Lögberg


Lögberg - 06.09.1906, Qupperneq 6

Lögberg - 06.09.1906, Qupperneq 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER 1906 m DENYER og HELGA eða VIÐ ROSSNESKU HIRÐINA. SKÁLDSAGA eftir ARTHUR W. MARCHMONT. Eg var hamingjunni þakklátur fyrir, aö þetta var ,J»ó ekki nema leikur. Óhugsandi var, aö hún mundi nokkurn tíma gera svo lítið úr sér, aö hún gengi að eiga ómenni þaö, er hún játaöi aö hún hat- aöi. Eftir því, sem eg komst næst, unni hún engum manni. En voru þá likindi til, aö eg yröi svo hepp- inn, að ná ást hennar? Eg vissi hvað hún heimt- aöi, hvaö hún sjálf barðist fyrir, og eg stundi þung- an þegar eg hugleiddi alla erfiðleikana, sem voru á tþví að koma fyrirætlunum hennar fram. Og svo fór eg að eins og venja er viturra manna, þegar þeir hafa hugleitt mikilvæg viöfangsefni, án þess að kom- ast að nokkurri niðurstöðu, eg fleygði frá mér vindil- stúfnum mínum og fór að hátta, vonandi ,að nætur- hvíldin mundi gera mér léttara fyrir með að ráða sem skynsamlegast fram úr þessu. Eg var snemma á fótum morguninn eftir, og í einu var eg staðráðinn. Eg ætlaði að hætta að leika keisarann. Mér var sama hvað Það kostaði. Eg var eir.ráððir.n í r,ð segja Hclgu sannlcikann þó að það yrði minn bráður bani; og eg fór út úr herberginu mínu með þeim einlæga ásetningi. Enn fremur hafði eg hugsað mér, að segja henni af vináttunni milli m.ín og keisarans, og bjóða henni að gera a.lt, sem í mínu valdi stæði, til þess að hún fengi viðtalsleyfi við hann. Hún var úti í blómgarðinum þegar eg kom of- an, og í augum mínum var hún langfallegasita rósin þar. Hún bauð mig velkominn með bliðu brosi og rétti að mér blómvönd. „Eg er árrisul eins og þér sjáið,“ mælti hún. „Mér þykir fjarska vænt um garðinn minn. Eg hefi verið hér úti liðugan klukkutíma í morgun. Hafið þér sofið vel ?“ Hún horfði á mig hálf undrandi yfir a.1vörusvipnum, sem á mér var. Vafalaust var eg býsna þungbúinn, því að eg kveið fyrir að gera henni uppskátt það, sem eg ætlaði að segja. „Eg hefi sofið allvel,“ svaraði eg; „en nú langar mig til að ræða við yður alvar.legt málefni.“ „Eru horfurnar á því máli svo sorglegar, að þér þurfið að setja upp þetta likræðu-andlit Eg verð víst að biðja yður velvirðingar á því, að eg skuli, ó- afvitandi þó, baka yður slíkar raunir og armæðu.“ Hún hló gietnisiega, beygði sig yfir dá’.ítinn blóm- runn. Svo leit hún á mig hálf-ástleitnislega og sagði: „Eigum við ekki að draga það. -Verið þér nú vorkunnlátur við mig, og spillið eigi morgungleði minni.“ „Það sem eg hefi að segja, mademoiselle, þolir enga bið.“ „Eg er jafnan mjög óskemtilegur og athugalítill áheyrandi, herra Bandaríkjamaður, þegar eg er að skoða blómin mín. öðru máli er bó að gegna, ef þér ætlið að tilkyi.na mér burtför yðar.“ „Hvort eg geri það, er undir því komið, hvernig þér takið nýjungum þcim, sem eg ætla að skýra yður frá.“ ’s>- „Svo að bér ætlið þá ekki að leggja á stað undir eíns?“ sagði hún í flýti. „Eru þau ekki yndisleg?“ spurði hún og rétti mér brosandi nýjan blómvönd. „Þau eru eins yndisleg og—eg pagnaði og horfði í augu hennar. „Hvað ?“ „Litblæ þessara blóma svipar ósegjar.lega mikið til augna yðar.“ „Eru Bandaríkjamenn vanir að slá gullhamra þannig? Eg er mjög lítið gefin fyrir allan fagur- gala.“ „Gullhamrar mínir áttu við hlómin, mademoi- selle.