Lögberg - 12.10.1905, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.10.1905, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. OKTÓBER 1905. SVIKAMYLNAN'" Skáldsaga eftir ARTHUR W. MARCHMONT. „Herra minn hlýtur að vera genginn af vit- inu!“ hrópaði gamli maðurinn. „Eg býst við það líti svo út, en eg ætla nú samt að gera þetta, og það undir eins. Sendu mann hingað í kveld til þess að vita hvort1 eg verð kominn heim heill á hófi, og vfrði eg það ekki, þá veiztu hvernig þú átt að því að fara að útvega mér vin í húsi pasjans. Það getur farið svo, að mér komi hann vel.“ „Hecra minn er vafalau«t ekki með öllu viti,“ tók hann aftur til máls. v „Viltu gera þetta fyrir mig? Eg skal borga þér það ríflega.“ „Herra minn þarf iekki annað en skipa, og þjónn hans gerir alt, sem hann getur.“ „En svo er ekki þar með búið, Ibrahim. Það er eitthvert samsæri á ferðinni gegn hans hátign sol- dáninum. Mæti mér einhver ógæfa hjá Marabúk pasja, þá get eg ekkert gert; en eg vil fá þig til að hafa auga á Ö21u með hjálp allra þeirra spæjara, sem þú þorir að hafa í þjónustu þinni, og flytja hing- að fréttir af öllu, sem þú verður var við. Marabúk hinn blóðþyrsti, eins og þú nefnir hann, er í þessu öllu og að líkindum aðalmaðurinn, og þú verður að hafa njósnir af öllu sem gerist, og láta okkur hér um það vita.“ ,„Orð herra mín eru þjóni hans lög, «n starf þetta er vandasamt og þungt, og þjónn herra míns er gamall.“ „Og borgunin er einnig þung í vasa, Ibrahim. ÍÞú skilur það, að þetta hlýtur að gerast, og þú hefir strengt þess heit að neita mér aldrei um þjónustu þína.“ Nokkurar mínútur sat hann niðurlútur og hug£- andi. „Þetta skal verða gert samkvæmt ósk herra míns og af fremst megni þjóns hans.“ „Ágætt, það nægir mér,“ sagði eg; og svo borg- aði eg honum fyrir komuna og ríflega upphæð fyrir- fram fyrir væntanlega þjónustu, og lét hann síðan fara. Það var enginn maður til á öllu Tyrklandi, sem eg hefði fremur kosið til þessa starfa; og eins og sakir stóðu var honum öllum mönnum betur treyst- andi. ■' XV. KAPITULI. Njósnarför mín. Eftir að Ibrahim var farinn lá næst fyrir að gera nauðsynlegar ráðstafanir ef svo skyldi fara, að Mara- búk pasja þfekti mig og eg yrði tekinn fastur. Á með- an Grant lá í rúminu hlutu öll áform okkar og fyr- irtæki að bíða; og þó fjarvera mín gæti á ýmsan hátt komið sér i!la, vegna þess að eg hafði að vissu leyti tekið að mér að stjórna á heimilinu, þá gat slíkt ekki orðið sérlega tilfinnanlegt. Jafnvel þó eg aldrei kæmi heim aftur, þá mundi það ekki olla miklum óþægind- um nema fyrst í bráðina. Einhver varð þó að taka sig fram um að segja fyrir á heimilinu, og með því Grant var veikur, þá gat í því efni ekki verið um aðra ,en Ednu að ræða til þess starfa. Það útheimti að eg gæfi henni í skyn, að ef til vildi yrði eg nokkura daga að heiman. Eg sendi því Stuart á fund hennar og bað hana að veita mér fimm mínútna viðtal annað hvort inni hjá sér eða mér. V<egna yfirvofandi uppnáms í borginni, sem eg dró af orðum Stefáns, að ekki yrði langt að bíða, var mér ant um, að Grant og Edna og hið helzta af bú- slóðinni kæmist sem állra fyrst út í Sel, því þar áleit eg hættuna minni en jafnvel í Peru. Hugmynd mín var að verða sjálfur eftir í Hvíta húsinu til þess að njólsna og koma stöðugt boðum út í eyna um það sem gerðist. Alt var nú undir þetta búið. Ferðbú- inn gufubátur var hafður dag og nótt við Galata- bryggjuna og annar við eyna, og auk þess lá hjá Gal- ata undur fallegur og vandaður rafmagnsbátur sem Grant kom með frá Ameríku. Eg skrifaði öllum skipstjórunum línu og áminti þá um að vera ávalt á varðbergi og viðbúnir. Að því loknu kom Edna inn til min. „Stuart segir þú viljir finna mig, Mr. Ormcsby. Eru nokkur ný vandræði á ferðum?