Lögberg - 20.07.1899, Page 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. JULÍ 1899.
SKRAUTLEG
SUMAR-VESTI
$1.15.
Sumar-vestum hefur verið vísað á dyr og þau
fara öll cf þið eruð hálfvakandi.
Hvít P. K. vesti og ljósleit, skrautleg, rósótt
vesti, sem kosta Sl.50 til $2.00, þessa vika á $1.15.
Við berum skaðann í hljóði.
Hoover & Town.
68o Main Street.
Næst Clifton House.
1/%%/%%'%%'%%/%%^%'%'%%*
Ur bœnum
°g grendinni.
Útsölumenn og innheimtumenn
Lögbergs, umhvertis Manitoba-vatn,
eru þeir Mr. Björn Olson, West-
bourne; Mr. J. Halldórsson, Lundar;
Mr. J. K. Jónasson, Kinosota.
MERKILEGAR JÁTNINGAR
sýna, að 2S prct. af mönnum og konum
þjást af gylliniæða-kláða. Rannsóknir
sýna að Dr. A. W. Chase’s Ointment hef-
ur aldrei brugðist við gylliniæða kláða,
og ailir þessír menn og konur gætu því
læknast strax með því. Tugir þúsunda
hafa Jæknast af því. Allir geta læknast
á sama hátt. ____________
18. þ. m. gaf síra Rúnólfur
Marteinsson saman í|hjónaband, hér
í bænum, þau Mr. Björn þróðarson
frá Wild Oak (á vesturströnd Mani-
toba-vatns) og Miss Sigurborgu
Gísiadóttir frá Winnipeg.
Klaufaskapur
orsakar opt skurði, mar eða bruna sár.
Bucklens Arnica Salve tekur úr verk-
inn og græfir fljótt. Læknar gömul
sár, kýli, líkporn, vörtur og allskonar
hörundsveiki. Bezta meðal við
gylliniæð. Að eins 25c askjan. All
staðar selt.
þau Mr. og Mrs. G. Sölvason,
hér í bænum, eru nýbúin að missa
yngsta barnið sitt, Guðrúnu að naíni.
Jarðarförin fer fram í dag frá heim-
ili þeirra hjóna, 711 Pacific ave.
DÓMNEFND KVENNA,
sem hafa reyDt kosti Dr. A. W. Chases
Kidney-Liver Pills, fellir þann dóm, að
við bakverk og nýrnasjókdómi jafnist
ekkert meðal við hina miklu uppgötvun
Dr. A. W. Chases, Ameríku mesta Jæknis
Þetta mikla nýrnameðal er selt í öllum
stöðum fyrir 25c. t skjan, og hefur reynst
égatt við ir.argskonar vesöld, sem að
kvenn oJkiamar
Síðan Liigberg kom út síðast
hefur altaf verið svo að segja þurt
veður, aðeins lítilfjörleg skúr í gær-
morgun. Hitar hafa verið allmiklir
suma dagana, alt að 100 gr. þegar
heitast hefur verið.
Um 50 manns er sagt að hafi
komið til bæjarins úr Argyle-bygð
um sýninguna. \ér sáum, samt
sem áður, að eins örfátt af þessu
fólki, með þvr flest af því stóð mjög
stutt við. Meðal þeirra sem vér
urðum varir við var þetta fólk:
Magnús Jónsson: Stefán Kristjáns-
son, Árni Arnason, Miss Emma
Paulso, Miss Sigríður Jakobsdóttir,
Tryggvi Sigurðsson, Guðni Jónsson,
Sigurður Skardal, og þrír synir
þorst. Jónssonar á Hólmi. Annars-
staðar að urðum vér varir við þessa:
H. Eyjólfsson kaupm. í Saltcoats,
Mrs. Thos. Paulson, Yorkton, Svein-
björn Loftson Churchbridge, Ingim.
Erlendson Westboume, og Thorst.
