Lögberg - 25.08.1904, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.08.1904, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1904. Hestaþing fornmanna. Eftir dr. V. G. í ,,Eimr “ Ein hin helzta skemtun forn pjóðanna var alls konar dýraat eöa dýravíg. En hjá nútíöar- þjóðunum hafa dýravígin fyrir löngu verið íögð niður og má svo að orði kveða, að einu leifarnar sem nú eru eftir af þeim, sé nauta atið á Spáni, sem enn þykir hin tilkomumesta skemtun þar í landi Á Islandi er einkum talað um tvenns konar dýravíg í fornölc hestavíg og rakkavíg, og skal hér farið nokkurum orðum um hið fyrtalda. Sjálfur bardaginn milii hestanna var kallaður hestavíg eða hestaat, en leikmót þau, þar sem þessi víg fóru fram, voru kölluð hestaþing. Með því að það var hin mesta unun fornmanna að horfa á hestavíg, voru hestaþing jafnan mjög fjölsótt. Þar komu ekki einungis þeir, sem hestana áttu, heldur og fjöldi áhorfenda bæði karla og kvenna, enda eru hestaþingin stundum í sögunum kölluð blátt áfram mannamót eða f u n d i r. Til þe^s að gera mönnum sem hægast fyrir að sækja hestaþingin, voru þau oft ast haldin nær miðju sumri, eink um viku eða háifum mánuði eftir miösumar og þá annaðhvort sambandi við leiðarþing eða helgum degi (t. d. sunnudegi). hestaþingin komu þeir, sem áttu góða víghesta eða ötufæra hesta, til þess að etja þeim og reyna afl þeirra og áræði. Oft höfðu þó þeir, sem áttu framúr- skarandi víghesta af góðu kyni fyrirfram komið sér saman um að etja ákveðnum hestum saman, ti að sjá, hver beztan ætti hestinn Því þá þótti það ekki minni sómi að vera eigandi að hesti, sem sigr að hafði í mörgum hestavígum.en það nú þykir í útlöndum að eiga frábæran veðhlaupahest. Víghestar voru líka í miklu hærra verði en aðrir hestar. Þeir voru metfé, en verð á öðrum hest um var lögákveðið. Sala á hest- um af ágætu kyni, sem búið var að fá orð á sig, var svo ábatasöm, að sumir höfðu það fyrir atvinnu að ala upp góða víghesta og græddist drjúgum fé á því. Ann- ars hafði hér um bil hver, bóndi, sem var nokkurn veginn efnum búinn, sitt eigið stóð, og væri hesturinn af góðu kyni, létu menn sér jafnan mjög ant um að halda stóði sínu þannig til haga, að það ekki kæmi satnan við önnur hross, svo síður væri hætt yjð að kynið blandaöist. Samkvæmt fornlög- nm Dana áttu að minsta kosti 12 hrosa að vera í hverju stóði. Á Islandi er og getið um 12 hryssur í einu stóði; en það er undantekn- ing. f stóðum þeim, sem talað er um í íslenzku sögunum, eru vanalega 1 hestur og 3—4 hryss- ur. Mest þótti varið í, að öil hross.n í hverju stóði hefði sama lit, eða þá að nvinsta kosti að hesturinn hefði einn lit og allar hryssurnar annan. Einlitir hest- ar þóttu fegri en skjóttir eða mis- litir. Þeir, sem áttu fallegastóð- hesta, lögðu það í \4mda sinn, jafnvel þótt höfðingjar væru, að ganga sjálfir út í hagann til að skoða þá, og skemtu menn sér þá oft við að leika sén að hestunum með margs konar gælum, klappa þeirn, strjúka þá og jafna fax þeirra með manskærum, sem menn höfðu hangandi við belti sér. Sumir virðast jafnvel hafa gamn- að sér meö að flétta fax hestanna og ennistopp og