Lögberg - 04.04.1894, Blaðsíða 1
Lögbkrg er gefið út hvern miSvikudag og
laugardag af
THE LÖGBRRG PRINTING & PUBLISHING CO.
Skrifstola: Atgreiðsl ustoia: TíCLtcrr.ið;«
143 Princess Str., Winnipeg Man.
Kostar $2,oo um árið (á íslandi 6 kr.
borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent.
Lögberg is puhiished every Wednesday and
SaUirday by
ThR LöGBERG PRINTING & PUBI.ISH1NG CO
at 143 Princass Str., Winnipeg Man.
Subscription price: $2,00 a year payabie
•n advancc.
Single copies 5 c.
7. Ar.
Winnipeg, Manitoba, miðvikudaginn 4. apríl 1894
Nr. 25.
FRJETTIR
CANADA.
Fyrir nokkrum mánuðum voru
gömul hjón að Brampton nálægt Tor-
onto myrt. Maður nokkur, McWhirr-
ell að nafni, var sakaður um glæpinn,
fundinn sekur af dómnefnd og dæmd-
ur til að hengjast í jönímánuði næst
komandi. En fyrir síðustu helgi kom
maður inn 1 skrifstofu málafærslu-
manns í Bozeman, Mont., og kvaðst
heita Robert Dutton og vann eið að
pví, að liann hefði myrt hjón pessi í
Brampton, og vildi hann ekki, að sak-
laus maður liði fyrir glæp sinn. Dut-
ton slapp áður en málafærslumaður-
inn gat náð í mannhjálp til pess að
taka hann fastan, og hefur ekki fund-
izt síðan.
Nú eru komnar svo að segjafull-
komnar frjettir af atkvæðagreiðslunni
í Nova Scotia viðvíkjandi áfengis-
banni; 52,878 atkvæði höfðu verið
greidd, og hafa hjer um bil 85 af
hverjum 100 kjósendum neyttatkvæð-
isrjettar síns. I>ar af greiddu 11,419
atkvæði með áfengissöln, en 41,453
greiddu atkvæði með áfengisbanni,
hjer um bil 80 af liverjum 100. Eðli-
lega telja bindindismenn petta mik-
inn sigur.
Sir John Thompson neitaði pví í
sambandspinginu á mánudaginn, að
afráðið liefði verið að áfryja úrskurði
hæstarjettar viðvíkjandi skólamáli
Manitóba til leyndarráðs Breta.—
Umræðurnar um tollmálið halda áfram
1 pinginu. l>eir gamlir flokksmenn
stjórnarinnar, sem enn hafa látið til
sín heyra í pinginu hafa tjáð sig á-
nægða með tolllaga-breytingar henn-
ar. Vitaskuld fá pær eindregna mót-
spyrnu meðal frjálslynda flokksins,
með pví að pær sjeu fjarri pví að fara
nógu langt í pá átt að ljetta byrðum
af almenningi.
BAKDARIHIN.
Bardagar og blóðsúthellingar.
liafa átt sjer stað í Darlington og
Florence í Suður Carólínu út úr vín-
sölumálum, og pað svo alvarlega, að
ríkisstjóriun fer með nágrennið par
eins og veruleg uppreisn eigi sjer par
stað. Hann hefur bannað járnbrauta-
fjelögum að flytja pangað menn án
slns leyfis, og sömuleiðis hefur hann
sett frjettapræðina undir hermanna-
umsjón. Hersveitir hafa verið sendar
til að skakka leikinn. Óeirðir pessar
eru sprottnar af pví, hvernig vínsölu-
lögunum I Suður Carólína er fram-
fylgt. í fyrra varð pað að lögum par,
að stjórn ríkisins skyldi ein hafa rjett
til að flytja áfenga drykki inn í ríkið
og selja pá, og pað var bannað með
lögum að hafa undir hendi nokkra
áfenga drykki, sem ekki hefðu á sjer
merki stjórnarinnar. Pukurssala varð
nú algeng, og flokkur leynilögreglu-
manna var myndaður til pess að leita
að ólöglegum drykkjum. Tillman
ríkisstjóri skildi lögin á pá leið, sem
embættismenn hans hefðu rjett til að
fara, án nokkurrar sjerstakrar heirn-
ildar, inn í prívat hús og leita par.
Nokkur hluti borgaranna undi pvi
alls ekki og tók sig saman um mót-
spyrnu. Óeirðir pessar eru enn ekki
á enda kljáðar.
