Lögberg


Lögberg - 17.05.1906, Qupperneq 4

Lögberg - 17.05.1906, Qupperneq 4
LOGBERG flMTUDAGINN 17. MAÍ 1906 er gefiS út hvem fimtudag af The Lögberg Prlnting & Publishlng Co., (löggilt), að Cor. William Ave og Nena St., Winnipeg, Man. — Kostar $2.00 um árlS (á. Islandl 6 kr.) Borgist fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Published every Thursday by The Lögberg Printing and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.William Ave. & Nena St., Winnlpeg, Man. — Sub- scription price $2.00 per year, pay- able in advance. Single coples 5 cts. S. BJÖRN'SSON', Editor. M. PAULSON', Bus. Manager. Auglýsingar. — Smáauglýsingar 1 eitt skifti 25 cent íyrir 1 t>ml.. A Btærrl auglýsingum um lengri ttma, afsláttur eítir samningi. Bústaðaskifti kaupenda verSur aS tilkynna skriflega og geta um fyr- verandi bústaS Jafnframt, Utanáskrift til afgreiSslust. blaSs- Ins er: The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. p. O. Box. 136, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift tll ritstjórans er: Editor Lögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir “PP-J” Ef kaupandi, sem er 1 skuld viS blaSiS, flytur vistferlum án þess aS tilkynna heimilisskiftin, t>á er þaS fyrlr dómstóiunum álitin sýnileg Bönnun fyrir prettvtslegum tilgangi. ÓhrótSur Heimskiinglu. í blafiinu hér á undan ger.Sum vér grein fvrir orsökum arasa þeirra, sem afturhaldsliöar gerðu á félagið N. A. T. C. , og þessa síðustu daga liefir sljákkað í flest- um blöðum þeim megin, þar sem j,au hafa ekkert sannaniegt kæru- eini fundið, þrátt fyrir ósleitilega eftirleit, en fengið alvarlegar ofan- í gjafir fyrir uppþot sitt óviður- kvæmilegt frá liberal blöðunttm og hvaðanæfa. En Hkr. hyggur þarna leik á borði fyrir sig, þó hún viti ekkert nvrra unt málið, snýst hún hvern hringinn eftir annan utan um sjálfa sig bara til að segja eitt- hvað og sýna, að hún sé húsbænd- um sínum trú og dygg. Siðasta greinin hennar er frarn úr skarandi óþverraleg. og ber vott um þau þrjú aðal einkenni, sem hafa lengi verið henni fylgi- spök og eru: óstjórnlegt hatur á flokksandstæöingum sinum, vísvit- andi ásetningur og löngun á að halla réttum málstað til að sverta þá, og skammarlegar fúlmensku- og óhróðurs getgátur um þá, á engu bygðar öðru en ógrundaðri nasasjón annarar hliðar málsins. I>ar sem vér hc^urn gert grein fyrir fjárgreiðslu landsstjórnar- innar til N.A.T.C., svo og starf- staðhæfingu, að hvorki þingið né aðrir liafi vitað neitt um samning- ana við þetta félag, og þeim hafi verið hald'ð leyndurn um 6 ára tíma. Vísvitandi segir hún þar ó- satt, þvi kunnugt ætti henni að vera um það, að einstök atriði þeirra eru birt i ársskýrslum inn- anrikismáladeildarinnar árið 1900 —1901, og gat hver lesið sem vildi og Hkr. líka, hefði hún kært sig um að kynna sér málið nema frá annari hliðinni. Þá er það næst, að hún telur félaginu hafa verið greidda þókn- un sina, án samþvkkis þingsins. Það er og ósatt. Ef ekkert sam- þykki hefði verið veitt til greiðsl- unnar, hefði yfirskoðunarformað- urinn, haft eitthvað við hann að athuga. En greiðslan er tilfærð ár eftir ár, athugasemdalaust af hon- um. Það eina sem óljóst er i þessu sambandi eru nöfn