Lögberg - 01.02.1906, Qupperneq 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
FEBRÚAR 1906
Sturlunga.
; II.
Dr.Kristian Kactlund, sá er allir
Islendingar kannast viS, hefir
samiS hina dönsku þýöingu Sturl-
ungu og búiö hana til prentunar
ásamt athugasemdum, nauðsynleg
um skýringum, efnisyfirliti og
nafnaskrá. En skáldið Ólafur
Hansen (sá er þýddi ísl. ljóöa-
safnið—hiö eina, sem til er á
dönsku—) hefir snúiö vísunum í
Sturlungu. Má um þá þýöing
segja að hún er vönduö á sinn
hátt, en litillar þýðingar, enda er
hávaöinn af vísunum tækifæris-
smíöi og sumar all-lélegar. *Aöal-
þýöingin er aftur stórvirki, enda
vár valinn maður til fenginn, þar
sem Dr. Kaalund er. Eins og hin
mikla bók hans; „Lýsing lands-
lags og sagnastaða a íslandri , er
gerö meö hinni mestu visindalegu
nákvæmni og samvizkusemi, ems
hefir Dr. Kaalund unnið að þessu
verki frá upphafi, fyrst með því aö
rannsaka heimildarrit og handrit
Sturlungu, velja úr, setja saman
(c: færa til) þaö sem saman á að
vera, rita alt upp og búa til prent-
unar gjörvallan textann; siðan
levst þýöing sína af hendi og lesið
prófarliir hennar. Dr. K. mmmr
mjög á Jón Þorkelsson skólameist
ara hjá oss og hans miklu kosti:
elju, gjörhvgli og einföldu snild,
án allra öfga og sundurgeröar.
Hjá hvorugum ber mikið a fjor-
sprettum eða „andríkL, en Þa
vöntun bæta báðir upp meö sogö-
11 m kostum. ..Eg hefi yiljaö
segir höf., „leysa af hendi auö-
velda þýöing og viðfeldna, en þo
áreiðanlega og nákvæma, an þess
að „umskrifa“ og stvtta, svo ]>> ;
jngin sé sem samkvæmust handriti
þvi af Sturlungu, sem eg mun af-
henda hinu kgl. norræna fornrita-
félagi.“
Þetta hefir þýðaranum tekist
furöuvel, c: að þýöa orðrett og
þó aögengilega fynr danska les-
endur. Eins og eölilegt er, gætir
hvergi tilbreytinga á máh eða orð-
færi fstíl). 'Til þess að aðgrema
stílsblæ höfunda þarf meiri froö-
ltik en flestir málfræöingar hata,
iþótt innlendir séu. En að hmu
mætti heldur finna, að þýöarinn
fjörgar sjaldan sitt sögumal, þott
höfundunum hafi stöku sinnum
oröiö að hitna svo um hjartaræt-
ur, að það merkist á frásögublæ
þeirra; t. d. finst það einna ljós-
ast í frásögu Sturlungu um af-
töku Vatnsfirðinga og heimreiö
þeirra að Sauðafelli, þar á undan,
sömuleiðis um Flóabardaga, brúö-
kaupið á Flugfumýri og brennuna
á eftir og víðar. Það er eins og
þýöinguna vanti the heroic strain.
Einna fallegust (jöfnust eða nú-
tíma-líkustj er þýöingin á Þorgds
sögu skaröa, enda er hún einna
ágætlegast ritaöi kaflinn í allri
Sturlungu, og engan mann þekkj-
um vér betur en Þorgils skaröa á
þeirri öld. Lvsingarorð, einkum
mannlýsingum, eru oftlega dauf-
ari í dönskunni eða aflminni en að
oss þyki þau jafngildi (eqvival-
entj. T. d. þar sem sagt er frá
drápi Kolbeins granar stendur.
„því at maðrinn var öflugr“; „da
han var en kraftig Mand“, segir
þýöarinn. En öflugt eða efldr er:
rámr at afli, sem þýðir kœmpc-
stœrk á d. Að vera vel á sig kom-
inn þýðir síður kraftig, en vel ud-
*) Rétt eins og við var að bú
ast, eru lélegustu visurnar skárst
þýddar, en hinar skárstu lakast.
