Lögberg


Lögberg - 26.10.1905, Qupperneq 2

Lögberg - 26.10.1905, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER 1905 Skoöanir Igorrota forinftjans. ('Framh.) Síðan komu Ameríkumenn og ráku burtu Spánverjana,þeir höfðu byss- ur, sem töluðu eins fljótt og manns- tunga, bang—bang—bang—bang. — iÞeir eru góðir vinir okkar, því að þeir hvorki brenna hús, né drepa fólk, og ekki heldur lemja þeir það svipum til að vinna. Ástæðan fyrir því að við erum hér komnir er sú, að láta Ameríkumenn fá kost á að læra okkar háttu og siði, þvt að þeir eru vinir okkar, svo að þeir þurfi ekki að vinna frekar en við, en geti lifað góðu lífi. Mentun okkar er eldri en þeirra, og því er það engin furða, þó þeir viti færra en við. Fyrsti Amerikumaður, sem við hittum kom okkur til að hlæja, en samt geðjaðist okkur vel að honum. Hann gaf okkur margar gjafir, en bað ekki um neitt aftur nema orma, flugur og ýms önnur smá- kvikindi, sem hann lét í flöskur og kassa, og þegar hann lagði af stað, fór hann með nærri nógar byrðar fyrir tvo vísunda. Þegar hann fór út að veiða flug- urnar, fóru litlu börnin okkar oft með honum, og þótti skritið að sjá hann ná flugunum með neti, sem hann batt á stöng. Hann var dug- lcgur veiðimaður. Sumir metin af okkar þjóð, sem komið höfðu til stórbæjanna þar sem Ameríkumenn búa, sögðu _<>«■ ur að ]?ar yrðu menn vitlausir af einhverju, sem þeir drykkju. Þeir æddu um hrópandi og berjandi þangað til þeir sofnuðu. Liklegt er að þessi maður, sem kom til okkar hafi verið vitskertur, en hann var hægur og stiltur og gerði ekkert ilt af sér. Hann spurði um alt: um trú okkar, dýrin í skóg- inum og ótal margt fleira. Þegar hann var að spyrja okkur hélt hann á bók og stíl, sem hann gerði með svört merki, og hann sagði,að þessi svörtu merki gætu alt af sagt sér hvað við hefðum frætt sig um. Þetta var eitt t. d. um brjálsemi hans. Víst var það að hann var ekki með sjálfum sér, því að hann sagði að jörðin væri hringmynduð og sólin stæði kyr og gengi ekki 1 kring um jörðina. En við letum ekki blekkja okkur þannig þvi að við sjáum sólina færast áfram a himninum, og sama segir gamla sagan, sem allir vita að er sönn. Eg er viss um að hann hefði aldrei sagt alt þetta óbrjálaður. Fyrir hér um bil tveim árum síð- ast var hjá okkur Ameríkumaður, sem var sérlega vænn við okkur. Hann gaf okkur mikið að glertölum og speglum, og margt fleira; hann vildi fara með marga af okkar fólki til síns lands, svo að það kendi Am- eríkumönnum lifnaðarhattu okkar. Margir af Bontocmönnum fóru með honum, en þegar þeir komu aftur höfðu þeir svo mikið að segja, að það entist þeim heila þrjá sólar- hringa, og þegar þeir loks voru búnir, sögðust þeir hafa gleymt mörgu. Þeir sögðu að Amerikumenn ættu litlar sólir, svo margar að þær væru óteljandi,og þær lýstu upp alt land- ið þó niðdimm nótt væri. Þar sögðu þeir að fólkið ferðaðist um í húsum,sem ganga af sjálfu sér, eins fljótt og fugl flygi. Húsin í Anieríku sögðu þeir að væru jafn há hæstu trjám, sum. Ekki sýndist okkur það hagræði, þvt erfitt er að klifra upp trén hjá okkur. Alla