Lögberg - 26.03.1896, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. MARZ 1896.
6
Smjörverkstæði'ð á Gimli.
Svo er nú langt kominn áfram til
verklegva framkvæmda áhugi Víðir-
nesbvggðarbúa, að nú á að stoínsetja
smjörgerðarverkstæði að Gimli, og
væri slíkt lofsvert, ef f>að væri stofnað
til hagsmuna fyrir byggðarlagið eða
sveitina í heild — ef j>að væri stofnað
i f>eim tilgangi, að útvega fullnægj-
andi markað fyrir smjör bænda og
sjáanlegt væri, að slíkt fyrirtæki gæti
borgað sig.
Stofnendur f>essa fyrirtækis eru
Messrs J. P. Sólmundsson og Sveinn
Thorvaldsson. Hinn fyrnefndi hjelt
fund að Gimli f>. 3. f>. m. til að ræða
um f>etta áformaða fyrirtæki f>eirra
fjelaga. Hvað var rætt á f>eim fundi
er mjer lítt kunnngt um, f>ví jeg var
ekki á fundinum, en fyrir augu mín
hefur borið nokkurskonar bænarskrá,
sem Mr. Sólmundsson hefur samið og
fengið 22 kjósendur til að undirrita,
og í viðbót 3 konur. Fyrri partur
bænarskrárinnar er aðallega stílaður
til sveitarnefndarinnar. Hún beðin:
„að gera pað, sem henni kynni að
finnast standa I sínn valdi til f>ess, að
innan skamms verði stofnsett á Gimli
smjörgerðarverkstæði, sem veiti mót-
töku peim mjólkurbyrgðum, er fram
kynnu að verða lagðar í 1. kjördeild
sveitarinnar“.
t>eir, sem leggja inn mjólk, eiga
að fá helming útsöluverðs fyrir hvert
pund smjörs. Segjum, samkvæmt
staðhæfing Mr. Sólmundssonar, að
þetta Jóa-smjör gangi á markaðinum
á 16 cts. pundið, þá eiga bændur að
fá 8 cts. fyrir pundið !! En hvenær
þetta 8 c. verð eigi að greiðast, er
ekki nefnt á nafn í þesssri skrá. En
aptur er það tekið fram, að hver bú-
andi, sem lofar að senda mjólk sína
til verkstæðisins, skuli leggja fram
hálfsmánaðarmjólk sína sem innstœðu-
fje fyrir J>ví, að hann haldi trúlega
loforð sitt, að leggja fram eins mikla
mjólk og hann hefur lofað.
T. d.: einn maður (Albert Dið-
riksson) hefur lofað mestri mjólk, 8
gallons á dag; nú verður hann að
leggja inn á verkstæðið hálfsmánaðar
mjólk sína, sem gerir 112 gallons eða
um 50 pund af smjöri, sem innstæðu-
fje til þess, að hann sje skuldbundinn
til að leggja fram þá mjólk, sem
hann liefur lofað, hvað svo sem líður
borguninni á 8 c. smjörverðinu. t>ótt
honum sje ekki borgað eitt einasta
cent fyrir smjörið yfir þann tíma, sem
verkstæðið er í gangi, þá verður hann
samt að halda áfram að leggja inn
mjólk sína eða að tapa þessu inn-
stæðufje, án þess að haun hafi nokkra
tryggingu fyrir því, að stofnunin
borgi honum fyrir hið innlagða 3mjö>\
Dessi ofannefnda skrá var lögð
fyrir sveitarnefndarfundinn, sem hald-
inn var að Geysir P. O. þ. 5. þ. m.
A þeim fundi var oddviti Mr. Jó
hannes Magnússon ekki viðstaddur, en
allir meðráðendurnir á fundi. Jón
Stefánsson (eiðlausi) kjörinn forseti.
Mikið og markveit hefur víst verið
gert á þeim fundi, og mikið fraro-
kvæmdarspor þykjast víst hinir spar
sömu postular hafa stigið þá, en að
þetta kærulausa framfaraspor (!) þeirra
geti orðið sveitinni í heild sinni til
mikils fjártjóns,hafa þeir 1 klega ekki
athugað þá—eða ekki viljað sjá það
—eða í þriðja lagi ekki kært sig um
að sjá það.
Mr. Sólmundsson hefur staðhæft
við mig, að það sje einungis $150.00
sem sveitin ætti að lána til smjör
verkstæðisins; það sje ekki yjöf\ sama
hvað Jón (eiðlausi) segja. En nú
ætla jeg að fletta upp þeirra eigin
fundargerð Og sjá, hvort ber saman.
Fyrst verður þá fyrir mjer svolátandi
fundaráiyktun:
„Ályktað, aÖ sveitin veiti $150,00
til að stof nsetja smjörgerðar verk-
stœði að Gimli.
