Lögberg - 22.12.1904, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.12.1904, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DES. 1904. LÚSÍ A HÚSFREYJAN Á DAHRASTAÐ. „Jæja, góða mín, þér eruð yðar eigin herra. Eg efast ekki um, að hann getur orðið til gagns.“ Síðan vék hún sér að Harry og sagði: „Hvað gengur að yð- ur, Harry ? Þér eruð haltur og flumbraður og marinn. íÞér hafið lent í áflogum,“ og hún hristi fingurinn fram- an í hann ávítandi, en bæði var auðséð og auðhevrt, að hún komst við fyrir hann. „Nei,“ svaraði hann niðurlútur, „eg hefi ekki lent í áflogum; það fældust hestar. Þetta batnar undir eins. Verið þér sælar ,lafði mín,‘ og hann 'lyfti hatt- inum og fór. „Hann hefir barist,“ sagði Lady Farnley. „Þetta er náttúrlega skröksaga.“ „Nei,“ svaraði Lúsía, „hann sagði satt. Hestarn- ir fældust með mig og—og það hefði orðið bani okkar ef hann—Harry Herne—ekki hefði stokkið í veg fyrir þá og náð þeim. Hann bjargaði okkur og fórst það aðdáanlega.“ „Ykkur ? Var hún með yður þessi vinkona yðar? Mér hefði nú verið ósárt um hana.“ „Það var ekki María Verner, heldur Merle mark- greifi.“ Lady Farnley hrökk við þegar hún» heyrði þetta og sagði með miklum áherzlum: „Merle markgreifi var með yður! og — og Harry Herne bjargaði lífi hans! Og hvað sagði markgreif- inn? Þakkaði hann honum fyrir?“ „Já,“ sagði Lúsía og eldur brann úr augum henn- ar, „á sérlega einkennilegan hátt. Hann barði hann með svipunni; það var eftir svipuna markið seín þér sáuð á andliti hans.“ Gamla konan nam staðar, greip um h.andlegg Lúsiu Og það var eins og hana snarsvimaði. „Hvað segið þér?“ stundi hún upp. „Sló hann — með svipunni! — markgreifinn sló Harry Herne!“ „Já, hann sló hann — fyrir engar sakir, aðrar en þær, að hann bjargaði lífi hans.“ „Fúlmennið!“ sagði gamla konan, og það kom svo mikill óstyrkur á hana, að l.úsía lók hana og leicldi hana. „Eg þakka yður fyrir, gó':s mín,‘ sagði hún. „Fg er orðin gömul. og þoii ekkert. Sló hann! Guð komi til; nú verður blóðsijthelling, eg er viss um það — eg er viss um það! Að bcrja hann! Jæja, jæja, hvernig fór? Segið þér mér það fljótt, góða mín.“ „Enganveginn,“ sagði Lúsía með hægð. „Harry Herne — sem liefði getað gert út af við markgreifann með einu höggi — tók þessu eins og maður.“ „Maður! Herramaður!“ hrópaði gamla konan. „Fg skil það altsaman. Hann vildi ekki fara í ilt vegna þess þér voruð viðstödd. „Ó!“ og hún dró þungt and- anti. Síðan feit hún bænaraugum til Lúsíu og sagði: „Góða mín, þetta leiðir til vandræða, eg cr viss um það, ef þér ekki afstýrið þvi. Þér verðið að afstýra þvi. Heyrið þér það? Þér verðið að láta hann fara burtu—“ Lúsía !ét brúnirnar siga. „Því ætti eg að láta hann fara í bur’tu? Hann sem hefir átt hér heima alla æfí sína. Hann elskar itaðinn, og hann grátbændi mig að loía sér að vera. Ilann bjargaði lífi minu og þoldi smán mín vegna, og ætti cg svo að launa honum með því að reka hann burtu ?“ ÓJæja, jæja,“ sagði garnla konan, „þér rekið hann ekki, það er auðheyrt. Það koma fram hjá yður lynd- isémkunnir Darrastaðar-ættarinnár. Eg get ekki að því gert. En það leiðir til vandræða. I»ér vitið ekki—“ „Hvað er það scm eg veit ekki ? Hvers vegna cru þessir tveir menn svona miklir fjandmenn? Og hvað er þessi Harry Herne? Yiljið þér segja mér það?