“ „Þú hefðir ekki þurft að ómaka þig hingað; eg hefði getað komið inn til þín. Það var álæmt. Nei, ekkert nýtt hefir komið fyrir; en eg hefi ekki fundið læknirinn í dag, og mig langar til að heyra hvað hann hefir sagt.“ „Hann ætlar að koma aftur í kveld,“ svaraði hún í snatri, ens og hana grunaði, að eg ætti eitthvert annað erindi. Eðlisávísun stúlku þessarar var svo næm, að stundum var til talsverðra óþæginda. „Eg er hræddur um, að eg megi þá trl að verða að heiman,“ svaraði eg með léttúð. „En hvað sagði hann?“ Hún horfði á mig hvössum augum eins og hún væri aö reyna að sjá inn i lniga minn. „Hann heldur að Cýrus sé á batavegi. Læknir- ifin spurði |eftir þér. Eg held það hafi verið eitthvað viðvíkjandi Eberhardt lækni.“ „Eg vona hann komi.“ „Já, hann kemur hingað snemma á morgun. „Ágætt. Talaðir þú um að flytja hann Cýrus út í Sel ?“ „Já, og hann virðist vera því meðmæltur. Eg sagði honum, að þú værir mjög áfram um það. En hvað stendur til? Þú ert svo undarlegur.“ „Heldur þú það sé ekki ástæðiflaus hugarburð- ur?“ „Nei, eg les einungis það, sem eg sé í andliti þínu og látbragði.“ ,,Þú átt Við, að eg sé eitthvað'órólegur; eg býst við það leyni sér ekki.“ * Hún hikaði við og svaraði síðan með hægð: „Nei, eg átti ekki við það. Þú ert að búa þig undir pitt- hvert nýtt spor. Hvað er það?“ „Ekkert sem þú þarft að vera svona alvarleg yfir.“ „Þú aendir eftir mér til þess að segja mér eitt- hvað um það.“ „Eg ætlaði einungis að láta þig vita, að eg verð að fara út, og eg áleit réttara að segja þér frá því, ef eitthvað kynni að tefja mig, og eitthvað kæmi fyrir hér heima, sem ráða verður fram úr mieðan eg er i burtu.“ „Tefja þig,“ át hún eftir og dró þungt andann, „hvað ætti að tefja þig?“ „Ó, eg býst ekki við það verði, en eg áleit rétt- ara að láta einhvjrn vita, að eg ætlaði út.“ „Hver er líklegur til að tefja þig?“ „Enginn, auðvitað enginn; en maðtir veit aldrei hvað fyrir kann að koma.“ Ilún einblíndi svo á mig, að mér fór að líða illa. „En ef‘ þú ekki býst við að neinn geri það, hvers vegna ertu þá að segja—búa mig undir það, réttara agt ?“ „Þú værir fyrirmyndar málfærslumaður. ‘ „En það yrði lítið á þér að græða sem vitni, Mr. )rmesby. 9egðu mér með berum orðum eins og er: ð þú ætlir þér að ganga út í hættu.“ „Hætta!“ Fásinna!“ svaraði eg. „Eg verð ef til ?11 að heiman fáeina klukkutíma eða jafnvel lengur, g ýmislegt getur komið fyrir hér, sem þú verður að nnast um í fjarveru minni; það er alt og sumt. Eg il ekki, að þú hafir neinar áhyggjur af því þó eg erði nokkuð lengi að heiman. Það er alt.“ „Er það alt? Alt sem þú ætlar að segja mér, a g ví’ð? Eg býst ekki við þú ætlist ti! eg trúi því, ins- og sakir standa hér\ að þú sért að fara út og tlir að vera að heiman þér til skemtunar, og sleppa f okkur hendinni. Eg trúi því ekki um þig-“ „Það er ekki að öllu ieyti skemtiferð. Eg á líka rindi, og í þessu seinlætisins landi Btendur samtal ft óheyrilega lengi yfir.“ „Stendur það nokkurn tíma yfir svo dogum kiftir ?“ „Það getur farið svo, að eg þurfi við fleiri en inn'mann að tala og. ef til vill, að ferðast spölkorn.; „Og þú vilt að eg annist heimilið í fjarveru inni?