Lögberg - 21.09.1899, Page 1

Lögberg - 21.09.1899, Page 1
LöGBERG er gefiö út hvern fimmtudag af Thr Lögbrrg Printing & Publish- ing Co., að 309^ Elgin Ave., Winni- peg, Manitoba. — Kostar $2.0 um árið (á Islandi 6 kr.). Borgist fyrirfram.— Eeinstök númer 5 cent. LöGBERG is published] every Thursday by Thf. Lögberg ’Printing &3Publish ing Co., at] 309Elgin Ave., Winn peg, Manitoba,—Subscription pric n $2.00 per year, payable in advance. — Single copies 3 cents. 12. AR. Winnipeg, Man., flmmtudaginn 21. september 1899. NR. 37. Frjettir. OAXADl. Maður nokkur, Thomas"Blake að nafni, í Smith Falls í Ontario.^er kærður fyrir að hafa myrt konu sína. ‘Er’ sagt, að bæði hann og konau liafi verið ölvuð þegar glæp- Uriun var framinn. Blake er sagðtir að vera 70 ára gamall. það er sagt, að hinn nafnkunni stjórnmálagarpur og þingmaður í hrezka parlamentinu, Mr. Edward Blake, sé væntanlegur hingað til Canada áður langt líður. Mr. Blake er írskur að ætt og er leiðtogi írska heimastjórnar flokksins á þingi. írar í Toronto hafa viðbúnað mikinn og ætla að taka á móti honum með viðhöfn mikilli þegar hann kemur. Mr. Blake var fyrir eina tíð leið- togi frjálslynda flokksins hér í Canada. A sunnudagskveldið var hrundi bygging ein all-stór í borginni Mon- treal. Skaði metinn $40,000. Bygg- ingin tilheyrði W. H. Scroggie klæðavörukaupmanni þar í borginni. Hið mikla ráðhús Toronto-bæj- ar, sem verið hefur í smíðum í síð- astliðin tíu ár, var formlega opnað fyrir almenningi á mánudaginn var. Byggingin er hin prýðilegasta í alla staði og er sagt, að hún muni kosta $2,500,000 þegar hún er full- gerð. Inntektir Can. Pac, járnbraut- arfélagsins yfir vikuna, sem endaði 14. þ. m., .voru $565,000. Á sama tíma í fyrra voru tekjur félagsins ®511,000, eða $54,000 minni en þær voru nú. Vöruhús-vinnumenn Can, Pac. j árnbrautar-félagsins, í Owen Sound, Ont., gerðu verkfall fyrir skömmu síðan og heimtuðu hærra kaup. Eft- ir nokkurra daga uppihald tóku fnennirnir aftur til vinnu n»eð þeim ökilmálum, að kaup þeirra yrði kækkað upp í það sem þeir fóru fram á, að fimtán dögum liðnum. Tannlæknir einn. dr. Chas. Thompson að nafni, í Hamilton Ont, virðist vera fremur slysii.n í lækn- 'ngum síiium nú í scinni tíð. A tæpum tveimur vikum hafa tvær kouur dáið í höndunum á honum á oieðan hann var að draga úr þeim tennur, Konurnar voru báðar svæfðar meðan á því stóð að draga ut tennurnar og vöknuðu svo aldrei ftftur. Dr. Grift’in, sem er líkskoð- 'marmaður þar í borginni, ætlar að láta líkskoðan fara fram út af síð- ^ra tilfellinu. Fyrir skömmu síðan var gerð tilraun til að ræria útibú Molsons bankans í bænum Victoriaville í Quebec. þjófarnir höfðu reynt að sprengja upp öryggisskáp bankans en ekki tekist. þeir höfðu gert all- nfikiim skaða á húsbúnaðiog glugg- nm bankans með sprengingunni, en Peninga fengu þeir enga fyrir ferðina. Fimtánda ársþing verkamanna ^ Canada, sem kallað er: „The Trades Congress of Canada“, kom saman í Montreal á þriðjudaginn Var. Á þingi þessu mæta fulltrúar frá öllum lielztu verkamanna-félög- um í hinum ýmsu fylkjum í sam- bandinu. Forseti þingsins er Mr. Ralph Smith frá Nanaimo, þing- maður í fylkisþinginu í British