Lögberg


Lögberg - 21.01.1904, Qupperneq 1

Lögberg - 21.01.1904, Qupperneq 1
 <;•■««««««*'*«'&«*«'»* a«e«'S«*«««««««<s Vetrarleikir Sleðar, allar tecundir, Skautar. allar stærðir, Hockey sticks, Pucka, Fóthlífar, Fótboltar, <2 Indian Clubs. ^ Anderson & Thomas, § 638 Main Str. Hardware. Telephone 338. S * ««'S'®««««.«*«A«A«A«A«A«A*A«'S'«'S/5^ •«* *««*«««««,•/«.•« *«• * 'S^.«® «A« _ (• « Til hússins t Nýjar vörur til heimila: Forskera hnífa e; pör Nickel platteruð hnífapör í kasea •) (með nýju legi), Borðlampar, Lestrarher- « bergis iampar silfurplattcraður borðbón- aður. rakhnífar og va-ahnífar. « * Anderson & Thomas, 2 J, 638 Main Str. Hardware. Telephone 8S9. J (• Herkl i evartnr Vale-láa •) « <• <• •« A «A *Æ,« .•«*««« »«í SÆ/ÍA-S ««A « ®«.® «• •) 17. AR. Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 21. Janúar 1904. NR. 3. Frá Helga magra. Stærsti vif5burðurinn í sam- kvæmislífi Vestur-íslendinganálg- ast nú óöum. ,,Þorrablótiö“ fer fram í Mani- toba-höllinni hér í borginni ann- an föstudag, 29. þ. m. Samsæti þetta byrjar kl. 8 aö kveldinu. Biöur Helgi magri gesti sína alla aö koma á tiltekn- um tíma svo hægt sé þá aö byrja, því margt veröur aö gera þaö kveld. Um leiö og menn eru búnir aö leggja af sér yfirklæöi, ættu allir aö komast í sæti sín og sjá um aö talaná spjaldinu viö diskinn þeirra sé sú sama og á aögöngusæti þeirra. Þá veröa hljóöfæraleikendurnir komnir í sæti sín og þá er um aö gera, aö allir nái aö setjast á sem allra skemstum tíma. En enginn troöningur má eiga sér staö. All- ir veröa aö bera sig sem prúö- mannlegast, ganga hægt og stilli- lega þangaö sem dróttsetarnir benda þeim, og gera sem allra minst hark og hávaöa. Þegar menn eru komnir í sæti sín talar eölilega hver viö sína sessunauta meö eins miklu fjöri og hverjum er lagiö. En taliö má ekki vera hávært. Þaö má ekki líkjast hávaöasömu skvaldri, eins og væru menn staddir á stekk eöa viö réttir á íslandi. Heldur ættu allir aö tala í lágum róm og kurteislegum, svo sem allra-mest- ur prúömenskubragur veröi á öllu. þetta tökum vér fram vegna þess aö fluttar veröa ræöur fyrir ýms- um minnum af helztu ræöumönn- um vorum, söngvar sungnir og fögur lög á hljóöfæri leikin. Og alls þessa viljum vér aö gestirnir njóti, sem bezt má veröa. Stööugt eru ný atriöi viö aö bætast til aö gera samkvæmi þetta sem viröulegast. Enda lætur Helgi magri einskis ófreistaö, er ▼eröa mætti því til prýöis, en gestunum til ánægju. Hann ætlar til dæmis aö hafa þar risa einn íslenzkan í hringa- brynju meö atgeir í hendi fyrir lífvörö. Um aögönguseöla eru allir beön- ir aö snúa sér til herra H. S. Bar- dal, bóksala. Hann einn hefir útsölu á hendi. Hjá honum geta raenn fengiö aö sjá greinilega teikning yfir sætin viö boröin og séö hvar enn þá er rúm eftir. Um aö gera aö reyna aö útvega sér og kunningjum sínum sem hentug- ust sæti, svo njóta megi ánægj- unnar sem bezt má veröa. Tíminn styttist. Sætin óseldu fækka. Ekki til neins aö veröa vondur yfir því, aö hann geti meö engu móti fengið sæti, þegar þau veröa uppseld. Þaö eru sjálf- skaparvíti, sem því miöur ekki veröur unt úr aö bæta, þó gull og Sr*nir skógar veröi í boði. Helgi magri lætur sér ant um gestir hans allir fari heim til sfn frá samkvæmi þessu meö þá tilfinning, aö þaö sé bezta, prúö- uiannlegasta