Lögberg - 11.04.1894, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.04.1894, Blaðsíða 1
Lögbrrg er gefið út hvern miSvikudag og laugardag af ThE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO. Skrifstoia: Atgreiðsl ustota: r.-cr-tcniiSj’ 148 Princess Str., Winnipeg Man. Kostar $2,oo um árið (á íslandi 6 kr. borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent. Lögberg is puMished every Wednesday and Saturday by The Lögberg printing & PUBLISHING co at 148 Príncess Str., Winnlpeg Man. S ubscription price: $2,00 a year payable 'n advance. Single copies 5 c. 7. Ar. | FRJETTIR CANADA. A fðstudaginn var lagt fyrir full- t rúadeild sambandsþÍDgsins frumvaip til laga um að veita konum pólitiskan kosningarrjett. Umræðurnar um tollmálið hjeldu áfrain á föstudaginn og mánudaginn. Einn af fylgismönnum stjórnarinnar, MeLean, vonaði, að hún mundi halda gamla tollinum, pótti pað eitt að henni, að hún væri að færast of mikið í verzlunarfrelsisáttina. Davis, for- ingi frjálslynda flokksins á Prince Edtvard Island, tók til máls á eptir honum, og sjfndi, hvernig tollverndar- stefnan stæði strandfylkjunum fyrir prifum, og hjelt pví fram að ómögu- legt mundi að stöðva útflutninga pað- an til Bandarikjanna, nema með pví að snlða tollinn eptir tekjupörf lands- ins að eins. Sir Hibbert Tupper svaraði honum, 0g lagði mikla áherzlu á pað að stjörnin ætti að halda fast við tollverndarstefnuna, eins og að undanförnu. Merkasta ræðan, sem hald in hefur verið I lollmálinu pessa dagana, er sú er Martin, Winnipeg- pingmaðurinn, flutti & mánudaginn. Hann fór yfir allar tolllagabreyting- arnar, og s/ndi fram á, að breyting- arnar væru gerðar til pess að hjálpa verksmiðjueigendunum en ekki al- menningi; tollurinn væri yfir höfuð numinr. af óunnum vörum, sem verk- smiðjueigendur notuðu, en ekki af unnum vörum, sem almenningur keypti. Af 265 ótolluðum vöruteg- undum voru að eins 18, sem bsendum kæmu nokkuð við. Hann hjelt pví fram, að tollurinn væri svo mikið hækkaður á ullarvörum, að pað gerði meira en vega upp niðurfærsluna á jarðyrkjuverkfærum, og yfir höfuð væri peirri reglu fylgt, að hækka toll- inn á sumum vörum að sama skapi, sem hann væri færður niður á öðrum, svo pessar svo kölluðu tollaumbætur stjórnarinnar vasru ekkert annað en látalæti. — Haly innanlandsmála ráðherra lysti yfir pví á mánudaginn, að 44 millíónir ekra í norðvesturland- inu hefðu alls verið veittar járnbrauta- fjelögum, er fjelögin hefðu enn ekki unnið fyrir meira en 16 mill.ekra. í samtali við blaðamann einn i Toronto spáði Van Horne, forseti Kyrrahafsbrautarfjelagsins canadiska, að hveiti mundi komast upp í $2 inn- an 18 mánaða, vegna pess að pað lága verð, sem nú á sjer stað, dragi svo mjög úr framleiðslunni. ÍTLÖND. Vinir drottningarinnar fyrrver- andi á Hawaii-eyjunum ætla, að sögn, að leita til Englands, Frakklands og Japans með bænir um hjálp til að Setja drottninguna aptur til valda, 8vo framarlega sem Cleveland forseti vill ekki skerast í leikinn. Ef stjórn- !r pessara landa vilja ekkert gera, ætla peir að reka bráðabyrgðastjórn- ina af höndum sjer með ofbeldi. BANDARIKIN. Davidsons leikhúsið í Milwaukee, fallegasta leikhúsið par í borginni, brann á mánudagsmorguninn. Fjöldi af slökkviliðsmönnunum hrapaði nið- ur