Lögberg - 15.02.1906, Síða 6

Lögberg - 15.02.1906, Síða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR 1906. GULLEYJAN skáldsaga eftir ROBBRT LOUIS STEVENSON. Loks ruddist Kafteinn inn, skelti hurðinni á eftir sér, leit hvorki til hægri né vinstri, og stikaði beint að borðinu, þar sem morgunmaturinn beið hans. „Bill“, sagði ókunni maðurinn, og eg sá að hann reyndi að leggja allan þann styrkleik í róminn, sem honum var unt. Kafteinn snerist á hæl og stóð nú beint frammi íyrir okkur; allur skolbrúni liturinn var horfinn .af andliti hans, og jafnvel nefið var oröið blátt; það leit helzt út fyrir, að hann hefði séð vofu, eða djöful, ef djöflar eru annars til, svo að mér reis hugur við, að sjá viðbrigðin, sem á hann komu. „Hvað er þetta, Bill, þekkir þú mig ekki? Þú hlýtur þó að kannast við gamlan skipsfélaga þinn?" sagði ókunni maðurinn. Kafteinn greip andann á lofti. „Svarti-Hundurinn,“ sagði hann seinast. „Hver ánnar,“ svaraði hinn, og óx nú sjáanlega hugur. „Svarti-Hundurinn kom til að sjá gamla skipsfélaga sinn, Billa, í veitingahúsinu Benboga. Við höfum séð sitt af hvoru, bróðir Bill, siðan eg misti þessar tvær klær,“ og hann brá um leið upp lestruðu hendinni, sem vantaði á tvo fingurna. „Hvað um það,“ sagði Kafteinn, „ykkur hefir tckist að hafa upp á mér, hér er eg, hvað viljið þið mér—-svaraðu.“ „Við höfum leitað þig uppi, Bill,“ sagði Svarti- Hundurinn, „af því að þú ert sá einu, sem þekkir stdðinn. Nú vil eg mælast til að þessi drengsnáði“— hann benti á mig—„færi okkur flösku af góðu víni og svo skulum við ræða málið í bróðerni, eins og gömlum stallbræðrum sæmir.“ Þegar eg kom inn með vínið voru þeir sestir við borðið. Sat Svarti-Hundurinn nær dyrunum, þannig að hann gat i einu haft gát á gainla skipsfélaga sínum og dyruntim. - Hann skipaði mér að fara burtu, eftir að eg hafði sett vinið á borðið, og láta dyrnar standa opnar. „Eg ætla að fvrirbyggja að þið liggið viö skráargatiö og hlerið, hvað hér fer fram." Eg fór inn í veitingaskál- ann og lét þá eina eftir í setustofunni. Eg reyndi að njósna um hvað fram fór þar inni, en gat fyrst lítið heyrt, því að þeir töluðu í lágum hljóðum, en síðast fóru þeir að verða háværari, og þá heyrði eg nokkur blótsyrði, sem Kafteinn hreytti úr sér,og síðast hrópaði hann svo undir tók í herberginu: „Nei, nei, nei; eg geri það aldrei til eilífðar. Ef einhvern á að hengja, þá er bezt að allur hópurinn lendi í snörunni.“ Þar á eftir fylgdi hark mikið og svæsnustu for- mælingar og blótsyrði sem eg hefi nokkurn tíma heyrt. Stólarnir flugu um stofuna eins og skæðadrífa, og alt lauslegt veltist niður með braki og brestum. Siðan kvað við hnífaglamur og hátt vein af sársauka, og á næsta augnablilci sá eg Svarta-Hundinn leggja á flótta og Kaftein elta hann, og héldu báðir á brugðn- um sveðjum. Hafði hinn fyrnefndi fengið mikið sár á herðablaðið, svo að blóðið streymdi niður um hann allan. í anddyrunum reiddi Kafteinn rýting sinn að flóttamanninum og mundi óefað hafa klofið hann í herðar niður, ef hnífsoddttrinn hefði ekki tekið heima í dyraspjaldi Benboga-veitingahússins; og enn i dag má sjá hnífsfarið á neðri rönd spjaldsins. Þannig lauk bardaganum. Svarti-Hundurinn flýði sem fætur toguðu, þótt hann mæddi blóðrás, og hvarf á bak við hæðarölduna austan víð veitingahús- ið. Kafteinn horfði forviða á hnifsmarkið á dyra- spjadinu, strauk svo hendinni yfir ennið, og sneri inn í húsið. „Jim,“ kallaði hann, „færðu ntér rornm undir eins." Hann riðaði á fótunum og studdist upp við vegginn. „Ertu særður?