Þennan dillandi vísuhelming úr
flokkinum um Flóbardagann:
„Ógn rökkum frák ekki
allmart í styr hjarta,
J>ars hraut á sjá sveiti,
sverðálfi mjök skjálfa,“ —
þýðir Hansen svo:
„Aldrig den kækkes kampsjel
kom til at ryste i brystet,
hvor den bobblende blodström
blanded sit spröjt med
vandet/
Bezt hefir honum tekist þýðingin
á vísunum um Haugsnefsfundinn.
Ástæðan er sú, að drápukveðskap-
uf vor \»erður aldrei þýddur með
öðrum tungum. Tilraun H. er
samt allrar viðurkenningar verð.
viklet, eða enn heldur: harnionisk
udv. „Manna kurteisastur“ (um
Sæmund OrmssonJ, þýðir aö vísu:
„af et stateligt ydre“, eins og þýð-
arinn segir, en betra væri: megct
hövisk i sinc Ladcr. A bls. 21 í
Sturlungu stendur: „Hún var
auðug af fé og viröingakona mik-
il.“ Kaalund: „Hun var en rig og
anset Kvinde“. Fyllra hefði ver-
iö: Hun var cn rig Kvinde og
11 öd stor Andscclsc. Á sömu bls.
stendur: „Hann (Ingimundur
presturj var hiö mesta göfug-
menni, skáld gott, ofláti mikill
bæði i skapferli og annari kurt-
eisi". Kaalund: „Han var en
ypperlig Mand, en god Skjald,
fremtrædende baade ved sit Sinde-
lag og sin fine Dannelse“. Ná-
kvæmari þýðing hefði verið:
,.Han var en saare fornem Mand,
en god Skjald og stolt baade af
Karakter og paa Grund af sin fine
Dannelse".
En alt þetta eru smámunir og (
ekki tiltökumál í svo miklu rit-
verki. Á fáeinúm stöðum er ofur-
litið skakt þýtt, án þess hinir til-
færðu „variantar"' gefi efni til, t.
d. tvisvar á bls. 151: „Klægr spyr
Sturlu: munu þeir eigi svikja oss?
Þá væru þeir gersemar, ef þeir
geröu þat." Kaalund*: „I vil dog
vel ikke svige oss? I var mage-
löse, om de lod være“, fyrir :om I
gjordc det, og seinna: .„Sturla lézt
vilja, at hann færi (c: austur yfir
ár með honum), en Gissur taldist
undan, en lézt fara mundi sem
hann vildi." Kaalund: „— —
men Gissur undslog og sagde, at
han vilde gjöra hvad han havde
Lyst til“. Eg skil orðin svo: G.
undskyldte sig mcn lorf (dog)
som han vilde gaa, hvis han (cn-
delig) vilde. Bls. 302: „--------
lagði Þorvarðr hann (c: ÞorgilsJ
með sverði“. Kaalund : „---------
saarede Th. ham med et Sværd-
stödt“. Réttara sýnist: — — —
gennemborede Th. ham med sit
Svœrd, Bls. 266: „mjök borið sig
vopnum" þýðir ekki: „hafde ifrig
brugt sine Vaaben“, heldur: hafde
dœkket sig med en for tung Rust-
ning. En jafnvel þess konar smá-
gallar eru bæði sjaldgæfir og ó-
merkir.
Dr. K. hefir ritað snildarlega
um efni og samhengi Sturlungu;
er auðséð, að hann kanh söguna.
Hann skýrir og skarplega frá með
jafnfáum orðum frá tildrögum
þess, að þjóð vor glataði frelsi
sínu. Það helzt má nýtt kallast í
röksemdum hans, að hann metur
sakir Guðm. biskups góða og Há-
konar konungs gamla með meiri
sanngirni, að mér virðist, en títt
hefir verið af hálfu vorra fræði-
manna. Dr. K. leggur og töluvert
annan dóm en aðrir flestir hafa
gert á Sturlunga og mótstöðumenn
þeirra, einkum þá Gizur og Kol-
bein unga. Skal eg að endingu is-
lenzka lítinn kafla um það efni:
„Það er einkennilegt við rithátt
Sturlu, sem yfireitt segir mest frá
frændum sínum, að það er eins
og skyldleiki lians við þessa menn
bindi nokkuð hendur hans.
