Lögberg - 03.02.1894, Page 4
4
L0OBERO, LAUGARDAGINN 3. FEBRÚAR 1894.
ÚR BÆNUM
-OQ-
GRENDINNI.
Munið ejjtir að borga
Lögberg1.
Sjera Friðrik J. Bergmann fór
heim til sín aptur á rnánudaginn.
Sigvaldi Walters og Gísli Arna-
son frá Reykjavík eiga brjef á af-
greiðslustofu Lögbergs.
í júnímánuði síðastliðið ár voru i
sparibanka stjörnarinnar í Winnipeg
f691.638, en ári áður f729.070.
„Æfintyri á gönguför“ I kveld
(laugardsg) á samkomuhúsi Únítara.
Byrjað á slaginu kl. 8.
Mr. Friðjón Friðriksson, sem
hefur verið hjer í bænum á nefndar-
fundi kirkjufjelagsins íslenzka, fór
heim til sín aptur í fjrradag.
i vit á fjví efni, og er Lögbergi með
öllu óháður.
Kœrib gömlu slciptavinir og aðrir!
Jeg undirskrifaSur hef nú þegar
keypt verzlunarbúð og vörur þeirra
fjelaga P. Johnson & Co., Mountain,
N. Dak. J)ótt ekki hafi verið svo
undanfarinn tíma, ætla jeg mjer
framvegis að hafa á reiöum höndum
allar þær vörur, sem menn þurfa á
að halda.
Jeg ætla yður sjálfum að kom-
ast að raun um, hvort prísar mínir
verða eigi þeir lægstu. Komið og
heimsækið mig og sannfærizt um,
að þjer hjálpið yður sjálfum, þegar
þjer verzlið við mig.
Gleðilegt nýár!
Elis Thorvaldson,
Mountain, N. Dak.
Frá Alma, N. D.
Heilsufar aðöðru leyti gott. Eng-
inn dáið.
Hver.s veg'na hann var und-
antekning.
„Jeg er orðinn preyttur á að sjá
hvernig pessi frjettablöð eru úr garði
gerð,“ sagði maðurinn í reykinga-
vagninum, ogtók um leið af sjergler-
augun og ljet blaðið detta ofan á
hnjen á sjer.
Maðurinn, sem næsturhonum sat,
hafði einn einasta hárlokk á höfðinu á
sjer — eins og graseyju á eyðimörk
skallans — og hann var lengst af að
strjúka og laga þennan hárlokk og
var optast hugsi.
„Jeg býst við,“ sagði hann með
hægð, „að f>jer munduð geta gefið
ritstjórunum allar pær bendingar, sem
peir pyrftu á að halda?“
„Já, pað er jeg viss um. Gætuð
pjer pað ekki?“
„Nei, jeg held ekki, jeg gæti
pað.“
„Er pað alvara yðar, að pjer
gætuð ekki sagt ritstjórunum, hvern-
ig peir ættu að stýra blöðum sínum?“
hrópaði nöldrarinn, og var auðheyrt á
röddinni, að honum bráí brún í meira
lagr.
„Já, pað er alvara mín“ svaraði
sköllótti maðurinn með hárlokkinn
alvarlega.
„Jæja, jeg verð að segja pað, að
pað eru ekki margir mennyður líkir“.
„Jeg veit pað. Jeg var eina
sinni eins og pjer. En nú er jeg að
reyna að gefa út blað sjálfur, og jeg
skal segja yður, vinur minn, nú pegi
jeg eins og steinn. Alveg eins og
steinu“.— Washington Star.
Björn Pálsson
628 Ross St.
smíðar allskonar silfur- og gullsmlði,
svo sem skeiðar, gaffla, beltispör,
brjóstnálar, kapsel, úrfestar, hnappa,
handhringi, líkkistuskildi o. fl., tekur
að sjer allskonar aðgjörðir á gulli og
silfri, grefur stafi og rósir, svo sem á
líkkistuskildi, brjóstnálar,hringa o.fl.
