Lögberg - 09.05.1894, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.05.1894, Blaðsíða 1
Lögberg er gefið át hvern miSvikudag og laugardag af ThB LoGBRRG PRINTING & PUBLISHING CO. Skrifstota: Atgreiðsl astoía: rrcr.t:rr.iðj'> I4S Prinoess Str., Winnlpeg Man. Kostar $2,00 um árið (á íslandi 6 kr. borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent. Lögbsrg is puMished every Wednesday and Saturday by The LÖGBEKG PRINTING & PUBLISIIING CO at 148 Princess Str., Winnipeg Man. S ubscription price: $2,00 a year payable >n advance. Single copies 5 c. Winnipeg, Manitoba, miðvikudaginn í>. maí 1894 35. FRJETTIR CANADA. Blaðinu Tribune er telegraferað frá Ottawa, að ráðberra opinberra verka hafi lofað að setja 1 fjárlögin $10.000 til að reisa bryggju að Gimli. í>að væri náttúrlega ánægjulegt, ef sú fregn reyndist sönn. Jafnframt er sagt, að gizkað sje á af sumum eystra, að kosning muni eiga að fara fram í Lisgar, áður en mjög langt líður. _____________________ Foster fjármálaráðherra lýsti yfir pvf í fulltrúadeild Ottawaþingsins á f östudaginn, að stjórnin ætlaði að hækka tollinn á járni (scrap-iron); hann hefur verið $2 á tonnið, en á að verða $B petta ár og $1 næsta ár. Eðlilega var pessum n/ju álögum fastlega mótmælt af leiðtogum frjáls- lynda flokksins, sem alveg ópörfum, með pví að járnmillueigendurnir í Nova Scotia hafa 1/st yfirpvf, að f>eir geti framleitt sína vöru eins ód/rt og keppinautar peirra á Skotlandi — en pað kom fyrir ekki. Skorað var á stjórnina, að nema tollinn af gaddavír, en hún pvertók fyrir pað. BANDARIKIN. Mikið tjón varð af regni og hagli í Kansas og Iowa á föstudaginn og laugardaginn var. Haglið var sum- staðar svo stórkostlegt, að bjerar og fuglar lágu dauðir eptir. Meðal bænda í Minnesota eiga sjer umpessar mundir hreyfingar stað í þá átt, að bindast afarmiklum sam- tökum til að losna við alla meðal- göngumenn í kornverzluninni og selja hveitið beint á heimsmarkaðinn. For- seti Minnesota-deildarinnar af F'arm- ers Alliance hefur kallað saman fund lil að hrinda málinu áfram, og er svo til ætlazt að hveitiyrkjendur frá öll- um norðvestur-ríkjunum taki pátl í pessum samtökum. Búizt er við töluverðri verðhækkun með pessu fyrirkomulagi. étlOnd. Suðurjótar hafa allt af, sfðan peir komust undir stjórn Prússa, átt við allmikið ófrelsi og liarðstjórn að búa, meiri harðstjórn en aðrir Þjóð- verjar. Nú er sagt, að Vilhjálmur keisari ætli að láta þeirri liarðstjórn linna, og að Bismarck styðji hann í J>ví efni. Líka stefnu á og að sögn að taka gagnvart Elsass og Lothrin- gen, landshlutum peim er Þjóðverjar náðu frá Frökkum f síðasta stríðinu, sem pær pjóðir háðu. Hollendingar ætla að fara að purka upp 500,000 ekrur lands af Zuyder-sjónum, og er gizkað á, að |>að muni kosta 315 millíónir gyllina alls og alls; en pegar upppurkuninm er lokið, er talið, að land petta verði 326 millíóna virði. Nefnd sú setn sett hefur verið af hollenzku stjórn- inni til pess að rannsa’ka petta mál, mælir í einu liljóði með pvf að rfkið taki petta verk að sjer. Fullyrt er, að Umberto Ítalíu- konungur þjáist af sörau veikinni, sem varð Friðriki E>/zkalandskeisara að bana, krabbameini 1 