Lögberg - 08.08.1901, Page 2
2
LOGBERU, FlMÍUDAGlNN 8. ÁGÚST 1901
Farið ekki til Klondyke að
haustinu.
Herra ritsj. Lögbergs.
Eg skrifa línur þessar í tilefni af
þvi, að margir íslendingar hafa beðið
mig um álit mitt um það, hvort heppi-
legt v»ri fyrir þá að fara til Klondyke,
og á hvaða tíma. Einnig vegna stað-
hæfingar þeirrar, er síðasta ,,Heims-
kringla" tekur upp eftir einhverri Mrs.
Williard, og sem er mjög villandi.
Eg ræð ekki neinum að fara til
Yukon, sizt fjölskyldumönnum. Þaðer
að vísu ekki ómögulegt að menn detti
ofan á náma, sem borgar sig að vinna,
en mjög er það hæpið. Menn verða und-
ir öllum kringum8tæðum að vera við
þvi búnir að ílendast þar um lengri
tima, leggja á sig langar göngur og
þungar byrðar, og kippa sér ekki upp við
það, þótt vonirnar bregðist, því Yukon
er vonbrigðanna land.
Á vinnu méga menn ekki reiða sig
nema að sumrinu. Einstaka maður get-
ur fengið vinnu við að höggva skóg,
bæði til brenslu í námum og eldsneytis i
bænum Dawson City; en þeir eru til-
tölulega fáir af ðllum þeim fjölda, sem
vinnu þarfnast. Námavinna að vetr-
inum er alveg að leggjast uiður; til þess
ber margt: kuldi, stuttur dagur og því-
nær tvöfaldur kostnaður í samanburði
við sumarvinnuna. Á meðan menn
þíddu sandinn með eldi, máttu þeir til
að vinna að vetrinum til, því undir eins
og hlýnar í veðri, kemur svo mikið gas
af viðnum niðri í námunum, að þar er
engum manni fært að vera. Nú eru all-
flestir búnir að fá sór gufuvélar, sem
eins má vinna með á sumrum sem
vetrum.
Vinnutíminn, sem menn mega því
reiða sig á, er frá 1. Júni til frá 15,—30.
Sept. Kaupgjald er nú frá 70 til 80 cts.
um hvern klukkutíma, eða $7 til $8 á
dag fyrir 10 kl.tima vinnu. Ef menn
fæða sig sjálfir, þá kostar 'það frá $1.25
til $1.50 um daginn. Ef menn kaupa
fæði, kostar það $3 á dag.
En einhverjir kynni að vera, sem
eru staðráðnir í að fara til Yukon, eða
eru að hugsa um það, þeim vil eg alvar-
lega ráða frá að fara að liaustinu, því
Þá, eins og eg hef áðu r sagt, fer atvinnu-
leysiði hönd; ekkert, sem við manni tek-
ur þar, nema hinn dimmi og grimmi
Yukon-vetur. Bíðið til vors; farið frá
Kyrrahafsströndinni annaðhvort sein-
ast í Apríl eða í 4. viku Maímánaðar.
Ef menn fara í Apríl, þá geta menn kom-
ist niður fyrir Lake La Barge áður en
það leysir. Yukon-fljótið ieysir vana-
lega frá 16. til 20. Maí. Fari menn því
í Apríl, er ekki ómögulegt, að þeir verði
að bíða nokkra daga við enda vatnsins.
Þar eru æfinlega bátar, sem fylgja ísn-
um eftir. Ef menn aftur á móti fara
seinast í Maí, er leið öli vanalega opin
og má þá fara viðstöðulaust alla ieið til
Dawson City. Þá koma menn líka á
réttum tíma; þá er vinna að byrja í öll-
um námum, sem unnar eru, og þá eru
engin vandræði fyrir ókunnuga að kom-
ast strax að vinnu. í’argjald frá Winni-
peg til Dawson City er um $170.
Mér er ei unt að skilja tilgang Mrs.
Williard með staðhæfing sinni, sem
„Hkr.“ minnist á. Veit konan virki-
lega ekki betur? eða er það eitthvað
ennþá ófyrirgefanlegra en þekkingar-
leysi konunnar, sem býr á bak við?
Vissi ekxi Mrs. Williard.að í fyrra haust,
þegar harðindi og vetur voru fyrir dyr-
um úti. var stór hópur af kvenfólki f
Dawson City, sem ekkert lá fyrir annað
en dauði eða svívirðing, ef göfuglyndar
og góðhjartaðar konur hefði ekki tekið
saman höndum og hjálpað upp á sak-
irnar? íslenzkar stúlkur, iátið ykkur
ekki detta í hug að fara tii Dawson City.
Þar er ekkert fyrir yður að gera—þar
eru fleiri stúlkur nú en hafa gott af þar
að veia.
