Lögberg - 26.07.1900, Blaðsíða 2

Lögberg - 26.07.1900, Blaðsíða 2
2 LÖUBBR0, P1MMTUDA0INN 26. JÚLl 1900. Kirl<ju)>ingi9 í Sclkirk. Vér höfura ekki þreytt lesendur Löjrbergs á fréttum af s'ðasta kirkjuþingi, og ætlum ekki aS birta gjörf'abók þingsins í þetta sinn. Vér álítuin saint sjslfsagt aö birta hina afar-fróölegu ársskýrslu for- set.a kirkjnfélogsins, og prentura hana því hér á eftir. En áöur en vér prentum skýrsluna álítum vér n u synlegt að birta skrá ytir söfn- uði og^embœttismenn kirkjufélags- ins, því talan einungis — en ekki nólnin—er í ársskýrslunni. þar á móti eru nöfn hinna nýju safnaöa, er sóttu um inngöngu í kirkjufé- lagiö og var veitt innganga á síö- asta þingi, í ársskýrslunni. Nöfn safnaöanna, sem tilheyröu kirkju- félaginu árið sem leið, eru : Marshall-söfnuður, St. Páls-söfn., V estui heims -söfn., Lincoln-söfn., Garðar-söfn., þingvalla-söfn. (N. D.), Fjalla-söfn., Víkur-söfn., Hallson- scjfn, Péturs-söfn., Vídalíns-söfn., (írafton-söfn., Pembina-söfn, Fyrsti lit. 'söfu. í VVpeg, Fríkirkju-söfn., Frelsis-söfn., Brandon-söfn., þing- vallanýl.-sirfu., Selkirk-söfn., Víði- nes-söfn., Arnes-söfn., Bræðra-söfn., Fl jót8hlíðar-söfn., Mik leyjar-söln., Melanktons-.-iöfn. og St. Jóhannes- ar söfn. Nöfa presta og embættism*nna: — Séra Jón Bjarnasou, forseti; séra l'Viðrik J. Bergmann; séra N. Stgr. þorláksson, varaforseti; séra Jónas A. Siguiðsson; séra Björn B. Jóns- son, skrifari; séra Oddur V. GlsU- sod; séra Jón J. Clemens, varaskrif- ari; séra Kúnólfur Marteinsson; JóTi A. Blöndal, féhirðir. Enn fremur birtum vér í þessu sambandi nöfn erindsreka hinna ýmsu safnaða, er sátu á síðosta kirkjuþingi (auk presta og embætt- isinanna), og eru þau sem fylgir:— Bjaini Jones og Gnnnar B. Björns- son, frá St. Páls-söfn.; Sigbjörn S. Hofteig, frá Vesturheims-s.; Arngr. Jónsson, frá Lincoln-s.; Stefán Eyj- ólfsson og dr. Móiitz Halldórsson, frá Garöar-s.; Jóhannes Magnússon, fra þingvalla-s. (N. 1).); Sv. Sölva- son, Tómas Halklórsson og Jósef J. Myiis, frá Vlkur-s.; Gunn. Jóhanns- son, fra Pembina-s.; M. Paulson, W. H. Paulson, G. P. Thordarson og Ó S. Thorgeirsson, frá 1. lút. söfn. f Wpeg; Björn Sigvaldason, frá Frí- kii kju-s.; Kristjin Sigmarsson, frá Frelsis-s.; Jóhannes Einarsson, frá þingvallanýl. s.; Klemens JónassoD og Gestur Jóhansson, frá Selkirk-s.; Eirlkur Jóhannsson, frá Víðines-s.; Helgi Ásbjarnars m, frá Mikleyjar-s.; Jón Thordarson, Bjarni Pétursson og Bjarni Ó. Jóhannsson, frá Vídal- fns-s.; Daníel Jónsson, frá Hallson-s.; Tryggvi Yngjaldsson, frá Péturs-s. Bjarni Marteinsson, frá Bræðra-s.; Gunnl. E. Gunnlaugsso”, frá Bran- don-s, og Benedikt Frnnannsson, frá Gimli-s., eftir aö innganga þess safn. hafði samþykt verið. Arsskýrsla forseta. Á kirkjaþingi í fyrra var St. Jó- hannesar-söfnuöi í Pipestonc-bygð, hér í Manitoba, veitt innganga í