Lögberg - 28.01.1904, Side 1
I Vetrarleikir
►
£ Sledar, allar teKundir,
Skautar. allar sUerðir, Hoekey stiek*,
? Pucks, Pótklífar, Fótboltar,
'< Indian Clnbt.
I Andereon & Thomas,
1138 Mafn Str. Hardware Telepljone 338
»&9&9&9&99'‘8&'9&9éfr93#e&&&34
* 9 é9é9é9é 9é9é/9é9«.9&'»9 69é93.9&9éé»*,
1 Til hússins *
% Nýjar vðrur til heimila: Forsliera hnífa
5 pðr Nickel plntteruð hnifapör í kaasa
5 (með nýju lngi), Borölampar, Leetrarhet-
J bergie-lanapar silfurplatteraður borðbún-
•i aður. rakhnífar og rasahnifar.
•) Anderson & Thoma?,
f*( 538 Maín Str. Hardware.
(• Merki t nvftrtnr Tale*)Ae.
VJ»
*J
i
•J
<s*
•J
Talephane 338. ^
%
17. AR.
II
Winnipeg, Man.
Fimtudaginn, 28. Janúar 1904.
Fréttir.
Ur rtlluni áttum.
Rithöfundurinn Hall Caine,
sem Vestur-íslendingar kannast
vel viö af bókum hans, er sagöur
svo bilaöur á heilsu, aö viö dauöa
hans er jafnvel búist á hverri
stundu, Samkvæmt ráölegging
lækna hefir hann fariö til Sviss
til aö reyna aö leita sér heilsubót-
ar þar viö bööin.
Málarekstur stendur j'fir í Tor-
onto út af glæpsamlegri aðferö viö
bæjarstjórnarkosningarnar þar.
t>aö þj'kir fullsannaö, aö einn
maöur hafi til dæmis greitt 25 til
28 atkvæöi meö sama manninum
og á sama kjörstaðnum.
Grand Trunk Pacific járnbraat-
arfélagiö hefir opnað skrifstofu í
bænum Edmont í Alberta. Þyk-
x slfkt benda á, aö sá bær eigi aö
verða einn af aöalstöövum félags-
ins.
Hinn 19. þ.m. vígöi Rússakeis-
ari meö mikilli viöhöfn vatniö í
Neva-fljótinu til endurminningar
am skírn frelsarans í ánnijórdan.
Aö aflokinni athöfninni keptu
bæjarbúar hverjir viö aöra um aö
ná vatni upp úr ánni og taka þaö
keim meö sér til aö stökkva því á
feúsin og helga þau meö því.
Nokkurir menn í New York-
rikinu eru nú undir kæru fyrir aö
hafa gengist fyrir að flytja Kín-
yerja inn í Bandaríkin þvert ofan
1 mnflutningalögin, og enn fremur
<yrir aö bera ábyrgð á druknun
Þriggja Kínverja. Vagn var á
<oröinni meöfram Erie-skipaskuiö-
^oum, og í vagninum voru Kín-
Verjar, sem veriö var aö flytja
,DQ á laun. Alt í einu brotnaöi
Júrnbolti í vagninum svo hestarn-
,r fældust, vagninn valt um koll,
þrír Kínverjar ultu niöur í
akuröinn og druknuöu.
Stjórnarneínd Dominion Al-
^Unce í Ontario hefir komiö sér
^oian um loforö.sem fariöveröur
fram á, aö hvert einasta þing-
B,annsefni skrifi undir fyrir hverj-
ar ^ylkiskosningar framvegis. Meö
3líkri undirskrift skuldbindur þing-
^Qunnsefniö sig til þess.veröi hann
^°sinn, aö róa aö því öllum árum
á Þir,gi, aö vínsölubannslöggjöf
k°mist á eins fljótt og veröur og
eins sterk og fylkiö hefir leyfi til,
°S jufnframt skuldbindur hann sig
til aö láta ekki f þessu efni neitt
Pólitískt flokksfylgi hafa áhrif á
sig.
