Lögberg - 18.08.1894, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.08.1894, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. LAUGARDAGINK 18. ÁGÚST 1894. S ö g b c r g. GehíS ít aC 148 Príncess Str., Winnipeg Man ol Thc /.ögbcrg Printing 6° Publishing Cöy. (Incorporated May 27, 139o). Kitstjóki (Editor); EINAR H/ÖRLEIFSSON Bjsiníss mwvgkr: B, T. BJORNSON. AUGLÝSINGAR: Smá-auglvsingar £ eitt skipti 25 cts. fyrir 30 orö eöa 1 þuml. dálkslengdar; 1 doll. um mánuSian. Á stærri auglýsingum eBa augl. um lengri tíma af- sláttur eptir samningi. BÚSTAD A-SKIPTI kaupenda verSur aC til kynna tkrtfiega og geta um fyrverandi bú sta8 jafnframt. UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU blaðsins er: THE LÓCBEHC PVNTtNC & PU8LISH- CO. P. O. Box 303, Winnipeg, Man. UTAN.4SKRIFT til RITSTJÓRANS er: EBITOR LÖ««F/BC. O. BOX 368. WINNIPEG MAN. -- LAUGAItDAOINH 18. ÁGÍJS'r 18Ö4.- {f Samkvæm íane.slögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild, nema hann sé skuldlaus, þegar haDn segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blað- ið flytr vistferlum, án þess aö tilkynna heimilaskiftin, þá er það fyrir dómstól- unum álitin sýnileg sönuun fyrir prett- vísum tilgang'. Eptirleiðis verður hverjum þeim sem sendir oss peninga fyrir blaðið sent viður kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi, hvort sem borganirnar hafa til vor komið frá Umboðsmönnum vorum eða á annan hátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn- ingar eptir hæfilega lángan tíma, óskum vjer, að þeir geri oss aðvart um það. __ Bandarikjapeninga tekr blaðið fullu verði (af Bandarikjamönnum), og frá íslandi eru íslenzkir pen- ingaseðlar teknir gildir fullu verði sem borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í P. 0. Money Orders, eða peninga í Be gintered Ijttter. Sendið oss ekki bankaá vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en í Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylgi fyrir innköllun. A miðvikudaginn var öðluðust gildi hjer í bænum aukalög Jjess efn- is, að öllum gull- og gimsteina bíið- um, skóbúðum, „grocery‘-búðum, harðvörubúðum og skraddarabúðum skuli iokað kl. 7 á kveidin, að undan- teknum laugardagskveldum og öðrum aðfarakveldum hvíldardaga. t>að er allmikil rjettarbót, með J>ví að vinuu- tlmi búðarmanna hefur að undanförnu verið allt of langur, og pað er eptir- tektavert, að á fiessum ójafnaðar- og ofstopa-tíinum hefur rjettarbót pessari orðið framgengt án allra verkfalla og annara ör|>rifsráða, en að eins með pvi að búðarmennirnir hafa stöðugt o r friðsamlega haldið frain sínum mál- stað við almenning. Cúizt er við að satna ráðstöfun verði innan skamms gerð viðvíkjandi búðum, par sem álna- vara (dry goods) er seld; enn hefur stiðið á £>ví, að bænarskrárnar, er snerta J>ær búðir, hafa ekki verið formlegar. I>að leynir sjer ekki, að hug- myndir manna á íslandi um frjáls- lyndi, eru nokkuð'öðruvísi en hug- myndir manna hjer um J>að atriði. í nylega kominni ísafold ritar merkis- maður einn vörn fyrir einn njfkosna Jjingmanninn, ber (>að af honum mjög afdráttarlaust, að hann hafi farið fram & (>að við nokkurn mann í kjördæmi sinu að greiða atkvæði með sjer, og færir J>að sjerstaklega til síns máls, að hann sje „of frjálslyndur til f>ess“. Hugsum oss J>inginannsefni í J>essu landi, sem væri svo „frjálslynt“, að nefna (>að ekki við nokkurn mann að kjósa sig! Ameríkumönnum mundi ekki verða unnt að sjá neitt „frjáls- lyndi“ í slíkri varfærni. Og livers vegna skyldi líka ekki mega reyna að hafa áhrif á hugi manna viðvíkjandi almenningsmálum, eins og J>ingkosn- ingum, í prfvat samræðum, fyrst eng- u n manni pykir ófrjálslyndi að reyna slíkt í blöðum og á opiuberum mann- fundum? Nyútkomin uppskeru-sk/rsla, 8em Manitobastjórnin hefur gefið út, synir, að uppskeran muni ætla að verða betri, en menn munu almennt hafa búizt við. Regnskorturinn 5 júnímánuði s/ndist víða ætla að fara með uppskeruna, en nú, eptirað skvrsl- ur hafa fengizt úr öllum byggðarlög- um fylkisins, er gizkað á að hveiti- uppskeran muni nema 15,761,808 bushelum, 15. 