Tíu púsundir iðnaðarmanna í
Chicago hafa lagt niður vinnu til pess
að fá hærra kaup, og sömuleiðis 4000
námamannaí Texas.
Umræðurnar um tolllaga-frum-
varp Wilsons byrjuðu af nyju í öld-
ungadeild congressins á mánudaginn.
Cleveland forseti virðist fá al-
mennt lof hjá blöðum Bandaríkjanna
fyrir að hafa synjað silfurmyntunar-
lögunum staðfestingar, pótt blöð re-
públíkana komi með allmiklar aðfinn-
ingar við skjal pað er har.n lief ur sam-
ið til að gera grein fyrir synjaninni.
tfTLÖND.
írski flokkurinn 1 brezka parla-
mentinu kvað nú loksins hafa komið
sjer saman um að styðja stjórn Rose-
berys.
Kossuth var jarðaður í Buda-
Pesth á Ungverjalandi á sunnudaginn
var. 300,000 manna er gizkað á að
hafi verið við útförina, og prósessían
var fimm mílur á lengd.
£>rír enskir pingmenn, sem allir
eiga nú sæti í fulltrúadeildinni, en
eiga lávarðstign í vændum og pár
með pað að verða fluttir upp í lávarða-
málstofuna, hafa samið lagafrumvarp
pess efnis, að mönnum, sem verða lá-
varðar, sje gerður kostur á að leita
kosningar til fulltrúadeildarinnar og
peir megi pá jafnframt afsala sjer
rjettinum til sætis í lávarðadeildinni.
í>essir menn hafa og ritað grein í mán-
aðarblað eitt, og líkja par peirri
skyldu að flytja sig upp í lávarðamál-
stofuna, við pað að vera grafinn lif-
andi. Annars er sagt, að málið um
að afnema lávarðamálstofuna sje farið
að fá svo mikið fylgi, að kappsmestu
formælendur pess hafi enga ástæðu
haft til að búast við slíku.
Bismarck varð t79 ára gamall á
sunnudaginn, og var afarmikið utn
dyrðir pann dag í Friedrichsruhe.
Heillaóska-liraðskeyti komu frá flest-
um löndum heimsins. Vilhjálmur
keisari, sem var staddur í Austurríki,
sendi einn af æðstu herforingjunum
til hans með stálbrynju, er hann gaf
honum.
Hawaii-menn, fæddir par á eyjun-
um, eru að skrifa undir bænarskrá um
að innlimast í BandarSkin. Sagt er
að drottningin, sem sett var frá völd-
um í fyrra, ætli að sætta sig við að
sleppa. öllum kröfum til ríkisstjórnar,
ef Bandaríkin veita henni lífeyri.
Síðan Rosebery lávarður tók við
stjórn Stórbretalands hafa kosningar
farið fram í 4 kjördæmum, og hefur
stjórnin unnið sigur í peim öllum. í
öllum peim kjördæmum höfðu Glad-
stonessinnar áður haft yfirhöndiria.
Dessar aukakosningar pykja benda á,
að frjálslyndi flokkurinn muni ekki
hafa misst neitt af pví fylgi manna,
sem hann hafði áður en skiptin urðu á
stjórnarformönnunum.
Mrs. W. H. Paulson látin.
Aðfaranótt sfðastamánudags ljezt
á St. Boniface-spítalanum Mrs. Jónlna
Margrjet Paulson, kona Mr. W. H.
Paulscn s 32 ára gömul, Hún var
dóttir Mr. Nikuláss Jónssonar að Hall-
son og fyrri konu hans. Haustið 1887
kom hún hingað vestur frá Danmörk;
10. jan. 1888 giptist hún. I>eim hjón-
um varð 4 barna auðið; er hið elzta 5
ára, en hið yngsta á 1. ári, nú pegar
pau missa móður sína__Fyrir rjett-
um 5 mánuðum veiktist hún, og lá
stöðugt rúmföst síðan. Fyrir nokkru
komst Dr. Simpson, sem ásamt fleiri
læknum stundaði hana, að peirri nið-
urstöðu, að ekki væri nein von um
bata, nema hún væri ópereruð, og í
pví skyni var hún flutt á St. Boniface-
spítalann áföstudaginn var. A laug-
ardaginn gerði Dr. Simpson operatlón-
ina með aðstoð fjögurra af beztu
læknum bæjarins. Hún var eins hress
og við mátii búast að operatíóninni
afstaðinni, pangað til henni pyngdi
um miðjan dag á sunnudaginn; krapt-
arnir reyndust ekki nægir til að pola
áreynsluna, og kl. 12| á mánudags-
nóttina ljezt hún.
