Lögberg - 26.10.1905, Síða 1

Lögberg - 26.10.1905, Síða 1
Byssur dg skotfæri. Takið yður frídag til þess að skjóta andir og andarunga. Við höfum vopnin sem með þarf. Við höfum fáeinar byssur til leigu og skotfæri til sölu. Anderson ðc Thomas, Hardware & Sporting Goods. S38Main Str Telephone 339. Steinolí uofnar, í kveldkulinu er þægilegt að geta haft hlýtt í herberginu sínu. Til þess að geta notið þeirra þæginda ættuð þér að kaupa hjá okkur steinol- íuofn. Verð $5 00 og þar yfir, Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. S38 Main Str. Telephone 339. 18 AR. Winnipeg, Man.. Fimtudaginn, 26. Október 1905. NR. 43 Fréttir. Yfir smáþorp nokknrt í Illinois ríkinu, sem Sorento heitir, gekk fellibylur í vikunni sem leið. Varö illviörið fjórum mönnum að bana og braut og skemdi til murta ná- lægt því fimtíu íbúðarhús. Aukaþinginu sænska í Stokk- hólmi var slitið hinn 18. þ. m. 1 þinglokin hélt Oscar konungur stutta ræðu og kvartaði hann yfir að sér þætti miður fara að ríkin, Svíþjóð og Noregur, hefðu rofið bandalagið. Kvað hann það vera sína innilegustu ósk og von að varanlegur friður, sátt og sam- lyndi, yrði jafnan á milli þessara tveggja þjóða. Hinn aldraði kon- ungur var svo hrærður á meðan hann var að halda ræðuna, að honum hrukku tár af augum hvað eftir annað. Seinni hluta vikunnar sem leið gckk óvanalega mikið rokveður yfir Huron, Michgan og Erie- vötnin og varð að því hið mesta tjón og mannskaðar. Margir menn druknuðu og ellefu skip brotnuðu í spón, en fimtán skip skemidust meira og minna og rak á land. Hjá Indíánum, sem halda sig kringum Fraser Stewart fijótin í Brit. Columbia lítur nú út fyrir bjargarskort í vetur sökum þess að veiði hefir brugðist x ám og vötnum þar í sumar og haust. Er svo sagt að frá fjögur til fimm þúsund Indíánar séu þar á þessu svæði, sem rétta verður hjálpar- hönd. í rúm tvö ár hefir Bandaríkjar stjórnin átt í málurn út af klaustra-eignunum á Philippine- eyjunum. Voru það fjögur hundr- uð og tíu þúsund ekrur af landi, sem deilan var unx, og nxúnkarn- ix ekki vildu sleppa. Bandaríkja- stjórnin hefir nú unnið nxálið. í Baku við Kaspxahafið lítur út fyrir, að ekki verði þess langt að bíða þangað til nýjar óeirðir brjótist út. Hafa Múhamedstrúar- menn þeir, sem heima eiga i borg- inn, gert hinum rússnesku íbúum borgarinnar aðvart um að þeir af þeim, sem nú eigi heiiua þar í húsumArmeníumanna, sé ráðlegast að flytja sig sem fyrst, því á íbúa allra þeirra húsa verði innan skanxms ráðist og húsin rifin niður til grunna. Kaupmenn í Sarnia, Ont., hafa nýlega borið upp vandkvæði sin fyrir stjórninni og heimta rögg- samlegri tollgæzlu þar í borginni en átt hefir sér stað að undanförnu. Segja þeir að töluvert miklu af tollskyldum vörum sé launxað inn þangað, og séu þær vörur síðan seldar töluvert lægra en þeim sé hægt að selja þær eftir að hafa borgað toll. Að mestu leyti er það kvenfólk, sem kaupmennirnir segja að standi fyrir þjví að lauma in'» vörunum ótolluðum. MariaTeresa, systir Alfons