Lögberg


Lögberg - 04.08.1898, Qupperneq 3

Lögberg - 04.08.1898, Qupperneq 3
LðGBERG, FIMMTUDAGINN 4. ÁOUST 1898.. 8 Islands frjettir. Akureyri, 23. júní ’98. Samtök eru komin á við Eyja- fjörð, fyrir forgöngu verzlunarmanna, um að vantla betur en verið hefur verkun á saltfiski; matsmenn skulu settir í verzlunarstöðunum við fjörð- inn, og reglur um verkunina hafa ver- ið gefnar út. I.átinn er sjera Ólafur Petersen á Svalbarði í Þistilfirði og Jönas verzl- unarstjóri Jónsson í Hofsós. Báðir efnilegir menn og á bezta alilri. Babnaveiki er enn á nokkrum baejum hjer í grenndinni, og í tveim húsum á Oddeyri. Tíðarfab fremur hagstætt {>enn- an mánuð, og víða orðinu bezti stofn á túnum. Skepnuhöld eru nú betri en í fyrra, þó kuldarnir í maí hafi háð sauðfjenu. Fiskivabt er orðið í Hrísey og útaf Svarfaðardal, en tregur afli enn. Mælt er Jað beitusildin á íshúsinu í Svarfaðardal hafi skemmst. Hákarlaskipin eru enu að koma með dágóðan afla, og er orðin góð vertíð hjá mörgum peirra. Þjóðminningak SAMKOMUR hafa verið haldnar nýlega í Suður-Þing- eyjarsyslu, önnur í Vaglaskógi,en hin I Reykjadal, og þóttu fara mjög vel fram. Rappreiðar og glímur, sund og fleiri ípróttir voru preyttar. lleykja- dals samkomuna sóttuum 800 manns. SiGURÐUR Tiioroddsen verk- fræðingur er kominn hjerfyrir nokkru til að mæla út akbraut fram Eyja- fjörðinn og er nýlcga byrjað á verk- inu. Akureyri, 4. júli '98. EGiLLkom hingað 25. p. m. Með honum kom oonsul J. V. Havsteen og Friðrik óðalsbóndi á Iljalteyri af Björgvinarsýningunni. Chr. Havsteen kaupstjóri kom og með Agli til sum- ardvalar. Fiskilítid eun á Eyjafirði. Barnaveikin er enu hjer í bæn- um, en i nærsveitunum virðist hún heldur vcra í rjenun. VerzlOnaríjtlitið í sumar hið ískyggilegasta, mikið af íslenzkri ull ytra óselt síðan i fyrra, útlit fyrir að verðlag á henni hjer í sumar verði ekki nema 55 aurar; Ijfsi og fiskur vorður að likindum með svipuðu veiði og I fyrra. Vídalín ætlar að taka hjá kaupfjelögunum 3—4 púsund fjár 12.—14. septembor í haust og svo aptur síðast í september, eins og venjulega. Dví er spáð, að gott kjöt muni verða heldur í hærra verði en í fyrra. Tólg er ekki flytjandi út vegna verð- leysis.—Stefnir. Reykjavik, 21. júni ’98. Aðgerðin á barnaskólahúsinu gamla er nú langt komin, og flytur póstmeistari paDgað um mánaðarmót- in. Útbyggfbg dálítil, eða forstofa, hefur verið reist par sunnan við húsið; Dar eru nú aðal dyrnar. Brjefakass arnir eiga að vera par í forstofunni læstir, eins og víða er á pósthúsum í útlöndum, og getur pá hver sem vill kosta upp á pað fengið sjerstakan kassa og lykil og gengið par alltaf að brjefum sínum. Veðrið er nú hið bezta dags daglega og lítur út fyrir að grasvöxt- ur verði góður. Fyrstu túnblettir voru slegnir nú um helgina. Rvik, 28. júní ’98. Maður drukknaði i Æðey, er Magn- ús hjet; peir voru tveir á bát og báðir ölvaðir, og er sagt að Magnús hafi gengið fyrir borð. Frá Næfraholti í Dýrafirði drukkn- aði nýlega barn, 3 ára, í flæðarmálinu, var að leika sjer við sjóinn með fleiri börnum. Dvzki baróninn, sem keypt hefur Hvítárvelli, lætur vinna par töluvert