Lögberg - 11.10.1906, Page 4
LOGBERG FIMTUDAGINN n. OKTÓBER 1906
lögberg
■er geflS út hvern flmtud** ar The
Lögberg Frlntln* & Publlshlng Co.,
(löggtlt), aS Cor. Wllllam Ave og
Nena St., Wlnnlpeg, Man. — Kostar
12.00 um úriS (á Islandi 6 kr.) —
Borgist fyrirfram. Einstök nr. 5 cts.
Publlshed every Thursday by The
Lögberg Prlntlng and Publishing Co.
(Incorporated), at Cor.William Ave.
& Nena St., Winnipeg, Man. — Sub-
•cription prlce $2.00 per year, pay-
able in advance. Slngle coples 5 cts.
S. BJÖRNSSON, Edltor.
M. PAUI.SON, Bus. Manager.
Auglýsingar. — Smáauglýsingar I
eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml.. A
stærri auglýsingum um lengri tima,
afsláttur eftir samningi.
Bústaðaskifti kaupenda veröur aö
tilkynna skrlflega og geta um fyr-
verandi bústað Jaínframt.
Utanúskrift til afgreiðslust. blaðs-
lns er:
The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co.
P. O. Box. 136, Winnipeg, Man.
Telephone 221.
Utanáskrift til ritstjörans er:
Editor Lögberg,
P. O. Box 136. Wlnnipeg, Man.
Samkvæmt landslögum er uppsögn
kaupanda á blaðl ógild nema hann
aé skuldlaus þegar hann segir upp.—
Ef kaupandi, sem er i skuld vlð
blaðið, flytur vistferlum án þess að
tilkynna helmilissklftin, Þá er það
fyrir dómstólunum álltln sýnlleg
sönnun fyrir prettvíslegum tllgangi.
Talþráðalöggjöf sanibands-
stjórnarinnar.
Ilcr á eítir skal rnci) nokkrua)
orðum minst á aðgerðir siðasta
sambandsþingsins í talþráðaniál-
inu, og þær mikilvægu breytingar,
sem þar hafa verið gerðar.
Er þá fyrst aö telja þaö lagaá-
kvæðiö, sem mælir svo íyrir, að
öll talþráðafél. lögskipuð af Dojm.
stjórn. skuli skyld að sameina sig.l
þar er þörf krefur, og slikt er
heimtað. Nær það ákvæði til allraj
áður greindra talþráðafélaga í1
landinu, hvort sem þau starfa undj
ir tilsjón fylkisstjórna, sveitafé-l
laga, eða óháð hvorttveggja.
Skilyrði til slíkrar sameiningar
er, að sú beiðni sé borin undir
járnbrautarmálanefnd landsins
/Railway Commissionj er sett var
fyrrum af Laurier-stjórninni, sem
æðsta úrskurðarvald í ágreinings-
.málum þeim, er járnbrautafélög
snerta og gefist hefir sérlega vel,
þar eð hana eiga að skipa alger-
lega óvilhallir menn og engri
stjórn háðir. En járnbrautarmála-
nefndin samþykkir sanieininguna, j
þegar hún er, að nefndarinnar á-
liti, réttmæt og hagvænleg fyrir al-i
inenning.
Afgjald fyrir notkun talsím-
anna liggur eigi, samkvæmt lög-
gjöf þessari, undir endilegu mati
talþráðafélaganna, heJdur hefir
framangreind nefnd úrslita at-
kvæði um hve hátt það skuli vera.
Aðal eftirlit með talþráðafélög-
um landsins er með lögum þessum
falið járnbrautarmálanefndinni.
Má ganga að því visu, þegar tillit
er tekið til þess, hve vel hún hefir
gefist, og mikinn dug og starfs-
hygni sýnt, í tilsjón sinni að því:
er járnbrautafélögin snertir, að
hún muni eigi síður leysa vel af
hendi skyídur þær, er henni liafa
nú verið faldar viðvíkjandi tal-
þráðafélögunum.