Jón Bij.dfell.
Vestur yflr Klettafjöll.
Eftir JÓHANN Bjarnason.
Ekki verður því neitað, að a)l
mikiil fróðleikur sé í þvi fóljfinn að
ferðast þvert yfir Jv>tta mikla megin-
land frá hafi til hafs o</ yfir um hin
nafntoguðu Klettafjðll Vestuiheiros
Bezt væri sjál'ssgt að fara þá ferð 1
einu lagi, en verði þvf ekki komið
við, þi tekur maður |>ann kostinn, að
skifta leiðinni í áfanga, fa-a cokkuð
af henoi fyrst opr svo hina hlutann
einhvern tíma seinns, þegar tækifæri
gefst. Eg hef farið þrisvsr sinnum
milli New York og Wínnipeg 0g
tvisvar milli Quebec og Winnipeg.
Mér hefir æfinlega Jeikið bngur á að
ferðast llka yfir vesturhelming lands-
ins, sjá Klettafjöllin og Kyrrahafið,
þó ekki hafi orðið af þvl fyrr en nú.
Með hverri af binum þremur
norðlægu Kyrrahafs járnbrautum:
Can. Pac , Great Northern, eða North-
ern Pacific, sé bezt að fara, skal eg
láta ósagt. Eg hefði helzt kosið œér
að fara með Cm.Pac. brautinni vegns
þess eg hygg, að útsýnið á henni sé
enn tilkomumeira og mikilfeDglegra
eD á hvorri hinna. En sá galli var á,
þegar eg fór frá Winnipeg, að það
brautarféiag fitti I styrjöld við þann
hluta verkamanna sinna, sem vinnur
að viðhaldi brautarinnar. Hún var
þess vegna í hálfgerðu ólagi, sérstak-
lega I fjöllunum, að sagt var. Lesta-
gangur allur var I meiri eða minni ó-
reglu. Ferðalag með þeirri braut
var uudirorpið ýmsum óþæginduro,
töfum og þessháttar, og var þar á
ofan talið ekki með öllu hættulaust.
Eg sló þvl þess vegna frá mér að
eiga nokkuð við Can. Pac. brautina
og tók mér far vestur með Great
Northern.
Kyrrahafslest Great Northern
járnbrautarinnar hefur ferð stna frá
St. Paul I Minnesota, þar sem aðal-
aðsetur félagsins er, geDgur þaðan
norðvestur til Giand Forks 1 Norður
Dakota og svo beint vestur alla leið
til hafs. Taki maður sér far með
þeirri braut vestur frá Winnipeg,
verður maður því fyrst að fara suður
til Grand Forks Og b ða þar þangað
ti1 Kyrrahafslestin kemur frá St Paul.
Lest þessi er kölluð „The Flyer“
(Loftfarinn) og er llka býsna hröð I
förum, fer á rúmum tveimur sólar-
hrin^um frá Grand Forks til Seattle.
Vagnaruir I lest þessari eru h-eÍDt á
gætir, hirðing á þeim og öll um-
gengui mjög svo góð, og lestarþjón-
aruir kurteisir menn og hinir við-
kunnanlegustu í allri framkorau.
Eins og allir vita, sem kunnugir
eru I Rauðárdalnum, þá er útsýnið
þar ekki eiginlega tilbreytingamikið.
Bæði á leiðinni frá Winnipeg til
Graud Forks og svo þaðan vestur
eftir sléttunum finst manni hálfpart-
inn að hann eé að sjá það sama upp
aftur og aftur. En ef maður ferðast
þar um á þessum tíma árs og upp-
skeruhorfur eru góðar, þá getur
maður ekki annaö en dáðst að, hversu
blómlegt landið er. Svo langt sem
augað eygir, getur maður að líta ein-
tóma akra. ’All r mögulegar kprr-i
tegundir eru ræktaðar. L'ndiðmá
heita einn óslitinn akur, með smð-
rjóðrum hér og þar á milli, þar sem
þorp eða bændabýli standa. í ein-
stöku stað sér maður ofurlilil skógar
belti, helzt smábúskar, sem bændur
hafa plactað I nánd við hús sín til að
skýla sér fyrir norðan Dæðinguni m að
vetrinum. En skógarbelti þessi eru
svo lttil og gisin, að þeirra gætir sár-
lítið I samanburði við sléttuna um-
hverfis.
En þó útsýuið á allri leiðinni
gegnum D&kota sé svipað, þá er
samt nokkur annar bragur á ferða-
laginu eftir að maður fer frá Grand
Forks. Lestin frá Winnipeg kemur
við og tefur I hverju þorpi og slæpist
>ar ofan I kaupið góðan tíma við
landamærin, þar sem farangur manna
er skoðaður af tollþjónum Banda-
ríkjanns.
