Lögberg - 23.11.1905, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.11.1905, Blaðsíða 4
4 LOGBERG flMTUDAGINN 23. NOVEMBER 1905 er gefiS út hvern fimtudag af Tlie Iiögberg Prlnting & Publishing Co., (löggilt), aS Cor. William Ave og Nena St„ Winnipeg, Man. — Kostar $2.00 um ,'triS (á. ísiandi 6 kr.) — Borgist fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Printing and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.William Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- scription price $2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 5 cts. S. BJÖRNSSON, Editor. M. PAULSON, Bus. Manager. Auglýsingar. — Smáauglýsingar í eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml.. Á stærri auglýsingum um lengri tlma, afs^áttur eftir samningi. Bústaðaskifti kaupenda verSur aS tilkynna skriflega og geta um fyr- verandi bústaS jafnframt. Utanáskrift til afgreiSslust. blaSs- ins er: The IiöGBERG PRTG. & PCBt. Co. p. o. Box. 136, Wlnnipeg, Man. Teleplione 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Editor Lögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er I skuld viS blaðið, flytur vistferlum án þess a8 tilkynna heimilisskiftin, Þá er það fyrir dómstólunum álitin sýniieg sönnun fyrir prettvislegum tilgangi. Noregur oK nýi konungurinn. ÞaS má heita nær því eins dæmi í hinni pólitísku heimssögu, hve stjórnarbreytingin i Noregi reiS liægt og hóglega af. Þjóðin hjó af sér útlenda fjöturinn,blóSs- úthellinga og bardagplaust, og hefir þar gefiS ölltim mentuSum kynslóSum ei'tt hið fegursta og siSmennilegasta dæmi til eftir- breytni1 á komandi tímum. Eins og kunnugt er orSiS, hefir þaS veriS ákveðiS, og af öllum hlutaðeigendum samþykt, að Danepri'nzinn Karl taki'við kon- ungdómi í Noregi, og verður þá breytt nafni hane, og heitit hann eftir það, Hákon sjöundi, kon- ungur Norðmanna. Eigi hefir það verið ámælislaust af öðrum þjóSum í Evrópu, að Norömenu skyldu taka konung yfir sig, að fengnu frelsinu. Eru þnð einkttm Þjóðverjar og Frakk- ar, sent þykir það furðtt sæta, að Norðmenn skyldu eigi gripa tæki- færið til að gerast lýðveldi, þar sem þeint hafi það bersýnHega vcrið i lófa lagið, án þess þó, að óttast hefSi þurft afskifti annara þjóða, út af þeirri stjórn^rstefnu. Telja þýzk blöð Noreg hafa mist þar svo gott sjálfstjórnar tæki- færi, að þvílíkt muni ekki til boða verða á þessari öld. Frönsk blöð taka alveg í sama strenginn en mikltt ákveðanara og skorin- orðara, og er það ekki nema í santræmi við stefnu og stjórnar- skoðanir Frakka. Aftur á nióti kvað Englands- konungur ánægður yfir því að dóttir hans komist á drotningar- stól í Noregi. Sjálf er prinzessa Mattd, kona prinz Karls, sögð að hafa ógeS á þessu tignarsæti, en vilja eigi styggja föðtir sinn né tengdafólk með því að leggja þvert nei fyrir tilboðið. Mælt er, að Danir sétt hinir státnii6tu }fir því, að konungsefn- ið hafi verið sótt í hirðsali þeirra; og hafa þeir við orð, að nú muni trygð samheklni allra þriggja skajidinavisktt landanna,, Svíþjóð- ar, Noregs og Danmerkur; en