Fyrirrriæli laganna ,að þvi er j
vald nefndarmnar snertir, til að
skipa fyrir um sameining talþráða-j
kerfa er á þá leið, að þegar fylki,j
sveitarfélag eða einstakt talþraða-:
félag, sem hefir 'stjórnarheimild j
til aS starfa í landinu, fer þess áj
leit, að nota langa talsímalinu, kýsj
að tengja kerfi sitt við annað kerfi
I grend við sig, en semur eigi við
hlutaðeiganda, þá hefir járnbrautaj
nefndin lögheimild til að skipa
fyrir um, að sameiningin fari framj
á þa.in hátt, sem hún álítur sann-
gjarnast,og skal gæta þess um leið
að skerða á engan veg rekstur eða
starfsemi hlutaðeigandi talþráða-
félags, er eigi vildi þýðast samein-
inguna.
Þungamiðja þessara laga er að
spenna yfir alt landið eitt, marg-
greinað talþráðakerfi, er hafi sem
flesta tengibönd, og geti þannig
orðið sem allra þægilegast og af-
notadrýgst fyrir þjóðina, um leið
og þaö er falið trúverðugum, óvil-
höllum mönnum, járnbrautarmála-
nefndinni, að sjá um, að afgjöld
og starfsrekstur sé svo hagkvæm-
ur og sanngjárn, bæði fyrir þá, er
t talþræðina nota, og félögin sjálf,
sem framast má verða.
Með lögum þessum er engu tal-
þráðakerfi gert hærra undir höfðij
en öðru. Þau hljóta öll sem eitt
að hlýta sömu löggjöfinni. Hvert
um sig að sameina kerfi sitt við'
það eða þau félög, er æskja sam-|
tengingar og fá hana staðfesta a£
híutaðeigandi úrskurðarvaldi
Kemur þarna berlega fram á hve
litlum rökum rógur sá er bygð.cr,
sem borinn hefir verið á Laurier-
stjórnina, viðvíkjandi meðhaldi
með Bell talhráðafélaginu. Sam-j
kvæmt þessum lögum er það tal-J
þráðafélag, eigi síður en hin önn-
ur, er staðfest umboð hafa frá
Dominion-stjórninni, til að starfa1
liér í landi, skylt til að taka þátt í;
sameiningunni öldungis eins og
hin, og fellur því orðasveimur sá
um sjálfan sig, þrátt fyrir marg-j
itrekað fleipur Roblins og fylgi-
fiska hans þar að lútandi, enda er
þeim herrum ekki nýtt að koll-j
hlaupa sig á staðleysis slaðri síiittj
um Ottawa-stjórnina.
------o-------
Taugaveikin í Wiunipeg.
Bæði úti í bygðunum og hérna í
borginr.i er mikið rætt um vágest
þann, taugaveikina, er um langan^
aldur hefir átt hér bólfestu <'.ysj
luin upp á afhallandi sumri liverjn,
leggur fólk hrönnum saman í rúm-
ið, og sviftir mörgum atorktisöin-
um manninum burt af sjónarsvið-
inu.
Fyrir tveim árum síðan dundi
eitt mjög snarpt aðkast taugaveik-
innar yfir bæinn. Blöðin voru full
af skýringunt, getgátum, tillögum
og ráðleggingum, og æfðir sér-
fræðingar voru settir til að reyna
að komast fyrir um það, hver or-
sök veikinnar væri, og setja varúð-
arreglur til að hefta hana.
Þeir gáfu líka mörg góð og holl
ráð; en eigi tókst með þeim að út-
rýma veikinni.
í fyrra mun veikin hafa verið
heldur vægari, en sjúkdómstilfell-
in býsna mörg, yfir eitt þúsund,
sem skráð voru á sjúkrahúsum
bæjarins. A þessu hausti hefir
kveðið enn meira að veikinni, og
það svo mjög. að þeir sjúklingar
hafa eigi fengið aðgang að spítul-
tim sakir þrengsla. Telja bæjar-
blöðin líklegt, að taugaveikls sjúk-
lingar í bænum muni á þessu ári
verða eigi færri en fimtán httndr-
uS, eða fyllilega eitt og hálft pró-
cent af allri íbúatölunni í borg-
inni.
Það lítur því ekki út fyrir, að
taugaveikin sé að rýma bæ þenna,
en hitt er aftur víst, að hún hefir
fært sig til, og heldur sig nú á öðr-
um stöðum en fyrir tveimur árum
síðan.
Þá var það ætlan manna, að
einhver ein aðal orsök væri vald-
andi veikinni. Kom mönnum eigi
saman um, hver sú orsök væri.
