Lögberg - 04.04.1901, Page 2

Lögberg - 04.04.1901, Page 2
2 LO.UBKRU, FLM.TUBAU1NN 4. APKíL 1901 Iiretar og Búar. Mesti grúi af blöSum og t(ma- ritum utan hins brezka ríkis hefur ■töSugt úthúSaS Bretum aíSan ófriS- urinn milli þeirra og Búa í Trans- vaal, í SuRur-Afríku, byrjaSi fyrir hartnær hálfu öSru ári síSan, og halJa flest þessi blöS og rit áfram Bömu suSunni enn. þau hafa aldrei sagt lesendum sínum sannloikann livaS snertir sögu SuSur-Afríku, hafa ekki skýrt frá hinni svívirSi- legu og grimdarfullu meSferS Búa á frumbyggjum SuSur-Afrfku, ekki skýrt frá hvernig Búar urSu aS flýja á náðir Breta og fá þá til aS vernda sig þegar villiþjóSirnar ( Transvaal, er Búar höfðu leikiS svo skammarlega á allan hátt, risu upp sem einn maður og mundu hafa gjörsamlega afmáS þá af jörSunni, hafa ekki skýrt lesendum sínum frá, hvernig Bretar urSu að hjálpa Búum þegar þeir voru komnir ( sökkvandi fjármála-vandræöi, hafa ekki skýrt lesendum s'num frá, livernig Búar hafa frá upphafi end- urgoldið Bretum vernd þeirra, að- stoð og drengskap með undirferli og svikráðum, hvernig þeir kúguðn og undirokuSu brczka þegna og aíra útlendinga, sem tekið höfðu sér ból- festu ( Transvaal og lagt fé sitt í umbætur ( landinu að undirlagi og eftir ósk Búa sjálfra—brutu þannig samninga sína við Breta og brutu rétt á mönnunum, er þeir höfðu gint til að koma inn i landið. Nei, uefnd blöð og rit hafa ekki skýrt lesendum sfnum satt og rétt frá neinu þessu, og sum þeirra hafa bit- ið höfuðiS af skömminni meS því, að segja lesendum sínum, aS Bretar hafi byrjað hinn yfírstandandi ófriS í SuSur-Afríku, þótt sannleikurinn sé, aS Búaríkin höfðu verið aS búa sig í þenna ófriS i mörg ár, sögSu Bretum stríð á hendur að fyrra- bragBi og óSu með her inn í nýlend- ur þeirra og byrjuðu að eyðileggja þar líf og eignir brezkra þegna. Blöö þessi og rit eru svo ósvífin, að segja, að Bretar hafi ráðist á Búa- ríkin aS fyrrabragði, þótt Bretar hefðu ekki sýnt þcim hiun minsta fjandskap og værujafnvel algerlega óviSbúnir þegar Búar réðust á þá. það er ekki hægt að hugsa sér sví- virðilegri blaðamensku en þetta, og það er hróplegt ranglæti og svik gugnvsrt lesendum nefndra blaða að segja þeim ósatt og fylla þá með heimskulegum fordómum, í staSinu fyrir að segja þeim satt og fræða þá um málefnin. þaS er ekki furða þótt fjöldi manna sé hættur aB taka nokkurt roark á því sem blöSin segja og þau séu dags daglega að tapa tdu ifum s num, því þótt al- meuningur sé afvegaleiddur og flek- aSur um stund meS ósanuindum og þvættingi, þá kemur s>mnleikurinn í Ijós á endanum og aluieuningur sér aS hann hefur verið flekaður. Eius og eðlilegt er, verSur afleiðingin af öllu saman sú, aS almcnningur tor- tryggir blöðin í heild sinni og trúir þeim ekki þegar þau segja satt. Og, eins og vant er, gjalda hinir sak- lausu himia seku, því tortrygnin kemur einnig fram gagnvart þeirn blöðum, sein leitast við að segja satt og rétt frá um hvert mál og vera vönduS ( öllu. Maður skyldi nú ímynda sér, að blöSin á íslandi fyltu ekki þann flokk, sem segir lesendum sínum rangt frá málavöxtum hvað sDertir ófriðinn milli Breta og Búa og er að fylla lesendur sína meS fordóm- um. Siðgœðið á að vera á svo miklu hærra stígi hjá íslendingum en