þá stund, er ferðamennimir voru að segja fólkinu frá því, sem þeir höfðu séð t Ameríku, var dýrð- leg veizla haldin í þorpinu okkar.og var það sú mesta, sem eg man eftir. Fólki úr mörgum þorpum var boðið þangað, og slátrað 150 vJsundum,v og fjölda svína og geita. Svo var gnægð fuglakjöts alls konar og á- vaxta framborin. En höfðingjun- um var fært hundakjöt og átu þeir 23 allra fallegustu hunda. Hundakjöt er íínasti réttur hjá okkur, bezt þykir okkur kjötið af feitum og fallegum 5 ára hundum, þegar það er steikt með sætum jarðeplunj. Við étum hundakjöt þegar við leggjum í orustu, því það gerir okkur hugdjarfa, og skerpir heyrn okkar og lyktnæmi. Meðan á veizlunni stóð var danz- að alla tíð, og gestimir dvöldu hjá okkur í viku. Þegar vikan var lið- in lagði eg á stað til Ameríku með stærri flokk manna, til að sjá öll undrin, og er það í fyrsta sinn á æfinni, sem eg fer dagleiðarlengd frá Bontoc. Við fórum fyrst i gegn um mikla skóga og var hitinn ákaflega mikill þegar við fórum of- an eftir fjöllunum, því að þó kalt sé og þægilegt upp á þeim, þá er svo heitt hiðri í dölunum að menn detta niður eins og dauðir. Hvítu mennirnir, sem fylgdu okk- ur áttu bágt með að ganga fyrir þyrnunum, sem stungu þá, og við hlógum að þeim og drógum þá á- fram. Eftir 20 daga komum við að vatninu mikla og höfðum þá farið 130 mílur. Jafnlanga leið fórum við á hálfum degi, þegar við höfðum stigið á eldbát hvítu mannanna. Við komum síðan til stóra bæjar- ins, þar sem áður bjuggu Spánverj- ar, en nú Amerikumenn. Við höfðum naumast tíma til að líta á bæinn, því aftur urðum við að fara út á annan bát, sem var á- líka langur og vegur sá, sem maður getur hlaupið á þrem andardrögum, hann var svo stór að hann hefði vel rúmað alla þorpsbúa okkar. Margir menn voru á bátnum á ýmsum stöð- um. 1 honum logaði mikill eldur alla tið, líkastur þeim, sem eg hefi séð brenna niðri í eldfjalli, og eg var loghræddur um, að hann mundi brenna okkur öll til agna, en hvítu mennirnir réðu við hann. Þessi eldur rak bátinn áfram hvernig svo sem það var, það er mér ókunnugt. Við héldum áfram á nóttunni alveg eins og á daginn og fjarska langa leið fórum við, og stönzuðum aldrei. Eftir einn eða tvo daga sáum við ekkert land fram- ar og aldrei hefði eg trúað því, að til væri svo stórt vatn og eg sá þá. Eg vissi ekkert hvað við fórum, en það var maður uppi á bátnum að aftan, sem sagði honum hvert fara skyldi. En eg skil ekkert hvernig hann fór að rata rétta leið, því í marga daga sáum við ekkert nema tómt vatn. Eftir Iangan tima komum við til Ameríku, þar sáum við bæ eftir bæ, fullan af nýjum undrum. AIIs stað- ar þyrptist hvita fólkið í kring um okkur, og lézt vera hissjt á að sjá okkur.Marga daga flugum við áfram i húsum á hjólum, og það leit út fyrir að landið ætlaði aldrei að enda, en seinast komum við þó að vatninu aftur og staðnæmdumst hér í Coney Island, þar sem virðist alt af vera sífeldar veizlur og gleði. Við heyrum hér sífeldan söng, hvar sem við erum, en það er ekki söngur, sem lætur vel í okkar eyr- um. Margir koma til að sjá