kirkjufélagið. Aður voru 25 söfn uðir í kirkjufélaginu. Alls eru því söfnuðir félagsins nú 26, eins og safnaðaskráin.sem þegar hefur ver- iö lögð frani, sýnir. E11 nú koma umsóknir uin inn- göngu í kirkjufélagið frá 6 söfnuð- um, þeim, er nú skal greina: Lút- erssöfnuði í Koseau-bygð í Minne- sotaj Guðbrandssöfnuði í Skálholts- sveit í Manitoba, Alberta-söfnuði í Alberta, Girnli-söfnuði í Nýja Is- landí, Breiðuvíkurs. í sömu bygð, og St. Jóhannesar-söfnuði—öðrum — í FjalJabygðinni í Norður-Dak. Ef kirkju þing þetta veitir beiðend- um þessujn öllum inngöngu, eins og jrað væntanlega gerir, verður lala safnaðauna í kirkjufélaginu þannig 32. Prestar kirkjufélagsins eru hinir sömu — 8 — eins og í fyrra. Eng- inn nýr hefur sfðan bætzt við. Við $éra þriðrik J. liergmann lö^ðum af stað til íslandsferöar í fyrra í mat, einsogyður öllum mun kunn- ugt, og komum aftur úr þeirri ferð í október. Séra Rúnólfur Martéins- son, sem þjónaði Fyrsta lút.söfn. í Winnipeg meðan ég var b'urtu, var samkvæmt vilja síðasta kirkjuþings undir eins og því starfi hans var lokið ráðinn sem inissíónarprestur fyrir kirkjufélagið. Og hefur hann á þann hátt beinlínis verið í þjón- ustu þess síðan. Séra N. Steingr. þorláksson, sem um nokkur undan- farinár hefur átt heima í ParkRiv- er í Norður-Dakota og þjónað þar norskum söfnuðum, fékk prestsköll- un frá söfnuðinum íslenzka hér f Selkirk þegar í haust, og er nú, snemrna í þessuin mánuði, alfluttur hingað og seztur hér áð. Áður hef- ur hann ferðast hingað nokkrum sinnum og dvalið hér hjá söfnuð- inum um hríð í hverri ferð. Er oss það víst ölluin stór-mikið fagn- aðarefni að hafa á þennan hátt aft- ur fengið hann algcrlega til sam- vinnu með oss að knstilegri upp- bygging þjóðflokks vors. Hinir prestarnir allir eru þar sem þeir voru áður. En séra Jón J. Clem- ens var burtu frá söfnuðum sínum í Argylc-bygð mánaðartíma í vet- ur með samþykki þeirra á ferð suð- ur í Bandaríkjum. Og séra Björn B. Jónsson sömuleiðis burtu frá sínum söfnuðum í Minnesota hér nyrðra, í Winnipeg, hálfsmánaðar- tíina eða rúmlega það til þess að vinna fyrir skólamál kirkjufélagsins. Að missíónarverki hefur af hálfu kirkjufélagsins all-mikið verið unn- ið á þessu ári, meira en nokkurn tíma áðr. Og hefur sú starfsemi borið gleðilcga mikinn ávöxt, sem sýnir sig í því, að svo margir söfn- uðir sœkja nú um inngöngu í kirkju- félagið. Aðal-starfsrnaðurinn að þessu verki hefur séra Rúnólfur Marteinsson eðlilega verið.