og ánægjulegasta samkvæmiö, sem þeir hafa nokk- urn tíma veriö á. Og ef alt gengur vel, vonar hann aö þetta takist, eftir því sem nú útlit er til. Kristnesi hinu vestra, á Bræðramessu ao. Janúar 1904, Helgi magri. Fréttir. Ur öllum áttum. Hjá Frog Creek skamt fráFort Frances meðfram C. N. R. braut- inni voru tveir menn ráðnir til aö höggva skóg fyrir bónda, og bjuggu þeir einir í kofa í skógin- um. Nýlega fundust báöir menn- irnir dauöir spölkorn í burtu frá kofanum, annar fyrir nokkuru lát- inn og beinfrosinn, en hinn ný- dáinn. Hið einkennilegasta viö atburð þennan er þaö, aö engir á- verkar sáust á þeim manninum, sem fyr dó, en hinn (sá nýdáni) var stunginn og skorinn til ólffis, og inni í kofanum fanst blóöugur morökuti. Enginn skilur í hvern- ig þessu getur veriö variö, en lík- ur eru til, aö þriöji maöur hafi átt þar einhvern þátt í. Námaumboðsmaður Dominion- stjórnarinnar hefir fengiö sýnis- horn af gulli, sem fundist hefir í Skeenaár námu-héraöinu viö Port- and-fjörðinn, rétt viö landamær- in Canada megin. Skýrsla, sem sýnishorni þessu fylgir, segir, aö 148 tons af málmgrýti þessu hafi veriö sent til markaöar og hvert ton verið $130 viröi, auk alls kostnaðar. Panama-menn í Colon þykjast sjá þess öll merki, aö Columbia sé í undirbúningi meö aö senda her manna á hendur þeim. Er ráögert aö senda mannafla á land af herskipunum til þess aö mæta Colombíu.mönnum og skakka leikinn, ef til kemur. Við síöustu aukakosningar á Englandi hefir frjálslyndi fiokkur- inn unniö mikinn sigur og útlitið því ekki sem glæsilegast fyrir Bal- four. Af orðum hans í ræöu, sem hann hélt nýlega í Manchester, þykjast menn hafa ástæöu til aö draga þá ályktun, aö almennar kosningar séa ekki langt undan landi. Cashel Calgary-moröinginn er enn þá ófundinn. Þaö er haft eftir manni þar í nágrenninu, sem fyrir nokkuru kom frá Baffalo, þar sem Cashel fjölskyldan bjó, aö Cashel þessi hafi hvaö eftir annað komist undir mannahendur í Bandaríkjunum fyrir þjófnaö og aöra óknytti og hvað eftir annaö sloppiö úr fangelsinu. þýzkalandsstjórn hefir tilkynt Bretum, aö hún vilji komast aö viðskiftasamningum við Canada. Þegar viöskiftasamningarnir milli Breta og Þjóöverja voru upphafnir um árið, hefndu hinir síöarnefndu sín á Canada-mönnum með á- kvæöum í tolllöggjöf sinni sem útilokuöu canadískar vörur; en Canada-stjórn lét sér ekki bilt viö verða, heldur hækkaöi innflutn- ingstoll á þýzkum vörum að sama skapi. En nú sjá Þjóöverjar, aö þeir standa ekki viö aö missa af canadíska markaöinum fyrir iön- aöarvöru sína, og þess vegna er þaö, aö þeir biöja nú um viö- skiftasamninga. Nýútkomin skrá yfir íbúa Tor- onto-borgara sýnir, aö fólksfjöld- inn þar er nú 279, 526 eöa 12, 537 manns meiri en í fyrra. J. G. Turriff land commissioner Dominion-stjórnarinnar hefir sagt af sér og tekiö tilnefning sem þingmannsefni frjálslynda flokks- ins á East Assiniboia kjördæminu. Mr, Douglas, núverandi þingmað- ur þar, hefir lýst yfir því, aö hann sé ákveöinn í aö bjóöa sig ekki fram til þingmensku á ný. Leiðtogar ökumannaverkfalls- ins í Chicago höföu 15 daga verk- fallshlé meöan veriö var aö grafa fólkið, ^em fórst í leikhússbrun- anum. En nú eru 15 dagarnir uppi og verkfalliö komiö á aftur. Sagt aö 95 prócent af 1,600 .