öðrum þjóðum, eftir því sem sum- ir menn halda fram. Siðgœðið ætti auðvitað að ná til blaðamenskunnar og koina fram í ræSum manna, sem hafa sett sér það háleita takmark, að fræða þjóð sína og leiða hana ( allan íannleika. En öll—eða flest- öll—blöðin á íslandi cru með sama markinu brend eins og þau blöð anuarsstaðar í heiminum, sem hafa afvegaleitt lesendur s!na í þessu máli. þau hafa ýmist vanrækt að fræða lesendur sína um hin sönnu tildrög ófriðarrns, eða þau hafa fcda- að söguna. Og þau eiga öll sam- merkt við hið óumrœðilega íslenzka blað hér vestra, „Hkr,“ með það, að flytja einhliða fróttir af ófriðnum, full af hlutdrægni og heimsku-hjali eins og„Hkr.“ Meira aðsegja, sum ísl. akáldin, bæði auetan hafs og vestan, hafa kepst hvert við annað að fylla landa sína með hleypidóm- um viðvíkjandi ófriðnum milli Breta og Búa. Sumt af því, sem blöðin á ís- landi hafa borið á borð fyrir lesend- ur s(na sem fréttir í sambandi við ófriðinn, er svo frámunalega vit- laust, að það tekur engu tali, og sumt sem „Hkr." hefur „diskað" upp með um sama efni, er Ktið, ef nokkuð, betra. Eitt blaðið á íslandi græddi t. d. lesandum s(num á þeirri fregn, að fangelsin á Englandi hofðu verið opnuð, óbótamönnum hleypt út úr þeim og þeir svo verið sendir til Suður Afn'ku til að berjast við Búa!! Enn fremur, að allskonar skríl og illþýði hefði verið safnað saman \ London og öðrum stórborg- um á Englandi og þetta lið verið sent til Afríku til að berjast við Búa! Og margt íieira þessu líkt. Lögberg kemst ekki yfir að t(na satnan alt það feikna-bull, sem ísl. blöð hafa borið á borð fyrir lesendur sína sem fréttir!! af Búa-ófriðnum, eu vér álítum rétt og nauðsynlegt að mótmæla öðru eins bulli eins og þvf, sem nefnt er að ofan, sem al- gerlega’ósönnu, og vér fordæmum þá blaðamensku sem skaðlega og skammarlega, er leyfir sér að bjóða lesendum blaðanrro annan eins þvætting. íslenzku blöðin hafa einnig gefið í skyn, að Búar séu miklu hraustari, hugrakkari og herkænni en Bretar. þetta byggja þau á því, að mannfall hefur vciið miklu meira ( liði Breta og að Bretar hafa i seinni tíð haft miklu meira lið í Subur Afríku — fimmfalt fleira—en Búar. Allar dylgjur biaðanna um þetta efni eru annaðhvort sprotnar af frúmunalegasta þekkingarleysi á málefninu, sem þau eru að þvætta um, eða af hlutdrægninni—Anglo foMunni—, sem þau eru sýkt af. það er fjarri oss að neita, að Búar hafi sýnt allmikla herkænsku og sérlega þrautseigjtí ( þessum yfir- standandi ófriði, en þess ber fyrst og fremst að gæta, að það voru æfðir liðsforingjar frá Evrópu seiu lögðu á ráðin með það, hvernig haga skyldi ófriðnum framan af, Búar höfðu eins góð, ef ekki betri skot- vopu en Bretar, og, sem mesta þýð- ingu hafði, Búar voru gngnkunnng- ir hverjum krók og kyma í landinu — sem er f jöllótt og fult af ágætum vígjum i'rá náttúrunnar hendi—og völdu sér hin hantugustu v'gi, bjuggust þar um og létu Breta sækja að sér. Búar hafa ekki í eitt ein- asta skifti komið fram á opinn víg- völl og barist við Breta. En Bretar hafa hrakið Búa úr öllum vígjum þcirra, og þeir flúið heidur en borjast á opnum vigvelli. Hver maður, sem nokkuð hugsar, ætti að skilja þann mun, sem er á þvf, að liggja í leyni í skotgröfuin eða á bakvið björg og