“ „Einmitt það, — en þeir voru of vesturheimskir til að geta samþýðst rússneskum anda. En komið þér nú, við skulum koma inn. Eg er ætíö matar- þurfandi á morgnana. Getið þér gert yður að góðu að snæða morgunverð með mér einni? Mr. Boreski kemur ekki fyr en síðar.“ „Já, mér er það ósegjanleg ánægja.“ „Hvað þá ? Að sjá hann?“ Hún hió ertnis- ,e^a- „Nei, að snæða morgunverð með yður einniT „Ó! áttuð þér við það? Já, það má heita svo, að þér snæðið með mér einni, því að hin óaðfinnan- lega tilsjónarkona mín og verndarengill, Madama Korvata, er nú komin á þann aldur, að hún lætur sig meiru skifta um það, sem er á borðinu, en þá sem sitja að því.“ „Er. mig langar einmitt til að tala við yður í einrúmi.“ „Og láta mig missa af morgunverðinum mín- um, monsieur? Er þetta líka — Banadrikja kurteisi? Eg er alt of — alt of svöng, til að tala um alvarleg mál, eða hlusta á þau. Komið þér.“ Og svo fór hún brosandi inn og eg á eftir. Það var auðséð að eg gat ekki sagt henni neitt fyr en eftir morgunverð. Madama Korvata, lítil kona liðlega fimtug, aðgætti mig vandlega, þegar eg hafði verið gerður kunnugur henni, og trúði mér síðan fyrir því, að hún hefði áður hitt marga mjög leiðinlega Bandaríkjamenn. Að því búnu virtist hún ekkert meira hafa við mig að ræða, því að hinir rík mannlegu réttir, sem framreiddir voru, settu hana hljóða af ánægjulegri eftirvæntingu. Helgu svndist mjög ant um það, að láta jafnvel þjónum sínum skiljast, að eg væri Bandaríkjamaður. Hún linti aldrei á, að ræða um föðurland mitt, og virtist setja sig út tU þess, að leggja fyrir mig læ- vislegar og erfiðar spurningar viðvíkjandi ástandi lands og þjóðar þar. Hún virtist bæði undrast og hafa ánægju af að heyra mig leysa úr þeim fljótt og greinilega. „En hvað þér eruð fróður um hagi lands yðar og þjóðar, monsieur,“ sagði hún með einkennilegri áherzlu. „Mér finst það ekki nema eðlilegt og sjálfsagt,“ svaraði eg. „En samt sem áður er það — mjög—f>ér virðist því eins kunnugur og Evrópu eða jafnvel Rússlandi." „Eg skýrði yður frá því í gær, að faðir minn var stjórnmálamaður, og eg fékk þannig færi á að kynnast háttum og máltim ýmsra þjóða.“ „Maður skildi freistast til að halda, að þér vær- uð að telja manni trú um eitthvað, sem aldrei hefði átt sér stað, svo mikla áherzlu leggið þér á að sann- færa mig um það, hvernig þér hafið aflað yður þeirrar viðtæku þekkingar, er þér hafið til að bera.“ Svona hélt hún áfram að smá erta mig, þangað til við vorum búin að borða. Þá fylgdi hún mér aftur út í garðinn, og bað mig svo að afsaka þó hún viki sér frá stundarkorn. „Eg hefi sjálf eftirlit með öllum heimilisstörf- um. Eg skal ekki vera lengi burtu.“ „Eg verð að fá að tala við yður eins fljótt og mögulegt er,“ mælti eg um leið og hún fór, en Ma- dama Korvata kom þá út úr húsinu reykjandi smá^ vindling. Eg kveikti ntér í vindli og í því kom gamla konan til min og sagði: „Mér geðjast vel að útliti yðar, monsieur. Yð- ur svipar töluvert til keisarans okkar. En hvernig fórttð þér að kynnast Helgu?“ Spurningin var í raun og veru meinlaus, en hún kom mér illa eins fyir það. Þegar eg: hikaði við að svara, hló hún og mælti: „Þér þttrfið ekki að, svara mér, ef þér eigið nokkuð bágt með það. Sjálf kann eg illa óþarfa spttrningum, og geng aldrei ríkt eftir að mér sé svarað ef eg ber þær upp. Margmælgi hefir komið mörgttm á kaldan klaka. Þykir yður Helga ekki fríð sýnum?