Lögberg


Lögberg - 14.07.1904, Qupperneq 6

Lögberg - 14.07.1904, Qupperneq 6
6 LOGBERG, EIMTUDAGINN 14. JULÍ 1904 KIRKJUÞINGIÐ [frá '±. bls.] (Academy's) kirkjufélagsins, leyfum oss hér með að leggja fram s»o hljóðandi skýrslu yfir starf vort sem nefnd frá síðasta kirkjuþingi til þessa dags: Stjórnarnefndin hefir haldið fimm fundi á ofannefndu tímabili til þess að ráð- stafa ýmsum málefnum er varða skólasjóð kirkjufélagsins, gera ráðstafanir viðvíkj- -andi hinu íslenska kennaraembætti við Wesley College í Winnipeg o. s. frv. í samræmi við samþykt þá, er síðasta kirkjuþing gerði viðvíkjandi kenslu í ís- lenzku o. s. frv. við Wesley College, endurnýjuðum vér síðasta árs samninga við nefnt College og réðum séra Friðrik J. bergmann aftur sem kennara, einnig samkvæmt of- annefndri kirkjuþings-ályktun. Kensla í íslenzkri tungu hefir því farið fram við Wesley College undir umsjón kirkjufélagsins alt hið nýliðna skólaár. I þessu sam- bandi leyíum vér oss að skýra frá því, að sökum prestleysis í Tjaldbúðarsöfnuði í Winnipeg, leyfðum vér séra Friðrik J. Bergmann að veita nefndum söfnuði prest- þjónustu að einhverju leyti, án þess þó, að slík prestþjónusta tæki nokkurn tíma frá kenslunni við Wesley College eða nokkurum öðrum störfum hans í þarfir kirkjufélags- ins. Og fyrir tilhliðrun þessa frá vorri hendi varð það að samningum, að kennara- faunin yrðu $200 lægri en í fyrra, eða $1,000 um árið í stað $1,200. Hér með fylgir skýrsla frá séra Friðrik J. Bergmann yfir starf hans við Wesley College síðastliðið skólaár, sem inniheldur nákvæmar upplýsingar um nemendafjölda, nárasgreinar og fieira. Skýrslan sýnir, meðal annars, að íslenzkir nemendur hafa á árinu notið meiri kenslu í skólanum en nokkuru sinni áður, verið lengur að námi og árangurinn af því yfir höfuð meiri og betri. Vér leggjum hér með yfirskoðaðan reikning yfir tekjur og útgjöld skólasjóðsins fram að byrjun yfirstandandi árs, ogsýnir reikningurinn, að sjóðurinn var að upphæð $7,554.19 við ársl-yrjunina og hafði þannig aukist um $220.46 á árinu — tekjurnar (vextir og gjafir) það meiri en öll útgjöld. Að síðustu leyfum vér oss að ráða kirkjuþinginu til að samþykkja eftirfylgjandi tillcgu vora: Með því kenslan við Wesley College hefir orðið Islendingum að meiri notum með hverju árinu, nsmenda fjöldi aukist ár frá ári og horfur á enn meiri aukning á næsta skólaári, þá sé hinu íslenzka kennaraembætti við Wesley ('ollege haldið áfram þar til kirkjuþing ákveður öðruvísi, og séra Friðrik J. Bergmann ráðinn kennari yfir næsta skólaár. Virðingarfylst. Vinnipeg, Man., 23. Júní 1904. Sicítr. Iónssson, Fr, Fribriksson, Arni Sveinsson, M. Paolson, Thos. H. Johnsó.n, N. S. Thorlackson, R. Marteinsson. W’innipeg, Man,, 27. Júní 1904. Til séra Jóns Bjarnasonar, forseta kirkjufélagsins. Heiðraði herra! Skýrsla mín til skólanefndarinnar í fyrra var gefin 17. Apríl og gjörði eg þar grein fyrir kennarastörfum mínum við IVesley College frafh að þeim ttma og tilraunum mínum með að safna fé í skólasjéð, Prófin við skólann fóru fram nokkuru seinna, seinast í Maí og fyrst í Júní í undirbúningsdeildinni. Að því, er íslenzka nemendur snerti gengu þau ágætlega í College-deildinni. En í undirbúningsdeildiuni féllu fjórir nemendur og hefir verið reynt