Lögberg - 25.04.1895, Síða 4
4,
LOGBERG, FIMMTUDAGINN 25. APRÍL 1895.
Jögberg.
Gefíð út að 148 Prinoass Str., Winnipeg Ma
o t The Lögberg Printing Publishing Co'y.
(Incorporated May 27, i89o).
Ritstjóri (Editor);
SIGTR. /ÓNASSON.
BUSIKESS MtNAGSRi B, T. BJORNSON.
AUGLÝSINGAR: Smá-auglýsingar í eitt
skipti 25 cts. fyrir 30 orð eða 1 þuml.
dálkslengdar; 1 doll. um mánuðinn. A stserri
a igiýsingum eða augl. um lengri tíma af-
sláttur eptir samningi.
BÚSTAD A-SKIPTI kaupenda verður að til
kynna thrijlega og geta um fyroerandi bú
stað jafnframt.
UTANÁSKRIPT til AFGREIÐSLUSTOFU
blaðsins er:
THE LÓCBEHC PHINTIHC & PUBLISH- CO.
P. O. Box 388, Winnipeg, Man.
UTANÁSKRIFT til RITSTJÓRANS er:
EOITOR LÖGBERC.
O. BOX 368. WINNIPEG MAN.
FIMStTUD líHK K 25- APRÍL, 1895.—
Samkyæm iaDc.slögum er uppsögn
kaupanda á blaði ógild, nema hann sé
skuldlaus, þegar hann segir upp. — Ef
kaupandi, sem er í skuld við blað-
ið flytr vistferlum, án þess að tilkynna
heimilaskiftin, þá er það fyrir dómstól-
unum álitin sýnileg sönuun fyrir ^rett-
vísum tilgangi.
jy Eptirleiðis verður nverjum þeim sem
•endir oss peninga fyrir blaðið sent viður
kenning fyrir borguninni á brjefaspjaldi,
hvort sem borganirnar hafa tij vor komið
frá Umboðsmönnum vorum eða á annan
hátt. Ef menn fá ekki slíkar viðurkenn-
ingar eptir hæfilega lángan tíma, óskum
vjer, að þeir geri oss aðvart um það.
— Bandaríkjapeninga tekr blaðið
fullu verði (af Bandaríkjamönnum),
og frá íslandi eru íslenzkir pen-
ingaseðlar teknir gildir fullu verði sem
borgun fyrir blaðið. — Sendið borgun í
P. 0. Money órders, eða peninga í Ite
giatered Letter. Sendið oss ekki bankaá
vísanir, sem borgast eiga annarstaðar en
Winnipeg, nema 25cts aukaborgun fylgi
fyrir innköllun.
Aukakosningarnar
til sambandsþingsins, sem fóru fram
18. f>. m. eins og getið er um í Can-
ada frjettum í pessu blaði, voru sýnis-
horn af f>ví, hvernig hinar almennu
sambandspings (Dominion) kosningar
fara. Eins og allir vita, vinnur sá
flokkurinn, sem að völdum situr, vana-
lega aukakosningar, nema þegarhann
er algerlega búinn að tapa trausti og
áliti, pví bæði getur stjórnin beitt
öllu sínu afli við slíkar kosningar, og
mótstöðuflokkurinn gerir sjer ekkert
sjerlegt far um að vinna f>ær, nema
að stjórnin hafi mjög lítinn meiri
hluta í pinginu, svo að hægt væri að
fella hana með pví að vinna auka-
kosningar. En hvað þessar auka-
kosningar snertir, f>á kemurslíkt ekki
til mála, f>ví apturhaldsmenn eru svo
miklu mannfleiri á pessu pingi, að pó
frjálslyndi flokkurinn hefði unnið sig-
ur í öllum fjórum kjördæmunum, pá
gat hann ekki fellt apturhaldsstjórnina
í Ottawa á pessu pingi. Með pví að
nú er komið svo nærri almennum
kosníngum, pá var um að gera fyrir
apturhaldsflokkinn að vinna pessar
aukakosningar til pess, ef unnt væri,
að sannfæra flokk sinn og landið í
heild sinni um pað, að stjórnin hjeldi
enn trausti kjósendanna og gefa
flokksmönnum slnum hug og dug til
að leggja fram alla krapta sína til pess
að styðja stjómina til valda við hinar
í hönd farandi almennu kosningar.
