Lögberg - 21.01.1904, Síða 8
8
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. JANÚAR 1904.
Úr bænum.
og grendinni.
Agæt þvottarnaskína^fæst keypt
fyrir lítiö verð á skrifstofu Lög-
bergs.
íslenzki faldbúningurinn, aö
undantekinni samfellunni, er-dil
sölu meö góöu veröi. Upplýsing-
ar á skrifstofu Lögbergs.
Veðráttan er umhleypingasöm,
ýniist noröanvindur meö hörku-
Írosti eöa sunnanvindar og frost-
leysur aö heita má. Snjókomur !
engar svo teljandi sé.
Herra Þorst. Þórarinsson, féh. ;
Fyrsta lút. safnaöar, biöur Lög-
berg aö flytja ,,ungu mönnunum“
innilegt þakklæti sittjfyrir g$ioo í
peningum, er þeir hafa afhent
honum sem gjöf til safnaöarins.
William Whyte, annar vara-
forseti C. P. R. félagsins, hefir
gefiö út skipun um þaö, aö leggja
meiri stund á þaö hér eftir en
hingaö til aö láta fólkslestir koma
og fara á réttum tíma.
Fyrsti lút. söfnuöur hélt árs-
fund sinn á þriöjudagskveldið^.
Skýrsla féhiröis sýndi, aö árstekj-
nr safnaöarins höföu veriö* yfir
$2,600 og útgjöldin um $90 minni.
Embættismenn allir voru endur-
kosnir. Kirkjubyggingarnefndin
geröi grein fyrir starfi sínu og las
upp áætlun um þaö, aö kirkjan,
án orgels og klukku, mundi kosta
$24,654.
Forseti Tjaldbúöarsafnaöar biö-
ur þess getið, aö safnaöarfundur
sá, sem haldast átti þann 7. þ.
m. og ekki varö haldinn vegna
skemda á kirkjunni, veröi hald-
inn í kyeld (þann 21. þ.m.). Allir
meölimir eru vinsamlega beðnir
aö mæta, meö því aö áríöandi
málefni liggja fyrir til afgreiöslu
á fundinum.
Mr. Árni Eggertsson, sem um
undanfarin ár hefir starfaö fyrir
DeLaval skilvindufélagið, hefir
nú -byrjaö fasteignasölu í félagi
meö J. J. Bíldfell. Félagsnafniö
er Eggertsson og Bildfell; skrif-
stofa þeirra er næstu dyr sunnan
við Merchantsbankann, á fyrsta
sal, og telefón númer þeirra er
2685. Félagar þessir eru báðir
ungir og ötulir reglumenn og lík-
legir til aö hafa sinn skerf af fast-
eignaverzluninni. Lögberg ósk-
ar þeim til lukku meö fyrirtækið.
,,Kondu nú blessaöur og sæll,
Helgi magri! Eg kom nú hingaö
til að kaupa af þér hnakk og söö-
ul, svo viö hjónin gætum fariö á
Þorrablótið! “
,,Já, það var nú eitt af því fáa,
sem e'g gleymdi aö panta, en þú
þarft ekki aö veröa í vandræðum,
Hámundur mágur, því eg er bú-
inn aö tala við Arinbjörn hersir,
og hann hefir lofaö aö láta keyra
alla Eyfirðinga á Þorrablótið fyrir
2 dali til og frá.—Kallaðu bara á
hann gegnum Tel. 306.
Ritstj. Lögbergs!
Eg legg hér meö viðurkenningu
fyrir $10, frá íslenzkum konum í
Shoal Lake nýlendunni, sem er
viðbót við þá $30.00, er þær
áður hafa sent.—Eg verö enn aö
biðja yður aö gera mér þann
greiða, að ljá mér rúm í Lögbergi
fyrir innilegar þakkir til þess-
ara kvenna frá stjórnarnefndinni.
Yðar einl.
G. F. Galt,
Hon. Sec. Treas.