Afgreiðir fljótt pantanir, vandar sitt
smíði vel og selur ódýrt.
— Komið og reynið —
Rafuemagnslækninga stofnun.
Prófessor W. Bergman læknar
með rafurmagni og nuddi. Til ráð-
færslu er Dr. D’Eschabault ein sjer-
stök grein Professorsins er að nema
burtu ýms lýti, á andliti, hálsi, hand-
leggjum og öðrum líkamspörtum, svo
sem móðurmerki, hár, hrukkur, frekn-
ur o. fl. Kvennfólk ætti að reyna
hann. Telephone 557.
Mr. John A. Blöndal, 545 William
Ave., Winnipeg, hefur tekið við bók-
haldi fyrir „Sameininguna“ í stað Mr.
M. Pálssonar, sem er kominn á leið
heim til íslands.
Mr. Páll S. Bardal, 430 Ross Av.,
Winnipeg, er aðalinnköllunarmaður
fyrir „Sameininguna“ í öllum byggð-
um íslendinga vestan hafs.
Vjer leyfum oss að benda lesend-
um vorum í Dakota í auglýsinguna
frá Mr. Elis Thorvaldssyni um búð pá
er hann hefur keypt að Mountain.
W. H. Paulson, Winnipeg, Fr.
Fkiðriksson, Glenboro og J. S.
Bergmann, Gardar, N. Dak., taka
fyrir Allan línunnar hönd á móti far-
gjöldum, sem menn viijasendahjeðan
til íslands.
W. H. Paulson.
Mr. Jóhannes Hanson kaupmaður
frá,Gimli heilsaði upp á oss I gær.
Hann kvartaði mjög undan peim
hnekki, sem pað verður fyrir Ný-ís-
lendinga, að fiskur hefur nýlega fallið
í verði um 1 cent hvert pund.
Aðalæfing á „Æfintýri á göngu-
för“ var haldinn á fimmtudagskveldið.
Nokkrum mönnum var boðið á hana
og ljetu peir í Ijós að peim pætti vel
takast. Annars er ritstjóri pessa blaðs
svo mikið við leikinn riðinn,að mönn-
um mun pykja bezt fara á pví, að vjer
dæmum sem minnst um frammistöðu
lcikendanna. En vjer höfum von
um, að hún muni verða dæmd hjer I
blaðinu af manni, sem bæði hefur vel
Mr. Haraldur Pjetursson skrifar
oss á pessa leið 27. jan. síðastliðinn:
Dótt nú sje langt liðið, síðan jeg
skrifaði pjer seinast, verðasamt fijett-
ir fáar. I>að er hvorttveggja að byggð
okkar íslendinga hjer á fjöllunum er
lítil, enda ber fátt til tíðinda.
Tíðarfar hefur auðvitað verið hjer
mjög líkt og í öðrum nágranna sveit-
um, par sem pú liefur fengið frjettir
frá. En af pví að við fjal)a-búar höf-
um svo opt orðið fyrir hnckki, eink-
um af haustfrostum, fremur en nábú-
arnir austan fjallanna, pá má pess
geta. að pað átti sjer ekki stað næst-
liðið sumar. X>ótt sáning yrði ekki
byrjuð fyrr en með Maimánuði, pá
gekk hún fljótt og vannst vel, pví tíð
var pá m jög hagstæð. Uppskera varð
eins snemmaog venjulega, og hún var
bæði góð og mikil. t>að mun varla
of hátt reiknað, að hveiti hafi gefist
20 búshel af ekru að meðaltali, pví pó
að pað væri sumstaðar nokkru minna,
pá vav pað aptur meira annars staðar.
t>ar á móti voru hafrar tæplega í með-
allagi bæði að vexti og gæðum, og
kenna pað sumir sterkum hitum, sem
voiu mjög tíðir um pann tíma, sem
kornið var að proskast. Heyskapur
varð mikill og góð nýting á öllu.
t>að sem nú gerir peninga vand-
ræði manna á meðal. er hið afarlága
hveitiverð, 40—47 cent fyrir búshelið.
