Lögberg - 25.10.1893, Page 1

Lögberg - 25.10.1893, Page 1
Lögberg er gefið út hvern miðvikudag og laugardag af The Lögberg PRINTING & PUBMSUING co. Skrifstofa: Afgreiðsl ustofa: PrentsmiSja 148 Prinoess Str., Winnipeg Man. Telephone 1)75. Kostar $2,00 um árið (á Islandi 6 kr. borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent. Lögberg is puhlished every Wednesday and Saturday hy THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO at 148 Princess Str., Winnipeg Man. l'eleplione 07ö. S ubscription price: $2,00 a year payable *n advance. Single copies 6 c. (>. Ár. [ Winnipeg, Manitoba, miðvikmlagiun 25. október 1895. I Nr. 83. Verzlun G. Jónssonar ♦ ♦ SUDVESTUR HORNI RDSS OG ÍSRBEL ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ þetta haust hef jeg keypt inn meiri og hetri vöiubyrgðir, fyrir mikið minna verð en nokkru sinni áður. kaupmenn bœjarins kaupa inn fyrir, sem sje 10—20c. billegar hvert dollars virði. ^ Til dœmis ♦ Til dæmis Aíc( Drengja-og karlm.-ullarnærfatnaður frá 80c. ogupp, Drengja- ♦ Indælir, nýir, tvíbreiðír kjóladúkar frá 20c. og upp, einbreiðir, og karlm. ullar-ytrifatnaður frá $2.50 og upp, Drengja- og Ý mjög fallegir og góðir frá lOc. og upp. Hrosslur á $1.50, 1.75, karlm.-vetraryfirhafnir fyrir $2.25 og upp. 4 2 OO og .'!,oo, nú fyrir að eins $l ,oa. Billegasta Mdin 1 Wpg. Já, það svo mikið billegra, að jeg get seit eins billega og smi- t i ♦ ♦ Til dœmis Níðsterkir leðurvetlingar frá 50c. og upp, húttr, skyrtur og bux- ur á 50c. og upp. Ullarsokkar og vetlingar, uppihöld, kragar. mansjettur, necktie’s, erma- og kraga-hnappar o, fl., o. fl. & KOMIÐ ! þAÐ KOSTAR EKKERT AÐ SIvOÐA þAD, OG LÍTIÐ A« KAUPA þAÐ, þAÐ ER SVO BILLEGT. ÚTRUNNINN LEIGUMÁLI. Carsley i Co. 344 Main Street. * Vorar haust- og vetrarbyrgdir eru mjOg fullkomnar I öllutn deilduro, og vjer iiöfum fallegri og betri vörur en nokkru sinni áður. Fyrsta ajrríl naestkomandi, Verða útrunnbi þau þrjú ár, sein búðin var leigð upp á, og þar vjer getum ekki neina með afarkostum, fengið búðar- lánið endurnyjað, þá erum vjer nauð- beygðir til að vera búnir að selja út allar vorar vörubyrgðir fyrir 31. maijz næstkotnandi. Það, að verzlun vor liefur stöðugt farið vaxandi síðan vjer byrjuðum að verzla fyrir þremur árum, er ljós vottur þess, að vjer seljum góðar vörur billega og að fólk er ánægt, Til þess að geta selt vörurnar sem allra fyrst, þá bjóðum vjer sjerstök kjörkaup í næstu 3 MANUDI, þar allt verður að vera selt fyrir 1. apríl. Allar vörur verða merktar skyrum tölum fyrir lægsta verð. MÓTTLAR og KVENN-JAKKAR, þær mestu byrgðir í borginni að velja úr. I3ARNA-YFIRHAFNIR og stuttir Jakkar fyrir drengja-og stúlku-börn. KJÓLADUKA mjög fallegir og billegir. OLÍUDÚlvAR, BORÐDÚKAR, GARDÍNUR, ULLARTEPPI og STOPPTEPPI, NÆR- FÖT, SOKKAR og SKYRTUR, &c. — Mestu kjörkaup verða boðin í bverri deild þvl allt má til að seljast. CARSLEY & CO. 344 MAIN STREET. FRJETTIR €ANADA. Sir John Abbott, sem varð stjórn- arformaður Canada eptir Sir