Lögberg - 01.07.1897, Síða 6
6
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 1. JULÍ 1897.
KIKKJU}>INGID.
Framh. frá 8.
Forseti kirkjufjelafrsins sjera
Jón Bjarnas>n las f>á upp og lagði
fram ársskyrs'u sína, er hljóðar sem
fylgir:
„Á safnaðarskvánni, sem fram erlögð,
sjáið þér, að söfnuðir þeir, er kirkjufé-
laginu heyra til, eru jafnmargir og hinir
sömu eins og í fyrra, alls 24. Og prest-
arnir hinir sömu 7 eins og þá. Einn
þeirra, séra Jön Jönsson Clemens, var
eins og þér munið vígðr á síðasta kirkju-
þingi til safnaðanna í Argýle-byggð,
Manitoba. Eins og við var búizt varð
hann þó að hverfa frá starfi sínu þar í
Oktöber siðastliðið haust til þess að
halda áfram námi á prestaskölanúm í
Chicago; dvaldi hann þar til jóla, en brá
sér þá með samþykki kennara sinna til
íslands, með fram i því skyni að láta sér
fara fram í íslenzku, og er hann nú það-
an kominn aftr fyrir skömmu, og tekr á
ný við prestsembætti sínu undir eins
eftir kirkjuþingið. Annar af prestum
kirkjufélagsins, séra N. Steingrímr Þor-
láksson, hefir eins og áðr haft sitt aðal
starf meðal norskra, eh ekki íslenzkra
safnaða. Og af því að hann er þannig
settr hefir iiann ekki átt kost á að“veita
kirkjufélaginu neitt líkt því eins mikla
hjálp og hann annars héfði getað og feg-
inn vildi.
Minna iiefir orðið af trúboðsstarfi frá
kirkjufélagsins hálfu á þessu ári heldr
en œskilegt liefði verið og vér ætluðumst
til i fyrra. En þö hefir nokkuð verið
gjört i þá átt. Séra Jón J. Clemens
gjörði sér í Agúst síðastliðið sumar ferð
til Islendinga-byggðarinnar í Pipestone-
héraði suðvestantil í Manitoba, prédik-
aði fyrir fólki þar og gjöi-ði önnur prests-
verk, og um leið lieimsótti hann söfnuð-
inn í Brandon. Um mánaðamótin Okt.
og Nóv. í haust fór séra Oddr V. Gísla-
son í sömu erindum til I>ingva!la-ný-
lendu í Assiniboia, þar sem einn söfnuðr
er kirkjufélaginu tilheyrandi, söinuleiðis
til Vatnsdals-nýlendu við Qu’Appelle á.
Einnig kom hann þá við í Portage la
Prairie og Russell, Man., í Jeiðinni og
vann þar prestsverk. Og nú í vor, í
Maíinán-, hafir hann farið aðra missíón-
arferð þangað vestr: til Brandon, Vatns-
dals-nýlendu og Þingvalla-nýlendu. í
þriðja lagi lagði séra N. Steingrímr Þor-
iáksson í Októbermánuði á stað í sams-
konar ferð norðr til byggðanna íslenzku
austr frá Manitoba-vatni, sem kenndar
eru við Alftavatn og Grunnavatn. Og
var ætlan lians að fara þaðan til Narr-
ows norðaustan við Manitoba-vatn, og
síðan að heimsoekja Islendinga á vestr-
strönd þess vatns og síðan að bregða sér
alla leið vestr til hinnar svo kölluðu
Red Deer-nýlendu í Alberta; en þetta
fórst fyrir, með því hann, þá er hann
var að kveðja Álfrvetninga, fékk skeyti
um sjúkdöm á lieimili sínu og varð fyrir
þá sök að hverfa heim. Og þótt hann
væri ákveðinn í því að halda missíónar-
verki þessu áfrani síðar, hefir hann ekki
enn þá séð sér það fœrt. Meiri hlutinn
af verkinu er þannig öunninn enn. Ef
til viil getr nú séra Steingrímr einhvern-
tíma í sumar farið missíónarferð til
byggða þessara, en ef hann ekki á þess
neinn kost,þyrftum vér endilega að fáein-
livern annan af prestum vorum til þess.