okkur, á hverjum degi, og við segjum þeim alt um okkar hætti. Allir eru hér klæddir í föt, jafnvel börnin. Við aumkvum þá, það er ómögulegt að þeim líði vel, nema sól og vindur nái til hörunds þeirra. Ef til vill skammast þeir sín fyrir, að láta sjá nokkuð af líkama sinum, því flestir eru þeir magrir og ósællegir. En þetta stafar af því að þeir vinna svo mikið, það er mesta vit- leysa, menn, sem vinna mikið, deyja snemma. Alt, sem við þurfum með, vex í skógunum, við byggjum húsin okk- ar úr sykurreyr, og þekjum þau með laufum, konurnar vefa mittis- skýlur okkar, og fæðu höfum við nóga, alt í kring um okkur. Hvers vegna lifa Ameríkum^nn ekki eins og við ? Eg skyldi fræða þá um alt, sem eg get, ef eg gæti talað við þá. Þeir ættu að venja börnin sín á að ganga nakin, því ef guð hefði ætlað börnunum að vera í fötum, þá hefði hann klætt þau sjálfur. / Eg hefi séð margt, sem eg hefi undrast mikið, en eg ætla ekki að segja neitt af því heima í Bontoc. Sjálfir eigum við þar stóra sól og tungl til að lýsa okkur, svo við höf- um ekkert með smásólir ykkar að gera. Húsin ykkar, sem fljúga eins og fuglarnir, eru einskisvirði fyrir okkur, því að við ætlum aldrei að fara frá Bontoc. Þegar við kom- umst þangað heim ætlum við að dvelja þar, því það er bezti staður- inn, sem til er á jörðunni. Undarlegasti hluturinn, sem eg hefi séð er pípan, sem þið talið inn í svo að til ykkar heyrist svo dag- Ieiða lengdum skiftir. Eg hefi reynt að komast að hvernig á þessu standi, en eg get það ekki. Það gerir líka ekkert til; við J Bontoc getum látið hljóð berast svo langan veg, sem nauðsynlegt er, með því að slá á holt tré með viðar- búti. Land ykkar er skemtilegt og fólk- ið líkar mér vel, en samt ætla eg að snúa aftur til Bontoc og vera þar þangað til eg dey. Ekki veit eg hvað gamall eg verð, en fólk hefir orðið mjög gamalt í Bontoc, alt að 300 ára. Sögukorn þetta er tekið úr „The Independent." Foringinn, er söguna segir, er Filipino-eyjaskeggi, sem í sumar kom til Coney Islífnd. Á mjög barnalegan og einkenni- legan hátt ber hann saman lífskjör þjóðar sinnar, og ■ lífskjör menta- þjóðanna,. og þykir ekki mikið til munarins koma. -------o------- Eftirmaeli. 5. Október 1905 andaðist að heim- ili sínu í West Selkirk heiðursbónd- inn Guðmundur Árnason, nær 45 ára að aldri, fæddur 19. Nóv. 1860, að Setbergi í Borgarfirði í Norður- múlasýslu. Foreldrar hans voru mérkishjónin, Ásmundur Ásmunds- son Jónssonar, og Elín Katrin Beni- diktsdóttir Gíslasonar Halldórsson- ar, prests að Desjarmýri í Borgar- firði. Móðir Elínar Katrínar var sóma- konan, VilborgGuðmundsdóttir, syst i,- merkisbóndans Jóns sál. Guð- mundssonar í Kelduskógum í Beru- neshrepp í Suðurmúlasýslu. Guðmundur sál. ólst upp hjá for- eldrum sínum þar til hann var 14 ára, þá flutti hann ásamt þeim og Vilborgu systur sinni að Njarðvík. Þaðan fór hann aftur með systur sinni og manni hennar, Gísla Jóns- syni Sigurðssonar og foreldrum sínum að Jökulsá í sömu sveit, sem vinnumaður; árið 1887 Auttist hann ásamt foreklrum sínum og Vilborgu systur sinni og manni hennar, Gísla