Lögberg - 13.02.1896, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.02.1896, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 13. FEBRÚAR 1896, LÖGBERG. Gcííð át að 148 Princess St., Winnipeg, Man.. af Thr Lögberg Print’g & Publising Co’y. (Incorporated Way 27, 1890), Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson. Business Manager: B, T. Björnson. \uKly%iiurn r : Smá-aaglýsingar í eitt skipti 25c. yrir 30 ord eda 1 þml. dálkalengdar, 75 cts um mán- ndinn. A stærri auglýsingnm, eða nuglýsingum nm lengri tíma, afsláttnr eptir samningi. Ilústadn-fikipti kanpei.da verdur ad tilkynna skriflega og geta uin fyrverand* bústad jafnframt. Utanáskript til afgreidslustofu bladsins er: Thc Lögberg l'rintin^ A Publisth. Co. P. O.Box 368, > •+ Wihnipeg, Man. Utanáskript til rkstjórans er: I'.ditor Lögberg, P. O. Box 368, Winuipeg, Man. —- Sarokvæmt landslAgum er upps^gn kaupenda á bladi ógild, nema hannsje skaldlaus. þegar hann seir- ir npp.—Ef kanpandi, sem er í skuld vid bladid flytur vistferlum, án þesa ad tilkynna heimilaskiptin, þá er þad fyrir dómstólunum álitin sýnileg a^nnum fyrir prettvísum tilgangi. — fimmtudaoinn 13. febk. 1896.— Skólarnir í Manitoba og Norðvestnrlamlimi. Mr. E. E. Sheppard í Toronto, einn af apturhaldsritst.jórucum par eystra, sem eru að leggja niður fyrir brjóstið á liherala flokknum hvernig hann eigi að fara með hóp þann af ónvtjungum, sem um þessar mundir þykjast vera stjórnendur Canada þar austur í Ottawa, hefur snúið ritstjóravopnum sínum á móti aðferð sambandsstjórnarinnar viðvikj- andi því, að hún hafi komið Mr. Mac- intosh tií að neita, að skrifa undir lögin, sem nýlega voru samþykkt þar norðvesturfrá, nm skólana í Norðvest- urlaudinu. Meðal annars segir Mr. Sheppard það sem fyígir: „Enginn heldur því fram, að skóla-reglugerðin, sem þingið í Norð- vesturlandinu hefur nýlega sam- þvkkt, sje á móti'>grundvallarlögun- um. Það, að lögin hafa ekki verið undirskrifuð, virðist injer sönnum fyrir því, að prestavaldið kaþólska haíi náð ytirráðum í Ottawa. í>að er ef til vill bezt, að láta skólamála-vandræðin í Manitoba og Norðvesturlandinu verða samferða. Hinn sami prestlegi erki-fjandi er potturinn og pannan að því,' að reyna að eyðileggja þjóðskólana í báðum þessum strjálbyggðu sljettu hjeruð- um vorutn. Blaðið „Star“ flytur frjettir um þetta mál, eins og það væri mjög mikilsvarðandi telegraf frjettir þaðan að vestan, frá Edmonton og Calgary, um það, að Langevin erkibiskup hafi snúið vopnum sínum á móti Norð- vesturlandinu þegar hann áleit, að hann hefði unmð stórkostlegan sigur t Manitoba. bað lítur út fyrir, að það taki blöðin í Canada langan’tíma að skilja það, að Manitoba sje ekki hið eina hjerað þar vestur frá, sem fran.-itiðarvonir vorar byggjast á, og að Manitoba sje ekki hin eina vagga, sem uppfræðsluleg vanaræði eru að dafna í. Deir blaðamenn í Canada, sem nokkuð bugsa, ættu að geta staðið sig við að hugsa dálítið um það, í hvað undarlegt ástaud skólareglugerð Norðvesturlandsins er komin. E>að væri líka mjög fróðlegt að vita, hvort þetta atferli viðvíkjandi skólunum í Norðvesturlandinn er partur af kúg- unarsamningi þeim sem gcrir ráð fyrir, að fá rómversk-kaþólsku kúkj- unni í bendureinkarjettindi sem þýða