Lögberg - 14.07.1904, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.07.1904, Blaðsíða 1
B rúða rgj a fir. Við höfum fallegt úrval af silfurborð- búnaði; hentugar brúðavgjafir. Ágætir brythnífar og borðlampar, Anderson & Thomas, :3 B38 Main Str, Hardware. Telephona 338. ^a^BMSswí^wausui^ssífswsiXKBBaasiSii § I Enn meira. E;---------------------- af reiðhjólum nýkomið. Þau er u fyrir- s taks góð. Ef þér ætiið að kauya hjó), j:á !J komið og skoðið þau sem við höfum, ÍAnderson <& Thomas, ] B38 Main Str, Hardware. Tslsphone 338. : ; Merki: evartcr Yale-lós. ♦ >SKBiS^'gBaaMisgsa8assgsaiai>wTO»WB;!giaaa«:‘ý?iVj>iV».tT85aaa«»i 17. AR. Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 14. Júlí 1904. NR. 28. Fréttir. Úr ölliun áttum. Járnbrautarslys allmikiö vatð skamt frá New York á sunnudag- inn var. Fórust þar seytján manns og á annaö hundrað særö- ust og limlestust meira og minna. Árásir á kristna menn hafa fyr- ir skömmu veriö geröar í Kína og og margir þeirra veriö teknir af lífi. landamærum Póllands tii viröing- ar viö Rússakeisara, var sprjrg-i- ur upp með dýnamít nú fyrir skömmu. Varöi þessi stóö skamt frá dýrðlegri höll er Rússakeisari á þar og dvelur í þegar hann er á dýraveiðum sér til skemtunar þar í nágrenninu. Margt þykir fieira benda til þess að Póllendingar séu ekki sem drottinholiastir. Illviöri með hagli og stórrign- ingu gekk yfir Guelph-héraöið á laugardaginn var. Varð allmikið tjón af veðrinu teæði á gripum og byggingum. Utanríkisráðgjafi Austurrfkis og Ungverjalands hefir nýlega verið á ferð í París til þess að ráðgast um við utanríkisráðgjaf- ann þar hvernig haganlegast yrði komið í veg fyrir hinar sífeldu ó- eirðir og upphlaup á Balkanskag- anurn. Þó engín hafi orðið þar upphlaup nú um nokkurn tíma undanfarið, er það fullkunnugt, að uppreistarandinn er þar í fullu íjöri og viðbúnaður allmikill hafð- ur með höndum. Nylega hafa Búlgarar, Serbar og Rúmenar myndað samband sín á milli og stendur Austurríkismönnum ótti af þeirri sameiningu. Tyrkir eru einnig sffelt að brjóta friðinn þar á Balkanskaganum, svo ekki þykir lengur mega standa svo búið. Nið- urstaðan á ráðagerð þeirra ráð- gjafanna hefir ekki enn frézt, en búist við að sterklega verði tekið í taumana áður langt líður. Ákaflega mikið vatnsflóð í bæn- um Kansas í Kansasríkinu, nú fyrir skömmu, gerði hundraö þús- undir manna húsvilta og svifti þá öllum eignum. Miklar skemdir urðu á hveitiökrurn þar í þessu illviðri. Af lifandi peningi hefir, í síð- astliðnum Júnímánuði, verið flutt frá Canada til Bretlandseyjanna .tuttugu þúsund fjögur hundruð níutíu og níu nautgripir, tvö þús- und þrjú hundruð áttatíu og níu lömb og eldra sauðfé, og áttatíu og sex hross. Samtals kostuðu gripir þessir þrjú hnndruð sjötíu og eitt þúsund, eitt hundrað og sextíu þund sterling. Af smjöri, osti, svínakjöti, hveiti og öðrum korntegundum nam útfiutningur- inn á sama tímabili sjö hundruð tuttugu og átta þúsund, sjö hundr- uð og fjörutíu pd. st. Skógareldar miklir geisa nú á Vancouvereynni, og mikill og ii- gætur skógur norðan til á eynni er nú þegar lagður í ösku. Fjöldi manns er að berjast við að ná yfirhöndinni yfir eldinum, sem liggur við að muni æða yfir eyna !og vinna hið mesta tjón. nesku þjóðarinnar, sánkti Sera- fims, er þannið