af óvinum kirkjufélagsins að leggja þetta illa út á allar lundir, en öldungis að ástæðulausu, að því er eg bezt fæ séð. I undirbúningsdeild- inni eru það ávalt margir, sem ekki standast próf á öllum skólum og ber margt til þess, sem oflangt yrði hér upp að telja. Á því stígi námsins verja nemendur oft ekki tíma sínum eins og skyldi og hafa alment mjög óljósa hugmynd um, hve vel og kapp- samlega þarf að lesa, þegar frá byrjun þessa skammvinna skólaárs, ef maður á að geta staðist strangt próf að vori. Ungir nemendur og óvanir prófum tapa sér líka stund- um svo, að þeir komast ekki gegn um prófin, þó þeir séu sæmilega að sér og þekking þeirra í raun og veru betri en margra hinna, sem standast þau. Þekking nemendanna við inntöku í skólann er líka á mjög misjöfnu stigi og búast má við, að prófin séu þeim torveldari, er litla lýðskólamentun hafa fengið, en hinum, er gengið bafa gegn um lýðskólann allan. Samt sem áður hefir það sýnt sig með íslenzka nemendur, að þetta þarf ekki að standa þeim svo mjög fyrir, ef þeir eru nógu kappsamir að lesa og leggja alla alúð víð námið. Sumir þeirra, er mjög ófullkomna lýðskólamentun hafa haft, hafa staðið sig mæta vel við próf fyrir dugnað sinn og áhuga. Svo verður það auðvitað líka að takast til greina, að íslenzkir nemendur eru misjöfnum hæfiléikum búnir eins og aðrir og sumir byrja nám, án þess að hafa sérstaka hæfileika til þess. Sumarið 1903 leitaðist eg við að safna fé í skólasjóð eítir föngum. í W'innipeg- bæ safnaði eg hér um bil tvö hundruð dollars. I Álftavatns- og Grunnavatns-bygðum nálægt hundrað dollars. I bænum Pembina og þar í grendinni hér um bil $75.00 og í Argyle-bygð tveim hundruðum. V'erður það að öllu samtöldu nálægt sex hundruðum. Haustið 1903 sneri Tjaldbúðarsöfnuður hér í Winnipeg sér til mín, sem þá var í nauðum staddur, og'bað mig að takast þar prestsþjónustu á hendur að svo miklu leyti, sem það embætti, er eg þegar hefi á hendi, leyfði. Eg bar pað mál undir skólanefndina og forseta kirkjufélagsins og sýndist öllum sjálfsagt að ég reyndi að hlaupa undir baggá með þetta, ef eg á annað borð treysti mér til þess. Og þar sem útlit var fyrir, að söfnuðurinn misti kirkju sína og leystist sundur, svo framarlega sem eg neitaði að, verða við þessum tilmælum hans, lét eg tilleiðast að takast þar prests- þjónustu á hendur. En um leið varð það að samningi milli mín og skólanefndarinnar, að tvö hundruð dolfars af þeim launum, er eg fengi hjá söfnuðinum, gengju til að launa mér sem kennara við skólann. Og að þessu leyti hefi eg þá unnið fyrir mér við skólann með því að þjóna söfnuðinum. Auðvitað hefi eg séð um, að þessi þjónusta mtn hefir eltki að neinu leyti komið x bága við störf mín við skólann, enda tók eg það eins skýrt fram við söfnuðinn þegar í byrjun og unt var: og um það mun eg neyna að sjá framvegis. Eg vona fastlega að þetta verði til þess, að Tjaldbúðarsöfnuður gangi inn í kirkjuíélag vort á sínum tíma, þótt það yrðí ekki í þetta sinn. Fjárhagur safn- aðarins þarf fyrst að"rétta við, svo augljóst verði, að framtíð hans sé nokkurn veginn trvgð frá því sjónarmiði. Síðastliðið skólaár hafa 27 nemendur íslenzkir verið innritaðir við skólann og af þeim hópi voru sjö stúlkur. Voru níu í College-deildinni, en r8 í