Lögberg - 04.02.1897, Blaðsíða 1

Lögberg - 04.02.1897, Blaðsíða 1
Lögberg er gefið út hvern fimrnfudag a The Lögberg Printing & Publish. Co. Skrifsiofa: Afgreiðslustofa: Prentsmiðja 148 Princess Str., Winnipeg, Man. Kostar $2,00 um árið (á íslandi.6 kr.,) borg" ist fyrirfram.—Einsttök númer 5 cent. Lögberg is pubiished everv Thursday hy The Lögberg Printing & Publish. Co at 148 Princess Str., Winnipeg, Man. Subscription price: $2,00 per year, payab in advanco,— Single copics 5 cen ÍO. Ar. ) Roy al Crown Soap Er hrein og óblönduð olíu sápa, og skemmir því ekki hendurnar nje andlitið, nje fínasta tau. Hún er jafngóð hvort heldur er fyrir þvott, bað eða hendurnar og and litið. Hún er búin til hje, í fylkinu, og er hin bezta, hvort heidur er í „hörðu* eða „mjúku“ vatni. Sendið eptir lista yfir myndir og bækur, s“rt trefnar eru fyrir umbúöir utan af Roya. J-iwn sápunni. ROYAL CROWN SOAP CO., ____WINNIPEG FRJETTIR CAN.IDA. Tekjur C. P. R. fjelagsins fyrir desember mán. 1896 voru: Tekjur alls §1,925,870, en starfskostnaður $1,001,438; hreinar tekjur $924,432. Fyrir desbr. 1895 hafði fjelagið $874,- 465 í hreinar tekjur, .ocr um tólf mán- uði, talið til 31. desbr. 1896, eru upp- hæðirnar pessar: Tekjur alls, $20,- 681,597; útgjöld (starfskostnaður) $12,574,015; hreinar tekjur um árið $8,107,502. Árið 1895, talið til 31. desbr., voru hreinar tekjur fjelagsins $7,480,951. Hreinar tekjur hafa pví aukist um $49,967 fyrir síðastliðinn desbr. mán. og frá 1. jan. til 31. desbr. hafa þaer aukist um $626,631. í út- gjöldum fjelagsins eru ekki taldir vextir á skuldabrjefum fjelagsins, o. s. frv., sem nemur um $5,000,000 á ári. Söfnunin í hallærissjóð Indlands gengur vel I Canada. Blaðið Mont- real Star er nú búið að veita móttöku yfir $17,000. Toronto-bær gefur $1,000 af bæjarfje. Commerce-bank- inn gefur $1,500, o. s. frv. Sambandsþingið kemur saman í Ottawa 11. marz, og er búist við að pingið standi stutt, því forsætissáð gjafi Laurier fer til Englands í júní. Iíann og forsætisráðgjafar allra n^lend- anna eru boðnir til Englands, til að taka þátt f „demants-hátíðinni“, sem haldin verður par 20. júní í minningu þess, að pá hefur Victoría drottning ríkt I sextíu ár. Oómarar hafa staðfest kosningu allra priggja sambands-þingmanna í Montreal. SeX þingmenn hafa nú nyl. verið dæmdJr úr sætum sínum í Aust- urfylkjunum (1 I Prince Edwards-ey, 1 í Quebec og 4 I Ontario), allt aptur- haldsmenn, og býst frjálslyndi flokk- urinn við að vinna fjórar af þessum kosningum, og ef til vill allar. Urjár kosningarnar fara fram í dag f Ontar- io, en hinar seint í pessum mánuði. It.V.VlþV RI k l.\. t>inghús Pennsylvania-ríkis brann í gær, og er skaðinu metinn $1,000,000. Öllum helztn skjölum var bjargað. Barkskipið „Swanhilda'* kom til Sxn Francisco frá Australíu 2 f>. m. ög hafði verið 70 daga á leiðinni. A J>ví var maður einn frá Australíu, Buller að nafni, sem ákaerður er um Winnipeg, Manitoba, flmmtudaginn 4. febrúar 1897. að hafa myrt marga menn. Hann var tekinn fastúr strax og skipið hafn- aði sig og verður sendur til Australiu í járnum. Slíkir menn munu ekki fagna yfir telegraf-sambandinu í heiminum. Nefnd sú, sem efri deild congress- ins setli til að athuga samninginn rnilli