Lögberg - 21.02.1907, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.02.1907, Blaðsíða 1
Þakklæti! Vér þökkum öllum okkar íslenzku viðskifta- vinum fyrir viöskifti sföastliöið ár og óskum eftir framhaldi fyrir komandi ár. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 638 Main Str. Tstep^one 339 Yér heitstrengíum aö gera betur viö viðskiftavini vora á þessu ári £n á árinu sem leið, svo framarlega að það sé hægt. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 Main St. Telephone 33 9 20 AR. Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 21. Febrúar 1907. NR. 8 Kosningarnar ákveðn- ar 7. Marz. Satt reyndist þaö, sem ensku Hb- eral blöSin og Lögberg höfSu fyrir skemstu gefið í skyn, að fylkis- kosningunum mundi smelt á í næsta mánutSi. Sí'öast í vikunni sem leið var fylkisþingið leyst upp, og til- nefningardagur ákveðinn 28. Feb- rúar, en kosningardagur 7. Marz. Er iþetta sá allra styzti fyrirvari, sem nokkurn tíma hefir verið gef- inn til nokkurra aðalkosninga hér í landi, og sýnir ljóslega að Roblin- stjórnin er dauðhrædd við að gefa flokkunum færi á að ræða áhuga- mál sín til nokkurrar hlítar. — Stjórnin óttast hið vaxandi fylgi sem leiðtogi liberalflokksins hér í fylkinu Edward Brown á a’ð fagna, og eina tálvonin hennar þó er það, að hún kunni að geta haldið völd- unum með því að drífa kosning- amar af Því nær öldungis fyrir- varalaust. En liberalar og allir þeir af fylkisbúum, sem opin augu hafa fyrir stjórnarhneykslum Rob- linstjórnarinnar, sem meðal annars hefir látið Canadian Northem járn brautarfélagiö múlbinda sig með tjóðurbeizli um níu hundrúð ár, eða vel það—ætla ekki, að þola þessa óhæfu, eyðslusömu, sér- plægnu og svívirðilegu stjórn lengur. Roblinstjórnin hefir sjálf kveðið upp svo réttmætan áfellis- dóm yfir sér á næstliðnum sjö ár- um, er hún hefir setið við völdin, áð sá dómur stendur skráður stóru og skýru letri i meðvitund sérhvers rétt hugsandi fylkisbúa, og þeim dómi verður fullnægt 7. næsta mánaðar við kosningarnar. Almennur liberalfundur verður haldinn á hinu nýja leikhúsi Walker hér í bænum að kveldi hins 20. þ. m. fmiðviku- dagý. Gefst liberölum úr öllum fjórum kjördæmum bæjarins þar kostur á að heyra ljóslega rætt um mörg mikilsvarðandi áhugamál flokkanna, sem eigi er búist við að auðið verði a'ð gera heyrin kunn á annan hátt fremur, sakir þess hve skammur tími er ákveðinn til umræðu mála fyrir kosningarnar. Leikhúsið verður opnað kl. 7 siðd. en ræðuhöld hefjast kl. 8. Fundinum stýrir Isaak Campbell. Aðalræðumennirnir verða B. E. Chaffey, doktor MacArthur, Alex Macdonald og Thomas H. John- son. Leiðtogi liberalflokksins Ed- ward Brown flytur þar síðast ítar- legt erindi, og verður stefnuskrá liberal flokksins útskýrð og rök- studd þar mjög greinilega. Sannarlega má það teljast ánægjulegt teikn vaxandi þroska og áhrifa þjóð- flokks vor íslendinga hér i landi, að i nýja kjördæminu hér í bæ, Vestur-Winnipeg, skuli einn af þjóðarhópi vorum, Thomas H. Johnson lögmaður, hafa verið val- inn í einu hljóði fyrir þingmanns- efni í næstu kosningum. Sýnir það berlega, að álit á íslendinguhi er að aukast, því að þó fjölmargir land- ar mættu á tilnefningarfundinum í nýja ísl. Good Tentplara húsinu næstliðinn fimtudag, þá var samt meiri hlutinn af fundarmönnum, sem kusu Mr. Johnson þar, ensku- mælandi menn. Að því er góða hæfilegleika Mr. Johnsons snertir, til að takast þing- mensku á hendur, álítum vér öld- ungis óþarft að rita langt mál. Hann er margra ára