skreyta flétting- ana með silfur- eða gullsnúrum (búa gullhlöSum): Og til þess eiga máski hestanöfnin G u 11 f a x i, Gulltoppur og Silfrin- top p u r rót sína aö rekja (sbr. S k i n f a x i). Þar sem svo mikið þótti varið í að eiga hugaða víghesta, gátu menn naumast gefið vini sínum kærkomnari gjöf en slíkan hest, enda eru þess ótal dæmi í sögun um, að menn gáfu öðrum víg- hesta og stundum heil stóð. Þess er og stundum getið, að íslenzkir víghestar voru sendir norskum höfðingjum og jafnvel sjálfum konunginum að gjöf. Hestaþingið var vanalega hald- ið á sléttri flöt eða árbakka og skipuðu áhorfendurnir sér þar hring í kringum vígsvæðið, til þess að geta fylgst sem bezt með öll- um gangi atsins. Þ,ar sem það nú ekki var með öllu hættulaust, að standa svo nærri sjálfu víg- svæðinu, þá varð það ákveðið í lögum, að við hestaat yrði hver að ábyrgjast sig sjálfur og hafa það bótalaust, ef það yrði að slysi. Sjálft hestaatið hófst með því, að tveir menn, er til þess voru teknir, teymdu hesta þá, semetja átti saman, burt frá öðrum hross- um, er látin voru standa bundin saman í nokkurum fjarska á með- hestavígið fór fram. Sfðan teymdu þeir víghestana inn í mannhringinn, og var það kallað að leiða hestana fram eða saman. Og nú jisu hestarnir upp á aftur- fótunum og tóku að bítast og ráða hvor á annan með framfótunum. Jafnskjótt og vígið hófst, hurfu þeir, er leitt höfðu hestana fram, frá og inn í áhorfendahópinn. En þá tóku aðrir við, sem settir voru til þess, að fylgja hestunum, vana- lega einn maður hvorum hesti, en þó stundum tveir. Þeir höfðu hestastaf eða hestastöng í hendi og áttu að aðstoða hestana f atinu, sumpart með því, aö keyra þá á- fram með stafnum, og sumpart með því, að styðja þá að aftan, þagar hestarnir risu upp á aftur- fótunum. Vanalegast fylgdi hver eigandi sínum» hesti, jafnvel þó um höfðingja væri að ræða; en þó er þess stundum getið, að aðrir en eigendurnir voru fengnir til aö fylgja þeim. Þegar tveir ágætir víghestar áttust við, gat víg þeirra varað tnjög lengi, jafnvel svo stundum skifti. En þá var atinu ekki hald- ið áfram í sífellu, heldur í svo og svo mörgum lotum og með hvíld- um á milli. Annars var atinu haldið áfram, unz annar hvor hes'.- rnna annaðhvort flýði (rann) eða féll örmagna af þreytu eða dauður til jarðar, og lustu þá áhorfend- urnir upp ópi miklu sem eftir þvi sem á stóð ýmist gat verið fagn- aðar- og siguróp eða þá látið í jósi misþóknun þeirra. Stundum virðist atið að eins hafa átt sér stað milli tveggja lesta, eftir því sem eigendur ?eirra höfðu fyrirfram komið sér saman um. En annarsgátu mörg hestavíg farið fram á sama hesta- ringinu, og jafnvel mörg í senn, og svo mun það hafa verið að öll- um jafnaði. Og eins var sami hesturinn oft látinn þreyta víg við marga hesta, hvern eftir annan. En til voru líka önni’.r stærri hestaþing, þar sem menn öttu saman öllum þeim hestum. sem til voru í heilu héraði, þannig, að hestarnir úr einum hreppi skyldú reyna sig við alla hesta úr öðrum ireppi. Voru þá, áöur en hesta- atið hófst, til nefndir dómarar, til jess að kveða upp úrskurð um jað, hvorir betur hefðu, og