Leikhúsbruninn ógurlegi í Chi-
Cago hefir leitt til þess, að bær-
,nn Lefir samþykt mjög stranga
reglugjörö fyrir byggingarlagi og
öllu fyrirkomulagi leikhúsanna
kamvegis. Séu húsin ekki alger-
firt proof, þá megi lægstu
sætaraöirnar ekki vera hærra upp
en á fafnsléttu, og í fire proof
húsum ekki hærri en 12 fet fyrir
ofan götuna; { galleríunum má
fiæöarmunurinn á sætarööum ekki
Vera meiri en 18 þuml. Gangur
veröur aö vera fyrir hverjar 15
s*taraöir niöri og9sætaraöir uppi,
og útganga aö vera frá hverjum
gangi. Enn fremur er talaö um
aö hafa. stórar vatnsþrór upp yfir
leiksviöinu svo ekki þarf annaö
en snúa krana til þess nægilegt
vatn fáist ef eldur kemur upp.
Skaöabótakröfur fyrir mannskað-
ann í eldinum er búist viö aö
hlaupi upp á $6,000,000 eðajafn-
vel meira; ög nú hefir rannsókn-
arnefndin komist aö þeirri niöur-
stööu, aö byggingarmennirnir og
stjórn leikhússins séu í sökinni en
leikflokkurinn ekki.
Samþykt hefir veriö í Norö-
vesturlandinu aö yiöurkenna lög-
menn frá Bandaríkjunum þar ef
þeir geti staöist vist próf.
J. J. Hill, járnbrautarkóngur-
inn alkunni, hefir komiö því til
leiöar, aö Búar frá Suöur-Afríku
undir forustu Jouberts hershöfö-
ingja eru í þann veginn aö stofna
nýlendu í Montana. Fyrst ætluöu
Búarnir aö flytja til Mexico, en
hættu viö þaö af ótta viö gulu-
veikina.
Stjórnin á Frakklandi hefir, í
tilefni af því, aö fimrn biskups-
dæmi eru laus í landinu, gert páf-
unum aövart um það, aö annaö-
hvort veröi hann meö góöu aö
leyfa stjórninni aö veljabiskupana
eöa hún velji þá aö honum forn-
spuröum og án samþykkis hans.
Auk þess á aö biöja sendiherra
páfans aö flytja burt úr París, og
prestunum á aö banna að inn-
heimta Péturspeninga. — Þaö
smá kreppir aö páfavaldinu á
Frakklandi.
Pennsylvania-járnbrautarfélag-
iö í Pennsylvania-ríkinu hefir sent
þrjá menn til Englands til þess
aö kynnast fyrirkomulagi viö járn-
brautirnar þar. Sérstaklega áttu
þeir aö leggja sigeftir járnbrauta
bendingum, sem á Englandi eru í
svo góöu lagi, aö járnbrautaslys
þekkjast þar varla.
Leiöandi menn á meöal Gyö-
inga í Noröurálfunni eru í undir-
búningi meö ráöstafanir til aö
foröa trúarbræörum sínum á Rúss-
landi undan ofsóknum þeim og
lífsháska er sífelt vofir yfir þeim
þar, meö því aö hlynna að flutn-
ingi þeirra til Canada og hinna
brezku nýlendanna.
Menn frá Boston, New York
og Philadelphia komu nýfega fram
fyrir þingnefnd congressins f Was-
hington til aö beiöast þess, aö
samþykt yröi á þinginu aö gefa
forsetanum umboö til að koma á
alheimsþingi, þar sem stjórnir
allra ríkja mættu eöa menn fyrir
þeirra hönd til aö ræöa sameigin-
leg velferðarmál þjóöanna og
taka bendingar hverjir frá öörum.
Mundi slíkt þing, segja rnenn
þessir, veröa til aö bætasamkomu-
lagið milli landanna, styöja aö
velgengni þjóöanna og draga stór-
um úr hættunni af stríöi.
Stjórnarformaður Ástralí«-sam-
bandsins hefir í samráði við stjórn-
arformanninn í New Zealand
skýrt yfirvöldunum í Pretória frá
því, aö eftir margra ira reynslu
sé Ástralfa komin að þeirri niöur-
stööu, aö nauðsynlegt sé að halda
úti kínverskum vinnukrafti úr
ensku löndunum eigi menn að
geta notiö góörar sjálfstjórnar.
Og hann spáir illa fyrir ef kín-
verskur innflutningur veröi leyfö-
ur til Suður-Afríku. Transvaal-
menn taka þessu dauflega. Þar
gengur illa aö fá meun til vinnu í
námunum og þykjast þeir því ekki
standa við aö slá hendinni á móti
kínverskum vinnumönnum.
