Lögberg - 18.02.1904, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.02.1904, Blaðsíða 2
Q LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. FEBRUAR 1904. Jólanótt í Ríó Grande dó Súl. <Úr ská)dsö(;anni: „Brazilíufararnir"). Eftir J. MagSös BjarnAsoN. Majór Palmeró haí5i í flestutil- liti farist mjög ódrengilega viö okkur íslendingana. Fyrst og fremst hafði hann látið okkur vinna alt það, sem var erfiðast og verst, verið okkur mjög óþjáll og önugur í viðmóti, og seinast skil- ið okkur eina eftir um 300 mílur enskar frá mannabygðum—af því honum þótti það alt of mikil fyr- irhöfn, að koma Jóni Kolbeins- syni vestur að Uruguay-fijóti og Játa smíða þar bát til að flytja hann á. ofan til Fray Bentos. ,,Þið, íslendingarnir, bíðið hér, þangað til víð komum aftur, “ sagði Palmeró fáum mínútum áð- ur en hann fór. ,, Hvað verðið þið lengi í burtu? ‘ ‘ sagði eg á minni afbökuðu portús gölsku. ,,Eg skil ykkur eftir tvær byss- «r og skötfæri, og mataríorða til þriggja vikna, “ sagði Palmeró. ,,En hvenær komið þið aftur?“ sagði eg. ,,Eg skil eftir meðul handa þessum landa ykkar, sem slasaö- ist.—Nú, ef hann deyr, þá—þá getið þið grafiö hann í sandhóln- um þarna yfir frá.—En munið að Josa sjö sinnum Pater nosíer. “ Og Palmeró glotti kuldalega um leið og hann sagði þetta. ,,En hvenær megum við búast við ykkur aftur?“ sagði eg, því mér fanst það lífs-spursmál að geta fengið einhverja hugmynd um það. ,,Ef ykkur leiðist, þá getið þið farið og haldiö jólin f Portó Ale- gre.—Það eru að eins rúmar 400 mílur þangað. “ Og hann sagði þetta svo illhryssingslega, og leit ‘til mín méð svo miklum þótta- svip, að eg áræddi ekki að tala meira við hann. Og svo lagði Palmeró og sveit hans á stað. Þeir sundriðu Ser- ró-kvíslina þar sem hún varbreið- ust, og hleyptu upp bakkan þar sem hann var brattastur, alveg eins og hestarnir þeirra hefðu ækki lungu, sem gætu orðið móð. eða fætur, sem fundið gætu til lúa. Þeir beittu hestana sporum, þegar þeir hægðu ögn á sér, og iíka, þegar þeir fóru á harðasta stökki. Og áburðarklárarnir urðu líka að fara á harðasta stökki, hvort sem hið þétta pampa- gras á sléttunni náði þeim á herða- kamp, eða að eins á miðjar síður. Og Palmeró og sveit hans .stefndi í vestur—vestur yfir gras- sléttuna miklu, og vestur til Uru- guay-fljótsins. Vlð sáum }>á smátt ogsmátt minka og hverfa; alveg eins og hin grösuga slétta væri með ógnarhægð að soga þá niður þumlung fyrir þumlung, unz ekfcert stóð upp úr, nema kollarn- ir; — og svo soguðust peir líka niður, og ekkert sást nema blá- grá skýrönd út við sjóndeildar- hringinn í vestrinu. Svo liðu dagar, og dagarnir urðu að vikum, og vikurnar að rnánuði; en ekki kom Palmeró. né neinn af mönnum hans. Og enn biðum við. Svo leið hin fimta vika og hin sjötta; og nú var komið fram í miðjan Desember og dagarnir voru að verða heitari og heitari, því eins og eg hef áð- ur tekiö fram, byrjar snmar í suður-héruðunum í Brazilíu og Uruguay þegar vetur gengur f garö á íslandi. Skotfæri okkar vóru að ganga til þuröar, því við Skúli höföum þegar skotið mikið af dýrum og fuglum til matar; en töluvert af því hafði þó orðið okk- ur ónýtt sökum hitans. Við gengum nú brátt úr skugga um það, að majór Palmeró ætlaði iekkiaðkoma aftur. Við fórum að hugsa til jólanna, og okkur langaði til mannabygða. ,,Það er betra að fara en að vera, “ sagði Skúli. En það voru um 400 mflur enskar austur til Portó Alegre, og lítið skemmra til Pelótas; og Jón enn ekki ferðafær. Samt afréð- um við, aö leggja á stað og bera Jón á börum. Og þann 17. Desember vorum við ferðbúnir. En daginn