Lögberg - 22.12.1904, Blaðsíða 4
4
LOGBERG. FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1904.
cor. William Ave.^&ilíena St.
SBiitnipcg, JKan.
M. PAULSON, Edttor,
JL. LOND A.L, Bua. Manager.
UTANÁSKRtVT :
The LÖGBEHG PRINTING & PUBLCo
. P O, Bo* 130., V/tonlpeg. Alon.
Jólagjafirnar.
Efst í huga barnanna og ofarlega
í huga margra hinna eldri eru
jólagjafirnar þegar dregur nærri
jólunum. Litlu börnin öll eiga von
á jólagjöfum, telja það alveg víst
að þau fá jólagjafir og ráða sér ekki
af tilhlökkuninni; þau bíða jólanna
óþrevjufull og skilja ekkert i því
hvað seint þau koma. Jafnvel fá-
tæku börnin gera sér von um að
„Santa Klos'* gleymi þeim ci.a
núna, þegar hann skiftir gjöfunum
á meðal barnanna, þó hann gleymdi
þeim í fyrra. Fátæka ekkjan, sem
engan útveg sér til þess af eigin
ramleik að geta glatt barnahópinn
sinn á jólunum, er ekki vonlaus um
það, þótt hún ekki hafi orð á því, að
efnaða fólkið, sem högum hennar er
kunnugast, kunni að muna eftir
henni og börnunum hennar og
senda þeim eitthvað sem flytur jóla-
gleði inn í kofann, inn í hjörtu barn-
anna hennar . Og það eru ekki að
eins litlu börnin og fátæklingarnir
sem þrá jólagjafir; margir fullorðn-
ir, sem af eigin efnum geta veitt sér
alt sem þeir viðþurfa, þrá jólagjaf-
ir sem vináttuvott frá þeim sem
þeim eru kærastir; aftur aðrir frá
þeim ! í þeir líta upp til og telja
sér h' r að láta sjást að þeir séu
í nógu nánum kunningsskap við til
að fá frá þeim jólagjafir. Þeir sem
þannig eru skapi farnir koma venju-
lega upp um sig négómaskapnum
með því að láta miðann af slikum
gjöfum liggja árið um kring á
stofuborðinu eða næla hann ein-
hvers staðar upp, þar sem allir
hljóta að sjá hann. Þannig hefir
allra stétta fólk, ungt og gamalt,ríkt
og fátækt, jólagjafirnar í huga.
Sumir hafa hugann við það, hverjir
muni gefa sér jólagjafir og hvað
það muni verða; sumir, hverjum
þeir eigi að gefa og hvað það eigi að
vera; sumir eru önnum kafnir að
hugsa um alt þetta .
Jólagjöfunum getur verið og er
oft mikil ánægja samfara bæði fvrir
þá, sem þykir vænt um að láta gefa
sér, og hina, ekki sðijr, sem hafa á-
nægjit af að get'a og gleðja. Og sé
gjöfunum þannig háttað, eins og til
er ætlast, að þær glæði unthugsun-
ina mn jólagjöltna miklu, barnið
heilaga, sem á fyrstu jólanóttinni
fæddist í Betlehems-jötunni synd-
umspiltu mannkvninu til frelsis og
blessunar, þá verða þær ósegjanlega
mikils veirði bæði gefendum og
þtggjendum.
En jólagjöfunum er ekki ætíð
þannig háttað.
Margar jólagjafir bera það með
sér, að þær séu freniur ætlaðar til
þess að benda á geíendurna en jóla-
boðslcapinn; kærleikurinn, sem á
bak við þær stendur, fremur inn á
við en út á við. Það eru ekki fátækl-
ingarnir .aumingjarnir, „þessir mín-
ir minstu bræður“, setn mestar eða
flestar jólagjanrnar streyma til,
heldur efnaða fólkið og bömin þess;
og á gjöfunum er látið standa t'ull-
um stöfum og með stóru letri nafn
og heimilisfang gefendanna.
Ekkert er út á það að setja þó
vinir go vandamenn skiftist á gjöf-
um á jólunum; en of mikið má af
öllu gera. Gjafaviðskifti þessi geta
gengið svo langt, að á þau verði
fremur litð sem viðskifti en gjafir,
og er þá ekki óhugsanlegt, að það,
sem átti að vera til ánægju og gleði,
leiði til óánæju og sorgar.
