Lögberg - 26.01.1899, Side 4

Lögberg - 26.01.1899, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. JANÚAR 1899. LÖGBERG. Gcfið út að 309^2 Elgin Avc.,Winnipeg,Man af The Lögberg Print’g & Publising Co’y (Incorporated May 27,1890) . Ritstjóri (Editor): Sigtr. Jónasson. Business Manager: B, T. Björnson. 4 118 I ýhinpn r : Smá-anplýslnpar í eitt akipti25 yrlr 30 ord eda 1 þml. dálkslengdar, 75 cts um mán Olnn. A stærri auglýsingnm, eða auglýsingumum lengritíma,afsláttur eptir samningi. P áiMtada.-»kipti kaupenda verður a<3 tilkynna 'kntlega og geta um fyrverand* bústað jafnframt. Utanáskript til afgreiðslustofu blaðsins er: 1 be Lögberg Printin A Pnbliab. €0 P. O. Boz 5 85 I Winnipeg,Man. Utanáskrip ttil ritstjórans er: £ditor Lögberg, P ‘0. Boz 5 85, Winnipeg, Man. _ Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupenda á adiógild.nema hannsje skaldlaus, þegar hann seg r npp — Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið flytu vlstfetlam, án þess að tilkynna heimilaskiptin, þá er pað yrir dómstólunum álitin sýnileg sönnumfyrr prettvísum tilgangi. riMMTUDAGINN, 26. JAN. 1899. Hkr. miHMýningar. HiS íslenzka missýninga-mál- gagn afturbaldsmanna, Hkr., gæddi lesendum sínum 19. þ. m. með einni þessari fáránlegu pólitisku grein, sem maður hefur átt að venjast í því upp á síðkastið. Fyrirsögn grein- arinnar er: „Pólitiskar æsingar“, og 1 etzt ritstj. blaðsins vera að segjaþar sögu stjórnarbyltingariunar, sem varð í British Columbia siðastliðið haust, þegar afturhaldsmenn hröp- uðu þar úr völdunum. En eins og vant er, skýrir ritstj. Hkr. rangt frá flestum þeim atriðum málsins, sem hann minnist á, og sleppir þýðingar- mestu atriðum sögunnar, af því að þau eru afturhaldsflokknum til áfell- is, og á þessi aðferð ekkert vægara nafn skilið en að kalla hana missýn- ingar. í rauninni er slík blaða- mennska svívirðileg og sviksamleg gagnvart þeim íslenzku lesendum er sækja alla shia pólitisku þekk- ingu í Hkr., en þeir eru til allrar hainingju ekki margir. þótt þessar missýningar Hkr. hafi þannig ekki mikla þýðingu, þá álítum vér skyldu vora að leiðrétta helztu rangfærsl- urnar í nefndri grein. Ritstj. byrjar á að tala um póli- tiskar æsingar í British Columbia 0g segir, að ,,hinn alræmdi Joseph Martin“ sé „valdur að þeim eins og fyr“. Ritstj. Hkr. gefur þannig í skyn, að þessar „pólitisku æsingar" sé eitthvert böl, sem fylkisbúar verði nú að búa undir, að samkyns æsingar hafi fyr átt sér stað í fylk- inu og að Mr. Joseph Martin hafi verið valdur að þeim. Sanrileikur- inn er sá, að það sem ritstj. Hkr. kallar „pólitiskar æsingar" er ein- ungis hin sama harátta útaf stefnu- mun hinna tveggja, miklu pólitisku flokka sem hefur átt sér stað í hin- um öðrum Canada-fylkjum að und- anförnu. Frjálslyndi flokkurinn hefur sem sé æst fylkisbúa upp í að kasta af sér ráðleysis- og spillingar- oki afturhaldsmanna, sem ráðið hafa lögum og lofum í British Columbia altaf síðan fylkið gekk inn í Can- ada-sambandið. Mr. Martin hélt auðvitað ræður í British Columbia fyrir síðustu almennar kosningar til sambandsþings (1896), og fóru þær kosningar þannig, að fylkið sendi frjálslynda menn á þing í fyrsta skifti 1 