hljóðar: ,,Árið eftir að hinar jarðnesku leifar mínar verða fluttar, mun hefjast ógurleg styrjöld, er baka mun Rússlandi hið mesta tjón. Keis- arinn mun fara í stríðið og eg mun verða með honum og við skulum sigur vinna. “ Árið sem leið voru ieifar dýrðlings þessa fluttar tneð mikilli viðhöfn og bar keisarinn sjálfur og nánustu ætt- ingjar hans, skrínið við það tæki- færi. Nú er það í almæli,að keis- arinn ætli sjálfur aö leggja á staö í striðið og hafa með sér skrín hins heilaga Seraftms. Bíður hann að eins þess að drotning hans verði léttari, sem búist er við að verði í næsta máuuði. Nýlega hefir verið lokið við að taka manntal í Chicago. Er í- búatalan nú tvær miljónir, tvö hundruð fjörutíu og eitt þúsund. um tfu þúsundir óx tala bæjar- manná síðastliðið ár. í orustu þessari, eins og í og Nan-Shan orustunum, Fólksflutningar vestur í vföbót við það sem áður varð bjargað af skipbrotsmönnum frá fólksflutmngaskipinu ,,Norge“, fann seglskip, er var á ferð skamt frá Færeyjum, nýlega einn skips- bátinn frá ,,Norge“ og á honum nítján manns. Þeir voru fiuttir til Þórshafnar á Færeyjum. Voru þeir mjög aðfram komnir, aí vos- búð og hungri. Skip hafa verið send út til þess að leita að fleiri bátum frá ,,Norge“, sem er.n hefir ekki spurst til, en orðið hefir sú leit árangnrslaus. Á Rússlandi hefir að undan- förnu það fyrirkomnlag átt sér stað, að menn, sem teknir hafa verið fastir fyrir stjórnmálasakir hafa verið reknir í útlegð eða dæmdir til dauða án nokkurrar undanfarinnar réttarrannsóknar. Nú hefir keisarinn gefið út laga- boð um, að gegn öllum þeim, sem teknir eru fastir, grunaðir um slíkar sakir, skuli hafin reglu- leg rannsókn, og þeir reyndir á dómþingi áður en hægt sé að á- kveða eða framkvæma neina hegn- ingu fyrir þau afbrot. Þykir þetta ein hin mesta réttarbót, sem gerð hefir hefir verið á Rússlandi og sjálfsagt talið að með henni verði komið f veg fyrir marga rangs- leitni, sem í þessum efnum hefir átt sér þar stað að undanförnu. frá Rússlandi hafa aukist mikið nú í sumar. Auk ýmsra ókosta og ófrelsis, sem þjóðin á við að búa, á stríðið viðj Ja-pan ekki all lítinn þátt í útflutningun- um. Frá því í byrjun Júlímánaðar í fyrra til Júníloka í ár fluttu rúm eitt hundrað og þrjátíu þúsund manns sig búferlum til Canada frá öðrum löndum. Er það ná- lægt tveim þúsundum meira en næsta ár á undan. ítalskur herforingi á Sikiley og kona hans hafa verið tekin föst og ákærð um landráð. Höfðu þau, að því er sagt er, aukið tekj- ur sínar með því, að selja erlend- um ríkisstjórnum lýsingar og á- ætlanir um landvarnir á Sikiley og víðar á Italíu. Forsetaefui demókrata. Eins og við var búist hlaut Alton Brooks Parker dómari frá ustu. Yalu kofn stórskotalið Japansmanna mestu til leiðar. bæði í byrjun og qftir að flótti tókst í liði Rússa* Tveir rússneskir stórskotaliðs- fiokkar mátti heita að stráféllu og yfirgáfu þeir j?ar þrettán fallbyss- ur af sextán. Rússar kenna því um ósigur sinn, að Japansmenn hafi verið talsvert fleiri. Af Rúss- uin féllu um eða yfir 2,000 manns og miklu fleir særðust; 1,100 særðir liðsmenn og 55 særðir liðs- foringjar voru fluttir til Liao- Yang sjúkrahússins. Okur hers- höfðingi segist hafa látið jarða 1,516 Rússa á orustuvellinum. Japansmenn segjast hafa mist um 900 