En aðallega ættu jólagjafirnar,
sem út frá heimilum kristinna
manna eru sendar.að ganga til hinna
bágstöddu, og helzt af öllu gefend-
anna ekki að vera getið. Standi
kristilegur kærleikur og meðaumkv-
un á bak við gjofina, þá verður hún
gefendanum til engu minni gleði,
þó hann ekki láti nafns síns getið.
Og í mörgum tilfellum getur þiggj-
andanum, sem kross sá hefir verið
lagður á að vera upp á hjálp sam-
íerðamanna sinna kominn, orðið
mótlætiskrossinn léttbærari með því
að vita ekki livaðan hjálpin kemur.
Þakklæti og blessunaróskir aum-
ingjanna, sem gladdir eru á jólun-
um ná engu siður til góðhjartaðra
gefenda þó þeir auglýsi ekki nöfn-
in sín, láti ekki vinstri hendina vita
hvað sú hægri gerir.
Eystrasaltsflotinn.
se-rn nú ér á leiðinni austur til Man-
chúríu þykir vera fremur hægfara. j
Hann er nú í þrennu lagi. Þegar ;
síðast fréttist var ein deildin á
Rauðahafinu, önnur við suðurodd-j
ann á Afríku, og sú þriðja við norð-
vesturströndina á Afríku. Hug-
myndin er víst, að deildirnar sam-
einist austan við Bengal-flóann og
sigli samflota norður þaðan. Mæti
flotanum engar serlegar tafir eða
slys þá ætti liann að komast alla leið
einhvern tíma i Febrúarmánuði;
en margt getur fyrir komið er leiði
til þess, að ferðin taki lengur, þvi
aldrei er hættara við ósjó og illu
veðri meðfram Kína-ströndum held-
ur en einmitt í Febrúarmánuði, og
svo bætist það við, að sýnilega fer
flotinn sér nokkurn veginn eins
hægt og hann getur, enda er ekki til
fagnaðar að flasa fyrir hann að
komast austur á fund Japansmanna.
Togo flotaforingi biður þar við-
búinn með flota sinn, og' þó aldrei
nema hann hafi yfir færri skipum að
ráða verður hann betur við búinn
og menn hans ólíkt betur fyrir kall-
aðir en Rússar eftir alt sjóvolkið og
hrakninginn. Óálitlegri viðtökur
eftir langferð er naumast unt að
„Ertu þá að taka gröf?“ spurði
annar.
Ókunni maðurinn hneigði höfuð-
ið , til þess að samþykkja spurning-
una.
„Handa hverjum á gröfin að
hugsa sér en þá sem rússneska flot-
ans bíður. Margir sem þar eru inn-
anborðs fara nærri um það, að þetta
muni verða síðasta sjóferðin þeirra,
og er því ekki að undra þó þeir fari
sér hægt.
Með þessu er þó ekki svo að
skilja, að floti Japansmanna eigi sig-
urinn vísan þegar fundum flotanna
ber saman. Áður en Japansmönn-
um tókst að eyðileggja eða gera ó-1
haffær rússnesku herskipin á Port j
Arthur höfninni voru horfurnar i j
mesta máta óálitlegar. Mönnum er
ekki kunnugt hvað mörg skip Jap-
ansmenn eiga nú. Þeir hafa haldið
því leyndu hvafi margt þeir hafa
mist af skipum sínum; flotinn getur
hafa skerzt meira en menn alment
liafa minstu hugmynd um. í
Eystrasaltsflotanum eru sjö herskip,
fjögur þeirra ný og vönduð, og
fjöldi af snekkjum og tundurbátum ;
en í flota Japansmanna er ekki nema
um fjögur herskip að ræða svo
menn viti. Að því lcyti er þar ólíku
saman að jaína. Og þrátt fyrir
eyðilegging Port Arthur skipanna
þá verður ekki annað séð en Japans-
menn eigi viðofurefli sitt þar sem
Eystrasaltsflotinn er og skip þau,
sem nú liggja hjá Vladivostock og
ugglaust reyna að sameinast að-
komuflotanum.
Vinni ekki Japansmenn Port
Arthur áður en Togo flotaforingi
verður að legja á stað til móts við
Rozhdestvensky, þá verður ekki
annáð sagt en horfurnar séu óálit-
legar; og vinni ekki Togo algerðan
sigur yfir aðkomuflotanum, þá virð-
ist öll von úti um það, að Japans-
menn vinni sigur.