kokinu, og að hann hljóti að eiga skammt eptir Ó- lifað. Þykja J>að sjálfsagt vfða mjög raunalegar frjettir, J>ví að Umberto er vafalaust einn af hinum beztu kon- ungum, sem uppi hafa verið. Meðal annars hefur hann afsalað sjer J>riðj- ungnum af launum sfnum til J>ess að Ijetta byrðum af almenningi, og borg- að af sfnu eigin fje afarmiklar skuldir, gem faðir hans ljet eptir sig, Jirátt fyrir pað að pingið bauðst til að láta borga pær af landsfje. Heimssyning var opnuð á sunnu- daginn var í Antwerpen í Belgíu af konungi og drottningu Belga. 40,000 manna voru viðstaddar. Eðlilega er s/ningardeild Belga sjálfra stærst, en svo koma syningardeildir Frakklands, Þyzkalands, Stórbretalands, Indlands, Bandaiíkjanna I peirri röð, sem pær hafa nú verið nefndar. Stóru svæði er varið til ymiskonar skemmtisyninga frá Austurlöndum, líkt og á Chicago- syningunni, svo sem stræta f Cairo og Miklagarði, dansandi og grenjandi Mahúmetstrúar-munka, lestamanna- flokka í Austurálfu o. s. frv. Verkamenn á Englandi, Skot- landi og írlandi hjeldu fjölsótta fundi á sunnudaginn til pess að endurnyja sampykktir á kröfum sínum um pað að vinnutíminn skuli ekki vera meira en 8 stundir á degi hverjum. Hafa peir haft pann sið, að lysa yfir peim kiöfum sínum fyrsta sunnudag í maí um nokkur ár. Hjer og par voru og sampykktar aðrar yfirlysingar, roeðal annars um pað, að verkamenn geti aldrei fengið fjárhagslegt og mann- fjelagslegt frelsi fyrr en peir nái í sinar hendur stjórntaumunum, sem nú sjeu í höndum auðmanna-stjettarinnar. Á sumum fundunum voru og sam- pykktar yfirlysingar með afnámi lá- varðastofunnar og með pví að rfkið taki járnbrautirnar að sjer. Um hveitirækt. Hr. ritstjóri. í tilefni af pví, hvað mjer pykir mikill kostur við Lögberg, hve mikið far bað gerir sjer um að taka okkur bændurnatil greina, með pví að flytja okkur gagnlegar og fræðandi ritgerð- ir um búskapiun einlægt við og við — greinar, sem bændur ættu almennt að virða við blaðið —, pá s/nist mjer ekki úr vegi, að leggja fáein orð í belg viðvíkjandi hveitiræktinni, af pvf að jeg tel mig einn af bændunum, og mjer skilst svo, sem blað yðar sje viljugt á að lofa okkur að eiga bróð- urlegt samtal um búskapinn stöku sinnum. Það getur opt orðið talsvert gagn að pví, að fá bendingar um eitt og annað, sem betur má fara. Ekki er jeg pó að halda pví fram, að menn geri umtal um atvinnugreinar að heit- um ágreiningi, eins og helzt s/nist horfa til milli J. Ólafssonar að Brú P. 0., og E. G. að Glenboro P. 0. Jeg get annars ekki stillt mig um að tala ofurlítið út í peirra mál, pó að pað megi segja, að mjer komi pað ekki við. Mjer kemur pað auðvitað ekki við, hvern persónulegan sigur peir kunna að vinna hvor á öðrum með sk/rslum sínurn. En að öðru leyt kemur mjer pað við, eins og hverjum öðrum, að leiðrjetta J>að sem maður sjer að er rangt, og láta í ljós sampykki með pví rjetta. Þegar sk/rsla J*óns Ólafssonar í 6. tölubl. Lögbergs var lesin hjer, varð talsvert umtal u.n hana, og eng- inn hafði svo sem neitt út á hana að setja, og jeg, með mörgum fleiri, áleit hana verulega gagnlega, sjerstaklega fyrir landa okkarlieima á íslandi, sem hugsa til að flytja