hætt er þó við, aö Svíþjóð standi feti fjær því sambandi.eftif jætta, en hingað til, þegar á skal herða, enda itiun það síðar reynast. Að Norðmenn sétt ámælisverðir af konungstökunni virði'st töluvert álitamál. Eigi verður borið á móti því, aö sú stjórn verður þjóð hverri hili happadrýgsta, aö ráðin séu sent mest í ltennar eigin ltönd- urti, en til þess þarf hún að hafa reynd og þroska til að nota fnelsiö sjálf sér til gagns og góða, sé hún því efgi vaxin verður sjálfstjórn- in henni að fótakefli, og endirinn vanhefður og tjón lands og lýös. Þar sem Noregur nú ttm lang- an tírna liafði veriö útlendu v^ldi háður, og þess vegna nýgræðing- ttr á pólitíska leikvellinum, viröist eigi nema hyggijegt og skynsam- legt at' ríkiiui að taka einmitt þessa stjórnarstefnu, um lei'ð og það hefir trygt sér og sinni pólitík, England, Evrópú-ljóni'S, sem allar þjóðir óttast, og allir vilja hafa aö bantlamanni. Enn fremur munu Danir styrkja NorSmenn.ef óving- ast tnundi með þeim og Svium. Og þótt Danir séu og hafi löngum þótt fremttr liðlétt þjóð, þá er fár svo aumur, að eigi sé betra aS hafa hann með én móti. — Bteztu og atkvæðamestu menn Norö- manna, t. d. Bjornstjerne Björn- son, ltafa gert sitt t(l að styðja þessa pólitik, og má að sjálfsögöu eigna honum stónan þátt einmitt í því stjórnarfyrirkomulagi, sem nú er á komi'ö..,, Aftur á móti mun eigi' svo fýsi- leg konungsstaSan sem í fljótu bragði' sýndist, því að Norðmenn munu ltafa svo um hnútana búið', efti’r því sem síðustu fregnir segja aS konungsvaldiS •mun vera líti’S meira en nafnið tómt, og mundi sanni' nær aö nefna embætti þaö arfgenga forsetatign, en konungs- embætti. Að öllum ástæðum vegnum og athuguðum, virSast Norðmenn hafa fariö ráðdeildarlega aö, í stjórnarbreytingu þessari, og von- andi, að þeir beri gæfu ti! að njóta, í friöi við aðrar þjóðir, blessunar þeirrar, sem sjálfstæði og rýmkaö frelsi veitir þjóS hverri. ------o------- Mun óoldinni á Rússlundi linna ? Margir eru þeiT, sem vænta þcss að Rússlands muni brátt bíða betri dagar. Eru þaö skoðan- ir merkra stjórnmálamanna, að Witte muni, með stillingu sinni og réttsýni* að síöustu fá upprætt innlandsóeirðirnar, með því að ráöa bót á orsökum þeirra, er hann hefir að sunut leyti til leiðar komið, og enn fremur með því að tryggja almúgann til friðar meS því að veita honum nauðsynleg og eftiræskt réttindi. Þó að sögumar af hryðjuverk- unurn á Rússlandi, liafi verið ein- hverjar ltinar ægilegustu á siðari tíinum, þá virðst líta svo út nú, sem frelsið mujii að síðustu ná yfirtökunum á þessu mikla ein- valdsbákni. — Stjórnin hefir í hvívetna oröið aö gefa eftir fyrir kröfum lýðsins heima fyriT, og stórkostlegar eru uinbæturnar, er Finnland hefir fengpð, keisarinn hefir orðið að láta að vilja fólks- irts og læygja sig undir ltann. Eigi verðttr annað séð, en að Witte gerf sinn part af umbótun- um af fúsum og~ frjálstun vilja, enda er slíkt eigi netna í samræmi' við alla lifskoðun hans og stefnu. Um vilja keisarans í þessu máli, sem öSru, gera inenn sfr ekki háar