Lögberg - 18.02.1897, Side 3

Lögberg - 18.02.1897, Side 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. FEBRUAR 1897 8 ]>ýðing;tr eptir Ilanues Hafstcin. 1. Bœn l bardaga. (Eptir Körner).* Himnaguð, heyr þú Kritifrum mig helfirungnir reykmekk- ir rjöka, og rjúkandi, sindrandi eldskeyti fjúka. Konungur stríðsins, jeg kalla fiig. Ljósfaðir, leið f>ú mig. Ljósfaðir, leið f>ú mig, bseði í sigri og bana mjer stjórna. Boð pín eg játa og silu f>jer fórna. Eins og f>jer líkar pú leiðir mig. Faðir, jeg fiekki f>ig. Faðir, jeg f>ekki f>ig bnpði í þjótandi blævind í stráum og bardagans leiptrandi pórdunum háum. Uppspretta náðar, jeg f>ekki f>ig. Faðir minn, fram leið mig. Faðir minn, fram leið mig. Lát J>ína ásjónu yfir mjer vaka—■ f>ú öndina gafst mjer og mátt hana taka — í lífi og bana f>ú blessir mig. Drottinn, jeg d/rka þig. Drottinn, jeg dyrka þig. X>ví ei fyrir jarðgæðum hefjumst vjer handa, ið helgasta verjum vjer stáltungum branda. í sigri og dauða jeg dyrka þig. Faðir, þjer fel jeg mig. Faðir, þjer fel jeg mig. I>egar mjer helfarar þrumurnar drynja, þegar úr æðum mjer blóðskúrir dynja, þjer, minn faðir, jeg fel þá mig. í’aðir, jeg kalla þig. 2. Vanitas, vanitatum vanitas. (Eptir Goethe). Ekkert er nú mitt mark og mið. Hæ, hó! E»ví leik jeg svo glaður lífið við. Hæ, hó! Og hver sem við mig vill kunning- skap ná, Hann klingja skal með og sypgja skal þá, við þessa lagar-lá Jeg setti mitt mark og mið til fjár. Hæ, hó! En af því myrkvuðust mínar brár. Æ, ó! Þær kringlóttu tvístruðust til og frá, og tækist mjer eitthvert sinn þeim að ná, *) Theodor Körner var ungur liðsfor- mgi þjöðverskur, sem barðist í sveit Lutzow’s fyrir frelsi Þjóðverja gegn Napóleon I. og fjell tæplega 22 ára gam- all, árið 1813. daginn eptr var enga að sjá. Jeg gjörði kvennfólk mitt mark og mið. Hæ, hó! Það svipti mig mínum sálarfrið. Æ, ó! Sú ótrygga fjekkst við annarleg skjöl, hin einlæga gjörði mjer leiðinda kvöl. Hin vænsta var ei föl. Að ferðast varð þá mitt mark og mið. Hæ, hó! Jeg skildi mitt eigið ættarland við. Æ, ó! En hvergi við mig jeg'kunni sem bezt, því kostur var ótamur, rúmin sem vest, og misskilinn var jeg mest. I>á gjörði’ eg mitt líísmið frægð og fremd. 5. óveður. (Eptir Heine). Hann Stormur í brimhvítu brókina fer, og byr sig og girðir sem ramast. Af öilum kröptum hann öldurnar ber, þær orga og grenja og hamast. Frá dimmum himDÍ með hroða þrótt á hafinu regnstraumar klekkja. E>að er sem hún keppti nú, kellingin Nótt kallinum Ægi að drekkja. Við sigluna flaxast sje jeg máf með seinum og hásum veinum, eins og hann væri’ um óför að spá og ýmsum að segja frá meinum. f ' BKisi'o,Jrl [BRIsfOL’S I BRISTOUS Sarsaparilla and .pgJJAGTAP I Ej» Zl S The Greatest of ail Liver, Stoniach and B'.ood Medicines. A SPECIFIC FOR Riieumatism, Gout and Ciironic Complaints. They Cleanse and Purify the Blood. Hæ, hó! En meir voru annara nöfn þó nefnd. Æ, ó! Og hvenær sem jeg komst lítið eitt laDgt, þá litu menn til mín byrst