Bandaríkjanna og Breta um, að lcggja öll ágreiningsmál hlutaðeig- andi pjóða 1 gjörð um næstu 5 ár, lief- ur nú sent efri deildinni samninginn með allmiklum breytingum. Ef efri- deild sampvkkir þessar hreytiugar, er samningurinn pyðingarlaus. Brezk- nm blöðum þykir illa farið, að póli- tísúur flokkadráttur skuli vera látinn eyðileggja eins mikilsvert mál. Sagt er, að Frakkarjsjeu að gera samkyns samning við Bandaríkjastjórn—hvort sem hætt verður við hann ef liinn fær illa útreið. ÍITLÖND. Hallærissjóður Indlands, sem borgarstjórinn í London gengst fyrir að safna, er nú orðinn um 190 pús. pund sterling. Há-umboðsmaður Can- ada í London, Sir Donald A. Smith, gaf £500 ($2,435). Spánar-stjórn hefur samið heima- stjórnar-lög (Home rule) fyrir eyjuna Cuba, og heimila þau eyjarbúum að hafa löggefandi f>ing, er peir að öllu leyti kjósi |>ingmenn á sjálfir, og skal pví skipt í efri og neðri málstofu. Ýmsir aðrar rjettarbætur heimila lög þesai eyjarbúum t. d. að fjalla sjálfir um tollmál sín og fl. En ekki er enn hægt að segja, hvort eyjarbúar þiggja þessar umbætur. í>ær koma tokkuð seint. Cecil Rhodes, einn helzti maður- urinn í Suður Afríku fjelaginu og sem grunaður er um að liafa vitað urn áhlaup dr. Jamesons og kumpána hans inn í Transvaal, er nú á Eng- landi, og er sagt að hann ætli að koma fram með mjög alvarlegar sakargiptir á hendur Mr. Kruger, forseta Trans- vaal-lyðveldisins, en í hverju þær eru innifaldar, hefur ekki enn verið gert uppskátt. Ymislegt. IIESTLAUSIR VAGNAR í PÓSTÞJÓNUSTU. Járnbrauta póstflutnings-þjón- ustan sem hefur á höudum að safna saman og flytja á vögnum brjef og annan póstflutning í borginni New York, ætlar að fara að reyDa hestlausa vagna, til að safna saman brjef um úr brjefaskrínum á strætunum. Að stoðarmaður yfirpóstmeistara Banda- ríkjanna Neilson, hefurvenð að íhuga þetta mál í langan tíma, og ræðir hann það í ársskfrslu sinni á þessa leið: „Menn vona, að tilraunin með hest- lausa vagna, sem verður gerð í haust (síðast liðið) géfist vel, og að hún muni gera póststjóminni mögulegt, að annast brjefsöfnun í borgutn með miklu minni kostnaði, en áður hefur átt sjer stað, því skoðan manna er sú, að það megi nota hestlausu vagnana ineð miklu minni tilkostnaði, en vagna með hestum fyrir. JÞetta verður ná- kvæmlega reyut og rannsakað, og það mnn ekki taka langan tíma til að fá þá reynzlu sem dugir í þessu efni. Hestlausi vagniun, sem smiðaður hef- ur verið, er smíðaður nákvæinlega eptir sornu reglu og hestvagnar, og mun gera nákvæmlega sama gagn hvað starfið snertir, og mismunurinn er að eins innifalinn í því, að hann er hreifður á annan hátt. Reynzlan sem þannig fæst mun verða mjög mikils virði, og gera meira verulegt gagn en verðlauna tilboð fyrir veðreiðir, þar, sem flytinn er tek- inn fram yfir liið verulega gagn. Dað er að eins skammt síðan að hinir endurbættu brjefsöfnuðunar- vagnar voru reyndir í borginni New York. Tilraunin hefur tekist ágæt- lega, því þessi nyja starfsaðferð leysti allt það verk af hendi, er menn von- Uðust eptir. Bradley, yfirumsjónai- maður yfir járnbraut»póst flutninguD- um komst þannig að orði í samtali, er við hann var átt af frjettaritara blaðs eins. „Reynzla sú, er vjer böfum af brjefsöfnunar-vögnunum, sera