huginyndir, þvi alntenna álit- iö er þaö, aö maður sá, eigi eng- an sjálfstæöan vilja til i eigu stnni. v Aftur á nióti má telja það öld- ungis víst, að stórhertoga-„klikk- an“ og alt hennar skyldulið berst af alefli móti öllum umbótum og réttarfari, og kvað þeim og fylgi- fiskutn þeirra svíða þaö sárt, að finsku umbæturnar náöu fram að gauga. Tveir eru aðal andstæöinga- flokkarnir gegn Witte og stjórn- arfyrirokmulagi1 hans. I fyrnefnda flokknum eru jafrtréttisinennirnÍT svonefndu, eti þeir ertt æsinga- menn hinir allra svæsnustu, og hafa að leiðtogum, marga dæuula útlegöarfanga; þessi flokkur hefir megnustu óvild og hatur ,á keisar- anum, og ber ekikert traust til Witte né aögjörða hans. Þeir vilja ekkert nenta algerða stjórn- arbreyting, kalla stjórnarfaríð svi- virðilega misbrúkun einveldisins, og alt eftir þessu. Flokkur þessi vill hvorki annað heyra né sjá, en aö einveldií) sé afnumiS, en í sfað þess aítur sett algert lýöveldi, sni'ðiö og skapað eftir höfði þess- ara ofstækismanna. Hinn flokkurinn cr fylgi'liS Tre- poffs. þeir hafa vantrú á öllum umbótum, og taka höndum samau viS hrtin flokkinn í því, aö litils- virSa, ofsækja og áreita Witte, og þykir flest ilt er frá hans hendi kemur. Þeir gera sitt til, aö blása að óslokknum óeiröarkol- um, hvar sem þeir mega, cnda er enginn efi á þvi, aö þeir hafa trausta bakjarla, þar sem stórher- togaliöiö er. Mátti meðal ann- ars sjá það, í uppþotinu í Odessa og Kisineff; þar voru Gyðingar með uppreistarmönnunum, og heföu þeir átt aö vera þar öruggir fyrir sínuin eigin bandamönnum, en því fór fjarri, þar risu upp stór flokkar og réSust á Gyðingana, og myrtu þá unnvörpum. Lögreglu- liöiS skifti sér ekkert af þessu, en tók þvt meS stillingu og mestu ánægju. Þannig viröist það vafa- laust, aö hér ltafi skipanir komiS tii frá hærri stööum. Ómögulegt, að slíkt valdboð hafi komiS frá Witte, sem sjálfur er kvæntur kontt af Gyöingaættum, og hefir jafnan haldið taum Gyðinganna. Það er frá hinni títtnefndu stór- hcrtoga klikku, sein þessi heiSar- legtt afskifti hafa að öllu sjálf- ráðu komiö, því að hún vill enn reyna aö lianga í stjórnartaug- ttnum, meðan nokkur er máttur— inn, og nokkur ófúinn þáttur í ein valdskaðlmum. Witte ltefir í vök að verjast fyr- ir þessum tveimur flokkttm, þar sem annar vill umsteypa stjórnar- fyriromulagþ'nu, sem er, en hinn tryggja sér, með hvaöa meðulum, sem er völd þau og réttindi, er hann hafði í stjórn Rússlands, en sem nú er útlit fyrir.aö muni held- ttr fara þverrandi, að því skapi, sent frelsi manna festir öflugri' rætur með auknum umbótum. Þaö er enginn efi á því, að ef nokkurt mikilmenni' væri í jafn- réttismannaflokkinum, mundi keisarinn vera kominn burtu af Rússlandi, sviftur titli' og króntt. ESa ef einhver frábær hæfilegleika maður væri meðal ráðgjafanna eða stórhertogpnna, sem vildi nota vald sitt í þá átt, mundi hann geta leitt keisarann öldungis eftir vild sinni. En þessu er ekki að heiísa, það er enginn á öllu Rúss- landi, sem getur boðið gamla Witte birginn. Allar nýju umbæturnar eru