skjóta þaðan með rifflum, sem draga hálfa mflu eða meira, á lið sem sæk- ir að, hefur ckki skýli og stendur þannig langtum ver að vígi — lið sem þar að auki er ókunnugt lands- laginu og þess vegna hlaut að lenda í gildrum, sem fjandmennirnir lögðu fyrir það. Oss virðist að það þurfa óhkt meira hugrekki til að sækja að íjauduiöunum sem liggja í skotgröf- urn eða fela sig bakvið björg, svo þeir sjást ekki, en að Kggja þannig í leyni og skjóta á menn sein eru á bersvæði. Og einmitt svona hefur hernaðinum inilli Breta og Búa sí- felt verið varið. En þrátt fyrir hve fjarska mikið vcr lið Breta Btóð að vígi, hrakti það Búa af einum stöðv- unum eftir aðrar, svo þeir voru á, sífeldum flótta. Höfuðborgin í Transvaal, Pretoria, var ramlega víggirt, og Búar gortuðu af að Bret- nr mundu aldrei ná henni, en samt flýðu þeir þaðan eins og hórar þegar brezki herinn nálgaðist! Eins og vér þegar höfum bent á, hröktu Bretar Búana hvervetna úr vígjum sínum, hversu vel sem þeir böfðu búist um. En Imfa Búar nokkurn tima hrakið Breta af stöðvum, þar sem þeir höfðu búist um og Búar urðu að sækja á? Nei, ekki í eitt einasta skift. Búar sett- ust um bæina Ladysmith, Kimber- ley og Mafeking þegar í byrjun ó- friðarins, og höfðu miklu meira lið og betri vopn en Bretar, sem vörðu. Eu þeim tókst ekki að ná þessum bæjum eða hrekja brezka liðið úr þeim, þó þeir sæktu að þeim í marga mánuði og þar væri vistaskovtur og skæð veikindi gengju í þeim. Eftir framkomu Búa á öðrum stöðum að dæma, mundu þeir hafa flúið burt eða gefist upp ef þeir hefðu verið 1 sporum brezka liðsins í nefndum bæjum. Ef lið Búa hefði haf’t hug- rakki brezka liðsins til að bera og þorað að ganga í barhögg við hið umsetna lið í þessum bæjum, þá hefðu þeir uáð þeim, því þeir höfðu langtum fleira lið á þeim stöðvum. En íslenzku blöðin minnast ekki á hið dæmafáa hugrekki, herkænsku og þrautseigju, sem brezka liðið sýndi við vörn nefndra bæja. það er þó peysuleg hlutdrægni, að láta ekki hinar brezku hetjur njóta s&nnmælis. Hv&ð snertir það atriði, aö Bretnr höfðu miklu fleira lið en Búar þegar á leið ófriðinn—yfir 200 þús. manna á móti 40 til 50 þúsund- um, er Búar höfðu—þá bor að gæta þess, fyrst og fiemst, að Brctar hafa alt af þurft og þurfa mikinn hluta af liði sínu til að verja á annaö þús- und mtlur af járnbrautum, sem fá- einir fjandmenn geta gert ófærar hór og hvar, «vo að liðið skorti ekki vistir, og jafnvel til þess að (jöl- skyldur Búa, sem Bretar eru að berjast við, og annnar lýður þar íddí í landinu, sylti ekki; og svo verða Bretar að hafa fjölda liðs i öllum helztu bæjum um alt landið, til að verja þá fyrir árásum ráns- flokka, geyma fanga, halda reglu í þeim héruðum, er þeir hafa tekið af Búum, og halda villimönnum i skefjum. Brezka liðið er þar að auki óvant loftslaginu þar syðra, sem er óholt útlendingum, svo fjöldi af þvl hefur altaf verið sjúkt. Af Öllu þessu leiðir, að þótt Bretar hati haft svona margt lið í Suð- ur-Afriku, þá hafa þeir sjaldan haft öllu tleira lið til að elta Búa og berjast við þá, en úar sjálfir. Eftir áramótin síðustu var í flestum blöðum moira og minna minst á Suður-Afríku ófriðinu í yf- irliti þeirra yfir árið sem leið. Eitt hið merkilegasta af því, sem blöðin á meginlandi