Bæjarstjórnin er ekki búin aö
sjá fyrir endann á samningunum
viö C. P. R. félagiö um undir-
ganginn á Main st. og lokun
vissra stræta. Járnbrautarfélag-
ið tók að sér aö bæta mönnum á
vissum strætum eignatjón, sem
af umbótum þessum leiöir; en nú
koma skaöabótakröfur frá mönn-
um á fleiri strætum, og taki bæj-
arstjórnin þeim ekki vel, þá má
búast viö lögsóknum. Sharpe
borgarstjóri segist vinna á móti
staöfesting samninganna ef hann
sjái fram á, að bærinn verði aö
mæta miklum skaðabótakröfum,
því hann sjái enga sanngirni í því,
aö bærinn borgi fyrir þægindi
járnbrautarfélagsins.
Á sunnudaginn var, 17. þ. m.,
voru aftur guösþjónustur haldnar
í k rkju Tjaldbúöarsafnaöar á
vanalegan hátt. Viðgerðinni við
húsiö eftir eldinn, sem upp kom,
var þá allri lokiö. Skemdir voru
miklu minni en orö var á gjört
í fyrstu, en auðvitað þó töluverö-
ar. Þær voru metnar á $280 af
vátryggingarfélaginu, sem kirkjan
er trygð í; en auk þess voru
skemdir á raflýsingarvírum og
kjallaraofnunum. Viögeröir á
því hvorttveggja voru allmiklar
og borgar vátryggingarfélagiö þær
eftir því, er upp veröur sett af
þeim, er til þess verks voru af
þess hálfu fengnir. Frá ofnun-
unum og þeim útbúningi, er þeim
fylgir, veröur nú miklu betur
gengiö en áöur. Salurinn í kjall-
aranum, þar sem sunnudagsskól-
inn er haldinn, lítur nú betur út
en áður. Veggirnir voru allir
stroknir yfir meö nýjum lit (calso-
mined) og loftiö málaö. Eins
var loftiö í kirkjunni sjálfri, sem
alt er nú með uþphleyptum málm-
plötum, málaö á ný og lítur nú
prýöilega vel út. Þaö var mikil
mildi, aö húsiö skyldi komast af,
eins hætt og þaö var komiö.
Enda heföi söfnuðurinn verið illa
staddur, ef kirkjan hefði brunnið.
Nú hefir skaöinn ekki annar orðið
en eins sunnudags uppihald, enda
hefir ágætlega veriö gengiö fram
í því af safnaðarnefndinni, að alt
gæti komist í samt lag aftur, sem
allra fyrst. Nú heldur söfnuöur-
inn ársfund sinn á fimtudagskveld-
ið í þessari viku, því honum varð
aö fresta vegna eldsvoðans. Er
vonandi, aö söfnuöurinn veröi
þeim mun hugrakkari og ötulli til
áfftLmhalds, sem svo heillavæn-
lega hefir ræzt fram úr með þetta
síöasta óhapp.
Æflminning'.
Hinn 15. Desember sfðastlið-
inn lézt einkabarn þeirra hjóna
Jónasar Theódórs Polson og Svan-
hildar Ólafar Thorsteinsdóttur að
heimili þeiira í Winnipeg, Egg-
ert Páll að nafni, fæddur á Dala-
bæ í Hvanneyrarhreppi í Eyja-
fjarðarsýslu á íslandi 12. Febrúar
1899. Foreldrar hans fluttu frá
Höfn í Siglufirði vestur um haf
síðastliöiö sumar meö hann frá
vinum og vandamönnum, sem eft-
ir honum sáu. Eggert sálugi var
mjög efnilegur drengur og hvers
manns hugljúfi. Hann dó úr
heilabólgu, og sföustu þrjá tím-
ana sem hann lifði, fékk hann
krampa, sem mjög átakanlegt var
fyrir foreldrana aö horfa-upp á.