einstaklinga félagsins. Og hver er aðal hvata- maður þess? Lávarður Strathcona. Sá maður í conservatíva flokknum, sem bæði af andsæðingum og fy.lg- ismönnum er viðurkendur sem einhver vitrasti og bezti maður þeim megin. Mundi það vera vel við eigandi, fyrir afturhaldsblað- ið, að gruna hann um græsku hvað tillögu hans hér að lútandi snertir? En það er ekki nema rétt eftir þeirri kringlóttu að kasta til hans einni sorprekunni, l>egar svo vill verkast út af þessu. Það sem alt veltur á og allar enn fram komnar upplýsingar í þessu máli sýna og styðja, er það, að félaginu N. A. T. C. hefir verið greitt gjaldið fyrir fólkið, sem það beindi til Canada, þá fyrst, er þeir, sem það lét flytja, stigu hér á land. Um leið og það skilaði Canada innflytjendunum fékk það „bonus- inn“, og fyr ekki. Sanni Hkr. það gagnstæða ef hún getur. — Sanni hún að fé- j lagið liafi fengið peningaþóknun greidda fyrir annað fólk, en það, sem komið hefir fyrir tilstilli þess. Gefi hún lesendum sínum, sem henni er svo ant um að innræta uppspunninn óhróður um Ottavva- stjórnina. sundurliðaðan reikning, I er sýni hverjir þeir séu, sem N. A. T. C. hefir fengið rangíega greidda þóknun fyrir. Sanni hún, svart á hvítu, að þjófnaðarákærur hennar séu meira en illgjarnleg ímyndun og flokkshatur , eða dragi inn horn in að öðrum kosti og skammist sín fvrir svívirðilegar aðdróttanir, sem hún getur engan stað fundið. ------0—------ Skipskaðinn á Islandi. sviði þess, skulum vér lita á hin margflokkuðu ósannindi Hkr. í þessu sambandi. Me.ð litlum orðamur. margtygg- ur hún sömú staðlevsurnar upp hvað eftir annað, en aðal þunga- miðja lyga hennar liggur á eftir- farandi atriðum. Hún segir, að íélagið sé ekki til, það sé ímyndað!, en kannast þó við á öðrum stað. að ýms lönd, t.a. vi. ítalia. sé ekki undir umsjón þess. Hvernig geta sum lönd verið undir umsjón fé’ags sem ekki er til og sum ekki ? Slíkt er alveg ó- samrvmanleg kenning heilbrigðri skynsemi. Enda varð. Hkr. þarna óvart að segja satt, og kannast við ti’veru félagsins, og í sjálfu sér er það ekki neitt undarlegt í þessu til- felli, þar sem þlaðinu er nauða- kunnugt um að félagið er og hefir verið til lengi og þv', er borgað fyrir starf sitt, og gjaklið er miðað við framkvæmdir þess. >1 s.engir 11 n næ>t fram þeirri Óhætt er að fullyröa að tilfinn- anlegra manntjón hefir ekki orðið á íslandi á síðari öldum, en það, j er skeði 8. Aprílmánaðar næstl. ! og minst hefir verið að nokkru í i þessu blaði. Það má svo að orði kveða að j þúsundasta hverjum manninum af j gamla hólmanum hafi hún sópað j burtu, l>essi síðasta og harðasta norðanveðurskviða. Það er æði stórt skarð höggvið I í ekki fjölmennari þjóðarhóp, og , mundi þykja tilfinnanlegt í stærri | <,g fólksfleiri löndum, ef þau týndu L'mfaLlslega jafn mörgum hraust- urn, fullvinxiandi mönnum í stríði eða stórslysum likum því er heima áui sér stað nú —öllum á einum e.masta degi. Það er ekkert efamál, að bæði sorg og erfiðar kringumstæður ii: ðir það af sér þetta mikla mann- ijón á íslandi. Einkum verður það tilfinnanlegt fyrir svæðið umhverf- is Reykjavík, sérstakiega Akranes- ið, en þaðan var tiltölulega mest- ur fjöldinn þeirra sem farist hafa. Vér erum þess