um pakið ofan I eldinn. Níu peirra «ru dauðir og eins margir sárir. Jarðarför Mrs. Jónínu M. Paulson -& föstudaginn var fjölmennasta Is- lenzka jarðarförin, sem nokkurntíma hefur vorið haldin í pessurn bæ, að Winnipegr, Manitoba, íniðvikmlaginii 11. apríl 1894 undantekinm útför Gests Pálssonar. Kirkjan var troðfull niðri, og margt manna var uppi á loptinu. Sjera Jón Bjarnason hjelt húskveðju, en I kirkj- unni töluðu prestarnir Hafsteinn Pjet- ursson, Friðrik J. Bergmann og Björn B. Jónsson. Að ræðunum loknum voru eptirfarandi erindi sungin I kirkjunni: Senn vorið sjer leikur um hlíð og liól. Senn lilæjandi blómin sig lauga. Senn hnjftir fagnandi himinsins sól úr helstrykum llfsins bauga. Og pó er nú haust um vor hugar ból og harmur I sjerhverju auga. Svo nylega kom hún fyrstá vorn fund með fegurð og ástúð sinni, og elskuðum vin með unga lund gaf ástbrosið fyrsta sinni. Nú legg’r hann af stað með sitt ljós- hærða sprund að lykja’ hana grafar inni. Svo nylega’ hún biosandi’ að börnun- um laut — Hve brátt er opt ljósgeislinn farinn! Sá hópurinn ungi var allri praut af ástmildum ht'ndum varinn. Nú móðurlaus lífsins berst út á braut sá blessaður saklausi skarinn. Ó, kærleikans guð! plna blessun breið á börn pín, er huggast ei láta, Og sign pú hvert smábarn á lífsins leið, og líkna peim öllum, sem gráta. Þín hönd verði máttug í hrelling og neyð. Já, hjálpa pú oss til að gráta. — Far vel út á dapurlegt dauðans gráð, og drottinn pjer greiði veginn. Þótt prungið sje lopt og protið vort ráð og prótturinn felmtri sleginn, pá hyllir undir guðs líknar láð og landtöku hinum meginn. Allmargir menn fylgdu líkinu alla leið út í garðinn. I>ar voru fáein sálmvers sungin. Vestan Maiiitobavatns. Herra ritstjóri. Pega.r jeg koni að norðan frá Manitobavatni, lofaði jeg að senda blaði yðar yfirlit yfir dvölina norður við vatnið, einkum viðvíkjandi fiski- veiðunum; en sökum pess jeg hafði svo nauman tíma til að kynna mjer eins og jeg ætlaði til hlítar fiskiveiði í vatni nu, pá hef jeg minna að segja um pað en jeg vildi geta sagt. Þennan tíma, sem jeg dvaldi par nyrðra, lijelt jeg til hjá löndum peim er fluttu pangað næstliðið sumar úr Þi Dgvallanjfl. Þeir eru yfir böfuð ánægðir með lífið par, og kváðu sig hafa breytt um til batnaðar. Húsa- kynnin eru lítil hjá peim og fremur ófullkomin enn hjá flcstum, sein og er eðlilegt; peir höfðu svo stuttan tíma til að byggja yfir sig og gripina, og svo að afla heyanna, sem að vísu voru fljótfengin. Heyin hafa gefizt peim vel I vetur, enda s/ndu gripir peirra sem jeg skoðaði, að heyin eru góð, pótt gripirnir væru feitir undan sumrinu. Jeg efast ekki um að peir muni bæta um húsakynnin svo fljótt sem verða má; pað er eitt af aðalskil- yrðunum fyrir heilsu manns og á- nægjulegu heimilislífi að liafa góð húsakynni, enda er jeg vissum, aö peir leggjast pað ekki undir höfuð,pví peir munu flestir vera atorku- og dugnað- ar-menn, Þar er líka nógur skógur til húsabyggÍDga. Ilvítfisksveiðin mátti heita garga vel yfir höfuð, pegar tekið er tillit til pess, að flestir af peim er veiðina stunduðu voru óvanir og ókunnugir aflabrögðum I vatninu. Þar af leið- andi var netjaútgerðin ékki I eins góðu lagi og purfti að vera. (Það var góð útgerð hjá einu fjelagi, sem stundaði veiðina