Lögberg - 12.07.1906, Side 2

Lögberg - 12.07.1906, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JÚLl 1906 s. BRÉF FRÁ ÚTLÖNDUM. Eftir Steingrím Matthíasson. Úr Lögréttu. Mikil eru verkin mannanna. Kegar maður kemur frá smábæ, eins og Reykj&vík, til stórborga eins og Edinborgar og Kaup- mannahafnar, þá verð eg að segja, að mér fyrir mitt leyti finst mikið koma til þeirra um skifta. Það er þægilegt að geta gengið þurrum fótum úr skipinu í land, og síðan ekið hvert á land sem maður vill í rafmagnsvögnum á hendings- flugi fyrir fáeina aura. Það er stórfengilegt að virða fyrir sér náttúrunnar furðuverk heima á Fróni, en það er missilningur að halda að meira sé af þeim þar en annarsstaðar; alheimurinn er full- ur af þeim, og eg segi fyrir mig, að eg er búinn að sjá svo mikið af iþeim, að mér finst langt um meira varið í að virða fyrir mér verkin mannanna. Þegar maður kemur til stórbæja frá vesalings Reykja- vík og verður var við stórkostleg mannvirki svo Jangt sem augað eygir í allar áttir, sér allar götur hlaðnar úr vel höggnum steinum, samanhangandi slétt steingó.lf, svo hvergi sést í auða jörð, en undir þessu gólfi liggur þéttriðið net um alla borgina af vatnspipum, sem leiða táhreint, svalandi »vatn inn í hvert hús, hæst upp á .loft,— af gaspípum, er leiða eldfimt gas- ið til ofna og lampa á hverju heimili, — af málþráðum, sem leiða ósýni'.ega rafmagnsstrauma, sem ýmist knýja vagna og vold- ugar vélar, víðsvegar í borginni, eða kveikja ljós, sem lýsa á kveld- in, svo á götunum verður albjart sem í sólskini, — af lokræsum úr sementssteypum, sem leiða burtu langt út i sjó alt skolp og annan óþverra, — og líti maður kringum sig, eru húsin og skrautbyggingar, hnarreistar, tvöfalt og þrefalt — og þaðan af meira — hærri en Ingólfshvoll, svo að maður verð- ur, eins og Þór hjá Útgarðaloka, að beygja höfuð á bak aftur til að sjá upp á gafl, — og húsin eru vel hlaðin, sumpart af tígulsteini, sem er tilbúinn af mönnum, en sumpart úr hraungrýti, — þá segi eg með Jónasi: „Búinn er úr bálastorku bergkastali frjálsri þjóð.“ Og ennfremur spyr eg með Jón- asi: „Hver vann hér svo að með orku?“ En því miður verð eg með klökk- um hug að bæta við: „aldrei neinn svo vigi hlóð,“ nfl. uppi á íslandi, því þar hefir alt af vantað það, sem kom öflu þessu í verk, sem sé „afl þeirra hluta er gera skal,“ með öðrum orðum: nóga peninga. Því vits- munir og dugnaður einstakra manna er tiltölulega eins mikill þar eins og annar9taðar, ef ekki t meiri. Eg get ekki neitað því, að eg ber mikla virðingu fyrir Mammoni, þvi mörg eru þau lífs- ins þægindi sem hann leggur oss upp í hendurnar, jafnt kristnum og illa kristnum. / Böff. Það fyrsta, sem eg gerði, þegar eg steig af skipsfjöl, var að fara í bað í bezta baðhúsinu, sem er ný- bygt í Kaupmannahöfn. Eg tók mér rússneskt bað, sem svo er kallað, og það er bezta baðið. Maður gengur berstrípaður inn í stóran, hvelfdan sal, þar sem lo.ft og veggir og gólfið er úr gljá- andi steini og skínandi marmara- hellum. Inn í salinn streymir upp- hitað loft svo a ð hitinn verður um 50—60 gr. C. Þarna sest mað- ur á stól, eða marmarabekk, og situr dálitla stund, en ekki líður á löngu áður en svitinn bogar af marnni og allur kroppurinn verð- ur löðrandi. Þetta er mjög Þægi- legt og holt. En þessu næst koma ötulir þjnóustusveinar og nudda mann allan frá hvirfli til ilja með freiðandi sápulöðri. Þegar það er búið, fer maður undir volgt steypibað, sem smákólnar hægt og hægt, þangað til það verður ís- kalt. Þar á eftir geta þeir sem eru sundfærir æft sund í dálitlum sundpolli með köldu vatni í næsta herbergi og liðkað með þvi vöðv- aina, en því næst koma þjónarnir og þurka mann