Hann er og alt of nákominn til
þess, að fá nógu ljóst yfirlit yfir
yfir þá. Fyrir því vantar allar
mannlýsingar svo mjög, að það
vekur furðu, og sérstaklega ein-
kunnir Sturlunganna, sem sagan
er um.enda forðast hann sem mest
að leggja nokkurn dóm, jafnvel ó-
beinlínis, á menn þessa. Þessi
galli gildir einnig þar, sem höf-
undur Eddu og Heimskringlu á
hlut að máli, hinn frægi Snorri
Sturluson; en eigi þann mann að
meta án tilits til ritsnildar hans,
eftir því sem saman lætur hann
koma fram, getur dómurinn ekki
orðið mildur, og á merkilegan hátt
leiða athafnir hans^ frá upphafi til
enda til óheillavænna og hörmu-
legra afleiðinga. Hin gagnólíku
áhrif, sem vér verðum fyrir þegar
vér rekjum feril hans í allsherjar-
málum, og þegar vér mætum snild
hans í ritverkum hans, verða ef til
vill bezt skilin á þann hátt, að
hann að upplagi hafi mest hneigst
að listum og fagurfræði, en mann-
gæðin ekki verið gáfum hans sam-
boðin, enda virðist hann einnig
mjög hafa skort hug og áræði,
sem þó flestir meiri háttar samtíð-
armenn hans höfðu sér til ágætis.
—En sé íslendingasaga samin, aö
ytra áliti, með óhlutdrægni (uden
TendensJ, á hið gagnstæða heima
í sögu Þiórðar Kakala. Hún gerii
mikinn manna mun á þeim Þórði
og Kolbeini unga, mótstöðumanni
hans, sem virðist í raun og veru
hafa verið einhver íslands drengi-
legasti og sjálfstæðasti höfðingi.
Það má segja um bæði liann og
Gizur, að þeir hófu ekki deilur við
aöra höfðingja fyr en til neyddir
voru, og einkum er einkenni Giz-
urs einskonar gætni og stilling,
þótt hann hinsvegar svifist fárra
hluta, svo oss verður ekki um sel,
og rýfur bæði orð og eiöa gagn-
vart mönnum, sem búnir voru að
sýna honum, að þeim væri ekki
framar að trúa. Einkennileg er
og hollusta sú, er þingmenn, eða
bændur í erfða sveitum þeirra,
sýndu þeim, en hinum höfðingj-
unum fylgdu nálega eingöngu
flokksfvlgismenn þeirra."
Dómur þessi er all-einkennileg-
ur. En ekki er eg honum sam-
þykkur, og lík mun vera skoðun
þeirra prófessoranna Finns og B.
M. Ólsen. Snorra köllum vér betri
mann verið hafa en Gizur Þor-
valdsson, og Þórð Kakala jafn-
góðan dreng eða betri en Kolbein
unga. Dóma eða arfgengnar skoð-
anir alþýðu, in casu þingmanna
þeirra Gizurar og Kolbeins, met-
um vér ekki mjög mikils. f Slæg-
ari og sviksamari maður en Gizur
hefir varla farið með völd á ís-
landi, né ofsamaður meiri en Kol-
beinn ungi. Hlutdrægni kann
nokkur að vera í Sögu Kakala, en
það ætlum vér, að sagan segi satt
eitt frá báðum þeim, Kolbeini og
Þórði. Að öðru leyti er erfitt að
fullyrða margt um þetta. En satt
mun gamli Grundtvig hafa sagt
uiti Snorra Sturluson: „Hvernig
sem um þann jnann er dæmt,
stendur það ljóst fyrir mér, að
hann hefir haft miklu betri mann
að geyma heídur en þeir, er ollu
dauða hans eða áttu ilt víð hann
að skifta — á svo gjörspiltri tið.‘
(Eftir minniý. ^
Að endingu má segja, að ekki
einasta á íslenzk alþýða, heldur
eiga öll Norðurlönd, mikið að
þakka hinu konunglega norræna
fornritafélagi, fyrir hinar nýju út-
gáfur Síurlungu.