sögunni. Aður en þessi frjálslyndis-alda (æsingar- alda!!)' velti sér yfir fylkið, var sá maður varla talinn húshæfur þar vestra sem fylgdi frjálslynda flokkn- um, en á þessu er nú orðin sú breyt- ing, að frjálslyndir menn eru orðnir þar í meirihluta. Afturhaldsmenn mega kenna sjálfum sér .um þessa tjarskalegu byltÍDgu í skoðunum kjósendanna, því þeir misbrúkuðu þar völdin og hrutu með því af sér traust kjósendanna eins og annars- staðar í Canada. En afturhalds- mönnum svíður það sárara en flestar aðrar hrakfarir sínar.að British Col- umbia skyldi kasta oki þeirra af sér, því þeir héldu að þeir ættu fylkið með húð og hári og gætu haldið því undir oki sínu um aldur og æfi. þess vegna spangóla afturhalds-mál- gögnin „stór og smá“ eins hátt og aumkunailega og þau gera nú útaf hrakförum sínum í British Colum- bia. Yiðvíkjandi síðustu fylkisþings- kosningum í British Columbia vilj- um vér taka fram, að þrátt fyrir að afturhaldsmenn stóðu miklu bet- ur að vígi, með því að stjórnin var úr þeirra flokki og stýrði kosning- unum—og notaði allar þær hrellur og beitti öllum þeim rangindum, sem afturhaldsmenn eru „alræmdir" fyrir við kosningar—, þá urðu flolck- arnir jafn mannmargir á þingi. Um sama leyti komst fylkisstjórinn að því, að ráðaneytið (Turner-stjórnin sáluga) hafði gert sig seka í mjög alvarlegum afglöpum og veik ráða- neytinu því frá,en fól Mr. Semlin að mynda ráðaneyti. Fylkisstjórinn vissi auðvitað, að Turner-stjórnin hafði ekki traust meirihluta hins nýja þings, en það var ekki þetta sem orsakaði að hann veik ráða- neyti sfnu frá, eins og ritstj. Hkr. gefur í skyn, heldur oíannefnd af- (jlöp þess. þessi athöfn fylklsstjór- ans hefur eins og nærri má geta verið borin undir æðra vald, en sá úrskurður vur gelinn, að fylkisstjór- inn hafi að eins gert það sem em- bættisskylda hans banð honum að gera. það er því jafn-ástæðulaust fyrir afturhalds-málgagnið Hkr. að vera að reyna að sverta fylkisstjór- ann, eins og þegar apturhalds-mál- gögnin voru að reyna að sverta l.indstjóra Aberdeen fyrir, að vilja ekki halda áfram að hafa Tupper- ráðaneytið eftir að kosningarnar höfðu sýnt að það hafði týnt trausti kjósendanna í Canada. það sem ritstj. Hkr. ber á borð fyrir lesendur hlaðs síns um inála- ferlin gegn hinuin tveimur þing- mönnum frjálslynda flokksins er rangfærslu-þvættingur, sem ekki er svaraverður. Og það atriði, að hinn núverandi dómsmálaráðgjafi fylkis: ins, Mr. Joseph Martiu, hafi lagt fyr- ir þingið „lagafrumvarp þess efnis, að tveir þingmenn, sem málin risu útaf, skyldu halda sætum“, er blátt áfram lygi. Frumvarpið, sem Mr. Martin lagði fyrir þingið, var þess efnis, að ekki skyldi höfða mál eða sækja mál gegn þingmönnum (að undanskildum glæpamálum) a með- an þingið sæti, og var frumvarp þetta í samræmi við sarnkyns lög í öðrum fylkjum Canada og lögum er gilda um sambands-þingið. þetta sama frumvarp verndaði eins j^msa þingmenn afturhalds-flokksins í B. Col.