Oddson Binscarth.
ADFERÐ TIL AD VEItDA þrifleöur
Oö BLÓMLEÖUR.
Af náttúrunnar hendi er til þess ætl-
ast, að alt kvennfólk sé þriflegt, blómlegt
og vel bygt. Sé það fölt, óhraust og
taugaveikt, þá bætir Dr. A. W. Chases’s
Neive Food því og endurlífgar hinar
dauðu tauga-„sellur“, gérirblóðið hraust
og hreint og setur nýtt afl og fjör í allan
líkamann. Við kvennlegum sjúkdómum
er ekkert slíkt meðal sem Dr. A. W.
Chase’s. í öllum búðum. ✓
Af ferðafólki, sem var hér í
bænum sýningarvikuna, frá Dakota,
urðum vér varir við þetta: Frá
Garðar: Einar Grandy, Friðbjörn
Friðriksson, Tímoteus Friðriksson,
Sig. Cuðmundsson og Jobn H. Guð-
mundsson. Frá Mountain; Sigur-
jón Sigfússon og konu hans, Mrs. H.
H. Reykjalín, Mrs. Ósk B. Johnson,
Mrs. Ingu Thorlakson, Miss Önnu
Christianson, Miss Th, Christianson,
B. A. Bjarnason, K. G. Kristjánsson,
Sigurjón Gestson. Frá Glasston:
Thorst. Johnson, Helga Paulson
frá St. Tliomas og Jónas Thorvalds-
son frá Cavalier.
Slæmi hausverkurinn
mundi fljótt hverva undaD Dr. Kings
New Life Pillsj Dúsundir manna
eru búnir aft reyna ágæti poirra vift
höfuðverk. E>ær hreinsa blóðið, og
styrkja taugarnar og hressa mann all-
an upp. Goty að taka pær inn, reyna
pær. Áð eios25c. Peningar skilað ap-
tur ef þær lækna ekki. allstaðar seldar
Blaðið „Tribune" hér í bænum,
segir frá atviki sem fyrir hatí kom-
ið á mánudaginn var, rótt þegar
Northern Pacifíc lestin hafi verið að
leggja af stað til Brandon. Rétt
áður en lestin rann af stað kom
kona upp f einn vagninn, með ung-
barn í höndunum, og bað konu, sem
fyrir var, að annast það á með-
an hún færi út aftur að ná farangri,
sem hún þóttist hafa. Kom konan
svo aldrei aftur að vitja um barnið,
svo sú sem; við því tók varð að sitja
með það. I böggli, sem Tonan hafði
skilið eftir, fundust $25 í peningum.
Konan, sem við barninu tók,er nefnd
Mrs. Aunnlargson og sagt, að hún
eigi heima nálægt Baldur.
Fylkisþingið hefur setið stöð-
ugt síðau það kom aftur saman 6. þ.
m., en verður að líkindum slitið í
lok þessarar viku eða byrjun næstu.
Yms lagaboð hafa verið samþykt, og
getum vér þeirra frekar þegar þingi
er lokið. Hið helzta óútrædda frum-
varp, sem nú er fyrir þinginu, er um
að hreyta nokkrum kjördæmum, til
að jafna þau. Hin eina breyting
sem verul. snertir íslendinga, er sú,
að frumvarpið gerir ráð fyrir, að
taka Gimli-sveit frá St. Andrew’s
kjördæminu, og leggja hana (Gimli-
sveit) og alt héraðið þar vesur af,
alla leið vestur að Manitoba-vatni,
saman, og heiti þetta kjördæmi
Gimli-kjördœmi. Grunnavatns- og
Alptavatns-bygðirnar verða í Gimli-
kjördæmi, í staðinn fyrir í Dauphin,
ef frumvarpið verður að lögum og
einnig íslendinga-bygðin sunnan og
austan við mjóddina á Manitoba-
1 vatni. Sumir afturhaldsmenn á
þingi mótmæla allri breytingu á
kjördæmunum, en frumvarpið verð-
ur þó að líkindum samþykt breyt-
ingalítið cða breytingalaust.
