Lögberg - 18.02.1904, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. FEBRUAR 1904-
ifögbeig
Cpt SE:Uiam Qbt. jpínaog JSt,
eglinrupíg, 4ftan
M H'AULSON, Editor,
J. A . BLONDAL, Bui. Mnnniier
WTAMÁSKTÍÍPT
T»>e LÖGBEKG PRINTING * PUBL. Co.
P. O. BoxISe.. WinnlpeR. Man.
Fvm'vulaijinn ÍS. Febrúttr, J9C£
Ófriðurinn
wi 11i Kússa og Japansmanna
og tilefni hnns.
Loks tókst svo iila tíl, að ekki
varð af samningnm milli Japans-
manna og Rússa og lá þá eðlilega
akkert annað fyrir en að taka til
vopna eins og kom á daginn.
Samningarnir, sem Japansmenn
tógðu fyrir Rússa til samþyktar,
voru í sjö liðurn. í fyrsta lið var
fram á það farið, að heild og
sjálfstíeöi Kína og Kórea væri
viðurkent; íöðrum, að Japan hefði
fult leyfi til að leiðbeina Kóreu í
fjármálum og almennri stjórnar-
aðferð; í þriðja, S'að Rússar ekki
hindruðu framgang japanskra við-
skifta í Kóreu; í fjórða, aö Jap-
ansmenn skyldu hafa rétt til að
senda her sinn til Kóreu á ófriðar-
tfmum, en skyldi þó kallaöur heim
þegar friður væri kominn á aftur;
í fimta, að skotvirki yrðu bygð á
suðurströndjj Kóreu og óhindruð
umferð um Kóreusundin ábyrgð; í
sjötta, að meðrtímanum komist á
samband milli jjárnbrautanna í
Kóreu og Manchúríu; í sjöunda,
að fyrri samningar milli Rússa og
Japansmanna, viðvíkjandi Kóreu
gengi úr gildi.
Hefðu Rússar gengið að samn-
ingum þessum, þá hefðu þeir þar
með, eins og til var ætlast, sam-
þykt að Ieggja niður yfirráð sfn í
Manchúríu.
Að loknu stríðinu rnilli Japans-
manna og Kínverja höfðu hinir
fyrnefndu ítök í Manchúríu eða
að minsta kosti Liaotung-skagann,
•g þá komu Kússar til sögunnar
og reyndu að hrifsa eignir þær úr
bönduin Japnansmanna. En
stórveldin skárust í leikinn og
varð það þá að samningum, sem
Rússar gengu að, aö Manchúria
gengi aítur ti) Kínverja og að'
heilleika kínverska keisaradæmis-
ins yrði Jviðurkendur aföilum.sem
hlut áttufað rnáli. Á ný var heil-
leiki kfnverska keisaradæmisins
viðurkendur þegar stórveldin skár-
nst í leikinn gegn Boxara-upp-
þotinu. Rússar hafa líka stöð-
agt og hvaö eftir annað fullvissað
stórveldin um það, að þeir gerðu
ekkert tilkall til yfirráða í Man-
chúríu; og fyrir fáum vikurn síð-
an neituðu þeir að ræða Man-
chúríu-málið við Japansmenn,
með þvíj Manchúrfa heyrði Kín-
verjum til, en [ekki Japansmönn-
«rn. Og í samtali fyrir skömmu
milli þeirra Hays ráðgjafa og Cas-
sini greifa, sendiherra Rússa f
Washington, viðnrkendi hinn síð-
arnefndi það, að Manchúría til-
hejmði kínversku ríkisheildinni; og
hann kannaðist við, að engir aðr-
ir en Kínverjar einir hefðu þar
«;in pólitísk yfirráö. Þannig
hafa Rússar bæði með skriflegum
samningum og opinberri v ður-
tenningu við stjórnina í Wash-
ington og vfðar viðurkent það há-
tíðlega, að þeir ættu ekkert til-
kall til yfirráða f Manchúrfu, en
jafníramt verið stöðugt að búa
«m sig þar eins og Manchúría
v*ri viðurkendur hluti rússneska
•inveldisins,: og þykir aðferð sú
<yg óeinlægni Rússum einum lík.
