Lögberg - 01.11.1906, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.11.1906, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN i. NÓVEMBER 1906 DENVER og HELGA eða VIÐ RÚSSNESKU HIRÐINA. SKÁLDSAGA * eftir ARTHUR W. MARCHMONT. | „Eg — eg get "þaö ekki.“ Ivan hafði heyrt þegar barið var að dyrum í sein.ia skiftið, og kom nú til að fá fyrirskipanir frá mér. „Geturðu fengið vissu um, hve margir eru við dymar, Ivan? Farðu upp á loft og reyndu að sjá það út glugganum þaðan.“ „Þér ætlið þá að hætta við að fara út?“ spur'ði Helga strax og hann var farin'n. „Nú er alt oröið breytt. Eg ætla að halla mér fyrri/fyrirætlunum mínum aftur. Við getum dvalið hér þangað til iiættulaust er fyrir okkur að íara héðan. Þar eð við höfum fengið fulla v'issu fyrir því, að þessir menn sitja um okkur, er óefað 3-éttast að leggja á stað héðan í björtu, eða um dag- 4íma. Eftir að fundinn hefir veri'ð öruggur dvalar- staður handa yður í borginni, þá getum við í næð'i náð fundi keisarans.“ Nú hafði eg fe.ngið það að lifa fyrir, sem eg mat aneira en svo, að mer dytti í hug að stofna lifi minu í þann háska, sem eg áður ætlað'i, þegar örvænting- arskýin grúfðu dimnnist yfir hugskoti mínu. I ana- að sinn einsetti eg mér að halda mönnunum í þeirri txú, að eg væri keisarin.i, svo að eg yrð'i laus við of- sóknir þeirra, strax og eg’ kæmi til hallarinnar. En sá ásetningur minn varð ekki langgæður. „Eg get ekki séð nema tvo menn við dyrnar, amonsieur,, en vel getur verið, að fleiri felist hér i ná- grenninu," sagði Ivan þegar hann kom aftur. „Við getum að minsta kosti talað við þá,“ svaraði #eg. „Kallaðu á nokkra af þjónunum, til að vera til íaks, ef við þarf.“ Eg gerði þar mikið axarskaft, sem óvinir okkar höfðu mikinn hag af, eins og síðar smun sjást. Ivan gerði þetta; og þegar hann kom aftur. fór 3bann eftir skipan minni til dyranna og kallaði: „Hver er þar?“ „Við erum lögregluþjónar. Ljúkið upp!" Annað hvort var hér um nýja óvænta ofsókn að xaeða, eða mennirnir fóru með ósannnidi. Eg- bjóst við hinu síðara. „Hvað viljið þið?“ spurði Ivan aftur. „Við erum að leita að Mr. Vastic. Ljúkið upp ondir eins.“ „Hér inni er enginn maður, sem héitir því nafni. Við ljúkum ekki upp fyrir nokkrum manni að nætur- 3agi.“ „Þá brjótum við upp hurðina,“ svaraði rödd'jn. ^Ljúkið upp í nafni keisarans.“ „Segðu þeim að brjótast inn ef þeir geti,“ sagði seg. Ivan gerði það, og þá fóru þeir strax að berja á asurðina, með svo m'iklúm gauragangi, að það eitt Siefði átt að nægja, til að vekja grun hjá mér. En 5>að var svo grandvart, að mér dytti nokkur hætta í Jhug, að eg stóð kyrr og horfði með ánægju á hve vel liurðin stóðst höggin, þangað til v’ið heyrðunt, alt í <einu, að rúður voru brotnar á bakhlið hússins, og sá- | ram þá loksins, áð þessi barsmíð við framdymar var j emungis gerð til að draga athygli okkar frá efra lofti hússins, sem aðal áhlaupinu skyldi beint að. ,,Farið til Boreski, mademoiselle,“ kallaði eg til Helgu um leið og hentist upp breiða stigann, sem lá upp á loftið.en Ivan og þeir þjónarnir,sem hjá okkur voru, komu á eftir. Hinir höfðu hlaupið upp annan átiga, að baka til, og mættu okkur þegar við komum upp á stigapallinn. f „Hvar hafa 'þeir komist inn?