öku- mönnum hafi lagt niöur verk. Viö jaröarfarir veröa menn því nú aö aö gera sér aö góöu, sem líkvagna, svörtu, lágu líkkistuvagnana, og líkfylgöirnar veröa aö nota stræt- isvagnana. Verkfallið viö pappírs verk- smiöjur E. B. Eddy félagsins í Hull stendur enn þá yfir. Núna í vikunni voru sex utanfélags- menn fengnir til vinnu viö eina vélina og létu félagsmenn þaö af- skiftalaust. Önnur pappírsgerö- arfélög hafa boöið E. B. Eddy félaginu aö leggja því til allan þann pappír, sem þaö þarfnast handa viöskiftamönnum, meöan á verkfaliinu stendur. Voðaslys varö í byggingu í bæn- um St. Louis, Mo., þann 13. þ. m. Hópur fólks stóö á sjötta lofti og var aö bíöa eftir lyftivél- inni, og svo mikill var troöning- urinn, aö huröin fyrir lyftiopinu brotnaöi og tíu menn steyputst niöur alla leiö meö því lyftivélin var ofan viö sjötta loft þegar slys- iö varð. Átta af þessum tíu dóu og hinir tveir skaömeiddust. Seint gengur aö bæta Vilhjálmi þýzkalandskeisara hálskvillana. Þó hann eigi aö heita frískur þá gengur stööugt eitthvaö aö hon- um í hálsinum einkum þegar á daginn líöur og hann er farinn aö þreytast. Sagansegir, aö keisar- inn fjálfur geri sér litlar vonir um bata, hann búist viö, að þetta sé byrjun á samskonar veiki (krabba), eins og lagöi foreldra hans báöa í gröfina og nú er aö veröa systur hans aö bana. Meö þetta í huga er hann nú sem óöast aö koma sér niöur á ákveðna stefnu, sem hann vonast eftiraö ríkiserfinginn framfylgi þegar hann tekur viö ríkjum. Reynt er þó aö halda þessu ástandi keisarans leyndu fyrir þýzku þjóöinni. Járnbrautarnefnd Canada (the Railway Commission) er nú full- skipaö. A. G. Blair, fyrrum járnbrautarmálaráögjafi Laurier- stjórnarinnar, er formaður nefnd- arinnar; hinir nefndarmennirnir eru, M. E. Bernier, innanríkis- tollmálaráögjafi, og prófessor James Mills, kennari viö akur- yrkjuskólann íGuelph, Ont. Inn í Laurier-ráðaneytiö hefir verið tekinn sem ráögjafi járn- brautarmálanna (í staö A. G. Blair) H. R. Emmerson frá New- Brunswick; og sem innanríkis- tollmálaráðgjafi (í staö M. E. Bernier) L. P. Brodeur frá Que- bec forseti neðri deildar í domini- on-þinginu. Fréttir frá íslandi. Akureyri, 14. Nóv 1903. Þiða hefir verið alla þessa viku og sunnanátt, þar til í dag er kominnorð- anátt og fjúk með nokkuru frosti. Til Reykjavíkur ætlar hr D. öst- lund uð flytjast að fullu og öllu með miðsvetrarferðinni í vetur og heldur þar ’.fram bókaútgáfum sinum og prentun. Óráðið var, þegar hr. D. ö. var hár á ferðinni síðast hvort hann flytti prentsmiðju sina suður eða seldi hana á Eeyðisfirði. Akureyri, 28. Nóv. 1903. Bróf úr S. Þingeyjarsýslu. —Vond- ar horfur. — Sjálfsmorð. 5. Nóv. 1903. Þetta liðna sumar mun verða minnisstætt flestum mönnum hér um slóðir. Frá því, er Agústmánuður byrjnði, voru sífeldar þokur og rign- ingar, svo að varla þornaði af strái alt fram að Egidíusi. Þá gerði þurk tvo daga og þó að það væri til hugnunar, náðu þó sumir menn alls eDgu heyi í tóft, en fáir öllu. Svo skall á sama fúlviðrið, sem hélzt fram til miðs Septembermánaðar. Þá geiði sunnanvind og fauk þá hey á 8umum stöðum. — Úrkomurnar voru ákaflega miklar oftastneer. En þó tók steininn úr 5. og 6. Sepc. því þá var ódæma kyngiveður storms og úrkomu og lyktaði með iðulausri stórhríð i fjöllum og í bygðum Norður- Þingeyinga. Fé fenti á Reykjaheiði; fundust t d. 7 kindur duuðar á einum St?' f göngunum. En gangnamenn ge®ú af bestum sínum, þeir sem vo u á leiðinni vestur af Jökulsá; varhjarn- að svo, að mannfæri var og slétt af lægðum og störþýli. 