Jónssyni til Ameríku, og settist að við íslendingafljót í Nýja íslandi, í Geysisbygð. Þar nam Guðmundur sál. land og reisti bú. 6. Apr. 1891 gekk hann að eiga, yngismey Ragn- heiði Jónsdóttur Finnbogasonar, og Hildar Jónasdóttur frá Höskulds- staðaseli í Breiðdal. Faðir hans flutti til hans og andaðist hjá hon- um í Selkirk, en móðir hans dvaldi hjá systur hans Vilborgu og manni hennar til dánardægurs, Þeim Guðmundi sál. og konu hans varð 5 barna auðið, og af þeim lifa fjög- tir. Sjö síðustu æfiár sín hafði hann við heilsuleysi að stríða, sem þrátt fyrir margítrekaðar læknatilraunir alt af ágerðist. Um tíma dvaldi hann vestur á Kyrrahafsströnd sér til heilsubótar, en alt kom fyrir eitt. Guðmundur sál. var skyldurækinn og ástríkur við konu sína og börn, sem nú harrna hann sárt, ásamt skyldmennum hans og vinurn. Því með allri framkomu sinni ávann hann sér velvild og virðingu alTra, er honum kyntust. Sjúkdómsstríðið bar hann með þolinmæði, og sá sómasamlega fyrir konu og börnum—auðsjáanleg guðs blessun,— þar sem hann þrotinn að heilsu eftirlét kcmu sinni og börnum töluverða peningaupphæð í lífsá- byrgð. Þetta sýnir meðal annars hver maður hann var. 6. þ. m. var hann jarðsettur að viðstöddum fjölda manns. Lengi Iifi minning hans. Vinur hins látna. 13. þ. m. þóknaðist guði að kalla til betra Hfs mann minn elskulegan, Jón Sveinsson, eftir 5 mánaða þunga legu, 71 árs að aldri. — Þetta tilkynnist hlutaðeigandi ætt- ingjum og vinum Geysir, Man., 15. Okt. 1905. Jóhanna J. Sveinsson. Þa,ð sorglega slys vildi til í Se- attle, Wash., þ. 30. Sept., að Árni Jónsson frá Þorlákshöfn í Árnes- sýslu á íslandi.slasaðist við útskipun á skipabryggju Great Northern fé- lagsins, sem orsakaðist þannig, að 1,500 punda járnplata féll ofan á hann. Þetta áfall var svo stórkost- legt, að allar læknistilraunir reynd- ust árangurslausar. Hann andaðist eftir þrjá daga, þ.3.0kt,og var jarð- settúr í Ballard, 6. s. m., að við-' stöddum fjölda fólks. — Árni sál. var 44 ára að aldri,hafði aðsetur í Ballard, og lætur eftir sig ekkju með þrjú börn í ómegði—S. Þann 16. Sept. síðastl. lézt að heimili sínu, Framnes P. O., Nýja ísl., Sigfús Jónsson. Jón faðir Sigfúsar bjó lengi að Refsmýri í Norður-Múlasýslu, en móðir hans var Guðbjörg Sigflús- dóttir prests að Ási í Fellum. Sigfús sál. var fæddur 12. Marz 1843. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum fram að þrítugsaldri; gekk þá að' eiga Guðrú(nu Hildfbrands- dóttur, sem lifir nú eftir og syrgir mann sinn. Skömmtj eftir gifting sína fluttu þau hjón vestur um haf, og settust að í Nýja Islandi. Þeim varð niu barna auðið og lifa af þeim fimm dætur. Rúmra 30 ára kendi Sigfús sálugi innvortis meinlæta, er stöðugt á- gerðust, og að síðustu drógu hann til dauða, eftir miklar þjáningar. Margra lækna var leitað en cnginn gat unnið bug á meinsemd hans. í fyrra var gerður holdskurður á Sigfúsi sál., á sjúkrahúsinu íWinni- peg, og leit þá svo út, fyrst á eftir, sem bati mundi í vændum, en það snerist þó á annan veg. Sjúkdóm- urinn tók sig von bráðar upp aftur, öllu kvalameiri