“ „Mademoiselle er meira en fríð, hún er óttm- ræðilega fögur.“ Gamla konan brosti og hélt áfram að reykja þegjandi. Svo sagði hún: > „Þeir segja þetta allir, monsiettr.“ „Allir, madama?“ „Og hjartagóð er hún eigi síður,“ hélt ltún á- fram, án þess að látast heyra spurningu mína. „Hún er hjartagóð, trygglynd -og bráðgáfuð stúlka. Það ínundi heldttr én ekki sópa af henni, ef hún fengi viðurkenningu fyrir réttindum sinum. Hún mundi verða ágætasta eiginkona, monsietir, ágætasta eigin- kona, segi eg, — en — hún giftist aldrei — rninsta kosti aldrei fyr en hún hefir náð rétti sinum.“ „Yður þykir einstaklega vænt um hana.“ „Það þykir öllum vænt ttm hana, sem þekkja hana. Mér þykir vænna um hana, en þó hún væri dóttir mín. Án hennar hjálpar yrði eg—, þekkið Jiér kjör kvenna þeirra á Rússlandi, sem ertt blá- snattðar og enginn httgsar um? Guð hjálpi þeim, þvi stjórnin gerir það ekki. Helga gerir það fyrir mig, sem stjórnin leiðir ætíð hjá sér.“ „Og haldið þér, að hún mtini aldrei giftast, madama.“ Aftur leit hún á mig og brosti ibyggin. „Hjálpið henni að ná réttindum sínum, og svo skulum við sjá—“ Hún þagnaði. „Hún er heit- bundin,en eg veit hvernig það fer.“ Hún hristi höfuðið. „Engum þeirra hefir tekist að rétta mál hennar. Þeir koma og fara, og jafnan fara þeir að lokum til þess, að láta aldrei sjá sig framar.“ Eg vildi ekki hvetja hana til að tala um einka- mál Helgtt, en hélt áfram að reykja þegjandi, og var að velta því fyrir mér, sem hún hafði sagt. Þegar Helga kom til okkar, fór Madama Kor- vata inn. „Hún er rnesta blessuð manneskja,“ ntælti Plelga, „og eg býst við, að hún hafi verið að að- vara yður. Slíkt er venja hennar.“ „Aðvara ntig?“ „Það er eitt, sem hún er mjög armædd yfir — það, aðeg skuli ekki giftast. Hún hefir þá skoðun, að hjónabandið sé æðsta ftillkomnunartigið, sem nokkur kona getur náð. Ef karlmenn ber hér að garði, býst hún jafnan við, að þeir komi hingað í kvonbæna erindagjörðum. Og hún heldur að viss- asti vegurinn til að flýta fyrir slíku, sé að segja þeim, að eg hafi ásett mér að giftast ekki.“ „Hún gaf það í skyn, að þér ntunduð þar hafa hliðsjón af hagvænlegum atvikum.“ „Eg? Hvað eigið þér við?“ „Það, að ef einhverjum tækist að afla yður réttinda þeirra, er þér teljist eiga heimting á, mund- ttð þér líta á hann alt öðrum augum en ella.“ Glaðlegi svipurinn hvarf alt í einu af andliti hennar, og ígrundandi alvara breiddist yfir það samstundis. „Þér talið ttm það, sem þér vitið ekkert um, monsieur, og viljið hins vegar ekkert heyra um sagt. En þar eð þér brutuð upp á þessu efni, get eg látið yður vita, að ómögulégt væri að heimta neitt það af mér, enga fórn hve úrslitamikil, eyðileggj- andi og jafnvel banvænleg, sem hún væri, að eg eigi kysi að inna hana af hendi, ef mér væri það mögu- legt, fengi eg hitt í aðra hönd. Markntið lífs míns er rétturinn og — hefndin. Mér er sama um alt annað.“ „Get eg nú fengið að tala við yður, án þess að við verðum trufluð?“ „Kjósið þér að tala við mig hér eða inni í hús- inu ?“ „Mér er öldungis sama hvort er, ef þér viljið að eins hlýða á það, sem eg hefi að segja.“ „Látum okkur þá ræða þetta áhugamál yðar hér. Við stöndum nú á þeim bletti, sem mér þykir vænst unt allra eigna minna.