Lögberg - 30.05.1894, Qupperneq 1
Logberg er getið út hvern raiðvikudag og
laugardag af
THE LoGBERG PRINTING & PUBLISHING CO.
Skrifstota: Algreiðsl ustoia: rícr.t:rf.iðj«
143 Princess Str., Winnipeg Man.
Kostar $2,00 um árið (á íslandi 6 kr.
borgist fyrirfram.—Einstök númer 5 cent.
Logbrrg is pufehsfced every Wednesday and
Saturday by
ThE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO
at 148 Princess Str., Winnipeg Man.
S ubscription price: $2,00 a year payable
ia advance.
Single copies 5 c.
7. Ar. |
Winnipegr, Manitoba, miðvikudag'inn 30. maí 1894
{ Nr. 41.
tímar.
þessi orö “harðir tímar” kveöa svo almennt við á þessu vori, að menn
ættn að athuga hvar þeir fá mest og bezt fyrir peninga slna.
STEFÁN JÓNSSON á norðaustur liorni Ross og Isabell liefur nú
fengið inn afarmikið af allskonar sumarvarningi, sem hann selur með
óvanalega lágu verði móti peningum. Komið að eins inn og sjáið hvað
hann hefur að bjóða áður en þjer kaupið annarsstaðar, og þjer munið
sannfærast unr sannleikann. Komið sem fyrst meðan ur nógu er til að
velja úr. — Allir velkomnir smáir og stórir.
Nordaustur horn Ross og Isabell stræta
Bu.rr|S & (o.
pr. Stefán Jónsson.
FRJETTIR
CANADA.
Mikih tjón varð af liagli um-
hverfis Woodstock,Ont., á laugardags-
kveldið. Hjer um bil 15 mílur norð-
ur af Woodstock Iiöfðu haglskaflarnir
orðið 16 þumlunga djúpir. Frá Port
Arthur er og telegraferað, að þar liafi
verið snjóbylur á laugardagskveldið;
varð snjórinn fullir tveir þumlungar
á jafnsljettu.
Mr. Yan Horne hefur verið gerð-
ur að riddara af St. Michaels og St.
Georgs oröunni, og hefur nú titilinn
Má), sem nylega var dæmt í Baj-
ern, s/nir kynlega og óviðfeldna hjá
trú, sem þar á sjer stað meðal ómennt-
aða fólksins. Eptir ráðlegging kerl-
ingar nokkurar, sem hefur orð á sjer
fyrir að vera göldrótt, fór maður einn
út í kirkjugarð um miðnætti kvehlið
eptir föstudaginn langa, hamaðist þar
við að moka upp úr gröfum, þangað
til hann fann stúlkubarn, sem grafið
hafði verið tveim dögum áður, reif úr
líkinu annað augað og fleygði svo
líkinu út í læk. I>etta gerði hann í
því skyni, að geta gert sig ósýnileg-
an, þegar sjer syndist. Hann var
dæmdur í 14 mánaða fangelsi með
harðri vinnu.
„Sir“.
í gömlum kofa i Quebec fandust
á mánudaginn beinagrindur einna
12 manna í tunnum og kistum. Fyrir
eitthvað 30 árum höfðu hermenn kom-
ið þar saman að jafnaði á ljóta slark-
fundi, og halda menn, að beinagrind-
ur þessar sjeu frá þeim tímum. Fund-
ur þes3ÍJiefur vakið miklar geðshrær-
ingu manna meðal f Quebec og rann-
sókn á að hefja.
BANDARIKIN.
í ymsum rikjum Bandaríkjanna
vekja námamenn, sem liætt hafa vinnu,
óeirðir allmiklar um þessar mundir,
skemma eignir manna og reka þá með
valdi frá verki, sem vilja vinna. Menn
óttast alvarlegar blóðsúthellingar á
hverjum ÚPgh Svo telst til sem
235,000 manna sjeu nú vinnulausar í
Bandaríkjunum vegna verkfalla þeirra
sem gerð liafa verið.
íitlOnd.