6 bushel af ekrunni. Hafra uppskeran er búizt við að muni net.ia 12, 197,772 bushelum, bygg 2,182,520, baunir 20,000, hör 282,480, rúgur 53,074. Hey er lítið, en af garð- jurtum meðaluppskera. Svo telst til, sem íbúar fylkisins muni nú vera 192,000. I>jóðólfur hlytur að vera í meira lagi gramur við synódus pá sem hald- in var í sumar í Reykjavík, pví að ekki verður pví neitað, að klerkarnir par hafa verið að æsa menn til vestur- ferða, og vafasamt, hvort peir hefðu ekki, ,með biskup fremstan í flokki, komizt undir manna hendur, ef nafn- kennda lagafrumvarpið frá í fyrra hefði veiið orðið að lögum. ísafold skyrir svo frá: „Biskup taldi pað heppilegt að ungir guðfræðingar byðu fram prests- (jjónustu sína meðal landa í Vestur- heimi, par sem nú væri loks fullskip- að í andlegrar stjettar embætti hjer á landi. Eptir nokkrar umræður var sampykktí einu hljóði svolátandi upp- ástunga frá biskupi: „Synódus lýsir yfir pví, að nú, pegar viðunanlega er ’bætt úr prestafæðinni á íslandi, sje pað æskilegt, að nokkur prestaefni, sero pví gætu við komið, vildu helga starfsemi sína andlegum pörfum landa vorra í Vesturheimi“. Indcpcndcnt flokkurinn. (Aðsent frá Norður Dakota.) I>að virðist nokkuð einkennilegt, hvað jafnan og mikinn áhuga pessa flokks menn og erindsrekar hans hafa fyrir málum flokksins, og bendir til pess, að par muni ekki vera einskorð- uð pólitískra höfðingja klíka, heldur áhugi fyrir almennri velferð, sem knýr menn áfiam. Ríkisflokkspingið 1 Jamestown var eitt hið fjölmenn- asta flokksping, er haldið hefur verið í Norður Dakota. Flestallir erinds- rekar mættu par sjálfir; sama var að segja um County flokkspÍDgið i Hamilton. I>að hefur verið vani hjá gömlu flokkunum, að láta hinar póiitísku stríðshetjur ráða, gefa peim sitt at- kvæði (Proxy) í hendur, svo mikill hluti af hinum tilnefndu erindsrekum fara hvergi sjálfir. En í independent flokknum er liinn útfarni politicus ekki alráðandi. Blaðið „St. Thomas Times“ segir svo um pað, að par sje „the professional politician conspicuous by his absence“. I>ar er sem hver finni skyldu sína að leggja fram sinn skerf t.l framfara flokksins. t>að virðist vera peirra fdslaus sannfæring að stefna J>ess flokks sje hin bezta fyrir pjóðina, af peim sem nú eru á dagskrá. Enda er petta sá eini flokkur, sem hefur á sínu prógrammi aðalspursmál pessa tíma nl. jafnaðar-löggjöf milli auðs og al- mennings. I>að virðist líka svo, sem pjóðin sje nú almennt að opna augun fyrir stefnu populista, og athuga með still- ingu hver hún sje. Blöðin koma með fregnir af merkum mönnum hjer og hvar, er farnir eru að aðhyllast skoð- un peirra, og skýrslur af fundar- höldum, par sem púsundir af mönn- um ákvarða að fylgja peim flokk. E>að virðist pví sem pessi flokkur sje stórum að aukast hvervetna í Bandaríkjunum. Blaðið St. Thomas Times (Rep.) segir um flokkspingið í Hamilton: „t>að er engin efi ápví, að independent flokkurinn hefur stórlega vaxið í pessu county á hinum síðustu 2 árum,----kosningarlisti peirra er sterkur, og samanstendur af heiðar- legum og vel færum mönnum.