Lögberg - 20.04.1899, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.04.1899, Blaðsíða 2
2 LÖGBER0, FIHMTUDAGINN 20. APRÍL 1899. Miuiitoba-þi’ng''®* Vérskyrðam frá f>ví í síðasta blaði, að þÍDginu hefði verið frestað 13. f>. m. til 15. júní, og gerðum r&ð fyrir að gefa lesendum vorum dálítið yfirlit yfir starf þingsÍDS f>ann tæpan m inaðar-tíma, sein pað starfaði áður en pvi var frestað. í alt sampykti pingið 28 ný lagaboð og breytingar & eldri lögum, og er pað, sem fylgir, yfirlit yfir hin helztu ný lög og laga breytingar, sem fylkisstjórinn sam- pykti sama daginn og pinginu var frestað: Lög um uppleysing og meðferð & eignum hlutafélaga, sem einhverra hluta vegna hætta að starfa. Engin fylkis-lög voru áður til um petta efni, en pessi lög ná til allra félaga, sem lðggilt hafa verið eða löggilt verða í fylkinu, hvort sem er með sérstökum lögum frá pinginu eða undir hinum almennu hlutafélaga-lögum pess. Öll pessháttar hlutafélög ættu að fá sór pessi lög og kynna sér pau nákvæm- lega. Lög viðvíkjandi eigendum hest hfisa (Livery stable keepers), sem leigja út hesta og taka hesta og aðra stórgripi til geymslu og fóðurs í hest- hús sín.— Breytingin er í pví innifal- in, að reikningur hesthúss-haldarans fyrir geymslu og fóður pvílíkra gripa hefur forgangsiétt fyrir veði eða hverskyns öðrum skuldum, Sem á peim kann að hvíla. Tíminn, sem hesthúss haldarinn má selja gripina fyrir skuld sinni, er einnig styttur— er nú 1 mánuður, í staðinn fyrir 3 mánuði. Skólalögin.—Sú breytÍDg vargerð á peim, að pegar skólabarna tal fer fram, pá skal telja alla upp að 21 árs að aldri, í staðinn fyrir upp að 16 ára aldri. Orðið „skattgreiðandi“ í lög- um pessum skal hér eftir p/ða sér- hvern panD, sem er á síðustu yfir- skoðaðri matsskrá 1 tilefni af eignum innan skólahéraðsins. Lög viðvíkjandi parti af skólat sjóðijfyrir selt skólaland fylkisins.— Pau leyfa fylkisstjórninni að draga út úr skólasjóði peim, sem er í hönd- um sambands-stjórnarinnar 1300,000 °g veija til að styrkja barnaskóla fylkisins. Lög, sem breyta fylkislandslög- unum.—Breytingin er í pví innifalin, að veita umsjónarmanni fylkislands- ins (Provineial Lands Commissioner) vald til að veita heyleyfi og timbur höggsleyfi, ogseroja reglugjörð pessu viðvikjandi. Lög, sem breyta kirkjueigna lög unum.—Breytingin veitir Gyðingum, sem kirkju, rétt til að eiga landeignir I fylkinu á sama hátt og kristin kirkjufélög. Lög um vegastæði á sambands stjórnar timbur-svæðum.—Efni peirra er, að fylkisstjórnin taki við vega- stæðum peesum með vissum skil- yrðum. Lög, sem breyta landpurkunar- lögunum.—Breytingarnar eru sem fylgir: 1. að sveitirnar mega ekki gefa afslátt á hinum séistaka land- purkunar-skatti, sem pær leggja á; 2. prátt fyrir pað gilda hin sömu pving- unarmeðöl hvað skatt penna áhrærir eins og um aðra sveitar skatta, sem ekki eru greiddir fyrir 31. destmber 4r hvert; 3. hlutaðeigandi sveitir mega ekki verðleggja land f purkun- ar-héraði, á meðan landpurkunar- skuldabréfin eru í gildi, hærra en pað var veiðlsgt til skattgreiðslu pegar augl^st var að áformað væri að mynda landpurkunar-béraðið. Þessi ákvæði gilda um aila landpurknn sem fylkið gerir 1 framtíðinni, og ná einnig aftur í tímann, svo pau snerta landpurkun- ina í St. Andrews og Boine-flóunum. Alt að 1100 sekt er lögð við að hreifa eða Pjðileggja nokkur mælinga- merki, sem sett eru í sambandi við landpurkun. Lög, sem breyta lögunum um vernd barna.