“ æpti eg upp yfir mig. „Romw," endurtók hann. „Eg verð að komast burt héðan. Romni! romm 1“ Eg hljóp á stað að sækja það, ^n það var tals- verður óstyrkur á inér eftir alt, sem eg hafði séð,^svo eg braut eitt glas, og helti niður af víninu. Þegar eg var að enda við að hella í glasið, heyrði eg dynk mik- inn inni. Eg hljóp þangað og sá Kaftein liggja endi- langan á gólfinu. í sömu svifum kom móðir min ofan af loftinu, því hún hafði heyrt allan óganginn og skarkalann. Við tókum bæði undir höfuð Kafteins. Hann andaði enn þá, en var þröngt um andrúmið. Augun voru lokuð, og andlitsliturinn hryllilegur. „Miklar hörmungar dynja yfir þetta heimili,“ hrópaði móðir mín, „og uppi liggur faðir þinn dauð- vona.“ Við höfðum engin ráð til að bjarga Kafteini,enda datt okkur ekki annað í hug, en hann hefði beðið bana af sárum eftir einvígið nýafstaðna. Eg ætlaði samt að reyna að dreypa á hann vini, en hann hafði skoltana klemda svo fast saman, að þess var enginn kostur. í þessum vandræðum okkar vor- um við svo heppin, að dyrnar opnuðust og inn kom Livesey læknir. Erindi hans var að sjá föður minn, „Herra læknir," hrópaði móðir mín. „Hvað á til bragðs að taka? Hvar er hann særður ?“ „Særður, hann er ekki frekar særður en eg og þú. ílann liefir bara fengið slag, eins og eg var bú- inn að vara hann við. Nú skalt þú, frú Hawkins, fara strax upp til mannsins þíns, og láttu hann, ef mögu- legt er, ekkert um vita hvað skeð hefir. Sjálfur verð eg að reyna að tjarga lífinu í þessum gamla syndasel. —Geturðu fært mér vatnsskál, Jim?“ Þegar eg kom aftur með vatnsskálina, var lækn- irinn búinn að bretta upp ermina á öðrum handlegg Kafteins. Handleggurinn var bæði gildur og sterk- legur og hörundsflúraður á mörgtim stöðum. „Hér cr hamingja“, „Góður byr“ og „Afreksverk Billy Bones" var glöggt og skilmerkilega skráð á fram- handleggnum. A upphandleggnum var mynd af gálga, og sást þar maður dingla í snörunni. „Fyrirboði þess sem verða mun,“ sagði læknir- inn, og benti á gálgann um leið. „Og svo ætla eg að leyfa mér, Mr. Billy Bones, ef það er nafn þitt, að vita hvernig blóðið í þér er á litinn. Þorir þú að sjá mannsblóð, Jim?“ „Eg býst við þvi,‘ svaraði eg. „Haltu þá á skálinni," sagði hann, greip bíldinn óg opnaði æð. Töluvert af blóði hafði hlaupið úr undinni áður cn Kafteinn raknaði við og opnaði augun. Hann leit fyrst á læknirinn og hefir víst þekt hann strax, því liann hniklaði brýrnar, síðan kom hann auga á mig, og fóru þá brýr hans í lag aftur. Svo var eins og hann rankaði við sér alt í einu. Hann skifti litum og hrópaði: „Hvar er Svarti-Hundurinn?“ „Hér er enginn svartur hundttr, ntér vitanlega,“ svaraði læknirinn, „nema ef það skyldi vera þú sjálf- ur. Þú hefir drukkið þig fullan og fengið slag, eins og eg var búinn að segja þér, og eg hefi, mér alveg þvert um geð, hrifið þig að heita má úr dauðans kverkum. Enn fremur skal eg láta þig vita, Mr. Bones—“ „Það er Jcki nafn mitt,“ greip hinn fram í. „Eg læt mig það litlu skifta," svaraði læknirinn. „Þetta er nafn á sjóræningja, sem eg þekki, og eg ætla að nefna þig því nafni. af því það er stutt og vel viðeigandi, en það sem eg ætlaði að segja þér er þetta: eitt glas af rommi hér eftir mun ekki drepa þig, en ef þú drekkur eitt þá fylgja fleiri á eftir, ef eg þekki þig rétt, en gjörir þú það, þá deyr þú — skil- urðu það? Þú deyrð og ferð þangað sem þú átt heima — til sama staðarins og ríki maðurinn í ritn- ingunni. Kondu nú, reyndu að rísa á fætur, eg ætla að koma þér í rúmið áður en eg legg á stað.