Lögberg - 08.08.1894, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.08.1894, Blaðsíða 1
Lögbbrg er gefiS út hvern miðvikudag og laugardag af ThE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHIN 'Tfs Q Skrifstola: Algreiðsl ustoia: * 148 Prinoess 8tr., Winnipeg Man. Kostar $‘2,oo um áriS (á íslandi 6 kr. borgist fyrirfram. —Einstök númer 5 cent. Lögberg is puhlished every W'ednesday an) Saturday by THE LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING CO at 148 Princess Str., Winnipeg Man. S ubscription price: $2,00 a ytar payable ‘n advance. Single copies 5 c. 7. Ar. | Winnipeg, Manitoba, miðvikndaginn 8. ágúst 1894, Nr. (»1 FRJETTIR CANADA. Próf. Wiggins, veðurspámaður 1 Ottawa, lieldur pvi fram, sem annars er framhaldið af fleirum, að íbCiar jarðstjörnunnar Mars sjeu um pessar mundir að gefa ibúum jarðarinnar merki. Blöðin hafa eptir honum ept- irfylgjandi kenningu: „Visindalegar sannanir eru fyrir pví að mannkynið sje upprunnið á Mars, og hafi lifað par millíónum ára áður en pað var ilutt til jarðarinnar, en par liafi orðið eptir meiri hluti mannanna. Marsbú- ar skoða oss sem sína týndu bræður, og hafa verið »ð leita að oss um pús- undir ára. Þeir hafa sjerstaklega gert sjer góðar vonir síðan peir sáu rafurmagnsljósin í borgum vorum. Við getum talað við pá með merkjum áður en næsta öld verður liðin. Það er miklu ljettara fyrir Marsliúa að sjá okkar merki, on fyrir okkur að sjá peirra merki, pví að peimsýuist jörð- in vaxa og minnka líkt og tunglið, svo að peir eiga hægt með að sjá ljós á okkar dimma jarðarhelmingi, en par á móti sn/r jafnan að okkur bjarta hliðin á peirra hnetti.“ James Beattie í Brandon fann á föstudagskveldið konu sfna í liúsi annars manns,sakaði hana um hórdóm og skaut hana með skammhissu. lvúl- an kom f kvið konunuar, og vita menn ekki, hvort konan muni lifa. Beattie var tekinn fastur. Hópur einn úr sáluhjálparhern- um, sem var að reyna að halda guðs- pjónustu á strætum úti í Quebec á mánudagskveldið, var gryttur af ka- pólskum skrfl. Tvær stúlkur úr hernum meiddust stórkostlega. K.a- pólski manngrúinn var svo mikill, að lögregluliðið gat cngan tekið fastan. Mjög stórkostlegir skógaeldar hafa átt sjer stað að undanförnu í Turtle Mountain hjeraðinu hjerf fylk- inu. Margir bændur voru í mikilli hættu með unpskeru sína og hús, en vörðust eldinum af mesta dugnaði og björguðu pannig eignum sínum. ÚTLftND. Santo sá er myrti Carnot Frakk- lands forsetann hefur verið dæmdur til aftöku. Eptir fyrirskipan keisarans, að sögn, ætlar pýska stjórnin að leggja fyrir ríkispingið hörð lög gegn anar- kistum og sósíalistum, og standa yfir snarpar umræður í pyzku blöðunum út af pvf máli. Frjálslyndu blöðin eru pessum fyrirhuguðu lögum mjög mótfallin, lialda pví fram, að pau muni að eins hafa pann árangur að gera óánægjuna og glæpa-tilhneig- inguna enn meiri en hún pegar sjo orðin. Kólora stingur sjer niður um pessar mundir hjer og par á Hollandi. Sakamál stendur yfir gcgn 30 anarkistum í París pessa dagana.