og strangt, jeg hafði’ æ gjört öllum rangt. Svo setti jeg stríðið að marki mjer. Hæ, hó! Og fjölmargan sigurinn fengum vjer. Æ, ó! Svo brutumst vjer inn í óvinasjót, en ei hafði vinur minn gott af því hót, og jeg — jeg felldi fót. Og nú hef jeg ekkert mark nje mið. Ilæ, hó! Og allur heimurinn hlær mjer við. Hæ, hó! En nú er endaður óður og veig, og út því drekkum hinn hinnsta teyg, já, hinnsta tæmum teyg. 3. Kveldvisa. (Eptir Goethe.) Allra tinda enni er f ró. Hvergi jeg kenni í kyrrum skóg náttblævar neins. Söngfuglar sofa í náðum. Bíddu við, bráðum blundar þú eins. 4. Vísur. (Eptir Heine). Hún Gæfa’ erstássmey, lausí lundu, sem lengi stenzt ei við um kjurt. Hún strykur hár þitt upp frá euni og eptir kossinn flöktir burt. En öldruð húsfrú Óhamingja fær yndi hjá þjer dável fest. Hún segist vfst ei annrfkt eiga og inn til þfn með prjóna sezt. 6. Idnglar svefnsins. (Eptir Björnstjerne Björnsson). Með höfuð á mund . hneig barnið í blund, og leikandi sjer kora ljósengla her. Svo vaknaði barnið hjá blíðastri móður: „I>ú blundar svo fallega, hnokk- inn minn góður“. En móðir þess leið, það burtflutning beið; með grátdapra lund hneig barnið í blundp en heyrði strax móðurorð glöðum með glaumi, því guðseDglar fylgdust með barnsfegum drautni. Brátt uxu svo ár, að af frusu tár. Með hug-sandi lurid það hneig þá í blund. En englanna her kom með himn- esku liði, tók hugsun, og hvíslaði: „Sof þú í friði“! —Thnarit hins isl. bókmenntafjel. Ver'ður að upp leysast. Nýrnaveiki getur aðeins lœknast, nf mvðali er leysir upp harða efnið semorsakar veikina Pillur og Pulver geta átt vel við höfuð- veiki og maeave'ki, En Jbegar sagt er að bað sje einnig gott við nýrnaveiki mælir skynsemi mans á móti því. Þessi slæma Og sívaxandi veiki getur ekki læknast nema nema af þvi meðali sem leysir upp harða efnið. sem orsakar þjáningarnar og kvalir- nar er allir þeir sem þjást af nýrnaveiki svo iðulega líða af. South American Kidney Cure á sjerstaklega við nýrnaveiki. Það leysir upp þettað harða efni og græðir sár- in um leíð. JOSHUA GALLAWAY, Rcal Eastatc, Hining and Financial Agent 272 Fort Strbet, Winntpeg. Kemur peningum á vöxtu fyrirmenn.með góðum kjörum. öllum fyrirspurnum svarað fljótt. Bæjarlóðum og bdjörðum Manitoba. sjerstaklega gaumur gefinn. All Drui-glsts ani! Ceneral Dealers. Vier erum NU fiunir að fá hið bezta upplag af Skrautmunum, Clasvoru, Leirtaui, Brúðum og öðru barnagulli, sem hægt er að finna vestan Stórvatnanna. Og vjer ætl um að selja það með svo lágu verði að allir geti keypt. Vjer höfum einnig fylt búð vora með matvöru (groce ries) fyrir jólin. Og fatameg- in í búðinni höfum vjer margt fallegtfyrir ykkur til að gleðja vini ykkar með. Óskandi ykkur gleðilegra jóla og ánægjulegs n/árs, erurr. vjer Ykkar einlægir SELKIRK TRADINR CO’Y. Til Nyja-Islantls! Undirskrifaður lætur góðan, upp- hitaðan sleða ganga á milli N/ja- íslands, Selkirk og Winnipeg. Ferð- irnar byrja næsta briðjudag (L7. þ.m,) og verður