Evrópu fluttu um þetta efni, var grein eftir hinn nafntog- aða rithöfund Max Nordau. Qrein- in birtist í Vínarborgar-blaðinu „Neue Freie Presse ', og var það lík- lega í fyrsta skifti sem lesendur þess blaðs—og ef til vill ibúar höf- uðstaðar Austurríkis—f*ngu að sjá sannUikann um viðskifti Breta og Búa. Qreinin er of löng til aö birta hana alla, en vér prentuin hér fyrir neðan þýðingu af meginköfl- um hennir. þeir hljóða svo: ,,Hér á sér stað það seru er mjog sjaldgæft, það sem sé, að þvínær allur hinn mentaði heimur (utan landa Breta) fordæmir stefnu Breta. Vér sjáum sam- andregið hræðilegt hatur til Englend- inga, sein margir segja að sóu ekkert betri en blóðkaldir ræningjar og morð- ingjar. A hinn bóginn hefur brezka þjóðin nærri í einu hljóði lýst yfír, að hún sé samþykk stefnu hinnar núver- andi stjóruar og wtlj að bcra með henoi hina siðferðislegu ábyrgð af ófriðnum (í Suður-Afríku). Svo sannfærður er þvi- nær hver einasti maður á Englandi um réttlæti málstaðar Breta í þessu efni, að •g álit, að þegar Mr. Stead er undanskil- inn, að það sé ekki einn einasti máls- metandi pólitiskur maður eða rítfær maður á ðllu Englandi, sem mundi mæla með, að annar eins samningur væri aftur gerður við Búa eins og Glad- stone-*amningurinn*), sem gerður var í Pretoria. Það, að ðnnur eins þjóð og Bretar skuli vera þvínær á einu máli í málefni sem aðrir hlutar hins mentaða heims eru jafn-sammála um að fordæma stefnu þeirra i, ætti að vekja alla sk.yn- sama menn til að fara að hugsa; þvi Englendingar hafa, þegar öllu er á botn- inn hvolft, verið hlíf og skjól frelsisins i heiminum um undanfarnar atdir. Rétt- lætistilfinningog sanngirni Englendinga er orðið að orðtaki í heiminum,og enginn nema auli mundi neita hinni háu menn- ingu þeirra; þess vegna er það svo frá- munaleg vitleysa að tala um þá sem ræningja og þjófa, að enginn nema sá sem innblásinn er af svikræðisanda eða er hálfviti mundi gera sig sekan i því- liku. Sérhver sá sem ekki lætur leiðast af blindu hatri og sem hefur svo mikla skynsorai eftir, að hann hugsi sig um, mun komast að þeirri niðurstöðu, þegar hann leitar að orsökinni til þess að Bretar eru svona þráir í þessum ófriði, að mjög einfðld hvðt ræður gjörðum þeirra—nefnilega sú náttúruhvöt sem ýdlfsvernd nefnist. En til að skilja þetta nú samt, verður maður að vita, hve jafnt og þétt og reglulega Búar höfðu undir- búið sig að reka Englendinga í sjóinn (burt úr Suður-Afriku); livernig Hol- lendingar i Suður-Afriku hafa, altaf sið- an Tohn Brand lézt, með öllu mögulegu móti reynt að reka Englendinga burt úr landinu, fyrst með því, að fara illa með útlendingana, og svo, þegar hiðhentuga augnablik kæmi, með því að beita afli (vopnum); og hvernig orðtakið ,Afríka fyrir Afrikumenn1 var látið þýða: ,Suð- ur-Afríka er handa Hollendingum ein- gðngu.ogþað er skkert pláss hér fyrir Englendinga1. öðrum þjóðum kann að vera sama hvernig veltist, en Englendingar eru sannfærðir um, að þeir megi með engu móti missa Suður-Afríku. Landeignir þeirra þar eru ekki einasta fimm og hilfu sinni stærri en Þýzkaland; ekki einasta eru þar yfir 1 miljón nýlendumenn af enskujtyni, sem mæla ensku, og pláss þar fyrir hundrað sinnum fleíri brezka nýlendumenn, heldur er Suður-Afrika