þau syrgja þennan einkason sinn
sárt og eru öllum innilega þakk-
lát sem tóku þátt í hinu mikla
stríöi þeirra og missi. Einkum
erum við þakklát þeim hjónum um
Kristjáni Johnson og konu hans
og Albert Johnson og konu hans,
sem mest hjálpuðu okkur. — Blaö-
iö ,,Norðurland“ er beðið að
geta um dauðsfall þetta.
Theódór Polson.
/ f~ Stúkan ..ÍHafold'* Nr. 1048,
* • M * * • I. O. F. heldur nsesta fund
sinn 26. þ. m. á venjulegum stað og
tíma. Nýir embættismenn formlega
settir inn 1 stöður þeirra.
J. Einarsaon.
TilRynning'.
Hér meö tilkynnist nefndum
þeim, sem kosnar hafa veriö af
hluthöfum í gufusleöa þeim, sem
eg hefi keypt einkaleyfi fyrir að
smíða og selja hér í Canada, að
áðurnefnt einkaleyfi er ónýtt og
einskisvirði nema því aö eins, að
fullnægjandi próf veröi sett í gegn
nú þegar eða, aö öörum kosti,
keypt nýtt einkaleyfi á endurbótum
sömu uppfundningar. Eg biö þess-
ar heiöruöu neíndir aö gera svo
vel aö láta mig vita inrian 14 daga,
hvaö þær ætla að gera. En ef
ekki, —sel eg þetta mitt einasta
tækifæri.
SlGURÐUR ANDERSON,
152 Kate St., Winnipeg,
18. Janúar 1904.
HVERNIG LÍST VÐUR A ÞETTA?
, Vér bjóðura $100 í hvert skifti sem Catarrh iækn-
ast ekki með Hall’s Catarrh Cure.
F. J. Cheney & Co, Toledo, O.
Vér u ndirskrifaðir höfum þekt r. J. Chaney í
gíðastl. 15 ár og álítum hann mjög áreiðanl. raann
í öllura viðskiftum, og æhnlega færan ura að efna
íöll þau loforð er jélag haus gerir.
West œ Truax, Wholesale Druggist, Toledo, O.
Walding, Kinnondc Marvin.
Wholesale Druggists Tolodo, O.
Hall’s CatarrhCure er tekið inn ok verkar bein-
línis á blóðið og slímhimnurnar.Selt í öllam lyfja-
búðum á 75C, flaskan, Vottorð send frítt.
Hall’s Family Pills eru þsor beztu.
KENNARA VANTAR í Swan
Creek S. D. No. 743., sem hafa
þarf annars eöa þriöja class certi-
ficate. Kenslan byrjar 1. Maí
1904. Sendiö umsóknir, skýr-
iö f.i reynslu yðar og tiltakiö
kauphæö.
JOHN C. FlDLER
Sec. Treas.
Cold Springs.
Man.
SKEMTI-
SAMKOHA
FIMTUDAGINN þann 4. Febr.
næstk. heldur lestrarfélagið
Framsókn skemtisamkomu á
Brú Hall.
PROGRAM.
1. Quartette—Mrs, Pétursson, A. Oliver,
Miss Hjálmarson, S. Pétursson
2. Ræ5a—Séra Friðrik Hallgrímsson
3. Solo—Sveinbjörn Hjaltalín
4. Dialogue—A small army—(5 boys)
5. Recitation with music—Lára Johnson
6. Uppiestur—Lina Josephson
7. Quartette—S. Pétursson, A. Oliver,
John S. Johnson, T. Steinsson
8. Dialogue—Dr. Brown ) Fr. Goodman,
) L. Walterson
9. Solo—Oli Anrlerson,
10. Upplestur—Guðrún Pétursson
11. Organ Duette í Sigrún Frederickson
) Björg Frederickson
12. Recitation—Aðalsteinn Johnson
13. Dialogue—TheYankey Boys—(13 boys)
14. Solo—Mrs. Pétursson
15. Ræða Chr. Johnson
16. Quartette—Mrs. Péturson, A. Oliver,
Miss Hjálmarsson, S.Pétursson
17. Upplestur—Björn Josephsson
18. Solo—Oli Anderson
19. Dialogue—The Kings' Son—(4 boys)
20. Quartette—S. Pétursson, A. Oliver,
John S. Johuson, T. Steinsson
ai. Upplestur—Kjartan Kristjánsson
22. Solo—Sveinbjörn Hjaltalín
23. Kappræða—Hvort ánægjulegra sé
landlífið eða bæjalífið
Árni Sreinsson og Páll Friðfinnsson
24. Kökuskurður— Kappgirni milli giftra
og ógiftra,
Þvílík skemtun fyrir fólkið er fáheyrð
fyrir einungis 25C fyrir fnllorðna og ioc
fyrír börn frá 10—14 ára. Dans á eftir ef,
tíminn leyfir, og reitingar til reiðu á staðn-
um. Samkoman byrjarkl. 8 e. m. precise.