nú eru notaðir, hefur sannað nytsemi þeirra til hlítar, og jeg álit að þeir hafi heppnast ágætlega. I>eir eru ekki svo mjög ætlaðir til þess, að spara tíma við að koma póstbrjefunum frá söfnunarstöðunum (stræta-brjefaskrín- unum) á pósthúsin eins og til þess, að fl/ta fyrir staifanum við afgreiðslu póstanna. Og það gera þeir sannar- lega. Eins og fyrirkomulagið er nú, þá eru brjefin, sem safnað er saman úr strætis-brjefaskrínunum í vagna þessa stimpluð,les;n í sundur, skipt í böggla og búin út til að sendast Joegar þang- að, sem þau eiga að fara, strax og þau koma á pósthúsin. Allur tíminn, sem þau eru á ferðinni eptir strætunum, er þannig vel notaður. í>egar við höf- um nógu marga vagna, getum við farið með bj‘ fin. sem safnað er úr brjefaskrínunum, beint í járnbrautar- póstvagnana, án þess að senda þau á aðal póst stofuna eða til annara póst- stöðva. fletta mun umbæta póst- starfann alls staðar í borgiuni og spara mikinn tlma“. Hestlausi vagnin, sem nú er ver- ið að smíða, mun verða farið að nota eptir svo sem vikutíma í borginni New York. Fulltrúi Morgans, yfir- umsjónarmanns yfir brjefa-afhending- unni 1 borginni, sagði, að það vær1 almennt álitið, að hestlausu vaguarnir, ef þeir gæfust vel, muudu verða ein- göngu notaðir í efri hluta borgarinnar og undirborgum hennar, þar sem steinleggingar væru góðar, umferð af fólki ekki eins mikil og fjarlægðin milli brjefa-skrínanna og undirpóst- húsanua lengri. Belmont, Man. 25. jan. 1897. A. R. McNichol, Esq. Manager Mutual Reserve Fund Life Association. Winnipeg Man. Kæri herra:— Jeg viðurkenni hjer með að hafa veitt móttöku bankaávísan yðar að upphæð $2,000,sem erfull borgun fyrir lffsábyrgð þá (No. 111025) er Erlend- ur sálugi Erlendsson hafði í Mutual Reserve Fund I.ifo Association. Gerið svo vel að færa embættis- mönnum fjelagsins þakklæti mitt fyrir góð skil á þessu fje og fyrir að borga það töluvert fyr en átti að gerast samkvætnt ákvæðum í lífs- ábyrgðar skjalinu. Jeg mæli fúslega með fjelagi yðar við alla þá, sem vilja fá áreiðan- lega lífsábyrgð fyrir sem allra lægst gjald. Dánarfregn. Þann 10. þ. m. þóknaðist guði að burtkalla okkar einkar elskulegu dótt- ur, önnu Ilalldóru Kelly, 7 ára að aklri. Hún sálaðist að heimili hjónanna Guðmundar Arnasonar og Guðrúnar Þórðardóttur í West Selkirk, eptir að hafa verið veik af heilabólgu 1 korta 2 sólarhriuga. Hjá þeim heiðurshjónum hafði hún verið í fóstri í fleiri ár, fyrir lltið endurgja'.d, Og nú að síðustu kost- uðu þau og börn þeirra jarðarför hennar að öllu leyti, og mjög sóma samlega. Við biðjum guð að launa þeim þetta veglyndi og ástúð á þann hátt, sem þeim er fyrir bestu, og við minnumst þeirra með vinahug. Winnipeg, 30. janúar 1897. Mr. og Mrs. S. Kelly. Skrú yfir nöfn þeirn. sem gefið hafa peninga í sjóð til hiálpir því fólki í Árness- og ^tangárval la-sýslum á íslandi, er urðu fyr- ir tjóni af jarðskjálptum, 1 ágúst og sept- embermán., 1896: Aður augl/st........ $1,154.25 Frá Winnipeg: Ónefnd.......................... 25 Matthías Bergsson............. 1 00 Sveinn Pjetursson............. 1 00 W. Blackader.................. 1 00 Gunnar Sveinsson.............. 1 00 Kristín Finnsdóttir............. 50 Finna Sveinson.................. 