Mrs. Paulson heitin var ein með-,
al hinna menutuðustu íslenzkra
kvenna vestan hafs, og ástsæl mjög
og mikils virt meðal allra, sem kynnt-
ust henni.
Jarðarförin fer fram á föstudag-
inn kl. 1. e. h. frá heimili hinnar látnu.
Par á eptir verður líkið fluttí íslenzku
kirkjuna. Auk Winnipeg-prestanna
íslenzku eru allar líkur til að sjera
Friðrik J. Bergmann verði viðstaddur.
Lítil uppskeru-skýrsla
úr Islendingabyggð í W. 1). frá 1891
í>að mundi pykja einhver hin
mesta fjarmæla-saga heima á íslandi,
ef einhver segði, án pess að færa nein
rök fyrir pví, að 2 íslenzkir bændur I
Dakota gætu með eins árs góðri upp-
skeru selt meiri part af pví hveiti,3em
ein sysla á íslandi pyrfti til hveiti-
gerðar heilt ár. Eða ef einhverjir 2
Islenzkir bændur gætu selt heilan
farm á skip, sem bæri 330 tonn af
hveiti.
Með eptirfylgjandi sky.slu vil
jeg sýna, að hjer I Norður Dakota
sjeu ísl. bændur, sem petta geta með
1 árs góðri uppskeru.
Árið 1891 var eitt hið bezta upp-
skeru ár meðal Islendinga hjer.
Það ár var uppskera:
Bush. Bush. liush.
Hveiti Ilafrar Kygg
Indriða Sigurðssonar... 6065 1800 220
Skapta Bynjólfssonar( þá
talinn fyrir búi fóður
síns 6034 1800 300
Samtals 12099 3600 520
Frá þessari upphæð dreg
jeg fyrir útsæði.til heima
brúkunar, og afvigt, sem
tekin er fyrir óhreinindi
í hveitinu þegar |iað er
selt ................. 1049
Er |)á söluhveiti þeirra 11050 3600 520
í Skagafjarðarsyslu á íslandieiu
442 lögbýlisjarðir, að meðtöldum öll-
um lijáleigum; pegar maður deilir
með peirri tölu áðurgreindri búshela-
tölu, koma 25 búsliel á hvert heimili,
eða 1500 pund af hreinu möluðu
hveiti. ÞeUa mun gera 330 tonn;
hvert tonn 2000 ensk pund. Hefðu
nú bændur pessir dregið hveiti sitt til
millu og látið mala pað, hefðu peir
haft, að frádregnum mölunarkostnaði,
750 pund á hvert lieimili af mikið
betra hveitimjeli, en fluttist til ís-
lands almennt I pöntunum, pegar jeg
var á íslandi. Auk pess hefðu peir
getað selt á hvert heimili 300 pund
af „shorts“ og „bran“ til fóðurs.
Svo’tek jeg sex bændur alla I
nágrenni við pessa, og var uppskera
peirra sem fylgir;
Bush. Bush. liush.
Hveiti Hafrar %&g
Guðmundur Jóhannesson 4388 600
Guðmundur Guðmundss, 912
Tómas Halldórsson .... 3355 900 300
Bjarni Benediktsson.... 11700 1000 300
Jón Hillmann 2890 825 275
Sigurður Jónsson 2200 1200 200
Samtals 17151 3925 1075
Frádrátt, i lfku hlutfalli
við hina fyrri,geri jeg alls 1600
Er þá eptir hreinsað hveiti 15851 3925 1075
í Húnavatnssyslu á íslandi eru
405 lögbylisjarðir, að meðtöldum öll-
um hjáleigum. Deili maður sölu-
hveitis búshelatölu tjeðra 6 bænda I
pá heimilatölu, koina tæp 39 búshel á
bvert, eða 2310 pd. af ómöluðu hveiti
en af möluðu hveiti 1170 pd. á heim-
ili og auk 408 pd. af „shorts“ og
„bran“. Jafni maður söluhveiti allra
pessariáður töldu 8 bænda niður á
ábylisjarða tölu 1 Scagafjarðar og
Húnavatnssyslum, komaáhvert heim-
ili tæp 32 búshel af ómöluðu hveiti,
eða 1920 pd., en af möluðu, góðu
hveitimjeli (auk mölunarkostuaðar)
900 pd. og 384 pd. af ,,shorts“ og
„bran“ til fóðurs. Auk pess höfðu
pessir 8 bændur,einsog sjest á skyrsl-
unni, 9120 búshel af höfrum og byggi
til lieimafóðurs fyrir gripi. Allir pess-
ir bændur, nema einn, eiga meira en
eitt land; peir eiga, hver einstakur,
allar akuryrkjuvjelar og sláttuvjelar
og fjórir af peim eiga I fjelagi preski-
vjel, sem kostaði §2500. Ailir eiga
peir nóg af vinnnhrossum, nautgrip-
um og sauðfje fyrir heimili sín, og
alifuglum, svo peir geta selt árlega
ull, smjer og egg. Fiestir hafa peir
svo góðar byggingar á heimilum sín-
um, að óvíða eru pær betri hjá bænd-
um heima á íslandi.