Betra en Klondike
Mr. A. C. Thomas í Manysville,
Texas, hefur fundið pað sem meira er
varið í heldur en nokkuð, sem enn
hefur fundist í Klondikc. Hann pjáð-
ist í mörg ár af blóðspíting og tæring
en batnaði alveg af Dr. Kings New
Discovery við tæring, kvefi og hósta.
Hann segir að gull sje lítils virði í
samanburði við petta meðal: segist
mundi hafa pað pótt pað kostaði
$100 flaskan. Það læknar andateppu,
Bronchitis og alla aðra veiki í kverk-
unum eða lungunum. Selt í öllum
lyfsölubúðum fyrir 50 og $1 flaskan.
Abyrgst, eða peningunum skilað
aptur.
Lögberg frítt til næstu
áramóta og gefins skáklsögu
eftir Conan Doyle,i íslenzkri p/ð
ingu, 715 bls. að stærð, fá allir peir
sem senda oss $2.00 fyrir prettánda
árgang, er byrjar 1 janúarmánuði
næsta ár.
Bréf á skrifstofu Lögbergs eiga
þcssir: Elín Jónsdóttir;'MagnúsJóns-
son, 170 Syndicate str.; Hjörtur
Lárusson.
Fjórða júli-samkoman á Gardar,
N. D., hepnaðist ágætlega eins og við
mátti búast. Vér getum hennar frek-
ar í næsta blaði.
Fyrir $2.00 geta menn nú fengið
einn og hálfan árgang Lögbergs og
stóra og merkilega skáldsögu á Is-
lenzku, eftir einn á meðal merkustu
rithöfunda pessarar aldar.
Hinn 12. p. m. (júlí) gáf síra
Hafsteinn Pétursson s&man í hjóna-
band, hér í bænum, Mr. Jakob B.
Ingimundarson og Miss Guðrúnu S.
Oliver, bæði til heimilis að Brú,
Manitoba.
Hinn 16. p. m. gaf sira Hafsteinn
Pétursson saman í hjónaband Mr.
Kristján Guðnason og Miss Málfríði
L. Jósafatsdóttur, bæði til heimilis í
Argyle bygð. Brúðhjónin fóru sam-
dægurs heim til sín.
# n C —FMNDUR VERÐUR í
* * • • * stúkunni „ísafold“ næsta
priðjnd8gskveld (25. p. m.) á North-
west Hall og byrjar kl. 8.
S. Sigukjónsson, C. R.
Stúkan Loyal „Geysir“ I. O. O.
F., M. U. nr, 7119, heldur auíca fund
priðjudagskveldið 24. júli á Unity
Hall, horninu á Pacific ave. og Nena
str. Aríðandi að allir meðlimir sæki
fundinn. Á. Eggkktsson, P. S.
Sendið Lögbergi $2.00 fyrir
næsta árgang Lögbergs, sem byrjar
í janúarmánuði 1900, og náið í nýju
skáldsöguna eftir Conan Doyle áður
en hún er uppgengin.
Hinn 16. p. m. andaðist að heim-
ili Mr. Jóns Mýrdal, hér i Winnipeg,
ekkjan Elinborg Kaspersdóttir, Hún
fluttist hingað vestur frá íslandi, árið
1888, pá ekkja, og hefur síðan dvalið
hjá sonum sínum, Arna og Einari
(Einarssonum), sem nú nýlega eru
fluttir til Grunnavatns hér í fylkinu.
Hafið pér, Argyle-búar, lesið
auglýsingu Christjáns Jónssonar á
Baldur? Hafið pór séð jarðyrkju-
verkfærin hans? Vagnana hans?
Saumavélarnar? Reiðhjólin? Heim-
sækið hann og spyrjið hann um verð
og skilmáia.