!>að eina, sem mögulegt var að
finna að hveitinu í ár, var „smut“, og
kaupmennirnir hafa líka notað pað
tækifæri til að draga úr verði pess
svo sem roest máttf verða.
Vond kvefveiki hefur hjer tals-
vert gert vart við sig síðan um jóla-
leitið, en er nú víðast i rjenun.
HOUCH & CAMPBELL
Málafærslumenn o. s. frv.
Skrifstofur: Mclntyre Block MainSt.
Winnipeg, Man .
ROYAL
CROWN
SOAP
Kóngs-Kórónu-Sápan er ósvikin
hún skaðar hvorki höndurnar,
andlitið eða fínustu dúka,
ullardúkar hlaupa ekki
ef hún er brúkuð.
tessi er til-
búin af
The Royal Soap Co., Winijipeg.
Friðrifcsson, mælir með henni við
landa sína.
Sápan er í punds stykkjum.
Umfram allt reynið hana.
ISLENZKAR BÆKUR
Almanak Þjóðv.fj. 1892,93,94 hvert 1) 0,25
“ 1881—91 öll .. . 10] 1,10
“ “ einstök (gömul...;] 0,20
Andvari og Stjórnarskrárm. 1890...4] 0,75
“ 1891 og 1893 hver........2] 0,40
Augsborgartrúarjátningin.........1] 0,10
Bragfrœði H. Sigurðssonar .......5] 2,00
Barnalærdómsbók II. H. í bandi.... 1]0,30
Biblíusögur Tangs í bandi........2] 0,50
Bænakver O. Indriðasonar í bandi. .1] 0,15
1] 0,20
1] 0.25
1) 0,25
1) 0,15
.2] 1,00
..2] 0,25
0,10
0.20
0,15
0,20
0,15
Bjarnabænir
Bænir P. Pjeturssonar
Barnasálmar V. Briem)
Dauðastundin (Ljóðmæli)
B. Gröndals Dýrafr. með myndum.
Dýravinurinn 1885—87—89 hver .,
“ 1893................2] 0,30
Draumar )>rír .... 1] 0,10
Förin til Tunglsins . . 1) 0,10
Fyrirlestrar:
Fjórir fyrirlestrar frá kirkjuþ. 1889 2) 0,50
Mestur í,heimi (II. Drummond) í b. 2] 0,25
Eggert Olafsson (B. Jónsson).....1] 0,25
Sveitalífið á íslandi (B. Jónsson)... .I1 “
Mentunarúst. á ísþ I. II. G. Pálscn, 2
Olnbogabarnið [O. Olafsson)......1
Trúar og kirkjylíf á ísi. [Ó. Olafs.] 1
Verði ljós [O. Olafsson].........1
Hvernig er farið með þarfasta
þjóninn (O. O.) 1) 0.15
Heimilislíflð (O. O.) . . 1) 0,20
Presturiun og sóknarbOrnin (0.0.) 1) 0,15
Frelsi og menntun kvenna (P.Br.] 1] 0,20
Um hagi og rjettindi kvenna [Bríet) 1) 0.15
Gönguhrólfsrímur (B. Gröndal) 2) 0,35
Hjálpaðu i>jer sjálfur í b. (Smiíes) 2] 0.65
Hulrt II. III. [þjóðsagnasafn] hvert 1 0,25
Hversvegna? Vegna þess 1892 . 2] 0,55
“ “ 1893 . 2[ 0,45
Hættulegur vinur.................1] 0,10
llugv. missirask.og hátíða (St. M.J.)2) 0,25
Hústafla . . , . í b. 2) 0,35
íslandssaga (Þ. Bj.) í bandi.....2] 0,60
Kvennafræðarmn II. útg. í gyltu b. 8] 1,20
Kennslubók í Dönsku, með orðas.