James Vardaman, ríkisstjórinn
í Mississippi skýröi frá því í ræöu
í þinginu aö glæpatilhneigingsvert-
ingjanna færi vaxandi meö hverju
árinu og svertingjaglæpir væri ein-
um þriöja meiri nú en fyrir tíu
árum sföan. Hann hélt því fram,
aö mentunin heföi skaöleg áhrif á
svertingjana, og aö fé alþýöuskól-
skólanna ætti aö komast algerlega
í hendur þingsins. Á meöal svert-
ingjanna væri stööug siöferöisleg
afturför. Tíminn væri búinn aö
sýna, aö svertingjar væru glæp-
gefnari sem frjálsir menn en sem
þrælar. Hann áleit, aö algerö
breyting ætti aö veröa á mentun-
arfyrirkomulagi þeirra. Siðferö-
isleg mentun veröi aö ganga á
undan; hjartalagiö og framferöiö
veröi aö bætast, án þess veröi
svertingjarnir aldrei góöir borg-
arar.
Ernest Cashel, illræöismaöur-
inn, sem beiö dauöahegningar í
Calgary, Alta, fyrir morö og slapp
þaöan úr varöhaldi fáum dögum
áöuren hann átti aö hengja, hefir
nú loksins náöst aftur eftir fjöru-
tíu og fimm daga eltingaleik, og
hefir allan þennan tíma haldið sig
í bænum og umhverfis hann.
Hann fanst í kofa fáar mílur frá
bænum og gafst upp þegar leitar-
mennirnir sýndu sig f því aö brenna
hann inni. Líflátsdómi hans á
aö fullnægja 2. Febrúar næstkom-
andi. Bróðir morðingjans hefir
verið dæmdur f tveggja ára fang-
elsi fyrir aö færa honum vopn í
fangelsiö og hjálpa honum á ann-
an hátt til aö sleppa. Moröing-
inn segir — og þaö vafalaust satt
— aö sér heföi veriö í lófa lagiö
aö komast undan, en ekki viljaö
hlaupa frá bróöur sínum meöan
hann var undir kæru, því aö til-
gangur sinn heföi veriö aö hjálpa
honum ef hann yrði dæmdur til
fangelsisvistar.
Gassprenging varö í kolanámu
í Pennsylvania nuna í vikunni.
Fjöldi manna var niöri í námunni
þegar slysiö skeöi og er búist viö
um eöa yfir 180 hafi farist.
I vikunni sem leið varö elds-
voöi mikill í Dawson, höfuöborg-
inni í Klondike. Þann dag sem
bruninn varö, var þar þrjátíu og
fimm stiga frost, og átti því
slðkkviliöið mjög erfitt ineð aö
j'firbuga eldinn. Tókst þaö þó
eftir tveggja klukkustunda haröa
baráttu. Skaöinn af eldinum
sagöur yfir eitt hundraö þúsuridir
dollara.
Hon. Mr. Chamberlain hefir
nýlega látið þaö í ljósi, aö hann
ætli sér aö takast ferö á hendur
til Bandar' ;janna, ef kosningarn-
ar á Bretlandi ekki fari fram fyr
en aö hausti. Mun hann þá að
líkindum veröa um leiö á Toron-
to sýningunni.
Oom Paul Kruger, fyrverandi
forseti í Transvaal er nú sagður
dauðvona í Hague á Hollandi.
Ellin sverfur nú fast aö honum,
hann er oröinn minnislaus og las-
buröa og búast þvf vinir hans viö
að hann eigi skamt eftir ólifað.
í austurhluta Jiandaríkjanna
hafa gengiö miklar rigningar und-
anfariö. Flóö hafa víöa hlaupiö
þar í ár og valdiö eignatjóni. Er
ekki enn séð fyrir endann á hver
skaöi getur af flóöunum hlotist.
Sendisveit Breta til Tibet hef-
ir sent skeyti um þaö.aö hún væri
í hættu stödd. Hafa landsbúar
sýnt sig líklega til þess aö veitast
aö henni og prestarnir hótaö aö
leita liös hjá Rússuin, ef hún ekki
hafi sig á burt hiö bráöasta.
Herlið Mullah’s í Somalilandi
beið ósigur mikinn rétt eftir ný-
áriö. Féllu nm fimtíu manns og
þrjú þúsund úlíaldar og mörg
þúsund fjár höföu sigurvegararnir
á burtu meö sér.