— Á ltalíu iiafa verið tekin föst ein ó- grynni af anarkistum tvo síðustu mán- uðina, og er búizt við, að citthvað <2000 peirra verði rekin úr landi. 50 kafa pegar verið gerðir landrækir. BAJVDARIKIN. Eptir pví sem sagt er frá Suður i bikota hafa purkar gert par ógurlegt tJ<5n í sumar, svo að bændur fá par víða alls enga uppskeru af neinu tagi. í Norður Dakota yfirleitt cr ekki bú- izt við meðaluppskeru, eptir pví sem blöðin fullyrða. Islaiuls frjettir. ísafirði, 8. júní 1894 3. p. m. andaðist hjer í bænum, eptir langa legu, konan Jóhanna Pjetursdóttir, um fertugt, gipt Magn- úsi húsmanni Örnólfssyni, er lifir hana ásamt 2 börnum. ísafirði, 15. júní 1894. Kvkfvesöi.d. Þegar influenza- pestin gekk hjer í vor, lagðist hún fremur ljett á börn, en í stað pesp hefur nú um hríð veiið að stinga sjer niður á börnum all pung kvefvesöld, sem á sumum börnum enda hefir snú- izt upp í lungnabólgu. 8. p. m. andaðist Gísli bóndi Steindórsson á Snæfjöllum, eptir fárra daga legu í lúngnabólgu, og var hann um sextugt. — Gísli heitinn var dugnaðár- og greindar-bóndi, og mikils metinD. — Hann lætur eptir ekkju og 5 uppkomin börn. Si.ys. 10. p. m. vildi pað slys til á Langeyri, að sprengi-efni, sem hr. Th. Amlie hvalfangari var eitthvað að handleika, sprakk allt í einu, fiysjaði ketið inn í bein úr lófanum á annari hendi hans, og tók stykki framan af 3—4 fingrum. Hr. Th. Amlie sigldi daginn eptir á einum hvalveiðagufu- báta sinna til Noregs, til pess að leita sjer lækninga. Dkukknun. Á fiskiskipinu Sig- ríður, sem er eign Á. Ásgeirssonar verzlunar, vildi pað slys til á hafi úti 1. p. m., að einn skipverja, Gunnlaug- ur Guðbiandsson að nafni, húsmaður hjer í kaupstaðnum, datt útbyrðis og drukknaði. Hann lætur eptir sig ekkju og 4 börn í fátækt. Hvalveiðamennirnir hjer veúra hafa nú um tíma aflað pryðis vel, og hafa hvalveiðagufubátar peirra opt komið inn með 2—3 hvali á dag. Bull, hvalveiðamaðurinn, sem í f. m. settist að á Hesteyri í Jökul- fjörðum, hefur síðan sem óðast verið að koma sjer upp íbúðar- og bræðslu- húsu m, og hefur pví enn lítt getað gefrð sig að hvalaveiðum. Gufubát- ur hans ísland, liafði pó fengið einn hval í öndverðum pessum m. ísafirði, 29. júnf 1894. Hval, fertugan, rak á fjörum Kleppstaðakirkju f Loðmundarfirði G. pessa m. Aflabkögð. Iljer við Ut-Djúp- ið eru nú flestir hættir róðrum, enda mjög tregt um afla, pótt síld hafi eigi skort til beitu. Grasspretta virðist í ár muni vera í all-góðu lagi hjer vestra. (Djóðv. ungi). Vcrkalýðuriim og auðvaldið Til ritstjóra Lögbcrgs. Herra. Þar eð pjer hafið látið f ljósi á nægjuyðar yftr peim vott um vax- andi áhuga á verkamanna spursmálinu í pessu landi, sem lysir sjer í ritgerð- um peim, sem birzt hafa í Lögbergi um Pullman-verkfallið, pá dirfist jeg að rita fáeinar línur, og f peim leitast við að vekja athygli á einu eða tveim- ur atriðuirf f pessu mikilsvarðandi og yfirgripsmikla máli. Jeg játa með yður, að verka- manuafjelög hafa optara beðið ósigur en sigur í deilum sfnum við auðvald- ið; að minnsta kosti í peim deilum, par sem til verkstöðvana hefur verið gripið. Jeg leyfi mjer