—Fyrstu missíónarferðina fór hann til Nýja íslands . að áliðnum októbermán- uði. Hann fór um allan þann hluta bygðarlagsins, er á meginlandi ligg- ur, prédikaði þar á ýmsum stöðum og vann önnur prestsverk. Kotn hann aftur úr þeirri ferðseint ínóv- ember. Aöra ferð þangað fór hann í febrúar og kom þá í Mikley, en þó tók þessi ferð hans skemri tíina en hin fyrri. Auk hinna tveggja nýju safnaða í Nýja Islandi, sem nú sœkja um inngöngu í kirkjufélagið, var sá árangur af þessum missí- ófljrferðum, að þrír gamlir söfnuð- ir, sem í orði kveðnu höfðu verið þar, félagi voru tilheyrandi, en í seinni tíð legið í algerðu dái, voru endurreistir. Nöfn þeirra eru: Víði. nessöfnuður, Árnessöfn. og Fljóts- hlíðarsöfnuður, sem nú er farinn að kalla sig Geysissöfnuð. Og nú hafa þessir þrír cndurreistu söfn- uðir ásamt hinum tveim nýju, er inngöngu beiðast í kirkjufélagið, sent séra Kúnólfi prestsköllun, sem hann hefur þegar tekið, þó upp á það, að koma ekki til þeirra sem fastur prestur fyrr en með næsta nýári. —Til Islendinga-bygðarinnar vestur í Alberta fór hann missíón- arferð seint í desembcr og dvaldi þar fram í febrúar. Út af starf- semi hans í þeirri bygð myndaðist Alberta-söfnuðurinn, sem er einn hinna nýju safnaða, er nú leita inn- göngu í félag vort. A leiðinni vest- ur prédikaði séra Rúnólfur í kirkju Brandon-safnaðar og á leiðinni til baka í Calgary fyrir smáhópi ís- endinga, er þar býr. — Álftavatns- nýlendu og Gruunavatns-nýlendu í Manitoba heimsótti hann seint í marzmán., en gat að eins mjög stuttan tíma dvalið þar í það sinni, ?\\ hann var ráðinn til safnaðarins í jiingvallanýlendu í Assiniboia frá ai. príl um tvcggja mánaða tíma í bráð. Og þar dvaldi hann hinn ákveðna tíma. Jjó fékk hann tœki- fœri til þess snöggvast, meðan hann hafði aðsetur í J)ingvallanýlendu,að bregða sér ; missíónarerindum langt ■>aðan vestur í land, til ýmsra staöa, >ar sem nokkrir íslendingar búa, Saltcoats, Yorkton, White Sand Kiver og Foam Lake, og prédikaði hann á tveimur af þessum stöðum. —Síðan í byrjun júnímánaðar hef- ur hann dvalið í Winnipeg og þjón- að Tjaldbúðarsöfnuði, ogersvo um samið af vorri hálfu, að kirkju- élagið sjái um laun hans fyrir þjón- ustustarf lians j>ar þennan tíma. En þar á móti borgar júngvallaný- lendu-söfnuður séra Rúnólfi fyrir J’á þjónustu, er hann veitir J’vífólki. —Um missíónarstarfsemi séra Rún- ólfs alt til þess tímá, er hann fór til þingvalla-nýlendu, eru nákvæm- ar skýrslur frá honum prentaðar í ,, Satneiningunni “. j)að missíónarverk, sem hinum prestunum í kirkjufélaginu var fal- ið á hendur á síðasta kirkjuþingi, hefur, að því, er ég bezt veit, verið unnið eins og fyrir var lagt, og þó nokkuð meira verið gert f þá átt af sumum en þá kom til orða. Séra Jón J. Clemens ferðaðist í haust — seint í september og snemma í október — til þingvalla- nýl. og Lögbergs-bygðar, Vatns- dals-bygðar (Qu’Appelle), Laufás- bygðar (Pipestone) og Brandon, og prédikaði á ðllum þessum stöð- um. Skýrsla um þessa missíónar- ferð frá honuin sjálfum er í,, Sam. ‘ ‘ (xiv, 10). Aðra slíka ferð fór hann til hinna tveggja síðastnefndu Is- leiidinga-stöðva nú rétt á undan þessu kirkjujnngi. í vetur, þegar hann brá sér suður í Bandaríki, prédikaði hann