“ Við snerum yfir á breiðati hringstíg, er lá í kring um ljómandi fallegan gos- brunn. Á báðar hendur vöfðust angandi blómrunn- ar upp að skrúðgrænum trjám, er Deygðit sarnan krónurnar yfir höfðttm okkar. „Jæja, monsieur, hvað liggur yður þá þyngst á hjarta ?“ „Eg hugsaði mikið um þau einkennilegu atvik, er réðu fundi okkar hér, og er nú kominn að ákveð- inni niðurstöðu.“ „Eg vissi að það var óhjákvæmilegt fyrir yður, að taka einhverja ákvörðun,“ mælti hún þegar eg þagnaði. „Eg ætla samt fyrst og fremst að láta yðttr vita, að þegar eg réði af að fara hingað, átti eg alls enga von á að sjá yður. Eg bjóst að eins við a«ð eiga Boreski einum að mæta.“ „Eg hafði búið alt undir til þess að blekkja yður þannig. Eg bið yður fyrirgefningar a því.“ „Slíkt er þó ekki nema meinlaust smáræði, bor- ið sarnan við blekkingarleik þann, sem eg hefi flækst i að bera á borð fyrir yður. Eina afsökunin, sem eg hefi fram a ðfæra á því, er sú, að eg hefði aldrei tekið það í mál, hefði eg haft minstu hug- rnynd um, að þér værttð riðnar við þetta mál. Getið þér trevst því?“ „Blekkingarleik ? Hvað eigið þér við?“ „Eg er ekki keisarinn, mademoiselle; eg er eng- inn annar, en sá, sem eg hefi blátt áfram Banarikjaborgarinn, Harper C. Den- * ver. Mér var ómögulegt að sjá á henni, hvort hún fremur undraðist þessa játningu, eða reiddist af henni. „Þetta er mjög alvarleg játning,“ sagði hún með hægð. „Mjög alvarleg. Hvenœr datt yður hún í hug.“ „í morgun, þegar eg var að velta fyrír mér, hvernig hægt væri að koma samkomulagi á milli okkar.“ „Má vera að yður sýnist svo, en eg hafði þá úr vöndu að ráða.“ * „Og hvað segið Þér um Kalkov prinz?“ „Hann veit náttúrlega um þetta alt. Eg fór hingað að undirlagi hans.“ „Svo þér eruð þá í raun og veru Bandaríkja- maður, og áttuð heima á Rússlandi þegar Jiér vor- uð unglingur, ásamt föður yðar, sem var stjórn- málama.ður, sendiherra Bandaríkjanna. Þér hafið verið á Frakklandi og Þýzkalandi, og talið bæði frönsku og þýzku án þess að vart verði við hina viðbjóðslegu áherzlu, sem Englendingar eiga svo bágt með að sneiða hjá. Rússnesku skiljið þér, og komið hingað beina leið úr höll Hans Hátignar. Kveldið áður var yður ekið til hallarinnar í við- hafnarvagni keisarans með öllu því fríða föruneyti, sem vant er að taka á móti honum, og fylgja hon- uni til hallarinnar, þegar hann kemur til höfuðborg- arinnar. Þar að auki eruð þér lifandi eftirmynd hans. Þekkið þér annars keisarann, herra Banda- ríkjamaður?“ Alt þetta sagði hún ofur meinleysislega, en þó sjáanlega laus við að trúa einu einasta orði af því, sem eg hafði sagt henni. „Keisarinn hefir veitt mér þá virðing? að telja mig vin sinn.“ „Þér eruð gæfumaður, Mr.—bíðum við, hvað sögðust þér nú aftur heita—já, Mr. Harper C. Den- ver,“ sagði hún og veltist um af hlátri. „Enn frem- ur eruð þé rgæddur ágætis leikara hæfleikum, og hafið lært að temja yður ýmsa tilburði Hans Há- tignar. Alt er þetta dálitið einkennilegt.“ „Viðtökurnar á járnbrautarstöðinni voru fyrir- fram ákveðnar af Kalkov prinz, sem vissi um komu mína, og hafði heyrt keisarann minnast á það, hve undarlega líkir við værum ásýndum.“ „Kalkov prinz er satt að segja miklu slóttugri, en eg bjóst við. Jæja, gott og vel, herra Banda- ríkjamaður, hvað leggið þér til að við gjörum nú?