Séra Steingrími var samkvæmt leyfi síð-
asta kirkjuþings borguð ofr lítil upphæð
úr kirkjufélagssjöði fyrir ferðina norðr.
En hvorki séra Oddi V. Gíslasyni né
séra Jóni J. Clemens hefir neitt verið
borgað úr þeirri átt.
Skólamál kirkjufélagsins hefir eins
og áðr verið aðalmál vort. Og er inér
ánœgja að geta þess, að þvi hefir bless-
unarlega þokað áfram á þessu síðasta
ári. Ályktan síðasta kirkjuþings um
það, að fá einn mann til þess að ferðast
um byggðir safnaða vorra og leita fjár-
samskota hjá almenningi í skólasjöð,
iiefir reynzt hið mesta heillaráð. Skrif-
ari kirkjufélagsins, séra Jönas A. Sig-
urðsson, tók þotta erfiða starf að sér,
emla hefir það sýnt sig, að hann var
allra manna bezt til þess kjörinn. Hann
ferðaðist í þessu erindi í Október hingað
suðr til Íslendinga-byggðarinnarí Minn-
esota; síðan í Növember norðr í Argyle-
byggð í Manitoba, til Brandon, Winni-
peg og Selkirk. Til Nýja íslands ætlaði
hann einnig í sömu ferðinni, en varð að
hætta við sökurn heilsubilunar. En í
Desember og síðar bar hann málið fram
í söfnuðuin séra Friðriks J. Bergmanns
og sínum eigin í Norðr-Dakota. Eins
og þér munuð sjá af skýrslu þeirri, er
skólamálsncfndin væntanlega leggr fyr-
ir þingið, hefir árangrinn af þessu fjár-
söfnunarverki verið míkill oggóðr, langt
fram yfir það, sem vér bjuggumst við,
vafalaust. En ákaflega mikið hefir séra
Jónas orðið á sig að leggja við þetta
starf, meira líklega en gott var fyrir
lina heilsu hans, og mikill tími hefir til
þess gengið frá hinu eiginlega prest-
skaparstarfi iians í söfnuðum þeirn, er
hann þjónar. Og eiga þeir ásamt lion-
um mikla þökk af oss skilið fyrir það,
sem í þessu sambandi hefir af þeim ver-
ið lagt í sölurnar. Eg hefi í seinni tíð
leitað injer upplýsinga skölafyrirtœki
voru viðvíkjandi lijá ýmsum merkum
mönnum fyrir utan þjóðfiokk vorn, sem
líklegir þóttu til þoss að geta gefið oss göð
ráð. Og mun eg frckar gjöra grein fyrir
því síðar, þá er skólamálið kemr til um-
rœðu á þinginu. Það kemr nú bráðum
að því, að vór þurfum að koma oss sam-
an um stað fyrir skólastofnanina. Og
sumir hafa, ef til vill, búizt við því, að
það atriði yrði útkljáð á þessu þingi.
Ekki sé eg þó neina brýna nauðsyn tii
þess bera, þar sem nú er sýnt, að ekki
hefir það neitt staðið fyrir samskotun-
um til skólans, að skölastœðið er enn
óákveðið, og enn fremr vitanlegt, að eigi
eru nein tök á þvi, að skóiinn geti byrj-
að á þessu ári og naumast heldr á næsta
ári sökum vantandi kennslukrafta. Og
að minnsta kosti vil eg alvarlega ráða
kirkjuþingi þessu frá að taka fullnaðar-
áiyktan um skölastœðið nema því að
eins að allir geti bróðurlega orðið á oitt
sáttir í því máli.
Málið um inngöngu kirkjufélags vors
í fíeneral Couneil kemr að sjálfsögðu fyrir
á þessu þingi. Og var svo um búið af
síðasta þingi, að vér gætum lagalega
samþykkt inngönguna nú ef vór sæjmn
kirkjufélaginu það fyrir beztu. Því
breytingin fyrirhugaða á grundvallar-
lögum félags vors, sepi nauðsynleg er til
inngöngunnar, getr nú komizt á, ef hún,
eins og eg tel vist, fær nógu mörg at-
kvæði með sér. En áhugi fyrir inn-
göngunni hjá almenningi safnaðannaer,
ef til vill, ek^i enn orðinn nógu mikill,
og það hefir ekkert verið ritað um það á
árinu, hvorki af nefndinui, sem í því var
sett, nó neinum öðrum, og mjer vitan-
lega mjög óvíða verlð root.t á safnaðar-
fundum. En á hinn bóginn hlýtr málið
að bíða enn þá tvö ár, ef það verðr ekki
útkljáð nú, því eftir þing það, er Oeneral
Council heldr í haust, líða tvö ár þangað
til það heldr sitt næsta þing.