vandlega. Við þetta verður skrokkurinn eins og nýsleginn túskildingur, eða eins og hann upprunalega var af guði gerður; engir vita nema þeir sem það hafa reynt, hversu þetta bað er notalegt og hressandi. Það er einhver munur á svona baði og því sem getið er um í kvæðinu „Vorið langt“, að „dónarnir" fái, þegar þeir koma ful.lir heim úr kaup- staðnum, snuðaðir af Danskinum: „eru síðan afklæddir og upp í rúm lagðir, úr vatni og hl . . . vaskaðir og vitlausir sagðir“. Rómvers böð eru svipuð hinum rússnesku, að eins er loftið þurr- ara og heitara og þess vegna eru þau ekki eins hressandi. Þess ut- an getur maður tekið mörg ann- ars konar böð, svo sem kerlaug- ar, kolsýrubað, rafljósabað o. fl. Rafljósabaðið er fólgið í því, að maður situr inni í skáp, en lætur að eins höfuðið standa upp úr skápnum. Því næst er kveikt á ó- tal mörgum rafljósalömpum inni í skápnum, svo að þar verður svo bjart, að augað þolir ekki á að horfa, en um Jeið hitnar þar svo mjög, að hitinn nær 70—80 st. á C., svo að likaminn svitnar mjög. Þessi mikla birta læsir sig inn í likamann, og það hefir sýnt sig, að þessi böð hafa góð áhrif á sjúkdóma í blóðinu. Fátt er eins þýðingar mikið fyr- ir heilsu manna og góð böð. Bráð- um kemur baðhús i Reykjavík,og er það mikið gleðiefni fyrir bæ- inn. gegn Dönum, eru vanalega þeir, sem þekkja þá minst, menn heima á Fróni, sem lítil skifti hafa af Dönum haft, og sumpart ungir námsmenn, sem eru nýkomnir til Danmerkur til að njóta styrks og ýmsra hlunninda þar. En það er ekki vert að fará frekari orðum um þetta; eg veit að þessar fáu .línur nægja til að sumir verða öskuvondir, kalla mig Danasleikju eða danskan íslending. Þá það. Kommunespítalinn er stærsti spítali bæjarins. Þar geta Jegið yfir 1000 sjúklingar. Byggingin sjálf er þess vegna ein með þeim allra stærstu í öllu landinu. Eg bý í herbergi, sem veit inn að húsa garðinum, en hann er á stærð við Austurvöll. Þríloftuð byggingin umlykur þennan garð á alla vegu. Allir húsveggirnir eru þaktir þéttri breiðu af sígrænum vafn- ingsviði [Vedbend], sem smám- veggjunum og myndar nú saman- hangandi skjólgarða, græna og saman hefir Jesið sig upp eftir fallega ábreiðu alt í kring. í þess- ari lauffléttu hafa grátitlingarnir fengið kærkomna bústaði, og eg held að meiri hluti allra grátit.1- inga bæjarins hafi tekið sér ból- festu hér, því það úir og grúir af þeim, þúsundum saman, svo að allur spítalinn ómar af margrödd- uðu titlingatísti frá því um sólar- uppkomu á morgnana og til sólar- lags á kveldin. Á nóttunni þegja þeir allir, svo að sjúklingarnir geti sofið. Það er eiginlega ekki rétt að kalla þessa titlinga grá- titlinga, þó eg geri það, því þeir eru jarpskjóttir á litinn og ólíkir titlingunum heima á Fróni. Þeir eru ekki matvandir og lifa ílestir einungis á hrossataði, svo að þess- vegna gæti það vel borgað sig fyr- ir þá að fara til íslands, en enn þá hefir enginn þeirra mér vitan- lega lagt þann krók á ,leið sína. Hér láta allir þá í friði, og eg held eiginlega að flestir taki alls ekki eftir þeim, en mér þykir vænt um þá, einkum fyrir það, að þeir vekja mig með tístinu á morgn- ana og eg mundi glaður gefa einn pening fyrir tvo titlinga (simkv. taxta biblíunnar), sem væru komn- ir heim til íslands. Sem sagt, a1!ir veggirnir eru eitt samanhangandi fuglabjarg, og um þetta leyti er varptíminn og titlingurinn önnum kafinn *að byggja hreiður. Svo kann eg eigi meira frá þeim að segja. Á Kommune-spítalanum. í stað þess að þurfa að búa á veitingahúsi og borga fyrir það dýrum dómum, fékk eg stöðu sem aðstoðarlæknir við vitfirringa- deildina hér á spitalanum, þennan mánaðartima sem eg dvel í Höfn. Matur og húsnæði ókeypis og 40 kr. laun