Lögberg - 22.01.1903, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.01.1903, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, 22. JANfJAR 1903. er ceh8 (1t bvem fimtndag af THB LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING Co, OöBgiltL aö Dor. Williau Avu. og Niva,Sr„ Wihnipbo.Man. -- Kostar $2.00 om áriB (á ulaodi t kr.) Borgist (yrir fram. Eiostök or. í cettL Pnbllshtíd tíverv rhorsdav bf THB LÖGBERG PRINTING & PUBLISHING Co. (Ineorporated), at Cor. Williak Avm. and N»a St., WlNNirEo Ma» - Subscriotion prlca Hao por rsar. payabls la advanco. Singlo copies 1 eents. alTOTjáai (oasaor) : t Maanus Paoloon. sosrasss suun: John A, Blondol, At'GLÝSINGAR:—Smi-onglátlngor < eltt salftá cent fyrir 30 or8 o6a I þurní. dálktlengdar. I! rent um mftnuftinn. A gtærrf soglýilngtun nm úngrl tima. afsláttur oftlr samrtingi. BÖSTAÐA-SKÍFTI kaupendg verBnr sB tfk kynna tkrifloga og gsta nm fyrvorandl búgtal iafnframL Utanágkrift til afgrelSgluatðfn blaflolna «1 The LoRberg Prtg, ds Pub, Oa P. <X Boa 1282, TaiapboM tn. _______ Wlrsnli—g. Utanáskrift til rltatidrang gr: Kdltor Logberg. r O. Box 1282, Winntpes. Uan. •» frASamVvæmt lai dslogum er nppsbgu kauoands á bla&i égiid nema nann $é sknidiaus. þegat Bann segirupp. -Ef kaupandi sem er < skuid viB bU&iS, lytur vistfei luni án þesf a& ti'.kynna heimilisskift- In. þá er þa& fyrir d&mstílunmTi álitin sýnileg SOnnun fyrir prettvísleEum tilgangi FIMTUDAGINN, 22. Jan., 190d. Erfðaskrár. SkyldutilíinnÍDg sá er orðin al- menn að heita má meðal íslendinga h^r í landinu að ráfstafa þannig húsi sínu, eftir því sem hverjum ein uin er gefið að geta, að ekk jur þeirra og börn ekki þurfi að lenda í fjár- þröng, að ekkjurnar geti að þeim látnum búið við sem allra þægileg- ust kjör og börnin fengið sómasam legt uppeldi. Reglusömum og iðju- BÖmum íslendingum hefir langt fram ytír allar vonir hepnast að rækja skyldu þessa síðan þeir fluttu hing- að vestur. Margir hafa komið fyr- ir sig góðum efnum í löndum og lausum aurum, og bæði þeir og þó einkum hinir fátækari hafa trygt l f sitt með meiri og minni lífs- ábyrgðarupphæðum. þetta er nú orðin svo algild regla meðal íslend- inga, að því nær hver einasti efna- lítill tjölskyldumaður álítur það sjalfsagða skyldu síua að kaupalifs- áhyrgð. Og ekki einasta gera menn- irnir þetta, heldur er það nú að verða býsna-alment, að konurnar tryggja einnig líf sitt manninum og börn- unum til hjálpar að sér látnum. Alt þetta er eins og það á að vera, mjög hrósverð og ónægjuleg trygging fyr- ir því, að efnahagur íslendinga hér í lnndinu fari batnandi eftir því sem tímarnir líða. En það er eitt í þessu sambandi sem þarf nauðsynlega að verða langt- um almennara meðalíslendingaheld- ur en enn þá er orðið, og sem hægt er að koma á með sérlega lítilli fyr- irhöfn eða kostnaði. Menn ættu að sjá um, að þegar þeirra missir við, kosti það ekki erfingjana óþarft strið og kostnað að fá hönd yfir þvf, sem þeim er eftirskilið, og slíkt verður ekki gert með öðru en erfða- skrá. Allir menn, sem nokkurar eignir eiga—sérstaklega fasteignir— ættu því að semja erfðaskrá og drega það ekki þangað til þeir sjá eða ÖDna þess merki, að þeir eru að fram komnir, því að eins og raenn vita getur dauðann boiið að hendi þegar minst vaiir og án þess hann sendi neina aðvarandi rödd á undan sér; og þó aldrei nema rnafur fái a þeunan hátt ruðstafað húsi sinu ft banasænginni, þá er æfhdega hætt við, að slíkar erfðaskrór geti oröiö ónýttar vegna þtss erfitt er aö