Eins og kunnugt er, var sjón-
depra Gladstones ein af aðalorsökun-
um til þess að hann sagði af sjar
stjórnarstörfum í vetur. Fyrir helg-
ina var skonð í annað auga hans, og
heilsast honum svo vel eptir óperatí-
ónina, að menn eru þegar farnir að
gera sjer vonir um, að hann kunni að
taka þátt I næsta kosningastríðinu.
Keisaraofni ltússlands, elzti son-
ur Rússakeisara, ætlar að heimsækja
Victoríu drottningu í lok júnímánað-
ar. Rússneska lögreglustjórnin þyk-
ist liafa fengið vitneskju um nihilista-
samsæri til þess að myrða keisaraefnið
meðan hann sje gestur Victoríu
drottningar, 0g sjeu nihilistar þeir
smátt og smátt að koma frá Sveiss og
Frakklandi til Lundúna. Sveit leyni-
lögreglumanna hefur verið send frá
Rússlandi til Lundúna til þcss að liafa
gætur á gestum þessum.
Kóleran er komin til Mlava á
Rússlandi, sem er ekki nema eina
daglcið frá þ/zku landamærunum.
Rudyarcl Kipling minnist á
Canatla.
A grein, sem hr. Benedikt Grön-
dal ritaði n/lega í íslenzkt blað, var
auðsjeð, að honum þótti mikils vert
um það, að enski skáldsagnahöfund-
urinn Rudyard Kipling tiafði kunnað
mjög illa við sig í Chicago. Sjálf-
sagt þykir hinu háttvirta fslenzka
skáldi eins mikið gaman að heyra það
sem þetta enska skáld segir um Can-
ada. Maður frá blaðinu St. James
Gazett fann Kipling að máli, og
spurði hann, hvort hann hefði sjeð
mikið af því landi. Kipling svaraði á
þcssa leið: „Jeg hef sjeð nokkuð af
Canada — og það sem jeg hef sjeð
líkar mjer vel. t>að er mikið land —
land með framtíð. JÞar er fagurt, hart,
stælandi loptslag — h.ptslag, sem
herðir bein nianna; og þar má fá alla
góða hluti út úr jarðveginum,ef menn
vilja vinna fyrir þeim. I>að sem
Canada þarf, er meira af mönnum og
meira af peningum. Hvers vegna
hugsa Englendingar ekki meira um
hana, til þess að gera þar peninga
sína og framtakssemi arðberandi? I>ar
er áreiðanlega ágætur staður bæði
fyrir þá Breta, sem leggja vilja fje í
eitthvað og þá sem út vilja flytja. I>ar
er ef til vill ekki eins mikil ferð á
hlutunum eins og í BandarSkjunum,
en þeim er þar óhættara, og svo eru
menn þar undir brezka flagginu, eins
og þjer vitið, og meðal manna, seni
fara hægara en Bandarfkjamenn.
Sendið fólk ykkar til Canada; og ef
það getur ekki farið sjálft, þá látið
það senda peninga sína — nóg af
þeim.“
Spurningar og svöv.
Sp. Getum við fyrir $10 fengið
rjett á landi, sem búið er að taka, en
segja sig frá?
Sv. Já, ef Stjórnin hefur ekki
látið skoða landið eptir að maðurinn
hafði skrifað sig fyrir því. Ef hún
hefur látið skoða það, verður sfðari
Jaudeigandinu að borga $20.
Mexicönsk saga.
Niðurl.
„Jú, jeg hef sjeð hana“, svaraði
Reavis rólega „en það er skoðun mín,
að liún sje fölsuð og að þjer liafið fal-
ið eða eyðilagt rjettu erfðaskrána“.
Doninn rak í roga stanz. „t>ess-
ir Ameríkumenn eru hreinir djöflar“,
tautaði hann fyrir munni sjer. „Jeg
verð að vinna bug á þessari lieimsku-
hjátrú minni. Jeg skal eyðileggja
erfðaskrána í kveld“. E>ví næst mælti
hann upp hátt við Reavis: „Þegar
þjer eruð reiðubúinn til að sanna
lygar þessar, þá skal mjer þykja
vænt um að hitta yður. En þangað
til vil jeg biðja yður að minnast
þess, að jeg er húsbóndi hjer. Verið
þjer sælir, herra“ ög hann gekk burt.