Ekki verður betur séð en að
i Japansmönnum væri full alvara
og ant um að samningar tækjust,
og til þess að hlynna að því fóru
þeir fram á, að samningatilraun-
in færi fram í Pétursborg, en
Rússar neituðu því afdráttarlaust
og báru alt mögulegt í vænginn,
meðal annars það, að Rússakeis-
ari hefði úkveðið aö feröast til út-
landa, og urðu því allir samning-
ar að fara fram í Tókíó. Urðu
Japansmenn þvf að bíða f hvert
skifti tímunum saman eftir svari
frá Pétursborg,. sera aldrei fékst
; ákveðið f neinu atriði. Þóttust
| menn sjá það frá upphafi, að tii-
gangur Rússa væri alls ekki sá að
ganga að neinnm samningum,
heldur draga Japansrnenn á svari
eins lengi og unt væri eða, ef
mögulegt væri, meðan þeir væru
að láta fullgera Síberíu-jámbraut-
ina alla leið og draga saman flota
sinn í Gulahafinu.
Síðast, núna í Janúar, settu
Japansmenn Rússura ákveðinn
tíma til að svara, eða ganga að
amningum eða frá; en í stað þess
að svara Japansmönnum senda
þeir svarið til Frakka og láta það
berast Japansmönnum frá annarri
hendi; og þegar svo Japansmenn
gera fyrirspurn um það, hvenær
þeir megi vænta svars beina leið
frá Pétursborg, þá er }æim sagt,
að óvíst sé nær þaö geti orðið.
Meðan á drætti þessum stóð
yoru Rússar f óða önn að búa sig
undir stríð, og með því slíkt fór
ekki fram hjá Japansrnönnum og
þeir auk þess vissu, að svar Rússa
ekki var þannig, að mögulegt
væri að því að ganga, þá er ekki
furða þó þeir biði ekki lengur boð-
anna. Frá því Japanmenn af-
hentu sendiherra Rússa í Tókíó
síðasta svar sitt og þangað til ó-
friður hófst liðu tuttugu og fimm
dagar og allan þann tíma unnu
Rússar að því af mesta kappi,
nótt og dag, að færa liö sitt og
herbúnað á sjó og landi í nánd
við Kóreu.
Síðan stríðið byrjaði hafa Rúss-
ar af öllum mætti reynt að skella
skuldinni á Japansmenn og rægja
þá við stórþjóðirnar, og þykjast
sjálfir verða fyrir ranglátum of-
sóknum. í þessu hafa blöðin á
Þýzkalandi og Frakklandi fylgt
Rússum, en í Bandaríkjunum,
Englandi og Canada hafa ekki
þessu verið léð eyru. í ensku-
mælandi löndunum er litiö þann-
ig á, að Japansmenn hafi farið
myndarlega að öllu, og þó þeir
gripi til vopna áður en þeir höfðu
formlega sagt Rússum stríö á
hendur, þá er slíkt ekki neitt nýtt
í sögunni; í því efni verða jafnan
kringumstæðurnar að ráða, enda
hefir verið sýnt fram á, aö það
heyrir fremur til undantekning-
um, að fyrst só stríð sagt á hend-
ur, sérstaklega á síðari tímum.
Það sem af er hefir Japans-
mönnum gengið vel; þeir hafa
sýnt það, að skip þeirra og sjólið
geta vei mælt sig við flota Rússa.
Og líkur miklar eru til þess, séu
þjóðir þessar látnar einar um hit-
una, að Japansmenn beri sigur úr
býtum. En því miður liggur það í
loftinn, að fleiri en Rússar og
Japansmenn dragist inn í málið
og er þá óvíst hvernig fer.
Sir Wilfrid Laurier.
Hinn 6. þ. m. hélt Sir Wilfrid
Laurier ræðu f Montreal f lang
stærsta samkomusal borgarinnar
og var aðsóknin svo mikil, að
fjöldi varð frá að hverfa án þess
að komast inn. Frjálslyndu fé-
lögin og stúdentar LavaJ og Mc-
Gill háskólanna höfðu viðbúnað
mikinn til að fagna Sir Wilfrid
með tilhlýðilegri viðhöfn. Kjörn-
ir menn úr þeim flokkum tóku á
móti honurn á vagnstöðvunum og
fylgdu honum í skrúðgöngu til
samkomuhússins. Sem ræðu-
manni er Sir Wilfrid viðbrugðið
af mönnurn af öllum flokkum, og
sérstaklega hefir hann ætíð fengið
orð fyrir að haga orðum sínum
gætilega og tala aldrei af sér. Og
eftir vanda þótti hann tala einkar
vel við þetta tækifæri og blöðin
Iuku alment lofsorði á ræðuna.