fullvissir og höf- um víða heyrt það, að íslendingar hér vestra hafa innilega hluttekn- ingu i harmi þeim -og missi er gamla landið hefir beðið i þessu voðalega stórslysi.enda hafa marg- ir þeirra, sem fluttir eru hingað vestur alveg óvænt fengið svip- lega andlátsfregn vina sinna og ættingja með þessum síðasta ís- lands pósti. Til að sýna hluttekningarmerki sitt í verkinú, höfum vér fengið fregnir um það að félagið Helgi j u.agri muna ætla að gangast fyrir samskotum meðal Islendinga bæði hér í bænum og út um land, til styrktar þeim, sem áfallið snerti sárast og tilfinnanlegast. Islands- blöðin bera það með sér að margir efnaðir menn þeim megin hafsins hafa geþð stórfé, og að farið er að gangast fyrir samskotum þar með v ’isn móti. Failega væri því óneitanlega gert af Vestur-íslendingum að bregðast vel við í þessu máli. Þeir hafa sýnt það áður, að þeir hafa verið fljótir að létta andstreymi bræðra sinna austan hafsinj þegar þörf hefir krafist. Það sýna sam- skotin til holdsveikraspítalans og margt fleira. Þörfin er nú fyrir' hendi og viljinn búumst vér við að ekki hafi brevst. Vér óskum og væntum að land- ar vorir hér vestra sýni í þessu máli að þeir séu enn þeir vinir íslands er reynist því vel í þess- ari raun. Eftir að þetta er skrifað, barst grein frá félaginu Helga magra eftir séra Friðrik J.Bergmann. Er hún birt á öörum stað í blaöinu. Sýnir hún að félagið hefir byrj- að með myndarlegri gjöf, fimtíu dollurum. Eflaust munu margar þar á eftir fara. Birting skrásetningarstaöa í Manitoba 29. og 30. þ. m. Þar sem er tæpur hálftir mánuð- ttr þangað til hin fyrirhugaða skrá- setning skal fram fara hér í fylk- inu, viljum vér benda á þá staði, sem ákveðið er stjórnartíðindum Manitoba, að hún eigi að fara fram á. Þó verða hér tilgreindir þeir staðirnir í hinum ýmsu kjördæm- um, er íslendinga varðar aðallega, og ekki fleiri. Þá er fyrst að telja Gimli-kjör- dæmið, og eru skrásetningardeildir þar seytján að tölu. Teljum vér þær upp hér á eftir, ásamt með skrásetningarstöðunum. 1. deild.—’Nær yfir Tsp. 16 og 17, R. 4 og 5 v. Skrásetningar- staður: Hús Joseph Hamelin, St. Laurent. 2. deild.—Nær yfir Tsp. 16 og 17, R. 3 v., og enn freniur þann liluta af R. 2 v., sem liggur vestan vð Shoal Lake. Skrásetningarst.: Hús William Isbister, Sec. 24— 16—2. 3. deild.—Nær yfir Tsp. 18 og 19. R. 1, 2 og 3 v. Skrásetningarst: Hús Gests Sigurðssonar, Sec. 22— 19—2, Otto pósthúsið og hús Guð- mundar Stefánssonar 26—18—3. 4. deild.—Nær yfir Tsp. 18, R. 4 og 5 v. Skrásetn.st.: Clarkleigh pósthúsð. 5. deild.—Nær yfir Tsp. 19, R. 4 °g 5 v- Skrásetn.st.: Lundar Hall. > 6. deild.—Nær yfir Tsp. 20, 21 og 22, R. 1. 2, 3. 4 og 5 v. Skrá- setn.st.: Cokl Springs pósthús. 7. deild.—Nær yfir Tsp. 19, 20, 21 og 22, R. 6—10 v. Skrásetn,- st.: Hús Jolin Blue, Sec. 10—21— 7, og Siglunes pósthús. 8. deild.—Nær yfir Tsp. 23, 24 og 25, frá R. 1 v., það meðtalið til Manitoba - vatns. Skrásetn.st.: Hús Pauls Kjernested, Sec. 12— 24—10. 9. deild.—-Nær yfir alt svæðið sem liggur fyrir norðan Tsp. 25 milli fyrsta hádegisbaugs og Mani- tobavatns og eystri takmarka R. 11. v. Skrásetn. st. Hudsons Bav búðin í Fair ford. 10. deild.