að jarðabótum í sumar. í vor var Einar Helgason garðyrkjufræðingur par uppfrá um tíma, til að segja fyrir um garðyrkju. Hann plantaði og sunnan við íbúðarhúsið ýmsum trjá- tegundum, sem reyna á hvort vaxið geti hjer. í dag fór Gísli búfræðing- ur Dorbjarnarson upp pangað, og verður par í sumar og stendur fyrir jarðabótunum. Detta ár á að haga búskapnum eins og venja er til hjer á landi, en breyta til næsta ár. Dá ætlar hann að fá hingað pýzka vinnumenn, pvi honum pykir vinnufólkið hjer of dýrt. Gísli búfræðingur Dorbjarnar- seri hefur i vor ferðast um sveitirnar hjer austan við fjallið fyrir búnaðar- fjelag Suðuramtsins. Hann lætur all- vel yfir ástandinu i búnaðinum par eystra; einkum sagði hann að bygg- ingar hefðu batnað, timburhús nú víða reist. Á sumum smærri jörðun- uin eru byggingarnar orðnar dýrari en jarðirnar sjálfar. En hjer eru pað leiguliðarnir, sem byggja og eiga húsin, en ekki jarðeigendurnir, nema á ábýlisjörðum sínum. Dví er pað svo opt, að pað sem bezt er byggt, er rifið niður pegar ábúendaskipti verða og sá, sem inn flytur, ekki getur keypt af fyrirrennara sinum eða pykir húsin of dýr. En jarðeigendurnir ættu allstaðar að byggja, eiga húsin, halda peirn við og leigja pau með jörð- unum.—Ialand. Seyðisfirði, 25. júní 1898. Sjera Lars Oftedal notaði tím- ann hjer til að heilsa upp á vini sina og gömul sóknarbörn. Hann brá sjer og upp yfir heiði til að sjá hjeraðið Hann er töluvert einkennilegur mað- ur bæði að yfirlitum og ásigkomulagi. Hann er með minnstu mönnum að vexti, en prekinn vel og með nokkra ístru. Andlitið kringluleitt og vel við sig, svarthærður og skeggið stutt- skorið, mjög pjett og nokkuð hært. Svipurinni sýnist harðlegur og lýsa preki og fjöri. Ilonum lágu hlýlega orð til íslands og íslendinga. Zeuthen læknir á Eskifirði hefur fengið lausn frá embætti frá 31. júlí. Dorvaldur Thoroddsen hefur verið gerður brjeflegur heiðursfjelagi konunglega landafræðisfjelagsins í Lundúnum. Helgi Jónsson jurtafræðingur hefur verið hjer I firðinum við rann- sóknir síðan hann kom, en fór nú hjeðan með Thyru norður á leið. Konráð Hjálmarsson í Mjóa- firði er nú búinn að fá gufubát sinn. Hann fór í fyrstu leit sína núna I vik- unni, og fjekk (500 að sögn.—Jijarki. Rvík, 1. júli ’98. Málatærslumenn við laDdsyfír- rjettinn eru skipaðir ^9. f. m. Einar Benediktsson, ritstjóri Dagskrár, og Oddur Gíslason, aðstoðarskrifari í ís- lenzku stjórnardeildinni. Er hans von hingað frá Höfn 3. p. m. Yfiriijókrunarkona við holds- veikraspítalann í Laugarnesi er skipuð fröken Jörgensen í Höfn, bróðurdóttir konsúlsfrúar C. Zimsen. Kom hingað nú með „Thyra“. Emiiættispróf í málfræði (í gömlu málunum) hefur Sigfús Blöndal tekið við háskólann með 1. einkunn. Rigning mikil og rosaveðrátta hefur verið hjer allan síðari hluta næstliðins mánaðar. Grasvöxtur oið- inn ágætur og lítur út fyrir, að bezta grasár verði alstaðai hjer á Suður- landi. Rvik, 5. júli ’98. Embættispróf í lögfræði við há- skólann hefur tekið Guðmundur Sveinbjörnsson (Lárusson háyfirdóm- ara) með 2. einkunn. Dr. Dorvaldur Tiioroddsen ætlar í sumar að rannsaka Hallmund- arhraun og heiðarnar par norður og vestur af Langjökli (Arnarvatnsheiði, Tvídægru) og víðar.