skyldi iver hreppur til taka sinn dóm- ara. Og þeirra dómsúrskurði, er fyrir kosningu urðu, skyldu allir verða aö hlíta, þeirra atkvæði skyldu standa. Þegar jafnmargir hestar úr hvorum hreppi höfðu bæði sigrað og farið halloka, þá var það skoðað sem jafnvígi. Svo er að sjá sem fá eöa engin hestaþing hafi endað alveg róstu laust eða án þess, að í handalög- mál eða’bardaga hafi slegið milli einhverra af þeim.sem fylgja áttu hestunum. Þeir létu sér sem sé ekki ætíð nægja að keyra hest sinn eða styðja, þegar hann reis upp á afturfótunum, heldur höfðu þeir það stundum til að hrinda honum áfram með svo miklum krafti, að mótstöðuhesturinn yrði að falla aftur á bak, enda tókst það stundum svo vel, að ekki var nóg með það, að hesturinn sjálfur félli, heldur féll líka sá maður etja þeir menn, sem þann hest studdu, og urðu undir honum. Sömuleið- is neyttu menn stundum hesta- stafsins til fleira, en til að keyra sinn hest fram; þegar menn sáu, að það ekki dugði, þá höfðu menn það til að ljósta mótstöðuhestinn með stafnum, sumpart á meðan á sjálfu víginu stóö.til þess að halda aftur af honum, og sumpart eftir á af öfund og gremju, til þess að hefna sín á honum. Þetta var svo algengt, að í lögum var lögð sérstök sekt við slíkum höggum, sem kölluð voru öfundarbót, auk skaðabóta samkvæmt dómi til eiganda hestsins, þegar meiðsli uröu af högginu. En þegar eig- andi þess hests, er fyrir þessu varð, sá, að níðst var á hesti hans, varð hann vanalega svo æfur, að hann nenti ekki að láta sökina bíða dóms óg laga, og kaus^heldur að jafna það á hinum með því að slá hann sjálfan með hestastaf sínum. En af því reis aftur oft hörð barátta milli eig- enda hestanna, sem fleiri eða færri af áhorfendunum urðu að að taka þátt í, er þeir annað- hvort reyndu að stilla til friðar, eða skipuðu sér í tvo andvíga flokka, hvor með sínum hesteig- anda, og gat þá stundum slegið í reglulegan bardaga, sem fyr eða síðar varð valdandi fleiri eða færri mannvíga. Eftir þetta almenna yfirlit yfir lestaþingin skulum vér nú til smekkbætis tilfæra orðrétt fáeina kafla úr sögum okkar, þar sem hestavígum er lýst. at ánni; þá stingr Oddr stafinum til Grettis, ok kom á herðablaðit, því at Grettir horfði öxlinni at hoúum. Þat var mikit tilræði, -svá at undan hljóp holdit, en lítt skeindist Grettir. í þvf bili risu hestarnir hátt upp; Grettir hljóp undir hömina á hesti sínum, en rak stafinn á síðu Oddi svá hart, at þrjú rifin brotnuðu í honum, en Óddr hraut út á hylinn, ok svá hestr hans, ok hrossin öll, þau er bundin váru. Var þá lagst til hans, ok dreginn af ánni. Þá var óp mikit gert at þessu. Þeir Kor- mákr hlupu þá til vápna, en Bjargsmenn í öðrum stað; en er þat sá Hrútfirðingar ok Vatnsnes- menn; gengu þeir í milli, ok urðu þeir þá skildir, ok fóru heim ok höfðu hvárir ill heit við aðra, ok sátu þó um kyrrt um hríð. Njála (k. 58—59): ,,Starkaðr Gretla (k. 29): ,,Um sumar- it var lagt hestaþing fjölment á Langafit ofan frá Reykjum; kom þar'margt manna. Atli at Bjargi átti hest góðan móalóttan, af Keingálu kyni, höfðu þeir feðgar mætr miklar á hestinum. Þeir bræðr Kormákr og Þorgils á Mel áttu hest brúnan, öruggan til vígs; þeir skyldi etja saman ok Atli frá Bjargi. Margir váru þar aðrir góðir hestar. Oddr ómagaskáld, frændi Kormáks, skyldi fylgja hesti þeira frænda sinna um daginn. Oddr gerðist sterkr maðr, ok lét um sik mikit, ódæll ok ófyrirleitinn. Grettir spurði Atla bróður sinn, hverr fylgja skyldi hans hesti. .Eigi er mér þat svá glögt, ‘ sagði hann. , Viltu, at ek standi hjá?