undirbúningsdeild- inni. Einn útskrifaðist í vor með ágætiseinkunn og óðlaðist heiðurspening úr silfri, Stefán Guttormsson, er gjört hefir æðn tölvísi, að aðal-námsgrein. Höfum vér Vestur- Islendingar þar eignast einn hinn talnafróðasta mann, er vér hófum átt og ágætlega mentaðan að öllu leyti. Runólfur Fjeldsted, sem tók próf upp í efsta bekk skólans, öðlaðist hæstu verðlaun fyrir kunnáttu í gömlum málum að upphæð hundrað dollara. Árni Stefánsson, sem tók próf upp úr fyrsta bekk College-deildarinnar, fékk verðlaun fyrir beztu kunnáttu í enskri tungu og Þorbergur Thorvaldsson heiðurspening. í undirbúningsdeildinni hafa fjórir ekki staðist prófin aftur nú í vor og er það af ásiæðiim, sem hvorki liggja hjá skólanum né neinum kennara. Það er alls ó- mögulegt að koma í veg fyrir, að þeir, sem ekki fást með nokkurU móti lil að lesa eða stunda námið eins og þair ættu að gera, falli við prófin, né heldur hitt, að einstaka nemandi, sem vel kann að hafa stundað nám sitt, sé óheppinn og tapi sér og fái ekki gert grein fyrir kunnáttu sinni af þeim ástæðum. 1 Þótt tala fsl. nemenda sé sú sama og síðastliðið ár, er framför mikil f því, hvernig skóliun hefir notaður verið af þeirra hálfu. Það sézt bezt á því, að sá hluti af kenslukaupi þeirra, er í skólasjóð rennur, hefir verið alt að þriðjungi meiri þetta síðastliðna ár en árið áður. Fjórir eða fimm þeirra, er gengu á skólann síðastliðið ár, stunduðu nám í búnaðardeildinni og voru aö eins skamma stund við skólann. íjiðan íslenzkan var upp tekiu sem lóggilt námsgrein við skólann, er kenslunni hagað eftir ken,slu-/',’u/ií því, sem birt er í skýrsium skólans og samþykt hefir verið fyrst af skólanefndinni og siðan af háskólaráðinu. Síðan kenslan í íslenzku hófst hefir aldrei verið iögð við hana önnur eins alúð af hálfu nemendanna og þetta síðastliðna ár. E1 ait gengur að vonum og árferði verður bærilegt lítur nú út fyrir, að fleiri muni færa sér skólann í nyt á komanda ári en nokkuru sinni áður. Virðingarfylst, F. J. Bergman.n. Statement showing funds invested in Árni Storm ................. $ 800 00 Guðjón btorm................... 800 00 Rev. R. Martsinsson............ 100 00 John G.Westdal................. 200 00 Ftallgrimur Olatsson........... 400 00 Sara C. Morgan............. $ 300 00 Statement showing amoucts secured Dr. M. Halldórsson.......... $ 150 00 F'. J. Bergmann............... 100 00 Fr. F'rederickson............. 943 04 Anton Möller .................. 44 00 Sigtr. Jónasson................ 25 00 Christjan Johnson.............. 22 00 Thoriakur Jónasson............. 200 00 / Estate Mortgages, 31. Dec. 1903: — J. W. Thorgeifsson ............. 300 00 Jón Pétursson................... 300 00 F riðsteinn Sigurðsson.......... 300 00 Magnús Hjaltason................ 300 00 $3,800 00 Promissory Notes, 3tst Dec. 1903 :— Hallson söfnuður................. 44 00 S. Christopherson............ , 80 00 Friðbjörn F'rederickson...... 20000 Jóhannes Sigurðsson............. 500 00 Bjarni Jónasson................... 