Jolin A. Macdonald, hggur fyrir dauðauum I Montreal. Frá Ottawa er telegraferað í fyrra- dag, að þingmennsku-afsögu frá Hugh John Macdonald, þingmanni Winni- pegbæjar, sje, að sögn, komin í hend- ur forsetans, og að í gær muni liafa átt að gefa út skipan urn nyja sam- bandsþingskosning fyrir þennan bæ. Frá Montreal er tslegraferað 20. þ. m.: Ferðir ráðherranna um On- tario og Quebeo hafa komið á lopt þeim orðróin, að þingið muni verða kallað saman snemma og öllu starfi þess flytt svo mjög, sem mögulegt verður,og svo verði almennar kosning- ar látnar fara fram tafarlaust. Eptir því sem menn frjálslynda flokksins leggja þetta út, erástæðan sú, að ráðherrarn- ir óttast að hreyfingar í áttina til um- bóta á tollögunum sjeu að breiðast út, og vilja því láta kosningarnarfara fram áður en sú lireyfing hefur fengið tíma til að vaxa frekara. llúizt er við, að þær breytingar, sem gerðar verða á tolllögunum á næsta þingi, muni stefna að niðurfaerslu á tollinum, og ráðherrarnir vona, að landsmenn muni yfir höfuð gera sig ánægða með þan liálfverk, og að ef kosningar fara fram þegar eptir þingið, muni niðurstaðan vetða sú, að stjórnin fái allgóðan meiri hluta. IUNDAR1KIV Járnbrautarslvs vildu til á tveim stöðum í Bandaríkjunum á föstudag- inn, og á hvorutveggja staðnum voru það syningargestir, sem fyrir þeim urðu. Annað slysið vildi til á Grand Trunk brautinni hálfa mílu fyrir aust- an Battle Creek, Mich ; þar rákust á tvær lestir, eldur kom upp í vögnun- um, 3 vagnar brunnu, eittlivað um 50 manns sköðuðust og 26 missttl lífið. — Hitt slysið vildi til á lllinois Cent- ral brautinni, skainmt frá Kaukakee, III. Dar rákust lika lestir hvor á aðra; sjö manns misstu lífið og tíu sköðuð- ust. Þjófar eru lieldur en ekki að gera vart við sig á járnbrautum í Banda- ríkjunum um þessar mundir. Fyrra þriðjudag var stolið $22.000, sem sendar voru með American Express fjelaginu frá Nevv York til New Or- leans. Og á fimmtudaginn var stolið $15,000 frá manni, sem var á ferð á járnbraut 1 Texas. Stolið var og frá samfcrðamönnum lians, þótt þeir hefðu ekki eins mi'kið að missa. Einn missti buxur, tveir skóna sína og prestur nokkur missli yfirfrakkan sinn og lieilmikið af prjedikunum. Fjárlaganefnd fulltrúadeildarinn- ar í congressinum er um þessar nmnd- ir að semja frumvarp til nYrra tolllaga, og er búizt við, að það verði lagt fyr- ir congressinn í desember. Eptir því sem Hill senator í New York sagði í ræðu nú í vikunni, verður frumvarpið stranglega miðað við þarfir stjórnar- innar, og jafnframt faiið eptir því, hvað almenningur manna á ljettast með að bera, en tneð öllu horfið frá tollverndar-prinsípinu. Óunnar vör- ur (raw materials), sem verksmiðju- eigendur þurfa á að halda, verða ó tollaðar. Nauðsynjavörur manna verða og svo að segja ótollaðar. Aberdeen iávarður og frú lians hafa verið á syningunni fyrirfarandi daga. Yfir írska þorpinu í syningar- garðinum liefurbreska flaggið blakt til virðingar við þau. Nokkrir írar reyndu hvað eptir annað