Reavis leið illa það sem eptir var
dagsins. Hann hafði augsynilega
gert. allmikið glappaskot, er hann
hafði sýnt svo greinilega, hver tromp
hann hefði á hendinni. I>ví að þótt
breytni Mevicomannsins hcfði fylli-
lega sannfært hann um, að grunur
hans væri á rökum byggður, þá hjelt
hann þó erfðaskránni og gat nú gætt
sín betur. Reavis hafði eigi ætlað
sjer að láta svona snemma í ljósi,
hvað hann vissi eða ætlaði sjer, en
þrátt fyrir alla rósemi hans hafði hann
komizt í meiri geðshræring og gætt
sín miður en skyldi í þessu síðasta
samtali við doninn.
I>á bættist og það við, að hann
gat eigi hitt Jóvítu, og vissi ekki
hverjar afleiðingar framhleypni sín
kynni að liafa bakað henni. Loksins
kom honum til hugar að ráðgast við
Pielro, og þegar vinnufólkið liafði
sagt honum til vegar, lagði liann af
stað ríðandi til 'liúss lians. Var það
lítill, eÍDmana moldarkofi og er hann
sá par lítil lífsmerki, fór hann af baki
°g hjóst að ganga inn. Allt í einu
stóð frammi fyrir honum maður einn
með löngu stálgráu hári, er flæktist
um dökka hrukkótta andlitið, en und-
ir úfnu augnabrúnunum glórði í augu,
er eldur vitfirringar brann úr. Þótt
Reavis væri eigi nein bleyða, hörfaði
hann þó með felmtri undan þessari
skelfilegu sjfn, er í geigvænleik sín-
utn virtist vera persónugerving hins
hefnandi reiði-ofsa.
Vitfirringur þessi þreif rneð ann-
ari hendi með ákefð í dyrastafinn og
í hinni hendinní hjelt hann á blóðug-
um hníf og starði á Reavis, og var
engu líkara en hann ætlaði að stökkva
á hann. Stóð hann þannig stundar-
korn og þá stundi hann upp rr.eð
rödd, er hás var af geðshræringu,
þessum orðum:
„Hver ert þú?“
„Vinur Dona Jovítu“, flytti Reavis
sjer að svara, „sem er að reyna eins
og þú, að hjálpa henni til þess að ná
aptur eigum sínurn. Mjer hefur rjett
núna verið skyrt frá, hversu Don
Miguel myrti son þinn og reið jeg
því hingað til þess að bjóða þjer að-
síoð mina.“
Eldlegu augun virtust kanna
innstu sálarfylgsni hins unga manns,
til þess að komast fyrrir, hvort nokkur
svik byggju þar fyrir, og varð Reavis
ósjálfrátt að líta til jarðar. En það
var eins og rannsókn þessi fullnægði
Indíánanum, því að hann sneri sjer
við og benti Reavis nokkuð óljóslega
að fylgja sjer inn í herbergið.
Stóðu þar á miðju gólfi klunna-
lega gerðar líkbörur, en á þeim lá
mannslíkami, er óljóst sást undir
hvítri voð. Vináttu-sambandið hafði
verið rofið. Bölvunin lá fyrir dyrum
Don Migúels.
Reavis sneri aptur í þungu skapi
til búgarðsins. Honum hafði brugð-
izt að fá Pietro í lið með sjer gegn
Don Miguel, því ekki var synilegt að
hann gæti vænzt annars en ofstopa af
hinum liálf-ærða manni, er misst hafði
son sinn, og hinsvegar kaus liann og
heldur þá er lögfræðings-náttúra hans
varð ofan á, að berjast með vopnuin
laganna. Ilonum var það kunnugt
að í Mexico voru þau hvorki beitt nje
snör, nema þegar þeim var sveiflað af
mönnum, er einlivers máttusín; en þó
var hann vongóður um, að liann mundi
að lokum sigra í baráttu þessari. En
nú reið mest á að komast að niður-
stöðu um, hvað hann ætti að taka til
bragðs þá um kveldið, til þess að ó-
nyta öll fantabrögð, er mótstöðumað-
ur lians kynni að grípa til. Ásetti
liann sjer að Iokum að gæta donsins,
er auðsjáanlega var farinn að tor-
tryggja hann og hafði í hyggju að
gera eitthvað til að láta skríða til
skara, ef nokkuð mátti ráða af svipn-
um, er s'.ðast hafði verið á andlitinu á
lionum.