par við vatnið, enda hafði pað líka bezta afla). Það er á- riðandi að hafa góð net og vel útbúin fyrir hvítfiskinn, og enginn efi á pví, að pað borgar sig betur að kaupa smærra og dyrara garn í netin; og yf- ir höfuð að hafa veiðarfærin sem full- komnust; pótt pað kosti meira í bráð- ina, pá borgar pað sig lárigtum betur. Þeir segja sumir, að pað sje svo dfrt að kaupa flár a netin, að peir vilji heldur búa pær til sjálfir,en mjer virð- ist pað ganga nokkuð mikill tímí I að útvega fláaefni og telgja pað til, og purfa síðan að skipta um flár á hverju neti á viku til hálfsmánaðar fresti. Það tekur ofmikinn tíma ekkisíztfyr- ir peim sem er einvirki og hetir gripi að hirða. Það er hætt við að eitthvað lendi í vanrækt, pví áríðandi er að bæta netin strax sem pau rifna; pau endast betur með pví móti. Jeg állt pað borgaði sig betur, að kaupa til- búnar flárollubornar úrcedrusvið, eða pá kork I flár, sem yrði jafnvel pað bezta. Þessar flár ættu að geta dug- að eins lengi eins og netið má liggja I vatninu milli pess sem pað er purk- að. Eins er með blyið á netin. Það yrði stór munur að hafa blysökkur, eða steina sem rífa netin, pegar fisk. urinn snyr netin saman, pá slitnar netið á steininum, sem pvælist inn I pað; sama blýið getur maður brúkað ár eptir ár, svo lengi sem netið ekki tapast. Ennfremur állt jeg pað borg- aði sig að hafa ekki fieiri net I vatn- inu I senn, en pað, að h*gt sje að vitja um pau ekki sjaldnaren 3. hvern dag og hafa svo ekki minna en ^ af netjum til að skipta um, svo netin liggi ekki of lengi I vatninu I senn; af pví leiðir að sly og óhreinindi safnast I netin og fiskurinn gengur pá ekki eins vel I pau. Það var reynsla fyrir pví I vetur, að net pau sem voru tekin upp og pvegin og purkuð urðu mikið aflasælli en hin sem aldrei voru purkuð yrfir veiðitímann. Hvítfisk- urinn var yfir höfuð vænni og fallegri sem aflaðist á pessu svæði framundan Tp. 19. og 20; eptir pví sem jeg komst næst vigtaði hann frá 4 til 5 pd. til jafnaðar; fiskurinn fjekk llka orð á sig fyrir að vera nr. 1 á markaðnum frá pessari veiðistöð; aptur var fiskur- inn smærii, sem aflaðist norður við Narrows. Fiskurinn er mikill I vatninu; en pó mun pað ekki vera sá brunnur, sem ekki sje hægt að taka of mikið úr, ef ekki er varúð viðhöfð; t. d. ef stór rík fiskifjelög fengju leyfi til að afla I Manitobavatni, eins og eru I Winni- pegvatni. Þá er hætt við að fiskur- inn minkaði fljótlega; og pá um leið tapaðist bezti bjargræðisvegur bú- enda við vatnið. Það er vonandi, að psð komi ekki fyrir að fjelögin fái par leyfi til fiskiveiða. Til pess að tryggja sjer nægileg- an hvítfisk I framtíðinni I vatDÍnu, er ekki að eins pörf á að framfylgja stranglega friðunarlögunum, pann tíma sem pau hafa gildi; jegálít einn- ig nauðsyn að hafa útklak fyrir hvít- fiskinn. Það liefur alstaðar borgað sig vel, par sem rækt hefur verið lögð við pað. Það hefur vitanlega kostnað I för með sjer, að koma upp útklaki; pað er vonandi að stjórninn horfi ei I pann kostnað að styðja jafn arðsaman atvinnuveg og fiskiveiðarnar, sem ættu að geta marg borgað sig I fram- tíðinni; og væri pá ekki fjarri i ð leggja dálítið hærra gjald á hvern scm kaupir veiðileyfi, sem nú kostar 2 dollara fyrir árið; en mjer virðist pað ekki eðlilegt gjald, eius