Kendu ýrnsir um vatninu, aðrir
saurrennnunum, og fjölda margari
fleiri orsakir voru taldar. Hugðu
menn, ef komist yrði að því Hver
þessi orsök væri, þcá, mundi auðið
að létta plágunni af/á skömfrtum
tíma,
Siðan hefir þetta verið rannsak-
að mikið og lrappsainlega, og eru
menn nú komnir á þá skoðun, að
: engin ein orsök sé til veikinnar,
heldtir séu þær margar, og aðal-
i ráðið til útrýmingar á henni, sé
^ hreinlæti og þrífnaður í öllum
greinum. Winnipegbær er enn
eigi orðinn svo þrifalegur, að
taugaveikin eigi hér ekki víst að-
setur. Á þar bæjarstjómin og í-
búarnir sökina livort um sig.
Ræjarstjórnin leggur eigi fram
nægilegt fé, til aö ræsta bæinn og
gera hann svo hreinlegan seiri
þörf væri, enda hefir það eigi dul-
ist ýmsum ferðamönnum austan
úr fvlkjum, sem komið hafa hing-
að nú síðast á þessu sumri, og
lýst hafa áliti sinu á honum í hér-
lendum blöðum. íbúarnir sumir
hverjir eru heldur eigi eins hirtnir
um ræsting í kring um sig og æski
legt væri, og þeir gætu verið, en
slikt er þó hverjum einum sjálfnm
fyrir beztu, því að í því er inni-
falið eitt mikilvægt heilsufræðis-
atriði, og það er dýrt að liggja
veikur hér og standast þann kostn-
að, sem af þvi leiðir, auk atvintiu-
missisins.
Enn sem komið er hefir eigi
tekist að ákveða neina aðal orsök
til taugaveikinnar, sem ber að dyr-
um bæði hér í Winnipeg og ýms-
um íleiri bæjum þessa iatids, á út-
líðandi sumri hverju, jafn óbrigð-
ult og áreiðanlega, sem frost fylgir
canadiskum vetri. Þeir, sent
mesta þekkingu hafa á þvi máli,
vilja sem minst ákveða um þaö.
V'afalaust vegna þess, að þeim
dylst ekki, að orsakirnar eru marg-
víslegar.
Eitt er þó svo víst, að eigi verð-
ur máli því mælt, og það er, að
taugaveikin er smittandi, og jarö-
vegurinn hér er orðinn sósaður af
gerlum þeim er veikinni valda.
Ríður því á engtt meir en að fara
svo varlega sem auðiö er. þegar
stundaður er taugaveikissjúkling-
ur, hvort heldur er i heimahúsum
eða annars staðar. ,Sá, sem eigi
gætir þess, ltefir siðferðislega á-
byrgð af því, ef veikiit breiðist út
og veldur tjóni. Það er ntarg-*
sannað, að gerill eða sóttkveikju-
efni, sent berst frá sjúklingi og
kentst í færi til að þróast, getar á
sköinmum tima margfaldast, svO|
að nægilegt veröi til aö sykja fleii"' I
hundruð ntanna. Sl'kt er aldrei
ofbrvnt fyrir fólki, sérstaklega þar'
eð jafn mikil brögð eru að veik-
inni, jafnmikik fjártjón og þung-
ar legur stafa af henni, og jafn-
mörg líf verða henni að herfangi
á ári hverju, sem átt hefir sér stað
i þesstim bæ.
Læknar halda því fram, að veik-|
in berist og sýki menn með ýmsui
móti. Að maður geti borið gerlaj
utan á sér, sérstaklega á höndun-
um, fengið þá úr fæðunni og flug-'
urnar flutt þá úr einum staö í
annan.
I mjólk kváöti gerlarnir þrosk-j
ast t. d. ákaflega fljótt. Ekki þarf
nema mjólkurílá<t sé þvegið úr
vatni, sem slikt sóttkveikjuefni
kann að leynast í. Verði eitrtivaðj
eftir af sjúkdómseitrinu i ílátinti,
og ntjólkin sé svo látin i það,
þroskast gerlarnir þar þúsundíalt
á fáum klukkutímum.