“, Hún stanzaði og horfði beint framan í mig ögr- andi. Mér blandaðist ekki hugur um að hún trúði cngu, af því sem eg hafði sagt henni. „Mig langar ti.l að ræða þetta mál við yður í allri einlægni. Mig langar til að yður skiljist, að það, sem eg hefi sagt, er heilagur sannleikur; en fremur vil eg bjóða yður hjálp mína, til hvers setn þér óskið, ef þér viljið þiggja hana. Eg vil gjöra alt, sem í mínu valdi stendur, til að afplána blekk- ing þá, sem eg hefi leiðst til að hafa í frammi gagn- vart yður.“ „Þér farið fram á það, sem ómögulegt er,“ svaraði hún undir eins. „Neitið þér þá hjálp minni?“ „Nei, en eg get ekki lagt trúnað á útskýringu yðar, eins og hún liggur fyrir. Eg get það ekki,nei, eg get það ekki.“ Og hún hristi höfuðið hálfhlæj- andi. „Eg get ekki annað en endurtekið það, að eg segi yður satt eitt,“ svaraði eg með alvörugefni. „Eg ætla að vera einlæg við yður og segja yður frá því, hvernig mér kemur þetta fyrir sjónir. Þér farið nú ekki ókænlegar að, en í gær þegar þér lék- uð keisarann. Leiðið yður í hug, hve líkir þér voruð honum í gærkveldi. Hvernig þér vöfðuð Boreski og Drexel um fingur yðar þá. Látum það gott heita. En nú sjáið þér, að færuð þér á burit héðan án samkomulags við mig, mundi eg neyðast til að senda skjöl þessi áleiðis til óvina yðar. Og eg hefi alls ekki brevtt ætlan minn frá því í gærkveldi þar að lútandi. Ekkert getur breytt henni að svo komnu. Með því nú að tilkynna mér, og fá mig til að trúa þvi, að þér hefðuð verið að blekkja mig, búist þér við að fá það, sem þér þurfið nú öllu öðru fremur á að halda, og getið ekki fengið með þegar sagt yður öðru móti; en það er frestur. Eg veit það, að eg taia býsna skorinort; en nú er svo komið, að eg get ekki orða bundist, né heldur að segja það sem eg hefi sagt. Sömuleiðis get eg látið yður vita, að þetta síðara bragð yðar hefir mishepnast, eigi síður en hið fyrra í gærkveldi. Eg vildi óska, að þér tækjuð aftur þessa játningu yðar, hún er þýðingar- laus, að því er mig snertir.“ „Það lítur út fyrir að við ætlum ekki að verða ásátt með þenna misskilning. Samt er alt dagsatt, sem eg hefi sagt yður í morgun, mademoiselle.“ „Eg ætla að reyna það. Viljið þér hlusta á „Þér eruð minsta kosti býsna snjall maður,“ sögu nnnar mælti hún háðslega. „Yður skvldi ekki þykja það “Já- ef þér viljið segja mér hreinskilnislega. að ómaksins vert að minnast á þetta - þetta litilræði í K'r trÚið því’ Sem e£ hefi yöur nú’ um s-<álf- gærkveldi ?“ „Þá var eg svo hræddur um, að þér gripuð til einhverra örþrifsráða með skjölin, að eg vogaði það ekki. En í morgun komst eg að þeirri niður- stöðu, að réttast mundi, undir öllum kringumstæð- um, að segja sannleikann.“ „Sá sannleikur kemur nokkuð seint nú. Finst yður það ekki?“ an mig. Eg vildi ekki hlusta á leyndarmál yðai í 1 gærkveldi, af því eg átti ekki heimting á trausti yð- ar eða nokkurs manns undir fölsku yfirskini.“ „Þér samþykkið og svo setjið þér óframkvæm- anlega skilmála. Þér þekkið til fullnustu öll stjórn- mála brögð og réttarrekstur á Rússlandt. Aítur spyr eg yður: hvað leggið þér til að við gerum?“ ,,/Etlan mín var að fara beint til keisarans, og útvega yður viðtalsleyfi það, sem þér óskið mest eft- ir. Eg býst við að eg gæti fengið því framgengt."

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.