-þinginu, sem einnig átti að lög- sækja fyrir sömu sakir og hina tvo þingmenn frjálslynda flokksins. Nokkrir af afturhalds-þingmönnum þessum ha'a nú sagt af sér, því það var svo ómótmælanlega víst, að þeir höfðu brotið kosningalögin, að þeir vissu, að ómögulegt var annað en að þeir yrðu dæmdir úr sætum sínum. En um það getur ekki Hkr. Að endingu skulum vér taka fram, að það eru einungis afturhalds- menn í British Columbia, sem eru að reyna að gera veður útaf nefndu frumvarpi. þeir eru nú orðnir í miklum minnihluta í fylkinu, en meirihlutinn er ánægður og glaður yfir að vera laus undan óstjórnar- ranglætis- og afglapa-oki afturhalds- flokksins. Semlin-stjórnin, eða Mr. Martin.hefur hvorki beitt harðstjórn né brotið lög, enda mun það sjást betur síðar, að Hkr. er hér einungis að reyna að gera missýningar eins og hún er vön, veslingurinn. í þessu blaði hirtum vér niður- lagið af fréttagrein Mr. J. J. Bíld- fells um Yukon-hóraðið, og vonum að lesendum vorum þyki greinin fróðleg og skemtileg í heild sinni. Vér ætlum engar athugasemdir að gera við greinina, þótt vér getum gefið nokkuð ýtarlegri skýringar yfir fáein atriði í henni, sem höf. drepur á, og þær upplýsingar gefum vér ef til vill síðar. En það er eitt atriði í sainbandi við stjórn Yukon- héraðsins, sem vér höfum áður minst á í blaði voru, er greinin gefur oss ástæðu til að fara nokkrum orðuin um aftur, af því hún sannar einmitt það sem vér höfum haldið fram því viðvíkjandi. þetta atriði er, að inn- anríkis-ráðgjafi Sifton hafi ekki verið meðsekur í því ranglæti, sem kvartað er um að náma-umsjónar- maðurinn (Gold Cotmnissioner) hafi gert sig sekan í eða látið viðgangast Eins og Mr. Sifton tók fram í ræðu sinni í JBrandon, er vér hirtum ágrip af í Lögbergi fyrir nokkru síðan, þá leitaði liann ráða til yfir-mælinga- manns Canada um, hvaða menn væru hæfastir til að setja í hin þýð- ingarmestu og vandasömustu em- bætti í Yukon-héraðinu, og það voru gatnlir þjónar og fylgismenn aftur- halds-stjórnarinnar sálugu í Ottawa, sem Mr. Sifton setti í þessi embætti eftir ráðieggingu yfir-mælinga- mannsins. það er enginn vafi á, að menn þessir, sumir eða allir, voru í rauninni hæfir fyrir emhættin, og byr juðu líka vel eftir því sem Mr. Bíldfell segir, en þessi gamla erfða- synd afturhaldsmanna, auðfýsn og þar af leiðandi spilling í stjórnar- athöfnum, har réttlætis-tilfinning þeirra og ótta við embættis-missi ofurliða, svo þeir féllu fyrir freist- ingunni. Auk þevs að peir voru þarna svo langt frá höfuðstað lands- ins og ímynduðu sér að líkindum— eins og Mr. Bíldfell tekur fram—að klækir þeirra kæmust ekki upp, þá hafa þeir ef til vill haldið að Laur- ier-stjórnin mundi ekki vera mikið eftirgangssamari við embættismenn sína en afturhalds stjórnin sál. var, en þar misreiknuðu þeir herfilega, því Mr. Sifton setti þá tafarlaust af emhættum og hefur skipað að rann- saka embættisfærsluþeirra. Blöð aft- urhaldsmanna hafa auðvitað reynt að sverta Laurier-stjórnina, sérí- lagi innanríks-ráðgjafa Sifton, sem mál Y ukon-héraðsins sérstaklega heyria undir, I augum almennings útaf því sem aflaga gekk hjá em- bættismönnunum í Yukon, en mál- gögnum þessum hefur lítið orðið á- gengt í því heiðarlega(?) starfi sínu, því almenningur er ekki eins heimskur eins og afturhaldsmenn álíta—bítur ekki á agnið eins og þeir ætlast til. Ef rétt væri að á- saka Mr. Siíton fyrir nokkuð 1 sam- bandi við Yukon-málin, þá væri það