fyrir ísl. í Chicago. Séra Jónas A. Sigurðsson heim- sótti Melanktons-söfnuð í Mouse Kiver-bygð í Norður-Dakota í júlí- mánuði í fyrra, og svo aftur á síð- astliðnu vori seint f apríl. f ág. ferðaðist hann til Roseau-bygðar nyrzt í Minnesota, en það íslenzka landnám hefur nú fœrst út norður fyrir landamærin, inn í Canada. Sá varð meðal annars árangur af þeirri ferð, að þar myndaðist Lút- erssöfnuður, einn hinna nýju safn- aöa, er nú leitar inngöngu í kirkju- félagið. Fjórðu missíónarferðina fór séra Jónas snemma í apríl ti nýbygðarinnar íslenzku í Manitoba syðst, í nánd við bœinn ' Morden, með þeim árangri, að )>ar var söfn. inyndaður—Guðbrandssöfnuður.— Frá þremur af þessum ferðum hefur séra Jónas rœkilega skýrt í ,, Sam. “ (xiv, 7 og xv, 3). Séra Oddur V. Gíslason hefur samkvæmt skýrslu frá honum ti! skrifara kirkjufélagsins, auk feröa um Nýja ísland, ásíðastliðnu sumri farið í missíónarerindum til Islend- inga við Swan River og Winnipeg- osis, á vesturströnd Manitoba-vatns og við Narrows. Og þótt ekki sé þess getiö í þeirri skýrslu, þá er mér kunnugt, að hann hefureinnig heimsótt íslendinga í Keewatin. Séra Björn B. Jónsson hefur, eins og til var ætlast, heimsótt íslend- inga í Duluth, Chicago og Wat- ertown. Séra Friörik J. Bergmann ferö- aðist f maí til Islendinga þeirra, er í seinni tíð hafa sezt að i. Cavalier- county vestanverðu (N.-D.), og leiddi sú ferð hans til þess, að þar inyndaðist St. Jóhannesar-söfnuð- ur, sá er áður var nefndur. Samkvæmt ályktan síðasta kirkju þings sendi skrifari kirkjufélagsins — mjög sköinmu eftir þinglok — séra Stefáni Pálssyni prestsköllun í félagsins nafni upp á kjör )>au, er þingið tiltók. En sú köllun varð árangurslaus. Skrifari skýrir vænt- anlega þessu kirkjuþingi frá svari séra Stefáns. A síðastliðnu vori ritaði ég bréf til dr. Jacobs, forstöðumanns presta- skólans lúterska í Philadelphia, til þess að einu leyti að láta hann vita, að vér hefðum fcgnir viljað fá séra Stefán, sem í fyrra útskrifaðist frá þeim skóla, til þess að vinna hér vestra fyrir kirkjufélag vort, og f annan stað til þess að vita, hvort Jiann vildi ckki gcra svo vel að styðja að því, að Gunnlaugur Jóns- son, annar ungur Islendingur héð- an að vestan, sem nú stundar )>ar guðfrœðisnáin, heimsœkti oss á ?essu sumri til þess svo framvegis að gerast hér kirkjulegurstarfsmaö- ur. Eg hafði ncfnilega fengiö að vita, að dr. Jacobs hefði )>að fyrir satt, að vér hefðum í fyrra ekki neitt þurft á séra Stefáni að halda. J)ann misskilning vildi ég leið- rétta, en jafnframt, ef unnt væri, koma í veg fyrir )>aö, að vér mist- um af Gunnlaugi á sama hátt og vér höfum nú inist af séra Stefáni. Dr. Jacobs tók vel undir bréf mitt, og fékk ég því von um, að Gunn- laugur yrði til vor fáanlegur. f samráði við skrifara og féhirði kirkjufélagsins og aðra fleiri sendi ég honum þvf áskoran um að koma hingað vestur og vinira hjá oss að kirkjulegu starli um sinnarmámið- ina upp á ákveðin laun og borgun fyrir ferðakostnað. En hann hef- ur enn þá ekki svarað þeirri áskor- an einu orði.