—Nær yfir eystri helm- ing af Tsp. 18, R. 3, og brot úr Tsp. 18, R. 4 A. Skrásetn. st. hús Alberts Friðrikssonar, sec. 28-18- 4- 11. deild.—Nær yfir Tsp. 19. R. 1, 2, 3 og 4 A. Skrásetn. st. skrif- stofa County Court Clerk, Gimli, og hús Georg Babitsky á sect. 16-19-3. 12. deild.—Nær yfir Tsp. 20, 21, R. 1. 2. 3 og 4 A. Skrásetn. st. hús ísleifs Helgasonar, sect 32- 20-4, og hús Mickaels Gottfrieds Tsp. 20, R. 3. 13. deild.—Nær yfir Tsp. 22, R. 4 A. Skrásetn. st. hús Ó. G. Akra- ness, sect. 16-22-4. 14. deild.—Nær yfir Tsp. 22, R. 3 A. Skrásetn. st. hús S. G. Nor- dals, sect. 23-22-3. 15. deild.—Nær yfir Tsp. 22 og 23, R. 1 og 2 A Skrásetn. st. Framnes pósthús. 16. deild —Nær yfir Tsp .23 og 24, R. 3 og 4 A. Skrásetn.st.: Hús ■Þorgrítns Jónssonar, Sec. 17— 23—4- 17. deild.—Nær yfir Tsp. 23 og 24, R. 5 og 6 A., ennfremur yfir R. 1 og 2 í Tsp. 24 og alt svæðið á milli Tsp. 25 og 44 að þeim báð- um meðtöldum, austur af fyrsta hádegisbaug til Winnipeg-vatns. Skrásetn.st.: Hús H. Sigurgeirs- sonar, Mikley, og hús John Clem- ent, Fisher Bay. / Arthur kjördœmi eru 11 skrá- sttningardeildir. Teljum vér þar frá áttundu, senr nær yfir Tsp. 5 og 6, R. 26 v. Skrásetn.st.: Hús T.A. Frasers, sec. 4—6—26. 1 Cyprcss kjörd. crn 12 skrá- setningardeildir. FJórar af þeim hér taldar: 1. deild—Nær yfir Tsp. 7, 8 og 9, R. 15 v. og Stockton bæ. Skrá- setn.st.: Abbott’s Hall, Stockton. 2. deild.—Nær yfir Tsp. 7, R. 14 v., og allan þann lilut af Tsp. 8, R. 14 v., sem Iiggur sunnan við Assiniboine á, vesturhlutanrl af Tsp. 7, R. 13 v. og Glenboro bæ. Skrásetningarst.: Skrifstofa Gaz- ette, Glenboro. 3. deild.—Nær yfir Tsp. 8 og 9. R. 13 v„ Tsp. 9, R, 14 v., og þann hluta af Tsp. 8, R. 14 v., sem ligg- ur norður við Assiniboineá. Skrá- setningarst.: Hús Williams Gubbs, Skálholt P. O. 4. deild.—Nær yfir Tsp. 7, R. 12 v., austurröðina á Sec. í Tsp, 7, R. 12 v., vesturröðina af sec. í Tsp. 7, R. 10 v. sec. 6, 7 og 18 í Tsp. 8, R. 10 v., sec. 36 í Tsp. 8, R. 12 v., þann hluta af Tsp. 8, R. n v., sem liggur sunnan við Assiniboine á og Hollatidsbæ. Skrásetningarst.: Campbell’s Hall, Holland. / Dauphin kjörc^æmi eru 17 skrá setningardeildir, tvær þeirra hér taldar: 11. deild.—Nær yfir Tsp. 30 og 31, R. 14. 15, 16 og 17 v., norður- helming af Tsp. 30 og 31, R. 18, 19 og 20 v. Skrásetn.st.: Hús G. O. Bellamy, Winnipegosis. 15. deild.—Nær yfir sec. 31, 32, 33 34 • Tsp. 22, R. 16 v., norð- urroðina af sec. í Tsp. 22, R. 17 v., Tsp. 23, R. 17 v., og fjórar vestur- raðimar af sec. í Tsp. 23, R. 16 v. Skrásetn.st.: Búð Alfreds Doug- !as, Makinak. / Emerson kjördœmi eru 13 skrá setningardeildir. Tvær þær síð- ustu taldar hér: 12. deild—Nær yfir Tsp. 1, 2 og 3. R. 10 a., Tsp. 1 og 2, R. 11 a., Tsp. 1, R. 12 a„ og sec. 4. 5, 6, 7, 8, 9, 16, 17 og 18 í Tsp. 2, R. 12 a. Skrásetn.st.: Hús Kristjáns Ey- fjord, sec. 29—1—12. 13. deild.— Nær yfir Tsp. 3, R. 11 og 12 a„ sec. 1, 2, 3, 10 til 15 og 19 til 36 (nefndar s.:c. allar með- taldar) í Tsp. 2, R. 12 a„ og Tsp. 1, 2, og 3, R. 13 a., alt til landa- mæra fylkisins að austan. Skrá- setningarstaður: Sprague, á þriðjtt daginn 29., og Vassar, miðvikud. 30 þ. f. / Gladstone kjördccmi eru 20 skrásetningardeildir. Fimm eru hér taldar. 7. deild.