—Þjóðólfur. heyrnarleysi læknast ekki med áburdum, þvi álirif þeirra ná ekki til þess hluta eyrans, sem sýkin er í. f>ad er ad eins til ein adierd tiiad lsekna heyrnnrleysi, og þad er med medölum sem verkn á tungakerfi og slímhlrnnnr likamans Heyrnarleysi orsakast af því ad himnur, sem liggja í pípnm innaf hlustinnl. vetkjaet; kemnr þá vindáuda í cyrad og heyrnin deprast. Kn lokist pfpur þessar heyrir madur ekkert Og nema hœgt sje ad útrýina sýkinní úr pipum þessum verdui heyrnarleysid var- anlegt. í 9 tillellum af 10 orsakast þetta af Catanh —sem ekki er annad en sýktar slímhimnur. Vjer eefum eitt hundrad doliara fyrir hvert heyrn- arleys s-tilfelli (sem orsakast af Catarrh], sem ekki læknast vid ad brúka Hall’s Catarrh Cure. Nkrifid eptir ókeypis upplýsingum til F. J. Chcuey & Co., Toledo, Ohio. —Til söln í í'llnin lyfjabúdnm, 76c. Hall's Family Pills eru þæt bcztu. J. W. CARTMELL, M. D. GLENBORO MAN., pakkar íslendingum fyrrir undanfarin eóS vi8 sklpti, og óskar a8 geta verið þeim tilþjenustu framvegis. Hann selur i lyfjabúð sinni allskona „Patent'1 meðul og ýmsan annan varning, sem venjulega er seldur á slíkum stöðum. Islendingur, Mr, Sölvi Anderson, vinnur ajjóthekinu. Hann er bæði fús og vel fær að tulka fyrtr yður allt sem þjer æskið. I.ifid og lœrid. Gangið á St. Paul , Iíusiness'-skólann. pað tryggir ykkur tiltrú allra ,bnsiness‘-manna. Á- lit hans hefur alltaf aukist þar til hann er nú á- itinn bezti og ódýrasti skólinn í öllu Norðvest- urlandinu. Bókhald er kennt á þann hátt, að legar menn koma af akólanum eru þeir fœrir um að taka að sjer hjerum bil hvaða skrifstofu- verk sem er. Reikningur, grammatík, að stafa, skript og að stýla brjef er kennt samkvæmt fullkomnustu reglum Vjer erum útlærðir lög- menn og höfum stóran klassa f þeirri námsgrein, og getur lærdómur sá, sem vjer gefum í þeirri námsgrein komið í veg fyrir mörg málaferli. MAGUIRE BROS. 93 E. Sixth Street, St. Paul, Minn Northern PACIEIC RAILWAY GETA SELT TICKET Til vesturs Til Kooteney piássins,Victoría;Van- couver, Seattle, Tacoma, Portland, eg samtengist trans-Pacific línum til Japan og Kína, og strandferða og skemmtiskipum til Álaska. Einnig fljótasta og bezta ferð til San Francisco og annara Californiu staða. Pullman ferða Tourist cars alla leið til San Francisco. Fer frá St. Paul á hverj- um miðvikudegi. Deir sem fara frá Manitoba ættu að leggja á stað sama dag. Sjcrstakur afsláttur (excursion rates) á farseðlum ailt árið um kring. TíLsudurs Hin ágæta braut til Minneapolis, . Paul, Chicago, St. Lousis o. s. frv. Eina brautin sem hefur borðstofu og Pullman-svefnvagna. Til austurs Lægsta fargjaldtil allra staðaiaust- ur Canada og Bandarikjnnum i gegn- um St. Paul og Chicago eða vatua- leið frá Duluth. Menn geta baldið stanslaust áfram eða geta fengið að stansa ístórbæjunum ef peir vilja. Til gamla landsins Farseðlar seldir með öllum gufu- skipalínum, sem fara frá Montreal, Boston, New York og Pbiladelphia til Nerðuráifunnar. Einnig til Suður Ameríku og Ástralíu. Skrifið eðatalið við agenta North- ern Pacific járnbrautarfjelagsins, efla skrifið til H. SWINFORD, General Agent, WINNIPEG, MAN OLE SIMONSON, mælirmeð sínu nýja Scaudinavian Hotcl 718 Main Steeet. Fæði il.00 á dag. Stranalian & Hamre, PARK RIVER, - N. DAK SELJA ALLSKONAR MEDÖL, BŒKUR &KR1FFÆR1, SKRAUTMUNI, o. s. fr.