28. Sept. gerði enn fádæma stór- rigningu og skemdust þá hey í tóttum og hlöðum, en óvíst er ‘enn, hve miklar þær skemdir eru. Sú rigning var lítil sögð innan við Vaðlaheiði. ogaltaf var tíðin betri í sumar inn og vestur und- an, en þvi verri, sem austar dró. — Pétur gamli í Reykjahlið, sem er 90 ára, merkismaður með óskertu viti, segist ekki muna aðrar eins úrkomur og í sumar. Hefir þetta verið meira en ,,él eitt, og skyldi langt til annars slíks.-* Auðvitað eru heyin litil, einkurn á votengisjörðum, þvi aðþar fór grasið í kaf. Og að sama skapi voru þau hrak iu og skerad. Komi nú harður vetur, er dauðinn vís, því að ómögulegt er að setja á þessi h y svo að vel sé, til þess að þá sé fénaður eftir til viðurlífis. Þá bæta ná ekki baðanirnar úr skák, og er ekki ein bára stök fyrir okkur bændunum. það er hart að þurfa að gefa fó inni í Nóvemberraán- uði í útigangssveitum, þegar svona er í garðinn búið, og væri 611 von til þess, að baðanirnar væru afsagðar í þetta sinn. Að taka fé frá útigangi á inni- gjöf i 8 daga og sleppa þvi svo, það er eins og að taka skólamenn í þegnskyldu- vinnu. — Eu hitt er ómögulegt, að taka alveg nú á heyin — á skemdu og litlu heyin. — Maður drekti sér í Botnsvatni ofan við Húsavík, í haust Flóvent Sigurðs- son. aidraður maður, átti konu ogmörg börn vaxin. Hann var vel kyntur maður, þegar hann naut sín; en gefinn fyrir sopann og misti þá stjórn á sér og út úr þeim áhrifum réð hann sór bana. Hann hefir ekki fundist, því vatnið er djúpt; en raaðurinn réri út á vatnið og steypti sér svo útbyrðis, og mun hafa bundið við sig stein. 800 kr. sekt hefir Páll Bjarnarson cand. phil. á Sigurðarstððum fengið samkvæmt landsyfirréttardflmi fyrir að kalla séra Þorleif Jónsson á Skinna- stað íBjarka ..msnnorðsogmunaþjóf." Undirréttur hafði homist að sömu nið- urstððu. Bindindismálið. Síðrsti ,,Good- Teraplar“, blað stórstúku íslands af I 0 G. T., skýrir frá því, að B stúkur hafi verið stofnaðar á síðustu þrem mánuðum, þrjár f Skagafirði, 1 í Borg- arneei í Mýrasýslu og ein í Álftaveri í Vestur-Skaftafellssýslu. Eftirtekta- vert er það og vænlegt, að í ðllnm Skagafjarðarstúkunum er prestur með- al stofnendanna, Það sýnir, að sum- staðar er að vakna skilningurá því, að eðlilegt sé. að samvinna eigi sór stað með Goodtemplarafélaginu og presta- stéttinni. Auk þessara stúkna, sem Good Templar getur um, aðnýstofnað- ar séu, stofnaði prófastur Hjörleifur Einarsson stúku á Vctnsnesinu um veturnætur. * Rjómabú Hnvetninga. Einn af eigendum rjómabúsinsí Vatnsdal skrif- ar Nl. á þessa leið með síðasta pósti: ,.Garðar Gislason lætur ekki vel af smjörmarkaðinum. Hann seldi pund- ið usl.) fynr tæpa 79 aura, alveg eins og í fyrra. En til hans voru ekki komnar nema 18 hálftunnurjif 26, svo við vitum nú ekki um. hvernig hitt gengur. Á rjómabúsfundi, sem við héldum nýlega, þorðum við ekki að borga út nema 45 aura fyrir pundið, búumst við, að hitt lendi til að borga kostnaðinn. Svo þetta er ekki neitt sérlega álitlegt. Þó höldum við sjálf- sagt áfram. Líklegt er, að í Vesturhópinu rísi upp annað rjóma- eða jafnvel mjólkur- bú í vor. U m veturnæturnar höfðu 20 bændur viljað slá sér saman, en ekki var búið að semja um fyrirkomulagið, þegar eg vissi til siðast. Guðm. Bjðrns- son cand. juris í Klömbrumhefir geng- ist fyrir því. Hann er liklegur til góðrar formensku í því sem öðru.