um mánuðinn. Yfir höf- uð vil eg geta þess, að eg og aðr- ir ísl. Jæknar, sem útskrifaðir er- um frá háskólanum, njótum fylli- lega jafnréttis við jafnaldra danska embættisbræður, og mega það kallast góð hlunnindi. Vil eg ekki skilja við Dani fyrst um sinn. Eg hefi ekkert nema gott af Dönum að segja; eg hefi kynst þeim mikið, og eg hefi enn þá aldrei heyrt neinn þeirra bera ill- an hug í garð vor íslendinga. Þvert á móti hefi eg víðast hvar hjá öllum mentuðum Dönum, sem eg hefi talað við í mörg ár, orðið var við mesta velvildarhug til lands vors. Eg segi þetta af því aö eg er alt af að rekast-á ,landa, sem búa yfir gallsvartri þykkju til Dana. Út af hverju? „Út af gömlum skuldum", er vanal. svarið, og svo er talið upp: „einokun“, kirkju og klaustragóss o. fl. Eg get ekki annað en hlegið að þessu. Því mér finst það svipað því og ef einhver danskur maður, að lang- feðgatali kominn frá kaupmajnni, sem á miðöldunum verzlaði í Stykkishólmi, kæmi með reikn- ing til mín upp á stóra skuld fyrir úttekt á kramvöru, sem langa- langa-lang — -------afi minn hefði tekið við verzlun langa- langa-lang----------afa hans. Ætli mér dytti í hug að borga skuldina? Eg svara og spyr. — I>eir landar, sem eru svæsnastir MeSal vitfirringa. Það eru liðugt hundrað sjúkl- ingar í þessari deild spítalans.sem eg er læknir við. Hingað er sent alt það fólk bæjarins sem skyndi- lega missir vitið, eða sturlast á geðsmununum • á einhvern hátt, svo að hætta stafar af því heima fyrir. Ef því batnar innan skamms er það sent heim aftur, annars er það sent til Bistrup, sem er aðal vitfirringaspítali bæjarins og liggur nálægt Hróarskeldu. Þar er saman komið há.tt á annað þúsund geðveikra manna, flestir ólækn- andi. — Manni verður í fyrstunni starsýnt á a.lla þá vitleysu, sem þessi vitfirringadeild hefir að geyma. Daglega kemur og fer heill hópur og deildin er ofast nær full. Það eru þó eigi tiltölulega fleiri geðveikir menn í K.höfn en annarsstaðar í heiminum. Alstað- ar, þar sem fólksfjöldi mikill ér saman kominn, þar er um auðug- an garð að gresja og má finna fólk af öllu tægi, bæði heimskt og vitlaus, skynsamt og viturt. Fólksfjöldinn í Höfn er 5—6 meiri en á öllu íslandi. Þess vegna sennilegt að þar finnist 5—6 fleira geðveikt fólk (og 5—6 fleira skyn- samt fó.lk). — Hvermig stendur á allri vitleys- unni? Og hvers vegna verða menn geðveikir? Svo er fyrir þakkandi, að það er að eins litill minni h.luti sem missir vitið. Flestir heilbrigðir menn eru svo af guði gerðir, að þeir geta ekki orðið vitlausir, hver skol.linn sem á dynur. Til þess að menn geti alvarlega sturl- ast á geðsmununum, útheimtist vanalega eimhver veiklun, og sú veiklun er oftast nær fengin að erfðum frá syndugum foreldrum, og allir eru syndugir, en ;,ekki er guði um allar syndir að kenna", sagði kerlingin. Það sem nú aða.1- lega kemur allri geðveiki til leið- ar, þegar þessi meðfædda veikl- un finst hjá einstaklmgnum, er þrent: nfl. trúin, vtniö og kœrleik- urinn, en þó því að eins, að þessar þrjár góðu guðs gáfur séu van- brúkaðar. — Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að öfgar og ofstæki í hvaða trú sem er getur leitt til örvinglunar og gert menn vitstola. öllum geðveikra læknum hér í Danmörku ber saman um það, að „Innri-missíónin“ eigi þátt í því að rugla ráði manna.og sömuleiðis hafa margir á seinni árum viljað kenna andatrúnni um margt í þá átt. Hér í deildinni eru t. d. tveir spiritistaf sem hafa orð- iö geggjaðir upp úr andasæring- um. Hvað kœrleikanum viðvíkur, þá sjást hér ,líka daglega illar afleið- iugar hans; t. d. maður var ótrúr konu sinni, konan tók sér það svo sárt, að hún reyndi að kæfa sig með gasi; það mistókst þess