Matth. Jochumsson.
. .—Norðurlamd.
Eí gasleiösla er um götuna yöar
leiöir félagiö pípurnar að götulin-
unnl ökeypis, tengir gasplpur vlö
eldastör, sem keyptar hafa verið að
þvi, á.n þess að setja nokkuð fyrir
verkið.
GAS BANGES
eru hreinlegar.ödýrar, ætið tii reiðu
Allar tegundir, $8 og þar yflr.
Komið og skoðið þær.
The Winnipeg Electric Street Ry Co.
GastÖ-deildin
215 Portage Ave.
“EIMREIÐIN’
Fjölbreyttasta og skemtiiegasta
tímaritið á íslenzku. Ritgerðir, sög-
ur, kvæði 'myndir. Verð 40c. hvert
hefti. Fæst hjá H. S. Bardal og S.
Bergmann.
PLUMBING,
hitalofts- og vatnshitun.
The G. C. Young Go.
71 NENA ST.
Phone 3069.
Ábyrgð tekin á að .verkið sé vel af hendi
leyst.
The Northern Bank.
Utibúdeildin á horninu á Nena
St. og William Ave.
Rentur borgaðar af innlögum. Ávísanir
gefnar á Islandsbanka og víðsvegar um
heim
Höfuðstóll $2,000,000.
ABalskrifstofa í Winnipeg,
Eldiviður.
Tamarac. Pine. Birki. Poplar.
Harðkol og linkol. Lægsta verð.
Yard á horn. á Kate og Elgin,
Tel. 798.
n. P. Peterson.
MUSIK.
Við höfum til sölu alls konar hljóðfæri
og söngbækur. Piano. Orgel. Einka agent-
ar fyrir Wheeler & Wilson saumavélar.
Edisons hljóðritar, Accordeons og harmo-
nikur af ýmsum tegundum. Nýjustu söng-
lög og söngbækur ætíð á reiðnm höndum.
Biðjið um skrá yfir ioc. sönglögin okkar.
Metropolitan Music Co.
537 MAIN ST.
Phone 3851.
Borgun út í hönd e8a afborganir.
Orr.
Shea.
K.örr,M.
Plumbing & Heating.
Þctta cettu cdUr að gcra.
Plver sú kona, sem hefir gert sér
það aS reglu að hafa við hendina
glas af Chamberlain’s Cough Re-
medy kemur í veg fyrir margar á-
hyggjur og óþægindi. Hósti, kvef
og hálsbólga, sem börn eru svo
gjörn á að fá, læknast fljótt og vel
með þessu meðali. Það varnar
kvefi og lungnabólgu, og ef það er
gefið inn undir eins og barna-
veiki gerir vart við sig, afstýrir
það hættunni. Þetta meðal hefir
engin skaðleg efni inni að halda
mæðurnar gefa það óhultar inn
I yngstu börnunum sínum. Selt hjá
öllum lyfsölum.
625 William Ave
Phone 82. Res. 3738.
Dr G. F. BUSH, L. D. S.
Tannlæknlr.
Tennur fyltar og dregnar út án
sársauka.
Fyrir að íylla töhn ....$1.00
Fyrir að draga öt tönn.... 50
Telephone 825. 527 Main St.
JVI, Paulson,
selur
Giftin galey fls bréf
Gyllin icc ðar-kláði,
Ef þú þekkir einhvern, sem þjá-
ist af þessum leiða kvilla, þá get-
ur þú ekki gert honum betri
greiða en ráðlagt honum að reyna
Chamberlain’s Salve. Það læknar
undir eins. Verð 25 cent. Selt
hjá öllum lyfsölum.
M
MEÐ HF.ILDSOLUVERÖI
Skemmiö ekki augu yðar
meS því að brúka gamla úrelta
lampa. — Fleygið þeim út.