— Fyr- ir independent flokknum mega repú- blíkanar í pessu county búast við ó- sigri í haust, ef ekki breytist fyrir- komulagið.“ Observer. Islands-fcrð. Eptir S J. Jó/iannesson. Niðurl, Meðan jeg dvaldi á Sauðárkrók, hjelt jeg til hjá hr. Birni Símonarsyni gullsmið, og hef jeg fyllstu ástæðu til að vera honum, ásamt hans heiðruðu konu, hjartanlega pakklátur fyrir peirra gæða-meðferð á mjer. Eins og hvervetna annars staðar mætti jeg hinni mestu velvild par hjá öllum, og kynntist par mörgum merkum heið- ursmönnum, svo sem sýslumanni Jó- hannesi Ólafssyni, kaupmönnunum St. Jónssyni og Kr. Popp, og verzl- unarmönnunum Erlendi Pálssyni, Guðm. Einarssyni, Gunnari t>or- bjarnarsyni, Kristjáni Gíslasyni borg- ara og mági hans St. Eiríkssyni, Kr. Blöndal,Guðmundi Hannessyni lækni, Vigfúsi söðlasmið Guðmundssyni og peim Blöndalssonum Sigvalda og Magnúsi. Líka hitti jeg par suma fornkunningja mína, svo sem fyrrum alpingismann Fr. Stefánsson, Jón Jónsson á Hjaltastöðum og ýmsa aðra. Mest ferðaðist jeg um Húnavatns- sýsluna, enda átti jeg par kunnugast fyrir. t>að mátti líka segja, að hver kepptist par við annan að gera mjer allan pann greiða, sem hugsazt gat, bæði með að býsa mig, fylgja mjer og ljá mjer pá beztu hesta, sem völ var á, og kom jeg par mörgum góð- um og liprum klár á bak, sem bar mig vel, enda pótt vegir væru víðar ekki sem beztir, og pó pað yrði of langt mál að telja alla velgerðamenn mína par, get jeg ekki stillt mig um að nefna nokkra peirra er mest og bezt greiddu götu mína, og eru pað pessir heiðursmenn: Sigurður á Skeggs- stöðum, Guðmundur á Bollastöðum, Eiríkur í Blöndudalshólum, Jóhann í Mjóadal, Brynjólfur í Þverárdal, Guðmundur á Æsustöðum, Jósafat á Hattastöðum, Jakob á Árbakka, Árni á E>verá, Indriði á Ytriey, Lárus á Neðri Mýruro, Sveinn bróðir minn á Sneis og Árni bóndi á Geitaskarði, sem ljeði mjer ágætis reiðhest i marga daga, án pess að piggja nokkra borg- un fyrir,og var jeg honum pó allsendis ókunnugur áður; ennfremur Jónas á Tindum, Ingibjörg tengdasystir mín á Tungunesi og tengdason hennar Hallgrímur Stefán á Kagaðarhóli, ura- boðsm. Benidikt Blöndal í Hvammi í Vatnsdal, Jósep á Hjallalandi, Jón- as á Eyjólfsstöðum, Jón Ásgeirsson á Þingeyrum, og frændur mínir par Pjetur og Eypór, Guðmundur og Sig- urlaug á Torfalæk, Jón á Sveins- stöðum, próf. sjera Hjörleifur á Und- irfelli, sjera Stefán á Auðkúlu, ekkju- frú Kristín Blöndal á Kornsá, ásamt sonum hennar; og ennfremur J>essir í Skagafirði auk J>eirra áður töldu: Benidikt á Fjalli I Sæmundarhlíð, Gísli á Frostastöðum og Sigurður á Reynistað. Marga mætti fleiri nefna, ef tími og rúm leyfði. Við prjár fjöl- mennar jaröarfarir var jeg staddur, nefnil. Lárusar sál. Blöndals sýslum. að Kornsá, Jóns prófasts Hallssonar að Sauðárkrók og konu Björns bónda Kristoferssonar að Holti á Ásum; allar fóru pær mjögvel fram og heið- arlega. Á kjörfundi var jeg staddur á Blönduósi; ekki var hann fjölsóttur, og ekki virtist mjer par kenna pess pólitíska hita, sem hjer á sjer jafn- ast stað við slík tækífæri, enda voru engir nema gömlu pingmennirnir í boði, og voru peir pví endurkosnir mótmælalítið. Af pessu, sem jeg hef pegarsagt, geta menn ráðið, að jeg hef ekki kent pess kalda anda, sem stundum virðist hafa gengið í gegnum sum blöðin heima til vor Vestur-íslend- inga, heldur pvert á móti, að jeg hafi mætt hinum hlýja kærleiks og pjóð- ræknis anda, sem jafnan hefur ein- kennt pjóð vora, og jafnvel pórt mörgum, sem hafa pann fasta ásetn- ing að láta fyrir berast heima, hvað sem á dynur, sje