Columbia. BANDABlKIN. Fyrir fáum dögum síðan varð voðalegur elds bruni í borginni Lin- coln, Neb. Skaði metinn um hálfa miljón dollara. Um 3,000 náma-menn í Hinton, West Virginia, hafa gert verkfall. Hinn 14. þ. m. var opnuð iðnað- arsýning í borginni Philadelphia. Forseti Bandaríkjanna, Mr. McKin- ley, opnaði sýninguna með því að styðja á ofurlítinn telegraf-lykil heima hjá sér, í „hvíta húsinu“ í Wasbington. Mr. C. A, Pillsbury, einn af allra mestu hveitimylnu-eigendum heimsins, lézt að heimili sínu í Minneapolis, Minn., hinn 17. þ. m. það er áætlað að tala Gyðinga í Bandaríkjunum sé um 1,043,800. þegar R. A. Alger, fyrverandi hermálaráðgjafi Bandaríkjanna, sagði af sér ráðgjafa-embættinu var fullyrt, að hann ætlaði að sækja um að verða senator frá ríkinu M’chigan í congressinum í Washing- ton. Nú alveg nýlega hefur Alger gert þá yfirlýsingu, að honum leiki enginn hugur á senators-stöðunni og ætli sér ekki að sækja um hana. Trésmiðirí borginniNew York, hafa gert verkfall. Kaup þeirra er nú $3,50 á dag, en þeir vilja fá það hækkað upp í $4.00 og eiga frítt seinni partinn á laugardögum. Verk- fallsmennirnir eru um 8,500 að tölu. Forstöðunefnd sú, i New York scm hefur fagnaðar-hátíðarmál ad- míráls Dewey með höndum, hefur sent forseta Bandaríkjanna og ráð- gjöfum hans tilboð um að vera við- staddir hátíðina. Bæði forsetinn og ráðgjafarnir hafa afþakkað boðið, og hefur það mælst misjafnlega fyrir bæði í New York og annarsstaðar. Á sunnudaginn var sló í blóð- ugan bardaga milli hvítra og blakkra námamanna í bænum Carterville í Illinois. Hvítu mennirnir voru heimilismenn í bænum, en hinir voru aðkomnir. Viðskiftunum lauk þannig að sex svertingjar voru drepnir; h nir sluppu ómeiddir að því er séð verður. Orsökin til or- ustunnar var sú, að hvítu mennirnir ætluðu að banna svertiugjunum inngöngu í bæinn. en þeir neituðu að hlýða og tóku undir eins til vopna, sem þeir höfðu á sér. Hnefaleiksmennirnir Jeftries og Sharkey ætla að berjast í New York hinn 27. okt. n. k. úTLðm Villijálmur þýzkalandskcisari hefur tekið sér ferð á hendur til Sviþjóðar; lagði af stað í þá ferð linn 18. þ. m. Stjórn Frakka hefur látið hefja málsókn gegn 22 mönnum fyrir hluttöku í samsæri til að kollvarpa lýðveldinu og koma á fót konungs- stjórn. Verða landráðamál þessi tekin fypr innan fárra daga. M. Schurer-Kestner, fyrverandi vara-fors. íefri deild í þingi Frakka, er látinn. Hann var flutningsmað- ur Dreyfusar-málsins á þingi, þegar loks var afráðið að taka málið til nýrrar meðferðar. þrætumál Breta og Transvaal- manna standa ef til vill ver nú en nokkru sinni fyr. „Búarnir" sýn- ast vera albúnir að fara í blóðugan bardaga, en ófriði verður því að eins afstýrt, að þeir lækki seglin og slaki til. Er sagt, að „Búarnir“ séu búnir að kaupa feykna mikið af pottösku til að eitra með ár og læki þar sem líklegt þykir, að brezkir hermenn taki neyzluvatn.