettur, necktie’s, erma- og kraga-hnappar o. fl., o. fl. KOMIÐ : þAÐ KOSTAR EKKERT AÐ SKOÐA þAÐ, OG LÍTIÐ At) KAUPA þAI), þAÐ Elt SVO BILLEGT. Cliiuago-brjef. í. 65 N. Centre Ave., Cliicago, 12. okt. 1893. Ititstjóri Lögbergs. Kæri vin. Driðjudagiiin 10. p. m. lögðum vjer íi stað frá Winnipeg til Chicago tG pess að vera par nokkra daga á syningunni. Vjer vorum fiinm f hóp: Miss Sigríður Johnson, Mr. Magnús Paulson, Mr. Stefan Paulson og jeg frá Winnipeg og Mr. Dorsteinn Odd- son frá West Selkirk. Mr. Stefán Paulson átti lengri leið fyrir höndum. Ilann fer á skóla pann, sem hann liefur gengið á um nokkur ár. Það er Thiel College í bænum Greenville, Pa. Vjer lögðum af stað frá Winni- peg litlu fyrir hádegi með N. P. brautinni. t>egar komið var til Graf- ton, pá áttum vjer par vinum að fagna. t>ar mættum vjer sjera Friðrik J. Bergmann frá Gardar, Mr. Andrjesi Freeman og Mr. Jóni Blöndal frá Winnipeg. Þeir biðu vor í Grafton og keyptu eigi farbrjef sín fyrri en vjer koinum, svo vjer gætum öll orð- ið samferða alla leið til Chicago. Oss pótti mjögvæntum að fá pessa n/ju samferða menn. Vjer hjeldum svo ferðinni áfram 8 í Hokki alla leið til Minneapolis. Farpegjar voru all- margir. Vjer sáum að eigi mundi fara vel um oss, ef vjer svæfum I sæt- um vorum um nóttina. Tókum vjer pess vegna pað ráð að fá oss rúm i svefnvagni (Sleeping (Jar). líúmið kostaði $2. Það fór vel um oss og sváfuin vjer allvel. Vjer komum til Minneapolis kl. 7 um morgunin, 11. p. m. og biðum par pangað til kl. 6 uni kveldið. Þar Ijetuin vjer oss vcrða fyrst fyrir að fá oss morgunverð á Hotel Nicolett. Morgunverður sá kostaði 75 eents og pótti oss liann nokkuð dyr eptir gæð- um. Að pví búnu fórum vjer að skoða bæinn. Mr. A. B'reeman var fyrir 2 árum dálítinn tíma í Minne- apolis. Hann var vel kunnugur 1 bænum. Hann gerðist leiðtogi flokks- ins og fórst pað ágætlega. Fyrst heimsóttum vjer landa vorn, Mr. Pál Gunnarsson. Hann var ekki sjálfur lieima. Kona hans tók oss mæta vel. Hún bauð Miss Johnson að vera hjá sjer, meðan vjer biðum eptir vagnlestinni, og var j>að boð pegið með pökkum. Vjer karlmennirnir fórum svo allir undir forustu Mr. A. I‘ reeman s að skoða Minnehaba fossinn (Minne- liaha B'alls). B'ossinn er skammt fyrir suðaustan bæinn, og fórum vjer pang- að á rafurmagnsvagni. Fossinn er í litlum læk, sem rennur í Mississippi. Hann er hvorkí liár nje vatnsmikííl, og eigi kemst liann í neinn samjöfn- uð við stóra árfossa á íslandi. Samt er hann allfagur. Ilann fellur fram af dálitlu bergi, práðbeint niður í all- breitt gil. Eptir pví rennur lækurinn niður í Missisippi. Þótt Minnehaha- fossinn sje eigi stór, J>á er hann »>j6g frægur, vegna nafns stns og pess að skáldið Longfellow hefur svo fagur- lega um liann kveðið. Vjer gengum niður eptir gilinu, pangað til lækurinn rennur I Missisippi. Milli árínnar og læksins myndast allhár tangi. Fremst á honum er fagurt útsyni. Þar eru reist allvönduð hús úr rauðum tigul- steini handa uppgjafa hermönnum, sem