helst það, að hann treysti ndklvmm. fylgismönnum afturhalds-stjórnar- innar svo vel, að hann ímyndaði sér, að þeir inyndu reynast ráðvandir og óhlutdrægir embættismenn þar sem freisting var annars vegar. þeir höfðu verið í óhollum skóla, og þess vegna var varla við að búast að þeir mundu reynast sterkir á svellinu á freistinga-tímanum. það er sagt að hart só í ári þegar hrafuarnir eru faruir að kroppa augun hvor úr öðrum, og það hlýtur að vera hart í ári h j 4 afturhaldsmönnum þegar þeir eru að kroppa augun úr flokksmönnum sínum, þó þeir geri það auðvitað í þeirri von að menn ímyndi sér, að þeir tilheyri frjálslynda flokknum. Grnndvöllurinn. Fyrir hálfum mánuði síðaa sendi utanríkis-ráðgjafi Rússa,Mura- vieff greifi, út umburðerbréf til stjórna hinna ýmsu ríkja viðvíkj- andi ætlunarverki fulltrúa þeirra, sem ætlast er til að þau sendi á fundinn í Péturshorg í vor til að ræða um uppástungu keisarans, að takmarka herbúnað þjóðanna, og lætur Muravieff’ það álit í, ljósi, að það sé æskilegt að komast að niður- stöðu um eftiifylgjandi atriði: 1. Að semja um, að auka ekki herflota og landher þjóðanna, né heldur tjárveitingamar til þessara hluta, um ákveðið ára-tímabil. 2. Að reyna að finna meðöl til að minka herskipa-tiotana og landher- ina, og einnig fjárveitingarnar til þeirra, i framtíðinni. 3. Að koma sér saman um, að nota engin ný vopn (bissur o. s. frv.) eða aflmeiri sprengiefni en nú eru búin til. 4. Að takmarka notkun hinna voðalegustu af þeim sprengiefnum, sem nú eru til, eða þekkjast, og að banna að fleygja nokkrum sprengi- efnum úr loftförum (loftbátum) eða á annan þvílíkan hátt (yfir borgir, herbúðir, fylkingar eða skip). 5. Að banna að nota neðansjávar- tundurbáta (torpedos) eða nokkuru annan þessliáttar úthúnað. 6. Að skuldbinda sig til,að byggja ekki herskip með útbúnaði til að sökkva öðrum skipurn með árekstri (rams). 7. Að framfylgja ákvæðum Gen- eva-fundarins viðvíkjandi hernaði á sjó. 8. Að gera öll skip friðhelg nema þau, sem laskast í sjó-orustum. 9. Að yfirskoða og breyta yfirlýs- ingunni, viðvíkjandi lögum og sið- 440 því hinn persÓnuíegi orðstír peirra var kominn undir leikslokunum eins og heiður flokkanna, sem peir til heyrðu hvor um sig. Þeir voru báðir frægir her- menn, en þar eð þeir höfðu unnið afreksverk sín í löndum sem lágu fjarri hvert öðru, þi höfðu þeir aldrei fengið tækifæri til að skiptast höggum á. Burtreið milli þvílíkra manna var í sjálfu sér nóg til þess að vekja mikinn áhuga fyrir henni hjá áhorf- endunum, þótt ekki hefði verið undir henni komið hver flokkurinn bæri sigur úr býtum I heild sinni. Deir stönzuðu fáein augnablik, hver á slnum enda burtreiða-vallarins— Djóðverjinn skuggalegur og ró- legur, en Sir Nigel titrandi í hverri taug af geðs- hræringu, af áhuga og brennandi á3etningi að sigra. Allir áhorfendurnir stóðu á öndinni þangað til burt- reiða stjórinn ljet glófa sinn falla niður á jörðina til merkis um, að hinir stálklæddu riddarar skyldu byrja og þeir mættust eins og elding beint fram Undan pöllunum, sem prinzinn og konungarnir voru á. X>ótt Ujóðverjinn hrykki nærri úr söðlinum við spjótslag Englenriingsins, þá hæfði hann mótstöðu- mann sinn svo beint