“ Með töluverðum ^erfiðismunum drösluðum við honum upp á loft, og komum honum fyrir í sæng hans. Höfuð hans hné máttvana niður á koddann og hann virtist falla í ómegin. Þegar hann raknaði við aftur, sagði læknirinn: „Eg hefi ámint þig, og þvæ því hendur mínar, romm er sama sem dauðinn fyrir þig.“ Eftir það fór Livesey inn til föður míns og cg með lionum. ,',’Það er engin hætta á ferðum,“ sagði hann þeg- ar við vorutn komnir út úr dyrunum. „Eg hefi tapp- að af honum svo tnikið blóð, að hann hefir hægt um sig fyrst um sinn. Það er bezt að láta hann liggja í rúminu góðan viku tíma, það verður líka léttara fyrir þig sjálfan, Jim; en fái hann annað slag, ríður það honum að fullu. III. KAPITULI. Blaðið með svörtu umgjörðinni. Um hádegisbilið fór eg upp á loft til þess að líta eftir Kafteini, og færa honum meðöl og kaldan drykk, sem læknirinn hafði fyrir skipað. Hann lá í sömu stellingunum og þegar við skildúm við hann, en var ákaflega fölur og máttvana. „Jim,“ sagði hann, „þú ert sá eini hér sem nokk- uð er út í varið; þér hef eg alt af góður verið. Aldrei hef eg látið hjá líða að gefa þér þá fjóra pence á mán- aðamótum, sem eg lofaði þér. Þú sér nú sjálfur, vin- ur minn, að eg hefi orðið fyrir áfelli, og ligg nú lágt, yfirgefinn af öllum, og það eina sem getur hrest mig upp, er glas af rommi, láttu nú sjá, heilla drengurinn minn, og færðu mér nú þó ekki væri nema hálfa fing- urbjörg, rétt svo eg geti fundið blessað bragðið að því.“ „Læknirinn—“ tók eg til máls. En han greip framí, ekki þó eins æstur og hann átti að sér , og sagði: „Allir læknar eru asnar og jafngilda í minum augum auðvirðilegustu þiljuræstirum. Hvað geta slikir bjálfar vitað unf eðli og ástand gamalla sjófar- enda eins og mín? Eg hefi verið í þeim hluta heims- ins, þar sem andrúmsloftið hefir verið vellandi eins og logandi tjara, þar sem stallbræður mínir hnigu dauðir niður á þilfarinu í kring um mig, og eg hefi dvalið þar sem jörðin nötraði af jarðskjálftum og lvkkjaðist upp og niður eins og hafið í reginstormi— ætli læknirinn hafi nokkurn tíma lent í slíku? — eg býst við ekki, og eg hefi lifað á romminu þar og engu öðru. Það hefir verið minn matur og drykkur, flask- an hefir verið konan mín, viðhald lífs míns og þróttar. Fái eg engan dropa nú þá drepst eg,— heyrirðu það Jim, eg drepst, og blóð mitt kemur yfir þig og bölv- aðan læknisasnann. Sérðu ekki hvernig fingurnir á mér titra, eg er eins og festur upp á þráð, eg er alveg eirðarlaus og af mér genginn—, alt af þvi, að eg hefi ekki bragðað dropa í allan liðlangan dag. Læknirinn cr vitlaus, eitis og eg sagði þér; fái eg ekki í staupinu, þá koma ósköpin vfir mig, eg er að fá aðkenningu af þeim núna. Eg sé gamla Flint þarna í horninu fyrir aftan þig, eg meira að segja sé hann skæla til alt and- litið, og búa sig í að stökkva á mig með brugðna sveðju. Eg get ekki afborið það að horfa lengur á hann, romm, romm Jim, læknirinn sagði að eitt glas dræpi mig ekki, heila gineu fyrir eina fingurbjörg, heyrirðu það Jim — heila ginen.“ Hann var orðin ákaflega æstur, ,svo eg varð bræddur föður rníns vegna, sem þá var með lakasta móti, og myndi auðsjáanlega ekki meiga við því að heyra neina háreysti. Eg mintist þess að lækninum höfðu farist svo orð sem Kafteinn síðast sagði, og þar sem mér rann í skap við mútuboðið svaraði eg gremjulega: „Eg krefst engra mútugjafa af þér, en það sem þú skuldar föður mínum, skal eg þiggja að þú greið- ii, nær sem er; eg skal gefa þér eitt glas af vini, en meira ekki.