En hér um kveldiö hélt W. San-
ford Evans, ritstjóri blaðsins
,,Telegram“ og þingmannsefni
afturhaldsmanna hér í bænum,
ræðu á meðal íslending,og fræddi
menn þar á því, að í þessari
Montreal ræðu hefði Sir W'ilfrid
Laurier ekki þorað að standa við
tollmála prógramm sitt og með
því sýnt meira hugleysi en gömlu
víkingarnir forfeður Islendinga;
hann hafi sem sé sagt það í þeirri
ræðu, aö hann væri hvorki vernd-
artolla né tollafnáms postuli. Vér
getum ekki séð, að stjórnarfor-
maðurinn hafi sýnt sérstakt hug-
leysi með þessu. Þetta er ná-
kvæmlega hið sama, sem hann
hefir sagt síðan hann tók við for-
mensku frjálslynda flokksins, og
þaö er f nákvæmu samræmi við
stefnaskrána, sem frjálslyndi
flokkurinn í Canada samþykti á
flokksþingi í Ottawa fyrir ellefu
árum síðan. Þaö ber frenmr
vott um þrek og stjórnmálahrein-
skilni að kannast við þessa kenn-
ingu á fjölmennum opinberunt
fundi f annarri eins hátollaholu
eins og Montreal er, þar sem
Hugh John Macdonald ekki þorði
annað en lýsa yfir því um kosn-
ingarnar 1900, að hann vildi láta
hækka hátollana svo,að þeir yrðu
hærri en nokkuru sinni áður, jafn-
vel þó hann vissi vel, að það hlyti
að spilla fyrir sér við kosningarn-
ar í Brandon eins og kom á dag-
inn; og þar sem núverandi stjórn-
arformaðor Manitoba-fylkis ekki
þorði annað en segja, að flokkur
sinn í Manitoba væri því hlyntur,
að tollar hækkuðu á innfiuttum
vörum. Hverjir finst mönnum
nú lakar þola samanburð við
gömlu víkingana fyrir hugrekkis
sakir, Sir Wilfrid Lauriereöa aft-
urhaldsleiðtogarnir Hugh John
Macdonald og R. P. Roblin?
Vér setjum hér kafla úr þessari
áminstu Laurier-ræðu til þess
rnenn geti séð með eigin auguin,
hvaö mikið hugleysi og heiguls-
skapur kemur þar fram f orðum
hans, eða hvort hann var að
dekra við áheyrendurna með
nokkurum tálloforðum, og þó áttu
þar að fara fram aukakosningar
til Dominion-þingsins í tveimur
kjördæmum þann 16. þ. m. Til
að ófrægja stjórnina og spilla fyr-
ir kosningunum höfðu afturhalds-
menn reynt að sýna fram á, hva.ð
ranglátt það væri að láta ekki
Grand Trunk Pacific-járnbrautina
fyrirhuguöu liggja til Montreal.
Sir Wilfrid reyndi alls ekki, eins
og afturhaldsleiðtogarnir eru þekt-
ir að aö gera þegar líkt stendur á
fyrir þeim, að mýkja skap manna
og afla þingmannsefn’im sínum
fylgis' með því að gefa í skyn eða
láta það á neinn hátt á sér skilja,
að ef til vildi fengi þeir brautina.
Hann sagði bláttáfram, að stjórn-
in léti brautina þar leggjast, sem
Canada í heild væri fyrir beztu,
og það væri búist við því af
Montreal-mönnum, að þeir væru
eftirgefanlegir og fúsir á aö leggja
það í sölurnar fyrir velferö heild-
arinnar, að fá ekki járnbrautina
til sfn.