enn hinar þýdingarmestu stððvar á leið- inni til Indlands og Australíu. Það að Bretar haldi áfram að ráða yfir Suður- Afríku, er nærri því skilyrði fyrir að þeir geti haldið Indlandi og varið Austr- alíu. Að tapa Suður-Afríku mundi þess vegna óhjákvæmilega hafa í för rneð sér sundrun brezka keisaraveldis- ins, og*af þessari ástæðu—ástæðu, sem liggur til grundvallar fyrir allri mann- legri afstöðu—hlýtur stefna Breta að vera það sem hún er—blátt áfram spurs- málið ,þú eda eg‘. Við þá göfuglyndu menn sem spyrja, því þessi setning sé ekki látin vera svo: .Þú og eg‘, vil eg bara segja þetta: ,Snúið yður fyrst til Búanna með þessa spurningu1, því það voru þeir sem vildu uppræta Englend- inga úr Suður-Afríku, og vildu, þangað tii þeim hepnaðist það, gera þá að þræl- um sínum að minsta kosti, þar sem Eng- lendingar aftur á móti bjóða Búum fuli- komið brezkt frelsi og jafnrétti og að láta þá vera jafn óháða eins og nokkurir hollir þegnar drotningarinnar eru í hin- um brezku nýlendum. Engum Englend- ingi dettur í hug að svifta Búa plássi sínu í sólskinu í Suður-Afríku. Það er enginn vafi á, að þessi Suður- Afríku ófriður er hræðileg eldraun fyrir England, og það er enginn hörgull á spámönnum, sem sigrihrósandi segja það fyrir, að þessi ófriður verði gröf heimsveldis Breta. En það er ekki álit rnitt, því England stóð augliti til auglit- is við miklu hræðilegri hættur á dögum Elizabetar drotningar og Georgs kon- ungs III., og yfirvann þær; og eg er sannfærður um, að Englendingar vilja heldur úthella hinum siðasta blóðdropa sínum, en aö láta hrekja sig úr þeirri stödu sem þeii skipa nú í heiminum. Og hversu mikið sem eg dáist að hetjuskap Búanna, þá álít eg að hetjuskapur Breta verðskuldi hina sömu aðdáuu“. Fréttabréf. Spanish Fork, Utah,25. marz 1901. Herra ritstj. Lögbergs. I blaði yðar, sem út kom 21. þ. m., segiö þér, aðbáðardeildirlöggjafarþings Utah-rikis hafi samþykt (laga)-,,frum- varp um, að fjölkvæni skuli mega við- gangast í ríkinu,“ En þotta er ekki al- veg rétt hjá yður. Þetta frumvarp, sem vanalega er kallað ,,Evans frumyarp’1, leyfir ekki að fjölkvæni skuli mega við- gangast í ríkinu. Nei, nei, ekki var nú *) Samningur þessi var gerður árið 1882, oggáfu Bretar Transvaal þá sjálfs- forræði sem lýðveldi, en Bretar skyldu samt vera yfirdrotnar lýðveidisins hvað euerti sammnga yíð öaaur ríki ofs.frv, svo vel—þetta frumvarp var bara fyrir- boði annars frumvarps, miklu fullkomn- ara og betra, sem hefði leyft fjölkvæni alveg afdráttarlaust, hefði þefta koraisti gegn og orðið að lögura. En það varð nú samt ekki, því ríkisstjórinn drap það, þegar það kom inn á skrifstofu hans, svo laðer nú úr sögunni, eins og galdra- kerling í fornöld. Frumvarpið var £ raun og veru ekki annað en meðal eða plástur fyrir þá, sem hafa lifað sam- kvæmt evangelíi Mormóua Það ákvað, að enginn mætti hlutast til um þessleið- i» mál—fjölkvæni, hórdóm og lauslæti— utau nánustu ættingjar, foreldrar, syst- kini, o. s. frr., og var þetta, eins og all- ir sjá, alt annað en að leyfa fjölkvæni, ió sumum hafi samt þóknast að útleggja iað svo. Og yður hefur liklega orðið >að sama á. Löggjafarþinginu var slitið hinn 15. 