“ „Já, eiginlega er það meiningin. „Og þó ætlast þú til, að pg verði út í Selir „Nei, eg hefi ekki talað af mér,“ sagði eg hlæj- ndi en þó gramur yfir flónsku minni. „Eg á við, aö ú eigir að búa alt undir ferðina út þangað.“ „Víst talaðir þú af þér; en það gerir ekkert, eg <al gera það sem þú biður mig.“ Hún varð alt 1 'nu svo auðsveip, að mér varð hverft við. „t>ú ætlar þá að fara út í Sel með honum bróð- r þínum?“ >Já.“ „Og halda þar kyrru iyr\rí“ „Eg ætla að gera það sem þú baðst mig.“ , „Hvað meinar þú með því?“ „Að eg ætla ekki að láta þig einan eiga. alt á ættu. Eg skal fara með Cýrusi út í eyna, og svo em eg hingað aftur til þess að ,annast heimilið' angað til þú kemur.“ „En hér getur þú ekkert gagn gert, heldur ein- ngis aukið örðttgleikana. Eg vona þú gerir það „Gerum ráð fyrir, að þú þyrftir á bráðri hjálp að halda, og hér væri enginn til þess að senda þér hjálp? Eigum við að sleppa þannig af þér hend- inni ?“ „En slíkt kemur ekki fyrir, og þú gætir orðið hér í mikilli hættu. Eg ætla að biðja þig, Miss Grant, að gera það ekki.“ „Þú mátt biðja mig alls annars en þess.“ „En nú bið eg þig þess, og legg að þér að fara að orðum mínum. Eg bið þig í mestu hjartans ein- lægni að láta þér ekki koma slík óhæfa til hugar.“ „Heldur þú, að engu okkar sé ant um þig ? Eg á við,“ bætti hún við í snátri, „að okkur sé það ekki áríöandi á rneðan hann Cýrus er veikur, að þér mæti engin hætta?“ Og svo bætti hún enn við með ákafa: „Eg gæti ekki haldist hér við og vitað af þér í hættu — eg gæti það ekki.“ „En vrði eg í hættu—sem ekki verður—gæti eg þá ekki eins hæglega komið orðum út í eyna eins og hingað í Hvíta húsið?“ „Eg gæti það ekki; eg gæti það ekki,“ endurtók hún. „Má eg biðja þig að sýna mér þá persónulega velvild að fara að orðum mínum? Náttúrlega á eg ekkert tilkall til þess. Það kannast eg við; en eg skoða það sem sérlega mikinn velvildarvott. Eg skal ekki neita því, sem þú virðiet hafa gietið þér til, að það er ekki með öllu óhugsanlegt, að mér mæti örðugleikar i sambandi við mál þetta, og mér mundi verða langt um hughægra ef eg vissi af ykkur ó- hultum út í Seli. Irúðu mér til þess, að svo mikils( virði er mér það, að vita þig lausa við allar hættur, aS—“ Eg þagnaði alt í einu, því eg vissi ekki hvað ur þessu ætlaði að verða. „Er það svo?“ spurði Edna og leit til mín, og síðan til jarðar. ,,Hið eina, sem eg liefi sett mér fyrir, er að reyna að fá nauðsynlegar upplýsingar,“ sagði eg eftir dá- litla þögn; „en eg fyrirgæfi mér það aldrei ef slíkt leiddi til vandræða fyrir—nokkurn í Hvíta húsinu.“ „Heldur þú við trúum því ekki? En eg get ekki lofað þér þesptt. Þú verður að leyfa mér að gera það, sem eg álít bezt fyrir—alla hlutaðeigend- ur. Eg skal haldast við út í Seli, ef eg get það. Biddu mig ekki um að lofa þér meiru. Eg verð svo áhyggjufull.“ „Þú hjálpar mér bezt með þvt að vera þar; eg segi þér það satt.“ „Eg get ekki lofað meiru,“ sagði hún stillilega eftir dálitla þögn. „Jæja, eg vona eg hitti þig þar þegar eg kem aftur—verði eg ekki kominn heim í kveld áðttr en þið farið, sem eg tel lang-líklegast.“ „Og verði það ekki, viertu þá sæll og guð veri með þer;“ og mér til undrunar rétti hún mér hend- ma. „Mér þykir vænt um þú sagðir mér frá þessu,“ sagðt hún um leið og við tókum saman höndum. „Eg er, ekkt vtss um, að eg ltafi gert rétt,“ svaraði eg brosandi. „Eg held við séum að gera úlfalda úr mýflugttnni.