borgari hér, og hefir tekið fjörugan og atkvæða mikinn þátt í félagslífi og stjórn- málabaráttu liberalflokksins um langan tima, Og er viðurkendur af helztu stjórnmálamönnum liberala hér i bæ, svo sem Dafoe ritstjóra Free Press, sem hinn skörulegasti ræðumaður og öflugasti fiokks- maður andstæðinga Roblinstjórn- arinnar hér um slóðir, og hefir afl- að sér svo víðtækrar þekkingar á stjórnmálum þessa lands, að vér íslendingar munum eiga fáa jafn- oka hans í þeirri grein. Auk þess er hann þaulkuntiugur högum þessa kjördæmis og veit gerla hvers því er vant. Má ganga að Því vísu að heill og heiðri kjördacmisins muni svo vel borgið í höndum hans, sem framast er unt, ef hann verður kosinn. Vér teljum það sjálfsagt aö þorri Islendinga í þessu kjördæmi taki því feginshendi að eiga kost á því að styðja jafn-hæfan mann, af sín- um þjóðflokki, til þingmensku hér og Mr. Johnson er. Hann hefir stórmikið fylgi meðal enskumæl- andi kjósenda kjördæmisins, og vér vitum með vissu ag allir ís- lendingar í Vestur-Winnipeg, sem hlyntir eru liberalflokknum, gefa honum atkvæði sín og að líkindum margir landar úr hinum stjórn- málaflokknum líka, að þeim und- anteknum, sem eru svo blindaðir af flokkshatri að þeir fyrir löngu eru hættir að taka tillit til nokkurs ann- ars en þess eins og hallast að því óheillaráði að greiða atkvæði með andstæðingi Mr. Johnsons, fyr- verandi borgarstjóra T. Sharpe, sem ekki er efnilegra þingmanns- efni en svo, að hann hefir opinber- lega lýst yfir því, þessa dagana, að hann sé í fylsta máta samþykkur öllum stjórnarsvívirðingum nú- verandi fylkisstjórnar og alt sé gott og blessað sem eftir hana liggi. Hann getur ekki fundið að nokkrum sköpuðum hlut, Ætti það að geta gefið Islendingum dálitla hugmvnd um hvaða fengur muni vera i því að fá slíkan mann fyrir málsvara sinn á þingi Eigi fann heldur ritstjóri Heimskringlu neina köllun hjá sér til að mæla með þess- um flokksbróður sínum, er skýrt var frá tilnefningunni 14. þ. m. í því blaði. Til hinna háttvirtu kjósenda í ,,West Winnipeg“ kjördœmi. Eins og yður er öllum kunnugt, veittist mér sá heiöur á tilnefningarfundi frjálslynda flokksins í þessu kjör^dæmi, hinn 14. þ. m., að vera i einu hljóði valinn til þess að vera þing- mannsefni yðar við .fylkiskosningar þær, sem ákveöið er að fara skuli frarn hinn 7. dag næstkomandi Marzmánaðar. Þó að mér á ýmsan hátt sé óhægt að takast þennan mikils- verða og vandasama starf á hendur, þá gat eg ekki neitað að gjöra það, einkum vegtia þess, að áskoranir til mín um þaö efni voru svo sterkar og eindregnar, bæði frá íslendingum Clöndum minum) og öðrum kjósendum í kjördæminu, að þær virtust láta í ljósi almennings álit og vilja. Eg hefi þvi samþykt og lofað að sækja sem þingmannsefni yðar i þessu kjördæmi við næstu kosningar, undir merkjum frjálslynda flokksins, með þeint einlægum ásetningi, að reyna af alefli á allan heiðarlegan og löglegan hátt að bera sigur úr býtum. En undir ötulli og eindreginni samvinnu yðar er það að miklu leyti komið, hvort það auðnast eða ekki. Eg þykist fullviss um þáð, að skoðanir yðar og minar á fylkismálum séu í öllum aðal-atriðum mjög likar og að okkur greini ekki á um það, að stjórn sú, sem nú situr að völdum, hefir gjörsamlega brugðist þeirri tiltrú, sem meiri hluti kjós- enda í þessu fylki veitti henni við tvær undanfarnar kosningar, og að hún hefir fyrirgjört rétti sínum til þess að sitja lengur að völdum. Og þá hljótum vér einnig að vera sammála um hitt, að það sé skylda