Heiðurstnaður þessi vai kyrr í
herbergi sínu, en Reavis valdi sjer
stað, þaðan er hann gat gætt allra
dyra á húsinu og beið. Stundirnar
liðu hægt og hann var farinn að syfja
um miðnættið, þegar hann sá dökkan
líkama koma út úr húsinu oof hverfa
út í myrkrið. Hann varð glaðvak
andi þá þegar, og lijelt í liumátt á
eptir eins nærri honum og unnt var
yfir aldingaröinu og garðinn til gömlu
kirkjunnar, en þar hvarf maðurinn.
Reavis var ekki viss um að hann hefði
sjeð hann fara inn. I>að gat og ver-
ið að maðurinn hefði orðið lians var
og biði í skugganum. Reavis var
engin kveita, en hugsun sú að linífi
kynni að verða stungið í hann, án
pcss að honum væri liægt að koma
nokkuni vörn fyrir sig, var miður
pægileg og fæiði hann sig því gæti-
lega nær og nær kirkjunni. Eitt sinn
þóttist hann sjá óljósa Ijósbirtu og
heyra ógreinilegt áflogahljóð. Skreið
hann liægt að glugga einum, og reis
svo upp, svo að hann gat sjeð inn.
Tunglið skein inn um gluggann, er
andspænis var og virtist honum liann
sjá í dapra ljósinu, inann liggja á
knjánum hjá gamla altarinu.
Ilon um fannst sem hann dveldi I
þar marga klukkutíma þegjandi og
grafkyr. t>cgar augu hans fóru að
venjast við myrkrið, varð hann pefs
viss, að hinn dökki líkami var maður,
Og að þessi maðnr gat eigi verið ann-
ar en Don Miguel. Reavis gat að
eins gizkað á, hvað liann væri að gera
þarna og beið eptir að verða pess vis-
ari. t>að gat verið að hann væri að
biðjast fyrir, pó að slíkt virtist fremur
ólíklegt af pví, er hann pekkti mann-
inn. Ilann stóð pví á verði sínum
þegjandi og þolinmóður. Geis’ar
tunglsins, er var nykomið upp,
streymdu inn um gluggana og fjellu
á veggina yfir saurgaða altarinu. t>ar
sem hin helga mynd hafði eitt sinn
hangið, sást nú i bjartan blett á æva-
gamla leirveggnum.
Tunglið smá hækkaði á lopti og
ljósbjarminn pokaðist niður vegginn
og Iíeavis beið par til er hann fjelli á
manninn á gólfinu, En meðan bann
sat parna á verði og beið, fór hrollur
um hann eÍDS og af köldum vindi, er
hann fann þó eigi til.
Loksins, þegar tunglsljósið var
nær þvi komið á manninn, sá Reavis
glampa af hnífshjöltum er sett voru
gimsteinum, og pá skildi hann hvers
vegna pessi ósegjanlegi ótti liafði
komið yfir hann — hann var í návist
dauðans — vinátturofsins hafði verið
hefnt.