bagað þannig: Fer frá Selkirk (norður) þriðju- dagsmorgun kl. 7 og kemur að ís- lendingafijóti miðvikudagskveld kl. 6. Fer , frá íslendingafljóti timmto- dagsmorgun kl. 8 og keinur til Sel- kirk föstudagskveld kl. 5. Fer frá Selkirk til Winnipeg á sunnudaga og fer frá Winnipeg apt- ur til Selkirk á mánudagsmorgna kl.l. Sleði þessi flytur ekki póst og tefst því ekki á póststöðvum. Geng- ur reglulega og ferðinni verður fl/it allt sem mögulegt er, en farþegjum þó s/nd öll tilhliðrunarsemi. Fargjald hið lægsta, sem þessari leið. Helgi Sturlaugsson keyrir sleðann. Eigandi: Geo. S. Dickinson, SELKIRK, MAN. BRflDENS póstflutningasleði milli Winnipeg’ og Icel. River. Kristjan Sigvaldason kryrir. Pessi póstflutninga sleði fer frá Winnipeg kl. 2 e. m. á hverjum sunnudegi og kemur til Selkirk kl. 7 e. m. Leggur svo á stað norður frá Selkirk á hverjum mánudagsmorgni kl. 8 og kemur til Ioelandio River kl. 6 á þriðjudagskveldið. Leggur stðan á stað aptur til baka frá Icle. River kl. 8 á fimmtudagsmorgna og kemur til Selkirk kl. 6 á föstudagskveldið; leggur svo á stað til Winnipeg á laugardagsmorgna kl. 8. Menn geta reitt sig á, að þessum ferðum verður þannlg hagað I allan vetur, því vjer verðum undir öllum kringumsræðum að koma póstinum á rjettum tíma. I>eir sem taka vilja far með þess- um sleða og koma med járnbraut, hvort heldur til Austur eða Vestur Selkirk, verða sóttir ef þeir láta oss vita af ferð sinni og keyrðir frítt til hvaða staðar sem er í bænum. Viðvíkjandi fargjaldi og flutning- um snúi menn sjer til Kr. Sigvalda- sonar. Hann gerir sjer mjög annt um alla farþega sína og sjer um að þeim verði ekki kalt. Braden’s Livery &Stage Line 0. Stephensen, M. D., 473 Pacific are., (þriðjn hús fyrir nefian Isabel stræli). Hann er aS finna heima kl 8— f. m. Kl. 2—4 e. m. og eptir kl. 7 á kvöidin. . 357 skúSunni, eru þurkaðar rætur af jurt þessari. Bæði inntaka i dropatali og dupt úr þessum þurkuðu rót- um mundi drepa fíl, ef honum væri gefið nógu mik- ið af því“. „Jæja“, sagði Mr. Bostock góðlátlega, „það er þó satt, að maður lærir svo lengi sem raaður lifir. En hvað það hl/tur að vera skemmtilegt fyrir yður, að vita svona margt, Mrs. Borringer. Jeg vildi að f eg hefði meiri almenna þekkingu, en jeg hef. Að skilmingum undanskildum, er jeg ekki víða heima. Jeg afla mjer að vísu ofurlítillar þekkingar hjer og hvar, þegar jeg er að hröklast um heimin, en hún er ekki mikil“. Mrs. Borringer geðjaðist ekki að Mr. Bostock, en samt sem áður var hún upp með sjer af því, að hann hældi lienni fyrir lærdóm. Sannleikurinn var, að hún var mikið vel að sjer í grasafræði, og hún mundi hafa álitið Laurence munk, sem gelið er í Romeo og J uliet, hinn viðkunnanlegasta fjelags- bróður 1 beiminum. Ilún brosti þess vegna og var í þann veginn að segja eitthvað, þegar útihurðinni, er var að baki Bostocks, var lokið upp, og Raven kap- teinn kom iun í búðina. Hann tók hl/lega í hönd Mrs. Borringer, er reis þegar á fætur til að bjóða hann velkominu. Hann leit í kringum sig í búðinr.i, i-a Bostock og KÍnkaði vingjarnlega kolli til bans. I>að var regla Ravens, að vera ætíð vingjarnlegur ' ið alla menn. Hann sagði, að með því móti gengju ' jelar lífsius uiiklu liðugra. 