Málinu um stofnan ungmennafé-
laga, lúterskra bandalaga, innan safn-
aðanna hefir nokkuð þokað áleiðis á ár-
inu. I þrem söfnuðum voru slík banda-
lög til i fyrra; síðan bafa þrjú við bœtzt:
í Pembina-söfnuði, Vídalíns-söfnuði og
Garðar-söfnuði. Þeir söfnuðir, er áðr
höfðu slík félög, eru: Fyrsti lúterski
söfnuðr í Winnipeg, St. Páls-söfnuðr
hér í Minneota, og Þingvalla-söfnuðr
(Eyford, N.-Dak.). Svo bandalögin eru
nú 6, og er vafalaust mikil framtíðarvon
fyrir söfnuðina við þau knýtt allsstaðar.
I „Sámeiningunni“ hafa komið ágætar
greinir um þetta bandalagamál eftir
einn af mönnunum, sem síðasta þing
kvaddi í nefnd þvi máli til stuðnings.
Samtalsfundir um kristindómsmál,
sem síðasta kirkjuþing réð til að farið
væri að halda, hafa nokkrir komizt á
þett.a ár. Fjórii slíkir fundir hafa
haldnir verið: í Garðar-kirkju 9. Ágúst,
i St. Páls-kirkju hér í Minneota 1. Nóv.,
í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg 9.
Febr. og í Vídalíns-kirkju 27. Mar. Um-
rooðuefnin á fundum þessum voru: safn-
aðarlíf, kristilegt barna-uppeldi, iivað
prédika eigi og um hluttöku leikmanna
i starfsemi kirkjunnar.
Ályktan síðasta kirkjuþings um að
framvegis skyldi haldin hátíð til styrkt-
ar missíóninni í sambandi við minning-
ardag binnar lútersku trúbótar(31. Okt.)
hefir í flestum prestaköllunum að ein-
hverju leyti verið tekin til greina. Og
í þeim sömu söfnuðum voru tekin dálítil
sainskot, sem féhirðir kirkjufélagsins
hefir lagt í sérstakan sjóð. og gjörir hann
í ársskýrslu sinni nákvæmar grein fyrir
því.
Meðan stóð á kirkjuþingi síðasta
var kirkja Argyle-safn. (Fríkirkju-
safnaðar og Frelsis-safnaðar) vígð.
Síðan hefir ein kirkja verið vígð, kirkja
Þingvalla-safnaðar á Eyford, hinn 9.
Ágúst síðastliðið sumar. Og meðan á
þessu þingi stendr er búizt við, að þrjár
kirkjur hér í byggðinni verði vígðar: St.
Páls kirkja í Minneota, sem vér eruin
nú saman komnir í, kirkja Vestrheims-
safnaðar og kirkjan í Marshall. Þegar
vígslu þeirra er lokið, verða 12 kirkjur
vígðar innan safnaða kirkjufélagsins, en
3 eru enn óvígðar (í Grafton, Mikley og
Fjalla-söfnuði). Mótmæli hafa nýlega
verið borin fram opinberlega af fáeinum
mönnum í Mikley gegn því, að kirkjan
þar hafi í skýrslu frá skrifara kirkjufé-
lagsins verið talin heyra til hinum lút-
erska söfnuði eyjarinnar. En eftir því
sein eg veit bezt, eru þau mótmæli
ástœðulaus, enda mun söfnuðrinn ákveð-
inn i því að varðveita eignarrétt sinn
til kirkjunnar. Kirkjur Garðar safnáð-
ar og Víkr-safnaðar liafa síðan í fyrra
verið endrbœttar að innanbygging.