áður fengum við gesti, sem við áttum alls ekki von á. Og gestir þessir voru: hinn risavaxni Patagóníu-maður og dóttir hans, sem við höfðum séð vestur við Uruguay-fljólið, þann 5. Júlí. (Þann dag féll sá fyrsti snjór, sein við höfðum séð í þau tíu ár, er við höfðum dvalið í Suður-Ameríku). Já, það var Patagóníu-maðurinn, sem kom að tjaldskörinni til okkar, þann 16. Desember. Hann bar dóttur sína í fanginu. Hún var mjög veik og máttvana. ,,Patagóníu-maöurinn fer með friði, “ sagði þessi góðmannlegi jötunn á mjög afbakaðri portú gölsku, og setti dóttur sína niður og lét hana halla sér upp að tjald súlunni. ,,Hannfermeð friði, * sagði hann aftur, eins og hann hefði eitthvert hugboð um það, að okkur kæmi það betur, að vita það með vissu. ,,Og íslendingar fara líka með friði, “ sagði Skúli; það var eins og hann hugsaði, að það gæti skeð, að Patagóníu-manninum kæmi það eins vel, að íslending- ar væru yfirleitt heldur friösumir menn. ,,fslendingar!“ tautaði Pata- góníu-maðurinn og lagði undir flatt, eins og hann væri að reyna til að koma þessu undarlega orði fyrir sig. ,,fslendingar! íslend- ingar! “ Nei, það orð var hon- um með öllu ókunnugt — hann hafði ekki heyrt það fyrr. ,, Við erum íslendingar, “ sagði Skúli, ,,og við förum ævinlega með friði. “ ,,Já, þið eruð ísiendingar, “ sagði Patagóníu-maðurinn og kinkaði kollinum ótt og títt; ,,ís- lendingar eru þeirmenn, sem fara tneð friði. “ Hann þóttist nú skilja, hvað þetta fáheyrða orð þýddi: það var sama setn ,,frið- samirmenn.“ Og hann var á- nægður, og ef til vill hróðugur yfir þvf, að geta aukið svona áríðandi orði við hið smáa portúgalska orðasafn sitt. Enda lét hann það ekki bíða, að færa sér þetta gull- væga orð í nyt. ,,Patagóníu- tnaðurinn er íslendingur eins og ljóshærði maðurinn, “ sagði hann og benti á Skúla, ,,þvf báðir fara með friði. “ Skúli brosti. ,, Patagóníu-maðurinn er hrygg- ur, “ sagði jötuninn mjög rauna- lega og benti á dóttur sína; ,,hún er dauðsjúk;—en hún er sterk, og á erfitt með að deyja. Patagón- íu-maðurinn hefir borið dóttur sína á bakinu í þrjá daga, og í fanginu í tvo daga. Langan veg hefir hann boriö barn sitt, og ekkert bragðað, hvorki kjöt né mjólk. Patagónfu-maðurinn og dóttir hans eiga engan vin, nema þann, sem þarna er uppi. “ Og hann benti til himins. og nokkur stór tár—sem líktust hagli — hrundu niður hina innsognu, hrukkóttu vanga hans. „íslendingar skulu vera vinir Patagóníu-mannsins“,sagði Skúli, og honum vöknaði nm augun af að sjá hina djúpu; skerandi hrygð sem skráð var ljósu letri á andliti þessa góðmartnlega jötuns. ,,Já, allir íslendingar hljóta að kenna í brjósti um Patagóníu- mann, sem á bágt, “ sagði jötun- inn, og varir hans titruðu. Skúli hljóp nú inn í tjaldið og sótti ný-soðið kjöt-stykki og tin- bolla fullan af heitu Paraguay-te (mate). ,,Þetta gefa íslendingar Pata- góníu-manninum, “ sagði Skúli. Patagóníu-maðurinn tók við þessu mjög feginsamlega og át kjfitið með svo mikilli graðgi, að undrum sætti, og enginn getur gert sér rétta hugmynd um það, nema sá, er séö hefir hungraðan villimann éta kjöt. En tevatnið drakk hann ekki, heldur bar hann það að vörum dóttur sinnar, sem svalg það í einum teig. ,,Hún er svo þyrst—alt af svo óumræði- lega þyrst, “ sagði hann; ,,sá í hvíta skrúðanum stendur þarna hjá henni og krefst þess, að hún íari með honum yfir háu fjöllin, þangað sem móðir hennar er. En hún vill ekki fara—hún er svo ung. “ Og hann brosti rauna- lega. Svo tók hann hægri hönd Skúla, lagði hana á brjóst sér í hjartastaö og sagði: „Patagóníu- maðurinn þakkar manninum með ljósa