Spán- arkonungs, og sú eina af systrum hans, sem nú er á lífi, er trúlofuð Ferdinand prinzi í Bavaríu. Prinz- inum ætlar Alfons konungur að veita aðalsmannstign og réttindi á Spáni. Flotasýningu allmikla eru Jap- ansmenn að halda í Yokohama nú í þessari viku og eru fjörutíu her- skip af ýmsri stærð þar saman komin til að taka þátt í sýningunni. Kosningarnar í Alberta eiga að fara fram hinn 9. Nóvembermán- aðar næstkomandi. Michael A.Doyle skipasmiður frá Quebec, hefir verið sæmdur heið- urspeningi, fyrir rösklega fram- göngu í að bjarga 17 ára gamalli stúlku, Miss Charlotte L. De Cast- ner, sem reyndi að granda sér í St. Lawrence fljótinu í vor. Hún fleygði sér í vatnið, sem var 30—35 fet á dýpt og ísreki mikill í ánni á því svæði. Doyle sá til hennar, varpaði sér þegar í stað í klaka- vatnið og tókst eftir miklar þrautjr að bjarga henni til lands. í Helena, Mont., er nýtekinix fastur skæður hrossaþjófur,George Case að nafni. Piltur þessi hefir verið forsprakki þjófafélags, sem á einu ári hefir alls stolið um 1,000 hrossum, mest frá Walley héraði,; biður lxann íxú dóms í Glasgow, Mont. í Siclney, Man., hafa menn sum- staðar fengið frá 58 upp í 63 bush. hveitis af ekru hverri. Þar er á-; litið land vænlegast til uppskeru, í öllu fylkinu. Prinzinn og prinzessan af Wales lögðu á stað seint í síðastliðinni viku til Indlands. Búist er við, að þau verða 6 mánuði í förþessari. Konungur og drotning og þeirra skyldulið fylgdu þeim á járnbraut- arstöðiixa. Hrunið er nýja söngleikhúsið í Neepawa, Man.; liúsið hrundi snemma nxorguns, og íxxannskaði kvað eigi hafa orðið, en um er kent illum og óvönduðum frágangi á múrbyggingunni. Skaðinn er metinn mörg þúsund dollara. Á síðastliðnu ári, talið til 30. Júní, hafa 886 menn beðið bana af járnbrautarslysum í Bandaríkjun- um, en 13,783 skaðast og íxxeiðst. En skemdir á vélum og vögnum taldar að íxema nálægt liálfri þriðju miljón dollara. Borin sam- an við samskonar skýrslu í fyrra, eru slysin í ár bæði fleiri og stór- kostlegri. Uppskerubrestur á hveiti hefir orðið allmikill í Mexico, og er því búist við að nauðsyn þyki bera til að afnema toll þann, sem hefir ver- ið á innflxxttu hveiti þangað, frá Canada og Bandaríkjunum, unx næstkomandi áramót. Stórkostleg myndastytta af Piusi páfa X., seixi safnað liefir verið samskotum til á meðal kaþólskra nianna um heinx allan, var nýlega reist í þorpinu íVenetian héraðjnu, er páfinn fæddist í. Voru þá og hátiðahöld mikil á Italíu í sam- bandi við afhjúpun myndastytt- unnar. Tala verkfallsmanna á járnbraut- um á Rússlaxxdi fer nú óðum vax- andi meö hverjum degi að hcita má. Berst verkfallið út með ótrú- legumhraða og má svo að orði kveða, að á öllum járnbrautum rík- isins geri það nú varj: við sig, og ekkert útlit sé fyrir að það verði stöðvaö fyrst um sinn. Haldi verk- falli þessu áfram enn um nokkurn tíma er talið víst að af þvx muni leiöa verkföll í flestöllum atvinnu- greinum i landinu. Borgin Mos- cow, sem er miðdepill verzlunar- innar í rússneska ríkinu, er