hingað. Þeir geta par heima tekið sig til og reiknað út, hverja möguleika peir liefðu til að komast áfram f búskapnum lijer, með pvf að fá lík lönd, sem pau er um er rætt f sambandi við sk/rslu Jóns Ólafssonar. Dað sjá víst flestir, að pegar ræða er um kosti og ókosti landsins hjer við landa okkar heima á íslandi, pá parf að taka fyrir atvinaugrcinarnar, og s/na, hvers viiði pær sjeu til jafn- aðar, án pess, að rugla par saman við skuldaástandi og pvf, hvernig menn eyði afrakstri landsins, eins og E. G. gerir. Samt mætti pað vera með til hliðsjónar, ef pað er {>á 'ekki sett svo fram, að pað verði til pess að gera slíka sk/rslu alla vitlausa. Menn vita pað fyrir víst, að pað er ekki ætfð, og miklu sjaldnar en hitt, að landinu eða tíðinni sje urn pað að kenna, að menn flosna upp frá bú- skapnum; heldur getur maður, pegar maður lítur yfir ferilinn til baka, sjeð, að maður hefur tekið meira cg minna ranga stefnu f byrjun búskap- arins hjer. Þetta segi jeg ekki í dóm- skyni, nje fremur um aðra en sjálfan micr. O Dað er áreiðanlega vfst, að maður gæti keyjit útsæði og alla aðvinnslu á 80 ekrum fyrir $480, $6 á ekruna, — ekki sfður eu leigt land með peim skilmálum, að láta að eins helming af uppskerunni fyrir alla vinnu og til- kostnað nema útsæðið og hálft presk- ingargjald; og margir sækjast eptir að fá land leigt upp á pann máta, og fá vinnu sína opt vel borgaða með helmingnum af hveitinu. Sem sagt, pað er varla hægt að finua neitt rangt í sk/rslu J. Ó., nema hvað stórbændur segjast geta unnið ekruna fyrir minna en $6, og er pað skiljanlegt. Dað er auðskilið, sem hann segir, að hvert pað búshel, sem er fram yfirjl2 af ekru (af 80 ekrum), gefi um $35,00 gróða með 50 centa verði á hveitinu (80 bush. á 50c. gera $40; par frá dragast $5 f kostnað). Líka er pað auðskilið, par sem hann talar um renturnar fyrir hesta og verk- færi, hærri en vanarentur, að ef peir ]>eningar væru látnir árlega í pær skuldir, pá borgist allt upp á tilteknu tímabili; sk/rslan s/nir, að allt yrði pá borgað á 10 árum, en ekki 23, eins og E. G. skilst. Viðvíkjandi greinum E. G. hef jeg petta að segja, að pað má veia ljóta ástandið hjá Argylebúum, eptir hans lýsingu, eða, rjettara sagt, auma háttalagið á peim. Við bændurnir hjer f Dakota værum allir fyrir löngu flosnaðir upp, ef við hefðum pá bú- skapar aðferð, sem hann heldur fram að Argylebúar viðhafi. Hvaða ráð er pað, tií að geta búið vel á hvað góðu Íandi sem er, að hleypa sjer í um $850 skuld fyrir hesta og verkfæri, án hug- myndar um að pað borgi sig sjálft, áð ur en pað er útgert. Eptir reiknino-n- um hjá E. G. er ómögulegt að ná iessum rentum upp af hlutunum, pví að peir eru eins og aldrei brúkaðir, pegar hann lætur bóndann, eptir að hann er búinn að taka til láns öll nauðsynleg verkfæri og vinnud/r, skulda par á ofan fyrir alla aðvinnslu við komandi hveitiræktun, eins og bóndinn hefði ekki gert neitt sjálfur, eða lagt til nokkurt verkfæri eða hesta- krapt. Fjölskyldan öll er pá einung- is til að eyða, og líka hestarnir, og renturnar af arðlausum lilutum jeta allt upp, nema pað er eins og bónd- inn láti brúka bindarann sinn; hann parf ekki að borgafyrir brúkun á