í ýmsum jarðarávöxtum þrosk-
ast taugaveikisgerill einnig mjög
fljótt, komist hann í þá. Geta
ntenn því fengið taugaveiki af
þeim, sérstaklega þeim tegunditm
jarðarávaxta, sem borðaðar eru ó-
soðnar.
Eins og áður er á drepið, er það
þrifnaður í smáu sem stóru, er
ntest og bezt hamlar taugaveikinni
að komast inn á heimilin. Sam-
kvæmjt skýrslum fyrir þetta ár,
hefir veikin reynst tíðust og mögn-
uðust á þeim svæðum í bænum,
þar sem eigi eru komin vatns-
leiðsla og saurrennur í húsin. Er
því vafalaust mjög svo áríðandi
fyrir alla bæjarbúa að, sein allra
fyrst verði slíkar umbætur gerðar,
helst í hverju einasta húsi í bæn-
um.
En á því eru töluverðir erfið-
leikar, þar sem bærinn vex mjög
liratt, því nær í, allar áttir, svo að
með því fyrirkontulagi, sem nú er,
hefir bæjarstjórnin eigi við að
leiða vatn og sorprennur um nýju
strætin, og er mjög liklegt, að
meðan svo er, verði eigi auðvelt
að útrýma veikinni.
Samt sem áður er eigi annað
sýnna, en að hefta megi veikina
mikið úr því sem er, meS því að
bæði bæjarstjórnin og ibúarnir
leggist á eitt, til að tálma út-
breiðslu hennar, með auknum
þrifnaðarumbótum, ráðdeild og
heilbrigðislegri fyrirhyggju.
-------o-------
Norðnienn og íslendingar.
Eftir Jón Jónsson frá Sleðbrjót.
* ♦
Sá hugsunarháttur er nú óðum
að ryðja sér til rúms meðal vor
íslendinga, að vér þurfum að taka
oss til fyrirmyndar ýmislegt í
háttum og framkvæmdum ná-
grannaþjóðanna,ef vér eigum ekki
að dragast aftur úr í bará.ttunni
fyrir tilveru vorri sem sjálfstæður
þjóðflokkur.
Ein af þeim þjóðum, sem vér
gætum lært ákaflega mikið af, er:i
fræmlur vorir Norðmenn, sem nú
erti að mörgu leyti fyrirmyndar-
þjóð, þó smá sé, í samanburði við
hin svo kölluðu stórveldi. Norð-
menn hafa jafnan verið íslend-i
ingum vinveittir. Þeir hafa fund-
ið, að vér vorum „hold af þeirra
holdi og bein af þeirra beinum.“
Þjóðirnar hafa alt af fundið það
báðar, að það var eitthvað skylt i
eðli þeirra. Ekkert erlent skáld
liefir slegið betur á hjartastrengi
íslendinga en Björnstjerne Björn-
son, nema ef vera skyldi Esaias
Tegner. Enginn erlendur maður
sem sezt hefir að á Islandi, hefir
orðið samgrónari ísl. þjóðerni en
hetjan norska Otto Wathne. Og
enginn útlendingur hefir haft jafn
stórfeld áhrif á framkvæmdarlíf
íslendinga eins og hann.
Hvar sem Norðmaður hittir Is-<
lending- í Norðurálfunni sýnir
liann Islendingnum bróðurþel í
timgengni, og þeir eru ekki svo fá-
ir Norðmennirnir.sem sezt hafa að
á íslandi lært tungumál þjóðarinn-
ar, og skoðað sig alveg eins og
landsins eigin börn.
Stjórnmálabarátta Norðmanna |
gæti verið oss íslendingum fögur
fvrirmynd. Hún sýnir hvernig
öfgalaus festa, og einlæg, samhngaj
hluttaka þjóðarinnar vinnur að
lokum sigur á friðsamlegan hátt.
I því efni em Norðmenn langt á
ur.ckm hinum blóðstorknu stór-
veldunt.
Eitt af því, sem vér íslendingar
gætum lært af Norðmönnum, er
það hvernig samband þjóðarinaar
heima í Noregi er við þjóðflokk
Norðmanna hér í Vesturheimi.