25 Meken Sveinson.................. 25 Óoefndur...................... 1 00 Ónefndur...................... 25 Th. Paulson..................... 75 Mrs.Wittstruck, Sprague, Neb. 2 00 Miss St. Björnsd., Montreal. . 2 00 Mrs. F. Kreiser, Wilwaukee.. 5 00 Jóliann Sólmundsson (arður af samkomu) Gimli........... 4 00 Jörundur Ólafss., Westbourne 1 00 Alls.............$1,175.50 Wpeg, 7. febr. 1897. H S. Bardal. ‘ ■■■■ ■’ ............... — ITnck-.lche, Fnce-Ache, Hcindc rulas Neurnliric Pnios, Paiu in the Hide, etc; Promptly Relieved and Cured by The “Ð. & L.” Menthol Plaster TTavlng used your D. & L. Menthol Plaster for sevore piiln in tlie bacic and lumhago, I uuhesitatingly reeonlmend same as r safe, «u e aiid ranldremedy : In fact. they act. like magiu.—A. LAPolKTK, Elizabethtown, Onk Price 2Á>e, DAVIS & LAWRENCE CO.t Ltd. Proprietors, Montkeal. Aríðandi. Jón V. Thorláksson að Mountain sem stóð fyrir kaupum á legsteini sjera Páls heitins Þorlákssonar, bróð- ur síns, biður alla vini og vandamenn hans, sem höfðn ætlað sjer að taka einlivern þátt í að honum væri reistur minnisvarði, að sendasjer peninga hið allra fyrsta, þar sem fjeð þarf nú að greiðast. Yðar einlægur, Peter Erlendsson. Umsjónarmaður dánarbús Erlendar Erlendssonar. G.J. Harvey, B.A., L.L.B. Málafærslumaður, o. s. fkv. Office: Roomð, West Clements Block, - 494)4 Main Street, WINNIPEG - MANITOBA. Sjerhvað það er til jarðarfara heyrir fæst keypt mjög bil- lega hjá undirskrifuðum. — Hann sjer einnig um jarðar- farir gegn vægu endurgjaldi. J. Joliamte^öon, 710 ^uoss abc* [ Nr. 4. CARSLEY & CO_________ Januar Tilhreinsunar- Sala. Allar vörur seldar með niðursettu verði. Nú er tími til að kaupa beztu vörur fyrir lágt verð. Kjla u- Sala. Allt tilheyrandi kjólum fært niður um 20 til 50 per cent. Flannelette, Gingham, Sirz ö. s. frv., með stórsöiu verði. Möttiar, Jakkar og Ulsters færð- ir niður í verði um næstum þvl helm- ing. Lodskinna-Vörur. Loðskinns kápur, Kragar, Capess Muffs og Vetlingar (Gauntlets) með nnkaups verði. Stórkostleg kjörkaup í öllum deildum. CARSLEY & CO. 34-4 MAIN STR. ALMANAKID fyrir árið 1897, er nú komið til útsölumanna víðsveg- ar um landið. VERD: 10 cents. Alroanakið er til sölu i tiestum íslenzkum verzlunum og pósthúsum, þar seni íslenzkir póstafgreiðelumenn eru, og hjá bóksölunum: H. S. Bardal, Winmpeg; S. Bergmann, Gardar; Magnúsi Bj'arnasyni, Mountain; G. S. Sigurðssyni, Minneota og útgefandan- um: Ó. S. Thorgeirsson, P. O. Box 368, Winnipeg Undirskrifaðir hafa 100 rokka til sölu. fleir ern búnir til af hinum ágæta rokkasmið Jóni Ivarssvni. Verð $2 50 til $2.75. J Ollver & Byron, Fóðuraalaj*, West Selkirií. Stranahan & Hampe, PARK RIVER, - N. DAK. SELJA ALLSKONAR MEDÖL, BCEKUR SKRIFFÆRI, SKRAUTMUNI, o. s. frv. Mr. Lárur Árnason vinnur í búíinnl, og er l>v( hægt aS skrifa honum eða eigenciunum á ísl. þegar menn vilja fá meir af einhverju meðali, seni peir hafa áður fengið. En œtíð skai muna eptir aíS senda númerið, sem er á miðanum á meðala- glösunnum eða pökkum. 0. Stepheasen, M. D„ 473 Pacific ave., (]>riðja hús fyrir n*ðan Isabel strsett). Ilann tr að finna heima kl. 8—1 oFfc ■r.Ui. Kl. 2—4 e. m. og eptir kl. 7 á kvöldin. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.