hon- um, eins og á öllu öðru lánsfjenu sínu; en pað erbót í máli ef preskjar- arnir vinna bara fyrir fæði og fóðri fyrir hestana sína meðan peir eru að preskja; en jeg trúi pvf nú ekki. Dótt jeg sje bóndi hjer í Dakota, get jeg samt skilið ykkur Argyle- menn, pegar pið eruð að tala um hveitiræktina hjá ykkur. Búsk/rslur fyrir Argylebændur verða líkar eins °g fyrir okkur Dakotabændurna, pví að n/lendurnar eru líkar að gæðum, og hveitiræktin hefur sama kostnað í för'með sjer í peim báðum. Jeg veit alveg upp á pund, hvað mörg bush. jeg hef fengið af vissum ekrufjöida á 10 árum. Slðan 1884 hef jeg fengið að jafnaði 16 bsh. af ekru og 60 c. fyrir bush. t>að er engin ágizkun. Og betta mun láta nærri að vera meðaltal, bæði hjer og I Argyle-n/lendu, að fráskildum máskc fácinum beztu bújörðunum hjer; meðaltalið kann að vera hærra, ef pær eru teknar með í reikningum. Mountain P. O., f apríl 1894. Þ. Ilalldórsson. Fyrirspuknir um penigasendingar FRÁ IsLANDI. 1. Ilvernig er fljótast ogbezt að senda peninga frá íslandi til Winni- peg? 2. Hvaða varúð parf að hafa við pær peningasendingar? 3. Og hvernig getur eigandi vit- að, að penÍDgar hans sjeu komnir til Winnipeg? Ny-íslendingur. Sv. — Oss virðist beinast að senda póstávísanir. Dær geta ekki misfarizt, og par parf enga varúð við að hafa, aðra en pá að geyma viður- kenninguna, sem sá er sendir fær á pósthúsinu. Eigandinn getur vita- skuld ekki vitað, að peningar hans sjeu komnir til Winnipeg, nema með pví að fá skeyti um pað frá Wlnnipeg. Gekk I gildruna Saga eptir Uharles Dickens. Framh. SHnkton tók upp vasaklútinn sinn, reyndi að lina með honum kvöl- ina í augtinum og purkaði blóðið af enninu á sjer. IJann var lengi að prí, °g jeg sá afarmikla breyting koma yfir hann meðan hann var að pvf, og stafaði hún af breytingu peirri sem orðið hafði á Beckwith — er hætt hafði að mása og skjálfa, sat upprjett- ur og hafði ekki augun af honum eitt augnablik. Jeg hef aldrei á ævi minni sjeð nokkurt andlit, sem eins Ijóslega bar utan á sjer bæði and- styg£ð °g staðfastan ásetning eins og andlitið á Beckwith gerði pá. „Lfttu á mig, fanturinn pinn“, sagði Beckwith, „og sjáðu mig eins °g jeg er f raun og veru. Jeg leigði pessi herbergi til pess að búa til úr peim gildru fyrir pig. Jeg ljet sem jeg væri drykkjusvín, pegar jeg kom inn í pau, til pess að ginna pig. £>ú gekkst í gildruna, og pú kernst aldrei úr henni lifandi. Morguninn, sem pú fórst síðast til skrifstofu Mr. Samp- sons, var jeg búinn að finna har.n á undan pjer. Við höfum allt af vitað báðir um ráðabrugg pitt, og pú hefur allt af verið beittur brögðum á móti. Eptir að búið var að tæla mig með fagurgala til að láta 2000 punda lifs- ábyrgina komast á pitt vald, átti að gera út af við mig með kognaki, og ef pað skyldi revnast of seinvirkt, pá með einhverju fljótvirkara. Skyldi jeg ekki liafa sjeð pig hella úr litlu flöskunni pinni í glasið mitt, pegar pú hjelzt, jeg væri orðinn vitlaus? Tutt- ugu sinnum hef jeg tekið um lianann á skambissunni minni til pess að mylja á pjer hausinn, morðingi og fi-lsari, J>egar jeg hof verið hjer einn með pjer um hánætur, eins og jeg lief svo opt veiið.