[eptir .1. Þ. & J. S.l í bandi 3] 1,00
Kvöldvökur [H. F.J I. og II.í b ... .4] 0,75
Kvöldmáltíðarbörnin (Tegnér . 1] 0,15
Leiðarljóð handa börnum í bandi 2) 0,20
Leikrit: herra Sólskjöld [H. Briem] 1] 0,20
Helgi Magri ('Matth. .!.) 2) 0,40
Víking. á Ilálogal. [H. Ibsen) 2] 0.40
Ljóðm.: Gísla Thórarinsen í bandi 210,75
Gríms Thomsen...........2] 0,25
Bólu Hjálmar í skr, b. 2: l,Oo
Br. Jónssonar með mynd 2: 0,65
Einars Hjörleifssonar í b. 2: 0,50
Hannes Hafstein 8: 0,80
„ „ í gylltu b.3: 1,30
,, Ii. Pjetursson II. í b. 4: 1,30
>> >> I. í skr. b 5: 1,55
»> » II. „ 5: 1,75
,, Gísli Brynjólfsson 5: 1,50
“ H. Blöndal með mynd af höf.
í gyltu bandi 2] 0,45
“ J. Hallgrims. (úrvalsljóð) 2) 0,25
“ Kr. Jónssonar í bandi....3 1,25
» >. í skr. bandi 3: 1,75
„ Olöf Sigurðardóttir . 2: 0,25
„ Sigvaldi Jónsson . 2: 0,50
„ Þ, V. Gíslason . . 2: 0,40
Laekiiingabipkur Dr. Jónnssons:
Lækningabók................5) 1,15
Hjálp í viðlögum .... 2) 0,40
Barnfóstran . 1] 0,25
Málmyndalýsing Wimmers . 2: 1,00
MannkynssagaP. M. Il.útg. !b.....3:1.25
Passíusálmar (II. P.) i bandi....2: 0,40
Páskaræða (síra P. S.)..........1: 0,15
Reikningsbók E. Briems í bandi 2) 0,50
Ritregiur V. A. í bandi .........2: 0,30
Sálmabókin III. prentun í bandi... .3) 1,00
>> „ í skrautb. 3: 1,50
>> ,, í skrantb. 3: 1,75
bendibrjef frá Gyðingi í fornöld.... 1: 0,10
SnorraEdda......................5) 1,80
Stafrofskver (E. Briem)! bandi ....1) 0,15
Sundreglur, J. Hallgríms. J bandi 2) o,20
Supplements til Isl. Ordböger J. Th. 2) o,75
SýnisbóK ísl* bókm., B. M., í bandi 5) 1,90
Siigur:
Blömsturvaliasaga , . 2: 0.25
Dropiaugarsonasaga . . 2: 0,15
Fornaldarsögur Norðurlanda (82
sögur) 3 stórar bækur í bandi.,12) 4,50
Fastus og Ermena...............1) 0,10
Flóamannasaga skrautútgáfa . 2: 0,26
Gullþórissaga . . .1: 0,15
Helj arslóðarorusta............2) 0,40
Hálfdán Barkarson .............1) 0,10
Höfrungshlaup 2] 0.20
Högni og Ingibjörg, Th. Holm 2: 0,30
Heimsknngla Snorra Sturlus:
I. Olafur Tryggvas. og fyrirrenn-
ararhans................... 4) o,80
II. Olafur Haraldsson helgi . 5: 1,00
Islendingasögur:
l.og 2. Islendingabók og landnáma 3] 40
3. ílarðar og Hólmverja . . . 2] 0’20
4. Egils Skhllagrímssonar . .
5. Ilænsa Þóris..............
6. Kormáks ..................
7. Vatnsdæla .......
8. Ilrafnkels Preysgoða . . .
9. Gunnlagssaga Ormstungu
Kóngurinn í Gullá
Jörundur Hundadagakóngur með
16 myndum ....
Ivári Kárason ....