tóku pátt í prælastríðinu. Veður var gott framan af degin- um, en seinni liluta dags fór að rigna. Vjer urðum pess vegna að halda kyrru fyrir. Samt sem áður fórum vjer út að I.ake Harriett, sem er allfaguit vatn lítið eitt fyrir sunnan bæinn. Þar er allmikill skemmtistaður, og halda bæjarhúar par sumarskemmtanir sínar. Á heimleiðinni frá Lake Ilar- riett skoðuðum vjer Lake Wood kirkjugarð. Vjer lögðum á stað frá Minnea- polis kl. 6 um kveldið. Vjer fengum oss rúm í svefnvagni með sömu kjör- um og nóttina áður. Vjer fórum með Wisconsin Central brautinni og kom- um til Chicago kl. 10 í morgun. B'rá Minneapolis höfðum vjer sent lirað- skeyti til Mr. Jónasar Johnson, 64 N. Centre Ave. Ilann mætti oss á vagn- stöðinni og tók oss öll heim til sfn. Vjer ætlum að búa öll Iijá honum, meðan vjer dveljum hjer í Cliicago. Nú legg jeg á stað á sv'ninguna kl. 1 e. li. Þinn Hafsteinn Pjetursson. rJóiias s.jervitri. Þyzk saga. Niðurl. Bæjarfógetinn reif í hárið á sjer af gremju, pegar hann sá, að galdra- kerlingin var strokin og llækingur- inn var kyrr. Hann hafði í raun og veru ætlað aðgefa Maríu Hollin frelsi, en með mikilsverðum skilyrðum, og nú var hún sloppin peim úr greipum, án pess að liafa skuldbundið sig til neins; en Jónas, sem ætlazt hafði ver- ið til að stryki, varð ráðið nú enn að dragast með. „Það er pá alveg ómögulegt að losna við pig, porparinn pinn“, grenj- aði hæjarfógetinn ösku vondur. En Jónas svaraði einstaklega stillilega: „Það er einmitt pað sem jeg er kvarta um, að pið skulið aldrei reyna pað“. Mál frú Hollin var komið í pað horf, sem nú skal greina. Frá Reg- ensburg var lagt svo fast að ráðinu með bænum og hótunum, að meiri hluti pess ljet hugfallast og tók að snúast gegn peim preinur ráðsherrum, er komið höfðu öllu galdrakvenna- niálinu af stað. Meiri hlutinn fjekk og uppörvun frá J>eim kvörtunum, er frá almenningi komu; j>að var eína Qg almennÍDgur hefði vaknað af vonilum drauini, og kvartanirnar urðu æ ákaf- ari. Galdradómararnir sáu nú ljós- lega, að peiira yfirráðum var lokið, og að peir urðu að fara að hugsa um að sjá sjer sjálfum borgið. Þeir ætl- uðu pví að gefa Maríu Hollin frelsi með pví skilyrði, að hún undirskrifaði og eiðfesti skjal pess efnis, að hún kannaðist við pað, að frelsið, sem henni nú væri veitt, væii náðargjöf; að hún skyldi hvergi höfða mál móti dómurum sínum, nje hefnasín á peim persónulega; að hún skyldi fara úr bænum innan 24 tíma og auk pess skuldbinda sig til að pegja alla sína ævi um allan rekstur inálsins. Alenn hugðu, að pað mundi verða auðvelt, að fá gamla konu, sem að baki sjer hefði jitningarbekkinn og fram undan sjer bálið, til að skrifa undir og vinna eið með svo góðum skilmálum; en svo ráku menn sig á p&ð, að María Hollin var horfin, og fjekk pað peim eigi lít- ils ótta; pví að nú gat hún kært pá og æst fólkið svo mikið sem hana langaði til. Bæjarfógetinn stóð eins og votur hundur frammi fyrir embættisbræðr- um sínum í ráðinu, pegar hann kom inn í rjettarsalinn