manns. Sjö rússneska for- iagja og 300 liðsmenn tóku Jap- ansmenn til fanga. Við orustu þissa sýndi riddaralið Japans- manna meiri dugnað en við var búist, og reyndist meira en jafn- oki Kósakkanna. Síðan Rússar biðu ósigur þenn- an hjá Wafang-Kao hafa þeir !exki reynt að stemma stigu fyrir 1 liði Oku hershöfðingja, sem nú hefir færst ncrður eftir skaganum og náð sambandi við Kuroki og lið hans. Ersagt, að lið Japans- manna myndi nú 150 rnílna hálf- hring frá Samajg að norðaustan til Kai-Ping við Liao-Tung flóann að. suðvestan. •• Rússneski flotinn lagði út frá Port Arthur hinn 23. f. m. og beið 1 nætur úti fyrir höfninni til þess að komast til hafs án þess á bæri. En Japönsk njósnarskip urðu þess vör og létu Togo fiotaforingja vita um það með loftskeyti. í þess- um rússneska flota voru sex bryn- 1 drekar, fimm brynsnekkjur og fjórtán tundurbátar. Þegar dimt var orðið lögðu japa .i3kir tundur- bátar að flotanunfi og ráku hann inn á höfninaíáftu.. Mistu Rúss- ar þar 2 eðyÆý þer-kip. Síðustu daga hafa Japansmenn sótt að Port Ari . ír á landi og þar búist við einhverju sögulegu áður langt líður. umjjj haf vestur samkvæmt beiðni lúteskra Islendinga á ströndinni, en hinn síðarnefndi sér til heilsubótar. Þeir búast við að verða mánaðar- tíma að heiman. Séra Friðrik gerði svo ráð fyrir, að Tjaldbúð- arsöfnuður sneri sér til séra N. Stgr. Thorlákssonar með prests- verk í fjarveru sinni. Nýlega hefir byrjað verið á vöruhúsbyggingu hér í bænum fyrir Ontario Wind Engine & Pump Co. Bygging þessi verður úr tígulsteini og hin vandaðasta að öllu. I henni verður rafmagns- lyftivél og allur nýtízku útbúnað- ur, sem vaxandi verzlun þessa fé- lags útheimtir. Bygging þessi verður myndarleg viðþót við j’au mörgu og stóru vöruhús, sem fyr- ir eru í bænumv Tapast hefir brjóstnál, .búin til úr tveimur 5 centa peningum og 10 centa pening með stafnum S á miðju úr gulli, og 2 gull-örfar sín til hvorrar hliðar. Finnandi beð- in að skila á prentsmiðju Lög- bergs. Sjö ára gamall drengur héðan úr bænum druknaði í Rauðá á föstudaginn var, nálægt Victoria Park. Var hann, ásamt öðrum dreng, að leika sér að þvf að stökkva á trjábolum, er voru á floti þar í ánni. Eldur kom upp í hermanna- búðunum í Lethbridge, N. W. T., á mánudaginn var, og brann þar til ösku allur sá útbúnaður, sem jiar var fyrir hendi. Þar á meðal voru nálægt einni miljón skot- hvlkja, matvæli, rúmfatnað- ur o. sv. frv. New York tilnefning sem forseta- / efni demókrata á flokksþinginu T Ur bænam. St. Louis. Varaforsetaefnið er HenrGy aisawa}’- Davis frá West . Norðurlandi1 Virginia, maður á níræðisaldri. Strmið. Eldur kom upp í fimm húsum sem verið er að byggja á Simcoe st., snemma á föstudagsmorgun- inn í vikunni sem leið. Hafði augsýnilega verið kveikt í þeim af ásettu ráði. Voru húsin orðin talsvert skemd af eldinum áður en tókst að slökkva. Sendibréf frá íslandi, til Jó- hönnu Jónsdóttur frá Húsabökk- um, nú í Winnipeg, hefir verið sent á skrifstofu Lögbergs og verður geymt þar þangað til eig- andinn vltjar þess. Hjólreiða stígir verða nú í sum- ar lagðir víðsvegar um bæinn. Áður en sumarið er úti verður mikið búið að gera í þáátt. Stíg- urinn til Silver Hights verður lengdur og stígur lagður til Lin- coln Park. Á Ellice ave., Sher- brooke, Toronto, Sargent