Prinzessan af Saxen — Meiu-
ingen, elzta systir Viíhjálms Þýzka-
landskeisara er veik af krabba-
meini. ^lefir henni veriö ráölagt
aö fara til Madeira og Canarie
eyjanna, í þeirri von aö loftslags-
breytingin hafi áhrif til hins betra
á sjúkdóm hennar. Svo viröist
sem þessi voöasjúkdómur, krabba-
meiniö, ætli aö veröa arfgengur f
ætt þeirra systkina.
Fellibylur gekk yfir bæinn
Moundsville í Alabama á föstu-
daginn var. Þrjátíu og sjö mönn-
um varö hann aö bana, og á ann-
að hundraö manns skemdust
meira og minna. Allar hinar
stærri byggingar bæjarins hrundu
til grunna.
Þrjú hunöruö hermenn frá
Canada, sem flestir tóku þátt í
Búastríöinu, hafa boöið Japans-
mönnum þjónustu sína, ef til ó-
friöar dregur meö þeim og
Rússum.
í Ontario hefir þsssi vetur ver-
iö einn meö hinum hörðustu, nú
til margra ára. Hinn 21. og 22.
þ.m. var ákafur hríöarbylur og
frostharka í Toronto og Montreal,
og taföi þaö mjög fyrir lestaferö-
um og öllum samgöngum.
í New York hefir veturinn,
þaö sem af er, verið óvenju-
lega harður.
Whitaker Wright fjármála-
tnaöurinn mikli, sem einu sinni
var, og stofnari London and Globe
hlutafélagsins, sem Dufferin lá-
varöur var viöriöinn og hann og
aörir félagsmenn mistu stórfé í,
var dæmdur í London þann 26.
þ.m. tilsjöárabetrunarhússvinnu,
og dó f höndunum á fangavörð-
unum tæpum hálftíma eftir aö
dótnurinn var uppkveöinn. Sum-
ir halda.aö honum hafi fallist svo
mikiö um dóminn, aö hann hafi
dáiö úr hjartveiki, aðrir halda
hann hafi tekið inn eitur á leiöinni
út úr réttarsalnum. Maöur þessi
barst ósköpíin öll á á Englandi
um tíma og bygöi sér þar höll
sem kostaöi $1,250,000; en hvort
heldur þaö var af yfirlögðu ráöi
eöa ekki, þá féll þetta mikla Lond-
on and Globe hlutafélag um koll
eins og aumasti loftkastali og lék
hluthafana mjög átakanlega illa.
Whitaker Wright var formaöur
félagsins og stofnari, og á hann
þvf skelt allri skuldinni þegar illa
fór. Hanni haföisigþví úr landi,
fór fyrst huldu höföi um megin-
land Noröurálfunnar og [komst
loks á skip sem gekk til Banda-
ríkjanna, en var óöara tekinn
fastur þegar hanu sté á land f
New York og fluttur til London.
Ross-stjórnin vann mikinn sig-
ur viö aukakosningar f North Ox-
ford þann 26. þ.m. Meirihluti
stjórnarinnar er nú 4 aö meötöld-
‘um forseta þingsins og allar vonir
afturhaldsmanna um aö kollvarpa
henni, aö engu orönar.
í suöurhluta Indiana-ríkisins
var ákaflega mikil snjókoma um
helgina sem leiö. Járnbrautar-
lestir hafa ekki getaö haldiö á-
fram feröum sínum fyrir fann-
komu og strætisvagnar í |sumum
bæjunum hafa einnig ^orðiö aö
hætta umferð sinni sakir snjó-
kyngis.
Stórveldin virðast altaf vera
betnr og betur aö sjá þaö, aö ef
ófriöur hefst meö Rússumogjap-
ansmönnum muui þau ekki geta
hjá því komist, aö veröa aö "meira
eöa minna leyti viö þau mál riöin.
þykir því líklegast, aö svo veröi
reynt aö miðla málum, aö ekki
hljótist vandræöi af.
Astandið I Servíu.