Hinn 7. p. m. lézt hér í bænum
ekkjan Guðbjörg Guðbrandsdóttir,
ættuð úr Laxárdal i Dalasýslu á ís-
landi. Hún var 43 ára að alðri; flutt-
ist hingað til lands árið 1887 og gift-
iss næsta ár Halldóri Jóhannessyni,
sem druknaði í Rauðá fyrir rúmum
4 árum síðan.
„Hkr.“ fræddi lesendur sína á
pví síðast, að afturhalds-flokkurinn
hefði grætt 130 nöfn við yfirskoðun
kjörskrárinnar 1 Mountain, og segir,
að Mr. GreeDwsy ré par með fallinn!!
Blaðið lýgur iiúxlu meir en helm-
ingi um gróða flokks síns, og bæði
hann og „Hkr.“ munu falla á sínu
eigin bragði eins og vant er.
„Hkr.“, sem kom út síðast, lýg
ur pví að l.esendum sínum, að skorað
sé á alpÍDg íslands í „ísafoldar“-grein-
inni, er blaðið nefnir, að „löggilda 2.
ágúst sem hátíðisdag44. Detta er rétt
á borð við annað, sem „Hkr.“ segir,
en pað er dálftið bíræfnari lýgi en
sumt annað, af pví ritstj. segist ætla
að prenta greinina í „Hkr.“ Hann
treystir pví sjálfsagt, að lesendur
blaðs hans réu alt annað en eftirtekt-
arsamir.
Sigfinnur Pétursson, George Ben-
son og Dorvaldnr Guðmundsson, úr
islenzku bygðinni í Lincoln County f
Minnesota, bomu hingað til bæjarins
13. p. m. og fóru degi síðar vestur til
ísl. nýlendunnar í Alberta. Mr. Pét-
ursson, sem lengi hefur búið í Lin
coln County, seldi jörð sína par syðra
Dýlega fyrir $3,600, og flytur hingað
norður asamt tveimur uppkomnum
sonum og stjúpsyni ef honum lízt vel
á l&ndið, sem h&un skoð&r.
Mr. Th(órarinn) Breckman, bóndi
í Alftavatns-nýlendunni, var hér á
ferðinni núna í vikunnl til pess að
taka á móti bróður sínum Magnúsi,
ásamt konu bans og 2 börnum, sem
komu frá íslandi (úr Mýrasýslu) með
síðasta hópnum, og flytja pau vestur
með sér. Mr. Breckman biður oss að
geta pess, að heimili sitt sé nú Mary
Hill P. O., Manitoba.
Mr. Guðm. Th. Dórðarson, að
757 Ross ave., hér í bænum, (nýkom-
inn heiman af Islandi) æskir að fá að
vita hvar systir sín, GuðrÚD Helga
t>órðardóttir, frá Vörðufelli 1 Snæ-
fellsnessýslu, er niðurkomin. Hún er
komin fyrir allmörgum árum hingað
vestur, og hafði verið hér I Winni-
peg fyrir nokkrum árum síðan. Deir,
sem kynnu að vita eitthvað um konu
pessa, eru vinsamlcga beðnir að láta
bróður hennar vita pað sem fyrst.
Á sunnudaginn var druknaði
ungur maður, Thos. Hack, hér í Rauð-
á, skamt suður af bænum. Var hann
að synda í ánni ásamt fleiri piltum, og
sökk alt í einu og kom ekki upp fram-
ar, að sagt er. Faðir manns pessa
býr nálægt eina mflu suður af River
Park og stundar ávaxtaræktun sem
atvinnu. Slysið vildi til rétt fram-
undan heimili peirra feðga.