hárið—og vinur hans ska hann vera til dauöans. “ Við spurðum hann, hvaðan hann kæmi og hvernig á ferðum hans stæði. En hann vildi sem minst tala um það, þá f svipinn Hann sagðist bara koma að norð- an og ætla suður—,,suður og heim. “ En nokkurum árum síð- ar fengum viö að vita, með vissu, um hagi hans og ferþalag og lang- varandi böl og baráttu; og verður nokkurra helztu atriða úr ævisögu hans getið, áður en sögu þessari lýkur, því eg veit, að lesendunum muni vera forvitni á að vita meira um þenna dularfulla og merki lega mann oghina hárprúðu, stór- skornu og þreklegu tíu ára gömlu dóttur hans, sem hann annaðist og hjúkraöi með móðurlegri við- kvæmni og þolinmæði. Við sögðum honum að við ætl- uðum daginn eftir að léggja á stað áleiðis til Portó Alegrc, og spurðum hann, hvort hann rataði þangað. Nei. Hann hafði aldrei heyrt það nafn áður, — þangað rataði hann ekki, en suffur rataði hann—y,sutSur og hcim. ‘‘ Þar var gott aðvera, sagði bann; urm- ull var þar af fljótum og fallegum hesturn, þar þurfti maður þvíekki að ganga; og gnægð var þar af stórum og feitum sauðum, svo ekki.var maður þar svangur; en þar vár eitt, sem var meira í var- ið en alt annað, og það var frelsi —ótakrnarkað og ævarandi frelsi. Við léöurn nú Patagóníu-mann- inurn tvö íslenzk brekán og lítinn dún-svæfil, svo hann gæti búið um dóttur sína austan undir tjald- inu, því inn í tjaldið vildi hann ekki bera hana svona veika, sök- um vissra anda, sem hann sagði að kynnu að leynast þar; en eng- inn sæi slíka anda, nema læknar Patagóníu-manna * (Tehuelche- Indíánanna). Um kvöldið gáfum við honum stórt kjöt-stykki og lfu og .Argentínu, að hann ekki hafi með sér veiðarfæri, því stór- árnar Parana, Paraguay og Uru- guay og hinar óteljandi ár, sem í þær renna, eru fullar af fiski. Eins og sagt hefirverið, vorum við ferðbúnir þann 17. Desember, (eftir því, sem vasabók mín sýnir). Við Skúli bjuggum nú um Jón á börum þeim, sem við höfðum búið til úr þurrum og grönnum pálmaviðar-renglum og tjaldinu, sem var úr þunnum segldúk. Og af því að við höfðum þrjú íslenzk brekán og tvo dún-svæfla, þá gát- um við gert börurnar að þolan- legu rúmi handa Jóni. Byssurn- ar bundurn við á kjálkana á bör- unum; en skotfærin, ásamt fáum pundum af kjöti, létum við í dá- lítinn poka, sem eg batt á bakið á Skúla, því hans bak var svo mik- ið breiðara en mitt. En á bör- unum hefði pokinn orðið Jóni til óþæginda. Svo lögðum við á stað og bárum viö Skúli börurnar á millum okkar þannig: að hann gekk á undan en eg á eftir—og bar hann þyngri endann. Við brugðum snæris-spotta yfir herð- arnar og festum endana (á snær- inu) um kjálkana á börunum, [svo þunginn kæmi ekki eins tilfinnan- lega á handleggi okkar. ,,Nú gengur það glatt!“ sagði Skúli. Það var máltak hans— einkum þegar verst gekk. Alla þá stund, sem við vorum að búa okkur ástað, sat aumingja Patagóníu-maöurinn dapurlegur og niðuriútur yfir dóttur sinni dauðvona. Eg hafði í fyrstu hugsað, að hann mundi ekki fara sömu leið og við,—að hann mundi halda suður á bóginn til að kom- ast sem íyrst til bygða í Uruguay. En þetta fór öðruvísi en eg hugs- aði, því jafnskjótt og við héldum á staö, stóð hann upp, tók dóttur sína í fang sér og kom á eftir okkur. Sá eg þ?,að hann mundi vera fastráðinn f að fylgja okkur eftir austur að sjó. En þó fanst mér það alveg ómögulegt, að hann, ferðlúinn, hefði úthald til I að fylgja okkur lengi eftir, með því móti að bera dóttur sína dauðvona í fanginu; því þótt hann væri hálft sjöunda fet á hæð, og aö sama skapi gildur og sterk- legur, þá var samt dóttir hans—- eftir því sem mér virtist—alt of þung ogóþægilegbyrði fyrirhann, þvf hún var undantekningarlaust sú stærsta og þreklegasta tíu ára gömul stúlka, sem eg hefi nokk- urntíma séð.