Samþykkt mcð 2 atkv. mðti l'K
Hjer ályktar ráðið að veita
$150.00 til þessa fyrirtækis, ekki sem
lán, heldur skilyrðalaust. Vitaskuld
sem gjöf.
Svo kemur nú smiðshöggið, sem
hinir sparsömu hafa rekið af alefli á
þetta meistaraverk sitt með annari
fundarsamþykkt, og hljóðar svo sam-
kvæmt frumritinu :
„We, the undersigned councillors
of the Municipality of Gimli,hereby
authorize Mr. Jóhann Pjetur Sól-
mundsson on behalf of the said
Municipality to buy an outfit for
conducting a creamery at the vil-
lage of Gimli, to the maximum
value of $300 (Three Hundred
Dollars), the half of said amount to
be paid down when the creamery
should be in satisfactory working
condition, and the balance to be
paid in monthly instalements“.
Skjal þetta er undirritað af
Pjetri Bjarnasyni, Jóhanni Straum-
fjörð og Jóni Stefánssyni. Á íslenzku
yrði það svona :
„Vjer undirritaðir, meðráðamenn
fynr Gimlisveit, fullmöktum hjor
með hr. Jóhann Pjetur Sólmunds-
son,fyrir hönd ofannefndrar sveitar,
að kaupa áhöld til að koma á fót
smjörgerðarverkstæði I þorpinu
Gimli, sem ekki fari yfir $300 (þrjú
hundruð dollara); helmingurinn af
nefndri upphæð skal borgast þegar
smjörgerðarverkstæðið er komið í
viðunanlegt vinnuástand, og af-
gangurinn borgist með máuaðar
afborgunum“.
Hjer gefur nefndin Mr. Sól-
mnndsson fullnaakt til að kaupa verk-
færi fyrir $300, uppá ábyrgð sveitar-
innar, samkvæmt ofanrituðu, hvort
maður á að kalla það samning eða
ekki. Ekki er hjer minnst á, hvort
þessi upphæð skuli endurborgast
sveitinni aptar eða ekki, og engin
ábyrgð tilteain. Enginn stafur fyrir
því. Jeg ætla að gizka á, að sú skyn-
semdarglóra hafi vakað hjá þessum
þjóðhollu fulltrúum, að verkfærin
yrðu þó undir öllum kringumstæðum
eign sveitarinnar, þótt stofnunin færi
á höfuðíð. Eu þar hefur þeim nú
missyust, því þögar forgöngumenn
fyrirtækisins geta s/nt, að þeir hafi
lagt vissa upphæð í fyrirtækið, þá
geta þeir gengið eptir láni hjá fylkis-
stjórninni, sem svari þeirri upphæð;
en í þe su sambandi er vert að at-
huga, að hjer eru það ekki stofnend
ur fyrirtækisins, heldur Gimli sveit,
sem leggur þessum þurfamönnum til
fyrstu peninga til að st jfna þessa at-
vinnugrein fyrir þá, og eiga því
ekkert í hættu, en sveitin allt; því þó,
fylkið láni peninga, þá sjer það sjer
borgið með því, að taka fyrsta veð-
rjett í stofnunaráhöldunum, svo ef
fyrirtækið borgar sig ekki, þá tekur
fylkið áhöldin, nema ef Gimlisveit
væri þá svo efnum búin, að hún áliti
það gróða að kaupa áhöldin eptir að
fyrirtækið hefði mislukkast, en slíkt
mundu ekki aðrir meta gróðabragð en
Pjetur Bjarnason, Jóhann Straum-
fjörð og Jón Stefánsson ábyrgðarlausi
(eiðlausi).
Samkvæmt ályktunum sveitar-
ráðsins ætlar það að leggja til þessar-
ar stofnunar $450.00. Gerum nú ráð
fyrir, að stofnendur fyrirtækisins
mundu leita láns Ijá fylkinu til jafns
við fjárveitingu sveitarinnar, og svo
gæti stofnunin ekki borgað fylkinu
lánið eptir 6 ár, sem þá yrði orðið
með rentum og renturentum $638 85,
svo öll fjáruppbæðin yrði orðin
$1,088,35; þar við legðist rentur af
sveitar fjárveitingunni, sem yrði orðn-
ar í 6 ár um $159,00. Alls $1,238.-
35.
t>að er hvortveggja, að meðráða-
maðurinn í deild nr. 3 er mikið að
guma af sparnaði síuu m á sveitarfje
enda er þetta sparnaður !!!
Að endingu vil jeg beina máli
mlnu til allra hlataðeigandi sveitar-
búa og óska eptir, að þeir athngi
þetta atriði sem bezt og skoði grand-
gæfilega hina fjá hagslegu hlið þess,
og í sameiningu lfti eptir, að fulltrú-
ar sveitarinnar leggi ekki svo þunga
skuldabyrði á herðar þeim, að þeim
geti orðið um megn að rísa undir.