rttnnar af hans toga, enda hefir hann fengið ótvírætt traust alls alniúga og borgaralýðs. Verka- menn hafa hætt verkföllunt, og járnbrautarlestir eru aftur í fttll- um gangi. Þeir voru líka eina stéttin, sem með söngvum og gleðiskap tólcu móti stjórnarbótar tilkynningunni'. Stjórnarandstæðngar reyndu þegar aö draga úr gleði fólksi'ns með því, að benda því á, að eigi bæri að treysta loforöum,' sem jafn oft heföu veri*ð svikin, og þau, er gefin væru á Rúss.landi. I.ýðurinn kvaö lítt hafa skip- ast við þær ræSur, en reyna viil hann enn einu sinni, hverstt lof- orð þtau veröa haldin, er honttm liafa nú verið gefin. Er tnælt að liann muni ánægður með að keis- haldi áfram stjórnarstörfum, ef innan mánaðar veröur búið að setja velkjörinn mann í sess Trepoffs, en vikja honum úr em- bætti, cnn frcmur aS prentfrelsi, trúarbragöafrelsi, og dómsmála- frelsi það er stjórnin hefir heitiö þjóðinni ltafi náö festu á þeim tíma og enn fleiri' umbætur, sem yrði hér of langt upp að telja. En fari svo aö þjóðin fái eigi uppfylt heit þáu, er henni hafa nú veriiö gefin, þá munti harðir tímar bíða,* bæði keisarans, og Witte. Neyöist þjóðfin til aö rísa enn einu sinni upp til þess að ná frelsi sínu, geri samband vfð herliöið , og skjóti þannig loku fyrir alla vörtt af keisara hendi, þá viröfst eigi bíSa lians annaö en útlegð t ókunnu landi, því aS eftir það mun hann aldrei eiga afturkvæmt í hið víðáttu- mikla riki sitt. ------o------- Gönuil frímerki hækka í veröi. VerSiö á götnlum frímerkjum hefir hækkaS mjög ntikið nú á síð- astliðnum tveimur árum. Flest- allar frímerkjategundir.sem nokk- ur eftirspttrn er eftir, ltafa liækk- aö ttm tiu af hundraði, og jafnvel hefir þaö ekki veriö óalgengt, að sérstakar frímerkjategundir hafi stigið í verði um fullan helming, eöa meira. Oft kemur það fyrir, að einhver sérstök frímerkjategund, sem ár- um saman hefir verið i lágtt verði, og mjög lítil eftiTspurn eftir, fer alt i einu aö stíga í verði. Kemur þetta til af því, aö menn hafa ekki varaö sig á livað litlar birgðír væru til af þessum tegundum, og hvað litiS eftirspumin þart aö aukast*, af tsinhvet;jum sérstökum, atvikum, til þess aö þær verði á þrotum, Gott dæmi' í þessu efni eru hollenzku hálfs tólfba cents frímerkin, í landeignum Hollend- inga á Véstur Indlandseyjum. Þau eru grá aö lit og nteö mynd af Hollands-drotningunni. Mark- aösverð á þessum frímerkjum hefir lengi veriS átta cent. En ekki er þaö eingöngtt að erfitt mundi nú að fá þati fyrir þaö verö, held- ttr er hitt líka jafnframt víst. að örðugt væri aö ná í nokkurt þeirra fyrir hvað sem í boði væri. í stærsta frímerkjasafninu á Englandi, sein er virt á átta milj- ónir dollara, eru að eins til þrjú af þessum frímerkjum. Mesti frí- merkjakattpmaðurinn í NewYork, sent á nálægt þriggja miljóna virði í frímerkjum, á önnur þrjú af þessari hollenzku frímerkja- tegund. Fleiri vita 1 menn ekki um að séu til en þessi sex. Hver sem væri svo heppiun aö komast yfir þessa friiilrrkjategund, gæti verið viss um aö fá fyrir þau hvað sem hann setti upp. Ýmsar