Endrbygging kirkjunnar í Selkirk er
ekki enn lokið, þó að hún só notuð til
guðsþjónustu. Pétrs-söfnuðr og Hall-
son-söfnuðr, sem að undanförnu hafa
verið kirkjulausir, eru í undirbúningi til
kirkjubygginga. Umbótinni á kirkju
Argyle-safnaða, sem byrjuð var fyr-
ir síðasta kirkjuþing, mun nú lokið.
Brœðra-söfnuðr er að hugsa um að koma
sér upp kirkju.
Félagsleg mótspyrna frá hálfu af-
neitenda kristinnar trúar gegn starfsemi
safnaða vorra er ekki lengr teljandi.
Þau blöð, sem þeirri mótspyrnu liafa
helzt haldið á lofti, hafa hætt að koma
út á árinu. Erviðleikarnir, sem við er
að stríða, liggja nú nálega eingöngu hjá
safnaðalýðnum eða með öðrum orðum I
sjálfum oss.
,,Sameiiiingin“, málgagn kirkjufé-
lagsins, hefir enn langtum of litla út-
breiðslu og fjárhagr blaðsins er jafnvel
lakari en í fyrra, eins og þér munuð sjá
á skýrslu litgáfunefndarinnar. Á því
þyríti endilega að ráða bót.—,,Alda-
mót“, ársrit prestanna, ætti lika að geta
fengiö miklu meiri útbreiðslu en þau
hingað til hafa haft.
En yfir höfuð hefir árið hið liðna
verið fyrir oss gott ár og blessunarríkt,
og ætti það að vera oss hvöt til þess að
halda félagsvinnunni áfram með örugg-
um liug og biðjandi trú í Jesu nafni“.
í nefnd til að íhuga ártskýrslu
forseta o<r raða málum á dagskiá
vorv kosnir:
Sjera Friðrik J. Bergmannn,
„ Björn B. Jónsson og
Árni Sigvaldason.
Einbættismenn kosnir fyrir kom-
andi ár: fyrir forseta, sjera Jón
Bjarnason, endurkosinn.
Að Jjví búnu vottaði sjera Fr.
,1. Bergmann forsetanum maklegt
þakklæti þingsins, og kirkjufjelags-
ins yfir höfuð, fyrir hina óþreytandi
starfsemi hans 1 þarfir vorra kirkju-
legu mála; rninntist þess, hveátakan-
lega menn hefðu fundið til hve mikið
hefði vantað á f>au kirkjuþing, þegar
forsetinn sökum vanheilsu hans, hafi
orðið að vera fjarverandi. Jafnframt
rninntist ræðumaður þess hve mikið
gleðiefni það væri, að fá nú aptur að
njóta nærveru hans á kirkjuþingum
vorum. Að endingu ljet ræðumaður
í ljósi J>á ósk og von, að kirkjufjelag-
ið mætti enn fá að njóta hans for-
meDnsku og starfa um langa tíð.
Forseti pakkaði kosninguna með
nokkrum velvöldum orðum, og ljet í
Ijósi að hann mundi framvegis, eins
og að undanförnu, vinna eptir megni
að viðgangi og velferð kirkjufje-
lagsins.
Fyrir vara-forseta var sjera Fr. J.
Bergmann endurkosinn.
Fyrir skrifara sjera Jónas A. Sig-
urðsson, endurkosÍDn.
Fyrir vara-skrifara sjera Björn
B. Jónsson, endurkosinn.
Allir pessir embættismenn voru
kosnir í einu hljóði.
. í sambandi við kosning fjehirðis,
gaf Fr. Friðriksson til kynna, að
bróðir hans, Árni FriðrikssoD, núver-
andi fjehirðir kirkjufjelagsins, bæðist
undan að verða endurkosinn sökum
vaxandi anna og annara slíkra kring-
umstæðna, sem gerði honutn lítt
mögulegt að sinna pvi starfi eins og
pyrfti.
Var pá Jón A. Blöndal kosinn
fjehirðir og H. S. Bardal" vara-fjeh.
Dví næst voru fundarreglur lesn-
ar upp.
Fundi slitið kl. 4 e. m.
Peningar til lans
gegn veði í yrktum löudum.
R/milegir skilmálar.