“ spurði eg. ,jlnn í þetta herbergi,“ sagði einn þeirra, og bjnti zí einar dyrnar. Eg var ekki lengi að taka eftir því, cað lykillinn stóð í skránni að utanverðu. Eg hljóp lil og tvílæsti. Það mátti ekki seinna vera. Um leið «g hleypijárnið small í dyragrópið, var gripið í hurð- arsnerilinn að innanverðu af einhverjum þeirra, sem þar voru nú lokaðir inni. Ivan hafði séð hvað eg ætlaði mér, og hljóp sam- stundis inn í herbergið, sem lá við hliðina, og lokaði t>ar. „Herbergið ljggur við hliðina á þessum bún- ingsklefa, nionsieur,“ mælti hann þegar hann koni út aftur. „En burðin þar á milli er þunn og veigalítil, svo að varla er hægt að búast viö. að hún standi lengi fyrir þeim.“ Eg fór inn í búningsklefann og skoðaði hurðina og þar sem eg sá að Ivan hafði rétt að mæla, féll eg strax frá því að ætla okkur að verjast þaðan. Síðan sendi eg Ivan t'il a« sækja Boreski, og meðan hann var í burtu, lagði eg niður fyrir mér í flýti, hvermg htppilegast væri að verjast af stigapallinum. Þá r virtist sjálfkjörið vígi. Stigapallurinn var ferhyrntur. Efri stiginn, sem la ofan á hann, sneri beint á móti herbergisdyrunum, sem fjandmenn okkar voru lokaðir inni í, svo mjög auðvelt var að verja þær dyr af palíinum, sérstaklega ef skjólgarður væri hlaðinn ofan við stigaendann. Það einsetti eg mér að gera, og hafa til þess þunga húsmuni sem 1 óg var af í herbergjunum til beggja handa. Helga kom með Boreski, og gaf hún okkur mjög heppileg ráð og leiðbeiningar. Eg sagði þeim frá fyrirætlunum mínum, og skipaði svo tveimur mönn- um að fara niður i húsið og halda þar vörð. „V’ið getum gert það, eg og hertogafrúin,“ sagði Helga undir eins. „Með því móti verðið þið hðfleiri hér uppi. En hertogafrúin þverneitaði því, og sagðist ekki vera nógu taugasterk til að taka að sér hermannaverk, en vildi helzt fá Boreski með sér þangað, sér til varnar. En hann var enginn hugleysingi, og þegar Helga aftók það í alla staði, og eg styrkti mál hennar, gekk Boreski í hóp okkar, og hertogáfrúin varð að gera sér það að góðu. 'Svo fór Helga niður stigann, og innan lítils tírna höfðum við lokið viðbúnaði okkar. Meðan því fór fram bar undarlega lít’ið á mönn- unum, sem inni í herberginu höfðu veirð. Að líkind- um hafði þeim sýnst eigi síður en okkur, að þeir hefðu lítið á unni’ð, þó að þeir hefðu komist inn í húsið, þar sem þeir höfðu fest sig Þarna í gildru, og máttu ganga að því vísu, að fá ómjúkar viðtökur, ef þeir reyndu að brjótast fram um dyrnar. Eg leit á úrið mitt og varð alveg hissa hvað frarn orðið var. Klukkan var nærri ellefu. „Hve nær fer að lýsa af degi?“ spurði eg Bor- eski. „Hér um bil klukkan hálf fjögur,“ svaraði hann. „Við megum þá búast við að eiga í þessu fjóra tii fimm klukkutima. Að öllu sjálfráðu hverfa þeir héðan þegar fer að birta.“ „Ættum við ekki að kasta orðum á þá?“ „Jú, í öllum bænum, ef þér búist við að geta gert eitthvað gott með þvi. Þér þekkið þá, en eg ekk'i.“ Hann klifraði yfir skjólgarðinn og bankaði á hurðina. „Hverjir eru inni?“ spurði hann. „Það er Bor- eski, sem talar.“ Enginn ansaði. Hann, bankaði og kallaði aftur. „Eg held aö enginn sé þarna inni," hvíslaði hann að niér. „Eg get ekkert þrttsk heyrt þar.“ ' „Máske þeir séu farnir. En eg á samt bágt með að trúa þvi,“ svaraði eg. En þar eð grunur hafði vaknað hjá niér út af þessu, mælti eg við Ivan: „Eft- ir á að hyggja, við höfum ekkert hugsað um efra loftið. Eru nokkrir stigar hér nálægt, sem hægt væri að komast á upp þangað?“ „Já, monsieur. Við fjósið eru stigar, sem ná upp undir þakskegg.