að bæta pví- við, að pær umbætur,sem verkamanna- fjelög hafa fengið framgengt, snert- andi vinnulaum, hafa ekki orðið var- anlegar. Þvert á móti. Ef verk- gefandi lækkar kaup manna sinna,eða lengir vinnutíma peirra, eða leggur á pá pyngra erfiði án pess að hækka kaupið eða stytta vinnutímann — hvað af pessu prennu, sem er, hefur hina sömu pýðingu og má nefnast hinu sama nafui, kauplækkun — pá sjáum vjer, að pó nú verkamennirnir gangi í fjelag til að sporna á móti pessum aðgerðum verkgefandans, og pó nú að peir fái vilja sinn, vinni prætuna, pá byður verkgefandinn peim innan skamms tíma hina sömu kostina og áður, nefnilega að sætta sig við lægra kaup. Og á endanum mega peir til að taka pví. Sannleikurinn virðist vera sá, að vinnulaun fari sílækkandi; að í saman- burði við parfir hans, sje dagserfiði verkamannsins að verða minna og minna virði fyrir pann sem kaupir pað; að til sje eitthvert sístarfandi afi, sem gerir verkamanninum pað nauð- verju, að sætta sig við sílækkandi kaup. Meðöl pau, sem hingað til hafa verið.reynd, til að bæta kjör verka- lyðsins, er orðið fullsannað að duga ekki. Samtök til verkstöðvana stoða ekki. Orsökin til eymdar verkalyðs- ins liggur dVpra en svo, að úr henni verði bætt með pví. Þjer nefnið verkamanna samtök- in í Bandaríkjunum „voðavald1. Jeg neita pví ckki, en jeg álít, að pvf að einsgeti pau kallast pví nafni, að haft sje tillit til pess, hverju pau gætu orkað, ef pau, eða pegar pau verða sjer meðvitandi máttar síns og ef pau pá beita honum ranglega. En pegar jeg liugleiði, að verkalyðurinn er í hverju landi í yfirgnæfanlegum meira hlut, hvað fjölda snertir, pegar jeg hugleiði pað, að ástand verkalýðsins í öllum siðuðum löndjim er að verða aumlegra og pungbærra, prátt fyrir tilraunir lians til að bæta kjör sín, pegar jeg hugleiði, hve vonlaus að barátta verkalýðsins er gegn auðvald- inu unair núverandi fyrirkomulagi, en á hinn bóginn hversu ósegjanlega miklu góðu að vinsamleg samvinna verkalýðsins og auðmagnsins gæti komið til leiðar, pá virðist mjer auð- valdið eða auðmanna-samtökin vera stórum voðalegra veldi. Er ekki gildasta ástæða til fyrir verkalýðinn að vera óánægðan með hlutskipti sitt, eins og pað nú er um allan hinn siðaða heim? Er pað ekki dagsanna, að prátt fyrir liina geysi- miklu framfarir í verklegum efnum, eru lífskjör verkalýðsins að verða erf- iðari og ískyggilegri? Er pað ekki dagsanna, að verkalýðurinn er að verða ósjálfstæðari gagnvart auðvald- inu? Á hinn bóginn, er pað ekki dagsanna, að jafnframt vaxandi eymd og niðurlæging verkalýðsins magnast ofurveldi auðkýfinganna? Að jafn- hliða vaxandi pekkingu og vaxandi framleiðslu á sjer stað vaxandi ör- byrgð og ósjálfstæði meðal meira hluta fólksins, verkalýðsins. Þessir tvoir flokkar, verkalýður- inn og auavaldið, heyja sífolt siríð. En pegar viðureign pessara flokka or veitt athygli, kemur pað fljótt í ljós, að auðvaldið er miklu líklegra til sigurs, og eins og jeg sagði áður, ber ávallt sigur úr býtum að lokum. Hvað er pað í lieimsmenning- unni, sem gefur auðvaldinu sigurinn