Ilann gekk nær og sneri líkam-
anum við. Turglsljóiið syodi honum
andlit Miguels Peröltu. t>á mundi
hann allt í einu eptir því að hann kynni
að verða sakaður um tnorðið og kall-
aði pví á húsfólkið að koma með ljós.
f hendi hins dauða manns var rjetta
erfðaskráin og var að eins lítið eitt
sviðin af eldspítu, en hnífurinn í
hjarta hans var liinn sami, er hann
hafði myit hinn unga Pietro með.
l>ar ljek lítill efi á pví, hver vald-
ur væri að verkinu, en allir fundu til
pess, að gamli spádótr.urinn hafði
rætzt og pótti svo vel fara. t>eaar
komið var aptur til hússins fannst
böggull, og pá er Reavis opnaði hann
fann hann skjölin, er saknað hafði
verið. Gamli dyggi pjónninn, er eigi
‘vildi að svikari skyldi njóta illa feng-
ins auðs, hafði falið pati, par til rjetti
erfinginn kom fram. Reavis sá pegar
af skjölunum, að liann hafði á rjettu
að standa; hjelt hann peitn nú á lopti
og hrópaði upp: „Sönntinin er nægi-
leg, Jóvita, pjer eruð barónessa af
Colorados og prinsessa í pessu litla
ríki“.
„t>á verður pað fyrsta verk ríkis-
stjórnar minnar, að gera yður að
æðsta ráðherranuin,“ svaraði hún.
í erfðaskránni var einkennilegt
atriði; par var allskonar bölvun köd-
úð 4 hinni kröptugustu spánversku
yfir höfuð hvers pess manns, sem
kynni að fara með hana á óleyfilegan
hátt, og af pví mun hjátrúarótti Don
Miguels við að eyðileggja hana liafa
stafað. Jóvíta var eini erfinginn, og
Reavis tókst að fá öllum hennar kröf-
um framgcngt. Skjöl fundust á Spáni
sem tóku af allan vafa um þetta mál.
öllum, sem á landinu bjuggu, var
leyft að vera kyrrum, og Reavis hjelt
áfram að hafa stjórn eignanna á liendi
Barónessan sýndi sín ameríkönsku
hyggindi með þvl að fara á Banda-
ríkja-skóla einn. Eptir eitt ár út-
sHWfaðist hún, og það leikur orð á
því, að Mr. Reavis muni sleppa sinni
stjórnarformannsstöðu, og setjast að
ríkjum með prinsessunni.
Á siðastx fuudi hins ísl. verka-
mannafjelags í Winnipeg, var ákvcð-
ið, að 4 næsta fundi (næsta laugard.-
kvöld 2. júní) yrði sjerstaklega tekið
til umræðu, að verkamannafjelögin í
þessum bæ sendu bænarskrátil bæj-
arstjórnarinnar I gegnum Trades &
Labor Council þess efnis að hún láti
s>m fyrst byrja á verkum hjer í bæn-
um, svo að rætist fram úr atvinnu-
skorti þeim er nú á sjer stað, og Ijfíur
út fyrir að muni verða fyrst utn sinn í
þessum bæ. t>að verður að líkindum
ekki tækifæri fyrir menn að rita nö'n
sín undir þessa bænarskrá nema á
fundinum; því er skorað á alla með-
limi nefnds fjelags að sækja fundinn.
í sambandi við þetta skal þess getið,
að fjelagið heldur eins og að undan-
förnu fundi í liúsi síuu á Elgin Ave.
framvegis á hverj-a laugardagskveldi
kl. 8—11, svo að ef fundir verða ekki
framar auglystir, afsakar það ekki
miðlimi fjelagsins gagnvart lögum
þess lengur.
Wpeg, 26. maí 1894.
í umboði fjelagsins
S. SVEINSSON.
Islenzkar húsmæður
Nd er sá tími ársins byrjaSar sem
yður fellur ínjög illa að þurfa að
standa fyrir framan cldheita (1stove“
og baka brauð eða kökur. Gætið
því að hvort það muni meira en svo
borga sig, þegar ]>jcr getið fenSið 20
brauð fyrir dollarinn. Jeg get með
sanni boðiðyður öllu betri og drýgri
brauð heldur en þjer getið fengið
frá tlestum öðrum bökurum bæjar-
ins. Ef þjer vilduð gera samning
við mig um tunnu af kvinglum eða
tvibökum munduð þjer getað fengið
þær með ótrúlega góðu vorði.
þið þekkið líka kökurnar okkar.
G. P. Thowdamson,
V