á hjálrr grímuna að reimarnar, gen tengdu hana við hjáiminn,slitnuðu og hjálmurinn með fjaðraskúfnum á fór allur í mola og fauk af Sir Nigel, sem hjelt áfram á harða stökki yfir á hinn enda vallarins, og glampaði á hinn bera skalla hans í 8Ólskininu. Púsundir þær af klútum og Og böfum, sem veifað vaj í áhorfenda-þyrpingunni, 449 vopn, sem honum fellur bezt að beita“, sagði ridd- arasveinninn. „Jeg sje á þessu, að herra yðar er ofurh jgi og mjög metorðagjarn“, sagði prinzinn. „En sólin er nú þegar lágt á loptinu, svo dagsbirtan endisi tæp- Iega fyrir allar þessar atrennur. Gerið því svo vel, herrar mínir, og verið til taks að reyna yður við þenna ókunna riddara, svo vjer fáum að sjá, hvort afreksverk hans jafnast við hin djörfu orð hans“. Hinn ókunni riddari hafði setið á hesti sínum eins og stál-líkneski, og litið hvorki til hægri nje vinstri, á meðan á öllu þessu samtali og undirbún- ingi stóð. Hin eina hreifing hans var það, að hann hafði farið af baki af hestinum, er hann hafði komið á, og á bak hinum mikla, svarta hestr, sem sveinn hans hafði teymt við hlið sjer. Hinar afar breiðu herðar hans, hið rólega látbragð og það, hvernig hann bar skjöld sinn og spjót, var í sjálfu sjer nóg til að sannfæra þúsundir þær af áhorfendum, sem höfðu vit á að dæma um þvllika hluti, að riddari þessi var hættulegur mótstöðumaður. Aylward, sem stóð í fremstu röð bogamannanna ásamt Símoni svarta, Hordle-Jóni og nokkrum öðrum úr Hvítu- hersveitinni, hafði verið að gera athugasemdir viö allt, sem fram fór, eins blátt áfram og bispurslaust eins og búast mátti við af manni er eytt hafði aldri sínum sem hermaður, og hafði lært í hinum harða reynsluskóla að sjá í einu vetfangi alla kosti við riddara og hesta þeirra. Hann starði nú á hinn 444 sem hljóp með hliðinni á hesti hans. Hannig riðu hinir tveir menn, með hina þrjá hesta sína, á harða brokki inn á völlinn, og það var lúður riddarasveins- ins, er bljes í hann þegar herra hans reið fram á sviðið, sem gall við rjett þegar prinzinn ætlaði að fara að úthluta verðlaununum og dró athygli áhorf ■ endanna frá þeirri athöfn og komumönnunum. „Ha, Sir John!“ hrópaði prinzinn og teygði sig fram, „hver er þessi riddari og hvað vill hann hingað?“ „Svo framarlega sem jeg get haft nokkra hug- mynd um það, herra, þá álít jeg að hann sje fransk- ur“, svaraði Sir John, og var mesti undrunar-svipur á andliti hans. „Franskur!*1 át Don Pedro eptir. „A hverju getið þjer sjeð það, Chandos lávarður, þar sem hann ber engin tignarmerki á herklæðum sínum, hefur engan fjaðraskúf nje skjaldmerki?“ „Jeg þykist sjá það á herklæðum hans, herra, sem eru ávalari bæði um axlirnar og olbogana, en nokkur herklæði gerast 1 Bordeaux eða á Eoglandi11, svaraði Sir Jobn. „Hann gæti verið ítali, ef hjálm- ur hans hefði meiri halla, en jeg þori að sverja það, að stálplötur þessar voru smfðaðar á milli Rín-fljóts- ins og Garonne-árinnar. En hjer kemur nú sveinn hans, svo við fáum að heyra hver undarleg forlög komu houum til að fara hingað yfir um flóana“. Um leið og Chandos sagði þessi orð, reið riddara- sveinninn á stökki eptir burtreiða-vellinum, stöðvaði

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.