t>ess vegna lagði stjórnin í Ottawa og
apturhaldsflokkurinn fram alla krapta
sína til pess að vinna pessar auka-
kosningar, hafði sínabestu ræðumenn
til pess að mæla með pingmanna-efn-
um sínum og bar allt pað fje í kosn-
ingarnar, sem hægt var; par að auki
eru prjú kjördæmin að heita má al-
fransk-kapólsk kjördæmi, nefnil. Que-
bec West, Antigonish og Vercberes, og
var Manitoba skólamálið gert að aðal
spursmáli í peim við kosningarnar, en
samt urðu pingmannaefni apturhalds-
flokksins undir í peim öllum. Anti-
gonish er kjördæmið sem Sir John
Thompson sálugi, formaður stjórnar-
innar, var pingmaður fyrir, og var
dómsmálaráðgjafi Tupper par með
mikinn her og peninga eins og sand,
en samt fjekk pÍDgmannsefni frjáls-
lynda flokksins, Mr. Mclsaak 104 at-
kvæði fram yfir. í Vercheres vann
pingmannsefni frjálslynda flokksins,
Mr. Geoffrion, með 228 atkvæðamun.
En í Quebec West vann Mr. Dobell,
sem er að vísu óháður, en sem stjórn-
in í Ottawa er mótstæð af pví hann er
fjandmaður verndartollanna, með 7
atkvæðamun. Á móti honum sótti
hinn alræmdi Thos. McGreevy, sem
dæmdur var í fangelsi fyrir nokkrum
árum síðan fyrir svikabrugg í sam-
bandi við opinber verk, en sem sleppt
var út áður en tíminn var úti, enda
ljek orð á pví, að vissir Ottawa ráð-
gjafarnir væru eins sekir og hann, og
að hann hefði orðið að líða fyrir synd-
ir peirra ásamt sínum eigin. Dennan
mann studdi apturhaldsstjórnin og
flokkurinn af alefli til kosninga, og
hefði hann komist að, hefðu aptur-
haldsmenn haft heiðurinn af að koma
fangelsislim á löggjafarping Canada
sambandsins.
í Haldimand vann pingmannsefni
apturhaldsmanna, dr. Montague, með
647 atkvæðamuu, enda hafði frjáls-
lyndi flokkurinn par ekkert ping-
mannsefni, held ir var pað „Patron“,
sem sótti á móti dr. Montague. Dóms-
málaráðgjafi Sifton hjelt ræður í Haldi-
mand kjördæmi, sem er í Ontario
fylkinu, ekki af pví að menn byggj-
ust við að pingmannsefni „Patrona“
ynni kosninguna, heldur til pess að
útskyra skólamál Manitoba fylkis
fyrir kjósendum í Ontario, enda voru
ræður hans prentaðar í öllutn leiðandi
blöðum í Ontario, og er enginn vafi
á, að ræður hans hafa gert málstað
Manitobamanna mikið gagn par
eystra.
Niðurstaða pessara aukakosninga
synir, að fólk er orðið leitt á verndar-
tollinum og allri ráðsmennsku aptur-
haldsstjórnarinnar í Ottawa. Hinar
almennu kosningar munu sýna pað
enn eptirminnilegar.
Leirblaðið klórar í bakkann
Út af pví að vjer höfðum bent á,
að mótstöðumenn Manitobastjórn-
arinnar á pingi hefðu ekki fundið
neitt að pvf, hvernig stjórnin varði
fje fylkisins árið sem leið — en sem
Hkr. hafði gert sig svo gleiða yfir —
er leirgosblaðið að glósa um pað, að
fylkisreikningarnir sjeu vopn, sem
Lögberg ætti sem sjaldnast að hand-
leika, pví pað geti auðveldlega snú-
ist í hendi blaðsins og veitt sumum
aðstandendum pess ópægilega skeinu
o. s. frv.