\ jy Menn geta nú eins og áðnr skrifað okkur á íslenzku, þegar þeir vilja fá meööl Munið eptir að gefa númerið aí meðalinu MANITOBA. fjekk Fyrstu Verðlaun (gullmeda- líu) fýrir hveiti á malarasýningunni, aem haldin var I Lundúnaborg 1892 og var hveiti úr öllum heiminum sýnt par. En Manitoba e ekki að eins hið bezta hveitiland í heinii, heldur er par einnig pað bezta kvikfjárræktar- land, sem auðið er að fá. Manitoba er hið hentugasta svæði fyrir útflytjendur að setjast að i, pvi bæði er par enn mikið afótekn um löndum, sem fást gefins, og upp- vaxandi blómlegir bæir, t>ar sem gott fyrir karla og konur að fá atviunu. í Manitoba eru hin miklu og fiskisælu veiðivötn, sem aldrei bregð ast. f Manitoba eru járnbrautlr mikl ar og markaðir góðir. í Manitoba eru ágætir friskólar hvervetna fyrir æskulýðinn. í bæjunum Wiunipeg, Brandon og Selkirk og fleiri bæjum munu vera samtals um 4000 íslendingar. — í nýlendunum: Argyle, Pipestone, Nýja-íslandi, Alptavatns, Shoal Lake Narrows og vesturströnd Manitoba vatns, munu vera samtals um 4000 íslendingar. í öðrum stöðum í fylk inu er ætlað að sjeu 000 íslendingar. í Manitoba eiga pví heima um 8600 íslendingar, sem eigi munu iðrast pess að vera pangað komnir. í Mani toba er rúm fyrir mörgum sinnum annað eins. Auk pess eru I Norð- vestur Tetritoriunum og British Co lumbia að minnsta kosti um 1400 ls endingar. fslenzkur umboðsm. ætíð reiðu búinn að leiðbeina isl. innflytjendum Skrifið eptir nýjustu upplýsing m, bókum, kortum, (allt ókeypis) Hon. THOS. GREENWAY. Minister cí Agriculture & Immigration WlNNIPEG, MANITOBA. 149 björt og snör, undir miklurn, slútandi brúnum. Skeggið var mjög hæruskotið og stóð i burstum fram af höku sem benti á ákafa geðsmuni, en bið langa friða andlit og ákveðni inunnur sýndu Ijóslcga, að petta var maður sem lengi hafði verið leiðtogi annara. Hann var rjettur og hermannlegur í söðl- inum, og sat liestinn svo ópvingað og fallega eins og inaður sem verið liafði á hestbaki alla æfi sína. Dó hann hefði verið í óbrotnum klæðum, pá hefði hið valdmannslega andlit og hin tindrandi augu hans bent til, að hann var maður sem var borinn til að Jrottna. En nú par sem maður sá hann i silki-kyrtli sinum, er var allur útsaumaður með gullnum liljum, °g í flauels-kápu, fóðraðri ineð hinu konunglega »tninever“, sem ensku ljónin voru dregin á með silf- Rrlitum, pá gat engum blandatt hugur um, að hjer var kominn hinn göfugi Edward, hinn herskáasti og voldugasti af hinum mörgu bardaga-konungum, sem drottnað höfðu yfir hinum engil-normanska pjóð- •lokki. Alleync tók ofan og hneigði sig pegar hann konunginn, en prællinn lagði hendurnar saman á kylfu sinni og leit óhýrum augum á aðalsmennina °g riddarana, sem voru í fylgd með konunginum. „Ó!