vor, sem góðra og þjóðhollra borgara fylkisins, að ryðja úr völdum óvandaðri og óhæfri stjóm, en kjósa í hennar stað þá menn, sem vér treystum að hafi bæði vit og vilja til þess að stjórna málefnum fylkis vors vel og sam- vizkusamlega. Stuttlega mætti benda á nokkur þau stór-brot, sem Roblin- stjórnin hefir gjört sig seka um, fylkisbúum til mikils skaða og .hnekkis, til dæmis: Að hún er uppvís orðin að óeinlægni og tvöfeldni að því er snertir löggjöf og meðferð vínsölumála fylkisins. Að járnbrautarmálastefna hennar er óhyggileg, hefir dregið úr samkepni járnbrautarfélaga, bakað fvlkinu þunga ábyrgð, sem fylkisbúar fá ekki annað fyrir, en uppspunnar tálvonir um yfir-umráð stjórnarinnar á flutningsmálum Canadian Northern járnbrautarfélagsins. Að meðferð stjórnarinnar á landeignum fvlkisins hefir verið ill og óviturleg og því til óbætanlegs skaða. A'ð stjórnin hefir farið með fylkisfé j ráðleysi og bruðli og reikningar hennar og skýrslur um það efni eru bæði óhreinir og villandi. Að það er óviturlegt af stjórninni að ætla með vald- boði að kúga fylkisbúa til þjóðrækni, með því að skipa þeim að draga fána á stöng daglega á öllum alþýðuskólahúsum og hóta kcnnurum og skólanefndum sekt og hegningu, ef út af er brugðið. Of langt mál yrði það að telja hér upp alt það, sem Roblin- stjórnin hefir unnið sér til saka, en á þeim stutta tima, sem henni hefir þóknast að gefa oss til að íhuga það, fram að kosn- ingunum, mun margt af þvi verða tekið til umræðu á fundum vorum og er mér einkar kært að sjá þar sem allra flesta, er líta á þessi mál likt Og vér, hverjum flokki sem þeir hafa að undan- förnu fylgt í stjórnmálum. Að endingu vil eg taka það fram, að það eru vinsamleg tilmæli min, til allra þeirra, sem vilja stvðja mig við þessar kosningar, að Þeir gjöri það í öllu tilliti samvizkusamlega og lögum samkvæmt og forðist sem mest má verða persónuleg ill- mæli og óhróður um andstæðinga vora. Sigurinn verður þyí að eins til gagns og frægðar að vér berjumst með vopnum sann- leikans og beitum þeim drengilega. Islendingar, heiðruðu samlandar mínir! Eg leyfi mér virðingarfylst að biðja um fylgi yðar og atkvæði við þessar kosningar og óska þess einlæglega, að þáttur sá, sem þér takið í þeim, verði þjóðflokki vorum til sæmdar og Manitoba-fylki og sjálfum oss til gagns og blessunar. Með virðingu, Yðar einlægur, THOMAS H. JOHNSON. Þingmannaefnin mœtast. Mr. T. H. Johnson, liberal- þingmannsefniö í Vestur-Winni- j peg, byrjar kosningaundirbúnings fundarhöld sín á föstudagskveldiö i kemur í nýja Good-Templarahús- |t J inu ísl. (horni McGee og Sargent str.). Mr. Johnson hefir boöiö gagnsækjanda sínum.Mr. Sharpe, á fund þenna til aö halda svörum uppi fyrir conservativaflokkinn. Veröur þar sjálfsagt fjölmenni og góö skemtun. í talið líklegast að gereyðast muni af fólki. Segja svo siðustu fregnir ! frá Rússlandi að þrjátíu miljónir | manna sétt þar nú að miklu leyti matvælalausar og megi sjálfsagt ; búast við að á næstu þremur mán- uðunum muni að minsta kosti ein miljón þeirra verða hungurmorða. Heilsuhælið, sem Danir eru að reisa í minningtt Níelsar Finsen, j Ijóslækningameistarans fræga, er sagt að verða muni fullbúið í næst- komandi Septembermánuði. En myndastytta Finsens, sem ráðgert I var að afhjúpuð yrði um leið og heilsuhælið yrði opnað, er nú sagt að ekki muni verða tilbúin fyr en um næstkomandi áramót. THOMAS H. JOHNSON, þingmannsefni frjálsl.flokksins í Vestur-Winnipeg. Fréttir. Ur bænum. Ung stúlka getur