Lögberg - 28.02.1907, Side 1

Lögberg - 28.02.1907, Side 1
Þakklæti! Vér þökkum öllum okkar íslenzku viöskifta- vinum fyrir góö viöskifti sröastiiöiö ár og óskum eftir framhaldi fyrir komandi ár. Anderson Sí Thomae, Hardware & Sporting Goods. (38 Maln Str. T«laphtone 339 Yér heitstrengi um aö gera betur viö viöskiftavini vora á þessu ári en á árinu sem leiö, svo framarlega aö þaö sé hægt. Anderson Sl Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 Main St. Telephene 339 20 AR. II Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 28. Febrúar 1907. NR. 9 Fréttir. SfóastliSinn þriðjudag kom upp eldur í barnaskóla i Montreal. Brunnu J>ar um tuttugu böm inni, á aldrinum frá fimm til átta ára.og einn skólakennaranna. Nýjustu skýrslur um verzlun og viöskift Canada, bera þaö meö séri að á síöastliönum sjö mánuöum hefir verzlunarveltan aukist um fjörutiu iga sex miljónir og rúm átta hundrug þúsund doliara. Skamt frá bænum Plumas hér í Manitoba skatit bóndi nokkur.Wil- son Lyle aö nafni, nágranna sinn, er James Alexandex hét, til bana fyrra þriöjudag. Ekki vita menn til að mönnum þessum hefði neitt á milli borið, en þvert á móti voru þeir, að sögn þeirra er til þekkja, mestu alúðarvinir. Lyle, sá er víg- ið vann, er ógiftur einbúi á landi sínu, og hyggja menn að hann hafi framið ódáðaverk þetta i vitfyrr- ing. Nú í ár er alt útlit fyrir að viö- ur til húsabygginga verði að mun í hærra verði en að undanförnu hér i landi. Það minsta, sem menn gera sér í hugarlund að efni- vi’ður þessi hækki í verði, er frá tiu til fimtán prócent, frá því verði er hann var á næstliðið ár. Eftir þvi sem blaðinu NewYork i Tribune segist frá, hafa ákaflega | tíð járnbrautarslys komið fyrir í Bandaríkjunum síðastliðna sex mánuði. Eftir því sem bláðið seg- ir hafa frá því i. Ágúst síðastlið- inn til þessa tíma orðið þar fjöru- tíu og níu járnbrautarslys, er vald- ið hafa limlestingum og mann- tjóni. Af þessum slysum hafa far- ist þrjú hundruð fjörutíu og einn 'maður, og fjögur hundruð sjötíu | og fjórir orðið fyrir meiðslum. i Flest hafa járnbrautarslysin á1 Þessu sex mánaða tímabili orðið í j Janúarmánuði, og fórust þá ekki j færri en tuttugu járnbrautariestir. j — Farþegaskip, álei’ðis frá Eng- j landi til Hollands strandaði skamt j þar undan landi á fimtudaginn I vr. Eitt hundrað og þrjátíu j mannns, karlar og konur, er á j skipinu voru, druknuðu þar, en að eins tíu varð bjargað. Stormur og i stórsjór var þegar skipið strand- j aði og var illfært að koma við björgunarbátum, éða öðrum bjarg- artækjum, og sáu menn úr landi fólkið smátt og smátt skolast burt af skipsflakinu og drukna, án þess hægt væri að veita frekara lið. Við vesturströnd Jótlands strand- aði norskt skip, áleiðis til Bremen á Þýzkalandi, á föstudaginn var. Svo mikill var þá sjógangurinn og ofviðrið, að ómögulegt var að koma vi'ð björgunarbátum, og druknaði þar skipshöfnin öll, átján manns að tölu. Úr landi sást skips- höfnin hanga í reiðanum þangað til skipið liðaðist sundur og möscr- in féllu. Hinn 27. og 28. Janúar síðastl., varð vart við allmikla jarðskjálfta á ýmsum stöðum í Noregi. Urðu sumsstaðar svo mikil brögð að hristingnum að fólk þorði ekki að haldast við í húsum inni. Norsk kona J Bandaríkjunum, íþrjútiu og sex ára að aldri, varð amma nýlega, og er slíkt fremur ó- venjulegur viðburður fyrir konu á þeim aldri. Ðóttir hennar gpftist í fyrravor, nítján ára að aldri, en sjálf var amman að eins sextán ára er hún giftist, og fór í þvi aö dæmi xnóður sinnar cr gifzt hafði seytján ára gömul Þessi langamma ný- fædda barnsins er enn á lífi, og að eins fimtiu og átta ára að aldri. Þá á og barn þetta einnig langa-lang- ömmu sína á Iífi og er hún ekki orðin áttræð enn, og svo ern og hraust heilsu, að hún býst jafnvel við aö geta orðið Ianga-langa-lang- amma, ef þessi nýfædda dóttur- dóttur-dóttur-dóttir hennar líkist sínum. Shainn, eða jarlinn, í Persíu, sem nýkominn er til valda, er nú þegar farinn að verða þess var, að „vandi fylgir vegsemd hverri.