“ Úr Skagafirði er skrifað 18. þ. m.: Öndvegistíð og varla fest snjó á jörð hér { framfirðinum siðan í September. Víða ekki farið að kenna lömbum át eun. Ekkert eða lítið talað um pólitik. Menn eru eftir sig eftir kosningabar- áttuna tvö undanfarin ár. Forsjálni. Svarfdælir eru forsjálir menn. Þeir sjá það, að ekki er hyggi- legt að treysta eingöngu á heyforðann eftir þetta sumar. Og þeir sjá það. að eitthvað verður til bragðs að taka, annað en .afsegja útrýming fjárkláð- ans.“ Svo sveitarstjórn þeirra samdi bór um daginn við verzlanir hér um rúg- kaup til fóðurviðbótar. Hjá Gud- mauns Efterfl. verzlun fá þeir 100 tn. af rúg fyrir nýárið, og á að senda eitt- hvað tðluvert af því með ,,Agli“, þegar hannverður næst á ferðinni. Aðrar 100 tunnur hafa þeir trygt sér síðar á vetrinum, ef þðrf geristþá. Frézt hefir, að í fleiri sveitum hafi samskonar úrræði verið ráðgerð. En ekki hefir enn heyrst með vissu, að framkvæmd hafi á því orðið, þó að það sé mjög seunilegt. Bráðkvödd varð stúlka hór i bæn- um i gærkveldi, Slgurjóna Kristbjörg Kristjánsdóttir í húsi Sðlfa Ólafssonar Hún hafði nokkuð lengi haft einhverja tilkenning í höfðinu, án þess að gera orð á. I gserdag yar hún svo frísk, að hún var við jarðarför Jóns heitins Baldvinssouar. En síðar um daginn fékk hún ákafiega mikinn höfuðverk og uppköst og andaSist áður en læknir kom. * Akureyrarbvyggjan. í tilefni af því, að bú er með öllu lokið smíðum á hafskipsbryggjunni hér á Akureyri, bauð hafnarnefndin fjölda af borgurum bæjarins í samsæti á Hótel Akureyri á laugardagskveldið var. Þar var hald- inn fjöldi af ræðum, einkum um vænt- anlegsr framfarir Akureyrar, sem menn gera sér beztu vonir um, þótt hart só í ári nú. Mannslát. Þ. 16 þ m. varð bráð- kvaddur inni í vörugevmsluliúsi Tulin- iuss kaupmanns Jón Baldvinsson, sem dvalið hefir hér á Akureyri 3 síðustu árin, en bjó siðast búi sínu á Skriðu- landi í Hörtiárdal, mikilsmetinn sæmd- armaður. Ekkja hans er Guðrún Vig- fúsdóttir frá Samk«mugerði, en sonur hans Baldvin Jónsson verzlunarmaður — Norðurland. Seyðisfirði, 81. Okt. 1903. Veðrátt»n hefir, þar til siðustu dagana, verið mjög úrkomusöm, en nú stilt veður og fremur hlýtt. Fiskiafli hefir nú verið fremur góð- ur, er á sjó verður komizt. Seyðisfirði, 11. Nóv. 1903. V eðrátta hefir nú að jafnaði verið mjög stil' og stundum tðluverð hlýindi i veðri enda oft hér landátt. Fiskafli hefír nú fyrirfarandi mátt heita hér ágætnr, endagæftir allgóðar. Hafa mennstundum afhausað og feng- ið þó báta sína hlaðna. En bátarnir eru alt of smáir.til þess að sjómenn geti fært sér í nyt þennan góða afla. Væri víst ráð. að fá sér Norlands eða Listerbáta frá Norvegi hicgað upp cg setja í þá hreyfivélar og halda þeim svo út til þorsks eða síldarveiða með reknetum, eftir því sem bezt borgaði sig. Seyðisfirði, 20. Nóv. 1903. Vatnsleiðslunni í kaupstaðnum er nú hér um bil lokið og er það bæði þarft og mikið verk.er;hefir verið unnið að í c. 5 mánuði af 6—8 mönnum dug- lega undir forustu