Gitnli, 12. marz ’9t>.
G. M. Tiiomsox.
Mr. Jas.
ótrnlegl,
E. Nieholson, orenceville, N,
Biíúiö .jsrstrlár við
KRA8BA IVORINNI,
OG EÆKNAST AF
< SARSft
O PARILLA
AYER’S______________________
Mr. Nicholson segir: Jegfórtil iækna
o'g fjekk meðöl frá þeim, en að árang-
urslausu; krabbinn fót að
Jeta sig iiin i lioldid
og útbreiðast upp í vangann, og leið
jeg því í sjö kvalafull ár. Loks fór
jeg að brúka Ayei’s Sarsaparilla, og
eptir svo sem tvær vikur fann jeg
Talsverdan bata
Jeg fjekk nýtt hugrekki með þessu og
hjelt bví á’rmn, og þegar mánuður var
liðinn var sárið undir hökunni farið
að gróa. Eptir þrjá mánuði fór vöiin
emnig að gróa. og þegar jeg hafði
brúkað þessa Sarsaparilla í seY mánuði
voru hin síðustumerki krabbans farin.
Aycp’siísxSarsaparilla
A Hei.n?3yningunni.
A YfEIi'S PILL UR bœta hœgðirnar
HOUGH & CAMPBELL.
Málafærslumenn o. s. frv.
Skrifstofur: Mclutyre Block, Main Sj
Winnipeg, Man.
Peningar til láns
gegn veði í yrktum löudutn.
Rymilegir skilmálar.
Farið til
Tije London & Carjadiarj Loan &
Agency Co., Ltd.
195 LöMBARD St., WlNXII’KG.
eða
S. < lirislo|>hei-M>ii.
VirSingamaður,
Grund & Baldur.
Northern
PACIFIC
FRANK SCHULTZ,
Financial and Real Estate Agent.
Commissioner iij B. R.
Cefur ut giptinga-leyfisbrjef.
Er innheimtumadnr fyrir
THE TRUST AND LOAN COMPANY
OF CANADA,
5RLDUR.................ITIHN-
Hlobe Hotel,
146 Princkss St. Winnipkg.
Gistihús þetta er útbúið með öllum nýjasta
útbúnaði. Ágætt fæði, frí baðherbergi og
vínföng og vindlar af beztu tugund. Lýst
upp meðgas ljósum og rafmagns-klukk-
ur í öllnm herbergjum.
Ilerbergi og fæði $1,00 á dag. Einstakar
máltíðir eða harbergi ytir nóttina 25 ots
T. DADE,
Eigandi.
með
Jarrjbraut, Vatnaleid og Hafsl^ipurrj
seldir til
AUSTUR CANADA,
BRITISH COLUMBIA.
BANDARÍKJANNA,
BRETLANDS,
FRAKKLANDS,
DÝZKALANDS,
ÍTALÍU,
IDLVVJL
KÍNA,
JAPAN,
AFRÍKU,
ÁSTRALÍU.
Lestir á hverjum degi. Agætur út-
búnaður
Frekari upplýsingar, og til ss að fá
farbrjef. snúi menu sjer til
SKltl KSTOFUN NAH
að 486 Main St., Winnipeg.
eða á vagnstöðvnnum,
eða skrifið til
H. Swiníord,
Gen. Agent, Winnij eg
„SOLID GOLD FILLED'’ UR FYRIR $7-50-
Viltu kjörkaup? Viltu fá það bezta úr, sem nokkurntíma hef-
nr feugist fyr r þetta verð? Veitu ekki hræddur að segja já !
Send í þessa auglýsing og utanáskript, þina og taktu fram hvert
þú vilt heldur
Karlmanns eða Kvennmanns Ur,
g hvort b ii á að vera „Opeu“ eða „Hunting Case“ og við
kulu'n send i þjer betra úr eu áður hefur fengist fyrir þetta
verð. ÚRIÐ Elt 14 KARAT ,GOLG FiLLED’ með ,NICKLE
AMERICAN MOVEMENT’, og er ábyrgst fyrir 20 ár. Það
lítnr eius vel út og $50 úr, og gengur rjett. Þú getur skoðað
það á Express Office-inu, og ef þjer líkar það, borgarðu agent-
uum $7.5o og fiutningsgjaldið.
En ef þjer lízt ekki á þa, skaltu ekki taka það. Við seljum
góð úr að eins, ekken rusl.
The Universal Watch &. Jewelery Mfg. Co.
DEPT 169, 608 SCHILLER THEATRE-
Myndabokfn.] CHICAGO.