Mikill er kœrleiki Hkr. til að-
standenda Lögbergs, pegar blaðinu er
orðið svona annt um, að Lögberg
meiði ekki aðstandendur sína!! Menn
kynnu nú að trúa pví betur að petta
væri ekki hræsni hjá Hkr. ef hún væri
ekki sjálf vakin og sofin að reyna að
skaða aðstandendur Lögbergs. En
flestir munu nú vera farnir að hafa
veður af pví, að Hkr. er „of sæt til
pess að vera heilnæm“. Blaðið er allt
af að reyna að tyldra utan á sig sauð-
argærum og hræsnis-dulum kærleika,
maunúðar, mannástar, siðgæðis, fróm-
leika, sannleiksástar, lærdóms o. s.
frv., en gæran og dulurnar eru svo
götóttar, að alstaðar skln I gegnum
pær úlfurinn, hatrið,ódrengskapurinn,
mannhatrið, siðleysið, óráðvendnin,
lygin og gorgeirinn, en máske blaðið
haldi, að aðrir sjái petta ekki,af pví að
pað ekki sjer eða pykist ekki sjá petta
sjálft. Blaðið hefur pá trú, ef til vill,
að „ef vanpekkingin sje sæla, pá sje
heimska að vera vitur“; en heimurinn
er nú svo hlálegur, að hann kallar
petta að lifa I „Paradís heimskingj-
ans“.
I>að sem Hkr. segir um Sifton-
sveitar skjölin er rugl. £>að sem vjer
sögðum um pað, hvað skjölin voru
lengi búin að vera I höndum ping-
mannaáðuren Mr. O’Malley stundi
upp pessari makalausu uppistungu
sinni, var sagt í piugræðu og stóð ó-
mótmælt. En máske Ilkr.-biblían
viti meira um petta en pingmenn.
Eptir sömu reglu ætti pað að vera
1/gi, sem landsstjórinn I Canada sagði
rjett n^lega I, hásætisræðunni, um úr-
skurð leyndarráðsiris á Englandi við-
víkjandi Manitoba skólamálinu, af
pví pað kemur ekki saraan við pað,
sem Hkr. hefur sagt um sama efni.
Vjer fyrir vort leyti leggjum meira
upp úr pví, sem landsstjórar og ráð-
gjafar segja á pingi en pví, sem Hkr.
er að reyna að telja lesendum sínum
trú um til pess að æsa pá upp og af-
vegaleiða pá.
Ritstj. Hkr. er að klóra í bakk-
ann með pað, hvernig hann hafi kom-
ist að brjefinu, sem vjer eigum að
hafa skrifað einhverjum kunningja
vorum, en sem Hkr. birti. Af pví
vjer erum nú vissir um, að vjer ekki
höfum skrifað ritstjóra Hkr. pet.ta
brjef, pá ætlum vjer að hafa pað fyr-
ir satt, að brjefinu hafi verið stolið,
pangað til ritstj. Hkr. gerir fullnægj-
andi grein fyrir pví, hvernig hann
hefur komist ab pvf. Ritstj. Hkr.
verður að fyrirgefa pó vjer tökum
hann ekki gildann sem vitni í sinni
eigin sök. Hinir seku eru ekki vanir
að áfella sjálfa sig. Þegar ritstj. Hkr.
gerir fullnægjandi grein fyrir pví,
hvernig hann komst að brjefinu, skul-
um vjer segja honum hver hin „svl-
virðilegu vopn“ hans eru, ef samvizka
hans ekki getur sagt honum pað.
Ileimskringlu undrin.
Ekki rjenar leirgosið á Nena
stræti. Ópokkalegasti andinn af
pessum sjö, eða hvað peir eru nú
margir, sem Hkr. hefur haft til pess
að ausa saur og brennisteini út yfir
óvini sína, hamaðist svo áður en blað-
ið kom út seinast, að hinum minni
púkum lá við köfnun. Höfuðpaurinn
skipaði honum að vinna pað ópokka-
vark fyrir sig, að kasta saur á alla
Lögbergsmenn, alla lúterska menn,
alla kristna menn og yfir höfuð á alla
heiðvirða menn, úr ópverra leirpolli
sínum, pví að hann var of mikið rag-
menni til að gera pað sjálfur. Þessi
svarti ópokkapúki öskraði eins og
naut, reif upp jörðina með hornunum
og klaufunum, hamaðist svo í leir-
pyttinum, að upp gaus svo mikil og
fúl svæla, að ekki sá handa skil, en
asninn ærðist. Saurinn lenti mest-
allur á fjelaga svarta púkans, og bað
höfuðpaurinn hann pá, með tárin 1
augunum, að hætta að ausa pessum
ópverra, en pá var kominn svo mikill
berserksgangur á svarta púkann, að
engu tauti varð komið á við hann,
svo hinir flúðu. Þá hætti svarti púk-
inn og leit undrandi í kring um sig.
Hann vissi varla hvaðan á sig stóð
veðrið, en pá skreiddist höfuðpaurinn
úr felunum og sagði: „Þú ataðir mig
og mína fjelaga í saurnum“. Svarti
púkinn svarað: „Það voru bara gull-
korn Hkringlu“.