“ „Xei, eg get það ekki. Það er ekki mitt að segja það, og það er ckki yðar að vita það. \ ið skulum ekki fást meira um þetta. Eg — eg býst við eg hafi gert a’.t 02 mikið úr þessu. Þarna er nú vagninn minn. Og viljið þér nú hjálpa mér upp í, góða mín? Það er ein- hver mtyrkur a mcr. Eg hélt ekkert gæti komið mér í .vona miklar géðshræringar, en eg hjóst líka aldrei vlð öðru eins og þessu.“ „Og þér viljið ckki segja mér þetta?“ spurðiLúsía. „Xei, nei. Biðjið mig þess ekki. Og biðjið eng- a:i um að segja yður það. Heyrið þér það? Ög verið þér nú góð, og farið þér að raðum gamallar konu, sem lízt vel á yður og er strax orðið vel við yður og ætlar ser að verða vinkona yðar ef hún fær það,“ og það kom grátstafur í hálsinn á henni. „Látið þér þetta al- geriega 'fajja niðttr, og lofið þér mér því — það er yð- ur fyrir teztu — að grafast ekkert eftir þessu. Æ, yglið þér yður ekki svona framan í mig“. , „Eg ætlaði ekki að gera það. Jæja, eg skal lofa þvi — í bráðina. Eg má biðja yður um að leysa mig undan loforðinu, Lady Farnley.“ „Og það geri eg aldrei,“ svaraði hún og i sama bili lögðu hestarnir á stað. X. KAPITULI. Maður gæti átt heima á verri stað ert Wandsworth— þó hægt væri að hugsa sér betri stað. Þar er ekki eins mikil fátækt eins og á sumum stöð- um í London, stærstu, fegurstu og auðugustu borg heimsins; það er ekki beinlinis óþrifalegur bær; en hann er fremur óánægjulegur. Það var í þessum litla bæ sem Mr. Sinclair, eða St. Clair eins og hann kall- aði sig, hafði fengið viðurkenningu. Oriental Music Hall var aðal-skemtistaður bæjar- búa. Það var hvorki stórt né skrautlegt samkomuhús, en nægilega stórt handa bæjarbúum og fullþokkalegt; og í sambandi við það var drykkjustofa, sem jók til mikilla muna tekjurnar. Kveldið senr'Sinclair kom heim úr Darrastaðar-ferð- tnni söng hann í Oriental Music Hall, og aldrei hafði honum tekist betur að hrífa hjörtu áheyrendanna en þetta kveld þegar hann söng „Come into the Garden, Maud“, sem „pílagrímur ástarinnar." Þegar hann kom heirn um kveldið og gekk upp mjóa stigarn.. nt 21 í Eden-götu, og inn í herbergið sitt sem var litlu breiðara en stiginn, þá var hann í órólegu og þungu skapi. llann bjó á „fyrsta lofti að aftan,“ eins og hann sjáitur komst að orði. Herbergið va* lítið og húsbún- aðurinn lítill og fátæklegur. Það sem mest bar á þar inni, næst rúminu, var stór prentmynd af „Senor St. Clair, heimsfrægum fyrsturaddar söngmanni," og stækkuð ljósmynd af ungri stúlku með gult hár, stór, grá augu og þunnar varir—mynd af ungfrú Maríu Verner. .Mér hefir aldrei liðið jafn óttalega illa eins og í kveld,“ tautaði Sinclair fyrir munni sér. „Eg býst við það sé af því að sjá hana og vita af henni þarna innan um heldra fólkið. Ó, að eg hefði gifzt ehnni! Eg var asni að sleppa henni svona. Já, eg var asni; og nú get eg ekki sofið og á ekkert til að drekka og hressa mig mcð. „Rétt í þessu heyrði hann ákafar stunur hinu- megin við vcgginn, í næsta herbergi. „Og nú er hann tekinn til. Það er víst eins gott að fara og skrafa við hann um stund eins og að sitja hér og hlusta á stun- urnar úr honum.“ Sinclair slökti á kertinu, td þess að eyða því ekki að óþörfu og þreifaði fyrir sér í myrkrinu þangað til hann fann htirðina á herbergi nábúa síns og barði að dyrum. „Kom inn,“ var sagt inni fvrir og heyrðist eins og röddin kæmi úr mikill fjarlægð. Herbergi þettta var að því leyti svipað herbergi Smclairs, að húsbúnaðurinn var af skornum skamti. Á veggjunum liangdu þó allavega gerðar myndir og málverk af göntlum stórbýlum og í einu horninu var gamaldags skatol alþakið gömlum skjalabunkum og skúffurnar svo fullar af sams konar skjölum, að þær komust c-kki aftur. Við skatolið sat háaldraður maður. „Altaf eruð þér að vinna, Pollard minn,“ sagði Sinclair. „Já, ja.