3. m., eftir 60 daga setu. Voru 250 frumvðrp til nýrra laga og lagabreyt- inga borin þar frara. Náðu mörg af þeim samþykki beggja þingdeilda og urðu að lögura, en sum strönduðu og urðu að engu í þingsðlunum, þ. e., að efri deildin eyðilagði mörg af frumvörp- um neðri deildar, og hið sama gerði neðri deild við frumvörp hinnar efri. Nokkur frumvörp eru enn i höndum rík- isstjórans óundirskrifuð, en tvö frum- vörp neitaði hann algerlega að undir- skrifa; var Evans frumv. annað, en hitt var um bólusetningu, þ. e. að það skyldi vera ólöglegt, að heilbrigðisnefndir og skólastjórnir geti bannað óbólusettum börnum að ganga á alþýðuskóla, ef þau eru heilbrigð að öðru leyti og engin bóla gengi. Þetta frumvarp var sentinná þingið aftur, samþykt á ný af § hlutum þingmanna og varð þannig að lðgum samkvæmt grundvallarlögunum, þó rík- isstjórinn skrifaði ekki undir það. Mega núöll börn ganga á skóia, bólusett og óbólusett, þvi bólusetning er, samkvæmt Þoooiim lögum, álitin alveg ónauðsyn- leg. Nú kvað vera von á forseta Banda- ríkjanna, McKinley, hingað til Zion í vor; liklega í mai eða júní. Það er samt ekki fast ákveðið enn sem komið er, jafnvel þó farið sé að hafa ýmsan við- búnað, því vel og mannalega á að taka á móti karli. Tíðarfarið er hið inndælasta, alveg alnii't ox bezta veður; jörð farin að gv '-ukti töluvert. Uc.Lufar er þolaulegt, að undan- tekinni bólunni; hún er hér einlægt að ,,grassera“, bæði i vorum bæ og öðrum; samt hefur hún alveg sneitt hjá löndura vorum, hverju sem það er að þakka.— Halda sumir, að það sé af þvf, að ísl. séu mikið hreinlátari en aðrir; lifi til dæmis á hollari fæðu, eti minna af ým- islega verkuðu sviuakjöti, drekkikaffi, haldi illa visdómsorðið (hjá Zionsbúum, þ. e. góðum og gildum Sfðustudaga- heilögum.er það kallað að halda vísdóms orðið—,,keep the word of wisdom*1— að brúka ekki tóbak, drekka ekki kaffi, te eða vin, og yfir höfuð forðast alt óhóf, bæði í mat og drykk), hafi verið bólu- settir á gamla landinu með bóluefni sem sé óyggjandi vörn gegn bóluveiki, og ýmislegt fleira. Hjá löndum vorum hér ber eins og vant er ýmíslegt tii tiðinda; veit eg þó varla frá hverju segja skal, eða yfir hverju á að þegja, því nú er tuttugasta öldin, sem vér lifum á, og það á að halda íslendingadag ( sumar, ef veður- lag og heilsufar leyfir, og bjóða hingað ýmsum þjóðhöfðingjum, og máske Vols- ungum norðan úr Jötunheimum. Slæ eg því botninn í þetta, með þeirri vou að mér hafi nú, í eitt skifti fyrir öll, tekist að skrifa svo að öllum líki. E. H. J. TENDERSJOf{ INDIAN SUPPLIES. T OKUÐ TILBOÐ, stfluðum til undirritaðs og merkt: “Tendori for Indian Supplies” verður veitt mót. taka á skrifstofu pessari þangað til 4 hádegi mánudaginn, 1. april 1901, um að flytja Indiána vörur á fjarhags. árinu, sem endar 30. júni 1902, til ýmsra staða innan Manitoba-fylkis og Norðvesturlaridsins. Tilboðg-eyðublöð, som innihalda allar upp’ýsingar, er hœgt að fá með þvf að snúa sér til undirritaðs eða til Indian Commisaioner 1 Winuipeg. Hvorki lægsta né nokkurt annað til- boð verður að sjálfsögðu þegið. J. D. McLEAN, Seorotary. Department of Indian Affairs, Ottawa, 27. febr. 1901. Fréttablöð, sem taka auglýsingu pessa f.n heimildar frá stjórnardeiid- inni, fá epga borjjun.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.