stræt- um og víðar verða lagðir nýjir stígir. Til þess að greiða fyrir sýning- argestunum í sumar ætlarC.P.R. félagið að leggja sérstaka jbraut frá stöðvunum hér í bænum og út í sýningargarðinn. Tilraun var gerð til jiess, í vik- ínní sem leið, að setja ut af spor- nu eina af fólks- og póstfiutnga- esfum Can. North. járnbrautar- élagsins, skamt frá Dauphin. Til dlrar hamingju varð vélstjórinn í íma var við hvað var á seiði og ;at stöðvað lestina. Ekki er enn ippvíst orðið hverjir að verkinu :ru valdir. Her manns hafa Portúgalsmenn orðið að senda til Vestur-Afríku, til þess að kæfa niður uppreist innlendra þjóðílokka í landeignum sínum þar. Skrautlegur varði, sem reistur hafði verið í bænum Vilna á Vest- ur-Rússlandi, nálægt hinum fornu Járnbrautaríest, á leiðinnni frá Salonica á Tyrklandi til Cons- tantinopel, settu uppreistarmenn fra Bplgaríu út af sporinu, í vik- unni sem leið, og særðist þar og dó fjöldi manna. í engu landi í Norðurálfunni er hjátrúin á hærra stigi en á Rúss- landi. Nú er jtað föst sannfær- ing þjóðarinnar að þangað til keisarinn sjálfur leggi á stað í stríöið sé ekki þess að vænta að sigursældin fyljgi herdeildum Rússa. Það eru ekki einwngis hinar lægri stéttir á Rússlandi, sem }?essa trú hafa, heldur nær það einnig til aðalsmannanna og á rót sína aö rekja til spádóms eins hins helzta dýrðlings rúss- Þess er getið að herra Einar Hjörleifsson sé í þann veginn að leggja niður rit- stjórn þess blaðs og Sigurður læknir bróðir hans t"ki við í stað .93 hans. Þó þess sé ekki getið í j Með harðsnúnum, uppihalds- t<Nl. “ þá höfum véi sannfrétt að lausum orustum allan tímann frá E. H. hafi keypt ,, Fjallkonuna“ | 11. til 16. Júní hefir Japansmönn- °g Aytji til Reykjavíkur til þess „m tekist „Mtrekja Rússa BortS,.*#."** *» "ts,)6nl hennar.'sJaf, „r ».*&'<* hafa „ú rfh.Jg' Þegar allar hinar nýju bygging- ar í sýningargarðinum, sem nú er verið aö reisa til þess að hýsa sýningarmuni, lifandi og dauða, verða tilbúnar. verður gólfflötur þeirra samanlagður nálægt tíu ekrum ummáls. c ' , t , „ i er innileg-Ösk vor, að vinuf j .og hafa nu allai^ H hlíl-jafn mikiö gott af sk’ Liao-Tung skagann í hendi ser^um þessum ejns Qg ,,Fjallk. “ ; nema borgina Port Arthur, sem græðir á ritstjóraskiftunum. i Þeir nú sitb um- Tilraun Stack- i Séra JóTÍTarnason og frú Lára l elbergs herformgja Russa að kona hans {órn tp N ýja íslands á i hjálpa Port Arthur, með því að laugardaginn var og bjuggust við 'sækja aftan að liði Okur, mis-j að dvelja þar fratn undir mánaða- hepnaðist algerlega. Mannfall motl11- _______________________ \ mikið rarð í liöi beggja, og Rúss-; Rögnvaldur Sveinsson, smiður ar létu undan síga í áttina til Hai- hér í bænum, á áríðandi bréf Cheng nálægt Niuchwang. Or- geymt á skrifstofu Lögbergs. mstur þessai bvrjuðu að nætui- Hallur Magnússon, er kom frá lagi þann 11. og 12. fráhálfujap- íslandi í sumar, á tösku geymda ansmanna. Höfðu Rússar búið á innflytjendahúsjjau í Winnipeg, - vel um sig á Wafang-Kao hæðun- sem tapaðist á leifeinni hingað. um meðlram dal sem Tasse-fljót lézt ára, 313 ingunni til þess að gera gistingu þar ánægjulega. iVÍr. O’ Con- nell auglýsir á cðrum stað í blaði þessu. Mannalát. Hinn 7. þ. m. ^Ragnhiljáhr Andrésdóttir 24. ona Helga Þórðarsonar að Toronto str., Wpg. Jarðsett f Brookside hinn 9. s. m. af séra Pétri Hjálmssyni. Lætur eftir sig mann og 2 börn. Hinn 8. þ. m. lézt Henriette Agnes, kona séra Stefáns Páls- sonar prests í Williamsport, Pa. VANTAR unga stúlku til aðstoð- ar í eldhúsi. Vildi helzt hún gæti sofið annars staðar. verður að geta talað enskn. Mrs. Stewart. 