“ Hafa stór- ir fldckar manna þar i Iandi nú hafið uppreist á móti honum per- sónulega og svo á móti hinu nýja þingi. Skiftist uppreistarliðið þannig j tvær sveitir, því sumir af uppreistarmönnunum eru að eins persónulegir mótstöðumenn jarls- ins, og vilja berjast fyrir því að steypa honum frá völdum, en aftur eru aðrir, sem eingöngu eru óá- nægðir með breytinguna á stjórn- arfarinu og keppa að þvi marki að koma hinu nýja þingi fyrir kattar- nef. -------- . | Útnefning conservatíva j á Gimli. Afturhaldsmenn höfðu íund í Gimli Hall á Girnli 22. Febr., til að útnefna þingmannsefni við næstu kosningar, eins og þeir' höfðu auglýst. B. Anderson settist í forsetasæti án þess að vera til þess kvaddur, og ætlaði að byrja á að setja fund- inn, þegar B. B. Olson stóð upp og kvaðst vera vanur viö ‘betra form' en hér vjeri viöhaft, og sagðist krefjast þess, að fundurinn væri látinn kjósa sér forseta, og til- nefndi S. Thorvaldsson. Var sú tillaga studd en feld með atkvæða- greiðslu. Þá kom tillaga um B. Anderson sem forseta en sú tillaga var einnig feld. Eftir nokkurt þref um “form" og “formleysi’’ var K. Valgarðsson kosinn forseti fundarins. Hann kallaði svo nokk- ura útvalda upp á ræðupallinn, og að þvi búnu kvað hann útnefning þingmannsefnis conservativa liggja fyrir fundinum. S. Thorvaldsson var fyrsti ræðu- maðurinn, var hann heldur fá- orður og fremur stirður að fjalla um jafn-gott málefni, sem hann sagði þeir hefðu, sem hér væru samankomnir, til að fylgja stefnu eg heiðarlaik (policy and honestyj Roblinstjórnarinnar, og endaði með tillögu um B. L. Baldvinsson sem þingmannsefni. Þá stóð upp S. Sigurösson, fór hann nokkrum viðkvæmum, til- finningarikum orðum um Roblin- stjórnina og hinn gamla góða vin sinn, þingmann þessa kjördæmis, B. L. Baldvinsson; sagðist hafa á- nægju af að styöja útnefningu hans. Óðar en Sigurðsson slepti orð- inu, stendur fundarstjóri upp, og lýsir yfir þrí að útnefningu sé lokað. Þessari aðferð mótmæltu í fundarmenn harðlega og var næst! , í B. B. Olson útnefndur af Jóni j Stefánssyni og útnefningin studd af Amljóti B. Olson. Auk þess voru S, Thorwaldson og Einar Ól- afsson útnefndir, en tillögur þær voru ekki studdar. Tillögurnar mn útnefning þeirra B. L. Baldwin- sonar og B. B. Olsons voru auðvit- að báðar jafn formlcga fyrir fund- inum, en fundarstjóri afsagði með öllu að taka hina síðari til greina; axk þess þverneitáði hann að bera tillöguna um útnefning B. L. Bald- winsonar undir atkvæði fundarins heldur lýsti yfir því, að hann væri löglega valinn sem þingmanns- efni Roblin - stjórnarinnar. B. L. B. hélt svo ræðustúf, að feng- inni áheyrn, sem gekk öll út á að lofa sjálfan hann og stjórnina, en mest þó sjálfan hann, enda mun honum nú ekki af veita, ef duga skal. B. B. Olson hélt tölu, aðallega til að afsaka sig, af ámæli því sem á sig væri borið að hann væri ó- trúr afturhaldsflokknum. Það kvaöst hann ekki vera, þó sér fynd- ist máske sumir leiðtogar flokks- ins ekki vera það, sem þeir ættu áð vera; sérstaklega var hann óá- nægður með aðferðina við þessa útnefningu, og krafðist að úr- skurði forseta væri skotið til fund- arins. En það fékst nú ekki. Út úr þessu var'ö óánægjan almenn, ýmsir tóku til máls, þar á meðal séra J. P. Sólmundsson og E. Ól- afsson ritstjóri, sem tóku allir í þann streng að hér væri ekki um útnefning að ræða hvað fólksvilj- ann áhrærði, honum væri traðkað með öllu. Stefán Sigurðsson stó'ð upp til að húrra fyrir Baldvinsson, og S. Thorvaldsson tók undir með hon- um, en ekki ein einasta rödd tók undir með þeim