90 00 $2,398 04 (Framh. á 7. bls.) Dp. m. halldorsson, Pa.x>lc Rlver, IV X> Er ad hitta á hverjutn vidvikudegi i Grafton, N. D., frá kl. 5—6 e. m. Riðnagla-sár er bezf að þvo undir eins upp úr volgu vatni og bera á annað hvort.,7 Alonks-Oil" eða þá 7 Sonks’ Miracle Salve Fotografs... Ljósmyndastofa okkar er opin hvern frídag. Ef þið viljið fá beztu!myndir komið til okkar. Öllum velkomið að heimsækja okkur. F. C. Burgess, 112 Rupert St. ................... f okuðum tilboöuni. stíluðum til undirskrlfaðs. og kölluð ..Tenderfor Supplyintí Coal for the Dominion Buildin«s“ verður veitt nióttaka hér á skrifstofunni þannað til á inánudat; 25, Júlí 1904. að }»eim de^i ineðtöldum. um að selja kol handa byeiíimium stjórnarinnar. Skýrslur og uinsóknarform f íst hér á skrifstof- unni. Þeir, seni tilhoð ætla að senda, eru hér nieð látn- ir vita, að þaij verða ekki tekin tii Kreina nerna þau séu ^erð á þar til ætluð eyðublöð og undirrituð uieð bjóðandans rétta nafni. Mverju tilboði verður að fylgja viðutkend banka- ávísun, á lÖKlegan banka, styluð til ,.the Honou- rable the Minister of Public Works.“ er hljóði upp á sem svarar tíu af hundraði af upphæð tilboösins. Bjóðandi fyrirgerir tilkalli til þess ef hann neitar að vinna verkið eftir að honum hefir verið yeitt það, eða fullgerir það ekki, samkvœmt samningi. Sé tilboðinu hafnað, þá verður ávísunin endursend. Samkvæmt skipun FRED GÉLINAS. Secretary and ucting Deputy Minister. Departrnent of Public Works. Ottawa, «4. Júní P904. Fréttablöð, sem bírta þessa auglýsingu án heirn- ildar frá stjórninni fá enga bor«un fyrir slíkt. ** # m m • m m m m m m ». # # m m m m m m m m m M ISLENMAR? sem í vetzlunarevindum til Winnipqg fara, hvort sem þctr hafa vörur meðferðis eða ekki, ættu að koma við hjá mór áður en þeir fara lengra. Eg get selt þeim vörur mín- ar eins ódýrt og þeir geta fengið sams konar vörur í Winnipeg. og þannigsparað þeim ferðalag og flutnings- kostnað. Alls Konar matvara, álna- vara, fatnaður, hattar ,húf- ur, skór og stígvél. Eg ábyrgist að geta gert viðskiftavinina ánægða. I. Genser, Qenera! rierchant, © Stonewall. mrnmmmmmmmmmmi m m m m m m m m m 41 m m «* ♦ m Auditorium Sumar- skemtanir Opiö á hverju kveldi. Auditorium Stock Co 20 manns. Sjóntaikir leiknir. Sérstakar skemta iir milli þátta. Aðgangur fyrir konur og hðrn að deginum á iaugardögum.,r Aðgöngueyrir: Að kveldinu 50c, 35c og 25c. Að deginum lOc, 20c og 30c. Sérstök sæti fást aðöThe Auditorium. Telephone 521. BANFIELD’S Gólfteppa-búð. Tilkynning til þeirra, er hafa gistihús, selja máltíöir e5a halda kost- gangara. Hin 12. árlega verzlun okkar með borðlín og líni til rúmfatn- aðar stendur nú yfir. Sérstakt fyrir þá, er kaupa þurfa fyrir sýn- inguna. Færið yður þetta í nyt, það meinar peninga sparnað. , Athugið. Eftir þennan tíma til 1. Sept’ verður búð okkarlokuð á laugar- dagskvöldum. BANFIELD 492 Main St. XI, PaLilson, 660 Koss Ave., selu- Giftinjfaleyfisbréf EFTIRSPURN um hvar Ólafur Gunnar sonur! Kristjáns sál. Sigurðssonar Back-| mann er niðurkoininn. Kristján sál., faðir Ólafs, mun hafa flutt frá Meðalheimi á S\ral- barðsströnd við Eyjafjörð til Ont., Canada, og þaðan aftur til Nýja Islands, Man. á fyrstu árutn land- náms þar, og svo þaðan hingað suður í Víkurbygtk N. Dak. ogdó hér sfðastl. ár og lét eftir sig tals- verðar eignir, og er eg gæzlumað- ur þeirra á meöan þessi meðerf- ingi er ekki fundinn, eða þar til skilyrði laganna er fullnægt. Sé því nokkur, sem veit um þennan Ólaf Gunnar, óska