lítið gefið uin út- flutninga, sem eðlilegt er, pá er slður en svo, að peir beri illan hug til vor, sem pegar erum farnir, eða svo virtist mjer pað, að minnsta kosti um allan porra manna. Allmikla umkvörtun heyrði jeg út af vinnufólkseklu sem gerir bændum mjög erfitt fyiir í bú- skapnum. t>v( eins og menn vita útheimta allmargar jarðir par mikið fólkshald, sem við er að búant, par sem ekki verða viðhafðar neinar vinnuvjelar. Aptur hefur talsvert skánað hagur vinnu- fólks að minnsta kosti að J>ví, sem kauphæðina srertir, en landbúnaður á íslandi mun vfir höfuð ta'prst vera svo arðsamur, að hann geti boriðmjög hátt kaupgjald. En að mínu áliti er miklu minna en margur hyggur út- flutningunum að kenna um vinnu- fólksfæðina til sveita á íslandi. E>ó að rnargt hafi fluzt vestur af einlileypu og duglegu fólki, pá hygg jeg að til- töluloga liafi fluzt eins margt af fjöl- skyldufólki og vandræðafólki. Or- sökin er pví fremur sú, að síðan strand- ferðirnar fóru að tíðkast hefur komizt rniklu meira los á vinnulýðinn; hann á nú langtum liægra mcð að leita sjer að bráð, par sern hann getur flogið í kringum land allt svo að segja á svij>stundu í samanburði við pað, sem áður var, pegar hver einn sat kreptur inni í sinni vana-kró. Síldarveiðarn- ar og fiskiveiðarnar á Austfjörðum og víðar, og yfir höfuð fjölgun pil- skipa eiga eflaust mikinn J>átt í vinnu- fólks eklu sveitabóndans, sem og kauphækkun hjúa. Löngu áður en útflutningar hófast, pegar jeg var að alast upp heima, var ekki talið neitt fleira fólk á landinu en nú er, og heyrðist J>ó aldrei talað um neinn vinn- ufólksskort, og eru pó jarðir nú hvorki erviðari nje stærri en pær voru pá. Tíðarfar par var ágætt allan pann tíma sem jeg var heima, reyndar nokkuð purt og kalt í vor lengi, en hretalaust, og svo brá til votviðra og hlýinda, pegar á leið; leit pví gras- vöxtur allvel út, pegar jeg fór. Mátti pví heita að náttúran og mennirnir væru samtaka í að gera mjer lífið á- nægjulegt alla pá stund er jeg dvaldi par. Eins og frjezt hefur, gekk In- fluenza-veikin par í vor allskæð um land allt, og gerði mikið tjón bæði í manndauða og vinnutapi; varð pví lítið unnið petta vor að jarðabótum, sem pó eru allvíða talsvert farnar að tíðkast. > ’ Vandasamast verður fyrir mig að lýsa framförunum heima, sem óneit- anlega eru pó talsverðar, eptir par- lendum mæli kvarða, og víst mun pað að um margar undanfarnar aldir hefur aldrei á jafnstuttum tíma, sem peim rúmum tuttuga árum, er jeg hof ver- ið erlendis, eins mikið breyzt til batn- aðar og færzt í framfara hortið. t>ví að pó að hægt fari — sem ætíð má búast við eptir afstöðu og ásigkomu- lag landsins, pá sá jeg J>ess glögg merki, að menn eru talsvort farnir að vakna til meðvitundar um pað, að mörgu megi og purfi að breyta. t>ann- ig er mjög víða árlega unnið að túna- sljettun, garðahleðslu og öðrum jarða- bótum, svo útlit er fyrir að pess verði ekki mjög langt að bíða, að tún öll verði sljett og umgirt á íslandi og er J>að ekki lítil umbót. Ilúsakynni hafa líka stórum batnað víða, pó að víða sjeu J>au bágborin enn og í gamh horfinu. En par sem byggzt hefur verið á annað borð, er J>að víðast miklu betur gert og húsaskipunin haganlegri en áður. Þrifnaður hefur líka aukizt til stórra muna. Samgöngurnar á landi eru mjög torveldar enn og mega víst heita lík- ar pví sem var, að undanteknum sum- um fjallvegum, er mikið hafa verið bættir. En langt mun I land par til vegir J>ar yfir höfuð komast I viðun- anlegt ástand, enda er, eins og allir vita, par við ramman reip að draga, J>ar sem er ói>líða