“ hrópaði Edward, og stöðvaði hinn mikla brúna liest sinn eitt augnablik ineð taumunum. „Lfl florf est passó? Non? Ici, Brocas; tu parlcs Aug- lais“. „Ilafið pið sjoð hjörtinn, aularnir ykkar?“ sagði Hiun svipharði, húðdökki maður, cr rciö næatur kon- 156 hjer var nú inannleg vera, eins og hinn úfni fálki og velkti kjóll bar vott um, og orsakaði hún titring í hverri taug hans, sem draumar hans um bjarta og ófiekkaða. anda aldrei höfðu orsakað. Hin góða, ró- lega, ókvartandi móðir vor, náttúran, pótt hún sje vanrækt og uppnefnd, biður sins tíma og dregur á endanum að brjósti sjer jafnvel pau börnin sín, sem mest fara afvega. Karlmaðurinn og kvennmaðurinn gengu bratt yfir völlinn að hinni mjóu brú, hann á undan, en hún svo sem tvö skref á eptir honum. Dar stönzuðu pau, hann sneri sjer að henni og pau sróðu par og töluðu saman í nokkrar mínútur. Alleyne hafði lesið um, og heyrt talað um ástir og unnustu fólk. Hann komst að peirri niðurstöðu, að pau mundu unnast — pessi gulhærði maður og pessi fagra mær, með hið kulda- lega andlit og drembilega svip. Hvað annað en 6st gat verið orsökin til pess, að pau voru saman á gangi í skóginum,eða voru svo sokkin niður i samtal parna við lækinn? En samt sem áður fór hann að efast um, að hin fyrsta tilgáta sín væri rjett, par sem hann stóð í skugga eikarinnar, óráðinn í hvort hann ætti að ganga til peirra eða fara einhverja aðra leið til hússins. Maöurinn, sem var hár vexti og herða- breiður, stóð parna við brúarsporðinn og voifaði handlnggjunum eins og hanu væri i ákafri geðshrær- ingu, en pað mátti stundum heyra hina djúpu rödd lians, og virtist hljómur hennar benda til, að hann væri rciður og hcfði hótanir í frammi. Hún stóö 145 hundrað svinum—„sylva de centrum porcis“, eins og pað er nefnt i skjölum ættarinnar. En umfram allt gat elzti erfiDgi ættarinnar samt haldið upp höfðinu sem s&nnur ljensmaður i Minstead—pað er að segja, hann hafði landið að ljeni beinlínis frá konunginum og var undir engan aðalsmann gefinn og varð ekki að standa neinum öðrum en konunginum reiknings- skap gerða sinna livað landið snerti. Dar eð Alleyno vissi allt petta, pá er ekki nema eðlilegt pó hann væri ofurlítið upp með sjer pegar hann í fyrsta skipti leit landeignina, sem í svo marga liði hafði fylgt ætt hans. Hann gekk pvi hraðara pegar hann hugsaði um petta, veifaði göngustaf sinum fjörlega og skim- aðist um við hvern sveig á stígnum til að vita, hvort hann sæi ekki gamla saxneska íbúðarhúsið. En hann stanzaði brátt við pað, að hann sá villimann- legan kauða einn, með trjekylfu I hendinni, stökkva fram úr fylgsni sínu bakvið trje eitt og varna sjer stiginn. Sá, sem veginn varnaði, var durgslegur en kraptalegur bóndamaður, og var hann í treyju úr ósútuðu sauðskinni og hafði húfu úr sama efni á höfðinu, en i stuttum leðurbrókum og sklálmum par fyrir neðan með leðurskó á fótum. „Stanzaðu!“ hrópaði maðurinn og fypti upp hinni pungu kylfu sinui, til að leggja áherzlu á skip- un sína. „Hver ert pú, sem gengur svo hiklaust í gegnum skóginn? Hvert ertu að fara og hvaða er- indi áttu hjer?“ „Hví ætti jeg að svara spumingum píuum, viu-

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.