nú at- gerlega slitin úr samhandi við um- heiminn sökum járnbrautar verk- fallsins, og hafa nú allar nauðsynj- ar þar stigið afskaplega í verði þessa viku sem nú er að líða. Sama er að frétta frá ýmsum öðrum borgum ríkisins, og þykir við því búið, að alnxenn uppreist hljótist af fyr en varir. Gottfred Ward, auðugur og vel- metinn bóndi frá Willow í N. D., rak sig í gegn í fyrrakveld á hey- forksálmu, er hann stökk niður á í xgáti út úr vagni, og dó e.ftir fáar .nínútur. Svo mikið fannfergi var konxið í Montana í gær, að farþegalest teptist þar i 12 stundir af þeixn sökum. Aðra stærstu brúna í Canada byggir Canadian Northern félag- ið yfir Saskatchewan ána rétt fyrir norðan Battleford. Nýjustu fréttir segja að brúarsmíðin fljúgi franx með degi hverjum. Stór sögunarmylna brann í Kexx- ora, Ont., 23. þ. m. Skaði eigend- anna, Keewatin Lumber Co., met- inn $60,000. Tveir unglingar, í South Lan- caster, Jolin King og Alexander Lafav.e, annar 16, en liinn 18 ára, fóru út að skjóta sér til skemtunar í gærdag. Þeir sáu íkorna, og La- fave bjóst þegar að skjóta hann, en rétt þegar skotið reið af byssunni, vékst King við, svo að hann bar fyrir byssuhlaupið, og fékk þegar bana. — Seint lærist mönnum gætni og varasemi á veiðiförum. MíHniar í Canada. Dr. Heroult, frægur frakkneskur nxálnivinslufræðingur, sem nú sem stendur er í Ottawa, hefir nýlega Iátið skoðun sína í ljósi á Canada sem málmlandi, og farast hor\um honum þannig orð: „Að tiu árunx liðnum getur ekki hjá því farið að Canada verði orðið mjög mikið málmvinslur land. Þá mun járnvöru iðnaðurinn verða orðinn meiri í Canada en nokkru öðru landi og nógur til út- flutnings til að byrgja aðrar þjóðir heimsins með járnvöru. Það verð- ur sama hvað járnvörurnar snertir cins og með hveitið. Að einum ára- tug liðnum verðui ræktað meira hveiti í Canda en nokkurs staðar annars staðar á hnettinum. Franx- leiðsla járns, ódýi'ari en annars staðar, \ verður þá orðin mikilvæg atvinnugrein í Canada. Sorajárn er undirstöðuefnið bæði í því stáli, sem notað er til bygg- inga og öðru stáli. Nú sem stendur verja Canadamenn frá fimtíu til sextiu miljónum dollara tii þess að kaupa fyrir stál frá öðrum löndunx. Alt það stál mætti búa til í landinu sjálfu, úr efnum þejjm, sem þar eru fyrir hendi, og gætu landsmenn sjálfir gert sér það að atvinnugrein. Jafnvel þó kostnaðurinn við það að búa til járn og stál hér heima fyrir yrði svo inikill, að hægt væri að kaupa það að, eins ódýrt og inn- lcnda járnið og stálið, þá er þó sá kostur við, innanlands-franxleiðsluna að féð, sem til hennar er varið fer ekki út úr landinu. En nú er nokkurn veginn óhsett að gera ráð fyrir að kostnaðurinn við fram- leiðsluna þyrfti ekki að verða dýr- ari hér, heWur jafnvel ódýrari en viða annars staðar. Það er sannarlega ekki þýðingar- lítið atriði að geta haldið kyrrum í landinu þessum sextíu miljónum dollara, sem árlega er nú keypt fyrir járn og stál erlendis, að geta jafnframt fullnægt ekki að eins þörfinni innanlands fyrir stál