—Breytingin er í pví fólgin, að barnaverndunarfélag fylkis- ins má, ef pví synist, senda börn, er pað hefur undir hendi, á iðnaðar-heim- ili í Ontario, mað sampykki dóms- rnálaráðgjafansí Manitoba. Félaginu er einnig gefið meira vald hvað snert- ir börn sem illa er farið með, og börn sem strjúka frá pví, o. fl. Lög um nám líkamsbyggingar- fræðinnar.—Efni peirra er, að lík vissra manna, sem deyja, er enginn ættingi eða vinur gerir kröfu til inn- an sólarhrings, megi með vissuum skilyrðum afhendast læknaskólunum (til uppskurðar). Lög, sem breyta lögunum um sölu varnings.—Augnamið pessara breytingar er, að sá, sem b/r til varn- inginn eða hlutinn, hafi eignarhald í honum pótt hann selji, par til borgað er að fullu. Það var vafi á pessu at- riði eins og lögin voru áður. Lög, sem breyta hlutafélaga lög- unum.—Breytingin er sú, að peir, sem ætla að biðja um löggildingu sem hlutafélag, fá tvo mánuði til pess frá pví að peir hafa auglýst hinn ákveðna tíma í stjórnartíðindunum (Manitoba Gazette), í staðinn fyrir einn mánuð, eins og áður var. Lög, sem breyta lögum um styrk til smjör- og ostagerðarhú3a.—Breyt' ingin er í pá átt, að taka af öll tví- mæli um gildi vissra veð bréfa, sem gefin voru undir hinum uppruDalegu lögum. Lög, sem breyta lögum er leyfa sveitafélögum að taka lán til að end urborga fylkinu útsæðislán.—Breyt- ingin er aðallega sú, að sveitafélögin megi nú gefa út skuldabiéf 1 pessu skyni sem séu borganleg á 1 til 10 árum. Afborganir mega nú og vera gerðar einu sinni eða tvisvar á ári. Lög, sem breyta sveitafélaga- lögunum (The Municipal Act). — Breytingin er í pví fólgin, að Seikirk- bæ er veitt sérstakt leyfi til að gefa út skuldabréf upp á $62,000, án pess að bera aukalög par að lútandi undir skattgreiðendur, en peningunum, sem fást fyrir skuldabréfin, má einungis verja til að borga gömul skuldabréf eða gamlar skuldir, sem hvila á bænum. Lög, sem heimila Morris bæ að gefa út sknldabréf upp á $20,000, í sama augnamiði og Selkirk. Lög til að stofna The Western Manitoba-j árnbrautarfélag. Lög,sem breyta lögum um stofn- un Winnipeg & Fort Alexander-járn- brautarfélagsins. Lög til að stofna The Waskada & Eastern járnbrautarfélag. Lög, sem breyta lögum viðvíkj- andi Minnedosa-bæ.—Breytingin er um ptð, að bærinn megi borga skuld sína á annan hátt en áður var ákveð- lð, og svo að- leyfa skólanefndinni par að gefa út viss skuldabréf Lög, sem staðfesta samninginn milli Winnipeg-bæjar og Winnipeg- vatnsleiðslufélagsins, lim sölu og af- hendÍDgu á öllum vatnsleiðslu útbún- aði, eignum og leyfi pess til bæjarins. Lög, sem breyta stofnunarlögum „The Northwest Commercial Travel- lers’ Association of Canada“. Lög, sem stofna „The Winnipeg General Trust Company“. Lög, sem stofna The Manitoba Midland & Western járnbrautarfélag. Lög, sem stofna The Portage & Northwestern járnbrautarfélag. Lög, sem breyta lögum viðvíkj- andi dánarbúi Alexander’s Mclntyre. þreytt og dauf. KEYNSLA VIKÐINGAEVERÐKAR UNGR- AE STÚLRU. Blóðið 1 henni var lélegt og vatns- kent — Hún pjáðist af höfuð- prautum og magnleysisköstum— Hvernig hún náði aftur blóma heilsunnar. The Recorder, Brockville. Á einhveiri beztu bújörðinni íWol- ford township í Grenville héraðinu, búa pau Mr. og Mrs. Alonzo Smith og fjölskylda peirra. Mr. Smith er ef til vill einhver bezt pekti maður- inn í countyinu, vegna pess að auk pess að vera gildur bóndi, pá er hann einnig umboðsmaður fyrir yms jarð- yrkjuverkfæra-félög. Hann á tvær virðingarverðar dætur og er sú eldri seytján ára gðmul. Miss Minnie E. Smith, eldri dóttirin, sagði fréttarit ara blaðsins Brockville Recorder, sem nýlega