Fjórir piltar, sem teknir voru
fastir meðan á sýningunni stóð, fyrir
að reyna að stela úr vösum manna,
eru hér nú í haldi. Dað veit eDginn
hvað peir heita, pvf svoleiðis náungar
ganga vanalega undir fölskum nöfn-
um, en nöfnin sem peir pykjast eiga,
eru: Louis Hartman, J. R. Hender-
son, Ed. Sliay og W. C. Reid. Mál
pessara manna verða tekin fyrir I lög-
reglurétti bæjarins pessa dagana.
Rev. S. Cleaver, prestur
Grace kirkjunnar hér í bænum, var
rétt kominn að pví aö drukna í vatni
nálægt Rat Portage á föstudagskveld-
ið var. Hafði hann, ásamt konu sinni
og stúlku að nafni Miss Roberts, héð-
an úr bænum, verið að sigla sér til
skemtunar á vatniuu, Hvesti pá svo
hastarlega að bátnum hvolfdi. Voru
engir nærri pegar petta vildi til, en
Mr. Cleaver gat með snarræði sínu,
náð bæði í konu sína og stúlkuna
og komið peim á kjöl, og var peim
svo öllum bjargað rúmum klukku-
tíma seinna.
Hraustir menn falla
fyrir maga, nýrna eða lifrar veiki rjett
eins og kvennmenn, og afleiðingarnar
verða: lystarleysi, eitrað blóð, bak-
verkur, taugaveiklan, höfuðverkur og
preytutilfinning. En enginn parf að
verða svo. Sjáið hvað J. W. Gardn-
ier í Idaville, Ind. segir: „Electrio
Bitters er einmitt pað sem maður
parf pegar maður er heilsulaus og
kærir sig ekki hvort maður lifir eða
deyr. JÞeir styrktu mig betur og
gáfu mjer betri matarlyst en nokkuð.
annað. Jeg hef nú góða matarlyst og
er s og nýr ma ður“. Að eins 50c
í hverri lyfsölubúð. Hver flaska
abyrgst.
Hinni árlegu iðnaðars/uing fylk-
isins var lokið á langardagskveldið
var. Mun hún hafa verið stærri og
umfangsmeiri en nokkurntima uudan-
farandi, og sótt af fleira fólki en
nokkru sinni áður. Skemtanir pær
sem fram fóru í sambandi við sýning-
una, munu tæplega hafa pótt eins
góðar og pær voru bæði í fyrra og
næsta ár á undan. Á fimtudaginn
sóttu yfir 21,000 manns sýninguna,
og er pað meiri mannfjöldi en nokk-
urn tíma áður hefur sótt hana á
nokkrum einum degi síðan fyrsta sýn-
ingin var haldin, fyrir átta árum síð-
an. Kepni um veitingaleyfi og pesB-
háttar var meiri en vanalega hefur
verið, og munu sumir fremur hafa
tapað en gætt á pví yfir vikuna. í>að
er áætlað, að um eða yfir 6,000 manns
frá Bandarikjunum, hafi sótt sýning-
una á föstudaginn (Bandarfkjamanna-
daginn), og er pað fleira en nokkurn-
tíma hefur áður verið pann dag. Á
föstudaginn fór fram knattleikur milli
Winnipeg manna og Grand Forks
manna, sem lauk pannig,að Winnipeg
menn unnu.
Nýir kaupendur Lögbergs, sem
borga fyrirfram, fá nær pví fjögra
dollara virði fyrir $2 00—hálfan 12.
árg.,allan 13.árg.og íslenzka sögubök,
715 blaðsíður á stærð,
Hinn 13. p. m. andaðist hér á
sjúkrahúsinu í Winnipeg gamalmenn-
ið Ásmundur Einarsson, sem um
mörg undanfarin ár hefur búið í
Nýja íslandi. Hann var 89 ára gan1'
all og var á skemtiferð vestur um Ar-
gyle-bygð pegar hann veiktist, en var
strax fluttur hingað til bæjarin til
læknÍDga. Ásmundur sálugi fluttist
hingað vestur, úr Kelduhverfi í Þing'
eyjarsýslu á íslandi, árið 1876 og
settist strax að í Nýja íslandi. Kona
Ásmundar var Helga Gottskálksdóttir
(systir Erlendar í Garði I Kelduhv.
og Jóhönnu konu Guunars Pálssonar
í Winnipeg) dáin fyrir nálægt 15 ár-
um síöan. Jarðarför Ásmundar sál-
uga fór fram frá Fyrstu lút. kirkjunni
hér undir umsjón Mr. Agústar
Gunnarssonar.