sanna, að sjúklingur beri íult og óveiklað skyn á gjörðir sínar rétt fyrir and- lutið. það er því alvenja—þtíttekki sé á meðal íslendinga—að þeirmenn semja erfðaskrá strax á unga aldii, sem eitthvað eiga, sérstaklega ef þeir eiga fasteignir. KostnaðurÍDn við erfðaskrá er ekki teljandi þegar hann er borinn saman við allan kostnaðinn, sem á eignina fellur, þar sam engin erfða- skrá er. í erfðaskránni er sam- kvæmt Manitobalögum séð fyrir skiftaráðanda og tjárhaldimanni eða mönnurn handa börnunum. Eftir að maðurinn er dáinn og erfðaskrá- in hefir verið birt taka menn þessir til start'a og þar með er því máli lokið. þannig á hver maður kost á að ráða því sjálfur áður en hann deyr, hver lítur eftir eignunum, sér um skiftin og annast hag barnanna. Samkvæmt lögunum verður einhver eða einhverjirað koma fram sem umboðsmaður hins látna, sem tekur að sér að líta eftir eignunum og skifta þeim á milli erfingjanna ó sínum t(ma. Umboðsmaður þessi er tilr.efudur í erfðaskránni, og sé engin erfðaskrá fyrir hendi þá er hann skipaður af dómstólunum í pví og þvi lögsagnarumdæmi. Vilji ekkja hins látna, eð'a hver annar sem er, láta dómstólana veita sér umboð þetta, þá verður slíkt ekki veitt ncma umsækjandi fái ábyrgð- armenn, sem sameiginlega eiga helm- ingi meiri skuldlausar eignir fram yfir það, sem ekki verður af þeim krafist samkvæmt lögum, en nemur eignum dánarbösins. Fóist ekki slíkir óbyrgðarmenn þá skipa dóm- stólarnir eitthvert fjárráðai'élag (trust company) til þess • að hafa hönd yfir eigninni. það eru viss félög, sem gera umboð dánarbúa að starfi sínu og græða á því stórfé. Umboðsmenn þessir eða umboðsfó- lög^iafa þannig eftirlit með eignun- urn og aðal-umráð þeirra þangað til yngsti erfinginn er búinn að ná lög- aldri, því að fyrri má ekki selja fast- eignir dánarbúsins samkvæmt lög- un». Geta má nærri, hvað rnikill ó- þarfa kostnaður legst á eignina með þessu lagi og hve óhagkvæmt og ó- geðfelt fyrirkomulag þetta hlýtur í mörgum tilfellum a& vera ekkj- unni og öðrum hlutaðeigendum. Fyrir öll þessi óþægindi og mik- inn fjárútdrátt verður bygt með erfðaskrá. Og með nákvæmri og greinilegri erfðaskró verður það einnig fyrirbygt, að flókin -erfðamál rísi upp og viss hluti eignanna gangi til þeirra, sem hinn dáni hefði ef til vill sfzt viljað, eða f óþarfan móls- kostnað. Með erfðaskrá getnr mað- ur rfiðið því algerlega til hverra eignir hans ganga að honum dánum, hvað mikið hver fær og hvernig skift er. Og virðist það vera eðli- legasti gangur hlutanjia. Á það er ef til vill rétt að benda mönnum, að erfðaskrá þeirra er álls ekki bindandi fyr en að þeim lótn- um. þeir geta því breytt henni hve nær sem þeim sýnist, ónýtt hana og samið nýja erfðaskrá og yfir höfuð meðhöndlað eignir sfnar eins og eng- in erfðaskrá væri til. Síðasta erfða- skrá hefir ætið forgangsrótt og ó- nýtir allar hinar eldri, að því leyti sem þær koma í bága við hana., í erfðaskrá er nauðsynlegt að nefndur sé skiftaráfandi og fjár- haldsmaður eða fjárhaldsmenn ó- myndugra barna; fin þess er erfða- skróin ekki í góðu lagi. það er sagt hér að ofan, að það sé alvenja hér í landinu, að menn ráðstafi eignum sínum í lifanda lífi með erfðaskrá, frft þessu eru auð- vitað margar undantekningar, enda les maður svo sjaldnast blöðin, að ekki beri fyrir augað um eitthvert erfðamMaþras, sem erfðaskrfi hefði koruið í veg fyrir. þannig eru dæm- in deginum ljósari, að þar, sem eng- in erfðaskrá er, gengur einatt mikið —og æfinlega uokkuð—af efnum þeim til m