og stendur, að hver búandi, sem á land að vatn- inu, purfi að kaupa veiðileyfi til að fiska fyrir sínu eigin landi; aptur á móti, ef klakið kæmist upp, ættu bændur að geta staðið sig vel við að borga dálítið árlegt gjald. Þeir ein- ir ættu að hafa veiðirjett I vatninu, sem eru par búsettir og eiga par löcd, en aðrir ekki. Það er margt, sem mælir með út- klalcinu, sem yrði of langt að telja hjer upp; en pó er eitt, sem jeg sjerstak- lega vildi leiða athygli að, sem er ó- efað stór eyðilegging fyrir viðkomuna eða hvítfisksylið, meðan pað hefur kviðpokann og getur ekki forðað sjer undan óvininum, sem er fiækurinn; aptur á inóti er sylinu ekki sleppt úr klakinu fyrr en pað sjálft getur forð- að sjer. Pækurinn er skæðasti óvii:- ur alls smáfiskjar, og lítur helztútfyr- ir að hann hafi fiskinn mest sjer til fæðu; I maganum á öllum peim pæk- um, sem jeg sá slægða, var fiskur; einnig er hann mesti skaðvaldur' I hvítfiska nedn, hvað hann rífur pau og eyðileggur. Jeg hygg pað mætti nokkuð kom- ast hjá skemmdum eptir pækinn á hvítfiska netum, ‘ef pau væru stórrið- íd, eða svo vildi pað reynast 1 vetur; einnig væri nauðsynlegt að komast hjá pví að taka smáan hvítfisk; pað er til að firra hanu lífi, en lítill vinning- ur satnau borið við að lofa honum að vaxa upp. Ef garnið er fínt og gott I netjunum pá álít jeg að ekki purfi smærri möskva en 6 fet, pví sá fiskur, sem smýgur pann möskva, má gjarn- an fara og fá að proskast betur, áður en hann er tekinn; aptur á móti væri gott að eyða pæknum sem mest á öll- um tímum árs, pví pað mundi aúka hvltfisksveiðina að mun I vatninu, ef pækurinn minnkaði, sem yrði helzt með pví að afla liann eins mikið og hægt er að komast yfir, pann tíma sem liann liggur á riðum. Það væri vel, að einhver af lönd- um peim eða fleiri, sem eru vanir við fiskiveiðar, rituðu um pað mál I blöðin, og gæfu leiðbeiningar peim sem eru ókunDugir og óvanir, en ætla að stunda fiskiveiðar. Netja útgerð væri sjálfsagt betra fyrir menn að panta og kaupa I fjelagi, með pvl ætti að fást betra verð, en að hver einstakur kaupi fyrir sig. Það gæti verið gagn- legt, að blöðin flyttu við og við rit- gerðir um pennan atvinnuveg, ekki síður en hvern annan; til pess purfa pau að fá ritgerðir. Jeg vildi óska, að petta sem jeg hefi byrjað og sen? fyrir ókunnugleik og annir er ver úr garði gert, en jeg vildi, yrði til pess að peir sem færari eru rituðu um petta mál, sem er pyðingarmikið og viðkomandi mörgum löndum. Einnig væri fróðlegt, ef íslenzku blöðin hjer flyttu af og til pyðing af lögum og reglum, sem hverjum inn- flytjanda er nauðsynlegt að pekkja sem fyrst I pessu landi, en sem „mál- lausir“ emigrantar ekki geta notað sjer hjer á innlendu máli, t. d. veiði- lögin, bæði til lands og vatns með fl. væri hverjum manni nykomnum pörf á að pekkja sem allra fyrst. Grund P. O. 28. marz 1894. S. P. Svar til Jóhaunesar Einars- sonar í Lögbergs nýlendu. Jeg get varla með góðri sam- vizku leitt hjá mjer að svara greinar tetrinu, seui stcndur 1 Heimskriuglu { Nr. 27. 