‘ sagði Grettir. , Vertu vel stiltr þá, frændi, ‘ sagði Atli, ,því hér er við m'etnaðar- menn um at eiga. ‘ .Gjaldi þeir sjálfir ofstopa síns, ‘ sagði Grettir, ,ef þeir hafa hann eigi í hófi. ‘ Nú eru hestarnir fram leiddir, en hrossin stóðu framarlega á ár- bakkanum, ok váru bundin sam- an. Hylr mikill var fyrir framan | drægr, bakkann. Hestarnir bitust allvel, ok var þat hin mesta skemtan. Oddr fylgdi með kappi, en Grett- ir lét hefjast við, ok tók í taglit annarri hendi, en hélt með ann- arri stafnum, er hann keyrði með hestinn. Oddr stóð framarlega hjá sínum hesti.ok var eigi traust, at hann stingi eigi hest Atla af takinu. Eigi lét Grettir sem hann sæi þat. Bárust hestarnir fram átti hest góðan, rauðan at lit; ok þótti þeim sem engi hestr myndi hafa við þeim í vígi. Einu hverju sinni var þat, at þeir bræðr ór Sandgili váru undir Þríhyrningi. Þeir höfðu viðrmæli mikið um alla bændr í Fljótshlíð, og þar kom at þeir töluðu, hvárt nakkvarr myndi vilja etja hestum við þá. En þeir menn váru, at mæltu þat til sóma þeim ok eptirlætis, at bæði myndi vera, at engi myndi þora við at etja, enda myndi engi eiga þvílíkan hest. Þá svaraöi Hildigunnr: ,Veit ek þann mann, er þora mun at etja við yðr. ‘ Nemn þú þann, ‘ segja þeir. Hón svarar: .Gunnar at Hlíðarenda á hest brúnan, ok mun hann þora at etja við yðr ok alla aðra‘. ,Svá þykkir.yður konum', segja þeir, ,sem engi muni vera hans maki. En þó at auvirðilega hafi farit fyrir hánum Geirr goði eða Giss- urr hvíti, þá er eigi ráðit, at oss fari svá‘. , Yðr mun first um fara‘, segir hón, ok varð þeim af hin mesta deila. Starkaðr mælti: ,Á Gunnar vilda ek at ér leitaðið sfzt tnanna; þvf at erfitt mun yðr verða at ganga í móti giptu hans. .Leyfa munt þú oss, at vér bjóð- im hánum hestaat?* segja þeir. , Leyfa, ‘ segir hann, ,ef ér prettið hann í öngu. ‘ Þeir kváðuz svá gera mundu. Riðu nú til Hlíðar- enda. Gunnarr var heima ok gekk út; Kolskeggr og Hjörtr gengu út með hánum ok fögnuðu þeim vel ok spurðu, hvert þeir ætlaði að fara. , Eigi lengra, ‘ segja þeir, ,oss er sagt, at þú eig- ir hest góðan ok vilju vér bjóða þér hestaat. ‘ ,Litlar sögur mega ganga frá hesti mínum, ‘ segir Gunnarr, ,hann er ungr ok ó- reyndr at öllu. ‘ ,Kost munt þú látaatetja, ‘ segja þeir, ,ok gat þess til Hildigunnr, at þú myndir góðr af hestinúm. ‘ , Hví töluðuð ér um þat?‘ segir Gunnarr. ,Þeir menn váru, ‘ segja þeir, ,er þat mæltu, at þú myndir eigi þora at etja við várn hest‘. ,Þora mun ekat etja, ‘ segir Gunnarr, ,en grálega þykki mér þetta rnælt*. Skulu vér til þeSs ætla, ‘ segja jeir, ,at þú munir etja?