það, að hún skuli verða einvöld í upp- frœðslumálum landsins11. Það er gleðilegt, að það er þó einn ápturhalds-blaðamaður í landinu sem skilur teikn tímanna, og þorir að segja álit sitt afdráttarlaust um það, hvert þetta fargan stjórnarinnar S Ottawa stefnir. Blaðið „The Toronto World;‘ (conservetive)talar um Manitoba skóla- málið Dýlega á þessa leið: „Er það af- sakanlegt af minnihlutannm í Mani- toba, að setja í gsng svo mikinn óró- leikí landinu, til þess að ná aptur sín- um sjorstökn skólum að leitt geti til borgara stríðs? Manitoba minnihlutinii og þeir sem honum fylgja að málum ættu að gera greinarmun á því sem ríkið getur gert og hvað það ætti að gera. Canada getur ekki þröngvað tví- skiptum skólum upp á neitt fylki, að þvl þver-nauðugu. Prótestantar í Ontario lypta ald- rei sínum mrnnsta fingri til þess að neyða tvískiptu skólunum upp á Manitoba t>eir kaþólsku i Ontario geta ekki með bareflum þvingað Manitoba til hlýðni. Engum þviugunarlögum, sem sambandsþingið kann að búa til, verður hægt að beita í Ma.iitoba. Verði það reynt, þá leiðir af því upphlaup og ef til vill borgara stríð. t>á hverfur skólamálið alveg fyrir yfir gnæfandi þjóðernis- og trúarbragða æsingum. Sambandsstjórnin verður að líta á þetta allt eins og það er. Nú er tími til þess að taka það til greina og hugleiða það; hugleiða hvort sje meiri hætta að neita þeim kaþólsku um sjerstöku skólana ellegar að búa til lög sem getaleitttil borgara stríðs. Satnbandsstjórnin og Manitoba minnihlutinn ættu að minnast þess, að algerðu rjettlæti verður ei ætíð full- nægt í heimi þessum. Jafnvel laga legur rjettur verður opt að víkja vegna krÍDgumstæðanna, jafnvel fyrir dómstólum verður eigi ætíð rjettlæt- inu fullnægt. Vjer vitum að líður þessa landi vorkennir þeim kaþólsku og viðurkennir að þeir hafi vissum hlunnindum á bak að sjá, en fullvissir erum vjer samt um,að þjóðin vill ekki vinna svo mikið til þess að veiti þeim þau hlunninji aptur, að stofna með því til þjóðernis striðs og borgara upphlaups, því eigi að fullnægja kröfum þeirra kaþólsku liggur ekki annað fyrir. Danskir og: )>ýzkir innflytj endur á Isiandi. h'yrir nokkrum dögum var getið um það í dagblaðinu „Nor’Wester” hjer í bænum, að síðastl. sumar hefðu verið fluttir froskar til íslands til að eyða mývargnum þar, og að í ráði væri, að flytja þangað höggorma síðar. Flestir ísl. sem lásu þetta í „Nor’- Wester*- álitu, að þetta væri ein þessi algenga ,,tröllasaga“, sem hjerlend blöð opt flytja um ísland. En um sömu mundir barst oss í bendur ferða- saga dr. Ehlers, sem ferðaðist um ís- land í annað sinn í sumar er leið til að rannsaka hold-iveikina þar og sem er, ásamt fleiri manuvinum, að berjast fyrir, að safna fje í Evrópu til að koma á fót holdsveikra spítala á ís- landi. Þessi ferðasaga dr. Ehlers var fyrst prentuð í „Berlingske Tidende“ í Khöfn, en síðan hafa útgefendur blaðsins sjerprentað hana, og er það bæklÍDgur í 16 blaða broti, 128 b!s. að stærð. í þessari ferðasögu sinni getur dr. Ehlers þess, að hann og þýzkur læknir, sem var í förinni með honum, (isamt tveimur öðrum lækn- um, enskum og frönskum) liafi lagt af stað heiman að með 140 froska til að sleppa lausum á íslandi. Dr. Ehlers fór með 40 danska froska, sem veiddir