Þeir hafa séð betri daga. —
Fáið heldar fallega lampa
fyrir.........
Kol og viður
til sölu.
Glenwright Bros
Tel. 3380.
587 Notre Dame
Cor. Langside.
THE TCANADiAN BANK
OE COMMERCE.
á horninu á Ross og Isabel
Höfuðstóll: $10,000,000.
Varasjóður: $4,500,000.
t SPARISJÓÐ&DEILDIN
Innlög $1.00 og þar yflr. Rentur
lagðar við höfuðst. á sex mán. fresti.
Víxlar fást á Englandsbanka,
sem eru borganlegir á Islandi.
ADALSKRIFSTOFA I TOIÍONTO.
Bankastjóri 1 Winnipeg er
o-------JOHN AIRD-----------o
THE iDOHINION BANK.
á horninu á Notre Dame og Nena St.
Alls konar bankastörf af hendi
leyst.
Ávísanir seldar á útlenda banka.
CABINET-MYNDIR
$3.00 TYLFTIN,
til loka Desember
mánaðar hjá
GOODALL’S
616)4 Main st. Cor. Logan ave.
ORKAR
MORRIS PIANO
Tönninn og tilflnningin er fram-
Ieitt á hærra stig og með meiri list
heldur en ánokkru öðru. Þau eru
seld með góðum kjörum og ábyrgst
um öákveðinn tlma.
pað ætti að vera á hverju heimili.
S. L. BARROCLOUGH & CO„
228 Portago ave., - Winnipeg.
Sparisjóðsdeildin.
Sparisjóðsdeildin tekur við innlög-
um, frá $1.00 að upphæð og þar yfir.
Rentur borgaðar tvisvar á ári, I Júnl
og Desember.
Imperial Bank ofCanada
Höfuðstóll - - $3,500,000.00
Varasjóður - 3,500,000.00
Algengar rentur borgaðar af öllum
Innlögum. Avísanir seldar á bank-
ana á fslandi, útborganlegar I krón.
Útibö I Winnlpeg eru:
Aðalskrifstofan á hominu á Main st.
og Bannatyne Ave.
N. G. LESLIE, bankastj.
Norðurbæjar-deildin, á horninu á
Main st. og Selkirk ave.
F. P. .JARVIS, bankastj.
Dp.M. halldorsson,
PARK RIVER. N. D.
Er að hitta á hverjum miðvikudegi
í Grafton,. N.D., frá kl. 5—6 e.m.
Vörumar fást lánaðar, og með
vægum borgunarskilmálum.
New York Furnishing House
Alls konar vörur, sem til hús-
búnaðar heyra.
Olíudúkur, linoleum, gólfdúk-
ar, gólfmottux, jlággatjöld, og
myndir, klukkur, lampar, borð,
dúkar, rúmstæði, dýnur, rúmteppi,
koddar, dinner sets, toilet sets,
þvottavindur og fleira.
JOSEPH HEIM.
eigandi.
Tel. 2590. 247 Port agt ave
Dr. W. Clarence Morden,
Tannlæknir.
Cor. Logan ave og Main st.
620 % Main st. - - .’Phone 135.
Plate work og tennur dregnar úr
og fyltar fyrir sanngjarnt verð. —
Alt verk vel gert.
Thos. H. Johnson,
Islenzkur lögfræðingur og mála-
íærslumaður.
Skrifstofa:— Room 33 Canada Life
Block, suðaustur horni Portage
avenúe og Main st.
Utanáskrift:—P. O. Box 1364.
Telefón: 423. Wlnnipeg, Man.
tb eftiu
því að
Bdúy’s Bygglngapapplr
neldur húsunum heituml og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn-
um og verðskrá til
TEES & PERSSE, L^d.
áGBNTS, WINNIPEG.
Royal Lumber og Fnd Co. Ltd.
BEZTU AMERISK HARÐKOL.
OFFICE: Cor. Notre Dame & Nena St. Tel. 3390
YARD: Notre Damé West. Tel. 2735.
WINNIPEG, CAN.