með Jónas sjervitra 1 stað kerlingarinnar. Ráðherrarnir kenndu liver öðrum um með mestu gremju, fyrst ílágum róm,svo hávær- ara; og að lokum varð vonzkan svo mikil, að allir skömmuðust í einu eins og drengir í Gyðinga-skóla. Svo kom bæjarfógetinn alltí einu kyrrðá; hann var svo raddsterkur, að hann gat látið til sín heyra mitt í ólátunum, og með einu orði tókst honum að gera alla sammála. Ilann hrópaði: „Jónas sjervitri er einn orsök í öllum pessum vandræðum. Hengið hann, ef hann tekur ekki tafarlaust aptur allar sínar gömlu játningar. Jónas svaraði. ,.Jeg tek ekkert aptur“. Og pegar bæjarfógetinn spurði hann í annað sinn að liinu sama, sagði hann, án pess að láta sjer bregða hið minnsta: „Nú er jeg fyrst staðráðinn íaðtaki ekkert aptur! og í priðja skipti sem-------“ Þá stóð gamla ekkjan ]>ar í stof- unni, eins og henni hefði skotið upp úr jörðinni; með henni voru tveir hinna bezt metnu borgara frá Ulm og Nördlingi. Hún horfði reiðulega inn f augun á Jónasi sjervitra og sagði við hann með styrkum róm: „Jónas, J>ú tekur pessa ósönnu játningu aptur“. Það var eins og strákurinn liefði verið lostinn eldingu, pegar hann lieyrði pessa rödd. Hann pagði lengi og liorfði í gaujinir sjer. Allirpögðu, og ekkert bevrðist, nema liægur and- ardrátturinn. Svo sagði hann: „Ekk- ert annað vald í heiminum hefði getað koinið mjcr til að taka játningu mína aptur; en jeg get ekki logið upp í op- ið geðið á pessari konu — jeg tek játninguna aptur!“ Meðan á pessu stóð, fór mann- fjöldum, sem úti fyrir stóð, að hafa æ hærra og hærra um sig. Menn hót- uðu ráðinu öllum ósköpum og kröfð- ust pess að frú Hollin væri tafarlaust látin laus. Ráðherrarnir sáu, að pað var ekki liættulaust að liugsa sig leng- ur «111. Eptir að peir svo höfðu tal- azt við stutta stund í hljóði, las bæj- arfógetinn í kurteisis-róm skjal nokk- urt fyrir gömlu konunni, og fttti hún að vinna eið að pví. En frú IloIIitj svaraði, að liún krefðist rjettlætis en ekki náðar, kvaðst liafa komið í pví skyni cinu, að unnt yrði að binda enda á mál liennar, og neitaði að sam- pykkja petta skjal. Rr ðherrarnir urðu vandræðalegir í framan og reyndu að fá hana til að láta undan með góðu, enda pótt peim vasri vel kunnugt um pað, að konan var ekki sjerlega tallilyðin. Þá sá hún, að fanfjavörðurinn lagði punga hlekki á Jónas til pess að fara með hann í öruggt varðhald, og hann leit til liennar svo raunalega, að hún komst mjög við. Hún liugs- aði sig um eitt augnablik, og sagði svo við dómarana: „Þið liafið byrjað á samningum við mig, góðir liálsar; í raun og veru eruð pið J>ví ekki lengur dómarar mínir, pví að verulegir dóm- arar semja ekki við menn. En með pví að pið eruð ekki lengur verulegir dómarar, pá getið pið ekki heklur sjeð um að jeg fái minn rjett. Gott og vel, jeg skal pá koma með tilboð: Látið pið piltinn lausan, og jeg skal taka mjer liann í sonar stað, og fara með liann til Ulm, og reyna, hvort jeg get ekki alið liann betur upp en J>ið gerið. Auðæfi mfn bafa