—Nær yfir bæinn Glad- stone og Tsp. 14 og 15, R. 11 v. úkrsetn.st.: Þinghúsið í Glad- stone. 10. deild.—Nær yfir Tsp. 15, R. 12 v. Skrásetn.st.: Hús William Brydon, á norðvestur fjórðungi í sec. 24—15—12. 11. deild.—Nær yfir Tsp. 16, R. 11, 12 og 13 v. ' Skrásetn.st.: Búð James Leggatt, Plumas. 19. deild.—Nær yfir brot úr Tsp. 16 og 17, R. 8 v., sec. 13—26 /að báðum meðtöldum) í Tsp. 16, R. 9 v., og yfir brot úr Tsp. 17, 18 og 19, R. 9 og 10 v. Skrásetningarst: Herdubreid Hall, sec. 24—17—9. 20 deild.—Nær yfir Tsp. 20, R. 9 og 10 v„ og alt kjördæmissvæð- ið norðan við Tsp. 20. Skrásetnst: Hús D. McDonalds, Kinosota. / Morden kjördæmi eru 10 skrá- setningardeildir. Hér talin ein þeirra, sú sjötta í röðinni: Nær hún yfir Tsp. 1, R. 6 v. og sec. 1—30 í Tsp. 2, R. 6 v. Skrásetn.st.: Hús K. B.Skagfjörðs á suðvestur fjórðungi af sec. 2— 2—6. / Mountain kjördœmi eru 11 skrásetningardeildir. Þrjár taldar hér: 7. deild.—Nær yfir Tsp. 5 og 6, R. 13 v. Skrásetn.st.: Brú Hall 8. deild.—Nær yfir Tsp. 5 og 6, R. 14 v. Skrásetn.st.: Hús W.W. Herron, Baldur. 9. deild.—Nær yfir Tsp. 5 og 6, R. 15 v. Skrásetn.st.: Tumoths Hall, Behnont. / Snayi River kjördæmi eru 15 skrásetningardeildir. Upp taldar hér tvær: 4. deild.—Nær yfir Tsp. 36, R. 27 og 28 v„ suður helming af Tsp. 37, R. 27 og 28 v„ og þann part af Tsp. 37. R. 27 v„ sem er norðan við Svvan River. Skrásetn.st.: Hús B. E. Rothwell, Swan River. 8. deild.—Nær yfir Tsp. 36, R. 25 og 26 v„ Tsp. 37, R. 25 v„ og þann part af Tsp. 37, R. 26, sem er sunnan vfð Swan River. Skrásetn.st.: Hús E. Wedmeier, Minitonas. 15. deild.—Nær vfir allan Red Deer Tanga í Lake Winnipegos- is. Skrásetn.st.: Hús Ó. Ólafson, Red Deer Point. / Virden kjördæmi eru 14 skrá- setningardeildir. Af þeim tvær taldar hér: 2. deild.—Nær yfir Tsp. 7, R. 27 v. og austurhelm, af Tsp. 7, R. 28 v. Skrásetn.st.: Hús W. A. Bra- dy, Reston. 4. deild.—Nær yfir Tsp. 7 og 8, R. 29 v„ vesturhélm. Tsp. 7, R. 28 v„ og vesturhelm. af Tsp. 8, R. 28 v. Skrásetn.st.: Sinclair pósthús. Áður höfum vér gert grein fyrir skrásetningartímanum, framan- gr. tvo næstsíðustu daga í þessum mánuði, svo og hvernig endur- skoðuninni verður hagað, og vís- um vér.til þess hvorstveggja í næstu blöðum tveimur hér á und- an. -------o------- Tvístirniö. Útgefendur: Jónas Guðlaugsson og Sig. Sigurðsson. I. Reykja- vík 1906. Þetta Ijóðasafn ber með sér, að það eigi að eins að vera byrjun til stærri bókar (I. hefti). Báðir eru höfundarnir ungir, en annar þeirra (J C.) liefir þó áður gefið út ljóða kver, er liann nefndi „Vorblóm“. í ýmsum íslenzkum blöðum hafa og áður verið prentuð kvæði eftir liinn höfundinn (S. S.J. Mörg af kvæðum J. G. í þessu liefti bera þess ótvíræð merki, að höfundurinn hefir kveðið þau á unglings-aldrinum. Þó formið sé víða laglegt, og hagtnælskan auð- sæ, er samt sem áður ekki gott um það að segja, hversu mikið skáld úr hotium kann að verða í fram- tíðinni. Fyrir íslenzkri náttúrufegurð virðist J. G. hafa mjög opið auga. Kemur þetta all-skýrt fram í kvæðunum: „Á Klofningnum“ og „Á Stapa“. 1 fyrra kvæðinu er viða fallega að orði komist; t. <1 má benda á þetta: „Himins andi hreinn og þýður hamradisum kossa gefur, og með sólareld í barmi alt í sínum faðmi vefur. Syngur blær við bláar fjólur, blíða. þýða ástahljóma, leika sér í laut og brekku lindardís og álfur blóma.