“ „Þá fer eg að skilja í því, af hverju þessi kyrð er sprottin. Korndu með mér undir eins—" Eg stökk yfir skjólgarðinn og Ivan á eftir mér. Við komum lika í opna skjöldu. Þeir voru búnir að leggja stigann upp að einum glugganuni á framhliðinni, og þrir þeirra voru kornn- ir upp i hann miðjan. Eg reif opinn gluggann. „Flvtið ykkar, herrar mínir. Okkur leiðist að bíða,“ kallaði eg ofan til þéirra. Það var skringilegt að sjá .hvað hverft þeim varð við þetta ávarp. Þeir áttu sjáanlega enga minstu von á þvi. Sá. sem á undan var tautaði eitt- hvað við félaga sína, og svo rendu þeir sér niður stigakjálkana i niesta ofboði og voru á svipstundu horfnir út í myrkrið. „Þeir reyna þetta ekki aftur fyrst um sinn.“ sagði eg um leið og eg lokaði glugganum, „en við verðum að hafa auga á þeim engu að síður. Það er bezt áð einn okkar standi hér uppi á verði. Að svo mæltu fór eg aftur ofan til Boreski. I Svo leið góð stund. og heyrðum við þá stöðugt hark ifini í herberginu. „Eitthvað hafa þeir fyrir stafni,“ sagði eg. „Eg vildi bara að eg vissi hvað það væri.“ „Eg ætla að reyna að tala til þeirra aftur,“ mælti Boreski. Hann reyndi það líka, en alt fór á sömu leið og áður. Litlu seinna sendi Helga eftir mér. Þegar eg kom ofan til hennar sá eg, að hún hafði skipað öllum þjónustustúlkunum, hverri á sinn stað, til að| halda verá að fara upp og ofan stiganti þarna, og þa" lít- u'r út fyrir, að þeir beri eitthvað upp með sér í hvert sinn, en fari svo ofan aftur tómhentir. Lítið þér á,“ og hún benti mér að korna með sér að glugganum, þaðan sem stiginn sást. Eg saup hveljur þegar eg sá, hvað um var að vera. Tvei!r rnenn fóru upp stigann og báru sina hálmviskina hvor undir hendinni. En þriðji maður- inn kom á eftir þeim með hrísbindi. Þeir ætluðu auðsjáanlega að kveikja í húsinu. En eg gætti mín að nefna það ekki við Helgu. " „Hvað eru þeir að gera?“ spurði hún. „Eg ætla að reyna að komast eftir því.“ „Þér búist við, að eg verði hrædd, ef þér segið mér sannleikann. Eg veit, að þér þykist fullviss urn, að þeir ætli sér að kveikja í húsinu“. „En eg ætla mér að hindra, að því verði fram- gengt. Viljið þér láta mig vita, undir eins og þessir þrir nvenn fara aftur ofan stigann?“ Að svo mæltu sneri eg aftur til Boreski og sagði honum frá þessu. „Við verðum áð ráðast inn í herbergið og konia í veg fyrir þetta.“ „Eg skal hjálpa vður til þess eftir megni,“ svar- aði liann. „Þá skuluð þér,“ mælti eg, „taka Ivan með yður og far inn um þær dyrnar, sem Hggja inn úr búnings- klefanum, en eg tek manninn, sem hjá mér stendur með mér. Þegar eg gef ykkur merki, skuluð þið hraða ykkur inn, svo fljótt, sem þið getið. Þið skul- uð slökkva öll ljósin hér, svo þeir, sem úti fyrir eru, sjái ekki til okkar, þegar við förum inn.“ Rétt á eftir voru öll Ijósin slökt, og við stóðum eftir í myrkrinu. og biðum eftir því að Helga gerði okkur aðvart. „Þeir eru kornnir niður stigann,“ kallaði hún fáum minútum síðar, og samtímis sneri eg lyklinum í skránni á herbergishurðinni, þar sem eg hafði lokað mennina inni áður um kveldið, og ruddist þar inn. Við átturn því .láni að fagna, að enginn mann- anna hafði orðið eftir í herberginu. Þeir höfðu talið það öldungis óþarft, því þeim hafði alls ekki getað komið til hugar, að við mundum voga okkur þar inn. Þess vegna höfðu þeir engan skilið þar eftir á verði. Meðfram herbergisveggjunum höfðu þeir hrúgað upp hálminum og þurra viðnum, sem þeir báru upp stig- ann, og sannfærðumst við því skjótt um, hvað þeir ætluðu sér að gera. ^ Eí Helga hefði ekki verið svo aðgætin að talea eftir þessu, á mundu þeir hafa komið frani þessu glæpsamlega áformi sínu. „Nú höfum við ráð þeirra i hendi okkar,“ hvísl- I aöi eg að Boreski. „Við getum veitt þá hér. Að j t'áum mínútum liðnum koma þeir aftur. Við bíðum (þeirra rólegir, og veitum þeim maklegar viðtökur.