Hkr. sagði fyrir nokkru slðan
(út af pví að vjer bentum á, að Lög-
berg kæmi úteinum degi fyrr, og pví
gæti Hkr. tekið upp frjettir sem
kæmu út I Lögbergi daginn áður) að
Hkr. væri fullprentuð áður en Lög-
berg kæmi ritstjóranum I hendur. Ef
petta var satt, hvernig gat pá Hkr.
prentað kvæði Mr. S. J. Jóhannesson-
ar til Mr. E. Hjörleifssonar, sem kom
út I Hkr. daginn eptir að pað kom út
I Lögbergi?
Bráðafárið á Islandi.
Vjer prentum á öðrum stað 1
blaðinu kafla úr grein, sem birtist I
ísafold, eptir sjera Ó. Ólafsson, um
skaða pann, er bráðafárið hefur gért
á sauðfje manna á íslandi siðastliðið
haust og vetur; ennfremur kafla úr
brjefi af Akranesi (einnig eptir ísa-
fold), sem inniheldur skýrslu um
skaða pann, er pestin gerði I Borgar-
fjarðarsyslu í haust og vetur. Ef
pessi skyrsla úr Borgarfirði (hin eiua
sk^rsla, sem enn hefur birzt, er synir
skaðann í heilli syslu) er lögð til
grundvallar fyrir skaðanum um allt
land, pá lætur nærri að áætlan sjera
Ólafs komi heim og saman við hans.
Þó nú að skaðinn væri eitthvað minni,
pá er hann samt voðalegur, og hlytur
að verða ákaflega mikill hnekkir fyrir
pá bændur, er lifa á landbúnaði. Ept-
ir opinberum sk/rslum um sauðfjár-
eign á íslandi, hefur pest pessi drepið
um sjötta hlutann af öllu fje á
landinu I haust og vetur, — Þó pest-
in hafi verið með langskæðasta móti í
vetur er leið, pá hefur hún opt verið
bændum mjög tilfinnanleg áður í
sumum sýslum landsins, og pað sein-
ast fyrir fjórum árum síðan. Það
mun óliætt að fullyrða, að pest pessi
drepur að meðaltáli 6—10 púsund
fjár á hverju ári á íslandi, eða 2—3
kindur af hverju hundraði á öllu land-
inu, og er pað nóg til pess að ástæðu
hefði verið til pessfyrirpingog stjórn
að gera ráðstafanir til að láta rann-
saka pestina vlsindalega, ef ske mætti,
að ráð fyndist til að fyrirbyggja hana
eða að minnsta kosti að draga úr
henni. Það hefði ekki átt að purfa
pennan fjarska skaða (15—18 kindur
af hverjum 100), til pess að opna
augu manna fyrir pví, að pað ernauð-
synlegt að rannsaka sykina á annau
hátt en áður hefur verið gert, og hepta
hana ef unnt er. Að draga pað nú
lengur, væri ófyrirgefanlegt skeyt-
ingarleysi eða rænuleysi.
Sama sykin (eða að minnsta
kosti samkynja syki) á sjer stað I
Noregi, og viðhafa menn par meðal
annars „bólusetning“ (p. e. setja veik-
ina I heilbrigt fje á sama liátt og bóla
er sett) til pess að fyrirbyggja hana.
Þetta hafa menn verið að reyna sum-
staðar á íslandi eptir fyrirsögn í blöð-
114
á ofurlitlu borði við gluggann og á fortepíanoinu,
sem var í horninu. Loptið inni I stofunni angaði líka af
blóma ilm.
Að fáum augnablikum liðnum opnaðist hurðin
og Clara kom inn i stofuna. Morguninn var bjartur
og glaða sólskin, en birtan I herberginu var deyfð
með gluggaskyli, sem var dregið niður; sólargeisl-
arnir komu inn á milli pver teinanna í gluggaskylinu
í ljómandi ræmum, svo veggirnir og húsbúnaðurinn
var allt röndótt og flekkótt af skínandi sólarbirtunni.
Ein af pessum ljósrákum ljek sjer á höfðinu á henni,
par sem hún stóð og rjetti mjer hendina til að heilsa
mjer, og lysti upp hið gullna hár hennar með pess-
um undarlegu tindrandi geislabrotum, sem jeg hafði
einu sinni áður sjeð í tungrlsljósi.