að rífa það niður á föstudagskveldið, og urðu ryskingar ailmiklar úr þvf hneyksli. írar virðast ekki þola að sjá brezkt flagg yfir írskum bæ, jafnvel ekki á sllkum stað og við slíkt tækifæri. Chicago-brjef. ni. Chicago 21. okt. 1893. Ritstjóri Lögbergs. Kæri vin. Stærsta leikhús Chicagoborgar heitir Auditorium. Sama leikritið er daglega leikið þar um þessar mundir. Og stundum er það leikið tvisvar á dag. Leikrit þetta heitir „Ámerica“, og er eptir Mr. Imre Kiralfy. Frá- munaleg aðsókn er að leikhúsinu, og almennt virðast menn vera mjög hrifn - ir af leik þessum. Oss fjelaga lang- aði því mjög til að fara í leikhús þetta. Og 18. þ. m. keyptum vjer oss aðgangsmiða. Vjer íenguui gott sæti fyrir $1.50. Leikurinn byrjaði kl. 8.' Leikhúsið er mjög stórt og all- skrautlegt, enda er það í einu mesta stórliysi bæjarins. Leikritið „America“ nær yfir 400 ár. l>að byrjar á Kólumbus og end- ar á syningunni í Chicago. Það eru „sögulegar syningar11 líkt og „Helgi hinn magri“ eða „Annar apríl“ hjá Dönum. Allur útbúningurinn (Sce- nerv) er frábærlega fagur og stórkost- legur. Hann ber langt af öllu því, som við áttum að venjast í konung- lega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. En leikiitið sjálft vantar allan skáldskap. Þar er mörgu sundurleitu hrúgað sam- an í eina bendu. Allt er gert fyrir augað, lítið fyrir eyrað, en alls ekkert fyrir hugsunina. Meðal persónanna eru „Progress“, „Perseverance“, „Bigotry11, „Liberty11, „Genius of In- ventiou11 o. s. frv. Aflraunum og skrípalátum er blandað inn í leikinn. Leikritið er samið handa syningunni. Það var eigi tilgangur Mr. Imre Ki- ralfy að seinja listaverk, heldur fram- leiða „sögulegar sýningar11, er fylltu þetta mikla leikhús dags daglega uin syningartímann. Dessum tilgangi er náð. Leikhúsið er ávallt troðfullt, og græðir það óefað stórfje á leik þessum. Eins og jeg gat um í fyrsta brjefi mínu, þá bauð Dr. R. F. Weidner okkur sjera Friðrik að koma og skjða guðíræðisskóla þann, er liann veitir forstöðu. Það er fyrsti lúterski guð- fræðisskóli I Chicago. Á þeim skóla lærðu þeir sjera Björn B. Jónsson og sjera Jónas A. Sigurðsson. 1 gær fórum við sjera Friðrik að heimsækja Dr. Weidner. Hann syndi okkur all- an skólann og leizt okkur einkar vel á allt, sem við sáum þar. Skólinn er sunnarlega í bænnm og lieitir Chicago Lutlieran Theological Seminary. Hann á allstórt land. Og verða þar óefað reist mörg stórhysi, er tímar líða fram. Þetta er þriðja ár skólans, og hafa þegar tvö liús verið reist Annað þeirra er bústaður Dr. Weidaers, en hitt er skólahús. í því búa nemend- urnir, og þar fer kennslan fram. Skóla- húsið heitir „Eliza Hall11 eptir konu Dr. Passavant’s. I>au hjón liafa stutt þessa skólastofnun á allan hútt. 5>etta hús er allstórt, enda kostaði það $22,- 000. öllu er svo haganlega fyrir- komið í húsi þessu, sem framast má verða. Nemendur búa tveir saman 1 herbergi, og fer þar óefað mjög vel um þá. Nemendur á skólanum eru nú um 35. Einn þeirra er íslending- ur, Mr. Jón