351
komandi maður hafa botnað í, hvað hann var að tala
um, ef það kæmist t liendur þeirra; hann sagði Ednu
alla sögnna af ertíði þeirra og ljet hana vita, að hún
þyrfti ekkert að óttast, þó langur tími liði áður en
hann kæmi til Frakklands. Hann sagðist myndi
skrifa henni aptur hvenær sem tækifæri gæfist, og
skrifaði svo vingjarnlega og hughreystandi, að lion-
Um fannst að hún myndi enga ástæðu hafa frarnar
til að vera lirædd um hann eða fjársjóðinn.
Deir Burke og Shirley urðu bysna forviða þegar
kapteinninn sagði þeim, að bann hefði afráðið að
koma við í Valparaiso, því það var alveg þvert á
móti því, sem hann hafði áður látið í Ijósi um sama
efni. En þegar þeir fengu að vita, að hann ætlaði
að eius að koma þar við til að senda konunni sinni
brjef þaðan, og að liann ætlaði ekki einu sinni að
faraþar í land, ef unnt væri að komast hjá því, þá
gerðu þoir engar athugasemdir um það og Burke
miuntist ekki á að kaupa neinar vistir.
Þegar „Miranda“ loks kom inn undir höfnina í
Valparaiso, þá var komið kveld, og þykkt lopt, svo
ekkert var hægt að gera fyr en morguninn eptir;
skipið lagðist þar því og beið eptir dögun.
Strax og dagur rann sá kapteinninn að brezkt
gufuskip lá við akkeri um 1 mflu frá „Miranda“, svo
liann sendi þá Buike og Shirley strax yfir að gufu-
skipinu með brjefið, og sagði þeim að biðja st/ri-
manninn, sem væri á vakt, að koma því á pósthúsið
Strax og hann sendi I land. Að svo sem einni klukku-
358
spönsku—og hvaða þjóðar sem sá var, er hann tal-
aði við—og þetta orð var „whiskey“.
Inkspot drakk eitt staup, og þar á eptir annað,
þriðja og fjórða, en þá voru peningar hans þrotnir;
að minnsta kosti sagði eigandi búðarinnar,með orðum
sem ómögulegt var að misskilja, að silfrið, sem stóri
svertinginn hafði dregið upp úr liinum rennandi
blautu vösum sinum, borgaði ekki fyrir fleiri staup.
En Inkspot hafði fengið nóg til þess að verða lifr;
hjarta hans varð hlýtt og föt hans voru að þorna;
hann fór því út í ljómandi kveldloptið. Dað var
dimmt uppi yfir og bvasst; en honum fundust allir
blutir ljómandi fagrir. Hann settist niður á stein-
lögðu svæði einu í horni sem tveir steinveggir mynd-
uðu, og svaf þar vært og vel þaDgað til lögreglu-
þjónn einn kom og tók hann fastan fyrir að liggja
fullur á almanna færi.
Dað liðu tveir dagar áður en Inkspot slapp úr
klónum á lögreglunni; þá var honum sleppt af því,
að yfirvöldin vildu ekki hafa meiri veg eða vanda af
aula, sem engar upplýsingar gat gefið urn sjálfan
sig, og sem að líkindum hefði ranglað burt af ein-
hverju skipinu, er lægi á höfninni. Hið fyrsta, sem
Inkspot gerði, var, að ganga niður að sjó og líta út
yfir böfnina, og þó mörg skip lsegju þar, þá komst
bann að því með hinni skörpu sjón sinni, að „Mir-
anda‘" var farin.
Ilann ranglaði aptur á bak og áfram meðfram
höfninni í tvær klukkustundir og komst að þeirri
347
XXXV. KAPITULL
Eptir bádegi daginn eptir var búið að flytja
nægilegt vatn út á „Miranda", svo liún lagði af stað
I hina löngu ferð sína til Rio Janeiro og Frakklands.
Dar eð Horn kapteinn hafði nú lokið erfiði sínu
og komið öllum fjársjóð Inea anna undir þiljar á
skipinu, þar sem liann var notaður fyrir kjalfestu,
þá setti hann sig nú notalega í skuggann af einu
seglinu og kveikti í pípu sinni. Ilann var orðinn
þreyttur af að þræla, þreyttur af að bugsa, þreyttur
af að búa til ráðagerðir, þreyttur á líkama og jáfuvel
þreyttur á sálinni; og umhugsanin um það, að verki
bans væai nú lokið og að hann nú væri að sigla af
stað með þennan mikla fjársjóð, var lionurn eins vel-
komin og svöl kveldgola utan af sjó eptir brenn-
heitan dag. Honum leið ekki eins vel og lionum
befði átt að líða; hann vissi, að hann var of þreyttur
til þess að liann væri eins glaður og ástæða var til,
eu hatin hugsaði með sjer, að hann skyldi bæta það