en áður, unz hann gerðist banvænn sem áður er sagt. Sigfús sál. var þrekmaður mikill °g gengdi furðu hve mikill afkasta- maður hann var, jafn heilsulítill, og þó hann ætti, sérstaklega fyrstu ár- in, við mikla erfiðleika að stríða, lagði hann sig svo vel fram, að eigi þurfti hann neitt til annara að sækja. — Hann var maður greindur vel, síkátur og ræðinn, brjóstgóður og hjálpsamur öllum, sem bágt áttu. Hann var vel kristinn og hélt sinni barnatrú til dauðadags. — Aldrei skyldi æðruorð eða mögl heyrast af hans vörum, þrátt fyrir bágindin og sjúkdómsstríðið, því að trúin og traustið á drottin léttu honum lifs- byrðina og linuðu þrautirnar. Vér eigum hér einum af vorum beztu mönnum á bak að sjá, og er lians því sárt saknað, ekki einungis af ekkju hans og börnum, heldur og af öllum. sem þektu hann. Blessuð sé minning hans. Einn af vintitn hins látna. —------o------- Brosandi börn. Frísk börn eru aldrei önuglynd. Þegar börnin gráta og eru óvær, þá eru þau, með því eina móti, sem þeim er mögulegt, að láta móður sína vita að eitthvað gengur að þeim. Það getur bæði verið maga- veiki, nýrnaveiki eða tanntökusjúk- dómar. Þessir sjúkdómar læknast fljótt með Baby’s Own Tablets, og barnið fer aftur að brosa; hver inntaka framleiðir nýtt bros. Mrs. Mary E. Adams, Lake George. N. B, segir: „Mér hafa reynst Baby’s Own tablets svo vel við öllum barnasjúkdómum, að eg gæti ekki verið án þeirra." Sama er að segja um reynzlu allra þeirra mæðra, sem brúkað hafa þessar pillur, og þær vita að þetta meðal er ósaknæmt, því full ábyrgð er tekin á að það hafi ekki inni að halda nein eitruð ne deyfandi efni. Jafn óhætt er að gefa það nýfæddum börnum eins og hinum, sem stálpuð eru. Seldar hjá öllum lyfsölum eða sendar með pósti á 25C. askjan, ef skrifaði er beint til „The Dr. Williams’ Medi- cine Co., Brockville, Ont.“ Slœniur hósti lœknaSur. „Fyrir tveimur árum síöan félck hún litla dóttir mín aðkenningu af lungnabólgu, og hafSi á eftir mjög slæman hósta. Hún fékk stundum hóstaköst, áþekkust kíghósta, og margir héldu að henni mundi aldr- ei batna. Eg fékk mér eitt glas af Chamberlain’s Cough Remedy, sem reyndist eins og töframeöal. Hún hætti aS hósta, og er nú orðin stór og feit.“ Þannig ritar Mrs. Ora Bussard, Brubaker, 111. Þetta meðal fæst hjá öllum kaupmönn- um. Gearhart’s prjónavélar hinar nýju, eru þær einu, sem prjóna alt, hvort heldur er lykkju- snúið, tvíbandað algengt prjón Við erum útsölu- menn fyrir þær og óskum eftir að þér snúið yður til okkar þvf við getum sparað yður algerlega flutningsgjald frá útsöluhúsunum. Komið eða skrifið til okkar eftir upplýsingum. G. A. Vivatson, Svold, N. D. A. ANDERSON, SKRADDARI, 459 Notre Dame Aye, KARLMANNAFATAEFNI.