‘ ,Þá mun yðr þykkja för yðar bezt‘, segir Gunnarr, ,ef ér ráðið þessu. En þó vil ek þess biðja yðr, at vér etim svá hestunum, at vér gerim öðrum gaman, en oss engi vandræði, ok ér gerið mér enga skömm. En ef ér gerið til mín sem til annarra, þá er eigi ráðit, nema ek sveigja þann at yðr, at yðr mun hart þykkja undir at búa. Mun ek þar eptir gera,sem ér gerlð fyrir. ‘ Ríða þéir nú heim. Starkaðr. spurði, hversu þeim hefði fariz. Þeir sögðu, at Gnnnarr geröi góða ferð þeirra, ,hann hét at etja hesti sínum, ok kváöu vér á, nær þat hestavíg skyldi vera. Fanst þat á í öllu, at honum þótti sik skorta við oss — ok baðz hann undan vandræðum. ‘ ,Þat mun opt á finnaz, ‘ segir Hildigunnr, ,at Gunnarr er sein- þreyttr til vandræða, en harð- ef hann má eigi undan komaz. ‘ Gunnarr reið at finna Njál ok sagði hánum hestaatit ok hversu orð fóru með þeim, ,eða hversu ætlar þú at fari hestaatit?* ,Þú munt hafa meira hlut, ‘ sagði Njáll, ,en þó mun hér margs manns bani af hljótaz*. ,Mun nakkvat hér af hljótaz minn bani?‘ segir Gunnarr. ,Ekki mun þat af þessu hljótaz, ‘ segir Njáll, ,en þó munu þeir muna fornan fjand- skap — ok nýjan munu þeir at þér færa; ok munt þú ekki annat mega en hrökkva við. * Gunnarr reið þá heim.-------— Nú ríða menn til hestavígs, ok er þar komit fjölmenni mikit. Var þar Gunnarr ok bræðr hans ok Sigfússynir, Njáll ok synir hans allir. Þar var kominn Stark- aðr ok synir hans, Egill ok hans synir. Þeir rœddu til Gunnars, at þeir myndu saman leiða hross- in. Gunnarr svaraði, at þat væri vel. Skarphéðinn mælti: , Vill þú, at ek keyra hest þinn, Gunn- arr frændi?1 ,Eigi vil ek þat, * segir Gunnarr. ,Hér er þó betr á komit, ‘ segir Skarphéðinn, ,vér erum hvárirtveggju hávaðamenn. ‘ ,Ér munuö fátt mæla, ‘ segir Gunnarr, ,eða gera, áðr en yðr munu vandræðí af standa; en hér mun verða um seinna, þó at alt komi fyrir eitt. ‘ Síðan váru hrossin saman leidd, Gunnarr bjó sik at keyra, en Skarphéðinn leiddi fram hestinn. Gunnarr var f rauöum kyrtli ok hafði digrt silfrbelti um sik ok hestastaf mik- inn í hendi. Sfðan rennaz at hestarnir ok bítaz lengi, svá at ekki þurfti á at taka, ok var þat hit mesta gaman. Þá báru þeir saman ráð sitt Þórgeirr ok Kolr, at þeir myndu hrinda hesti sínum, þá er á rynniz hestarnir, ok vita, ef Gunnarr félli fyrir. Nú rennaz á hestarnir, ok hlaupa þeir Þór- geirr ok Kolr þegar á lend hesti sínum ok hrinda sem þeir megu. Gunnarr hrindir nú ok sínum hesti í móti —ok verðr þar skjótr atburðr, sá, at þeir Þórgeirr féllu báðir á bak aptr ok hestrinn á þá ofan. Þeir spretta upp skjótt ok hlaupa at Gunnarri. Gunnarr varpar sér undau ok þrífr Kol ok kastar hánum á völlinn, svá at hann liggr í óviti. Þórgeirr Stark- aðarson laust hest Gunnars, svá at út hljóp augat. Gunnarr laust Þórgeirr með stafnum— fellr Þór- geirr í úvit. En Gunnarr gengr til hests síns ok mælti við Koi- skegg: , Högg þú hestinn — ekki skal hann lifa við örkuml. ‘ Kol- skeggr hjó höfuð af hesjinum. Þá komst á fætr Þórgeirr ok tók vápn sín ok vildi at Gunnarri. En þat varð stöðvat, ok varð þrÖng mikil. Skarphéðinn mælti: .Leiðiz mer þóf þetta — ok er miklu drengilegra, at menn vegiz með vápnum. ‘ Skarphéðinn kvað vísu: Hér verðr þröng á þingi, þóf gengr langt ór