Klarus Keisarason . . .
Kjartan og Guðrún. Th. Holm
Randíður í Hvassafelli . .
Smásögur P. P.. I. II. III. IV. í
bandi hver
Smásögur handa börnum. Th. H,
Smásögur handa unglingum O. 01
Sögusafn ^safoldar 1. og 4. hver
c.. » 2, og3. „
Sogusofnm oll . , . .
Villifer frækni
Vonir [E. Iij.j
3) 0,65
1] 0,15
2] 0,25
2] 0.25
1] 0,15
1: 0,15
1] 0,15
4] 1,21
2) 0.2<
1] 0.11
20
.20
^ 10
1: o,l0
2) 0,40
2] 0,30
1: 0.13
2) 0,20
2] 0,40
2] 0,35
6] 1,35
2] 0,25
2] 0,25
Þórður Geirmundsson.......... 2] o,25
Œfintýrasögur . . 1: 0,15
SOngbœkur:
Stafróf söngfræðinr.ar . 2:0,50
Nokkur fjórrödduð sálmalög 2, 0,65
Islenzk sönglög. H. Helgasou 2: 0.50
Utanför. Kr. J. , . 2: o,so
Utsýn t. þýð. í bundnu og ób. máli 2] 0,20
Vesturfaratúlkur (J. O) í b&ndi 2] 0,50
Vísnabókin gamla í bandi . 2: 0,30
Olfusárbrúin , . ,1: 0,10
Islcn/,k bliid:
KirkjublaðiO (15 arkir á ári og smá-
rít.) Reykjavfk . 0,60
Isafold. „ 1,50
Norðurljósíð “ , . 0,75
Þjóðólfur (Reykjavík).............l,j>0
Sunnanfari (Kaupm.höfn)............1,00
Þjóðviljinn ungi (Isafirði] . 1,00
Grettir “ . 0,75
„Austri“ Seiðisfirði, 1,00
Stefnir (Akureyri).................0,75
Bækur Þjóðvinafjelagsins þetta ár eru:
Hversvegna?, Dýrav., Andvari, og Alma-
nakið 1894; kosta allar til fjelagsmanna
80 cts.
Engar bóka nje blaða pantanirteknar
til greina nema full borgun fylgi, ásamt
burðargaldi.
Tölurnar við sviganntákna burðargjald
til allra staða í Canada. Burðargjald til
Bandaríkjanna er helmingi meira
Utanáskript:
W. H. PAULSON,
618 Jemima Street, Winnipeg Man.
14
„Hrn“, hjelt Mr. Beach áfram eptir f>ögn, sem
fór að verða nokkuð óviðkunnanleg. „Auðvitað
þvkir yður vænt um, að munirnir seldust yfir höfuð
vel. l>ví er ekki ævinnlega svo varið, alls ekki, því
að hvað skemmtileg og dýrmæt sem slík söfn, eins
og það sem saman var komið í Outram, kann að vera
fvrir ættina sjálfa, þá komast pau ekki í hátt verð á
uppboðum úti á landinu. Já, salan gekk beinlínis
vel, og pað var mikið því að pakka, hvað nýi eigand-
inn keypti mikið. Jeg skal taka til dæmis bikarinn
þann arna, sem jeg keypti — hm — til þess að hafa
ofurlítið til minningar um ætt yðar, únzan í honum
kostaði mig 10 shillinga11.
„Einmitt það“, svaraði Leonard þurrlega. „Jeg
hef allt af skilið svo, sem únzan í honum væri 50
shillinga virði“.
Svo kom önnur þögn, og meðan á lienni stóð
stóðu þau öll upp, sem viðstödd voru, hvert eptir
annað, og fóru út úr herberginu, að Mr. Beach und-
anteknum. Jana fór síðast, og Leonard tók eptir
því um leið og hún fór fram hjá honum, að tár voru
í augum hennar.