legið ávaxta- laus pá ellefu mánuði, sem mjer hefur verið haldið í turninum, og pið ættuð að borga mjer leigurnar, sem jeg hef tapað á peim tfma. En lofiðpið mjer að fá pennan dreng, sem ekkert hefur verið um hirt, og pá skal jeg skoða hann sem pá vexti, er guð liefur gefið mjer af fje mfnu meðan á pjáningum mfnum stóð“. Nú var mannstraumur farinn að ryðjast inn í anddyri hússins og ljet allófriðlega. Ráíið hefði ekki átt neins annars úrkosta, en taka boði Maríu Hollin, pótt hún hefði sett allt aðra skilmála. Hlekkirnir voru tekn- ir af Jónasi; hann leit í kring um sig eins og í draumi og Ijet fara með sig eins og mönnuin syndist. B'rú Hollin tók í höndina á honum og leiddi hann fram að dyrunutu, og var peim báðum tekið par með fögn- aiði af mannfjöldanum, sein var að ryðjast inn. Bæjarfógetinn vildi pó syna, að hann væri ekki alveg orðinn klumsa, og kallaði á eptir ]>eitn, en pó ekki mjög hátt: „Nú getur bless- að uppeldisbarnið að minnsta kosti fengið gálga f Ulm, fyrsthann verður par heimilisfastur11. B'rú Hollin skildi vel, livað hann fór, sneri sjer enn einu sinni v;ð í dyrunuin og hrópaði með sterkri raust: „Bæjarfógeti, pað ætti einhvern tíma að loka yður inn í fangelsi um ellefu mánuði, til pess að pjer skulið gefa lært aðjj pekkja mannshjartað. Þá kynnuð pjer að geta komizt að raun um pað, að pað eru til menn, sem fyr- irlíta dauðann, eða prá hann jafnvel, — svo ánægjusnautt er J>eim lífið; svo eru til aðrir, sein hafa svo ríku- lega fundið til liius sanna ágætis f lífinu og fengið með pví svo niikið hugrekki, að peir fyrirlíta dauðann, pótt peir leiti hans ekki. Aðrir sjá ekkert hræðilegt við dauðann, af pví að peir hafa aidrei lært að lifa; hinir hræðast hann enn siður, af pví að {>eir kunna svo vel að lifa. Jeg ætla nú að kenna syni mínum að lifa, til pess að hann skuli líka geta lært að standa óskelfdur frammi fyrir dauðanum, sem liann fyrirleit svo hjartanlega á liinni fyrstu villubraut lffs síns“. Gamla konan efi.di pað sem hún sagði. Jónas varð að vönduðum og hraustum manni á heiniili hennar, og í prjátíu ára stríðinu varð hann ætt- jörð sinni til mikils gagns, svo að menn minntust lians lengi á ej>tir með pakklátum hug. En galdrakvenna- dómararnir f Nördlingi urðu að segja af sjer; pað var hreinsað til f borgar- ráðinu, og eptir pessi fimm skelfingar- ár kom betra tíinabil, og ríkti pá af nyju rjettur og rjettlæti í pessam gamla stað. INGA og MOCCASINS BILLEGAR EN NOKKUR BÚD í WINNIPEG. í október mánuði bjóðum við 20 percent afslátt, pað er $1,25 skó fyrir $1.00. Hafið f hyggju, að vjer liöfum pær langstærstu byrgð- ir f Winnipeg og orsökin til pess að vjer getum selt ódyrara en aðr* ir er sú, að vjer kauj>um inn mikið ódyrara cn nokkur skóbúð f borginni. Vjer getum sparað yður peninga, og pað er pað, sem vjer allir sækjums eptir. S M A- O G S T ó H Iv A U P - M E N N KILGOUR HlfTlER & Co 541 Main Str., ^ Winnipeg. Horuiuu á Jamcs Struet.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.