félögum. Fundurinn fór svo út um þúfur. Fundarstjóri fór úr sæti. Menn hnöppuðust saman í óánægjuhópa, smá-bárust sem líðandi straumur / út í ganginn, og raddirn- ar sem heyrðust voru um merki- legan fund, ofríki, Baldvinsku, búnir að fá nóg af þessu aftur- halds-“sukki”, og enduöu með þessu; “Eg verð meö Jónasson! Eg kýs Jónasson! Við kjósum Jónasson! Eg verð feginn að skilja við þig! Feginn að skilja við ykk- ur! Lengi Hfi kafteinn Jónasson!” Öháður áhcyrandi. ------o------- Ur bænum. Mikilsverðar nýjungar í sam- bandi við komandi kosningar eru það, að prófessorarnir Osborne, Bland og Will og Rev. A. Mc- Millan—sem aldrei hafa áður lát- iö til sín taka stjórnmálabaráttu hér i fylki, hafa nú risið ákveðnir gegn Roblin stjórninni. Stórhóp- ar manna snúast nú lika móti stjórninni á hverjum degi. o------- Crozier & Soper í Crvstal, N.D., búa til allskonar aktýgi. Aktýgi búin til eftir pöntunum. Komið og finnið okkur áður en þér leitið fyrir yður annarsstaðar. Fáir munu þcir nú vera hér (í Álftavatnsbygðj, sem leggja trún- að á að loforðið ver'ði efnt um að járnbrautin fframlenging Oak Point brautarinnarj verði lögð til Narrows komandi sumar,ef Roblin situr við stýrið, þegar ekkert hefir verið efnt af því, sem búið átti að vera áð efna af loforðunum.—Jón Jónsson frá Sleðbrjót. Þáð hefir áður verið vikið á þaö i þessu blaði, hve vel samsöngur sá tókst, er séra Hans B. Thorgrím- sen hélt með aðstoð söngflokks sins á kirkjuþinginu að Mountain í fyrra. En nú hafa css nýlega bor- ist fregnir um það, að von sé á og verið sé að efna til annars, enn myndarlegri samsöngs, i sambandi við næsta kirkjuþing, er haldiö ver'ður á komandi sumri \ Tjald- búðarkirkjunni. Er séra H. B. Thorgrímsen að æfa söngflokk sinn sunnan lín- unnar, um fimtiu manns alls, íoþvi skyni, en þar að auki eru islenzku söngkennararnir hér, þeir S. K. Hall og Jóriás Pálsson að æfa söngfólk hér i Winnipeg samtím- is. — Er búist við, að söngflokkur- inn að sunnan og ániinst söngfólk her í Winnipeg hafi sarneiginlegar æfingar hér í bænum áður en aðal- samsöngurinn fer fram, en hann verður haldinn i Fyrstu lútersku kirkju um kirkjuþing undir um- sjón séra H. B. Thorgrímsen, og auglýstur síðar nákvæmlega. Óefáð má búast þar við ágætri skemtan. Svo er að sjá bæði á síðustu Heimskringlu og fréttum utan' úr Nýja fslandi. að Gimliþingmáður- inn ætli að bjóða sig fram þar, treystandi á skilningsleysið og pilsaháttinn, er hann gaf í skvn í ræðu sinni hér í bænum fyrir skemstu að einkent hefði samlanda hans íslendinga. Lítið bætir það úr skák fyrir honum þó hann væni aðal-málgagn flokks sins, að því er áminsta ræðu hans snertir, Tele- gram, að ranghermi. öllum ensku- lesandi íslendingum er kunnugt um,að Telegram á slíkt ekki skilið, því að það hefir hingað til, þegar það hefir skýrt frá fljótfærnis-vit- leysum þeim, sem upp úr Gimli- þingnianninum hafa runnið á póli- tískum fundum, dregið úr þeim eins og mögulegt hefir verið, og sjálfsagt slept mörgu í þetta sinn lika, sem fróðlegt hefði veriö að heyra. Ef fxigberg á annars að skilja siðustu orðsendisgu Hkr. svo, að henni bagi klæðleysi í kosn- ingunum, vill það gjarna sjá aum- ur á henni, og senda henni “bræk- ur blár”, eins og Skarphéðinn Flosa forðum, og má hún gera hvort hún vill, bera þær sjálf héð- an af, eða lána Gimli-þingmannin- um þær til að kafa snjó í við at- kvæðasnapið um Nýja ísland. Hann þekkist þá frá “þeim pils- klæddu.” Mjög mundi hann fB. L. Bald- vinssonj hafa vaxið í augum landa sinna hefði hann nú neitað vera lengur erindsreki hennar fRoblin- stjórnarinnarj, til að fleka kjós- endur og landa sína. — Jón Jóns- son frá Sleðbrjót. Til hinna háttvirtu kjósenda í ,,West Winnipeg“ kjördœmi. Eins og j’ður er öllum kunnugt, veittist mér sá heiður á tilnefningarfundi