Danaríregfn
Hinn 13. Marz 1903 misti eigin-
maður minn, Stefán Oddleifsson í
Breiðuvík i Nýja Islandi, ásamt
tveimur drengjum okkar,lífið í elds-
voða er lagði í rústir heimili okkar.
Þessum atburði hefir áður verið lýst
í blöðunum, en eg finn mér skylt að
minnast þess nú þó langt sé liðið
siðan . Þakklæti mitt til hans, hins
göfuga, drenglynda, ástríka vinar
mín, hans sem mér fanst ætíð ó-
mögulegt að hugsa um lífið án, get
eg aldrei útmálað með orðum.—
Ljósinu, sem drengir mínir sköpuðu
mér, lýsi eg ekki hér. Þakklæti
mitt til hinna, sem reyndu af mætti
að taka undir hina næstum
því óbærilegu byrði með mér,
er mér skylt að votta opinberlega.
Eg geri það án þess að nafngreina
þá. I fimnafað’rinn, sem ekki lætur
einn svaladrykk gefinn í nafni frels-
arans ólaunaðan, mun ekki láta neitt
sannarlegt góðverk fara fram hjá
sér þó ekki sé það auglýst fyrir
mönnum. Fjöldamargir menn, sér-
staklega í norðurhluta Nýja íslands
réttu mér hjálparhönd með fjársam-
skotum, og á annan hátt sýndu mér
innilega hluttekningu í mínu sára
bcfli. Þeim öllum er eg af hjarta
þakklát og bið guð að launa þeiin
af mildri blessun sinni og láta þá
aldrei skorta kærleiksrika hluttekn-
ingu ef sorgin ber á dyr þeirra.
Geysir, 10. Des. 1904.
Sigríður S. Oddleifsson.
FUMERTON
ót Co., Glenboro.
Oskar viðskiftamönn-
um sínum
GLEÐILEGRA
}ÓLA og NÝARS
J. F. Fumerton,
. .KENNARA, sem hefir „2nd eða
3d Class Certificate“, vantar við
Frey-skóla í Argyle-bygð. Kensl-
an á að byrja 4. Janúar 1905 og
halda áfram til 30. Júní næstk..
Umsækjendur skýrifrá hvaða kaup
þeir óska að fá, og sendi tilboð sín
til undnrritaðs fyrir 24. Des. þ. á.
Arni Sveinsson, sec.-treas.
Box 4, Glenboro, Man.
Við skulum skifta.
Eg á myndir af listaverkum, sem
eg vil skifta fyrir Indíána-menja-
gripi, kristalla, sýnishorn af stein-
gervingum, málmsandi o. s. frv.
Sendið fimtiu brúkuð frímerki
frá Danmörku, íslandi eða Vest-
indíaeyjum Dana, og skal eg þá
senda 'skrá yfir það sem eg hefi að
bjóða og tvær listaverksmyndir.
Takið fram hvað þér hafið að
bjóða í skiftum og hvað þér viljið
fá í staðinn.
E. L. Browtu,
Brockton, Mass., U.S.A.
KOL. VIDUR.
Beztu amerísk harökol og linkol.
Allar tegundir af Tamai'ak, Pine
og Poplan SagaSur og klofinn
viöur til sölu.
D. A. SCOTT,
' áður hjá
TlieCaiiada VVeo
LTD.
Room 420 Union Bank Bldg.
Saddir um Jólin
ættu menn aö veröa þegar þeir
geta fengiö
Rúllupylsu, pundiö á 12 cg 150
Turkey, “ 2oc
Gæsir, “ 15C
Ung Hæns, “ i6c
Smjör “ 25C
Egg, glæný, tylftin 30C
Allar tegundir af bezta kjöti ætíö
á reiöum höndum í kjötverzlun
ALBERTS JOHNSON
614 ROSS AVE. TELEPHONE 2898
(Ehhcrt liorgar siq, bcítu
fprir migt folh
en að ganga á .
WINNIPEG • • •
Business College,
Cor. Portage Ave. & Fort St.
Leitið allra upplýsinga hjá
G W DON ALD
“Manager
Til Leigu
fjögur góö herbergi á noröaustu
orninu á Sargent og Alverstone
strætum.
Winnipeg, 13. Des. 1904.
NÍELS GÍSLASON.
Fimtudaginn 22 Des., hlaupárs-
daginn,—Sérstakur söngflokkur.
Tel. á skrifstofuna 2085.
Tel. heima 1353.
Engin Aukaborgun.