“ svaraði ganili maðurinn og rendi augun- um yfir skjalabaggana sem iáu umhverfis-hann bæði á . katolinu og gólfinu. „Æfinlega að vinna, æfinlega. Verki mínu er aldrei lokið. Það er fyrir mér eins og fyrir grafaranum, daginn út og daginn inn verður að taka grafir hvernig sem viðrar.“ „En þér optiið gamlar grafir, sent áður liafa verið tektiar," sagði Sinclair hlæjandi. „Já, eg opna gamlar grafir, sem eugir vita hvað hafa að geyma, livaða fjársjóðir eru grafnir í: þar sciíi mörg syndin og svivirðingin hefir verið jörðuð og aldrei framar átt að koma fyrir augu mannanna barna. En eg vcit— Já, ungi maður. í minum augum hefir lieklra fólkið ýmsa bletti og hrukkur, sem ekki er búist viö :.ö neitt dauðlegt auga sjái.'Eg veit umýms leynd- araiál og svivirðingar.“ „Það gæti verið óþægilegt fyrir aðalsmennina og stórbokkana, Pollard minn._ Og skatolið yðar hefir að geyrna ai!a leyndardóma. þessa?“ „Já, þar er þá alla að finna. Hertogar og jarlar. grcifar og barúnar, karlar og konur, eiga leyndarmál un hér. Og lítið þér á“—hann túk upp skjalabagga og sópaði rykið af honutn með hendinni— „eins og eg get með einu Itandtaki sópað rykið af skjölum þessum, cins get eg með einu orði sópað rvk gleymskunnar af leyndarmálinu sem þau hafa að geyma. En eg ætla j mér ekki að gera það. Eg ;ctla að láta leyndarmálin [ fara i gröfina með mér og gleymast með mér.“ „Það er náttúrlega réttast,“ sagði Sinclair, „og að ■ minsta kosti bezt fyfír stórbokkana, sem hæst bera | liöfuðið. Eg liefi ekki sagt yðtir frá því, að eg ferðað- ist út i sveit í dag.“ „Út í sveit?“ tók gamli maðurinn upp eftir hon- tim. „Það er nú orðið langt síðan eg hefi ferðast út um sveitir og fengið að líta akra og grænar grundir." „Já,“ sagði Sinclair. „Eg koin að Darrastað.“ „Darrastað? Darrastað? Eg kannast ekki við— æ, þér eigið við Merle.“ „Merle er þar skamt frá — Merle markgreifi. En á staðnum býr ung stúlka — ungfrú Darrastað.“ „Lg k'unast við það alt saman,“ tautaði gamli maðurinn, „og með einu orði gæti eg—gæti eg—“ „Auðvitað, auðvitað,“ sagði Sinclair. „Eg 2etla nú að fara. Góða nótt Pollard minn.“ „Hann er geggjaður, karlfauskurinn,“ sagði Sin- clair við sjálfam sig þegar hann var búinn að loka her- berginm á eftir sér. XI. KAPITULI. Lady Farnley hafði borið húsfreyjunni á Darrastað svo vel söguna, að heimsóknir og heimboð rak nú hvað annað; og allir luku sama lofsorðinu á Lúsíu. Fólk e.aðist um, að sagan um veru hennar á St. Malo skól- anum væri sönn; því fanst það koma fram í öllu hjá Lúsíu, að ekkert hefði verið / til sparað að búa hana sem allra bezt undir núverandi stöðu hennar í tnannfé- laginu. Lúsía fékk þá almennu viðurkenningu, að hún bæri af tingum stúlkum, og ógiftir menn af heldra tag- inu sleptu engu tækifæri til þess að verða á vegi hennar og reyna að fá hana til þess að veita sér eftirtekt. En hún var jafn blátt áfram og kurteis við alla og sýndi það ekki í neinu að hún gæfi neinu slíku gaum. Merle markgreifi var hinn eini, sem hvorki með orði né viðmóti reyndi að opna hjarta sitt fyrir Lúsíu. Og þó hafði hann heitstrengt að giftast henni innan sex mánaða, og var nauðbeygður til þess ef hann ekki ætti að verða gjaldþrota og forsmáður af öllum. Hvert sem henni var boðið og hvar sem hún var þá brást það naumast, að Merle markgreifi væri þar einnig; en þó þau hittust