í brautarteina og ýmsar byggingar, sem aukast ár frá ári, cftir því sem landið byggist nieira og meira, heldur selt með töluverðunx ágóða í öðrunx löndum afganginn, sem ekki þarf að brúka heima fyrir. Að svo miklu leyti sem menn þekkja til þá eru nægar birgðir af járni í Canada. I Svíaríki eru járnnániarnir,sem menn þekkja þa nú senx stendur, nægilega efnisríkii til þess að fullnægja þörfum heims- markaðarins í heila öld. Ef menn nú bera saman þær birgðir, senx tnenn vita um í Canada, þann dag i dag, og birgðir Svíaríkis þá er al- óhætt að staðhæfa að birgðirnar i Canad aeru þrisvar sinnum meiri en þær í Sviaríki. Er þ’ví engin ástæða til að óttast að ekki sé nægilegt verkefni fyrir hendi fyrst um sinn.“ ------ö------- Fréttir frá íslandi. Reykjavík, 22. Sept. 1905. C ' Mjóafirði er ritað 23. Júlí: — „Veðrátta er hér góð. Hitar og þurkar hingað til siðan fyrir upp- stigningardag, en brá nú um helgina lil votviðra. Grasvöxtur sæmilegur, einkunx á deiglendi. Byrjað að slá fyrir 3 vikum síðan. Fiskiveiðar hafa gengið mjög illa hér fyrir Austurlandi hingað til, og beita litil. En nú fer vonandi að batna úr beituskorti, því síld er far- in að veiðast í reknet hér úti fyrir f jörðunum. Hvalaveiðar hafa gengið vel. Ell- efsen er búinn að fá um 10,000 föt fsteiixolíutunnurj og Berg unx 6,000 föt af lýsi, töluvert meira en þeir fengu í alt fyrrasunxar. Látinn er hér í Mjóafirði 20. Júní einn af vorum helztú bændum.sjálfs- eignarbóndinn Árni Vilhjálmsson, á Hofi Vilhjálmssonar, 71 árs, en móðir lians var Guðrún Konráðs- dóttir Salómonssonar, sunnan úr Lóni, góð og kröftug ætt. Árni sál. var kvæntur Þórunni dóttur Einars heit. Halldórssonar og Önnu heit. Jónsdóttur. Þau bjuggu í Firði. Mestu dugnaðar og merkishjón, og cin hixx auðugustu hjón á sinni tíð á Austfjörðum, og lifir hún mamx sinn. Árni sál. var mesti dugnaðar- nxaður og smiður allgóður.var mesti heiðursnxaður sem ekki vildi vamm sitt vita,mjög tryggur vinum sínum, skenxtinn og glaður. Hann var fríð- ur og föngulegur maður,þegar hann var i broddi lífsins og bauð alt af af sér nxjög gcðan þokka. Hann var jarðsunginn 29. Júni að viðstöddum fjölda fólks. Börn þeirra hjóna eru mörg á lífi; meðal þeirra er Vil- hjálnxur bóndi og borgari á Hánefs- stöðum í Seyðisfirði, Jón organisti og kennari í Mjóafirði, Einar bóndi á Hofi og Arnlaug hjá móður sinni. Auk þeirra eru 3 systur álífi, tvær giftar og ein ógift"1 Látinn er 13-þ.m. Hákon Eyjólfs- son þóndi á Stafnesi í Rosmhvala- neshreppi, einhver hinn langefnað- asti og merkasti bóndi suður þar. Hann dó úr lungnabólgu. Heiðursgjafir úr styrktarsjóði Kristjáns konungs 9. hafa hlotið:— Jón Sveinbjarnarson bóndi á Bilds- felli í Grafningý og Helgi Laxdal bóndi í Tungu á Svalbarðsströnd, 140 kr. hvor fyrir framúrskarandi dugnað I jarðabótum. — frjóðólfttr. Reykjavík, 6. Sept. I9°S- Um bráðabirgðarbólusetninguna í haust sem leið hefir Magnús Ein- arsson dýralkknir birt skýrslu í Frey síðasta. Hann segir að bólusettar hafi verið nær 21. þús. fjár, og hafi þar af drepist 37 alls af bólusetn- ingunni en 343 kindur af pest síðar eða nær 1 2-3. af hundraði. En af óbólusettu fé á sömu bæjunum, 7,- 36i alls, dóu úr bráðapest 385, sama >em tæpir 51 af hundraði.