—Bretar eru stöð- ugt að senda hersveitir til Suður- Afríku, og það er ekki sjáanlegt annað en að ófriður byrji mjög bráð- lega, svo framarlega að Transvaal- menn slaki ekki meira til en þeir enn hafa gert. Síðustu fregnir frá París segja, að stjórnin hafi afráðið að náða Dreyfuskapt. Fjdgir það með fregn- inni, að Dreyfus muni verða sendur úr landi áður en náðunin er form- lega birt, til þess að minna verði um æsingar og gauragang, sem búist er við að yfirlýsingin mundi annars hafa í för með sér. það er sagt, að Otis hershöfð- ingi sé búinn að gefa út þann boð- skap, að Kínverjar verði að hafa sig burt af Philippine-eyjunum. Kín- verska stjórnin álítur þessa aðferð hershöfðingjans vera brot á þjóð- réttarlögum og hefur sent mótmæla- yfirlýsingu þe°sa viðvlkjandi til stjórnarinnar í Washington. Dómur sá, sem upp var kveð- inn í Dreyfus-málinu, er svo óvin- sæll og þykir svo mikil háðung hvi- vetna, að Frakkar eru komnir í hálf- gerö vandræði fyrir bragðið. Er nú sagt, að þeir muni taka það til bragðs að náða Dreyfus. þykir þá meiri von til, að menn spekist og sætti sig við úrslitin. Fari svo, að Dreyfus verði náðaður, er gizkað á, að hann muni flytja af landi burt og setjast að á Englandi. Aniiikuuarverð afstað'a. þegar maður athugar stefnu ísl. afturhalds-málgngnsins, „Hkr.“, þá getur maður ekki annað en aumk- ast yfir það og afstöðu þess í öllum rnálurn, sérílagi þeim er snerta liags- muni íslendinga hér í landinu. það hefur einhvern veginn atvikast svo, að „Hkr.“ hefur ýmist sjálfviljug tekið hina verri hlið á hverju ein- asta máli, eða útgefendur þess og ritstjórar hafa verið neyddir til að taka þá hliðina, sem óhappasælust var fyrir land og lýð í heild sinni, og íslendinga sérstaklega. Til að sanna mál vort þurfum vér ekki annað en minna á stefnu blaðsins í kirkju- og trúar-málum,íuppfræðslu- málum, í þjóðernismálum, í siðferðis- málum, og í pólitiskum málum yfir höfuð. það, að taka ranga stefnu, er nú mannlegt og fyrirgefanlegt, en að halda við þá stefnu, gegn betri vitund, er samvizkulaust—jafnvel þó svo megi líta á, að peningalegir hagsmunir útgefendanna neyði þá út í það. En það kastar tólfunum þegar blöð láta píska sig til að fara með svívirðilegasta mannlast og vís- vitandi lýgi, eins og „Hkr. hefur gert og gerir stöðugt, og þó tekur út ytír öll ósköp, þegar blaðið er brúkað til aið svala liatri einstakra manna gagnvart öðrum einstakling- um, eins og hefur verið og er dag- legt brauð hjá veslings „Hkr.“ Eins og eðlilegt er, hefur „Hkr.“ og þeir, sem í blaðið rita, fai ið marg- ar hrakfarir útaf ósannindum sín- um og mannlasti, því „aftur hverfur lygi þegar sönnu mætir“. Vér ætl- um nú ekki að fara að rifja upp all- an hrakfalla-feril „Hkr.“, heldur minna einungis á tvö síðustu dæmin um þetta, sem öllum hljóta að vera í fersku minni. Fyrst og fremst skulum vér þá minna á, að „Hkr.“ staðhæfði í vor er leið, að ræða þingmannsins fyrir St. Andrew’s- kjördæmi (S. Jónassonar) hefði ver- ið íslendingum til skammar, o.s.frv. Sökum þessara ummæla neyddist þingmaðurinn (ritstj. Lbgbergs) til að birta ræðuna í blaði sínu, ásamt hrósyrðum þingmannsins fyrir Tur- tle Mountain (Mr. Johnson’s, aftur- haldsliða) um ræ^una og þingmann- inn fyrir St. Andrew’s, og þá varð „Hkr.“ að þegja og hefur síðan stað- ið sem brennimerktur mannorðs- þjófur. Hitt dæmið er það, að „Hkr.“ hafði sagt, að hinir íslenzku um- boðsmenn fylkisstjórnarinnar hefðu stolið svo og svo miklu af fargjalds- peningum, en þá tók Mr. Christo- phersson svo eftirrninnilega í lurg- inn á ritstj. „Hlcr.