heimsótti hana, eftirfylgjandi sögu:—„Fyrir nálægt tveimur árum síðan veiktist ég. Ég varð föl og dauf, og ef ég reyndi nokkuð að gera 1 húsinu, pá varð ég svo óttalega upp- gefin. Mér hætti við að fá óttalegan höfuðverk og maginn varð svo veik- ur, að jeg hafði ógeð á allri fæðu. Þessu mótlæti mínu fylgdu aflleysis köst og voru fæturnir á mór ískaldir sumar og vetur og hórum bil tilfinn- ingarlausir. Ég reyndi ymiskonar meðöi, en í staðinn fyrir að pau bættu mér, pá dró stöðugt af mér. Einu sinni í marzmánuði 1891 kom faðir minn heim með öskjur af Dr. Willi- ams’ Pink Pills. Hætti ég pá strax við hin meðölin og byrjaði á piliun- um. Ég fann strax til pess að pær bættu mér, svo fjórar öskjur meira voru fengnar, og pegar ég var búin úr peim var ég orðin albata. Ég hef aldrei haft betri heilsu heldur en óg hef nú. Nú hef ég altaf góða matar- lyst og hef ég pyngst að mun. Alt petta er áhrifum Dr. Williams’ Pink Pills að pakka, og vildi ég ráðleggja öllum ungum stúlkum, sem eru heilsu- bilaðar, að brúka pær, og pær lækna vafalaust, só öllum reglunum fylgt“. Það, sem hér að ofan er sagt, er mjög pyðingarmikið fyrir foreldra, pví pað eru margar ungar stúlkur, í pann veginn að ná fullorðinsaldri, hverra ástand,mildast sagt, er ískyggi- legra en foreldrar peirra hafa hug- mynd um. Yfirlitur peirra er fölur og vaxkynjaður að sjá, pær hafa hjartslátt, höfuðverk, andprengsli hvað lítið sem pær reyna á sig, magn- leysi og ýma önnur sorgleg sjúkdóms- einkenni, sem nær pví æfinlega enda með pví að pær deyja ungar, sé ekki strax tekið í strenginn og heilsunni kippt í rétt lag. I slikum tilfellum hefur enn pá ekkert meðal fundist, sem er á við Dr. Williams’ Pink Pills til pess að uppbyggja blóðið, styrkja taugarnar, veita aftur blóma heils- unnar í stað magurra og grárra kinna. Þær eru áreiðanleg lækning við öll- um kvennlegum sjúkdómum, hvort sem pær heldur eru ungar eða gaml- ar. Pillur pessar lækna einnig gigt- veiki, fluggigt, riðu, höfuðverk,tauga- veiklun, eftirköst eftir la grippe, in- flueDzu og ilt kvef; sjúkdóma, sem stafa af blóðvökvanum,svo sem kyrtla veiki, langvarandi heimakomu o.s.frv. Látið ekki koma yður til að brúka neinar eftirstælingar hvað sem peir segja sem bjóða pær. Eftirstælingar hafa aldrei læknað neinn. Gætið pess, að fult nafnið Dr. Williams’ Pink Pills for Pale People sé á um- búðunum á hverri öskju, sem pór kaupið. / A M fl T[L SÖLU—Undirskrif- ^/^/■/^aður hefur land til sölu 2i[ mílu frá Baldur í Argyle-bygð í Mani- toba. Landið er gott; á pví er plóg- land, beitiland, heyskaparland og nokkur skógur. — Lysthafendur snúi sér til undirskrifaðs.—Baldur, Man., 24. marz 1899. Friðst. Sigurðsson. S/CM A D A D — Skólastjórn A L /r IV n n M n. jn j Franklin- skólahéraðinu óskar eftir kennara með 2. eða 3.- flokks einkunn, helzt karl- manni.—Kenslan á að byrja 1. maí og halda áfram í 6 mán.—Skólahérað petta er í bygð íslendinga.—Umsækj- ndur taki fram hvað kaup peir vilja á og sendi tilboð sín sem fyrst til D. MACAULAY,Sec.-Treas.,Clarklegh,Man. KENNARARrt^im skóla-héraðinu óskar eftir kennara.— Kenslan á að byrja_15. mal næstk. og vara í 5 mánuði.—Akveðið kaupgjald $30.—Umsækjendur snúi sér til S. Sigfússonar, Sec.-Treas., Mary Hill, Manitoba. iil... LYFSALANS í Crystal, N.