Ástandiö í Servíu hefir fariö
hrföversnandi sföan konungshjón-
in voru myrt og Pétur konungur
kom til valda, enda lítur út fyrir,
aö hann sé oröinn leiöur á öllu og
fús til aö leggja niöur völdin,
hve nær sem vera skal, og leyfa
stórveldunum aö velja eftirmann
sinn. Samsærismenn er sagt aö
hafi í hótunum aö ná sér niöri á
stórveldunum meö því að ganga
f liö með Macedóníu-mönnum.
Prinzinn í Montenegro er sagt aö
hafi fengiö skipun um það frá
Rússum um aö taka í strenginn,
meö því Pétur konungur hafi lýst
yfir því, að ástandiö væri óbæri-
legt og hann fús til að segja a
sér. Sá einn er sagt geti oröiö
eftirmaöur Péturs konungs, sem
gengur inn á aö hegna samsærls-
leiötogunum, sem um morö kon-
ungshjónanna er kent beinlínis
eða óbeinlínis.
Islenzkir nemendur
við
W esley-College
1904.
I. College-deildin.
Fjóröa ár:
1. Stefán Guttormsson.
þriöja ár:
2. Runólfur Fjeldsted.
NR. 4.
3. María Anderson.
Annaö ár:
4. Þorbergur Thorwaldson.
5. Emily Anderson.
Fj’rsta ár:
6. Árni Stefánsson.
7. Guttormur Guttormsson.
8. J. B. Jóhannesson.
II. Undirbúnings-deildin.
a) Síöari hlutinn:
9. María Kelly.
10. Sigurjón H. Christopher-
50 ■«
11. Haraldur Sigmar.
12. O. T. Johnson.
13. Jóhannes P. Pálsson.
14. SigurörS. Christopherson.
b) Fyrri hlutinn.
15. Valgerður Walterson.
16. Salóme Halldórsson.
17. Sigríöur Pálsson.
18. Rósa E. Christopherson.
19. Björn J. Hjálmarsson.
20. Alfred Albert.
21. Jón Stefánsson.
22. AndrésF. Sveinbjörnsson.
23. Lárus Finney.
24. Stefán Bjarnason.
25. Sigsteinn Stefánsson.
26. Árni S. Johnson.
Viö prófin í Wesley College,
sem fram fóru fyrir jólin, vora
þaö fimm í fyrsta ári College-
deildarinnar, sem lang-beztan
vitnisburð fengu í ensku. Þessir
firnm voru allir útlendingar, þrír
íslendingar og tveir Þjóöverjar.
Yfirleitt hafa Islendingarnir viö
skólann staöiö sig ágætlega í flest-
um greinum við þessi síöustu próf,
og fengið beztu vitnisburöina í
þeim bekkjum, ssm þeir eru í.
m m *
J>að borgar gi» aö vera
góð börn.
Farandsali nokkur Ueorge W.
Todd aö nafni, var á ferö tneö
varning sinn í hjólbörnm um New
York rikiö ftriö 1878 og kom skaö-
kalinn heim & b» eina og beiddist
ásj^r. Systkin tvö, Jennie Cravr-
ford og bróöir hennar—þá ungl-
ingar—kendu í brjósti um mann-
inn og tókn aö sár aö hjúkra hon-
um og stunda hann. Og fyrir aö-
hjúkrun þeirra var hann oröiun
feröafær eftir þrjár vikur. Áöur
en hann kvaddi systkinin léthann
þau skrifa í bók hjá sér, aö hann
ætlaði aö gefa hvorn beirra fyrir
sig 15,000 eftir sinn dag; og svo
gerði hann sinn krossinn hvoru
megin viö nafnið sitt undir samn-
ingum, því hann var ekki skrif-
andi. A5 Hkindum hafa systkin-
in dregiö upp samning þennau
fremur til að þóknast naanninum
en að þau hafi búist við þeim skini
nokkuö gott at því. Eu síöastlið-
iö ár dó þessi George W. Todd í
C inada og lót eftir sig &S6000
eignir og samkvæmt úrskurði dóm-
stólanna hafa systkinin fengið sfna
$5,000 hvort þrátt fyrir mótmæli
erfingjanna.
Stór hrossakjötsveizla var ný-
lega haldin í Berlfn, höfuðborg
þýzkalands. Tóku ýmsir af ráö-
herrunum og sörir heldri raenn
þátt í því borðhaldi. Tilgangurinn
er sá aö reyna aö útrýma óbeit
þeirri, er menn af fornum vant
hafa á hrossakjöti til manneldis!.