“ (B. L. Baldwin- son), þótt heimuglega væri, að veslings ritstj. sá sér ekki ann- að fært en éta þcssa sakargift ofan í sig í blaði sínu. Hann held- ur því að vísu fram enn, að stjórnin hatí stolið peningunum, en hann veit, að hann er að fara með helber ó- sannindi, svo hann þorir elcki að beina sakargiftinni að neinum ein- stökum manni. Einhver síðustu ósannindi í „Hkr.“ eru þau, að „Lögberg hafi æ- tíð leitast við að hnjóða í og ófrægja" Mr. Hugh J. Macdonald. það ætti að vera hægt fyrir „Hkr.“ að sanna þessa sukargift, ef hún er sönn, og þess vegna lýsum vér hana ósann- indi þangað til blaðið sannar hana. En „Hkr.“ hefur farið allskonar sví- virðilegum orðum um ýmsa helztu lciðtoga frjálslynda flokksins, kall- þá ósæmilegum nöfnum, o.s.frv. Ef vér höfum ófrægt Mr. Mac- donald með nokkru, þá er það með hans eigin orðum og afstöðu gagn- vart útlendum mönnum hér í norð- vestur Canada. Vér höfum sem sé skýrt frá hvað hann hefur sagt um útlendingana og hvað liann ætlaði að gera við þá—svifta þá flesta hinum dýrmætustu borgaralegum réttind- um, atvkæðisréttinum. það er ekk- ert vafamál hvað Mr. Macdonald sagði á Neepawa-fundinum og fleiri fundum um þetta efni, enda reynir „Hkr.“ ekki að mótmæla því, að orð- in, sem Lögberg flutti, séu rétt höfð eftir honum, cn bæði Mr. Macdon- ald og „Hkr.“ reyna nú að klóra yfir þetta og slá ryki í augu íslendinga —tæla þá með undanbrögðum ðg ó- sannindum. það er sem sé síðasta þokkaverkið, sem „Hkr.“ er pískuð út í að vinna (af hinuin ensku aftur- halds-eigendum sínum), að hjálpa til að svíkja atkvæðisréttinn af fjöldanum af íslendingum og öðrum útlendingum hér í fylkinu. þar er liklega versta þorpara-bragðið, sem blaðið hefur enn gefið sig í að vinna. Yér minnumst ekki að hafa séð ó- svífnari ósannindi og vandræða- legra bull en það, sem „Hkr.“ ber á borð fyrir lesendur sína í síðasta blaði um þetta mál. Einhvern tíma verður mælir synda blaðsins fullur —og þá kemur bin grimmilega, verðskuldaða refsing. Blankets B L A N K E T S Nýkomið til okkar 5 kassar af fínustu ull- ar Blankettum af ný- ustu gerð, búin til bæði í Canada og á Englandi. Flannel- ett-blankett bæði hvít og mislit og af öllum stærðum. B L A N K E T S %/%t%/%/%-% Stopp=Teppi. þykkar, stoppaðar ábreiður á 75 cents til $4 50. Carsley $c Co., 344 MAIN ST. Hvenær sem þiir þuiilð að íá yður leírtau til mið- degisverðar eða kveldverðar, eða þvotta- áböld í svefnlierbergið yðar, eða vandað postulinstau, eða glertau, eða silfurtau, eða lampa o. s. frv., þá leitið fyrir yður í búðinni okkar. Porter $c Co., 330 Main Stkkkt. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ I miwnrnmm ♦ ♦ ílYRTLE CUTl TUCKETT’S Bragð-mikið í Tuckett’s ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ MS5,u.g. Orinoco. | .“7; J J Bf>7+a Virodnia Tnhalr ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Bezta Virgínia Tobak, „EIMREIDIN", eitt fjölbreyttasta og skemtilegasta timaritið á islenzku. líitgjörðir, mynd ir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. hvert hefti. Fæst hjá II. S. Bardal, S, Bergmann, o. (1.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.