„Þjer eruð pá kominn“, sagði hún með blíðu,
punglyndislegu brosi.
Eins og nokkuð nema dauðinn eða fangelsi hefði
getað hindrað mig frá að koma!
Hún sagði mjer að hún málaði myndir með
vatnslitum og heklaði til að láta I búðirnar. Hún
settist strax niður og fór að mála, en jeg hjálpaði
lienni með pví að pvo burstana, melja litina og setti
gluggaskýlið í rjettar stellingar eptir pví sem við
átti, pví hún purfti misjafna birtu; á milli pess sem
jeg var að pessu vaktaði jeg fingurna á henni, sem
unnu af kappi. En optast horfði jeg á andlit hennar
til pess að grafa hvern einasta drátt í andlitinu óaf-
máanlega á minni mitt, svo að pogar hún væri ekki
123
orði við Mörtu. Jeg hjelt I pessi heimulegheit mín
með eigingirnislegri staðfestu, eins og petta væri of
dyrmætt til pess að láta nokkurn annan hafa nokkra
hlutdeild I pvi. Hún undraði sig yfir hvar jeg væri,
pegar jeg var hjá Clöru, pví jeg gerði enga grein
fyrir pví, og jeg fann pað á henni, að henni pótti
við mig að jeg ekki trúði "henni fyrir pví. Hún
hafði opt orð á pví, hvað jeg væri breyttur í útliti.
„Jeg segi pað satt“, sagði hún opt, „að jeg hef
aldrei vitað neinn breytast eins I útliti til batnaðar
og pjcr hafið geit, Master Silas! Þjer eruð beinllnis
orðinn fallegur í seinni tíð“.
Þetta hól ljet mjög vel í eyrum mínum. „Skyldi
lienni (Clöru) ekki geðjast vel að pessari breytingu?11
hugsaði jeg með sjálfum mjer.
Samt sem áður var jeg ekki iðjulaus á pessu
tímabili. Mr. Montgomery færði mjer meira að af-
skrifa, og til pess að ferðir mínar til að heimsækja
Clöru ekki skyldi tefja fyrir verki mínu, pá sat jeg
opt við skriptirnar alla nóttina. Kostnaður minn
var mjög lítill, svo að petta litla, sem jeg vann mjer
inn, dugði til að borga hann. Hvað meira purfti jeg
með? Jegvarmeiren sæll, pví jeg lifði I veröld
hugsjónarinnar.
Kapítulinn er á enda, og liinn dökka skugga
komandi viðburða ber nú pegar skjótt fyrir sólskin-
ið I honum.
118
fyrsti dagurinn, aem jeg hafði verið hjá henni —-
liann kom svo fljótt á eptir ángistar tlmanum og
hinum svörtu sjálfsmorðs hugsunum.
Urn stund verð jeg að fara á undan viðburðun-
um og dvelja um hríð við pessar björtu og fögru
endurminningar, og ætla jeg að helga peim pað,sem
ej>tir er af pessum kapítula.
Þessi dagur var fyrirrennari margra svipaðra
daga, og áður en langt um loið, sá jeg að hún beið
eptir mjer með eptirvæntingu og að návist mln virt-
ist vera henni nauðsynleg. Hún beið eptir mjer til
pess að jeg gæti rjett henni málaraáhöldin, malið
litina fyrir hana, tínt úr bandhespurnar handa henni,
og setið við fætur hennar og lesið í einhverri
skemmtilegri bók fyrir hana; í rökkrinu sat liún við
forteplanóið og ljek undarleg, töfrandi en angurblíð
lög. Sönglist var nyjung fyrir mig; pví allt sem
jeg pekkti til hennar, var hið hjáróma spangól í
Litlu Betlehem. Hvíllkan heim opnaði sönglistin
ekki fyrir mjer! Hún pyddi fyrir mjer allar pessar
óákveðnu, gerfislausu hugmyndir,sem málið og varla
hugurinn getur náð um leið og pær birtast og hverfa
í huga manns; hún puldi mjer sögur um ást, harm og
dauða; um sætan frið, heilaga trú og fullkomna sælu,
sera engin tunga fær útmálað. Hún bar sál mlna
langt, langt inn I land draumanna, sem hefur ekkert
sameiginlegt við pessa veröld. Stundum gat jeg
óskað mjer að deyja við pessar sætu raddir, friðandi
lieila minn og flytjandi mig inn í hcim andanna.