í nálega öllum deilum pcss við verka- lýðinn? Er pað ekki rjett nefnt voða- vald sem skipar pessum flokkum svo ójafnt að vígi? Enginn getur borið móti pví að lífskjör verkalýðsins eru allt annað en æskileg, og fáir, ef nokkrir munu beraá móti pví, að pau sjeu ranglát. Og ef verkalýðurinn polir ranglæti sem jeg álít að hann poli, hvað er pað pásem hamlar hon- um frá að ná rjettisínum, og staðfest- ir á milli pessara flokka djúp nær ó- yfirstíganleg? Að finna meðClscm geti leitt verkalýðinn og ajðvaldið til sátta, að brúa djúp pað sem pegar er komið milli peirra, svo að peir geti tekið saman vina höndum, er spurs- mál paðsem hugsandi menn pjóðanna mega til að Ieysa úr, og pað áður langt líður. Því að gera pað ekki, eða gera pað of seint virðist vera hið sama og að horfa fram á óhjákvæmilega eyðileggingu fyrir báða flokkana. Jeg álít pað rangskoðað, að deila um Pullman verkfallið eins og eitt- hvort sjerlegt og einstakt tilfelli. Pullman verkfallið er aðeins eitt af lnnum nær pví dagrlogu tilfellum, par sem pessi stríðaudi öíl láta tilsín taka, verkalyðurinn og auðvaldiö. Mjer finnst pað skylda hinna hugsandi rnantia pjóðai vorrar, að gera alvarlega tilraun til að skyra fyr- ir sjálfum sjer og öðrura orsakirnar til pessa voðavalds, sem virðist hóta heimsmenningunni eyðileggingu. Yictoria B. 0. 30. júlí 1894. Chr. Sivertz. Brúffkaui) eða banaráð. Vidburður úr bi/llinrjan'úijH Unj- verja. Eptir Stephan J>auzanne. Framh. Móðir Batthyany, Elsa de Bat- thyany, var greifafrú í Vín. Henni brá lítt, er hún heyrði dauðadóm sonar síns. Hún liafði polað 2 mánuði und- anfarna alla pá harma og raunir, er hrellt gcta viðkvæmt konuhjarta og móður. Bræður hennar tveir höfðu fallið á vígvelli fyrir fósturjörð sína, annar við Komorn, enhinn hjá Yilla- " * gos. Eldri sonur hennar, Casimir, hafði orðið að fara huldu höföi og flyja land sitt, með pví að fje var lagt til höfuðs honum, og nú átti hinn, Lúðvík, að deyja, hann, sem jafnan hafði ver- ið augasteinninn hennar. H ún var göfuglyndari en svo, að hún kenndi nokkurs haturs, og kjark- meiri en svo, að hún ljeti hugfallast. Ilún ásetti sjer pví að freista alls pess, er mannlegur máttur fengi áorkað, til pess að forða lífi sotiar síns, hversu hart aðgöngu sem pað væri fyrirpjóð- ernistilfinningu hennar. Hún hikaði sjer ekki við, að leita á fund keisar- ans og biðja hann griða til lianda elskuðum syui sínum, er hann hafði yfir stigið. Ilúrj hjelt pegar til koisaraliallar- innar og kom að máli við Maríu önnu erkihertogadóttur, föðursystur keis- arans. Það var kona á fertugsaldri, mikillát og drambsöm, liarðlynd og pröngsyn, en ljet mikið til sín taka við hirðina og rjeð'par mjög miklu. Hún bar leynt í hjarta sjer ákafa ást til Lúðvíks Batthyany. Hún hafði fellt ástarhug til hans einn dag, er hún sá hann á pingi, par sem hann stóð ljómandi af eldlegum áhuga og mælsku, og hreif með sjer allan ping- heiminn, svo að allir pingmenn stóðu upp sem einn maður væri og klöpp- uðu frá sjer numdir lof í lófa. Móðir Lúðvíks hafði vitneskju um pctta. Hún kom pví og