aðrar frímerkjategundir hafa stígið mikið í veröi nú á síð- ari árurn. Það lítur svo út, að tæplega sé hægt aö ofborga þessi sjaldgæfu frímerki. Þatt stíga stfelt í veíði, og þaö stundutn svo óöfluga. að á tveimur og þremur árum eru mörg dænti til aö þau, sem kostað hafa eitt þúsund dollara eða þar yfir, hatfa verið orðin þrisvar simiutn dýrari eftir tvö, þrjú ár. Vitaskuld li'ggur þá sú orsök til grttndvallar, fyrst og fremst, aö fremur litiö er ttm frímerkin, og eins hitt, að ár frá ári fjölgar þeim mönnttm, sem hafa ágirnd á því að eignast fágæt frímerkja- söfn. Hér vestan hafs er svo tal- iö til að séu nú sjö hundruö þús- und frinterkjasafnendur. Mjög sennilegt er, aö • mörg hinna algengu frímerkja, sem nú eru svó kölluö, muni áöur en var- ir stíga mjög í verði og safnend- urnir, sem fram hjá þeim hafa gengið, af þeirri' ástæðu hvaö þau væru almenn, reki’ sig á þaö um seinan, að þau verði orðin svo verðmæt, að niörgum þeirra verði um megn að kattpa þau. Safnend- urnir hafa oft hugann svo bund- inn við einhverjar sérstakar,sjald- gæfar tegundir, að þeir ekki gefa almennari tegundunum, sem verið hafa, nægilegan gautn, fyr en um seinan, og þegar þau ertt kömin í afarhátt verð. Margar frímerkjategundir, sem nú eru á markaðnum, standa ekki t hærra verði en frá tíu til fimtán cent, og þó er fjöldi af safnend- urn, setn ekki’ á eitt einasta af þeirn t safni sínu. Þeir hiröa ekki um þau nteöan þau ertt í svo lágu verði. Ýmsar af þessum teg- unum eru farnar að verða tölu- vert sjaldgæfar, og eiga fyrir sér að stíga í verði', og það ef til vill innan skamms. Verð frímerkja í heild sinni virðist sífelt fara hækkandi. Þatt lækka aldrei í veröi. Margir þeir safnendur,sem búnir eru aö kattpa frímerki' árum saman,eiga þar sér- stakar tegundir, sem þeir hafa keypt fyrir fáein cent, en nú ertt orðin mörg hundruð dollara virSi’. Fyrir skonunu stðan var frí- merkjasafn mantts eins í New York selt á uppbööi, og vakti þaö ttndrun margra í hvaö hátt verð þau komust, i samanburði viö þaö, hvaö innkaupsveröið haföi' vieriö. Eigandinn haföi skrifað innkaupsvcrö aftan á , hvert frí- merki, og mörg þeirra, setn hann haföi keypt fyrir tíu til fimtán cent, voru seld á uppboðinu á fimm dollara, og enda sum á eitt lumdraö og fimtiu dollara. —Daily Witness. KaupKjald bændadætra. Oft hefir sú spurning kveöi'S viö hjá bændunum, víösvegar út um nýlenduntar: „Hvernig eigmn við að fara aö því aö halda drengjun- um okkar hjá okkur? “—„FlestÍT þeirra vilja eitthvað burtu, út í heiminn, og leita gæfu sinnar annar staöar, en hjá foreldrun- um. Heimavistin er þeim leiöi- gjöm oröin.“ En j>að er ekki nóg meö því, aö að bændumir veröi að sjá af sonum sínuni, er hverfa frá þeim, tíðum til ókunnugra og fjarlægra héraða, þar sem þeir fá oft litlar og ónógar fréttir af þeim, dætur þeirra sækir sama óspektin á heitna, og virðist það öllu tilfinn- anlegra atriöi’ og alvarlegra að missa dótturina frá heimilinu, einkum sé móðirin biluö að heilsu, auk þess, sem kvennhöndin er jafnaöarlegast hlíf og prýði heirn- ilisins. — Það hefir tíöast veriö venja, og hún á góðum irökum bygð, aö dóttirili dveldi í fööur- húsum, frá því skólagöngutími þennar þrýtur, og til þess, er hún A. Friðrikssyni ódýrast í bænum. Söluverö frít 15. til 25. þ. m., aöeins móti peningum: 20 pd malaösykur. ........