Kyrrahafslestin hefir þett* alt
öðruvísi Hún þeytist áfram með
geysihraða og stendur ekki við nema
á þriðju Og fjórðu hverri járnbrautar-
stöð. Viðstaðan I hvert skifti er cft
ast svo að segja engin, Að fetðast
með henni er mjög svipað því að ferð-
sst með „Imperial Limited,< á Can.
Pac.-brautinni, nema hvað aðbfina'1 ur
á þessari lest er I alla staði miklu
betri.
Degar komið er vestailega I
Dakota, fer landið að verí a nokkuru
svipmeira,en jafnframt hrjóstrugra og
ófi jórra. Bygðin. verður afar strjfil
og á stórura flákum nálega engin.
Buford er seinasta járnbrautarstöðin í
Dakota. Þessi kafli brautarinnar
liggur eftir bökkum Missouri árinnar
og svo upp með henni langa leið inn
I Montana.
LaDdið austan til I Montana er
svipað vesturhlutanum af Dakota.
Bygðin er afar strjál; smákofar eða
>á Ldiana hraukar hér og þar, með
löngu millibili, er hið eina, sem ber
vott um, nð landið sé ekki alger eyði-
mörk. í einstöku stað sér maður
og stærri eða minni hjarðir af naut-
gripum eða þá hestum. Sauðfjár
hjarðir eru litlar á þessari leið; þær
eru roeiri þegar sunnar dregnr í
ríkinu.
Þegar komið er nokkuð vestur I
Montana, fer laDdið að verða miklu
blómlegra og fegurra. Stórflákar af
ágætu engjalandi sjást þar hingafi og
þangað. Fyrstu fjöllin, sem maður
sér, eru Klettafjöllin hin minni. Þau
eru svo að scgja beint I suður frá
Wagner, þar sem Kyrrahafslest Great
Northern brautarinnar var rænd fyrir
nokkuru slðan. Þarigað héldu ræn-
ingjarnir að lokou verki sínu. Fjöll
þessi eru ekki mjög há eða klettótt,
heldur nokkurs konar þyiping af
skógi vöxnum hnjúkum og bungum
og eru vafalaust afbragðs skálkaskjó).
— Mér duttu rænirtgjarnir I hug þog*
ar eg kom á þessar stöðvar. En nfi
voru engir þessháttar piltar á ferð-
inni. Lestm fékk að fara ferða sinna
áfram með sama hraða og hún var
vön
Það er ekki mikið um stóra bæi
meðfram Great Northerr.-brautinni I
Montana. Austan til er GLsgow
helzti bærinn; um tniðju ríkisins,
H»vre, og vestan til, Knlispell. Frá
Havre liggur grein af braut þessari
til borganna Great Falls, Hðlena (höf-
uðborgar ríkisins), og Butte.
Næstum því alls staðar þar, sem
8taðið er við á leiðinni I gegn um
Montana, sér maður fleira eða færra
af Indíánum, feörium og konum. F »k
þetta lltur miklu betur út en þeir
Iad ,semegsá I Manitoba. Stund-
um var stór hðpur af fólki þessu fyr-
ir á járnbrautarsiöðinni þegar lestin
kom, en stundum dreif það *ð úr
öllum áttum eins og fjaðr; fok þegsr
hún nam staðar. Flest af þvl hafði
einhverja muni til sölu. Sumt var
með útsaumaða skó og smápoka, en
sumt með villiuxahorn, fægð og pól-
eruð og vafin í skrautlegum umbúð-
um, ýmist 2, 3 eða 4 saman, eins og
sjá má víða i húsum. En ekki var
samt verið að bjóða ^varninginn.
Þarna gengu Indíánarnir til og frá
með vörur sínar án þess að bjóða þær
nokkurum maDDÍ. Vildi hvítur mað-
ur kaupa, gat hann gent svo vel og*
komið. Verðið v»r sagt hispurs-
laust ef spurt var um það. Flest
fóru hornin fyrir $1; þau allra falleg-
ustu á $1.50.
I smábæ, sem Galata nefnist, sér
maður fyrst Klettafjöllin, I nftlega
120 œilna fjarlægð fyrir framan sig.
í fyrstu sýnast þau bara ofurlitlir blá-
ir hnjúkar. Þegar nær dregur verða
þau brátt svipraein og stórskornari,
unzmaður eér þau I þeirra fulla veldi
og mikil'eik, gnæfandi við himin yfir
höfði manns.
(Meira).
Yidur
South-easternTamarack,
South-eastern Jack Pine,
South-eastern Poplar,
Dauphin Tamarack,
svo mikið eða lítið sem vill. Ýmsar
tegundir, sérstaklega fyrir sumarið flutt
heim til yðar fyrir
$2.50 Cordid,
Einnig seljum við grófan og fínan
sand hvað mikið og lítið sem þarf.