364 an eða eitthvað þessbáttar. Jeg er eins og Raven kapteinn; jeg hef enga trú á læknum. En lafði Scardale ljet svo mikið af þekking yðar, að rojer datt 1 hug, að þjer kynnuð ef til vill, að geta bjálpað mjer eitthvað í þessu efni“.— Mrs. Borringer geðjaðist ekki að Mr. Bostock, en hún hafði þá meðaumkvun, er tilheyrir læknis- stöðunni, með öllum, sem lækninga þurftu með, og meðfædda aumkun með öllum, sem voru í vandræð- um. Og ennfremur—því hinir beztu meðal mann- anna eru breyskir—var hún ætíð upp með sjer af þvf, að menn leituðu til hennar til að láta bana lækna sig með þossum græðandi jurtum, sem hún hafði svo lotningarfulla trú á. „Jæja“, sagði hún, „jeg þori að segja, að jeg get sett eitthvað saman banda yður, sem mun bæta yður og alls ekki gera yður neinn skaða.“ „Dað væri mjög vel gert af yður“, sagði Bos- tock lágt. „Alls ekki, alls ekki“, sagði Mrs. Borringer“. „Ef þjer viljið blða eitt augnablik, þá ætla jeg að bregða mjer upp á lopt og leita ráða I stóru bókinni miuni“. t>essi stóra bók var afar-stór bók I handriti, sem Mrs. Borriuger ritaði reglulega og nákvæmlega í alla þekkingu sína samanlagða. Bók þessi var sannarlega mjög merkilegt fræða-forðabúr. „X>að er enginn asi á mjer“, sagði Bostook kurt- eislaga. „Jeg ætla að bíða, með yðar leyfi“. §53 gerði enga sjorstaka tilraun til að útr/ma óbeit siuni á Mr. Bostoek, enda var óbeit hennar ekki nógu á- kveðin til þess, að orsaka henni nein veruleg ónof, og þegar hann var fjarverandi varð hún alls ekki vör við þessa tilfinningu. Bostock lagði bókina á borðið þegar Mrs. Borr inger kom í búðina og keilsaði henni. Mrs. Borring- er hneigði sig kuldalega og settist í sætið sem Lis- beth hafði setið í fyrir innan búðarborðið. Bostock afsakaði, að hann hefði verið að skoða bókina, en afsakaði sig um leið með þvf, að bókin væri svo fróðleg. „Djer hljój-ið að vita mjög marga fróðlega hluti“, sagði Bostock, og horfði stöðugt á Mrs. Borr- inger með sama undarlega svipleysinu, er andliti hans virtist svo eiginlegt. „Dað hl/tur að vera mikil blessun að huna til þess, að vera þess umkom- in, að geta gert svo mikið gagn 1 veröldinni“ „Sjerhver maður æfti að gera eitthvað gagn 1 veröldinni“, sagði Mrs. Borringer með áherzlu. „Við höfum verið sett hjer í hana til þess, b/st jeg við“. „Dað er vafalaust, það er vafalaust“, sagði Bos- tock og veifaði handleggnum eins og hann væri að heilsa við skilmingar. „Jeg er yður gersamlega samþykkur, Mrs. Borringer, gersamlega. Jeg iðrast þess opt mjög mikið, að jeg skyldi ekki læra lækn- isfræði á yngri árum mfnum. Jeg ímynda mjer nú að mjer hefði reynst það gagnlegra en skilmingar — gagnlegra bæði fyrir sjálfan mig og aðra.“

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.