Ifærslumanna og annarra óviðkomandi, sem maður hefir safn- að sarnan i sveita síns andlits handa ekkjunni sinni og öðrum nfinustu aðstandendum og vinum. Oss vitanlega er öðru nær en það sé algengt meðal Islendinga að fylgja þeirri viturlegu og þýðiugar- miklu reglu að ráðstafa eignum sín- um með erfðaskrfi; eu það ætti að v^ra algengt og alment, þar sem um nokkurar eignir er að ræða, og verð- ur það vafalaust með timanum. það eins ogannað, sem betur fer, munu íslendingar taka upp eftir ensku- mælandi meðborgurum slnum. Og grein þessi er rituð í því skyni að flýta þvf ef unt er. Ný kvæðabók. (Ritdómur eftir W. H Paulson). Gudmundur Fhidjónsson: Ur heimahögum. Kvæði. Reykjavík. ísafoldarprent- soiiðja. 1902. Einif þátturinn í sögu Vestur- íslendingá er barátta þeirra fyrir viðhaldi íslenzkra bókmenta sín á meðal. Sámvinnan fyrir þeirri hugsjón hefir ekki tekist sem bezt; ekki einu sinni meðal þeirra, sem vilja því máli vel og lagt hafa fram krafta sína því til eflingar. Sú tvístran er sprottin af því, að stefna þeirra í öðrum málum hefir verið svo afar ólík. þeir hafa engu að síður unnið málinu gagn, en það hefði orðið enn meira ef um bróður- lega samvinnu hefði þar verið að ræða. Nokkurar raddir hafa komið fram, á ýmsum tíinurn, með þá kenn- ingu, að viðhald íslenzkunnar myndi hindra yngri kynslóðina og halda henni aftur úr samborgurum s(num af brezkum kynstofni. þær kenn- ingar hafa nálega engan byr fengið í almenningsílitinu og hafa aldrei orðið langlifar. Mótspyrnan öll gegn kirkju félagi Islendinga í þessu landi hefir vitanlega unnið máli þessu nokkurt tjón, af þvl það hefir verið, eins Gg það er enn, eitt af aðalmálum þess félags. En mótspyrna gegn því fé- lagi, sem 'bindur sig við ákveðið trúarbragða-prógram, er svo sjálf- sögð, að út á það er ekkert að setja, og tjónið, sem sú mótspyrna hefir þannig unnið því máli, sem ræðir um, hefir því verið að eins óbein- lfnis. Mesta tjónið hafa þeir unnið ís- lenzkum bókmentum í þessu landi, sem, sökum óhreinlyndis og smjað- ursnáttúru eða fyiir sakir heimsku og fáftæði bafa tainið sór það að hefja upp til skýjanna rneð ógeðs- legri aðdáun mesta bókmeutalega léttmetið, sein fram hefir verið bor- ið hér og sem stöðugt er yerið að ausa hér út og kallað er andleg fæða, handa íslenzkum lesendum. Tjónið, sem þessi fagurgali hefir bakað bókmentum vorum hér i landi, er mikið og margvíslegt. Hugsum oss íslenzkan námsmann, sem farinn er að bera skyn á ensk- ar bókmentir, fara að kynna sór þetta íslenzka góðgæti, sem sjerk- ust og gífurlegust fær meðmælin. þar væri hann einmitt liklegur til að bera niður, til þess að vera viss úm, að ekki væri valið af verri end- anum. Hvernig myndi honum lít- ast á? Hvernig myndi honum tínn- ast það standast samanburðinn við ensku bókmentirnar, sem hann er farinn að þekkja? Myndi það skapa hjá honuru virðingu fyrir íslenzk- um bókmentum? Myndi hann á- líta sínum dýrmæta námstlma byggi- lega varið til þess að reyna að eign- ast þvílíkan andans sjóð? Svörin upp á þessar spurningar eru augljós. Augljóst er þá lika, hvernig þessi flaðurstefna elur upp í fólki smekkleysi í bókmentalegum efnum. Ekki sleppa þeir heldur allir ó- skemdir þessir mikilsvirtu höfund- ar. „það þarf sterk bein til að þola góða daga,“ segir máltækið. Og þeir hafa fengið uóg af öllu hólinu sutnir hverjir, sem enginn er heldur kouiinu til að segja, hvað úr hefði getað orðið ef þeir ekki með þessu hefði verið gerftir að sjálfbirgingum. Og svo ganga þynuiugarnir, í