höfðu verið íneð mikilli fyrirhöfn í Charlottenlund, sá en þýzki lagði af stað með 100 stóra og sterka Berlín- ar froska frá Köpenick. Þýzku frosk- arnir þoldu vel sjóferðina og komust allir lifandi til íslands, en vesalings dönsku froskarnir dóu allir á skipinu fyrstu nóttina — ekki úr vesöld eins og Jón Ólafsson forðum um sagði Be- hring, sjógarpinn sem Behringssund er nefnt eptir — heldur úr óyndi (hjemvee) eptir því sem stýritnaður- inn á danska gufuskipinu „Botlinia“ sagði. Aformið var, að sleppa frosk- unum í Þingvalla-vatnið, en af því leið þeirra fjelaga lá ekki þar fram hjá, þá slepptu þair þeim,102 að tölu, í mýrina hjá laugunum ska.mmt frá Reykjavík. Dr. Ehlers segir, að þessir „landnáms-.froskar“ hafi hlaupið burtu kátir og fjörugir. Eptir því sem dr. Ehlers segir, þá var það enski læknir- inn sem kom upp með að flytja froska til íslands til að eyða mývargnum þar. - Hann befur auðsjáanlega ferð- ast um ísland áður, og þótt mý- bitið vo nt. Eptir þvl sem fjöidinn af íslend- ingum bjer talar skyldi maður ætla, að fánm þairra væri kunnugt um, að eins vont mýbit er til á íslandi og verst er líjer á landi, en þetta er engu sfður svo, td. við Mývatn, Svínavatn, Arnarvatn, Þingvallavatn og í grend- inni. En það er eptir að vita, hvort froskarnir lifa og hvort þeir eyða mývargnum. Fylkisþingið, Fylkisþingið var sett á fimmtu- daginn var með vanalegu m serimoní- um. Áhorfendur voru með langflesta móti, sem mun bæði hafa komið til af því, að þetta er nýtt þing og því margir nýir þingmenn og í annan stað af því, að þar gafst mönnum færi á að sjá liinn nýja fylkisstjóra Patterson. Hásætisræðan (Speech from the Throne) var á þessa leið: „Herra foiseti og heiðruðu þing- menn. Með mestu ánægju býð jeg yður velkomna hingað til þess að inna af hendi skyldustörf yðar á þess- um fyrsta fundi hins níunda Mani- tobaþings. Uppskeran síðasta haust var hin ríkulegasta sem átt hefur sjer stað í sögu þessa fylkis sfðan það byggðist, og bætir það að vonum mikið úr þeirri peningalegu þröng, sem því miður hefur átt sjer stað á síðustu tveimur árum. En aptur hef- ur gagnið af hinum mikla jarðargróða að nokkru leyti eyðilagzt með því, að verl á jarðargróða hefur verið óvanalega lágt. I>essi prís á upp- skerunni, samanborinu við kostnaðinn, minnir á þann alþekkta sannleika, að flutningsgjald á kornmat er yfir- drifið, og yrði því öllum rfiðstöfunum til að bæta úr þvf tekið með fögnuði. Eins og yður er kunnugt, var álitið rjett að leysa uj)p þingið fyr en þurft hefðl eptir venjunni, til þess að gefa fólki þessa fylkis tækifæri til að láta meiningu sÍDa í ljósi um slefnu stjórnar minnar viðvíkjandi tilraunum minni hlutans í fylkinu til að fá aptur sín fyrri hlunnindi í menntamálum. KosnÍDgaúrslitin taka af öll tvfmæli um það, að stefna stjórnarinnar hefur verið í samræmi við vilja mikils meiri- bluta af fylkisbúum. Eptirrit af svari stjórnar minnar, setn ber með sjer álit og stefnu henn- ar í málinu, verður lagt fyrir yður bráðlega. Fylkisreikningarnir fyrir árið 1895 verða lagðir fyrir yður fljótlega, og áður en langt liður verður lögö fyrir yður áætlan fyrir yfrrstandandi ár, fyrir yður að íhuga . Þjer mun- uð sjá á þeirri áætlun, að húu er búin til með sjerstöku tilliti