Núer aðgætandi, að uppskeru-
skyrslan er tekin af einu bezta upp-
skeru ári. En tak’. maður meðaltalaf
uppskeru af peim löndum, sem pessir
menn sáðu I pað ár, 1891 — að pvl
slepptu, sem hagl og frost getur
skemmt—pá mundinálægt vegi, eptir
pví seni jeg hef tekið eptir að meðal-
talið yrði ^ minna en skyrslau synir,
pá ættu pessir 8 bændur að geta selt
árlega á hvert lögbylisheimili 1 áður-
greindum syslum 040 pd. af hveiti-
mjeli og 252 pund af „b'uoita“ og
„bran.“
Nú geta ókunnugir menn sagt,
að jeg hafi að líkindum valið I skyrslu
pessa mestu liveitibændur hjer í ís-
lendingabyggðinni. Jeg hef að pví
leyti gert pað, að peir 2 fyrstu á
skyrslunni munu 1891 hafa haft mesta
hveitiuppskeru meðal íslendinga lijer
I byggðinni. En peir sem kunnugir
eru vita, að jeg hef tekið bændur upp
og ofan án pess að sleppa neinum úr,
á rúmlega 3^ mílu langri og l^—2
mílna breiðri spildu. Dessi landspilda
er að frjósemi ein með peim beztu
hjer I íslendinga-nylendunni, en víða
eru eins frjósamir partar, og svo víða
mikið lakari, og par af leiðandi er
efnahagur bænda mismunandi. Víða
eru bændur I líkum ástæðum eins og
peir, sem jeg hef talið, og víða aptur
lakara að efnum komnir.
í>egar pess er nú gætt, að pessi
nylenda er ekki nema 14 ára gömul
síðan hún fór fyrst að byggjast og ís-
lendingar komu hingað sumir alveg
efnalausir, og sumir með mjög litlar
eignir, pá eru búnaðarlegar framfarir
hjer meiri en menn heima á gamla ís-
landi geta gert sjer í hugarlund. Það
gæti hugsazt að pessi litla skyrsla gæfi
einhverjum hugmynd um að búskap-
ur margra fsl. hjer í Dakota sje pá
meira en nafnið tómt, eins og lítur út
fyrir að margir heima á íslandi hugsi.
Og til pess að koma mönnum í skiln-
ing utn pað er pessi litla skyrsla látin
koma fyrir almennings sjónir.
Að endingu skal pess getið, að
jeg hef hvergi tekið til greina brot,
sem koma fyrir við nákvæmari reikn-
ing, t. a. m. part af búsheli á heimili,
pví pað munar engu til eða frá.
Mountain P. O., N. D., I marz'94
Sctíinn Sölvason
Narrows, Lake Manitoba,
21. marz 1894.
Herra ritstjóri.
IJjerna úr fámenninu er fátt að
frjetta; fjölskyldum peim sem eru bú-
settar hjer líður allvei, skepnunöld
góð, nægtir af lieyjum, liskiafli kjer í
kringum Narrows mcð lakasta móti,
verð á hvítfiski afieitt, eics og víðir,
síðastliðinn vetur, pó tók út yfir að
hvítfiskur fjell I verði ofan I 2 cent
pundið fyrir lok janúarmánaðar, og
biðu allmargir af pví töluvert tjón.
Hvítfisksafli er sagður að hafa verið
ágætur hjá íslendingum, sem stund-
uðu veiði við „Sandy Bay“ vestan
Manitobavatns. Alls eru nú 11 fjöl-
skyldur búsettar hjer í kringum Nar-
rows; eptir pví sem jeg pekki til una
allir peirra vel hag sínum. Degar
snjó leysir, á að byrja á að leggja
veg gegnum skógana vestan Mani-
tobavatns, en skiptar munu skoðanir
manna um nauðsyn pess vegar, pví
góður vegur liggur strandlengis eptir
sl jettunni, sem mætti gera ágætan með
miklu minni kostnaði en að lcggjk
nyjan veg.