FORSTÖÐUNEFNDIN.
ALMANAK S B Benedicts-
n.UtUJlllAlV SONAR fyrirárið
1904. er aö eins ókomiö til útsölu-
manna. Það veröurnú fallegasta
bók sem gefin hefir verið út á ís-
lenzku fyrir vestan haf, og fjöl-
breyttasta, fróölegasta og skemti-
legasta íslenzkt almanak á þess-
ari jörö. í því veröa góöar smá-
sögur, góö kvæöi, ritgjöröir fróö-
legs efnis, ritgjörö um Anarchism
og fleira,er skýrir frelsis hugsjónir
framfaramannanna. Svo veröur
yfirlit yfir tímarit þau og bækur,
sem komiö hafa út á íslenzku á
árinu 1903. — Verö: 25 cents. —
Til sölu alls staöar. — Góö sölu-
laun gefin.
TIl Nýja-Islands.
Lokadur sleði fsr frá Winnipeg
Beach á hverju mánudags og föstu-
dagskveldi kl. T. 15, — eða þegar járn-
brautarlestin frá Winnipeg kemur—,
til Islendingafljóts og keinar við á ýms-
um stððum á leiðinni. Fer aftur frá
íslendingafljóti á miðvikudags og
laugardagsmorgna ki.*7.
Lokaður sieði gengur daglega frá
Winnipeg Beach til Gtmli.
H. Sigvaldason keyrir.
G«o S. Dickinson.
Mesti gróöavegur
or þeð. að halda Klondyke hænsni,
hina nýu og ágætu hænsategund. Þan
eru hin beztu varphænsni í heimi og
verpa bæði vetur og sumar. I Janúar
1903 fékk eg 335 egg undan 20 Klondyke
hænum, og 3,873 egg á einu ári undau
'20 Klondyke hænum. Hænsni þessi
eru lík gæsum á litinn. Egg til út-
ungunar til sölu. Sendið pantanir.
Það er mikil eftirspurn eftir þbssum
eggjum rvo bezt er að senda pantanir
sem allra fyrsfc. Eftir 15. Marzverða
allar pantanir afgreiddar i réttri röð,
eftir þvi sem þær berast oss. Bíðið
ekki of lengi, Þér getið grætt mikið
fé á þessum hænsnum. Sendið oss
frímerki (Canada eða Bandaríkja) cg
munum vér þá senda yður bók, sem
hefir inni að halda aliar upplýsingar
um þessa fallegu og góðu hænsnasort.
Utan&skriftin er:
KLONDYKE POULTY B.ANCH,
Mapie Park, Cane Co.,
Illinois, America.
Carsley & Oo.
Nærfatnaðar
sala
Beztu tegundir af nær-
fatnaöi má nú sjá í glugg-
unum hjá okkur og í sölu-
herbergjunum á ööru gólfi
Gerið svo vel
að koma.
Lífstykkjahlífar i5c-$2.25
Buxur..........25c-$3.oo
Skyrtur........450-$ 5.50
Náttkjólar.... 50c-$6.oo
Allar stæröir og tegundir
af unglinga og barna nær-
fatnaöi.
CARSLEY&Co.