$1.00 20 pd Sagógrjón........... 1.00 25 pd Hrísgrjón........... 1.00 9 könnur Tomatoes....... 1.00 11 “ Corn.............. 1.00 13 “ Peas.............. 1.00 10 “ BláLer..............1.00 14 “ Kúrenur............ 1.00 13 hvít bollapör.......... 1.00 12 blá oggrœn bollapör. ... 1.00 7 pd fötur af jam frá 40C— óoc 10 til 25 prócent afsláttur á öll- um leöur-skófatnaöi. Eg, hefi undur fallegar JÓLA- og BRÚÐARGJAFIR. Fólk út á landi getur sparaö sér peninga meö því aö panta hjá mér vörur. A. Frederickson, 61 I Ross st., Wínnipeq gengttr í hjúskaparstööuna. For- eldrahúsin veita Wenni þaö skjól, bæði í heilbrigðislegu og siðferð- islegtt ti'lliti, sem er vandfundið, og tíðast ófinnanlegt ahnarstaö- ar. Enn fremur er það ekki nema eölileg og réttmæt ósk, sem fiestir foreldrar bera ti‘1 dætra sinna, aö þá langar til aö njóta samvista vi'S þær þenna tíma. Sambúðin hefir eigi getað náð sínu fttlla gi'ldi, meSan á skóla- göngutímanum stóö, því að ltann hefir bæði stytt hana og dregiö út henni, svo árunt skifti, og meö væntanlegri giftingu dótturihnar, er önnur enn ákveðnari og ótvi- ræöari skerðhig samvistanna fyr- ir hendi,sem foreldrarnir sjá fram á. Þrá sú.sem knýr ungu stúlkuna til aS leita úr foneldrahúsunum, er í öllum vanal. tilfellum löngtrn til aö afla sér fjár, og veröa sjálf- stæður meölimur i mannfélaginu, og er slikt óásakanlegt og rétt i alla staði. Hvort heldur er karl eöa kona, ber þeim að sjá svo um sig, aiö þau geti stýrt lífsfleyi' sínu yfir heimssæinn hjálpariaust. En þó að dóttiTin geri fylsta verk á heimilinu, þá hefir hún ekkert í aöra hönd; hún finnur þaö sjálf og oft með réttu, að verk liennar eru metin langt fyriT neðan gildi þjeirra, og aö æskja éftir launum fyrir þau , af föð- urnum, er vanalega mjög óþakjc- látt og erfitt verk, og sé eitthvaö látiö aö mörkum, er það skoðaö sem gjöf, og slíka gjöf er ekkert gaman að fá endrirtekna,. Alt þetta hjálpar til aö óspekja ungu heiTnasætuna, hún hlustar með á- nægju á tilboð ungu mannanna, og gengttr út í hjónabandið löngu áður en hún er fær um það. Auðvitiað er þaö, að sé ekk- ert fast né nægflegt starf fyrir dótturina heima, þá gerir hún ekk® annaö betra, en leita sér at- vinna annarstaöar, en þar sem aftur á móti er svo mikil þörf fyiþr starf hentirtr á heimilinu, að taka veröttr aðra í hennar stað, þá virðist eigi nema sjálfsagt og sanngjarnt,aö dóttiTÍn fái ákveðið kaup fyrir verk sitt, miðað viö það, er henni býðst annarstaS- ar, eftir sömu hlutföllum. Minsta kosti mættu launiii ekki ver:» minni en ókunnum kvenmanni' væru boðin fyrir santa verk. — Þar sem bændadætrtim hefir ver- iö goldið kaup af feðrttm sínum með þessum hætti', hefir það gef- ist mæta vel. Tvö dærni skulti

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.