— Pestin hafði verið nxiklu skæðari í vetur en árið áður. Bóluefnin eru þrennskonar: hvitt, blátt, og silkiþráður. Hvíta efnið reynist bezt, þ. e. mest vörn í þvi og er kindinni ekki hættulegt, ef það er blandað hæfilega bláa efn- inu. — Dýralæknirinn kvartar um, að menn vanræki margir að senda sér skýrslur um árangur bólusetn- ingarinnar. Minna megi þó ekki vera en að þeir geri það, er þeir fá bóluefnið fyrir ekki neitt. Smjörsalan á Englandi héðan í sumar ætlar að ganga mikið vel. Þeir Garðar Gíslason og hans fé- lagar í Leith seldu viðstöðulaust á 92 a. pundið i 50 tunnum af smjöri, sem þangað kom með síðustu ferð. Botníu; hún fór héðan 8. f. m. Það smjör var alt frá Rauðalækjarbú- inu í Holtum. Það kvað hafa sent alls i sumar til þessa 180 tunnur. Alls eru búin 24, sem sjör hafa sent út i sumar frá Reykjavík. Ekki kunnugt hvað mikið það er orðið, nema að i íshúsið hafa komið 1,623 ílát og xærið flutt flest þaðan með Botniu í kældum klefa. Sumt hefir aldrei komið þar, hafi hizt svo á, að skip hafi verið rétt að leggja á stað, þegar smjörsendingin kom. Norðurfaraskipið Belgica kom lxingað á höfn fyrir nokkru, nál. hálfum mánuði, frá Grænlands ó- bygðum, og ræður fyrir þvi Loðvik Filipp Robert, hertogi af Orleans, sonur LoðvíksFilipps greifa af Par- is, en sá var sonur Loðvíks Filipps Frakkakonungs, þess er hrundið var af stóli 1848. Hertogi þessi er nú ættarjöfur Orleansliöfðingjanna, en þeir kalla tfil rikis á Frakklandi, jafnhliða ætimönnum Napoleons nxikla. Hann er rúmlega hálffertug- ur að aldri (í. 1869) og hefir gefið sig töluvert við vísindalegunx rann- sóknarferðum. Þau eru bræðra- börn hann og Maria prinzessa x Khöfn, kona Valdimars konungs- sonar. Hann hefir alist upp á F.nglandi og Þýzkalandi. Enda eru þeir frændur útlagar af Frakk- landi. Hertoginn lagði norður i höf frá Trunxs í Noregi sncnxma í Júnimán- uði og hélt norður um Spitzbergen til Grænlandsstranda. Þar skutu þeir félagar á isum 12 hvítabirni og nokkra rostunga. Meðferðis höfðu þeir hér á skipinu 2 hvitabjarnar- liúna lifandi og hund grænlenzkan, cr þeir höfðu fengið í Trums. Skips höfnin var norsk mestöll. •— He-- toginn brá sé rtil Geysis og Hek. og nokkrir förunautar hans. Skrifað er ísafold vestan af Breiðafirði i f.mán.,að Guðm. prest- ur Guðmundsson í Gufudal hröklist frá því brauði í haust og flytji sig með fólk sitt til ísafjarðar.í von um einhverja atvinnu ]?ar, við skriftir eða því um llkt. „Það er sorglegt, að prestar skuli, hver af öðrum, neyðast til að flýja prestaköllin. Tekjur þeirra af þessum litlu brauö um eru ekki helmingur á móti góðu skipstjórakaupi, enda mun Gufudal- ur vera eitt af aumustu brauðum landsins, og legst nú líklegast alveg niöur, sem vonlegt er.