náttúrunnar og strjálbyggð og víðátta landsins.Reykja vík hefur tekið stórum stakkaskij>t- um frá pvl jeg sá hana áður, enda er pað nú orðið á milli tuttugu og prjá- tíu ár; bærinn er orðinn skipulegur og laglegur, og í stað gömlu torf- kofanna eru komin snotur og vönduð hús ýmist úr steini eða timbri; svo hefur bærinn aukizt til stórra muna. En ekki sá jeg par merki mikilla annara verklegra framfara, eða vinnu- ljettis. Einn vagn sá jeg par notað- an í bænum og geMfu fyrir honum ýmist 6 eða 8 mcnl^með reiptöglum um axlir, og var vagnhlassið pó ekki pyngra en svo, að einn íslenzkur hest- »r hefði getað hæglega farið með pað. Líkasájegað gatnli óvandinn tíðk- aðist enn, að láta kvennfólk bera grjót og hvað annað á milli sín á handbörum. Þilskipa stóll er bæði par og víðar óðum að aukast, og er J>að gleðilegur framfaravottur, og hinn vissasti vegur til að koma land- inu upp, pví að sjóarútveginn mætti eflaust bæta næstum I pað ócndan- lega. Á Sauðárkrók liefur mikið um- breyzt 1 seinui tíð. Þegar jeg fór, var par að eins einn torfkofi, en nú er par kominn priflegur bær moð eitt- hvað 200íbúum. Hagur manna heima virtist mjer standa með betra móti pað sem bjargræði og búsæld snerti, enda hefur mátt heita allgott árferði nú I seinni tíð; skepnur hafa pví mik- ið fjölgað; en aptur er verzlun ákaf- lega óhagfeld og bág, og skuldir munu vera allmiklar og iramúrskar- andi peningaekla. Af ferð minni vestur er fátt að segjajjeg lagði af stað frá Sauðár- krók pann 10. júlí ásamt 43 vestur- förum; af J>eim skildu 22 við mig í Skotlandi, pví að peir höfðu tekið sjer far með Beaverlínunni, en hingað til Winnipcg komum vjer að morgni 2. ágúst, öll heil á hófi, pví að ferðin gekk mjög vel.—Svo óskajeg að end- ingu öllum löndum míiium heima á Fróni æðsta gengis og blessunar, með ógleymanlegu pakklæti fyrir pær góðu viðtökur, er peir veittu mjer. Lengi lifi peir og gamla ísland! Bóndi segir frá raunum símuu Mjög svo mkriíileg erásaga eins GreN VILLE- MA N NS. Hann lamaðist I hryggnum við vinnu slna úti I skógi — Fylgdu pví langvarandi prautir og veikindi— Hvernig J>aö var að Iiann fjekk fullan prótt og heilsuna aptur. E>að munu vera fáir af lesendum blaðsins Recorder, sem ekki er kunn- ugt um pað, að Dr. William Pink Pills for pale people hefur hlotnast pað álit fyrir ágæti sitt, bæði hjer og I öðrum löndum, sem ekki nokkurt annað einkarjettar meðal hefur orðið aðnjótandi. Að petta álit sje að mak- legleikum, sannast bezt á framburði margra beztu blaðanna I landinu, sem nákvæmlega hafa látið rannsaka hin helstu tilfelli sem Pink Pills hafa læknak, og hafa slðan skýrt lesendum sínum frá öllum atburðum, svo greini- lega og samvizkusamlega, að pað er engin ástæða til að vefengja sann- hermi peirra. Og núna rjett nýlega sagði hinn valinkunni lyfsali, Mr. John Á. Barr, frjetraritara lilaðsins Recorder frá pví, að pað mundi hægt að fræðast um öll atriði viðvíkjandi einu tilfelli, ekki slður sláandi en mörg af peim, sem áður hefur verið getið, hjá Samuel Sargeant í Augusta township, som hafði fengið undraverða bót við pað að brúka Pink Pills. Frjettaritarinn ásetti sjer að finna Mr. Sargeant og fór og keyrði á stað heim til hans í Augusta, um sex mílur frá Brockville. Mr. Sargeant var par úti í skóg- inum rjett lijá heimilinu, I óða önnum að láta upp trjedrumba, og pó liann Veitt Hædstu verdl- a heimssyningunn •Da BAKINfi P0WBIR HIÐ BEZT TILBÚNA. Óblönduð vínberja Cream of Tartar Powder. Ekkert álún, ammonia eðd önnur óholl efni. 40 ára reynzlu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.