lest- um allir á sama lagið; þeim þykir svo notalegt að lata hæla sór. þeir fara að renna hýi u auga fi „lárvið- arkransinn," sem svo auðvelt er orð- ið að nft. Og landið „rennur út“ í þessum ósón a. það lætur að vonum, að allir þeir, sem 1 ita sér hugarhaldið um íslenzkar bókmentir í þessu landi, taki þess vegna með fögnuði og feginleik hverju nýju innleggi, sem lagt er fiam, ináli þessu til liðs. En innlegg í það mál kalla eg hverja nýja b'»k sem út kemur á íslenzkri tungu, og sem nokkurt bókinenta- legt gildi hetir. Sama er að segja um hverja vel samda ritgerð og hvert vel ort kvæði. í þessari grein erum vér Islend- ingar í þessu landi á eftir löndum vorum heima. Vér höfum dregist þar aftur úr. Vér lifum enn aftur á leirburðar og eftirmælaöldinni, sem á íslandi er liðia hjá. það heyrir til undautekningum þar ef, til dæm- is að taka, birt eru á prenti Ijóð- mæli eða kvæði af líku tagi og hér úir og gréir af. Leirburði er þar ekki haropað, eins og gert er hér, og það erý&r ekki heldur kallað per- s 'muleg árás, eins og gert er hér, þó þeir, sem betur hafa vit á, bendi á vaosmíðin og smekkleysurnar í því, sem út er gefið á prent og áskilur sór bóktnentalega viðurkenningu, Kritík eða gagnrýni á þar heima fullan rétt á sé»\ Hún á það ekki hér. Hún er þar talin nauðsynleg. Hér er hún talin skaðleg. þessi stefna þar hefir verið að hreinsa og bæta bókmentirnar á íslandi ulla síðastliðna hílfa öld. Stefnan, sem hefir verið ríkjandi hér, hetír gert hið gagnstæða. Skáld og aðrir rit- höfundar á íslandi hafa liita í hald- inu og hika sér við að koma með svikinn varning út á bókmenta markað þjóðarinnar, því glöggir og djarfir eftirlitsmenn standa þarhver- vetna á verði og aðvara þjóðina hispurslaust ef varan er svikin. Sönnun fyrir því, sem hér hefir verið haldið fram, eru bækurnar, sem við og við er verið að geta út þar heima og síðast á uð minnast kvæði Guðmundar Friðjónssonar, sem bárust hingað vestur núna rótt fyrir jólin. Svo mikið þekki eg til þess höf- undar, að eg veit honum geta verið mislagðar hendur hvað skáldíþrótt- ina snertir, en naumast verður það séð á þessum ljóðum. því svo nálega hnífjafnt er frá þeim gengið af hendi skáldsins. Ekki er þar eitt einasta kvæði og varla eitt erindi, sem ekki ereinhver veigur f, annaðhvort að hugsun eða þ:í, sem er langoftast, tið mfili. Orðsnild Guðmundar og hag- sýni við að setja íslenzka tungu í ljóð er aðdáanleg. 1 því stendur hann með þeim fremstu íslenzkra skálda. Efnið í þessúin Ijóðuin er ekki stórslegið né laníít að sótt; hugmynd- irnar hvorki hatíeygar né djúpar. Ekki eru heldur ljóða textarnir margbreyttir. Samt raðar höf. kvæðum þessura, vandlega og skipu- lega, niður í fjóra kafla. Sáfyrsti er „Móðurminning,“ að eins tvö kvæði, hvort öðru prýðilegra. Ur því fyrra vil eg benda á þetta erindi: ,,Á degieinum presturinn kom og marg- ir menn, hve mér er stundir. sú í fersku minni. í lokrekkjunni svörtu eg lít þig, mamma, enn, er læst var henni fyrsta og hinsta sinni." Margir eiga, frá yngri árum, einhverja líkkistu endurminningu í huga, en fáum hefir tekist að mála það atvik með trúrri dráttum. S;ðar í kvæðinu stendur þetta: „Frá dauðra manna gröfum í djúpri grafarþró menn draga ei’ andann sér til heilsuþri fa. En höfuðkúpu mömmu eg held.ur kysti Þó, en hlftturvarir þeirra kvenna, er lifa. “ þessi samliking er enginn gam- all húsgangur; hún er trumlegri en hvað hún er geðsleg. En óneitan- lega er hugsuninni um „lokrekkj- una svörtu" framfylgt þar í það ítr- asta. Siðara kvæðið er mest rnegnis hugleiðingar uiú anuað líf, sem end- ut minningin um móðurina dtnu ger- ir honum að áhugamáli. Von og efi togast á í huga haus. Sínu máli til sönnunar bendir vonin á 1 fið í gjörvallri n'ttúrunni umhvertis. Hún verður ofan á, svo niðurstaðan verður þessi: „Hvervetna hreyfir sér lífið, hilinn og ljósið, hvervetna á himni og jörðu; þú hlýtur að vaka.