fjell á knje fyr- ir prinzessunni. Hún var lotin af harmi og fórn- aði höndunum. Hún gat varla orði uppkomið fyrir ekka. Ilún stillti sig eptir mætti og sárbændi liina tignu konu að sjá aum á bandingjanum, er hún hefði lagt ást á og bæri enn ást til, og forða honum frá peirri voðaraun, að sæta smánarhegningu. María Anna erkihertogadóttir reisti hina sorgmæddu ekkju á fætur og hugsaði sig um stundarkorn, en mælti eigi orð. Hana setti rjóða og var som einhver kynlbgur eldur brynni úr augum hennar. „Jeg fer af stað í kveld,“ mælti hún loksins. ,,Jeg hitti páson yðar að máli á morgnn. Fallist liann á að láta að orðum mínum, strengi jeg pess heit, að fá keisarann til að veita honum líf og síðan fullt frelsi. Daginn eptir náði hún fundi Lúð- víks Batthyany. Hún hafði engar sveiflur á pví, heldur vakti pegar máls á erindinu. „I.úðvík greifi,“ mælti hún við hann. „Jeg veit af konu, sem borin er við hásætisskör hátignarinnar, með konunglegt blóð í æðum, og tignuð og elskuð af heilli pjóð, en ey pó boð- in og búin til fyrír yðar sakir, hins seka skógarmanns og af lífi dæmda, að stfffa niður úr liásæti sínu oir af- sala sjer allri lögtign sinni, af pví að hún ber ástarhug til yðar og hann er enn heitari og ákafari en ella mundi fyrir pað, að hún er af æskuskeiði. pað sem hún ætlast til á móti af yður, er dálítil alúð og pað heit, að skilja ekki við hana meðan lífið endist, og fara með henni til peirrar afskekktu hallar eða pess fjarlæga lands, er hún flyr til. Minnizt pess áður en pjer svarið, að kona pessi veitir yður pað, sem hún á dyrmætast í heimi pessum, par sero hún er boðin og búin til pcss að leggja sæmd sína í sölur gegn drengskaparheiti yðar einu saman. Bandingjanum brá livergi. Hann svaraði hægt og stillt, cg kvaðst pekkja konu pá, er hún ælti við. „Segið henni,“ mælti hann, , að drengskaparheit pað, er hún ætlist til af mjer, muni jeg ekki vinna, af pvi að mjer virðist jeg enga heimild hara til pess að yfirgefa pá, er við söir.u hrelling eiga að búa, pá, sem verið hafa lagsmenn mínir í bardaganum C'g brátt munu einnig verða förunautar minir til heljar. En úr pví að koua pessi er svo hátt sett., að keisarinn hlyðir máli hennar, vil jeg mælast til pess greiða af hennar hálfu, að l.ún fari á fund keisara og flytji honum pau orð eins pjóns hans, er áður var, að honum skjátlist ef hann ímyndi sjer, að ófriður sá, er Ungverjar hafa átt við tvö hin voldudustu ríki hjer í álfu,hafi ekki verið annað en hjcgóm- legur pjóðerniskritur. Nei. Vita skal hann pað, að pað var óprotleg barátta, hjaðningavíg, er til skarar mun pó skríða uin sfðir. Það var barátta frelsisins gegn einveldi og harðstjórn. Og sigur sá, er pessi pjóð vann hvað eptir annað á herliði hans, pað var ekki neinn vafurlogi á feigs manns götu, lieldur fyrirbofi sjálfs- forræðis heillar pjóðar.11 Meira. ]>1D KEYIHD °g VID LEGGJUM TIL HESTANA. Vlð höfum ætíð á reiðum höndum góða kcyrsluhesta, sein við lánum mót mjög lágri borgun. WOOD & IÆWIS, 321 Jemi.na St. TKLEl’llONK 357.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.