vegna kom hún hingað. Þetta kom í öll blöð og var ítarlega frá því sagt, en það kom því til leiðar,að annar maður, sem prettaður hafði verið af konu sinni, reyndi að ráða sér bana á svipaðan hátt, en místókst það líka, svo hann kom einnig hingað. Um daginin ætlaði maður aö skera sig á háls út af unnustu- sorg, mishepnaðist tilraunin, var fluttur hingað,saumaður saman og er nú gróinn sára sinna. Nokkru þar á undan kom stúlka nær dauða en lifi vegna þess, að hún liafði etið 20 púlverskamta af „antifebrini“ í einu út af því, að unnustinn sagði henni upp. Það var pumpað upp úr maga hennar, svo nú er hún alhress og .líklegast trúlofuð aftur. En svo við víkjum okkur að víninu, þá er skjótt frá því aö segja,að það er laingverst af þessu þrennu, sem eg taldi upp.Drykkju- skapur er mikill í Danmörku og óvíða er jafn mikið drukkið af brennivíni og þar. Brennivinið er ódýrast, en um leið einna áfeng- asta og mesta eitrið. Lægri stétt- irnar drekka mest af brennivítninu og þess vegna koma ,líka verstu afleiðingar drykkjuskaparins fram hjá þ'eim.. Þéssi óþverri er drukkinn dag og nótt, árið um kring. Þegar kalt er, drekka menn sér til liita; þegar heitt er, til að kæla blóðið. Þegar menn eru iðjulausir, drekka menn til að eyða tímanum út úr leiðindum, við vinnuna til að örfa kraftana.Þeg- ar menn eru glaðir, drekka þeir til að gleðja sig enn betur, séu menn sorgbitnir verður að drekkja sorginni í Bacchó. Séu menn svangir, deyfa þeir sultinn með brennivíni, og séu þeir sadd- ir, drekka þeir til að melta betur. Út úr féleysi fara menn að drekka eins og út úr öðru ergelsi, og hafi menn nóg af peningum, þá virð- ist vera sjálfsögð skylda, að eyða þeim í áfengi, og svona mætti telja ótalmargar ástæður, sem drykkjumennirnir hafa sér til af- sökunar. Það er óhætt að fu.ll- yrða að 70—80 prc. allrar geð- veiki stafi af ofdrykkju,. og ýmist bitnar það á ofdrykkjumönnun- um sjálfum eða afkomendum þeirra, eða þá hvorumtveggja.— Þetta rekur maður sig fljótt á á öllum geðveikrahælum. Hér fáum viö daglega marga menn með dellu (delerium trem- ens) — við köllum þá delíranta. Það eru næstuin eingöngu fátæk- ir ræflar, „sem drekka alt af eins og svín, og aldrei nema brenni- vín“. Dellan lýsir sér r@eð hita- veiki, svefnleysi og lystarleysi, og alskonar Ofsjónum og missýning- um. Og missýningarnar eru vanal. fólgnar í því, að þeir sjá fyrnind- i>n öll af flugum og svörtum smá- dýrum á iði og skriði alt í kring- um sig, og hafa al.lan hugann við að reyna að tína þennan varg af sér, en verður lítið ágengt. Það var skrýtin tilviljun að fyrsti sjúklingurinn, sem eg veitti móttöku, þegar eg kom hingað í deildina, var Jandi með dellu, ræfilsgrey, sem lengi hefir flækst hér í Ðanmörku og kvaðst búa í götu þeirri, sem „Djúp" nefnist, og er sannkallað djúp Jasta og spillingar holdsins og andans. Nú var brennivínið loksins búið að gera hann bandvitlausan, svo að hann sá eintómar flugur og svarta ketlinga í kringum sig í rúminu. Honum brá svo við þegar eg á- varpaði ha.nn á islenzku, að hann hrökk við, og hélt að eg væri bú- inn að fá de.llu. — Nú er landinn orðinn góður aftur og verður út- skrifaður á morgun. Eg hefi pré- dikað fvrir honum hófsemi, „en samt er eg hræddur ef margt gengur mót“,að hann freistist enn til aö fá sér í staupinu. — Það er stundum mjög broslegt að heyra delíranta segja frá því sem fyrir augu þeirra ber, því það er oft margt fleira en flugur og kettir. Margir þeirra eru glaðværir með- an á dellunni stendur, eru sítal- andi og finst þeira vera staddir á knæpunni í kunningja sinna hóp. Og ekki er til neins að rengja þá um það, sem þeir sjá og heyra, eða þreifa á, því þá verða þeir reiðir. En fyrir