17. marz, nr. II, par eð hún snertir mig persónulega, pó hún sje valla svars verð, af pvl húu er illgirnislcg og á engum rökum byggð. Það er auðsjeð að manninn, sem samdi slíka grein, hefur langað til að láta sjá nafn sitt á prenti, til pess að auglysa með pví slna aðdáanlegu skarpskyggni á málefni sem honum kemurekkert við. Það geta allir skynsamir mern sjeð, hvað honum muni koma C. S. L. og T. Companyið við. En pessi vitr- ingur ræður ekki við sín heilabrot, og ræður af að birta pau á prenti, svo al- menningur geti sjeð, livað slíkt höfuð hefar að geyma, og svo ræðst hann á saklausa menn, sem hann pekkir ekki neitt, svo sem eins og Jón ritst. Ólafs- son I Lögbergi 31. marz. En mjer kemur pað nú lltið við, pvi Mr. Ólafs- son mun sjálfur reyna að svara fyrir sig. Ilvernig getur Jóhannes Einars- son vitað betur en jeg sjálfur, hve marga brunna jeg gróf á landi mínu? Að líkindum ætti jeg að vita pað eins vel. Og hvernig veit liann, hvað jeg eða aðrir menu tala eða fiafa talað á skrifstofu Heimskr. lijer I Winnipeg? Höfundurinn veit varla, hvað hann er að fara, pegar hann segir, að mjerhafi auðsjáanlega verið gerð upp orðin viðvíkjandi brunngreptinuin. Nei, Mr. J. Einarsson. Jeg hef sjálfur sagt, hve marga brunna jeg hef grafið. Þá kemur nú reikningur fjelngs- ins, sem hann pykist pekkja undur vel. En skyldi pað komast inn I stóra höfuðið á peim vitringi, að jeg bar enga ábyrgð á peim skepnum, sem jeg var búinn að skila fjelaginu, par eð móttökumaður pess tók pað ekki fram? Og svo kemur hann með pá aðdáanlegu spurningu: „Hver er fleg- inn, Jens eða fjelagið?*4 Engum, sem grein lians les, munblandast hug- ur um álit hans I pvl efni, par sem hann er að barma sjer yfir óförum gripanna og ástandi uxans, sem hinu segir að hafi verið einskis virði. Fje- lagið hefur pó tekið við reikningi frá Mr. J. G. Thorgeirssyni, par sem hann segir að báðar kyrnar og uxarnir sjeu seld. Það er margt skoplegt í pessari grein, og ekki sízt pað, hvað höfund- urinn er mikið upp með sjer útaf pví, hve petca fjelag sje viljugt til að lána fslendingum. Kannske vitriugurinn haldi að pað sje af ást, sem fjelagið hafi á Islendingum fram yfir annara pjóða menn; sje svo, pá vorði houuin að góðu. Jeg fyrir mitt leyti er ekki trúaður á pað. Svo er pessi blessaður vitringur búinn að taka mikilli tryggð við mig, að hann minnist mln á ny I sínu göfuga svari til Jóns ritst. Ólafs- sonar, sem birtist I Lögbergi 31. marz. Þar talar hann um gróðann, sem jeg hafi átt að hafa af gripunum, meðan peir voru undir miuui hendi. En pó áttu peir að hafa verið lítils virði, og uxinn annar einskis virði, pegar loks- ins peir voru seldir, eins og hann segir I Heimskringlu greininni sinni góðu. Ilver getur nú skilið allan penn- an vlsdóm? Skilur hann pettasjálfur? Jeg efast um pað. En hvað vægt sem petta marg- nmrædda fjelag á að vera, pá skulda jeg pví pó, eptir pess eiginn reikn- ingi, sem jeg hef I höndunum, $100,00 fram yfir upphaflega lánið, og er gagnslaust fynr forsvarsmann fjelags- ins að bera á móti pvl, af pví reikn- ingurinn sannar sögu mína. Að endingu vildi jeg óska pess, að vitringnum J. E. mætti póknast að sletta sjer ekki framar út I pau mál- efni, sem honum koma ekkert við, pví pað er liætt við að liann hafi af pví mjög lítinn heiður að temja sjer að vera pyrill I hvers manns dalli, og lán- fjelögin munu seint setja kórónu á blessað v'.trings-höfuðið á honum fyr- ir alla frammistöðuna. Jcns Jóassou.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.