Hugarþel þeirra hefir komið svo
svo vel í ljós á þeim tíma-
mótum, sem Norðmenn ltafa nú
komist yfir. Heimsókn Norð-
manna héðan að vestan og viðtök-
urnar, sem þjóðin veitti þeim
heima í Noregi, er fagur vottur
þess-, að þeir hafa skilið hvor ann-
an, víðurkent hvor annars starf-
starfsemi og þýðingu. Er það
mjög ólíkt þröngsýnis- getsökum
þeim, er Vestur-Islendingar eiga
að venjast frá ýmsum. heima, og
broddborgara hugsunum um Is-
land og íslendinga, sem koma
fram hjá ýmsum smásálum hér
vestra, sem ekki hafa víðari sjón-
deildarhring en dollarsseðilinn eða
Poolroomsborðið er. En sem betur
fer eru það undantekningar hér
meðal íslendinga.
E& bygg það sé holt efni til í-
hugunar fyrir Islendinga hér
vestra og heima að athuga hvernig
Norðmenn heima kveðja frændur
sina hina vestrænu, er þeir stigu á
skipsfjöl, og héldu heim aftur vest
ur, og ekki síður er þ^ið ihugunar-
efni fyrir Vestur- Islendinga,
hvernig beztu menn Norðmanna
hér vestra líta á þjóðernisspurs-
mál Norðmanna í Vesturheimi.
Blaðið „Aftenposten" í Krist-
janíu kveður hóp landa sinna, er
heimsóktu Noreg á krýningarhá-
tiðinni, þannig:
„Hinir ungu bræður Vorir frá
Ameríku snúa nú í dag heimleiðis í
hinn víðlenda Vesturheim. Þeir
hafa unnið hjörtu vor og vér send-
um með þeim þá hlýjustu kveðju,
sem vér eigum í tilfinningu vorri,
til hinna þúsund heimila, á vest-
rænu sléttunum, og í stórborgun-
um, þar sem hlý, norsk hjartaslög
eiga heimili. För þeirra hingað
hefir verið sigurför, og þeir hafa
fengið fulla sönnun fyrir því, hve
hlýtt hjartalag vér berum til!
bræðra vorra vestan hafs. — Það
hefir lengi dregist, að þessar til-
finningar hafa brotist út. Og það
er laust við, að landar vorir vestra
hafi undrast yfir hvað það hefir;
dregist lengi, að vér viðurkendum
hvað dýrmæta eign vér ættum í [
hinum norsk-ameríska þjóðflokki,
sem bráðum fer að verða helming-
ur af þjóðflokki vorum.
En það má ei gleyma því, að
það hefir ekki verið mjög mikil á-
stæða til að sýna þessar tilfinning-
ar, að minsta kosti ekki fyrir þjóð-
ina í heild sinni.—En nú er ástæða
til þess. Það hefir heimsótt oss
ágætt sýnishorn af hinni ungu
norsk-amerísku þjóð. Það eru
synir hinna hraustu og þrautseigu
manna, sem hafa grundvallað hina
norsku Ameriku í Minnesota, Da-
kota, Wisconsin og Iowa. Þeir
hafa mentast þar vestra sem bezt
má verða, og framkoma þeirra hér
vekur viöurkenning og aðdáun
vora.
I Ameríku hefir þess verið beð-
ið með eftirvæntingu, hverjar við-
tökur þeir fengju hér heima.
Norðmenn í Vesturheimi hafa
stöðugt rent augum í áttina heim
á þessum tímum. Og vér ætlum
það ei ofsagt að viðtökur þær, er
þessir ungu gestir fengu hér, og
bæði nefnd sú og aðrir, er sóktu
krýningarhátíðina, hefir ekki svik-
ið þær góðu vonir, er bræður vor-
ir vorir vestra gerðu sér um við' -
tökurnar.
Og vér fáum það vel launað.
Sá hjartans hlýleikur, sem koma
þessara ungu gesta hefir laðað frá
brjóstum vorum, hann mun snerta
samsvarandi streng í hverju
norsku hjarta vestan hafs, og af-
leiðingin af því verða, að það
vakni ný ást til lands og lvðs, sem
dregur hug og hjarta Norðmanna
vestra að gamla Noregi. Vér höf'-
um allir á þessari stund sterka
tilfinning fyrir því, að vér eigum
bræðrum vorum vestra svo afar-
mikið að þakka. Það hefir aftur
og aftur verið tekið fram hvað við
eigum þeim að þakka frá árinu í
fyrra. Það verður aldrei sagt
með ofhlvjum orðum. En við meg-
um heldur ekki gleyma því, að
The DOMINION BANK
SELKLRK L'TIBL'IÐ.