Ræðukaflinn hljóðar þannig :
,,Þótt kringumstæðurnar ekki
hafi leyft mér að ávarpa yður“,
sagði Sir Wilfrid Laurier, ,,þá
hafið þér þráfaldlega heyrt á mig
minst, og einkum og sérstaklega
á heilsu mína" (hlátur). ,,Sum
blöðin sögðu, og það var skýrt
frá því frá ræðupöllunum þegar
við þótti eiga, að eg væri óaftur-
kallanlega úr sögunni, að kraftar
mínir væru þrotnir og að mér
væri ant um að korna almennum
kosningum sem allra fyrst í kring
til þess að geta losast við byrðina,
sem of þung væri fyrir mitt veika
bak. Eg kippi mér aHrei upp
við þess konar persónulega smá-
muni, og bezta svarið, sem eg nú
hefi við hendina, er að segja yður
ofurlitla smásögu frá frönsku
stjórnaibyltingunni. Maury ábóti
lét mikið til sín taka á þeim tím-
um, og einu sinni heyröi hann
mann, sem var að selja blöð á
götunum, kalla: ,Maury ábóti er
dáinn". Gamli ábótinn gaf
manninum snoppung á kinnina
og sagði um leið: ,Sé Maury á-
bóti dáinn, þá hljótið þér að trúa
á afturgöngur’“ (hlátur). ,.Eg
hefi lengi þjáðst af veikindum, “
sagði Sir W'ilfrid. ,,Viö það er
ekkert undarlegt. Slíkt er al-
gengt náttúrulögmál. Mér l.efir
batnað, og eg vona— þótt það
ekki gleðji vini mína andstæöing-
ana—að eg verði lengi fær um að
halda áfram því háleita starfi,
sem mér hefir verið trúað fyrir
í síöustu átta ár. Eg get sagt
það, að átta ár þessi munu verða
skráð sem markverðustu árin í
annálum Canada’* (lófaklapp).
,,Við urðum að greiða fram úr
mörgum ósegjanlega erfiðum
vandamálum. Við urðum að fást
við alls konar örðugleika, og eg
verð eð segja, að við enga þeirra
lá eg á liði mínu; og við þá ó-
venjulega miklu áreynslu örmagn-
aðist eg. það lýsir engri fööur-
landsást hjá andstæðingum mín-
um að nota sér slíkt. Hafi vinir
mínir nokkuð til að blygðast sín
fyrir í þessu sambandi, þá er það
hinar óréttlátu árásir, sem ætlast
var til að gerðu mér ílt, en ekki
skortur á skyldurækni minni.
Andstæðingar vorir verða að
beygja sig fyrir þeirn óhrekjandi
sannindum, að nú er vellíðun í
landinu, meiri en nokkurn tírna
áður hefir þekst hér; og nú er á-
nægja ríkjandi meðal allra stétta.
Til að koma slíku til leiðar urðum
við að leggja mikið á okkur, og
hvernig geta andstæðingarnir leyft
sér að reyna að gera það glæp-
samlegt þó heilsa mín bilaði við
það?
Kosningabaráttan er nú hafin í
St. James og Hochelaga. Mr.
Tarte hefir talaö til kjósenda, og
eg skal taka upp við þetta tæki-
færi nokkurar setningar, sem eftir
honum eru hafðar í blaðinu Le
Journal. Mr. Tarte sagði: ,Það
er kki nóg að segja, að alt gangi
vel, heldur verðum við að komast
eftir því, hvert alt gæti ekki geng-
ið enn þá betur*. Herrar mín-
ir. “ sagði Sir Wilfrid, ,,þetta er
eins gömul kenning eins og heim-
urinn. Hún var borin fram við
vora fyrstu foreldra í aldingarðin-
um Eden. Náttúrlega gekk alt
vel og ánægjulega þar í garðin-
um, að minsta kosti eins vel eins
og hér þegar afturhaldsmenn sátu
að völdum. Alt gekk þar vel; en
svo kom höggormurinn og sagði:
‘Ef þið bara ætuö af þessum á-
vexti, þá mundi alt ganga enn þá
miklu betur’. Adam og Eva
trúðu freistaranum og voru af-
vegaleidd. Hið sama er nú end-
urtekiö í St.James og Hochelaga,
því að djöfullinn er ekki dauöur.