hófi; síð mun sætt með þjóðum sett, leiðiz mér þetta. Rakkligra er rekkum rjóða sverð í blóði; • víst tein ek gráð hinn geysta gjarna ylgjar barni. Gunnarr var kyrr, svá at hánum hélt einn maðr, ok mælti ekki orð, þat er áfátt væri. Njáll mælti, at þeir skyldi sættaz ok setja grið. Þórgeirr kvaðz hvárki vildu selja grið né taka — kvaðz heldr vilja Gunnar dauðan fyrir höggit. Kolskeggr mælti: ,Fast- ara hefir Gunnarr staðit, en hann hafi fallit fyrir orðum einum — ok mun enn svá. ‘ Nú riðu menn af hestaþingi — hverr til síns heima. “ Reykdæla (k.23): ,,Ener þau búaz heim at fara, þá gaf Glúmr Bjarna frænda sínum hest rauðan sex vetra gamlan, ok kveðz muijdu fá hánnm annan hest, ef nokkurir væri hvassari en sjá. Ok nú fara þau heim frá heim- boðiifu, ok setr Bjarni þegarhest- inn til heys, ok var allvel varð- veittr. Ók um sumarit eptir var hánum mikil forvitni, hve bítaz vildi hestrinn. Ræddi hann um, at hann vill etja við hest, er átti Þórkell Geirason ór Skörðum, ok var ákveðlt, at þeir skulu etja at [ miðju sumri hestunum á Mána-! hjalla. En þeir feðgar áttu grán j hest, föxóttan, ok seldu mönn- um jafn^fi hross undan til slátrs, | en áttu ekki skap til at etja hest- inum. Svá er sagt, at saman koma hestarnir einhverju sinni, þeir Þórmóös og Bjarna, oMfituz svá, at í blóði var hvárrtve^gja. Húskarl Bjarna kemr nú á^fund hans, ok segir hánum frá, er hann hafði sét báða hestana albitna, og kvað hvárntveggja vera hestinn (Niðurl. 1 6. bls.) MARKET HOTEL 146 Princess St. á móti markaðnum ElGANDI - P. O, CONNELL. WINNIPEG. Beztu tegundir af vínföngum og vindl- um aðhlynninfi göð og húsið endurbætt og uppbúid að nýju. Stingur fyrir brjósti Bezta ráðið við þeirri veiki er að nudda brjóstið kvöld og morguns með volgri 7 Monks Oil ROBINSON LH Góðar fréttir fra Gólfteppa- deildinni 70c. ensk rósa- teppi á 49 cent. 300 yards ensk rósateppi, ágætlega smekkleg að allri gerð. Rauðleitir og græn- leitir undirlitir. 700. yds. er gott verð á þeim, en við seljum þau fyrir 49 cent. ROBINSON SJS 398-402 Main St„ Winnlpegr. Dr. G. F. BUSH, L. D. S. TANNLÆKNIR. Tennur fyltar og ‘dregnar út án sársauka. Fyrir að fylla tönn «1.00 Fyrir aðdraga út tönn 50 Telephone 825. 527 Main St. Reyndu ekki að líta glaðlega út á þessum eldgamla Bicycle þínum. Þú getur það ekki, Eu þú getur feng- ið nýjustu Cleveland, Massey-Harris, Brantford, Perfect. Cusliion frame hjól með sanngjörnu verði. Skrifið eftir catalogue, það gef- ur allar upplýsingar. Agentar óskast í hverju þorpi. Canada Jyele&Motor Co. I 44 PRINCESP ST. TAKID EFTIRI W. R. INMAN & CO., eru nú sestir að nýju búðinni sinni í Central Block 845 William Ave. —Beztu meðöl og margt smávegis. A- Finnið okkur. D?. M. HALLDORSSON, E*arfc River, ST Z> Er að hitta á hverjum viðvikudegi í Grafton, N. D., frá kl. 5—fi e. m. Marlyet Squaro, Winnipeg, Eitt af beztu veitingahúsum bæjarins. Máltíðir seldar á 25c. hver. 91.00 & dag fyrir fæði og gott herbergi. Billi- ardstofa og sérlega vðnduð vínfðng og vindlar. Okeypis keyrsla að og frá járnbrautarstððvum. JOHN BAIRÐ Eigandi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.