‘‘ Marconistöðin starfar enn hér, en óvíst hve léngi. Því eftir lögunum frá þinginu núna unx ritsíma og tal- sima m. m., svo og ritsímasamningn um alræmda, þá er Ritsímafélaginu norræna seldur í hendur einkaréttur yfir loftinu milli Islands og annara landa, og má stöðin hér ekki starfa úr því þiau þau lög ganga i gildi.— Mr. Capito, erindreki Marconifél.,. sá er hér hefir dvalist i sumar, fór í fyrradag heimleiðis nxeð Hóluni og Lauru. Mr. Densham, sá er stöðv- arinnar gætir, verður hér áfram, þangað til skipun kemur um, að hún eigi að hætta að starfa og leggj ast niður. Reykjavík, 13. Sept. 1905. Á Hvítárvöllum brann 8. þ. m. heyhlaða mikil ásamt áföstu fijósi fyrir 15 kýr og hesthúsi, alt til kaldra kola, en þó svo, að nálega helming af heyinu i hlöðunni tókst að bjarga, 3—400 hestum, af 7— 800, sem hún tók og var hér um bil full. Eldurinn kom upp um há- bjartan dag, laust fyrir hádegi, og brunnu húsin á örskammri stundu. Mun hafa verið borið ógætilega nxikið saman af heyi í hlöðuna, geilalaust, og kviknað í heyinu nið- ur við gólf. Menn fjölmentu af næstu bæjum til að hjálpa, þar á rneðal Hjörtur skólastjóri á Hvann- eyri við 16. mann, og stýrði hann aðallega björgunarviðleitninni af miklum vaskleik, en hún var í því fólgin aðallega, að ná sem mestu af heyinu út úr eldinum og að verja önnur hús á bænum, sem öll voru f háska, með því að bálið var svo nxikið og veður hvast nokkuð. Þar á meðal var íbúðarhús bóndans, Ól- afs Davíðssonar, og mjólkurskólinn með íbúð Gröixfeldts kennara. Eldur lifði í rústunum fram um nxiðjan dag á laugardaginn. Hann hafði magnast svo aftur um nóttina í milli, að sent var þá aftur eftir mönnum að Hvanneyri til hjálpar, en þeir þá að eins nýháttaðir eftir heimkomuna frá brunanum. Föturnar frá mjólkurbúinu komu að góðu haldi sem slökkviskjólur. En brunnar þrutu brátt og varð að sækja vatn i Hvítá til að slökkva, en það er góður spölur. Húsin, sem brunnu, voru frá tíð Andrésar Fjeldsted, lxlaðan og fjós- ið; en hesthúsið gert upp úr öðru fjósi, sem baróninn hafði reisa lát- ið Alt var þetta óvátrygt. Er gizkað á af kunnugum, að húsin muni hafa verið unx 2,000 kr. virði. Verður þá beinn skaði að heyinu meðtöldu nokkuð á 4. þúsund. 'il's'afold. ------o------- Dauöadagur Nelsons og sigur- dagurinn viö Trafalgar. Uixx gjörvalt brezka veldið liefir '.íæstliðinn 21. Október, 100 ára sigurdagur orustunxxar við Trafalg- ar, en dauöadagur Nelsons, nxestu sjóhetju Englendinga, verið hátíð- legur haldinn með mikilli víöhöfn. Mest var þó um dýrðir á Eng- landi sjálfu. Minnispeningum og myndum hetjunnar var útbýtt um skólana hvervetna, og opinberu byggingarnar hvervetna skreyttar fánum og alls konar skrúöi. Aö standmynd hans, á Trafafgar Square, streymdi múgur og marg- mexxni, svo eigi varö tölu á korniö, og á skipinu hans, „Victory", sem liggur í Portsmouth, voru ótelj- andi lofræður haldnar um hinn mikla sjógarp Englands, einmitt frá þeim bletti á þilfarinu.sem hann féll á, meö nafn gtxös og fööur- landsins á vörunum.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.