85 Furby str. Hún Oddfellowsfundur verður hald- irm á Northwest Hall þ. 19. Júní kl. 8 að kveldinu. Allir meðlim- ir mæti. Á. Eggertsson, P. S. Mr. B. Olafson hefi gert samn- ing við Mr. Goodall' myndasmið að fá lánaöa myndastofu hans fyrir stuttan tíma til að taka myndir af löndum sínum. Til þess að sem flestir noti þetta tækifæri ætlar hann að selja $5 Cab. myndir fyrir $3 dúsínið. Þetta boð stendur ekki nema til 10. Ágúst, kothið því fliótt meðan þér hafið tíma. Goodalls photo studio. Cor Main & Logan. Kvenfélagið ,,Gleym mér ei“ ætlar að hafa , .Moonlight Excur- sion“ á ,,Alexandra“, miðviku- dagskveldið þann 20. þ. m. Það vonar að landar sýni þvf góðvilja og fylli bátinn. Báturinn fer frá Lombard street kl. 8.30 e. m. 25C. Aðgangsmiðar Fréttabréf. Narrows, 23 Júní 1904. Kæra L igbers! Mér tinst slenzku bl ðin eiga kröfu til að fá að heyra eitthvaS frá öllum íslendingahygðum, viS og viS, einkanlega þegar eitthvaS nýstárlegt er i ferðinni. Nústend- ur einmitt svo á, a5 dálítiS mark- vert er hfr á dagskrJ, og finst mér þvi ótækt að láta þig ekki vita af því. Gufubitursá, er Helgi Eit- arson kaupm. hér hefir verið að láta byggja að heimili sfnu, er nw lega fat'inn aS ganga h4r a vatui (Manitoba-vatni) B iturinn heitir „Island“, og er smíðaður und r um sjén fslendinginss Jóns Ol'ver. Á- formað er að hann ganji tvi var viku frá Westbourne til Fairford, rem er nyrzt við vatnið. Hann á að koma við & helztu stöðum á leið- inni og flytja allskonar flutning. Blturinn er mjög snotur og hefir góðan gang, fer 8—10 mílur á kl t. Við íslendingar höfum ástæðu til að vera stoltir af honum, þar sem hann er aigerlega sui'ðaður af ís- lendingum, er stjórnað af íslcud- ingi, og er eigu íslendiugs. Við hér væntum góðs nf honum f frarn- tfðinni. Okkur heflr li'i'i ve! í vetur, höfðum nóg hey, þ > vatnió væri hátt í f'yrra, og hM'um þar af- leiðandi fallega gripi Vatnið að miklum mun lægra en f fyrra sumar, og verður þ>. í ekki eins erf- itt með heyskap riú í sumar. Heilsa manna er ágæt, en and- legt fó.fur freaiur lítið. þetta er held eg alt, sem eg hefi að segja núna, en skrifa þér m'ske ein- hvern tíma seinna fáe'mar lfnur. Naeuowsbúí. ,. . , Þeir séra Friðrik J. Bergmann ið rennur eftir, og tókst Japans- q p Thordarson bakari lögðu j mönnum að hrekja þá þaðan eftir á stað vestur á Kyrrahafsströrid á tveggja daga uppihaldslausa or- þriðjudaginn. Hinn fyrnefndiler ^bætur hafa gerðar verið Globehótelið gamla á Prinsess -’str. hefir tekið miklwm stakka- skiftum nýlega. Það heitir nú Market Hotel og er eigandi þess Mr. P. O' Connell. Miklar um- í bygg- GARDAR, MÖUNTAIN, AKRA: Próf. S. K. Hall, Mrs. S.Iv. Hall og Mr. F. Lindholm haldaconcert á Gardar 16. Júlí, á Mountain 17. J*í. á Akra 18. Júlí. Mrs. Hall er líklega mesta íslenzka söngkonan sem nú er uppi og Próf. Hall mesti Píanistinn. Mr. Lindholm leikur aðdáanlega vel á fiðlu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.