eg hann geri svo vel og láti mig vita það. Mountain, N. D. 28. Febr. 1904. Elis Thorvaldson. Shakespeare og tannpína Shakespeare segir: ,,Aldrei hef- ir sá heimspekin'ur uppi verid er liðið hafi tantipíuu með þolin- mæði.'1 Nú á dcgum lækna þeir tamipinu með 7 IViONKS’ OiL MARKET HOTEL 146 Princess St. á rnóti markaðnuœ ElGANDI - O. CONNELL. WINNIPEG. Beztu tegundir af vínföngum oa; vindl-1 um aðhlynning góð og húsið endurbætt og uppbúið að nýju. PiANO og ORCEL Einka-agentar- Winnip?g Piano & Organ Co, Manitoba Hall, 295 Portage Ave. DÝBALÆKKIR O. F- ELLIOTT Dýralæknir rýkisins. / Læknar allskonar sfúkdóma á skepn um. Saimgiarnt verð. LYFSALI H. E. CLOSE (prófgenginn lyfsali) Allskonar lyf og Patent meðul. 3 Rit- föng&c.—Læknisforskriftum uákvæm- ur gaumur gefinn. Dominion Express Peninga- ávísanir greiðanlegar á íslandi, selur Druggists, Cor. Nena & Ross Ave. Phone 1682. Heimsspingin i St, Louis Apri! 30. til Nov. 30. 7904. $35.45 átján daga farbréf. fiextiu daga farbréf. FRÁ WINNIPEG farr lestir daglega kl. 1.45 e. m. PULLMAN SYEFNVAGNAR. PULLMAN VAGNAR. SKRAUTLEGIR BORÐSALIR. Farhréfa skrifstofa að 391 Main St , Winnipeg. Rétt hji Bank of Commerce. Telephone 1446. R. Creeíman, H. Swinford, Ticket Asönt. 391 Blaln St., Gen. Azt. Fallegur Húsbúnaður Hálft yndi lifsinns er iunifalið í ánægju- leguheimiT. Gerið það aðlaðandi og verið glað- ir. Þetta er auðvelt — Ef þér veljið yður hús- rauni hjá okkur, þá faið þér hann bæði. failegan og ódýr.an. Við verzlum að eins með vandaðar vörur og eftir nýjustu t.fzku. 5 ið seljum bæði raeð uægum skilmálum og fj’rir peninga út í hönd. Okkur er ánægja í að sýna yður vðrarnar. Scott Furiiiture Co. 276 MAIN STR. OKKAR ' -j y MORRISjPIANOS Tónninn’ogjtilfiuninginer framleitt á hærra stig og með meiri list en á nokk- uru öðru. Þau eru seld með góðum kjörum og ábyrgst um öákveðinn tíma. Það ætti að vera á hverju heimili. S L BARROCLOUGB & Co. 228 Portage ave. Winnipeg. Dr, G. F. BUSH, L. D. S. TANNL.yh.KNIR. Tennur fyltar og dregnar út án sársauka. Fyrir að fj’lla tönn 81.00 Fyrir aðdraga út tctin 50 Telephone 825. 527 Main St. LOAK AND " CANADIAN A6SNCY CO. UMITED. Peninear naðir gegn veði í ræktuðum hújörðum, mefi þægilegum skiimálum, Ráðsmaður: Viröingarmaöur : Ceo. J. Maulson, S. Chrístopl\erson, 195 Lombard St., Grund P. O. WINNIPEG, MANITOBA. JL Lan<Kil sðlu í ýmsum pörtum fylkisins með láguverð og góðumkjörum í. M. Cleghopn, ffi D LÆKNIR OG VPIRSBTUMÁÐUR. Hefir keypt l.vfjahúðina á Baldur og hefir þvt sjálfur umsjón á öllurn meðöl- um. sem lianu lætur frá sér. ELIZABETH ST. P.RAY & OIDER. UPHILSTERERS, CABINET FITTERS OC CARPET FITTERS - - WAM.i P.S.—íslenzk ir túlkur við hendina hvejiær sem þörf gerist. 251F” V ið höfuui til vandaSasta -- — efni að vinna úr. Uím Dorí/ Kallið upp Phonff 2997. dIÍII ralK (Ekkert borgar 5tq betrtr Gott, hressandi og heilsusamlegt loft. — Kjósið yður dag til þess að halda Picnic í Elm Park. fgrir ttngí fclk en að ganga á . . . WINNIPEG « • • String band á miðvikudags og föstuáags og laugardags kvöldin uúna í vikunni. Business Coliege, Cor. Portage Ave. & Fort St. Geo. A. Youngr, Manager. Leitið allra upplýsinga hjá g w donald: __ . “1—4 Manager.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.