“ Næst kemur kaflinu: „Muna blóm.“ það er safn af tuttugu og fjórum fistakvæðum. Aðal íþrótt höf. heldur sór þar eins og annars- staðar. þeiin Ijóðum til hróss má ennfremur segja það, að þau eru ekki væmin nó ógeðdeg, eins og slíku efni hættir við að verða í höndum margra; nema ef vera skyldi að orðið „vina“ væri haft þar í of miklum hávegum. það nafn á vin~ konu finst mér vera neyðarúrræði í íslenzku máli, sem skáldum er lík- lega örðugt að sneiða hjá í ásta- kveðskap; en furðanlega er það þó sjaldgæft hjá hinum stærri skfild- um. það minnir mig á ó- myndina: „Heiðruðu landarogföíwí- ur,“ sem var móðins hér vestra um tíma að ávarpa samkvæmi með. þaS var ný útgáfa af sögunni um „Að tyggja upp á dönsku.“ G F. finst víst annað en mér um þetta „vinu“-nafn, því ljóðhagur maður, eins og hann er, þarf ekki að dragast með sér ógeðfeld orðatil- tæki. En þetta er sjáanlega hans uppihaldsorð, því í þessum ljóða- kafla kemur hann með það ekki sjaldnar en íjöi utíu og fjórum sinn- um, jafnvel þrisvar sinnum í smá- kvæði um konu sína og auk Jæss í fyrirsögn fyrir eitt kvæðið. Mörg vísan er smellin og vel kveðin í þessum kafla. Sem sýnis- horn bendi eg á þetta erindi: , Lfittu alt af geisla glóa, guö, í kringum vinu mína. Liljur, rósir, lauka þína láttu á vegum hennar gróa. Sendu henni sunnanblæinn seint á haustin, snemma á voriu, Vinu minni veldu sporin. Veginn ryddu sérhvern daginn,“ (Meira.) Einn af vinutn vorum. Flestir íslendingar í Winnipeg og víðar hór í landi kannast við Mr. T. E. Morden. Hann hefir lengi verið fregnriti blaðsins Free Prcsa hér í bænum. Og þegar hann hefir verið að rita fréttir fyrir blaðið, hef- ir hann haft augastað á íslendingum ekki síður eu öðrum. Hann hefir stöðugt leitast við að fræða hina ensku-mælandi borgara bæjarins um það, er þeir hafa fyrir stafni. Hann hefir svo mikið haft fyrir þessu, að hann hefir numið fslenzka tungu svo, að ekkeit fréttnæmt, sem f ís- lenzku blöðunum, er út koma hór í Winnipeg, stendur, fer fram hjá honum. Og það er aldrei misskilið, heldur ftvalt tarið alveg rétt meB það. Hann hefir lengi gert sór að skyldu að ver'a á flestura meirihátt- ar íslenzkum sau komum í bæ þess- um, til þess að geta sagt rótt og greinilega frá öllu í blaði sínu. það mun óhætt að fullyrða, að hann só eini innlendi maðurinn hér, sem kann að rita islenzk mannanöfn rótt. Hann gerir það stundum réttar og betur en eigendurnir sjálfir. Frá því fyrsta, að hann fór að minnast Islendinga, hefir hann gert það einstaklega hlýlega. það má svo að orði kveða, að hann hafi aldrei getið þeirra nema að góðu. Hann hefir leiðrétt margan misskilning innlendra manna á þjóðflokki vor- uin. Hanu hefir sýnt fram á, hvern- ig islenzkt fólk hér I Kanada hetír barist áfram, numið enskt mál á skömmum tima, komist smám sam- an í nokkur efni, með sparsemi og atorku, lcomist niður í og farið að hugsa um og taka þátt I málum fylkisins, en látið um leið myndast sjálfstætt íslenzkt fólagslíf hér í þéssum nýja heimkynnum með skynsamlegri íhaklssemi og rækt við vort eigið þjóðerni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.