“ En húr. gat ekki brosað á móti, svo ^hyggjuftill var hún. Undir leins þegar hún var farin flýtti eg mér að búa mig. Með aðstoð Stuarts bjó eg mig í föt Kóp- ríli, gerði fáein stryk í andlitið, batt klút ttm ennið, eins og eg hefði meitt mig, til þess að hylja sem mest af andlitinu, stakk á mig hlaðinni marghlevpu og nokkttrum patrónum, og var feröbúinn. Stiian átti erfitt meS að leyna því, að hann langaði til að vita hvað á seiði væri. „Eins og í gamla daga.“ sagði hatin loks; liann hafði verið hjá mér í mörg ár og oft á fyrri tímum séð mig búinn eins og Tyrkja. „Já, Stuart, og þagmælska er nauðsynleg nú eins og í gamla daga.“ „Eg veit það, herra minn. Og á eg að bíðá hér?" „Auðvitað. Hleyptu mér út um hliðardyrnar, og bustu vtð mér heim' eftir svo sem þrjá klukkutíma. Komi eg ekki heim aftur í kveld eða á morgun, þá láttu eins lítið á þrví bera og unt er. Þú mátt segja henni Miss Grant frá því, en engttm öðrum, verði hjá því komist. Eg býst við, að liann Mr. Grant verði fluttur út i Sel í kveld og flast vinnufólkið með honum; en þú verður að vera hér. Og gættu þess, að komi Miss Grant hingað aftttr, þá treysti eg aðal- lcga á þig að líta eftir henni. Mttndu það.“ „Eg skal gera alt, sein í mínu valdi sáendur," sagði ltann. „En komi eitthvað fyrir, get eg þá kotnið orðum til þén?“ „Nei, vegna þess eg veit ekki með vissu hvar eg verð.“ Að því búnu hlevpti hann mér út og lokaði á eftir mér, og eg skttndaði niðttr eftir hæðinni, í átt- ina til gömlu brúarinnar og skemstu leið til hítBs Marabúk pasja. Það var þéttings gola frá Marm- arahafintt og vafði eg því að mér kaf'tannin l»ngað til eg kOm í skjól við Stambúl. Þótt eg vissi, að Marabúk pasja væri slægur og skarpskygn, þa óttaðist eg ekki jafn mikið að hann sæi í gegn um dttlargerfi mitt eins og sumir af mönnttm hans. Þar voru vafalaust margir, sem Kópríli voru gagn kunnugir; og yrði eg nógu ólánssamur til þess að rekast á einhvern þeirra, þá gat ajt komist upp áður en við værum búnir að græða neitt á ferð minni. Eitt var þó í því efni mér í hag. Ibrahim hafði sagt mér, að allir menn Marabúk pasja hefðu megn- ustu skömm á Kópríli og hræddust hann sem 'spæj- ara. Fyr meir hafði hann verið þar í talsvert hárri skrifarastöðu, en vegna einhverra óknytta sinna fallið úr tigninni, en honum þó lpyft að vera með þeim skilmálum, að hann hefði á hendi framkvæmd illræð- isverka sem aðrir ekki fengjust til. En hatursaugu austttrlandabúa eru glögg; og á leiðinni heim að hús- inu hugsaðist mér ráð til þðss að draga úr hættu þessari. Það var að látast \iera veikur og meiddur af illri meðferð, segja, að eg hefði verið ilstrýktur og ganga eins og eg þyldi í hvorugan fótinn að stíga. Slikt mundi einnig gera það trúlegt, að eg ætti erindi við Marabúk pasja og ef til vildi flýta fyrir því, að eg kæmist á fund hans. Mér fór að líða hálf ilia þegar eg sá heim að húsinu, og þegar eg haltraði heim að því, velti eg því áhyggjuftillttr fyrir mér hvers konar viðtökur biðu niín þar. Þjonarnir tveir, sem á verði stóðu úti fyrir eins og hermenn úti fyrir konungshöll, könnuðust aug- sýnilega ekki við mig sem Kópríli og varð mér meira en lítið hverft við það. Eg hélt dularbúningurinn hefði mishepnast; en mér hægðist þegar dyravörður- inn heilsaði mér með nafni og fór að draga dár að mér. „Ó, tigni Hamid, heiðursverði sonur Sarims, þú sem hrækir á legstaði hinna dánu, hvað ilt boðar koma þín hingað?