“ Þcgar eg kom með það, greip hann glasið á- fergislega, og slokaði úr því í einum teig. „Gott er það, drottinn minn,“ sagði hann þegv hann rétti mér glasið aftur, „en hvað eg vilcli sagt Iiafa, sagði læknisúrþvættið þér nokkuð um það hvað lengi eg þyrfti a$5 liggja í rúminu ?“ „Minsta kosti viku,“ svaraði eg. „Fari hann bölvaður,“ öskraði hann, „heila viku! Það dugar mér ekki.. Þeir verða búnir að senda mér blaðið mcð svörtu umgjörðinni ef eg verð hér svo lengi. ÞTælarnir verða á búnir að ná í mig, þeim nægir ekki það sem þeirra er, heldur vilja þeir ásælast það sem aðrir eiga með réttu. Er það sam- boðið ærlegum sjómönnum? Auðvitað hefi eg dregið dálítið saman, eg hefi sparað alla mína æfi, og verið fremur heppinn í gróðfyrirtækjum minum, en eg ætla inér að leika á þá. Eg er ekki hræddur við þá. Þeir skulu komast að keyptu, ef þeir ætla að þröngva mér—“ , Hann laijk ekki við setninguna, en reis upp í rúniinu, með miklum erfiðismunum, hann riðaði allur til af máttleysinu og varð að halda sér í mig, til þess að hníga ekki út af aftur. „Þetta á eg alt upp á læknis illyrmið,“ tautaði hann, „mig snarsvimar, eg hefi klukknahljóm fvrir eyrum, legðu mig út af aftur.“ Áður en eg gat gert það, hné hann örmagna ofan á koddann, og lá um hríð þegjandi. „Jim,“ sagöi hann loksins, „þú manst víst eftir sjómanninum sem hingað kom. ?“ „Svarta-Hundinum?“ spurði eg. „Já, það var hann sem eg meinti; hann er óþokki, cn þó/eru þeir verri, sem spönuðu hann upp. Jæja, fari nú svo, að Cg komist hvergi héðan, og mér veröi sent blaðið mcð svörtu umgjörðinni, þá er ilt í vænd- um. En mundu eftir því, að það sem þrælarnir vilja ná í, er kistan min, og hana ættu þeir aldrei að fá. Komi eitthvað óvanalegt fyrir, þá ætla eg að biðja þig að stíga á hestbak,—þú gerir það fyrir mig, mér ríður á því,—og riða á harða stökki beint til læknis- ins, og segja honum að safna mönnum -— öllum sem hann getur í náð, og taka fasta alla sem eftir eru af skipverjum gamla Flints og láta engan sleppa und- an. Eg var yfirstýrimaður hans, og eg er sá eini sem þekki staðinn. Hann sagði mér til hans á deyjanda degi, þegar hann var álíka aðframkominn og eg er nú. Þeir vilja neyða mig til að segja sér hvar hann er, en eg geri það aldrei. Það verður hægt að hand- sama þá alla hér á Benbojfa, þeir munu sveima í kring um hrasið góða stund eftir að eg er dauður. En þú þarft hvergi að fara, og ekkert að segja, nema eg fái blaðið með svörtu umgjörðinni, eða ef þeir koma hingað, einfætti maðurinn eða Svarti-Hundurinn.“ „En hvað merkir blaðið með svörtu umgjörð- inni, Kafteinn ?“ spurði eg. „Það er dómstilkynning, kunningi. Eg skal segja þér nánara af því seinna. Hafðu bara augun hjá þér, lieilla drengurinn minn, og þú skalt fá það margborg- að, ef eg held Iífi.“ Hann hélt áfram að blaðra svona stundarkorn, en eftir að eg hafði gefið honum inn meðalið, sofnaði hann. Eg var í standandi vandræðum með hvað eg átti til bragðs að taka. Réttast hefði náttúrlega verið fyr- ir mig, að segja lækninum upp alla söguna. Eins og itú var ástatt, óttaðist eg það mest, að Kafteinn mundi sjá eftir þvi sem hann hafði sagt mér og loka munn- imim á mér, fyrir fult og alt, þegar tækifæri gæfist. Ln þcnna sama dag dó faðir minn, og sakir sorgar- innar út af fráfalli hans, gleymdi eg öllu öðru. — Um- sjón útfararinnar, heimsóknir nágrannanna, í viðbót við hin önnur daglegu störf mín í veitingahúsinu, gáfu mér engan tíma tií að hugsa neitt um Kaftein né óttast hann. Hann fór á fætur daginn eftir að faðir minn lézt. Hann var ftirðu