suma þeirra bera einung- is daprar og ömurlegar sýnir.Einn þeirra sagði okkur, að hann sæi litlar dyr standa opnar í veggnum fyrir ofan rúmið sitt og ^egnum þessar dyr gengu stöðugt óupp- dregnar bjórflöskur í endalausri ha.larófu hver á eftir annari. Hann reyndi hvað eftir annað að gripa eina flöskuna til að svala þorstan- um, en þá fór ætíð svo, að sú flaska vék sér til hliðar út úr röð- inni, datt á gólfið og brotnaði, en „eldgamli Karlsberg, ágæti bjór“ valt út um gólfið til spi.llís. Út af þessu var hann í öngum sinum allan daginn. Geðveikin lýsir sér í ótalmörg- um myndum og yrði oflangt upp að telja allar þær myndir hennar sem sjá má hér á deildinini, en eg sleppi því að sinni, því það setur mig og lesendur mína að eins í illt skap, ef eg fer lengra út í þá sálma. Sumir sjúklingar eru sífelt glaðir og kátir og virðast lifa hinu sælasta lífi, aðrir eru sife.lt óá- nægðir, grátandi og kjökrandi, og láta ekki huggast, svo lífið hlýtur aö vera þeim har.la þungbært; surnir eru svo reiðigjarnir og ör- geðja að ekki má orðinu halla til þess að þeir stökkvi upp á nef sér og ætli alt um koJl að keyra, og verður úr því að hafa strangar gætur á þeim, o .s. frv., o. s. frv. Margt er manna bölið. Enda'þótt vér séum eigi fylli- lega samdónýi hinum heiðraða höf. í öllum atriðum greinar hans, vildum vér gefa lesendum vorum tækifæri til að kynna sér jafn- fróðjega og fallega skrifaða rit- gerð og þessi er. — Ritstj. ------o------- Thos. H. Johnson, Islen?kur lögfræðlngur og mála- íærslumatSur. Skrifstofa:— Room 33 Canada Life Block, suSaustur homl Portage avenue og Main st. tJtanáskrift:—p. o. Box 1364. Telefðn: 423. Winnlpeg, Man. H. M. Hannesson, íslenzkur lögfræðingur og máJa- færslumaður. Skrifstofa: ROOM 412 McINTYRE Block Telephone 4414 Dr. O. Bjornson, [ Office: 650 WILLIAM AVE. tel. 89 Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. Hocse: 620 McDermot Ave. Tel. 4300 Office : 650 WiIIiam avc. TkL. 89 Hours : 3 to 4 & 7 to 8 p.m, j - Residence : 620 McDermot ave. Tel.43«o ' ^____ WINNIPEG, MAN-^| Dr. ö. J. Gi»la»on, MeOala- og L’ppskurða-Iæknlr, Wellington Block, GRAND FORKS, - N, Dak. Serstakt athygli veiít augna, eyrua nef og kverka sjúkdómum. Dr. M. Halldorson, PARK RIVER. N. D. Er aö hitta & hverjum miSvikudegi 1 Grafton, N.D., frft kl. 6—6 e.m. 1. ffl. Cleghera, ffl D læknír og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfjabúöina á Baldur, og heflr þvt sjálftfr umsjðn á öllum meö- ulum, sem hann lwtur frá sér. Elizabeth St., BALDUR, - MAN. P.S.—Islenzkur túlkur við hendina.- hvenær sem þörf gerist. A. S. Bardal selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aöur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minuisvaröa og legsteina Telephone 3oG Páll M. Clemens, Chanbcrlain’s Colic, Cholera and Diarrlioea Remedy. Þetta er algerlega áreiðanlegt meðal við iðrasjúkdómum, meðal, sem enginn veit til að nokkru sinni hafi brugðist, hversu ákafur sem sjúkdómurinn hefir verið. —Þáð fæst hjá öJlum lyfsölum. byggingameista ri. Baker Block. 468 Main St. WINNIPEG Phone 4887* iVI, Paulson, selur Giftingaleyflsbréf vPitnib cftir því að Eúfly’s BuDOinnapaDPlr heldur húsunum heitum; og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, LI_R- Ú.GENTS, ■ WINNIPEG. [Stærsta Skandinavaverzlunin í Canada. Vér óskum eftir viöskiftum yöar. Heildsala 'og smásala á innfluttum, lostætum matartegundum, t. d.: norsk KKKogKKKK spiksíld, ansjósur, sardínur, fiskboll- ur, prímostur, Gautaborgar-bjúgu, gamalostur, rauö-sagó, kartöflumjöl og margskon- ar grocerie-vörur The GUSTAFSON—JONES Co. Limited. 325 Logan Ave. 325 >

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.