Freistarinn er á ferðinni úr einu
kjördæminu f annað; maðurrekur
sig hvað eftir annað á hann um
göturnar. Stundum kemur hann
fram glaðlyndur einsog Bergeron,
stundum vciklaður eins og Tarte,
og stundum óður eins og TaiIIon.
En hvaða mynd sem hann tekur
á sig, þá liggja æfinlega sömu
svikin í orðum hans.
Núgildandi toll-löggjöf hefirleitt
til frábærlegra framfara og vellíð-
unar. Viðskiftin hafa aukist stór-
kostlega; helmingi meira hefir
fluzt út úr landinu af vörum vor-
um en áður. Framleiðsla jarð-
yrkjunnar og allskonar iðnaðar
hefir verið svo ríkuleg, að landið
hefir tekið algerðum stakkaskift-
um. Jafnvel vinnufólkið hefir
haft meiri og betur launaða vinnu
en það hefir áður haft af að segja.
Útflutningur fólks, sem áður dró
úr fólksfjölgunininni, má nú heita
hættur og f þess staö kominn á
stórkostlegur fólksflutningur inn í
landið. Það eru nú ekki framar
Canada-menn, sem auðga Banda-
ríkin, heldu koma nú Banda-
ríkjamenn hingað með peninga
sína, skepnur og búslóð alla, og
auðga Canada. Með Fielding-
löggjöfinni komst Canada upp úr
lágu nýlendu ástandi; nú eru
Canada-menn viðurkendir sem
þjóð og eftir þeim tekið meðal
annarra mentaðra þjóða. Segi eg
það ekki satt, aö ekki sé til sá
maður landshornanna á milli, sern
ekki er stoltari af því að vera
talinn Canada-maður nú en árið
1896 þegar við komum til valda?
Og upp í opið geðið á þessum ó-
hrekjandi §annindum koma nú
vissir menn fram og reyna að inn-
prenta löndum sínum það, að
hlutirnir gangi ekki nægilega vel,
og að þeir gæti gengið miklu bet-
ur. Það er þó að minsta kosti á-
reiðanlega víst, að ef vér fengjum
þeim mönnum völdin í hendur,
sem enga aðra lífsstöðu hafa en
að leita að ástæðum til að geta
sett út á, þá gengi alt langtum
ver. Vér könnumst allir við
kenninguna, sem þeir halda fram
setn einu réttu aðferöinni til vel-
líðunar í landinu. Þeir vilja fá
okkur til þeirrar viðurstygðar að
stæla fjármálastefnu Bandarfkj-
anna. ‘ ‘
Sir Wilfrid hélt því fram, að
verndartolla-stefna Bandaríkja-
manna gengi Iengra en þeir hefðu
gott af, og las upp tölur, sem
sýndu, að útfluttar vörur Banda-
ríkjamanna voru ekki nema $20
á mann, en útfiuttar vörur Can-
ada-manna $40 á hvern mann,
eða fullkomlega helmingi meira
á mann; að viðskifti Bandaríkja-
manna voru ekki nema $30 á
hvern mann, en Canada-manna
$79. ,,Tollur á kolum, sem flutt
eru til Bandaríkjanna, er 70 c.
íyrir hvert ton, en hér ekki nema
53 c. Er nokkur hér í þessurn
hóp, sem heldur vill borga 70
Cents en 53 cents? Á kol, sem
iðnaðarstofnanir ekki komast af
án, leggja Bandaríkjamenn 20
prócent toll. Þau eru flutt inn
til Canada tollfrítt. Haldið þér
það væri sanngjarnt að viðtaka
hér í Canada tolla Bandaríkja-
manna á slíkri nauðsynjavöru?
Á ull er 11 centa tollur í Banda-
ríkjunum; hér í Canada enginn.