“ Við skipuðum okkur allir fjórir, þar t herbergið, ei skugga bar á, og innan skamms heyrðum við þung- lamalega gengið upp stigann, sem lá upp að gluggan- um. „Skjótið ekki!“ hvislaði eg að félögum mínurn. „Við verðum að grípa þá hávaðalaust, til að vekja ! ekki grun hinna, sem úti fyrir eru. Skeð getur, að við getum náð fleiri en einum í þessa gildrtt. Við skulum doka við, þangað til þeir eru komnir inn, all- ir þrír, að minsta kosti.. Gætið þess, að láta ekkert á ykkur bera. þangað til eg gef merki!“ Við stóðum þarna steinþegjandi í myrkrinu, og ! eg hélt niðri, í mér andanum, þegar sá, seni á undan var, teygði höfuð og herðar inn um opna gluggann. Maðurinn bjóst auðsjáanlega ekki v'ið neinni hættu, því hann vóg sig þegar í stað, óhikað upp í glugga- kistuna, og stökk inn á gólfið. Tveir aðrir koniu rétt á eftir honurn og allir bártt þeir hálm og við í fanginu. Einn þeirra kont svo nærri mér, þegar hann kastaði niður byrði sinni, að spýturnar rákust í síðuna á mér, og um leið og hann beygði sig áfram til að hagræða eldsneytinu, gaf eg félögum mínttm merkið. „Til,“ hrópaði eg og stökk á manninn. Æðis- gengin viðureign hófst þarna í tnyrkftnu. Brenni- vargarnir neyttu allrar orku til að sleppa undan; við byltumst, sveifluðumst og hentumst hingað og þang- að um herbergið, og veittum bæði og urðum fyrir þungum höggum, og rákumst oft hvorir á aðra. Einu sinni vorum við allir komnir í eina þétta kös í miðju herberginu. \ ið tókum víst allir á þvi, sem við höfð- um til. Þótt undarlegt megi virðast, fór þessi trylda glima fram hávaðalaust. Það heyrðist vart annað, en þungar stunur, og smáóp öðru hvoru, ann- áð hvort af reiði eða sársauka. Við reyndum að yfir- buga hvorir aðra, í hamslausu en þöglu grimdaræð'i. Ivan varð fyrstur til að ráða niðurlögum mót- þá heyrði eg að einhver kom hlaupandi að stiganum neðanverðum. Maður sá hljóp fáein höft upp eftir honum og kallaði: „Kveikið í hálminum.“ Samtímis heyrðum við voðalegt brothljóð niðri í húsinu, og rétt á eftir kvenfólkið kalla hástöfum á hjálp. Þekti eg þar greinilega rödd Helgu, og heyrði að hún nefndi nafn mitt. ^ ■m, ■k ■**. 1 s, XV. KAPITULI. Gíslin borguðu sig. , -j; Hávaðinn niðri í húsinu þagnaði grunsamlega fljótt, og því nær í sama mund og eg hljóp á stað til að hjálpa Helgtt. Eg var fyrst í nokkrum vafa um, hvað gera ætti við fangana. Ekki var annáð líklegra, en að allra okkar þyrfti við ntðri, og datt mér því fyrst í hug að skilja við fangana þarna. En til allrar hepni gerði eg það þó ekki. „Ivan, þú verður að korna nteð ntér. Viljið þér Mr. Boreski, ganga frá þessum kumpánum svo þetr sleppi ekki. Þjónninn verður hér eftir til að hjálpa yður?“ „Ef þið þurfið fleiri bönd en hér eru við hendina, þá eru þau í litla herberginu, við hliðina á búnings- klefanum," kallaöi Ivan tij þeirra, í því við hlupuni ofan. Það var dimt á stigapallinum og öllum gangin- um, og sáum við að mennirnir, sem við höfðum skip- að þar til varnar, höfðu flúið þaðan, og upp fyrir skjólgarðinn, seni vi’ð höfðum sett við efri stigaend- ann. Lágu þeir á bak við hann, með spentar marg- hleypur í höndunum, viðbúnir til að taka á niótt, ef áhlaup yrði gert á stigann. „Það er lífshætta að fara ofan, lávarður minn,“ sagði einn þeirra. „Þeir sitja þarna niðri fyrir okkur.