Farið til
Tlje London & Catjadiaij Loan &
Agency Co., Ltd.
195 Lombard St., Winnipbo.
eða
S. Christophcrson,
Virðingamaður,
Grund & Baldur.
Stranahan & Hamre,
PARK RIVER, - N. DAK>
SELJA ALLSKONAR MEDÖL, BCEKUR
SKRIFFÆRI, SKRAUTMUNI, o.s.fr.-.
Mr. Lárur Árnason vinnur ( búðinnl, og er
því hægt aö skrifa honum eöa eigendunum á ísl.
þegar menn vilja fá meir af einhverju meöali, sem
þelr hafa áöur fengiö. En cetíö skal muna eptiraö
sanda númeriö, sem er á miðanum á meöala-
glösunnm eða pökknuum,
Northern
PACIEIO
RAILWAY
GETA SELT TICKET
TIL VESTURS
Til Kooteney plássins,Victoria,Van-
couver, Seattle, Tacoma, Portland, og
samtengist trans-Pacific línum til
Japan og Kína, og strandferða og
8kommtiskipum til Alaska. Einnig
fljótasta og bezta ferð til San Francisco
og annara California staða. Pullman
ferða Tourist cars alla leið til Sap
Francisco. Fer frá St. Paul á hverj-
nm Miðvikudegi. Deir sem fara frá
Manitoba ættu að loggja á stað sam*
dag. Sjerstakur afsláttur (excursioÐ
rates) á farseðlum allt árið um kring-
TILSUDURS
Hin ágæta braut til Minneapolis>
St. Paul, Chicago, St. Louis o. s. frv>
Eina brautin sem hefur borðstofu og
Pnllman svefnvakna.
TIL AUSTURS
Lægsta fargjald til allrastaðt aust-
ur Canada og Bandartkjunum 1 gegO'
um St. Paul og Chicago eða vataðlei®
frá Duluth. Menn geta haldið stan*-
laust áfram eða geta fengið að stan*ft
1 stórbæjunum ef peir vilja.
TIL GAMLA'-LANDSINS
Farseðlar seldir með öllum f'ufU'
skipalfnum, sem fara frá Montreal*
Boston, New York og Philadelpb*8
til Norðurálfunnar. Einnig til Suður
Ameníku og Australíu.
Skrifið eptir verði á farseðlum eð*
finnið
H. Swinford,
Gen. Agent,
á hornina á Main og Waterstrætuon
Manitoba hótelinu, Winnipeg, Man.
28
alveg flatar, fljótt á að líta, og pað er að eins pegar
maður ferðast yfir flatlendi petta að maður verður
var við, að pær eru öldóttar.
Steinmetz lypti upp höfðinu og saug upp í nef-
ið, svo J>að heyrðist hátt, eins og Djóðverjar opt
gera. Dað var lyktin af vatninu, sem kom honum
til pess; pvf mikil fljót, eins og hafið, hafa sína sjer-
stöku lykt. Og Volga er stórkostlegt fljót. Menn
ferðast langan veg til að sjá borgir, en fáir virðast
kæra sig um fljólin. Sjerhvert fljót hefur samt eitt-
hvað visst við sig, eitthvað pað sem dregur athygli
xnanns að sjer. Sjerhvert fljót hefur par að auki
áhrif á pá sem uppalast og eyða æfinni á bökkum
pess. Dannig er Guadalquiver-fljótið straummikið,
leyndardómsfullt, óhemjulegt—hr/zt opt út úr far-
veg slnum. Dað rennur líka um Andalusia. Níl-
fljótið—fljót aldanna—sem ruDn'ð hefur tært og
lygnt um aldirnar milli bakka sem inannshöndin hef-
ur ekki snert. Rínfljótið—skáldlegt, prytt af manna-
höndum, með pungum undirstraum á leirugum botni
—rennur í gegnum Dyzkaland. Seine-Ujótið og
Thames-fljótið—grunn—grunn—grunn! Og við
Sem búum á bökkum peirra, hvernig erum við!