til þess að viðhafa alla sparsemi, og að þar er ekki farið fram á penÍDga framlög tij neins annars en þess, sem nauðsynlegt er til opinberra starfa. í>egar þjer athugið þcssa áætlan í sambandi við þekkingu yðar á þörf- um fylkisins og vaxandi starfa og ábyrgð stjórnarinnar, þá munuð þjer glfggt sjá, að inntektir fylkisins eru ónógar til þess að mæta þörfum þess. Ómögulegleikinn að gegna öllum opinberum þörfum fylk- isins með þeim litlu tekjum sem fylk- ið hefur, er atriði sem útheimtir yðar alvarlega athugun. Þjer verðið meðal annars beðnir að hugleiða lög um sölu á vörum, breytingu á lögunum um sölu áfengra drykkja, lög viðvíkjandi lffsábyrgðar umboðsmönnum og breytingu á Queens Bench lögunum Frá 1895. Utanríkismál Englands hafa upp á síðkastið virzt vera nokkuð ískyggi- leg. Fólk þessa fylkis tekur undir með allri þjóð þessa lands I því, að trýggð sína og einlæga þegnholl- ustu föðnrlandinu. Mig tekur það mjög sárt að verða að benda á þá miklu sorg og niót- læti, sem hennar hátign drottnÍDgin og konunglega fjölskyldan hefur orð- ið fyrir með fráfalli prins Henry’s af Battenberg, sem er nýlátinu. öll enska þjóðin samhryggist hennar h&- t’gn og hennar konunglegu hátign prinsessu Beatrice í þeirri sorg. Jeg fæ yður nú í hendur yðar vandasama skyldustarf i fullu traus ti þess, að þjer leysið það svo af hendi, sem fyrir beztu verður fólki þessa fylkis. “ Hlrðis brjef Síðan kosningarnar fóru fram í Cape Breton, sem sagt var frá í síð- asta Lögbergi, hefur verið allmikið talað um afskipti kaþólsku kirkjunn- ar af þeim kosningum. Prestum þeirrar kirkju var auðvitað mjög annt um, að Sir- Charles Tupper næði kosningu, sem þeim verður varla láð, af því hann lofaði að fylgja premier Bovvell í því, að koma í gegn þvÍDg- unarlögunum gagnvart Manitoba, en afskipti prestanna af kosningunum hafa þótt keyra fram úr hófi. Mest er þó talað um kirkjulegt hirðisbrjef sem kaþólskur biskup er Cameron heitir, sendi kaþóiskum mönnum I kjördæininu. Brjefið er á þessa leið: „Miklum rangindum hefur um síðastliðin fimm ár verið beitt við ka- þólska tnenn í Manitoba, rargindum, 276 rekkju báru þær sig saman um þetta atriði. Ef ekki hefði verið privat setustofan í San Francisco og svefnvagninn á járnbrautinni, þá álitu þær að upp- hæðin, sero Horn kapteinn var svo drenglundaður að láta hana fá, hefði verið um $100, en þegar bitt var tekið með f reikninginn álitu þær, að upphæðin befði hlotið að vera nærri $200. Ilvað Mrs. ClifE snerti, þá sá hún eptir að hún hefði sagt eins mikið og hún hafði sagt, og að hún hefði ekki þagað um feira en turninn í hellrunum. Henui var illa við ósannsögli og að leyna nokkru, en úr því hún varð að leyna nokkru, þá hefði hún átt að leyna fleiru. Þegar sá tími kæmi, að hún fengi leyfi til að segja frá happi því, sem hún varð fyrir, þó hún aldrei fengi meira fje, en hún var búin að fá, þá hugsaði hún sjer að segja frá öllu saman, og einnig ásetti hún sjer, að skora á viui sfna og nábúa að sýna, að húu hefði sagt nokkurt ósatt orð í þessu efni. Ánægjan yfir, að vera aptur komiu í hús sitt, rak á flótta allar aðrar tilfianingar hji Mrs. Cliff fyrsta daginn, og hún varaði sig á, að gefa ekki til- efni til, að lagðar yrðu fyrir hana fleir i spurningar, °g par eð þær spurningar, sem hún var spurð, urðu færri og virtast ekki hafa neitt sjerstakt augnarnið, þá fór eptirsjón hennar, að hafa ekki þagað yfir fleiru, að rjena. En hvað sem hún var að gera, hvert sem hún fór og hvað sem hún horíði á, þá var saint eins og hún bæri mylnust«in. Hann liangdi ekki um háls henni, heldur var hann í vasa hennar. 