*) Svo von sú, er v'ér ýmsir gerðuin oss um að ná í hann, sýnist orðin að engu. Er slæmt til þess að vita, að vér, sein þörfn- umst nú svo mjög fleiri kirkjulegra starfsmanna, skulum þannig missa frá oss einn eftir annan af hinum ungu mönnum, er frá oss hafa út gengið til þess að undirbúa sig til prestskapar — meðal landa sinna, eftir því, er upphaflega var til ætl- ast. Ef til vill er þetta ,,ódugnaði vorum“ að kenna að einhverju leyti, eins og ályktað var á síðasta kirkjuþingi. En því verra er það þá fyrir oss. Bréfið til dr. Jacobs ásaint svari hans, svo og tilboðið, sem ég sendi Gunnlaugi Jónssyni í kirkjufélags- ins nafni, skal ég hve nær sein menn vilja leggja fram hér á þingi. Eins og til var ráðið á síðasta kirkjuþingi ferðaðist séra N. Stein- grímur þorláksson sem fraternal delcgate frá oss til stórþings þess, er General Council-menn héldu í haust í Chicago hinn 28. septem- ber og næstu daga. Og var séra Björn B. Jónsson, sem kjörinn var varamaður hans, með honuin í þeirri sendiför. þér hafið líklega allir lesið ritgerð cftir séra Stein- grím í ,,Sain. “ (XIV, 11 og 12, og XV, 1), langa og vandaða, um þessa ferð þeirra. En annars skýra þeir væntanlega frekar frá ferð sinni hér á þinginu. Að því, er snertir inngöngu kirkjufélags vors í General Council. þá skilst mér þó, að áhuginn á því máli sé nú engu ineiri vor á meðal ■en í fyrra. Neíndin, sem í því var sett á síðasta kirkjuþingi, réð með- al annars til þess, að grundvallar- lög og aukalög General Council’s væri þýdd og prentuð í ,,Sam. “, og þetta var samþykkt af þinginu. En enginn hefur sent'blaðinu lögin þýdd, og finst mér það benda ti þess, að fremur lítil áherzla hafi verið lögð á þá ályktan af kirkju- þingsinönnum, líka af nefndar- mönnunum. Líklega hefði ég þó sjálfur snúið lögunuin á íslenzku og sett þau svo í blaðið, ef ályktan- in hefði ekki farið fram hjá mér þangað til of seint var orðið fyrir þetta kirkjuþing. Annars eru ,,Meginreglur General Council’s með tilliti til trúar og kirkjustjórn- ar“ fyrir löngu þýddar á íslenzku og komnar út í ,,Sam. “ (XI, 3), og þaö er einmitt aðalatriðið í grundvallarlögum þess kirkjufé- lags, sem almenningi í söfnuðum vorum ætti að geta dugað í bráð. í ársskýrslu forseta í fyrra var skýrt tekið fram, hvað helzt kynni að mæía á móti því, að vér leituð- um inngöngu í General Council. En svo þykir inér líka ekkert und- arlegt, þótt inenn hiki sér nú held- ur meir en áður í þessu ináli út af því, sem komið hefur fyrir með hina tvo íslenzku guðfrœðinga, er áður hafa verið nefndir. Og ég fyrir mitt leyti þori mcð engu móti að ráöa til inngöngu nú )>egar. Samtalsfundir út af kristilegum trúmálum hafa á árinu verið haldn- ir á 11 stöðum. í kirkju Víkur- safnaðar var slíkt fundarhald 27. nóv., í kirkju Vídalínssaínaðar 28. s. m., í kirkju Hallson-safnaðar 29., í kirkju Garðar-safnaðar 30. Á þeiin funduin ölluin var rœtt um aftrhvarfiS og 6 af prestum kirkju- félagsins þar viðstaddir. Dagana 4.