Clemens, sem jeg áður hef getið um. Auk þess koma all- margir prestarog útskrifaðir guðfræð- inga á skóla þennan til þess að stunda þar sjerstakar námsgreinar. Nú sem stendur eru 5 kennarar við skólann. Einn þeirra er Dr. Roth mjög merkur maður. Dr. Weidner og Dr. Roth bera skóla þennan á kerðutn sjer, enda eru þeir ágætir menn, hver á sinn hátt. Þeir tóku okkur ágætlega og höfðum við miðdagsvarð hjá Dr. Weidner. í gær lögðu þeir Mr. Magnús Panlson, Mr. Jón A. Blöndal, Mr. Andrjes Freeman og Mr. Þorsteino Oddson, fjelagar mínir, á stað heitn- leiðis. £>eir voru lijer 9 daga og skoð- uðu 8yninguna mjög vel bg rækilega. Auk þess fóru þeir víða um Chicago ög skoðuðu merkustu stórhysi bæjar- ins o. s. frv. Ferðin varð þeim til mestu skemmtunar oií mesta fróðleiks. íslendingar hjer í Chicago báðu okkur prestana að flytja guðsþjónustu' á morguu. Sjera Friðrik ætlaði að gera það, því hann bjóst við að verða hjer fram yfir næstu helgi. Ilann fjekk lánaða kirkju bjá gömlum skóla- bróður sínum, norskum presti hjer í bænum. Eu svo varð sjera Friðrik hálflasinn og þurfti að liraða sjer heim til stn. Iiann lagði þess vegna á stað í gær með kinum fjelögum mínum. En jeg varð eptir til þess að halda þessa guðsþjónustu hjer á morg- un. Og í næstu viku legg jeg á stað heimleiðis. Þessir Islendingar frá Winnipeg eru nykomnir hingað: Mr. J. W. Finney, Mr. Eyjólfur Eyjólfsson, Mr. Gísli Ólafsson, Mr. Þorgeir Símonar- son og Mr. Guðleifur Daimann. Það hafa farið milli 10 og 20 íslendingar frá Winnipeg til syningarinnar í sunt- ar. Og er það meira en frá öllum íslenzkum nylendum til samans. Eitt at þeitn örfáu löndum, seni ekkert leggja til þessarar heimssfn- ingar, er ísland. Þó eru á syning- unni íslenzkir munir, sem jeg fvrst af öllu verð að minnast á. í dönsku deild syningarinnar tók jeg eptir 2 slíkum munum. Annað var lítil brúða. Hún er klædd í íslenzkan liátíðabún- ing (nyja skautið), og fer það einkar vel. Hún er frá Mrs. Th. Thorsteins- son á íslandi. Ilinn munurinn er einn af dyrgripum sfningarinnar. Það eru ljósmyndir af allri Flateyjarbók. Bókin er geymd í lokuðum kassa með glerloki yfir. Og á hlið hans er mynd af skipiuu „Vfking.11 Syningar- spjaldið, sem fylgir bókinni, ber þessa áritun. Niðurl. á 2. hls. „STRING BANI)“ SAMKOMAN verður haldin í samkomusal G.Jónsson- ar á Ross Str., miðvikudagskveldið 1. nóvember; byrjar kl. 8-J. Skemmtanir verða: Solos, Duetts, fjórraddaður söngur, Guitar trios, lestur (Mr. E. H.), „Recitations11 á ensku og íslenzku. í „String Band“-inu spila nú sjö menn og munu þeir reyna að gera sitt bezta. Einnig verður á samkomunni sarntal milli tveggja manna, sem mjög ólíkir eru að vexti, þar sem annar er um 8 fet á hæð en hinn aðeins rúm 2 fet. Það er enginn vafi á því, að það er gott heilsunnar vegr.a að fá að hlæja lyst syna við og við. DAN SULLIVAN, S E L U R Áfenga drykki, vín, Beer, Ö1 og Porter má- og stór-kaupum. East Grand Forks,

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.