THE CANADIAN
TRADING&FUELCo.
Limited.
YARDS, COR. BANNATYNE AND RORIE.
ARINBJORN S. BARDAL
Selurjlíkkistur og annast um dtfarir
Allur útbúnaður sá bezti.
Enn fremur selur hann ai rkona
minnisvarða cg legsteina.
Heimili: á horninu á T'an<s°n<
Ros8 ave. og Nena str, 306.
Hy-íslenúlngar!
Leyfið mór að tala við ykkur fáein orð! Eg skal ekki verða
langorður! Og ekki þurfið þið að óttast pólitíska
orðmælgi, því ekki er eg kandidat!
Eg ætlaði einungis að leiða athygli ykkar að þvl, að nú er haustið I
nánd, og eg er 1 óða önn að búa verzlun mfna undir, að geta uppfylt þarfir
ykkar, hvað alls konar harðvöru soertir, áður en veturÍDn geagur I garð.
Eins og að undanföruu, verður verzlun mfn vel byrg af öllu þvf, sem ykkur
er nauðsynlegt og verð á öllu svo lágt, að þar getur engiua hér I Ný-íslandi
boðið verzlun minni byrginn. Eg kappkosta jafoframt, að hafa vandaða,
vörur, þvl eg veit, að Ný Islendingar vilja ekki aunað.
Svo ekki meir að sinni!—Ea næst þegar eg næ ykkur tali, mua cg
segja ykkur verðið á vörum mtnum. Ea þegar
,,Svifur að haustið og svalviðrið ffnýr, “
þá gerið svo vel að ganga inn í verzlunarbúð mína á Girali, bæði til að ylja
ykkur og til að líta 4 vöruruar, S9m eg hef að bjóða ykkur.
H. P. TÆRGESEN,
GIMLI,.............................MAN.
101 251 AFSLÁTTURl
SS5S S5SS ♦
Hvar fást slík kjörkaup?
Hjá, G. Thorsteinsson & Co.
KARLMENN!
Leyflð oss að leiða athygli yðar að >ví, að NÚ seljum vér karl-
mannafatnað með 10 prct, til 15 prct. atslætti.
KONUR og MEYJAR!
Vér viltlum sömuleiðis benda yður á, að vér höfum mikið og
vsndað upplug af allskonar álnavöru, svosem PRINT8, FLANN-
ELETTES, HVÍT LJEREFT, fallega KJoLADÚKA, FLJÖEL
og margskonsr tegundir af SILKIBORÐUM, sem vér seljum NÚ
með 10—15 pict. afslætti; og sömuleiðis fleiri tegundir af strá-
höttum, sem vér látum iara með 15—25 prct. afslætti.
ylÐINES-BYGÐAR- og ÁRNES BtJAR!
Oss er sönn finægja, að geta tilkynt yður. að vér höfum ávalt mikl-
ar byrgðir af öllum hinum algengustu tegundum af HVEITI-
MJÖLI, HAFRAMJÖLI og FOÐURBÆTIR, og verð á feeim svo
lágt, að vér álitum að enginn geti selt bær ódýrari en vér. Sömu-
leiðis hefir verzlun vor ávalt nægar byrgðir af „Groceries'* og alls
konar matvöru, ásamt mörgu fleiru. t
KQMIÐ og HEIMSÆKIÐ OSS!
Vét erum ávalt reiðubúnir til að sýna yður vörur vorar.
G. THORSTEINSSON & GO.,
GIMU, .... MAN.
GLADSTONE FLOUR
Yður hlýtur að ajeðjast að því mjöli. það er
Snjóhvítt og skinandi fallegt.
Að prófa það einusinni, mun sanníæra yður.
Pantið það hjá þeim sem þór verzlið við.
Avalt til sölu í biíð A. Fridrikssonar.
RJOMI
LAGINU riómaun?
að skifta því fyrir vör
með því að senda oss rjómann.
Bændur, sem hafið kúabú, því losið þér
yður ekki við fyrirhöfnina við smjðrgerð o(
fáið jafnframt meira smjör úr kúuum me^
því að senda NATIONAL CREAMERY-Fl
Því fáið þér ekki peninga fyrir smjöriö i stað þess
L'uribúðum? Þér bæði græðið ok sparið peninga
Vér höfum gert samninga við öll járnbrautarfélögin um að taka á
móti rjóma. hvar sem er í fylkinu. Vér borgum flutningin með járn-
brautum. Vér virðum smjörið mánaðarlega og borgum mánaðarlega-
Skriflð oss brófspjald og fáíð allar upplýsingar.
National Creamery Company,
| 330 LOGAN AVE., WINNIPEG.