Á námavélum er 45 prócent toll-
ur í Bandaríkjunum; hér í Canada
enginn. Tollur á pappír f frétta-
blöð er nú 15 prócent; áður var
hann 25 prócent, og eigendur
fréttablaðanna, jafnvel blaðsins
‘LaPatrie' (blað Tartes), bárn sig
mjög illa yfir að veröa að borga
jafnháan toll. Við létum rann-
saka það mál og komumst að
þeirri niðnrstöðu, aö þeir hefðu
gilda ástæðu ti! að kvarta, og svo
lækkuðum við tollinn niður í 15
prócent. Eg þarf ekki að taka
það fram, að sömu mennirnir,
sem nú kvarta yfir því, að toll-
arnir séu of lágir, kvörtuðu yfir
þvf fyrir fáum árum síðan, að
þeir væru of háir.
Séu tollarnir of háir, þá fram-
leiða þeir, eins og í Bandaríkjun-
um, samsteypur og trusts. Eg
dreg athygli yðar að mjög rangri
staðhæfingu, sem breidd er hér
út um borgina. Það er sagt, að
verkamenn í Canada fái ekki eins
gott kaup eins og verkamenn í
Bandaríkjunum. Það er viður-
kent, að mörg síðustu verkföllin í
Bandaríkjunum orsökuðust af
þeirri ástæðu, að vinnulaunin voru
of lág, og á síðustu sex mánuðum
hafa vinnulaunin verið færö niöur
um alt að 15 prócent í fjölda
mörgum verksmiðjum þar syðra.
Hvað sem hver segir, þá er eg
hvorki verndartolla né tollafnáms
postuli, en geri tilkall til aö vera
praktískur maður. Vér vitum
allir, að fjármálalöggjöf getur
ekki haldist eilíflega óbreytt, held-
ur veröur að endurbætast sam-
kvæint kringumstæðum og þörf-
um lands þess, sem löggjöfin á
við. Ef til vill kemur sá tími, a5
stjórnin álítur sér skylt aö gera
einhverjar breytingar við núgild-
andi toll-löggjöf, og þá ímynda
eg mér okkur takist að gera það
eins og þjóðinni í heild er fyrir
beztu eins og okkur tókst það
árið 1897.
Árið sem leið álituni við þaö
hag fyrir landið að fá járnbraut
lagöa frá hafi til hafs, sem öll
lægi innan Canada og væri eins
stutt og unt væri, og draga á þann
hátt til Canada flutninga og við-
skifti Norðurálfunnar og Austur-
álfunnar. Þetta héldum við að
öllum Canada-mönnum mundi
verða kærkomið. Þetta nýja fyr-
irtæki mundi opna hina óyrktu
hluta Canada, ekki einasta í vest-
urhlutanum, heldur í Quebec og
Ontario og þannig engu minni
þýðingu hafa fyrir austurhlutann.
Hið fyrsta þýðingarmikið atriði,
sem eg leit á við braut þessa, er
það, að hún verður beinasta og
styzta leiðin fyrir -Canada að
komast f viðskiftasamband við
Evrópu og Asíu og láta alla flutn-
inga vera innan landamæranna.
Eg lifi það ekki að sjá slíkt, jafn-
vel þó eg álíti heilsu inína góða.
En unga fóikið fær að sjá það.
Það fær að sjá mikið vöruniagn
koma til Canada frá Evrópu og
Asíu, og mikið vörumagn flutt frá
Canada til þessara niiklu megin-
landa eftir hinni miklu járnbraut,
sem öll liggur innan takmarka
vors eigin lands. Fyrirtæki þetta,
sem þingið samþykti, hefir mætt
örðugleikurn hjá Grand Trunk
félaginu, og yfir því gleðjast nú
andstæöingar okkar; en eg skal
segja yöur nokkuð: Samning-
arnir, sem við gerðum, voru svo
góðir, aö Grand Trunk félagið
vildi ekki ganga að þeirn. Eg
vona við fáum okkar fram að
lokurn.
Það er venja mín að berjast
fyrir rnáli mínu, og eg missi aldr-
ei kjarkinn. Mishepnist mér ein
aðferö, þá reyni eg aðra þangaö
til eg kem mínu fram. Þetta fyr-
irtæki mitt var ofsótt á fundi Mr.
Bergerons, vegna þess G. T. P.
járnbrautin ætti ekki að leggjast
til Montreal. Eg segi, að slík á-
stæða beri vott um aumkunar-
vert þröngsýni, sem eg ekki býst
við hjá Montreal-mönnum. Liggi
G. T. P. járubrautin ekki gegn-