“ „\'eistu ekki að kvenfólkið er í liættu, bleyðan þín ■“ hrópaöi eg i reiði. „Fylgið mér!“ Og svo stökk eg yfir skjólgarðinn og liljóp niður stigann. „Mademoiselle, mademoiselle,“ kallaði eg, en enginn ansaði. Ivan kom rétt á eftir mér, og þegar við komum ofan á neðstu stigaþrepin, réðust á okkur nokkrir menn. Þeir voru sex eða, sjö á að giska, og varð þar aUharöur bardagi. Þjónarnir, tveir, kornu okkur til hjálpar, en samt var rétt að því konnð að við yrðum undir, þó við berðumst eins og víkingar. Sáum við því þann kost vænstan, þar eð óhugsandi var, að við kæmumst lengra áfram þessa leið, að færa okkur aftur upp eftir stiganum, með því líxa að við mistum þá einn liðsmanninn, annan þjóninn, sem lenti í höndum óvinanna. , Ivan barðist eins og hetja. Hann sló og hratt mönnunum frá sér á báða bóga. Hann hélt um hlauþið á marghlevpu sinni, og veitti mótstöðumönn- um okkar margt ónotahöggið, með skeftisendanum. Ef hann hefði ekki bjargað mér einu sinni, þegar þrir þorpararnir höfðu liaft mig undir, rnundi hafa verið úti um mig. Með heljar afli svifti hann mér úr höndum þeirra, og kipt mér upp í stigann. „Hlaupúm upp á stigapallinn, monsieur,“ hvisl- aði hann að mér. ,,Það er eina bjargarvonin.“ Svo við bröltum upp stigann, svo hratt sem við gátum, en óv’inirnif sendu hvert skotið á fætur öðrru á eftir okkur, hamslausir af vonsku yfir því, að við skyldum ganga þannig úr greipum þeim. Þa’ð mátti kraftaverk kalla, að ekkert slcotið skyldi verða okkur að meini. Átturn við það vafa- laust því að þakka, að dimt var, og að mennirnir voru svo æstir og óstyrkir eftir bardagann, að þeir skutu freinur af handahófi en fyrirhyggju. Við höfðum þá sloppið undan sjálfir, líttmeidd- ir, en eigi tekist það, sem mér minsta kosti þótti miklu meira um vert—að bjarga Helgu og kvenfólkinu. Mér féllu þau vonbrigði svo þungt.að löng stund leið áður en mér hugkvæmdist nokkurt ráð af viti. Eg réð mér varla af dýrslegri ílöngun, til að skeyta skapi mínu á nokkrum þrælmennum þeirra, er höfðu tekið hana höndum, og ól þá von í brjósti, að geta ef til vildi, svalað hefndargirni m'inni á því að drepa einhverja þeirra. Um mitt eigið líf stóð mér á sama. Eg bjóst ekki við að eiga langt eftir ólifað hvort sem var, um- kringdur af fleiri tugum vopna'ðra byltinganianna, sem þyrsti í blóð mitt. Sannast að segja réði eg mér varla fyrir hefndarreiði. „Við megum til að reyna að bjarga madentois- elle,“ sagði Ivan loksins, forv'iða á óheillavænlegri þögn minni. „Eða hefna hennar. Eg strengi þess heit að einhverjir þeirra skulu fá rnakleg niálagjöld, ef henni verður mein gert,“ svaraði eg. „Hvað eigum við þá að gera næst, monsieur?" Svarið bar vonum bráðar að, þó það kæmi ekki frá mér, þvi í þessum svifum var kveikt niðri og glampinn lýsti upp dimma stigann og pallinn, sem vörð. stöðumanns síns, og eigi löngu siðar var eg svo j var í honum miðjum. heppinn að reka hendina í viðarkefli, sem eg greip! „Þeir ætla að gera áhlaup á okkuf, strax upp og sló andstæðing minn með því.svo þungt Ivan. höfuðhögg, að hann dengdist niður á gólfið, eins og hann hefði verið dauðskotinn hvíslaði „Þá skuluni við skjóta á þá og engum hlifa, Ivan,“ svaraði eg, óður af reiði og hefndsólginni á- „Við höfum horft á þá um ‘hríð,“ mælti hún, Eg ætlaði strax að fara að binda manninn. en nægju vfir því að eiga það í vændum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.