Margt hefur verið rætt fram og
aptur um brjefið, sem hr. Gunnsteinn
Eyjólfsson skrifaði ,,t>jóðÓlfi“ og rit-
stjóri Þjóðólfs varð svo himinlifandi
gíaður af, að hann rak hornin I bæði
NVinnipeg-blöðin og agentaua. Mjer
fyrir mitt leyti pykir brjefið lysa höf-
undi sein prýðilega pennafæium
manni, en pví miður ekki sanngjörn-
um rithöfundi, pegar hann ferað meta
kosti og ókosti pessa lands saman
bornum við gamla landið. Um kosti
ernú ekki að tala I Canada; höfundur
minnist peirra lítið. I>að mun eng-
um blöðum um pað purfa að fletta,
fsland polir engan sainanburð við
Canada; dæmin eru deg’num ljósari
fyrir peim sem rjettsynum augum
vilja á pað líta. Ætli að öllum porra
íslendinga, sein bingað hafa komið,
allflestir blásnauðir, liði ei as vel ef
peir hefði flutt sig hjeðan og lieim til
íslands? Jeg ætla að pví sje ekki
vandsvarað, pvl Ameríka er og verð-
ur um marga áratugi enn bezta at-
vinnulandið I heimi. Ilálf brosleft
er, pegar höfundtir er að bera saman
vinnutímann á íslandi og lijer; jeg
pekki fjölda af möanum, sem hafa
unnið jafnlangan tíina heiina, mjög
erfiða vinnu og pað af kappi, en hvoð
hafa svo daglaunin verið að enduðu
verki? hjer fleiri dollarar en krónur
heima. í>að sem höfundur ritar við-
víkjandi tollunum er vel og greini-
lega ritað, en nú er pó verið að stíga
spor I pá áttina að hrinda peim ófögn-
uði af. Ef ætti »ð fara að rita utn á-
lögur, tolla og gjaldpol á íslandi, pá
held jeg mætti nú tyna eitthvað til,
sem jafnaðist við verndurtollinn
hjerna. Ekki held jeg, að allir bænd-
ur sjeu fúsir að játa að verkfærafje-
lögin sjeu „átumein“ I búi peirra, pví
margur maðurinn mun pó hafa reist
bú og fengið verkfæri lánuð hjá fje-
lögunum með löngum borgunaifresti,
staðið I skilum og haft gott npp úr
öllu saman. Höfundur lysir einstöku
fantastryki eins fjelags, en sem betur
fer eru ekki öll fjelög eins; jeg vil t.
d. nefna eitt fjelag, sem mörgum erað
góðu kunnugt, nfl. Massey Harris Co.
Mjer er kunnugt, að pað hefur umlið-
ið menn svo árum hefur skipt án pess
að ganga hait að peim, og paraðauki
selur pað hin beztu verkfæri, se.n
hægt er að óska sjer. í>egar maður
á að fara að ræða um framfarirnar á
“voru landi, íslandi” og veit að landið
hefur verið byggt yfir 1000 ár, pá
getur maður ekki sagt, að íbúarnir
hafi vcrið stórstígir I framfaraáttina;
pað hafa verið sannköllnð hænufet og
varla pað, pví pegar pað er frádregið,
hvað Islondingar eru fleiri lesandi og
skrifandi nú en I fornöld, og geta að
pví leyti staðið betur upp I hárinu
hver á öðrum, pá held jeg fari nu að
saxast á framfarirnar bæði í verklegu
og efnalegu tilliti, pví að ekki mun
lifandi vitund vera búið betur á ís-
landi nú en fyrir 700 til 900 áram síð-
an. Allur fjöldinn, sem fluttur er til
pessa lands, mun ekki hafa orsök til
að iðrast skiptanna; auðvitað er ein-
stakir undanskildir. Jivl er pað, að
eigi ísland tnikla framtíð fyrir hönd-
um, som er pó ekki komin,eptir meira
en 1000 ár, pó spámennirnir segi hún
sje I vændum, pá er óefað, að Ca-
nada á liana onn meiri og fegurri ept-
ir reynslunni að dæma á hinum fáu
áratugum, sem sum fylkin hafa verið
byggð, og er pvl öll ástæða fyrir liina
núlifandi kynslóð að vona að alnir og
Óbornir niðjar hennar njóti ávaxtanna
af sæði pví er feður peirra með mikl-
uin erviðleikum sáðu I pjóðfjelagsak-
urinn.
B. ClUUSTJAXSON,