Volga er mikið, fjarskalegt vatnsfall, aflmikil,
áhrifamikil I hlutfalli við lengdina. sem er 2,400
mflur. Ýmsir hafa sjeð Dóná og pykir hún mikið
fljót. Hún er pað líka. En hið rússneska risafljót
er 700 mílum lengra. Afarmikið mórautt fljót, sem
rennur hægt, róiega, en með ómótstæðilegu afli,
piÖur til hins fjarlæga hafs.
33
ekki hægt að kaupa ljóðabók hans nema hjá útgef-
andanum, pví bóksalarnir á hinum ýmsu járnbrautar-
stöðvumí landinu botnuðu ekkert 1 Ijóðum hans; en
hjá útgefandanum mátti fá bókina í bandi—í allra
fallegasta, hvítu kiðlingsskinns-bandi, með grænum
borða-—mjög punna bók með mjög punnum skáld-
skap. Dað hefur heyrst, að fólk, sem skiptir sjer af
öllum sköpuðum hlutum, hafi sagt, að faðir Cyrils
hafi haft búð í Leeds, sem hann seldi heilar pilsur og
stappaðar kartöflur í og grætt fje á pesaari verzlun.
En maður má ekki trúa öllu, sem maður heyrir.
Dað lítur út fyrir, að allir menn sjeu jafnir peg-
ar peir eru komnir undir grænan svörð og einnig
pegar menn eru á grænum sverði*; pess vegna gat
enginn hneykslast á pví J>ó Billy Bale, maðurinn,
—pað veit hamingjan!—sem gat gefið óskeikular
bendingar um hvaða veðreiðar sem var, og bar pað
líka utan k sjer. Allir pekkja hesthúsin hans Bales,
sem leigir hesta, og eigandi peirra er faðir hans
Billy; en petta gerir nú ekkert til. Billy er í hiiium
sniðbeztu reiðbuxum, sem sjást í skemmtigörðunum,
og vjer getum sagt yður pað, iesari góður, að margt
fólk, sem tckur pátt 1 samkvæmislífinu, hefur miklu
minna til síns ágætis en pað.
Dað er nú ekki verk vort að ganga um kring í
stofum franska sendiherrans til pess að setja út á hið
*) Hjer er orðaleikur i enskunni, sem ómögulegt er
að þýða; orðið turf=~torfa, svörður er sem sje einnig haft
um veðreiðar,—Kitstj. Lögb.
32
Hann gat auðvitað ekki imyndað sjer að laf^1
Mealhead—hin fagra kona sjöuDda jarlsins af Me*l'
head—væri Deitt annað en hún sýndist, pað er: nokk'
uð annað en mikil hefðarfrú. M. de Chauxville vis®1
náttúrlega, að lafði Mealhead hafði einu sinni veriö
óskabarn á söngskálunum i stórbæjunum, og 8®
púsundir af hjörtum hefðu klappað henni lof í W**
frá sex-penny, og jafnvel priggja-penny svölunuiD *
söngskálunum, pegar hún gengdi nafninu LipuT^’
En svo vissi M. de Chauxville lfka eins vel eins °%
pjer og jeg—lafði Mealbead hafði vafalaust
honum pað—að hún væri prestsdóttir, og að Uú11
hefði valiö sjor leiksviðið, í staðinn fyrir kennslu'
stofuna, til að geta unnið fyrir móður sinni gain8^1'
Hvort sem M. de Chauxville trúði pessu eða ekki* 0t
ekki gott um að segje nje nauðsynlogt fyrir oss a®
grafast eptir. Svipur hans lýsti pví auðvitað,að b*°n
tryði pví, pegar lafði Mealhead sagði honum pað, og
hin svipmiklu frönsku augu lians urðu viðkvæmiH8'
leg pegar hún minutistá móður sína, ekkjuna presW'
ins, sem einhvernveginn hafði gleymst pegar Crock'
ford var að scmja prestatal sitt. Franskir m0°n
clska mæður sínar—1 orði.
M. dc Chauxville gat náttúrlcga heldur okk*
haft neitt á móti hinum unga Cyril Squirt, skáUlin°'
Cyril leit út eins og skáld eiga að líta út. Iláriö A
honun> var sltt, náði niður á kragann að aptanverðu>
Og hann var Uka skáld—eitt af pessum skálduU1’
sem rita fyrir komandi k^nslóðir. Dar að auki v8r