—En eg vissi þá lít- ið um hið næstum því yfirnáttúr- lega þrek og úthald Patagóníu- manna. Við stefndum nú beint í austur. Á vinstri hönd höfðum við hinar miklu heiðar, sem nefndar eru Serra.— Þær ná hart nær alla leið vestan frá Uruguay-fljóti og austur að Atlanzhafi, rúmar 400 mílur enskar. En á hægri hönd okkur lá hin víðáttu-mikla, öldu- myndaða slétta, þakin háu og þéttu pampa-gXB.s\ og litlum og lágvöxnum pálmaviðar-runnum hér og þar f dýpstu lautunum. j Heiðarnar voru okkur hinn bezti \ leiðarvísir, en sléttan veitti okkur nægilega björg, á meðan skotfæri okkar þrutu ekki, því þar var hvervetna mikið af ýmsum dýr- * jafnan, að það væri horfið heim f einu Reykjadal. ,,Þetta væri betur horfiðheim íReykjadalinn!*' sagði Skúli, þegar hann sá stórar hjarð- ir af nautum. ,, Og þessar skepn- ur hefðu Reykdælingar gaman af að eiga, “ sagði hann, þegar hann sá villi-hestana þeysa í oddfylk- ing yfir gras-sléttuna. ,,Og þeir kynnu líka að fara með þær, “ bætti hann við. Reykdælir voru mennirnir í öllum heimin- um, sem Skúla þótti nokkuð kveða að. I Brazilíu sá hann engan, sem hann áleit þess verð- an að leysa skóþveng hins fátæk- asta smaladrengs í Reykjadal; og aldrei sá hann í Suður-Ameríku þann blett, sem honum þótti eins fallegurog Reykjadalur. Aldrei óskaði hann samt, að Reykjadal- Meira á 5. bls. M M VINSOLUBUD í SELKIRK IIcildHala Smásala Nægar birgðir aí vfnum, liquors, öli, bjór og öðrum vfntegundum. Vér seljum að eins óblandaðar víntegundir Þegar þér komiö til Selkirk þá heimsækið okkur. Beint á móti Bullocks Store, Evetyn Ave., SELKiRK, MAN. ERUÐ ÞER AD BYGGJA? EDDY’S ÓKeBnkveemi bya:f<ingapappír er sA bezti. Hann er mikið sterkari ok þvkkari en nokkur annar (tjöru eöa byvKÍnga) pappír. Vinflur fer ekki f Kegn ura h«nn. heldur kulda úti og hita inni engin ólykt aö l>onum, dregtir ekki raka f sig. og spillir enpu sem hann liggur við llann er xnilcið notaður. ekki eintsönsn til ad klieða hús rreð, heldur einníg til að fóðra með fiystihús, kœlingarhús, mjólkmhús, smjörgerðarhús og önnur hú-, þar sem þarf j ifnan hita, og forðast þarf raka. Nkriiið agentum vorum: TEES & PERSSE, WINNIPEG, eftir sýnishornum. ne E. I. Eddy €0. Iitd., ilnll. Tees & Persse, Ajjents. Winnipeg. LOSÐOS »■ CASADIAS x LOAS »• AGENCT 00. LIMITEO. Peningar naöir gegn veði í ræktuðum bújörðum. men bægilegum skilmálum, Ráðsmaður: Virðingnrmaflur : Ceo. J Mauison, S. Ghrístopljerson, 195 Lombard St., Grund P () WTNNÍPEG. MANITOKA Laudtil sölú í ýmsum pörtum fylkisins með láguverð og góðumkjörum. •1 um og fuglum; Og jafnvel stórar hjarðir af viltum nautum og hest- aftur um bolla fullan af te-vatni. Hann át um sveimuðu fram kjötið.en gaf stúlkunni te-vatnið. hið mikla graslendi. Hún var alt af svo ..óumræðilega þyrst. ‘ ‘ Og áfram héldum við viðstöðu- laust frá morgni til kvölds f sex Ekki höfðu þau feðginin annað daga. Við töluöum fátt, nema meðferöis, en að eins tvo stóra þegar Skúli lét undrun sfna í Ijós öngla og snærishönk.— Enginn yfir einhverju, sem hann sá. Þeg- Indíáni né gauchó (kynblending- ar hann sá eitthvað, sem honum ur) ferðast svo um Suður-Brazi- þótti markilegt, þá óskaði hann ♦ • m m m m m m m m Við búum til að eins. * m BEZTU TEGUND AF HVEITI. OUk»r „PREMIER hungarian" tekur öllu ððru fram. ^ Biðjfð kMpmanninn ydar um það. * Mannfactured hy A(t ALEXANDER & LAW BROS., ♦ * — DKANDON.Maa. *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.