-Dak... pegarpjer viljið fá hvað helzt sem er af ^kritenm, liljoíifœntm,,... (Sknutfmumtm ri)á Jfíali, og munuð pjer ætíð vorða á- nægðir með pað, sem pjer fáið, bæði hvað verð og gæði snertir. | Ganssle & jnclntosti j JARDYRKJUVERKFÆRA- f I og HVEITIBANDS-SALAR \ y: Leyfa sér hér með að benda yður á, að eftirfylgjandi ^ verkfæri eru þau langbeztu sem fást: DOWAGIAC SHOE DRILLS, HAVANA PRESS ^ ^ DRILLS, DUTCHMAN GANG Plógar, ROCK ISLAND ^ ^ Plógar og Herti, BOSS Herfi, hinn orðlagði McCOLM SOIL ^ PULVERIZER, FAIRLAND BICYCLES, CHALLENGE 3 ^ Vindmyllur, RUSHFORD Vagnar. Óg allskonar Buggies ^ 0g léttir vagnar með nýjasta sniði og beztu tegundir. ^ Við ábyrgjumst að allar okkar vörur reynist eins og við y- lýsum þeim. ^ Stefna okkar er: Hrein viðskifti og tilhlýðilegt verð ^ Komið til okkar og skoðið vörurnar. ^ ST. THOMAS, HENSEL, NORTH DAKOTA. CRYSTAL, 5E JAS. S. SING, manager Wm. McIN TOSH, manager y ■ Hensel. Crystal. ^UUáWUUUUlUUtUttUUUUlUUUWUUIUUUWUáUUUUUiiv Premiu - Listi LÖGBERGS. Nyir kaupendur að Lögbergi, er senda oss tvo (2) dollars, sem fyrirfram borgun fyrir næsta árgang blaðsins geta fengið einhverjar tvœr (2) bækur af lista þeim, sem hjer fer á eptir í kaupbætir. Gamlir kaupendur er senda oss $2.00 sem fyrirfram borgun fyrir blaðið, geta fengið einhverja eina (1) af bókum þeim, er nefndar ern hjer næst á eptir: 1. Bjðrn og Guðrún, Bj. Jónsson 2. Barnalærdómskver H. H. í b. B. Barnfóstran 4: Brúðkaupslagið, Björnstjerne 5. Chicago för Mín. M. J. 6. Eðlisfræði 7. Eðlis lýsing jarðarinnar 8. Einir, Guðm. Friðj 9. Efnafræði 10. 11. Eggert Ólafsson (fyri., B. J.) 12. Fljótsdæla 13. Frelsi og menntun kvenna, P.Br. 14. Hamlet, Shakespeare 15. Höfrungshlaup 16. Heljarslóðar orusta 17. Hðgni og Ingibjörg 18. Kyrmáks saga 19. Ljósvetninga saga 20. Lýsing íslands 21. Landafræði Þóru Friðsiksson 22. Ljóðmæli E. Hjörleifssonar 23. Ljóðm. Þ. V. Gíslasonar 24. Ljóðm. Gr. Th., eldri útg. 25. Njóla, B. Gunnl. 26. Nal og Damajanti 27. Othello, Shakespeare (M. J.) 28. Romeo og Juliet 29. Reykdæla saga 80. Reikningsbók E. Briems 81. Sagan af Magnúsi prúða 82. Sagan af Finnhoga ramma 83. Sagan af Ásbirni ágjarna 34. Svarfdæla. 35. Sjálfsfræðarinn (stjörnufræði) 36. “ (jarðfræði) 37. Tíbrá, I. og II. 38. Úti á víðavangi (Steph.G.Stepb. 39. Vasakv. handa kvennfólki (drjJ 40. Víkingarnir á Hálogal. (Ibsen) 41. Vígaglúms saga 42. Vatnsdæla 43. Villifer frækni 44. Vonir, E.H. 45. Þórðar saga Geirmundarsonar 46. Þoknlýðurinn (sögus. Lögb.) 47' í Leiðslu “ 48. Æfintýri kapt. Horns “ 49. Rauðir demantar “ 50. Sáðmennirnir “ Eða, ef menn vilja heidur einhverja af bókum þeim, er hjer fara á eptir, þá geta nyir kaupendur valið'einhverja eina af þessum í stað tveggja, sem að ofan eru boðnar. Gamlir kaupendur geta einnig fengið eina af þess- um bókum í stað hinna, ef þeir fyrirfram borgun fyrir blaðið, fyrir bókina. 51. Ami (saga, Bjðrnst. Bj.) 52. Hjálpaðu þjer sjálfur (Smiles) í b. 53. Hjálp í viðlögum 54. ísl. enskt orðasafn (J. Hjaltaín) 55. íslands saga (Þ. B,) í bandi 56. Laxdæla 57. Ljóðm. Sig. J. Jóh. (í kápu) 58. Randíður í Hvassafelli í b 59. Sögur og kvæði, E. Ben. senda oss tvo (2) dollara, sero og tuttugu (20) cents umfram 60. 61. Söngbók stúdentafjelagsins 68. Uppdráttur íslands, M. H. 64. Saga Jóns Espólíns 66. Sönglög H. Helgasonar 67. Sönglög B. Thorsteinssonar 62. Útsvarið, í b. 65. Þjóðsögur Ól. Davíðssonar Allar þessar premíur eru að eins fyrir fólk hjcr i luildi, sem borga oss 82.0° fyrirfram fyrir blaðið. Bækurnar á fyrri listanum eru allar seldar á 20 til 85 cents hver. en á hinuro síðari frá 40 til 60 cents hver. Ekki er nema lítið til af sumum íþessum bókum, og ganga þær því fljótt uj'P' Þeir sem fyrst panta þær sitja fyrir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.