rólegur, borðaði lítið en drakk meira en vanalega, því að í önnum minum skamtaði hann sér sjálfur drykkinn. Eitt kveld fyrir jarðarförina var hann augafullur, og það var sannarlega ömurlegt, að heyra hann kyrja hina svívirðilegu sjóræningja- söngva sína, þarna yfir okkur hryggum og harmandi og líkið í næsta herbergi. En þó hann væri þrótt- minni en áður, og ekki út af eins tryllingslegur, vor- um við samt dauðhrædd við hann, og bætti það held- ur ekki um, að Livesey Iæknir, eina stoð og stytta okkar, hafði verið sóttur í fjarlægt hérað, svo þaðan gat okkur cngin hjálp komið. Kafteinn virtist hress- ast með degi hverjum. Hanfi var farinn að rölta um alt húsið, þó hann auðsjáanlega tæki það nærri sér. Hann yrti sjaldan á mig, og ímynda eg mér helzt, að hann hafi gleymt öllu, sem hann sagði mér um skip- verja Flints sjóræningja. Miklu var hann erfiðari nú heldur en áður en hann veiktist. Hann var verri við vín en fyr, skapstirðari og heimtufrekari, og hafði jafnaðarlegast beran brandinn á borðinu fyrir framan sig til þess að kenna okkur að hlýða í tíma. Gekk svo um hríð, að ekkert nýtt bar til tíðinda, þangað til daginn eftir útförina. Vildi þá svo til, að eg var staddur í dyrum úti. Veður var kaldranalegt með krepjuskúrum. Sá eg þá inann nokkurn koma neðan veginn, sem lá til veitingahússins. Hann fetaði áfram hægt og gætilega og þreifaði fyrir sér með löngum staf, er hann gekk við. Duldist mér það ekki, að hann hlyti að vera blindur. Enda sá eg er hann færðist nær, að hann hafði bundið grænt skygni fyrir bæði augun, sem náði niður fyrir nef. Hann hafði gríðarmikinn herðakistil, og gekk því álútur, og tinaði með höfuðið. Úlpunni, sem hann var í, fylgdi samföst hetta, og slútti hún ofan á ennið og var því i'itlit mannsins alt, bæði einkennilegt og skuggalegt, enda hefi eg engan mann séð er jafnist á við hann í Ijótleik, né heldur illúðlegri. Hann stanzaði skamt frá veitingahúsinu, og hrópaði skrækrómaður og eymdarlega: „Vill einhver góður tnaður láta blindan mann- aumingja,—sem inist hefir sjónina í stríði fyrir rétt- indum fósturjarðarinnar, Englands, undir vorum á- gæta konungi Georg,—vita hvar eða í hvaða hluta þessa héraðs hann er staddur nú?“ „Þú ert kominn til veitingahússins Benboga, sem stendur við Svart Höfða víkina, maður minn,“ svar- aði eg. „Eg heyri rödd ungmennis,“ sagði hann, „viltu lofa mér að snerta hönd þína, ungi vinur, og styðja mig inn í veitingaskálann, því eg er þrcyttur og þarf hressingar við.“ Eg rétti honum hendina, og þetta augnalausa, blíðmála skrímsli greip hana heljartaki. Mér varð svo hverft við átakið, að eg ætlaði að kippa að mér hendinni, en blindi maðurinn brá mér á loft, eins og eg hefði verið fisléttur ullarvindill, dró mig fast upp að hinni andstyggilegu ásjónu sinni og hálfhvíslaði að mér þessum orðum: „Sýndu engan mótþróa, þú getur haft ilt af því, en fylgdu mér til Kafteins tafarlaust.“ „Herra minn,“ svaraði eg skjálfandi af ótta, „eg þori það ómögulega.“ „Einmitt það,“ hvæsti hann út úr sér, „þú þorir það ekki, eg kann ráð viö hugleysi þfiiu, hlýddu eða eg sný af þér handlegginn.“ Um lgið og han sagði þetta vatt hann upp á hand- legginn á mér svo hranalega, að við lá að hann geugi úr liði. „Það var ekki mín, heldur þin vegna,“ sagði eg, „sem eg hræddist að fylgja þér til Kafteins; hann er ekkert árennilegur um þessar mundir, því að hann situr alla daga með opinn hníf á borðinu fyrir fram- an sig. Það kom annar maður að finna...........”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.