þannig og töluðust við, þá ryndi hann það aldrei i neinu að hann reyndi að vekja athygli hennar á sér. Hann gætti þess vandlega, að sctja upp auðmýktar og raunasvip þegar hann bar fyr- ir augu hennar eða þegar hann hélt að hún horfði á sig. Og María Verner þagnaði aldrei á því hvað góður maður hann væri og bágt hann ætti. »Eg segi það satt, að eg vorkenni markgreifan- .nn,‘ sagði hún cinu sinni við Lúsíu á heimleið úr veizlu, þar sem markgreifinn hafði verið, og venju fremur niðurbeygður og fátalaður. „Hvers vegna ættir þú að vorkenna honum og fyrir hvað?“ svaraði Lúsía kuldalega. „Eg get ekki að því gert. Vesalings maðurinn er •ivo áþreifanlega og innilcga sorgbitiiml Hann firinur til þess að hann hefir stygt þig og er hræddur um að þú fvrirgefir sér það aldrei. Væri eg í sporum hans þá gengi eg út frá því sem sjálfsögðu, að það væri alt iyrirgefið og gengi með uppréttu höfði eins og aðrir; en hann ber of mikla virðingu fyrir þér til þess. Og hann er varla mönnum sinnandi af áhyggjum þín vcgna.“ „Eða sin vegna,“ sagði Lúsía. „Við höfttm áður minst á þetta, María. Hafi markgreifinn stygt mig, þá hefi eg — fyrirgefið það nú, og svo skulum við ekki frekar um þetta tala, góða mín.“ María hallaði sér afturábak í vagninum og gegndi engu; en snemma morguns næsta dag fékk markgreif- inn nafnlaust bréf og stóð ekkert annað í því en þetta: „Eg mundi koma.“ Seinnipart dagsins var Lúsíu sagt, að markgrcif- inn væri kominn. Maria sat við píanóið, en Lúsía hallaði sér aftur- ábak i legubekknum og hélt á bók án þess að lesa í henni. Hún ypti öxlum Jg brosti. „Veslings markgreifinn,“ sagði María, „svo hann hefir þá hert upp hugann og komið. Og svo býst ! eg við ltans bíði ekki annað en kuldalegar viðtökur.“ „Ekki hjá mér,“ sagði Lúsia og skifti litum. Þegai eg segi eitthvað þá stend cg við það. Þú | fiyuti- mál hans kappsamlega, María.“ „Mér geðjast vel að honum f kannske öllu betur af ! því eg veit hann er snögglyndur; og svo getur hann ef ! lil vill einhvern tíma gert mér greiða. Það er æfin- ! lega nokkuð i það varið að eiga markgreifa fyrir vin. | Þci! hann kemur.“ j Markgreifinn heilsaði með<viðhöfn mestu, Maríu ! sýndi hann virðing og aðdáun, en Lúsiu auðmýkt og j lotningu. „Við vorum farnar að halua, að þér ætluðuð j aldrei að heimssekja okktir, Merle lávarður," sagði j María og hneigði sig gletnislega. Hann leit til hennar eins autnkvunárverðum aug- • um og hann gat og tók Lúsía eftir því eins og til var ! ætlast. „Lg—eg‘ stamaði hann og tókst aðdáanlega að gera sig vandræðalegan—„eg hélt þér þættust liafa haft nogan gestagang þennan síðasta tveggja vikna tíma, ungfrú Darrastað; og sannast að segja hefði eg ekki árætt að koma í dag hefði ekki garðmaðurinn minn beðið mig, eða réttara sagt skipað mér, að færa yður plöntur þessar, sem hann.segir að eigi ekki líka sinn.“ „Þær eru aðdáanlega fallegar,“ sagði Lúsía glað- Lga. „Mér þykir vænt um að yður þykir það; þær eru cinkennilegar." „Þær eru yndislegar,“ hrópaði María. „Við eig- um engar plöntuf jafn fallegar; er það ekki satt, Lúsia? Eg skal sækja sýnishorn af ómyndum okkar og sýna ykkur þær til samanburðar,“ og svo hljóp hún út úr stofunni frá þeim svo undur sakleysislega. Markgreifinn fékk sér stól og settist niður skamt frá legubekknum. „Eg get ekki orðum að þvi komið hvað þákklátur eg er, ungfrú Darrastað,“ sagði hann í lágum og attðmjúkum róm. „Þakklátur?