„Jana“, sagði faðir hennar, þegar hún var búin
að taka um snenlinn og var auðheyrt á röddinni, að
eitthvað meira bjó undir orðum hans, „þú gleymir
ekki að verða búin að klæða þig um luiðdagsmatar
leytið — viltu muna það, góða mín? I>ú manst, að
Mr. Cohen ungi kemur, og mig langar til að einhver
komi ofan til þess að taka á móti bonum“.
15
Jana svaraði þessu ekki með öðru en því, að
fara út um dyrnar og skella hurðinni á eptir sjer.
Það var auðsjeð, að henni þótti ekkert vænt um að
eiga von á þessum gesti.
„Jæja Leonard,“ hjelt Mr. Beach áfram, þegar
þeir voru orðnir tveir einir; málrómurinn átti að
vera fullur af hluttekning, en hann ljet hræðilega
illa í eyrum þess er á hiýddi; „þetta er sorglegt,
mjög sorglegt. Ea livers vegna setjist þjer ekki
niður?“
„Af því að enginn hefur boðið mjer það,“ sagði
Leonard og fjekk sjer sæti.
„Hm,“ hjelt Mr. Beach áfram; „jeg lield annars
að Mr. Cohen sje vinur yðar, er hann það ekki?“
„Jeg er honum kunnugur, en við erum engir
vinir,“ sagði Leonard.
„Einmitt það; jeg hjelt þið væruð skóla-
bræður.“
„Já, en hann er Gyðingur, og mjer feliur ekki
vel við Gyðinga.“
„t>að eru hleypidómar, góður minn, hleypidóm-
ar. t>að er auðvitað engin stórsynd, en þjer ættuð
þó að berjast á móti henni. Auk þess hefur ættin
verið kristin um heilan mannsaldur. En það gengur
nú svona, það er eðlilegt, að þjer berið ekki neinar
hlýjar tilfinningar í hrjósti til þess manns, sem á að
eignast Outram, þegar fram líða stundir. Já! Eins
og jeg sagði, þá er það mikil huggun fyrir yður að
hugsa til þoss, að þegar allt er komið í kring, þá
18
ekki fullir sex mánuðir slðan að við höfðum langt
samtal einmitt um þetta efni, og rjeðum af, að ekk-
ert skyldi verða sagt föður mínum þvl viðvíkjandi
fyrr en jeg hefði lokið námi minu“.
„Jeg tek það upp aptur, að þetta er ósvífni*
svaraði Mr. Beach reiðulega, en varaðist vandlega
að tala beint uhi málið sjálft. „Hvað er þetta! Pjer
sem eruð, eins og þjer sjálfur komust rjettiiega að
orði, öreigi og afhrak, og eigið ekkert nema ættar-
nafn yðar, sem faðir yðar hefur svlvirt, þjer dirfizt
að biðja mig um dóttur mfna. t>jer eruð svo ósvífinn
og svo eigingjarn, að þjer viljið ekki að eins eyði-
t>a hamingju, sem iiún getur átt í vændum,
heldur iíka draga hana niður í það dípi fátæktar og
óvirðingar, sem þjer eruð sjálfur kominn í. Leon-
ard jeg hefði ekki ætlað yður annað eins! Jeg kem
ekki orðum að slíku. Samræðu okkar er nú lokið
Og jafnframt kunningsskap okkar“.
Pá sleppti Leonard sjer loksins:
„Þjer segið ekki satt. Jeg bað yður ekki um
dóttur yðar. Jeg bað yður að lofa mjer því að gefa
mjer liana, þegar jeg hefði sýnt það, að jeg væri
lienni samboðinn. En nú er þv! öllu lokið. Jeg
ætla að fara eins og þjer segið mjer. en áður en jeg
fer ætla jeg að segja yður sannleikann. Pjer eruð
undirförull hræsnari. Þjer viljið nota fríðleik Jönu
til þess að ná með honum í þennan Gyðing. Um
hamingju hcnnar hugsið þjer ekkcrt, ef þjer að cins