Fnlljames & Hoímes
Ekki of Seint
ENN ER NÆGUR TÍMI til aö færa sér í nyt kjörkaup þau
fern ég hefi að bjóöa á allskonar gull og silfur varningi hentugum
syrir jólagjafir, svo sem gull eöa silfur úr, gullhringi, hálsmen, arm-
bönd, úrfestar, ermahnappar, brjóstnálar, kiukkur o fl. V iövíkj_
andi veröi mætti t. a. m. benda á 10 ,,karat“ gullhringa, setta
perium og steinum fyrir $1 2', $1 50 og $ 00.
Til nýárs gef eg 20 pro cent afslátt af öllum silfur-borðbúnaög
Waterman's lindarpennar sem allir hrósa væri einkar skemtile
jólagjöf.
TH. JOHNSON,
292^ Main St., Winnipeg.
HREYFIAFL
HANDA BÆNDUM
Vindmylnur til aö framleyða hreyfiafl og dæla vatn.
CANAÐA AIRMOTOR, TIALLIDAYSTANDARD
Gasolene vélar, .nýjustu og bestu tegundir. THE
STICKNEY Jr. og aörar stæröir, meö frá 3—5
hestöflum. Stigafl, hestafl, kvarnir, stálsagir,
fóöurskerar, tré og járndælur. Lyftivélar, ein-
faldar og tvöfaldar.
Hin létta og ágæta] EMPIRE SKILVINDA,
tekurenn öörumframjogter mest notuö í Mani-
toba og Norðvesturlandinu.
Skrifið eftir verö'skrám, þær fást ókeypis ef
um er beðiö.
83 — 91 Chambers St., (nálægt Logan Ave.)
WINNIPEG, MAN.
Hví skyldu menn
borga háa leigu inn íbænum.meö-
an hægt er aö fá land örskamt frá
bænum fyrir gjafvirði ?
Eg hefi til sölu land f St. James
6 mílur frá pcsthúsinu, fram meö
Portage avenue sporvagnabraut-.
sem menn geta eignast meö $10
niöurborgun og $5 á mánuði.
Ekran aö eins $150. Land þetta
er ágætt til garöræktar. Spor-
vagnar flytja menn alla leiö.
Bakers Block, 470 Main St.,
WlNNIPEG.
N.B.—Skrifstofa mín er í sam
bandi viö skrifstofu landa yö
ar, Páls’M. Clemens, , bygg
inga meistara.
Hangið Sauðakjöt til
Jólanna.
Heiöruöu landar:
í hinni nýju kjötverzlun minni
hefi ég á boðstólum mikiö og gott
hangið sauöakjöt, ásamt öllum
öörum kjöt tegundum, sem ég sel
meö mjög sanngjörnu veröi. Eg
óska eftir viðskiftum yöar, og aö
þér sendiö pantanir um hangikjöt
til jólanna í tíma, svo tækifæri
verði að velja um feitt og magurt
kjöt.
H. Hinriksson vel kunnur og
æfður maöuc viö kjöt-verzlun af-
greiöir yöur fljótt og skilvíslega.
Munið að búöin er á horninu
á Victor og Wellington strætum.
Viröingarfyllst,
G 'RTSSON.
J. Halldórsson
Á LUNDAR
hefir allsnægtir af góönm og ódýr-
um vörum til jólanna. Fariö til
hans þegar þér eruö aö leita eftir
kjörkaupum. Einnig heflr hann
sleöa af öllum tegundum á boö-
stólum. Heill vagnfarmur af
hveiti og fóöur bætir og annar a
höfrum á leiðinni til Oak Point.
Komið allir, hann tekur vel á
móti ykkur nú fyrir jólin eins og
hann gjörir ætiö.
Gleymið ekki peningunum:
S. &HEENBDR&
KAUPMÁÐUR
531 Young st., Winnipeg
Sérstök sala
á Laugardaginn
Þá sel eg $10.50 og $12
karlm. fatnaöi fyrir.. .. $7. 50
$9.00 alfatnaði fyrir.. . 6.50
$2.00 buxur fyrir.1.25
GLAS og LEIRVARA
af öllum tegundum svo sem:
Lemonade sets, lampar, þvotta-
sets, barnaglinguro.fi.—Hversem
kaupir eins dollars viröi fær tíu
prócent afslátt.
íslenzka töluö í búöinni.
WESLET RIBK
A horninu á Ellice og Balmoral
Opinn á hverjum degi eftir hádegi
og á kveldin: Bandiö spilar á
hverju kveldi.