Hópur af íslenzkum inntíytj'
endum (95 talsins) kom hingað til
bæjarins síðastl. laugardag (15. þ-
m.). Fólk þetta fór frá Rvík 19*
júní, og er það úr Mýra, Borgar-
fjarðar og Gullbringu-sýslum. I
hópnum var 101 manns, er hann fár
frá Rvík, en 5 fóru til Bandaríkj-
anna (Washington-eyjar í Michigan*
vatni) og eitt barn (á 1. ári) dó i
Glasgow. Með hóp þessum var sem
túlkur Mr. Bjarni Bergman, er f5r
til lslands í fyrra sumar (eftir l^
ára veru hér í álfu) frá Victoría j
British Columbia ásamt konu sinn1
Jóhönnu. þau hjón dvöldu í Rvík
í vetur. þau lögðu af stað í g®r
vestur til Victoria, og búast við a*
eiga þar heimili framvegis.—Fólk
það, sem var í þessum hóp, lætur
mjög báglega yfír ástandinu á ísl*
og segir, að fjöldi fólks mundi nn
tíytja hingað vestur ef það kæinisf
sökum efnaleysis. Allmargir bænd-
ur á Suðurlandi kváðu nú þegaí
vera farnir að undirhúa sig að tíyfj14
hingað næsta ár. En mótstöðu-
menn útflutninga frá ísl. kváðu
einnig vera að undirbúa sig, og æd9
að reyna að fá alþingi (sem nú stcnd'
ur yfir) til að leggja 50 króna út-
tíutnings-toll á hvern vestuifara’
sem mundi gera mörgum, er annars
gæti farið, ómögulcgt að flýja vand-
ræðin á föðurlandinu. Mikil er
mannúðin hjá sumum á ísl.
Ég kem til Baldur, Man-i
og verð þar að taka myndif
frá 24. júlí til 8. ágúst næstk.
Nú scl ég myndir ódýrni’
en nokkru sinni áður.—Tek
myndir af húsum, gripum °*
s. frv. J. A. Blöndal.
Þar eð ég hef tekið eftir pví,
legsteinar peir, cr íslendingar kaup*
bjá enskutalandi mönnum, eru í
um tilfellum mjög klaufalega úr garði
gerðir hvað snertir stafsctningun» ^
nöfnum, versum o.s.frv., pá býðst &&
undirskrifaður til að útvega lönduD®
mínum legsteina, og fullvissa pá at0’
að óg gct. solt pá með jafn góðuu1
kjörum, að minsta kosti, eins og nokk
ur annar maður í Manitoba.
A. S- Bakdal.
497 William ave. Winnipöí?-
l-tl. H. W. ulJttöt o llhp
CATARRH CURE ...
is sent direct to the dl«e»*eS
parts by tba Improved Blo***'
Heals the ulcers, clears tí* rj
passages, stops dropplnfs 1*
throat aad permananGy ®°r -
Catarrb and Hajr Ferer. Bl«*
free. All dealers, or Dr. A. W. ChM*
UedloiiM Ca., Toroato and Butf*1®*
BUJARDIR
OG BŒJARLODIR
Til sölu með mjög góðura kjöruæ
F. A. Gemmeli
GENERAL AGENT.
Jftanitoba Jibe., <§elkirk .
Sub. Agent fyrir Dominion Lancls>
Elds, Slysa og Llfsábyrgð
Agent fyrir
Groat-West Lifo Assurance