3*A MAIN STR.
-
DE LAVAL
Western Canada Offices and Shops
248 MeDermott Ave., Winnipeg, Man,
MONTBEAL TOBONTO PHILADLEPHIA CHICAGO
NEW YOBK BOWKEEPSIE SAN FBANCISCO
BEZTA
KETSÖLU-BÚDIN
í Winnipeg.
Bezta úrval af nýjum kjöttegundum.
TIL DÆMIS: .
Mutton Shoulder.ioc lb.
Mutton Stewing.......... 8c
Best Boiling Beef....... lY^c-
Choice Shoulder Roast.. . nc.
Vér æskjum viðskifta yðar'
WILLIAM COATES,
483 Portage Ave Phone 2038.
126 Osborno St. “ 2559.
I. M. Cleghors, M D
LÆKNIK OG YPIRSETUÍÍÁBUR.
Hefir keypt lyfjabúðina á Baldur og
hefir þvl s,álfur umsjón á öllum meððl-
um, sem hann lætur frá sér.
ELIZABETH ST.
BAILnUR - - MAN.
P.S.—íslenzkur túlkur við hendina
hvenær sem þörf gerist.
LEIRTAU,
GLERVARA,
SILFURVARA
POSTULÍN.
Nýjar vörur.
Allar tegundir.
ALD/NA
SALAD
TE
MIDDAGS
VATNS
Hnífar
Gafflar
Skeiðar o. fl.
Verzlið við okkur vegna
vöndunar og verðs.
Porter & Co.
368—370 Maln St. Phone 187.
China Hall, 5£LMainSt'
7 Pbonc 1140.
H. B. & Co. Búðin
Á þessu nýbyrjaða ári munum við
leitast við að viðhalda trausti því og
liylli, sem við áunnum okkur 4 árinw
1903 og iáta skiftavini okkar finna til
sameiginlegs hagnaðar við að verzla
við H. B. & Co. verzluniua.
Við þökkum yður öll-
um fyrir viðskiftin á
liðna á.*inu og vonumst
eftir áframhaldi af þeira
á þessu nýbyrjaða ári.
óskandi að það verði hið
ánægjuleeasta, sem þór
hafið lifað.
Eins ag alt gott fólk, höfnm við
strengt failegt nýársheit: Að stuðla til
þess að þetta ár verði hið happadrýgsta
sem komið hefir yfir skiftavini okkar í
Glenboro Yfir alt árið munum við 4
hverjum m’ðvikudegi og laugardegi
h»fa sérstök góðkaup á boðstóluru. og
1 ef þér komið í bæinn þessa daga ættu
ekki að láta bregðast að koma víð i
H. B. & Co. húðinni.
Henselwood Benidickson,
JSc Oo.
a-leuliovo
l
Ef þið þuvfið
RUBBERS og
YFIRSKÓ
þá komið i
THE . . .
RUBBER STORE
Komiðhingað drengirtil þess að kaupa
Moccasins, Rubbers, Hockey Sticks,
Pucks, fótbolta, Shinpads og alls konar
Bubber vörur.
C. C. LAING.
243 Portage Ave. Phone 1655,
Sex dyr austur frá Notre Dame Ave.
S1 n E1 EI L E’S Borgun út í hönd eðá lán með mjög rýmilegum skilmálum.
Hefir þú reynt hægu borgunar-aöferöina okkar?
Ef ekki, þá skaltu ekki draga þaö lengur, og bíöa áram
saman meö aö gera heimiliö þægilegt. Ef þú kemur hingað
til þess aö kaupa húsbúnað, þá skulum viÖ lána þér. Þú
getur þá notaö húsbúnaöinn á meðan þú ert aö borga hann.
Viö höfum aldrei haft meiri vörur en nú, og þú munt veröa
steinhissa á því fyrir hvaö litla peninga þú getur fengiö hús-
búnaö hér.
Komiö og taliö um þetta viö okkur.
The C. R. Steele Furniture Co.,
......... 298 Main Street.