Alls konar bankastörf af hendi leyst.
Sparisjóðsdeildin.
Tekið við innlögum, frá $i.oo að upphæð
og þar yfir. Hæstu vextir borgaðir. Við-
skiftum bænda og annarra sveitamanna
sérstakur gaumurgefinn. Bréfleg innlegg
og úttektir afgreiddar. Óskað eftir bréta-
viðskiftum.
Nótur, innkallaðar fyrir bændur fyrir
sanngjörn umboðslaun.
Við skifti við kaupmenn, sveitarfélög,
skólahéruð og einstaklinga með hagfeldum
kjörum.
d. GRISDALE,
bankastjórl.
það er eitt, sem við eigum allra
mest að þakka bræðrum vorum
vestan hafs. Og það er það, sem
hefir mesta þýðingu af öllu fyrir
oss nú. Þaðan höfum vér fengið
þá öflugnstu vakning, til að rísa at
svefni og nota land vort sem bezt.
Hve mikið hafa ei synir vorir og
dætur lært, sem hafa farið þang-
að? Hve mikið fjör og fram-
kvæmd hafa þar ei vaknað hjá
þeim? — Það er enginn efi á þvi.
Vér hefðum ekki sfaðið í þeim
sporum sem vér stöndum, ef vér
cettum ckki fyrir bróður þenna
fjöruga og aflmikla tvxbura fyrir
vestan hafið.
Þesvegna þökkum vér Ameríku
fyrir það, sem vér höfum þaðan
fengið. Vér þökkum h'jartanlegal
fyrir heimsóknina! Ef hún verð-
ur endurtekin að ári, munu hjörtu
vor slá jafn hlýtt, þó það verði
ekki annar eins hátíðabragur á öllu
þá, eins og á þessu hátíðarári voru.
V'ér biðjum þessa bræður vora, er
nú snúa heim,að bera hlýja kveðju
vinum og nágrönnum. Sendutn
með þeim hlýja kveöju hinum
norsk-ameríska þjóðflokki. Verið
vissir um vér unnum yður, finu-
um til með yður, og fylgjum með
athygli gerðum yðar. Vér erttm
stoltir af gestum vorum. Og stolt-
ir af bræðrum vorum vestan hafs.
Og svo að síðustu við borðstokk-
inn. Þökk fyrir komuna. Berið
heim til yðar hlýja kveðju frá
gamla Noregi.“
* * *
Mundi það nú ei vera ánægju-
legt fyrir oss íslendinga. að
svona bróðurhtigur væri vakti-
aður milli landa vorra heima og
vor?
Og hvernig líta nú Norðmenn
hér vestra á afstöðu sína gagn-
vart Noregi og þjóðinni heima?
Á leiðinni heim frá krýningarhá-
tíðinni, héldu Norðmenn hátiðleg-
an fæðingardag Hákonar konungs.
Professor Kildahl, einn hinn
merkasti Norðmaður í Bandaríkj-
unum, hélt við það tækifæri ræðtt,
er lýsir svo vel hugsunarhætti
þjóðflc^cksins norska hér vestan
hafs. Lauslega þýdd er htm
þannig:
Vér, sem erum nú staddir hér
innan þessara skipsfjala, erum
kallaðir Norðmenn, Svíar eða
Danir, þegar vér erum í Ameríku,
eftir því, hvort feður vorir hafa
komið frá Noregi, Svlþjóð eða
Danmörku. En þegar vér erum í
Noregi, Svíþjóð eða Danmörku.
erum vér kallaðir Ameríkumenn.
Hið rétta er að vér erum hvort-
tveggja. Flestir erum vér Ame-
ríkumenn að því Ieyti, að vér er-
um annaðhvort fæddir í Ameríku,
eða uppaldir þar, eða að minsta
kosti höfum veriö þar svo lengi,
að vér erum borgarar í Ameríku.
Og vér elskum landið, vér finnum,
að vér erum að koma heim, þegar
vér náigumst strendur þcss. Og
þó erum vér ekki hreinir Ameríku-
menn. Það er of mikið af norskti,
sænsku eða dönsku eðli í oss, se:n
kemur fram í athöfnum vorum og
uppeldi, til þess að við höfum