—Fáeia fataefni, sem fá*t fyrir sanngjarnt verð. Þaö borgar sig fyrir Islendinga að finna mig áöur en þeir lcaupa föt eöa fata- efni. SÖGU faer hver nýr kaup- ■----------- andi í kaupbæti er borgar fyrirfram fyrir næsta árgang LÖGBERGS. “EIMREIÐIN” Fjölbreyttasta og skemtilegasta tímaritið á íslenzku. Ritgjöröir, myndir, sögur og kvæöi. Verö 40C. hvert hefti. Fæst bjá II. S. Bardal og 8. BergmnUa. TI1E CAN4DI4N BANK OE COMMERCE. á hornlnu & Kou o> laabel Höfuðotdll »8,700,000.00 Varasj<58ur »3,500,000.00 SPARLSJODSDEILDIN Innlög $1.00 og þar yfir. Rentur lagöar viö höfuöstól á sex mánaða fresti. Vlxlar fést á Englands banka aem eru borganleglr t /» Aðalskrifstofa í Toronto. Bankastjóri í Winnipeg er 0----JOHN AIRD-------o THE DOMIINION BANK. Borgaður höfnðstóll, $3,000,000 00 Varasjóður, - 3,500,000.00 Eitt útibú bankans er á horninu á Notre Dame og Nena St. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóðsdeildin tekur við innlögum, frá $1.00 að upphæð og þar yfir. Rentur borg- aðar tvisvar áári, í Júoí og Desember. T. W. BUTLER, Bankastjöri. Imperial Bank ofCanada Höfuðstóll.. $3,500,000 VarasjóBur.. 3,500,000 Algengar rentur borgaðar af öllum inn- lögum. ÁvfSANIR SELDAR X BANKANA X ís- LANDI, ÖTBORGANLEGAR f RRÓNUM. Útibú í Winnipeg eru: Aðalskrifstofan á horninu á Main st, og Bannatyne ave. N. G. LESLIE, bankastjórl. Noröurbæjar-deildin, á horninu á Main st og Selkirk ave. F, P, JARVIS, bankastjórl. DR A.V. PETERSON Norskur tannlæknir. Room 1 Thompson Block PHONE 2048. opp. City Hall. B@“Et þer þurfiö aö láta hreinsa, fylla eöa gera viö tennurnar þá komiö til mín. Verö sanngjarnt. Dr.M. HALLDORSSON, PavlE Rixrev, BT X> I Er að hitta á hverjum miðvikudegi | í Grafton, N. D,, frá kl. 6—6 e. m. STÆKKAÐAR 3IYNDIR, 16x20<Crayons á $2.00 hver 16x20 meö vatnslitum $3.00. MYNDARAMMAR: 16x20 rammar frá $1.00 og þrr yfir. Vér búum til myndaramma af öllum stæröum. Komiö og skoöiö þá. GOODALL’S Myndastofur 618/í Main st. Cor. J.ORan ave. 53Main st. cor. James st. Taylor st. Louise Bridge. ORKAR MORRIS PIANO Tónninn og;tUfinninginer framleitt á hærra stig og með meiri list en á nokk- uru ððru. Þau eru seld með góðum kjörnm og ábyrgstum óákveðinn tfma, Það setti að vera á hverju heimili, S L BARROCLOUGH & Co. 228 Portage ave. Winnipeg. H. E. CLOSE prófgenginn lyfsali. Allskonar lyf og Patent meðul. Rit- föng <fec.—Læknisforskriftum nákvæm- n gaumurgefinn. MaþleLeafReBovatiagWorks Við erum nú fluttir að 96 Albert st. Aðrar dyr norður af Mariaggi hotelinu. Föt hreinsuð.lituð.pressuð og bætt. TEL. 48». Dr. W. Clarence Morden, tannlœknir Cor. LoRan ave. or Main st. 620>é Main st. - - ’Phone 185. Plate work og tennur dregnar úr og fyltar fyrir sanngjarnt verð. Alt verk vel gert. Thos. H. Johnson, íslenzkur lögfræðingnr og mála- færslumaður. Skripstopa: Room 83 Canada Life Block. suðaustur horni Portage Ave. & Main st. UtanIskrift: P. O. box 1864, T’alefón 428. Winnipeg, Manitoba ^titnib eftir — þvf að — Eddjjs Buoslnoapapplr heldur húsunum heitum* og varnar kulda. Skrifið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, L^d. áGBNTS, WINNIPEÖ. Winnipeg Picture Frame Factory, Búö: 495 Alexander ave. Vinnustofa: 246 Isabel st. ’Phone: 2789. * Allar tegundir af myndarömmum búnar til. — Stækkum myndir. Viö þurfum umboösmenn víösvegar til aö selja fyrir okkur.— Heildsala og smásala. P. Ceok, Eigandi.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.