285 1 húsi yðar, væru rúm-ábreiður. Satt að segja sagði hún okkur, að ábreiðurnar, sem þjer hefðuð, væru hinar sömu og þjer keyptuð þegar þjer giptuð yður; að sumar þeirra hefðu verið nærri útslitnar, og að þjer hefðuð gefið þær hinum fátækari nábúum yðar; og að yður vanhagaði riú um ábreiður, og að þar eð veturinn er nú að nálgast, þá áliti hún, að þjer liefð- uð ekki nógar ábreiður á rúminu yðar. Hún gekk jafnvel svo-langt að segja, að ábreiðurnar á rúminu hennar væru mjög þunnar og að hún væri hræddum, að þær væru ekki nógu hlýjar fyrir veturinn. Þess vegna höfum við nokkur komið okkur saman um, að við skyldum láta yður vináttu okkar og hluttekningu í ljósi með því, að gefa yður tvær hlýjar og góðar ábreiður á rúmið yðar; þá getið þjer látið Willy Croup hafa gömlu ábreiðurnar yðar, svo ykkur verði báðum notalegt í rúminu f vetur. Yitaskuld eru ábreiðurnar ekki af dýrustu tegund, því margt annað kallar að okkur — til dæmis vesalings gamla Mrs. Bradley — svo við máttum ekki eyða miklum peningum í þetta, en við höfum keypt tvær góðar ábreiður handa yður, sem bæði eru hlýjar og gagn- legar, og við vonum að þjer þykkist ekki við okkur og trúutn ekki að þjer gerið það, því þjer vitið hverjar hvatir okkareru, og al)t, sem vjer óskum eptir, er, að þegar yður er hlýtt og notalegt undir þessari litlu gjöf okkar, að þjer þá minnist okkar endrum og sinnum. Ábreiðurnar eru frammi f 280 ið og grjet. Edna sagði Mrs. ClifE í stuttu máli frá öllum æfintýrum Horns kapteins, og að hann ætlaði að leggja bráðlega af stað aptur til að sækja það, sem eptir var af gullinu. „Þvílikt og annað eins“, sagði Mrs. QlifE grát- andi við sjálfa sig, eptir að hún hafði vandlega læst herbergi sínu; jeg gæti með þessum peningum og því, sem jeg á eptir að fá, sjálfsagt keypt upp bank- ann, en svo get jeg ekki annað en setið hjer til að reyna að hugsa upp einhvern stað til að geyma þonnan liáskalega pappírsmiða á“. Ávfsanin var frá banka í San Francjsco upp á banka í Boston, og Edna stakk upp á því í brjefi sfnu, að Mrs. Cliff byrjaði reikning við einhvern banka í Boston; en veslings konan vissi, að það dygði ekki. Fólk í Plainton mundi fljótt komast að því, ef hún hefði banka reikning í Boston, og hvaða gagn var þess utan að þvf, að hafa banka- reikning nokkursstaðar, ef hún mátti ekki gefa ávís- anir á bankann? Edna hafði ekki gleymt að endur- taka það, hve nauðsynlegt væri, að láta engan mann fá vitneskju um gullfundinD, og hvert orð, sein hún sagði í þessa átt, jók vandræði Mrs, Cliff. „Ef tíminn, sem jeg verð að þegja yfir þessu, að eins væri ákveðinn. t. d. einn mánuður, þrfr mán- uðir, eða jafnvel sex mánuðir“, sagði veslings konan við sjálfa sig, „þá gæti jeg þolað þetta. Það yrði náttúrlega erfitt að komast af án allra hinna mörgu blúta, sem jeg þarfnast, og sárt að pora ekki að encj«

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.