“ Eg gaut reiðulega til hans augunum og formælti honum í urrandi róm eins og Kóprili mundi hafa gert.. Þegar hann kom betur auga á andlit mitt þá hrökk hann við og horfði á mig hvössum augum; en málrómur minn sannfærði hann um, að eg væri Kópríli. „Svo vantrúuðu hundarnir hafa glepsað í þig, þú hinn elskulegi," hrópaði hann og hló ruddalega utn leið og hann vék sér að tveimur eða þremur mönnum öðrum í ganginum. „Hér er kominn Hamdi hinn hugumstóri, hinn fóthvati, hinn sannsögli, hið göfuga uppáhalds herra okkar—pasjans,með sprunginn skall- ann og fæturna af sér gengna eftir vierðskuldaöa og maklega ilstroku. Sé eg ekki hundur þá missýnist mér ekki. Hafi hinir vantrúuðu þökk fyrir, segi eg.“ Og svo hlóu þeir alhr. Þetta fór eins heppilega og unt var; því allir urðu samhljóða í því að dára mig og smána og eng- inn þeirra efaðist nú um, að eg væri Hamdi. „Hundar; httndarnir ykkar,“ urraði eg svo náttúrlega,að Kópríli hefði ekki getað gert það betur. „Víkið frá mér; það er ekki öll nótt úti enn þá. Eg hefi fréttir að færa pasjanum; og ef þið ekki flýtið ykkur að segja honum, að eg eigi við hann brýnt er- indi,þá skal partur af tíðindunum verða saga um það, hvernig þið hundar hans takið á móti trúlyndum þjóni hans, sem kemur heim særður og marinn í þjónustu hans. Þið þekkið mig,“ og eg urraði og bað þeim ógurlegra bölbæna um leið og pg haltraði út t eitt hornið á ganginum og settist niður hljóðandi til þeps að strjítka fæturna. „Þekkjum vð þig, Hamdi, höfuðlygarann, sem aldrei verðttr til náða Oekinn fyr en allir illræðis- menn verða í viðurkenningarskyni fyrir glæpaverk sín gerðir að spámönnum/l//a/tf“ hrópaði dyravörð- urinn, þreklegur maður og djarfari og einbeitttari en hinir, sem allir hörfuðu undan af hræðplu við ógnanir mínar. „Já, víst þekkjum við þig. Farðu inn, Ulmet, og segðu pasjanum að hann sé kominn.“ sagði hann við einn manninn. „Ert þú mikið medd- ur, Hamdi?“ Eg leit til hans urrandi og jós yfir hann óþvegnum blótsyrðum. „Þú hiefir æfinlega viðbjóðslegur verið, Hamdi, hvort heldur þér er sýnt gott eða ilt, og munt ætíð verða; en flytjir þú sögur um mig þá rekur þú þig á það, að Akmet getur verið þunghentari en nokk- ur vantrúarhundur. Farðtt því varlega;“ og að svo búnu yfirgaf hann mig. Eftir nokkttrar mínútur kom Ulmet aftur og sagði að Marabúk pasja vildi tafarlaust finna mig, og drpgst eg, eins og eg ekki þyldi við fyrir kvölttm, upp breiða stigann og til herbergis pasjans. Orðakast mitt við mennina niðri í ganginum var mér mikilsverð æfing. Mér fanst eg nú vera kominn að ákveðinni niðurstöðu t því hvernig eg ætti að leilca Kópríli, og eg vera laus við alt hik og taugaóstyrk, sem eg fyrst ekki var latts við. Eg skjögraði inn "1 stofuna, þar sent Marabúk pasja beið mín sitjandi við sama borðið sem hann sat við þegar við Grant heimsóttum hann. Og með því eg ekki vissi hvernig hann var vanur að taka á móti Kópríli þá fann eg upp á bragði þegar eg var kominn svo langt inn á gólfið, að málleysingjarnir báðir voru að baki mér. Eg hneigði mig djúpt og datt síðan viljandi flatur á gólfið og veinaði eins og eg ekki gæti afborið kvalimar af meiðslum mínttm. „Eg bið herra rninn auðmjúklega fyrirgefning- ar,“ vteinaði eg. „Hans óverðugur og ógæfusamuc þjónn er aumlega mteiddttr og þjáist rnikið."

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.