—7. des. voru samtalsfundir í kirkjum Vesturheimssafnaðar, Lin- coln-safnaðar, St. Páls-safnaöar og Marshall-safnaðar. Á tveim þeirra funda var rœtt um samband krist- inna mdnna eða samfélag heilagra, en á hinum tveim um skírnarsátt- málaun. j)rír prestar á )>eim fund- um ölluin. Hér í kirkju Selkirk- safnaðar var á fundi 31. jan. rœtt uin kristilegt barna-uppeldi. en á >eiin fundi voru að eins tveir prest- ar. í Fyrstu lút. kirkju í Winni- æg var samtalsfundur 2. febr. Umrœðuefni þar bœnin. J)rír prest- ar þar viðstaddir. 6. febr. höfðu söfnuöurnir í Argyle saintaisfund í cirkju sinni með fjóruin prestum, og var þar rœtt um afturhvarfiS. Fundir þessir voru nokkuð misjafnt sóttir. Hluttaka leiktnanna í um- rœðunum ckki svo mikil scm ósk- (Niðurl. á 7. bls.) *) Seiuna, meðan stóð á kirkju- þinginu. fékk forseti skriflegt svar upp á áskoran þessa, en í þá átt, að Gunn- laugur .Tónsson gæti ekki komið. Og var |>á tafarlaust skýrt frá því svari á þing- iuu. Tíie Bankrupt StOCK Buying Company Cor. Main <fc Rupert 8t. Næstu dyr fyrir sunnan Brunswick ALT AF FYRSTIR þeir sem koma á sýninguna munu þreifa á því, að þetta er ódýrasta búðin í bænum fyrir þá, sem þurfa karlm,- fatnað altan, skófatnað, tösk- ur, o.fl,, o. fl. Allar vörur vor- ar eru vandaðar f alla staði. Vór bjóðum ekki vörur, sem legið Itafa í hyllunum í mörg ár. Vér fáum alt frá fyrstu bendi, og alt með afslætti; þar af leiðandi getum vér selt ó- dýrara en aðrir. * Syningar-viku afslattur i hverri HpíIH ^ Skór og stíg-vél. Sterkir karlmannaskór til bsenda- vmnu a 90 cents. Sterkir karlmannaskór úr góðu leðri með einföldum sólum, til brúks ytir sumarmánuðina, á #1.16 til #1 25 . "wl* wt*n ivuuau l fleiri tegundir á #2.75 til #3.0(. io fara a $1.85 parid. j-'ougoia-bKor og Alt lát- i 1kai-linannask.vrtur af öllu tagi, þykt J weed, enskt Oxford, þyktFlannel- ette ensk os ameríkönsk prints, með luiuku eðii >tifuðu brjósti, svart atla- silki og alt. sem í skyrtur er baft. Vana- verð #1 til #J .50. Vort verð 55 cents. KarJm. suinai föt 15c, 65c, 85c og #1. lvarlm. vimmbuxur á 75c, Karlm. Serge-föt, alull, á #3.75, fö.J 0, #8.o0 og #9.75 íötin; ábyrgst eusk alull. 'l’öskur og telcskopes á öllnm stærðuiu og gædum. Alt meðafslœtti. Alt af nýjar vörur til sýnis. Gefum lU il Trading Htarnps. Við kaupum og seljum fyrir peninga út i hönd. t^”Verðinu skilað aftur ef vör- urnar lfka ekki. The BANKBBPT STOCK BBY1N6 CO. 565 oer 667 Wain Street.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.