“ Og aftur síðar í sama kvæðinu segir hann um Snæfellsjökul: „Helgiró og himinfriður hjúpa mjallahvítan skalla, vetrardýrð og sumarsæla saman blítt í eining falla.“ Seinni helmingur síðustu visunnar i þessu sama kvæði er þannig: „Fegurð þín minn huga hrifur hjartans fóstra tignarríka, Þökkum hrærðir aö vér eigum, íslendingar, móður slika“. í þessum fjórum hendingum kem- ur ást skáidsins til fósturjarðar- innar miklu skýrara í ljós, og með þeim einum er landinu í raun og veru sagt miklu meira til hróss en í öllu kvæðinu „Island“, sem bókin byrjar á. Enda er fátt af rtýju í þvi kvæði að finna. Sama er að segja um martsöngv- ana þrjá í III. kafla bókarinnar. Þeir eru ekki frumlegir að neinu leyti og lang lakast frá þeim geng- ið af kvæðum J. G. í þessu kveri. Það er eitthvað veiklulegt og hálf velgjulegt við sumar vísurnar í öðrum mansöngnum, t. d.: „í augnanna dýrðlega djúpi dreymandi e^ baða mig. Og frelsist eg aftur frá angri og kvöl þá er það fyrir þig.“ Þriðji mansöngurinn byrjar ein- kennilega nokkuð. Þar stendur: „Þú ljómar líkt og sólin og logar hjarta mót“. Um ástar-eldsvoða með þeim hætti mirinumst vér ekki að hafa lieyrt getið fyr. í fjórða kaflanum eru fjögur kvæði éftir J. G. Þrjú þeirra: ,,Ljósleitin“, „Hinn þunglyndi“ og „Draumur“ hefðu öll mátt missa sig. Þau eru full af volæði og sáralítið í þeim af skáldskap. Aft- ur er fjórða kvæðið: „Haustnótt“, fallegt kvæði og kemur þar hag- mælska höfundarins mjög greini- lega fram. Kvæðin í bókinni eftir Sigurð Sigurðsson eru veigameiri og piklu þroskaðri. Kvæðið „Hraun- ttigur“ er mjög fallegt. Þar er í þetta: „Hér í brekkunum bakkann við, bjarkirnar dreymir við elfarnið langt út í ljósvakans strauma. En skóggyðjan opnar in helgu hlið í himininn jarðneskra drauma. — Já, fegurri aldrei sá eg sýn millum sanda og auðna en lauftré þín, Hraunteigur — hæli þess snauða. Þú ert samur að morgni hvort sólin skín eða syrtir af harmi og dauða.“ Mansöngv. S. S. í III. kaflanum, sem liann nefnir „Hrefnuhróður“, eru ólíkt skáldlegri og djúpristn- ari en mansöngvar J. G„ í fyrsta kvæðinu í „Hreffiuhróðri“ eru þessar tvær fallegu niðurlagsvís- ur: „Þú, sem áttir augun bláu, undramáttinn hinna fáu, opin fyrir öllu háu, eilíf stjömublik á himni mínutn— kenn mér hátt að hyggja í smáu, hata fátt af öllu lágu. Ljúfust stjarna á lofti bláu, láttu hjarniö tindra í geislum þínumt Stjarnan allra stjarna minna, stóra barnið, lát mig finna i sama í orðum augna þinna eins og forðum, vorið glaða og bjarta— sömu rósir sé eg kinna, sömu ljósin augna þinna; dags og nætur drautna minna dýrsta kona — þú átt alt mitt hjarta.“ 1 ættjarðarkvæðum S.S. er trúin á landið, ástin til þess, og eggjan- irnar til þjóðarinnar að rísa úr dvalanutn og hrista af sér mókið, jafnan efst á baugi. í kvæðinu ,,Fá,lkinn“ nefnir hann Fjallkon- una „tnenið fegurst á möttli Ránar bláum“, og er þar bæði fallega og skáldlega að orði komist. í þessu kvæði er enn fremur þetta: „íslands fálki, á tindi tímamAa; tólfin á borði! Skal án allra bóta

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.