“ sagði Lúsía spyrjandi og leit upp. „Eyrir það, að þér skuluð taka á móti mér,“ flýtti hann sér að bæta við. „Eg var hræddur um þér mund- uð neita að taka á móti mér, eins og ekki hefði verið nema makleg hegning fyrir breytni mína.“ „Elafið engin fleiri orð um það, Merle lávarður. Ef þér haldið að þér hafið stygt mig, hve miklu meira hafið þér þá ekki stygt aðra manneskju?“ Varir hans strengdust allra snöggvast, en hann attaði sig óðara og sagði auðmjúklega: »Já, eg veit það. Þér eigið við unga manninn, hann Harry Herne. Eg móðgaði hann og gerði hon- um rangt til, ungfrú Darrastað, og mér er ant urn að bæta fvrir það. Eg hefi reynt að ná í hann í því skyni, en það er eins og hann forðist mig. Trúið mér til þess, að eg skal bæta fyrir það sem eg braut á rnóti Iionum að svo miklu leyti sem í mínu valdi stendur; og takist ntér það, má eg þá vænta svo góðs af yður, að þér ekki einasta fyrirgefið mér bráðlyndi mitt og hrottaskap, heldur gleymið því ?“ Svo mikil auðinýkt lýsti sér í svip hans og orðum, að Lúsía komst við og rétti honum hendina brosandi. Roði færðist í föla andlitið hans þegar hann tók i hönd hennar, og það leit út fyrir, að hann ætlaði að bera hana upp að vörum sér, en Maria, sem staðið hafði úti fyrir dyrunum og beið þess að koma inn þangað til henni þótti við eiga, kom rétt í því hlaup- andi inn með nokkurar plöntur og sagði: „Hérna koma nú sýnishom af okkar vesölu plönt- um, og eg fékk þau ekki nema með eftirgangsmunum.“ „Eg vildi eg gæti sýnt ykkur plöntusafnið heima hjá mér. Er það ómögulegt með öllu?“ og liann mændi bænaraugum til þeirra á vixl. „Manní er ekkert ómögulegt," sagði Maria hort- ug. „Eg sé ekkert á móti þvi, að við förum og skoðunt það. Frú Dalton getur kontið með okkur svo heirnur- inn ekki geti sagt, að við höfum verið eftirlitslausar. Hvað segir þú tim það, Lúsía?“ Lúsía áleit það ekki rétt gert af sér að neita þessu ; hún stóð því tafarlaust upp og sagði: „Eg skal finna frú Dalton og vita hvort hún getur farið. Er það hug- myndin, að við föruin undir eins?“ „Já, auðvitað. Pað bíður ekki til betra." Fáum mínútum síðar lögðu þau á stað fjögur í hóp, og þegar út að hliðinu var kornið mættu þau Harry Herne rúandi. Lúsía hitnaði ósjálfrátt urn hjartaræturnar ög óskaði, að hann ekki hcfði orðið á vegi þeirra; Merle markgreifi fölnaði upp allra snöggvast, én hélt tilfinn- ingutn sínum í skefjum og sagði í lágum róm: „tlarry Herne, eg gerði þér rangt til um daginn þegai- eg sló þig. Eg hefi siðan reynt að hitta þig til þess að biðja þig að fyrirgefa mér það, og mér þykir vænt um að fundurn okkar ber nú saman. Ung- frú Darrastað var viðstödd þegar eg móðgaði þig, og nti bið eg þig fyrirgefningar í viðurvist hennar.“ Allir höfðu augun á Iiarry Herne. Allra fljótast sló roða í fagra andlitið lians; hann sat hreyfingarlaus á hestbaki, leit snöggvast á náföla audlitið markgreif- ans og síðan til kvcnfólksins; þar næst lyfti hann hatt- num og sagði: „Það er veitt, lávarður minn. Eg gætti mín ekki heldur þá og talaði öðruvísi en eg hefði átt að tala.“ „Nei, nei; það var a!t mér að kenna. Við skulum jjá láta það alt gleymast,“ sagði markgreifinn og rétti Harry Herne hendina. Harry laut niður til þess að taka í hönd markgreif- ans, en hesturinn, sem var orðinn órólegur að standa kvr, hrökk til hliðar, og virtist hinn síðarnefndi verða því feginn, að ekkert varð af handabandinu. Lúsía tók vandlega eftir öllu, en mælti ekki orð frá munni. Og svo var ferðinni haldið áfram.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.