“ Honum varð í fyrstu afarmikið um pessa skyndilegu breytingu ____að ræfill, sem liann hjelt væri algerlega á valdi sfnu, varð að kjarkmanni, ber- andi pann ásetning s/nilegan utan á sjer frá hvirfli til ilja að ná tangar- lialdi á honum og gera vægðarlaust út af við hann. Hann gat ekkert sagt, og s/ndist ekki geta undir pessu risið. En pað er ekki til meiri mis- skilningur en sá að halda.að slóttugur glæpamaður sje, liverja mynd sem sekt hans kann að taka, öðruvísi en í fyllsta samræmi við allt sitt lund- erni. Slíkur maður dr/gir morð, og pað er eðlilegt að framferði lians leiði að pvf. Slíkur maður verður að taka aílciðingunum af morðinu, og hann gerir pað með harðneskju og ósví.'ni. D.ið er nokkurs konar tfzka, að láta í ljós undran út af pví að nokkur ill- ræmdur glæjiamaður skuli pola að hafa siíkan glæp á sainvizkumi. Haldið pið, að ef hann hefði á annað borð liaft hann á samvizkunni, eða haft nokkra samvizku til að hafa liann á, pá hefði hann nokkurn tíma dr/gt glæpinn? Slinkton pessi var alveg sam- kvæmur sjálfum sjer, eins og jeg held að allar slíkar andlegar ófreskj- ur sjeu, náði sjer skyndilega aptur,rg bauð býrginn full-kuldalega og stilli- lega. Hann var hvítur, hann var tðkinn í andliti, hann var breyttur; en að eins eins og bragðarefur, sem hefur ætlað að vinna mik-ð, hefur mætt enn ineiri kænsku og tapað. ., Hlustaðu á mig, fanturinn pinn,“ sagði Beckwith, „og láttu hvert ein- asta orð, sem pú heyrir mig segja, verða að hnífstungu í illa hjartað á á pjer, Þegar jeg leigði pessi her- borgi, gerði jeg pað til pess að verða pjer prándur í götu og leiða pig út í pað ráðabrugg, sem jeg vissi að öðr- um eins djöfli og pjer mundi detta í hug út af pví, hvernig jeg var útlits, og hvernig að pú hjelzt að jeg mundi vera skapi farinn og fallinn fyrir freistingu. Hvernig jeg vissi pað? Jeg vissi pað af pví að pú varst mjer ekki ókunnugur. Jeg pekkti pig vel. Og jeg vissi,að pú varst mannvonzku- fullt afhrak, og hafðir fyrir peninga drepið eina saklausa stúlku, sem hafði óbilandi traust á pjer, og að pú varst í hægðum píi'um að drepa aðra.“ Slinkton tók upp tóbaksdósir sínar, fjekk sjer í nefið og hló. Niðurl. næst. Kvölclskemmtan Stúkan „Loyal Geysir“, I. O. O. F., M. U. heldur samkomu á North- West Hall (sal. Guðm. Jónssorar) á miðvikudagskveldið 16. maí. Skemmt- anir verða hinar allra beztu: Dr. Ó. Stephensen og Albeit Jónsson syngja „Friðpjófur og Björn“; Sig. Helga- son syngur solo. Hinn nafnkunni spilagosi Mr. Walley syngur gaman- söngva; Tea-Pot. Quartette kemur fram á sviðið; ágæt string-hljóhfæra orchestra; stutt leikrit verður einnig leikið, auk annara skemmtana. Við erum sannfærðir um að pað verður húsfyllir. Komið pví í tima, svo pið náið í sæti innarlega í salnum. Sam- koman verður sett kl. 8. e. h. Inn- gangur 25 cents. Forstöðunefndin. HEILRÆDI. ----♦«--- Aður en sumarhilinn verður n>jög sterkur, ættuð pjcr að koina með l>örnin yðar til Bai.d- win & BlöNDAI-S til |>ess nð fá góðar myndir af Jieim áður en |>au verða veðurtekin og sól- brunnin. Að eins til 25. mií seljum við viðbót af áðurteknum mynVtúm fyrir $2.00 tylftina.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.