hr. Friðriks Gísla- sonar, er hefir leyst það vandaverk snildarlega vel af hendi eins og vanur lærður verkfræðingur og það i betra lagi. Eru hin mestu þægindi að vatns- leiðslunni og óhættara við núsbrunum, er nægilegt vatn er til staðar í hverjw húsi til að grípa til, er á þarf að halda og svo er slökkvikrani i þóttbýlinu, er skrúfa má á ,,slöngurnar“ og senda vatnsgusurnar yfir þéttbýli kaupstað- arins og hæstu hús og getur einn mað- ur unnið þar að á við 8 mannslvið bál- drepuna. Síðar verður víst fjölgað þessum slökkvikrönutn, því þessi eini var settur til prófs og hefir gefizt vel. Vatnið er tekið í lind u pp í Fjarðar- túni, svo hátt, að nægur kraftur er á þvi i húsunum uppi á loftum. Lindin er uppmúruð og vatnið leitt úr henni um 6 þuml. víttrðr inn i safnbrunuinn, sem er allur steinlímdur upp, hátt og lágt með B álna þykkri uppfylling á hliðum og 1 alin ofan á honum; 12 áln. á lengd, 6 áln. á breidd og 6J al. á hæð. Er þ ið verk alt með prýðilegum frá- gangi eftir þá Friðrik Gíslasoa og Sig- urð Sveinsson Niður frá safnbrunninum liggur svo vatnsleiðslan ofan Fjarðartún og kaupstaðinn, Fjarðaröldu og Búðar- eyri, alt út að Goodtemplarahúsinu eftir hinum samanlóðuðu höfuðrðruu, sem eru allstaðar grafin 2J al. í jörðu nema undir vatnsfletinum í Fjarðará, þar sem .örin eru að eins grafin J alia niður fyrir árfarveginn. Aðalrörin eru 200 faðma löng og 8 þuml. innanmáls og á leiðslunni 16 stoppkranar svo hisgt yrði við að gera ef eitthvað bilaði, og 4 póstar. Hin mjórri leiðslurör eru 2 þuml« innaumáls og 400 faðmar á lengd. Mjóstu rörin eru 1% þuml. innasr máls og 180 faðma löng. í aðalleidslunni® eru ,,asfalteruð“ járnrör, en inn í hús Jlþuml. ,.galvan- iséruð“ járnrör. Gröftur allur mun um 1100 faðrca. Verkið alttekið upp á „akkorð' af hr. Friðriki Gíslasyni fyrir kr. 8750, er mun að mestu hafa gengið uppívinnu- laun og innkaup, enda hefir hana hvergi til sparað, að efni og vinna reyndist sem traustust. Það er mikil framför að þessua vatnsleiðslum. þvi það er enginn smá- ræðis hollusta, að hafa gott og hreint neyzluvatn. — En til þess að stand fyrir þvílíku vandaverki munllenginn áreiðanlegri en hr. Friðrik Gislason er hefir leyst þessar vatnsleiðslur svo prýðis vel af hendi — Kostnaðinum vei-ður jafnað mðar á þau hús, er hafa vatnsleiðsluna. Vatnsleiðslu á Vopnafirði hafa þeir herrar héraðslæknir Jón Jónsson og verzlunarstjóri Sig Johansen I látið Friðrik Gíslason leggja inn í hús sín úr brunni, er tekur 70 tunnur, og er líklegt, að fleiri sameini sig þessum forgöngumönnum um vatnsle'ðslu þar. — þessi vatnsleiðsla mun hafa kostað 800 kr. Þriðju vatnsleiðslunni hefir hr. Fr. G. staðið fyrir á Dvergasteini, er mna hafa kostað nær250 kr. Veðrátta fremur mild síðari dagana og úrkomulaust. Fiskiafli töluverður og gæftir bœri- legar. Seyðisfirði, 4. Des. 1903. Tíðarfar var nokkað kalt fyrir nokkurum dögum og dálítil snjókoma, Nú er allgott veður og eigi mikið frost, Fiskinn hvað nú vera að taka und— an til hafsins, og afli að minka, Seyðisfirði, 10. Des. 1903. Tíðarfar er nú mjög úrkomusamt, og hlóð í .’jrrri nótt og í gærmorgun hór niður mjög miklum bleytusnjó, svo hér mun nú jarðlaust í firði' um og færð hin versta, fyrirsnjó ogbleytu,— Austri.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.