fengið atvinnu í álnavörubúð á laugardagskveldum. Lyst- hafendur snúi sér persónulega til, PERCY COVE, 639 Sargent Ave. Ætla íbúar Manitobafylkis að sætta sig við vammir og skammir Roblinstjórnarinnar í fjögur ár til, eða ætla þeir að sparka henni út eins og hún á skilið. Óskert rétt- lætistilfinning krefst þess síðara. Vafalaust er hún nú orðin svo rík hjá fylkisbúum að hún sker úr svo utn tnunar viö þessar kosningar. — I Lögbergi sem kom út hinn 7. j þ. m., var getið um hið nýja póst- hús í Saskatchewan, scm Laxdal j P. O. heitir, og þess getið til að þáð væri á heimili Lúðvíks Lax- dal. Sú tilgáta var ekki rétt. Póst- húsið er að heimili hr. Þorsteins Laxdal. Af bók Kuropatkins hershöfð- ingja unt striðið á milli Rússa og Japansmanna.sem rússneska stjórn- in lagði löghald á, jafnskjótt og búið var að prcnta hana.hafa nokk- ur eintök, samt sem áður komist út á meðal almennings. Bókin er í þrentur stórum bindum og segir hershöfðinginn svo frá, að ófarir Rússa í stríðinu hafi verið því að kenna hversu hermennirnir hafi verið óhæfir og óáreiðanlegir og herforingjarnir ónýtir og óhlýðnir yfirboöurum sinum. Aftur á móti lofar hann mjög hermenn og hcr- stjóni Japansmanna. Alt, sem þau gátu, hafa yfirvöld Rússlands gert til þess að varna Því, að bók þessi kæmist almenningi í hendttr, cn hafa cnn ekki getað rönd við reist. Málsókn hefir nýlega verið hafin á Rússlandi gegn syni Leo Tolstois greifa, fyrir að hafa gefið út á prent landráðabækling er faðir hans hefir nýlega ritað. Fýsir margan að sjá leikslok í því ntáli, því, eins og kunnugt er, hefir stjórnin ekki hingað til þorað að hreyfa ltönd né fót hvað sem greif- inn hefir látið sér um munn fara í hennar garð. Jfárnbrautarslys varð í New Ýork rtkinu síðastliðin laugardag, og fórust þar tuttugu manns en hálft annaö hundrað mann, er mcð lest- inni voru, urðu fyrir meiri og minni meiðslum. Meiri hlutinn af þeim, sem bana biðu, var kvenfólk. Voðalegustu fréttir berast nú af hungursneyðinni á Rússlandi. Er svo sagt að allar líkur séu fyrir því að miljón manna muni falla þar úr hungri nú í vetur. I fjörutíu af sjö- tiu og einu af þeim héruðum lands- ins, þar sem kornrækt er, brást upp skeran algerlega síðastliðið sumar, og tuttugu af þessum héruðum er Um síðustu ársfjórðungamót voru þessir settir í embætti í stúk- unni ísland af umboðsmanni henn- ar, hr. H. Skaftfeld: Æ. T.—Mrs. H. Skaftfeld, V. T.—Mrs. W. Olgeirsson, F. Æ. T.—J. P. ísdal, K.—Miss K. Ilenry, R.—S. B. Benediktsson, A. R.—P. Jónsson, F. R.—W. Olgeirsson, G. —M. Skaftfeld, D.—Miss Þ. Johnson, A. G.—G. Pálsson, V.—H. Árnason, Ú. V.—E. Johnson, G. V. U.—Mrs. Þ. Vigfússon. Meðlimatala utn þessi áramót var 46. Frestað kosningum í 2 kjördæmum. Eins og getið er um á öðrum stað í blaðinu fara fylkiskosning- arnar fram 7. næsta mánaðar. I tveimur kjördæmunum, Gilbert Plains og Gimli, kvað þó eiga að fresta þeim þangað til viku síðar að minsta kosti. Að því er Gimli-kjördæmið snertir, er þetta ekki nerr^a vana- legt tiltæki af Roblinstjórninni, og hefir vitanlega verið gert í þeim tilgangi að tryggja sér það að þingmannsefni hettnar þar næði kosningu, og kjósendur sættu sig við það ef stjórnin yrði í meiri hluta við kosningarnar. En sam- kvæmt yfirlýsingu Gimli-þing- mannsins sjálfs eru íslendingar hér vestra “orðnir svo skilnings- góðir” að eigi þarf að búast við því, að þeir geri sér hann að góðu lengur, þó hann dirfðist að bjóða sig fram þar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.