frjálslynda flokksins í þessu kjördæmi, hinn 14. þ. m., að vera í einu hljóði valinn til þess að vera þing- mannsefni yðar við fylkiskosningar þær, sem ákveðið er að fara skuli fram hinn 7. dag næstkomandi Marzmánaðar. Þó að mér á ýmsan hátt sé óhægt að takast þennan mikils- verða og vandasama starf á hendur, þá gat eg ekki neitað að gjöra það, einkum vegna þess, að áskoranir til min um það efni voru svo sterkar og eindregnar, bæði frá Islendingum flöndum mínumj og öðrum kjósendum í kjördæminu, að þær virtust láta í ljósi almennings álit og vilja. Eg hefi því samþykt og lofað að sækja sem þingmannsefni \"ðar í þessu kjördæmi viö næstu kosningar, undir merkjum frjálslynda flokksins, með þeim einlægum ásetningi, að reyna af alefli á allan heiðarlegan og löglegan hátt að bera sigur úr býtum. En undir ötulli og eindreginni samvinnu yðar er það að miklu leyti komið, hvort það auðnast eða ekki. Eg þykist fullviss um þáð, að skoðanir yðar og mínar á fylkismálum séu í öllum aðal-atriðum mjög likar og að okkur greini ekki á um það, að stjórn sú, sem nú situr að völdum, hefir gjörsamlega brugðist þeirti tiltrú, sem meiri hluti kjós- enda í þessu fylki veitti henni við tvær undanfarnar kosningar, og að hún hefir fyrirgjört rétti sínum til þess að sitja lengur að völdum. Og þá hljótum vér einnig að vera sammála um hitt, að það sé skylda vor, sem góðra og þjóðhollra borgara fylkisins, að ryðja úr völdum óvandaðri og óhæfri stjórn, en kjósa í hennar stað þá menn, sem vér treystum að hafi bæði vit og vilja til þess að stjórna málefnum fylkis vors vel og sam- vizkusamlega. Stuttlega mætti benda á nokkur þau stór-brot, sem Roblin- stjórnin hefir gjört sig seka um, fylkisbúum til mikils skaða og .hnekkis, til dæmis: Að hún er uppvis orðin að óeinlægni og tvöfeldni að því er snertir Iöggjöf og meðferð vínsölumála fylkisins. Að járnbrautarmálastefna hennar er óhyggileg, hefir dregið úr samkepni járnbrautarfélaga, bakað fylkinu þunga ábyrgö, sem fylkisbúar fá ekki annað fyrir, en uppspunnar tálvonir um yfir-umráð stjórnarinnar á flutningsmálum Canadian Northern járnbrautarfélagsins. Að meðferð stjórnarinnar á landeignum fylkisins hefir verið ill og óviturleg og því til óbætanlegs skaða. Að stjórnin hefir farið með fylkisfé í ráðleysi og bruðli og reikningar hennar og skýrslur um það efni eru bæði óhreinir og villandi. Að það er óviturlegt af stjórninni að ætla með vald- boði að kúga fvlkisbúa til þjóðrækni, með því að skipa þeim að draga fána á stöng daglega á öllum alþýðuskólahúsum og hóta kennurum og skólanefndum sekt og hegningu, ef út af er brugðið. Of langt mál yrði það að telja hér upp alt það, sem Roblin- stjórnin hefir unnið sér til saka, en á þeim stutta tíma, sem henni hefir þóknast að gefa oss til að ihuga það, fram að kosn- ingunum, mun margt af því verða tekið til umræðu á fundum vorum og er mér einkar kært að sjá þar sem allra flesta, er líta á þessi mál líkt og vér, hverjum flokki sem þeir hafa að undan- förnu fylgt í stjórnmálum. Að endingu vil eg taka það fram, að það eru vinsamleg tilmæH mín, til allra þeirra, sem vilja styðja mig við þessar kosningar, að þeir gjöri það i öllu tilliti samvizkusamlega og lögum samkvæmt og forðist sem mest má verða persónuleg ill- ínæli og óhróður um andstæðinga vora. Sigurinn verður því að eins til gagns og frægðar að vér berjumst með vopnum sann- leikans og beitum þeim drengilega. íslendingar, heiðruðu samlandar mínir! Eg leyfi mér virðingarfylst að biðja um fylgi yðar og atkvæði við þessar kosningar og óska þess einlæglega, að þáttur sá, sem þér takið í þeim, verði þjóðflokki vorum til sæmdar og Manitoba-fylki og sjálfum oss til gagns og blessunar. Með virðingu, Yðar einlægur, THOMAS H. JOHNSON.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.